Lögberg - 07.05.1914, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.05.1914, Blaðsíða 1
27. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 7. MAÍ 1914 NÚMER 19 Kosningarnar á Islandi. Utlit fyrir að sjálfstæðismenn hafi unnið. Val- týr Guðmundsson og L. H. Bjarnason náðu ekki kosningu. Fréttir sendar 15. og 16. Apríl segja þessa kosna: SjálfstœSismenn. Sveinn Bjömsson, Karl Finn- bogason, Karl Einarsson, Bjöm Kristjánsson, séra Kristinn Dani- elsson, Hjörtur Snorrason, Einar Arnórsson, Magnús Pétursson, Skúli Thoroddsen, Benedikt Sveinsson, SigurSur Eggerz, Þor- leiíur Jónsson, séra SigurSur Gunnarsson og Hákon Kristjáns- son; alls 14. H citnastjórnarmenn. Ólafur Briern, Jósef Björnsson, Jón MagJiússon, Magnús Krist- jánsson, Einar Jónsson á Geld- ingalæk, Jóhann Eyjólfsson, Jó- hannes Ólafsson; alls 7. Flokksleysingjar. SigurSur SigurSsson ráhan., Þórarinn Benediktsson, GuSmund- ur Eggerz. séra SigurCur Stefáns- son, séra Eggert Pálsson ; alls 5. Ófrétt úr þessum sýslum. Eyjafj arðarsýslu. Þar eru þessir i kjöri: Hannes Hafstein og Stefán Stefánsson frá Fagraskógi; Kristján H. Benja- mtnsson og Jón Stefánsson. Húnarcatnssýslu. Björn bórðarson og Þórarinn á Hjaltabakka '.Guðm. læknir Hann- esson og G. Ólafsson i Asi. DaJasýsIu. Bjöm Magnússon stöðvarsíj. og Bjarni Jónsson frá Vogi.. N orðurmúlasýslu. Séra Einar Jónsson og Ingólfur læknir Gíslason; Björn Hallsson og Jón á Hvanná. Suðurþing eyj arsýslu. Pétur Jónsson og Sigurður Jóns- son á HelluvaSi. Af hinum ókosnu eru Heima- stjómarmenn taldir á undan. Alls em 40 fulltrúar á þingi, 34 þjóðkjömir og 6 konungkjörnir. Frétt er fullkomlega vis's um kosningu 26. Þar af eru 14 viss- ir sjálfstæöismenn, eftir því sem frekast verbur komist næst; 7 Heimastjómarmenn og 5 sem óvíst er hvorum flokknum fylgja. Ófrétt er um átta; hvemig kosn- ing þeirra hefir fariS, er óvíst; þó má telja þaö sjálfsagt, aö Heima- stjórnarmenn hafi þar að minsta kosti 3, þá Hannes Hafstein, Stefán Stefánsson og séra Einar Jónsson; en Sjálfstæöismönnum má víst óhikaö telja aðra 3. Þá Guöm. Hannesson, Jón á Hvanná og Bjarna frá Vogi; hafa þeir þar 17 alls, eöa réttan helming þjóö- kjörinna þingmanna, þótt þeim sé enginn talinn þeirra, er utanflokka teljast. ÞaS er því tæpast nokkr- um efa bundiö að Sjálfstæöismenn hafa oröiö ofan á viö kosningam- ar; en Hver verður ráðherrann? Þeir hafa tveir falliö í valinn, sem hvor um sig mundi fúslega hafa þegiö ráöherratignina, þeir Valtýr Guömundsson og L. H. Bjarnason. Eru þeir báöir einkar mikilhæfir menn og framgjamir, en hvorugur þeirra viröist hafa á- unniö sér traust þjóöarinnar. Meðal sjálfstæöismanna eru margir ötulir og mikilhæfir menn, sérstaklega meöal hinna yngri. Má þar til nefna Svein Björnsson, Benedikt Sveinsson og Einar Arn- órsson. Þeir eru allir einkar mik- ilhæfir menn, en líklega þykja þeir of ungir og litt revndir. til þess aö sitjast i ráðherrastólinn. U mSkiila er tæpast aö tala nú oröið, hann er svo að segja dauð- ur úr öllum æðum. Yfir höfuð viröist margt benda til þess, aí? þegar Sjálfstæðismenn fara að litast um eftir leiötoga, þá hvarfli augu margra þeirra að Bimi Krist- jánssyni. Hann hefir marga góða hæfileika, þótt ýmislegt megi að honum finna. Mundi það heldur ekki vera honum á móti skapi að skipa það sæti. Annars er það ómynd, þar sem flokkapólitik á sér stað á annað borö, að ekki skuli hver flokkur fyrir sig hafa ákveöinn leiðtoga fyrir kosningar. Eitt er víst, og þaö er það, að ritstjóri Lögbergs sér engan í Sjálfstæðisflokknum eins færan að taka ráðherrastólinn og þann sem þar er nú. þrátt fyrir mikla hæfileika margra þeirra. Þess er vert að minnast, hversu drengilega atkvæðin hafa fallið i Reykjavik. Þar er kosinn sinn maðurinn af hvorum flokki, báð- ir með miklum atkvæðafjölda. Þetta sýnir að atkvæðum hefir verið kastað fyrir mennina en ekki flokkana. Það sýnir sjálfstæði og óháðan hugsunarhátt og er það gleðilegt. Þetta em aukakosningar verður því kosið aftur að ári. Réttarbót á Rússlandi, Rússakeisari hefir gefið sam- þykki sitt til þess að giftum kon- um séu veitt aukin réttindi, og sérstaklega í hjúskaparlegu tilliti. Hingað til hafa konur þar ekki mátt eiga fasteignir, ekki verið leyft að hafa eða eiga verzlun í neinni mynd, ekki að leyta opin- berrar atvinnu og jafnvel ekki að kaupa farseðil án leyfis bónda síns. Konur gátu með engu móti leitað réttar síns gegn eiginmönnum sín- um, hversu mikilli ósanngirni og grimd, sem þær voru beittar, nema með þvi að skilja við þá; en það hafði svo mikinn kostnað í för með sér, að þess var enginn kost- ur öðrum en ^þeim, sem f jáðar voru eða mikil áhrif höfðu á hærri stöðum. Nú er þessu breytt; er skilnaðtlr gerður auðveldari og sanngjam- ari en áður var. Geti konumar sannað að mennirnir hafi beitt ó- forsvaranlegri hörku við böm sín eða ef þeir sýna konum ofbeldi, séu þeir ósiðsamir, missi þeir mannorð sitt, þá geta þær nú feng- ið skilnað og verður þá maðurinn að veita bömunum forsjá. Breta konungur og drotning hans komu heim aftur 25 Apríl úr Parísarferð sinni, eftir niikinn fögnuð. Hert á böndumim. Lög hafa verið borin upp í þinginu í Ontario, sem ákveða að lögregludómari hafi vald til að banna að selja þeim manni vín ('setja hann á Indiánalistann, sem kallað er j, sem uppvís verði að því að selja, gefa eða útvega nokkr- um þeim manni vín, sem lögin banna að veita það. Einnig er það ákveðið þar, að hver sem dmkkinn sést í sveit eða bæ þar sem ólöglegt er að selja vin, skuli skyldur til að segja hvar hann fékk áfengið, eða sæta $50,00 sekt ella. Hanna hét sá er fram kom með þessi lög. 40 Island. Afli allgóður á Eyrarbakka; hlutir komnir á fjórða hundrað 13. f. m. Á Stokkseyri og í Þorlákshöfn um 600. Heyskortur sumstaðar og hag- leysur þegar síðast fréttist ("15 AprílJ. Lítill afli i Vestmannaeyjum og gæftir stirðar. Þýzkt skip hefir kært yfir yf- irgangi við sig. En það er sama skipið sem sjálft sýndi afskapleg- ÍSLENDINGUR I WINNIPEG FINNUR UPP VÉL Menningarfélagsfundur verður haldinn í Únitarakirkjunni i kveld (íimtudaginn 7 .MaíJ. Sig. Júl. Jóhannesson flytur þar nokkur orð. LTmræðuefni er: Mansal. Allir velkomnir. Ýmislegt sem Lögbergi hefir verið sent, verður að biða næsta blaðs vegna rúmleysis. Hlutað- eigendur afsaki það. Vélin er þannig útbúin, að auðvelt hey eða bindi. Má því eins auðveld- er að taka upp hvort heldur sem er lega ná upp með henni lausu heyi laust hey eða bindi og kasta því þar eins og bindum-. upp á heygrindina eða vagninn, sem Sérstaklega hefir þess einnig verið hentugast er. Þess hefir sérstaklega gætt að hægt sé að vinna vélinni; er veriö gætt við tilbúning vélarinnar það gert með einni einustu jafnvæg- í Free Pres á laugardaginn birtist mynd af vél, sem Jón Tryggvi Berg- rnann hefir fundið upp til þess að ferma vagna með heyi og kornbind- um. Er það talin miklu betri vél en allar þær, sem til þess hafa verið notaðar áður og þvi mikils virði fyrir bændur um uppskerutimann. að skrælnað korn hrystist miklu síð- úr ef hún er notuð. Eitt aðal atrið- ið við uppfundninguna er það, að vélin hefir óskift leðurbelti með tipp- um og göddum, og flytja þessi belti heyið eða bindin hvíldarlaust frá því vélin tekur þau upp af jörðinni og þangað til það kemur í vagninn eða grindina. Með því að hafa belti þannig að þau hreyfist er það næst- urn ómögttlegt að kornið hrystist úr; en það er algengt í vélum þar sem bindin verða að hrekjast yfir stykki í vélinni sem ekki fireyfast. Auk þessa er safnskál frarnan við vélina þeirn megin.tjsem upp er tekiö isstöng rétt við sætið; stjórnar jafn- vægisstöngin stykki í vélinni, sent tennur eru á, og hvílir á stóru hjóli, sem aftur er í sambandi við aðal ás- inn í vélinni. Beltið, sem flytur heyið eða bindið, hreyfist fyrir afli þessa áss með keðju samböndum, en þverbeltiö eða það, sem lyftir, hreyf- ist fyrst með nokkurs konar vængjum og svo með keðju frá aðalásnum. Vegna þess hversu einföld vélin er. eftir því sem Mr. Bergntann segir, þá er hægt að búa hana til fyrir mjög sanngjarnt verð, og verður hún ntjög létt og þægileg. fÞýtt úr Free Press.J Bi t a r. Brennivínsdrykkja vekur upp það sent göfugast er í mannseölinu. — Roblin. Eg er einlægur bindindismaður og eindregið með algerðu vínsölu- banni. — Roblin. Ekki vantar samkvæmnina. “Slöktu Ijósið, svo við sjáum bet- ur til”, er haft eftir vitlausu Gunnu. Vér bindindismennirnir. Roblin. Vér eplin. Hrossataðsköglarnir. Margt likt með skyldum. Síðustu fréttir af kosn- ingunum á Islandi. ísafold kom í dag. Suðurmúla- sýslu kosinn Þórarinn Benedikts- son og Guðm. Eggerz. Dalasýslu, Bjarni frá Vogi. H úna-eatns- sýslu, Guöm. Hannesson og Guðm. Ólafsson. Annað ófrétt. — Talið að stjómin sitji. en sé tæp. an yfirgang 27. Marz. Er talið víst að það muni tapa málinu. Kosningadaginn 11. Apríl var urmull af botnvörpungum við fiskiveiðar í landhelgi. Bændanámsskeiði er nýlega lok- ið á Breiðumýri í Þingeyjarsýslu; sóktu það um 300 manns. Fyrir- lestra héldu þeir bræðurnir Guð- mundur og Sigurjón Friðjónssyn- ir, Pétur á Gautlöndum, Sigmund- ur læknir Sigurðsson, Stefán Krist- jánsson skógfræðingur og Hall- grímur Þorbergsson fjárræktar- maður. Flokkur 60 bama song í Dóm- kirkjunni nýlega undir stjórn Sigfúsar Einarssonar og í Frí- kirkjunni undir stjóm Jóns Páls- sonar. Silfurbrúðkaup héldu þau Guð- jón Einarsson prentari fsonur Einars sál. Þórðarsonar prentaraj og Guðrún Ólína Benediktsdóttir kona hans, 11. Apríl. Halldór Guðmundsson raffræð- ingur fór til ísafjarðar 10. Apríl til þess að rannsaka vatnsmagn í ánum í Skutulsfjaröarbotni. Hefir bærinn ('ísafjörðurj í hyggju að koma á raflýsingu ef nægilegt vatnsmagn fæst þar. Fiskiskipin hafa verið að koma inn hvert á fætur öðru með afla frá 25,000 upp í 45,000. Stúdentafélagsfundur í Rvík 14. f. m. kaus alþýðufræðslunefnd til þess að sjá um að fyrirlestrar yrðu haldnir í tilefni af hátíð Norðmanna. Einnig var félags- stjórninni falið að senda samfagn- aðarskeyti til Noregs. Ágætan fyrirlestur hélt Guðm. Bjömsson landlæknir um ,“kvik- sett’ og “útlæg” orð og fleira. Var gerður hinn bezti rómur að, og spunnust allrnargar umræður út af honum. Gottlieb kaffihúshaldari á Hverf- isgötu í Reykjavik var sektaður 14. f. m. um 50 kr. fyrir áfengis- veitingar. Var kaffihúsinu lokað. Sigurður Sigurðsson í Vestur- götu 46, dó 10. Apríl 61 árs að aldri. Einar Einarsson steinsmiður, kvæntur maður á Njálsgötu 39B., dó úr lungnabólgu 10. Apríl; 50 ára gamall. Magnús Magnússon fyrverandi bóndi á Litlalandi í ölfusi, kvænt- Ur maður á Frakkastíg 13, dó 14. April úr lungnabólgu, var hann 72 ára. Guðbjörg Gunnarsdóttir ekkja á Hverfisgötu 48, dó á Landakots- spítalanum 6. Apríl, 60 ára að aldri. — fVísirJ. Mig heilla þœr hœgstrauma lindir. laust stefnuskrá Framsóknar- flokksins. Hann kvað það oft ein- hvernveginn leggjast í huga sinn, hvernig málum lyktaöi, og nú segði sér svo hugur um að kosn- ingar færu vel. Ljótt sagði hann af kosningunum i fyrra; kvaðst al- drei hafa vitað verri drykkjuskap og óreglu, og það frammi fyrir eft- irlitsmönnum stjórnannnar. Mig heilla þær hægstrauma lindir, i haglendið iðgræna, bjarta. Mig lýr þessi brimsjóa bræði, sem brýtur mér sífelt við hjarta. Mig langar úr útlegð—eg engan á að, sem mér vinarhönd réttir; eg þrái nú “blíðviðris bkeinn,” sem bálviðri stormsins fer ettir. Seg ekki að alt sé lífið ein eilíf hvíldarlaus senna; fórn ástriðna tindrandi tundra, er taugarnar spenna og brenna.— Hvort spegla’ ekki heiðvötnin hæðir gpiðs himins i einskærum friði? og líða þau eigi að ægi fram engið með lífssöngva niði? Eins þrái’ eg í heiðlöndum hugar frið himins að spegla eg megi, til liðsinnis stundum þeim standa, er stríðandi finna hann eigi. Ó, fagnadi’ eg eitt sinn kem utan og útlegðar tárin mín sjatna, og hvíli í haglendi grænu við hægstreymi lifandi vatna. Jón Runólfsson■ Munið eftir að sækja vel samkomu barnastúkunnar, sem auglýst er á öðr- unt stað i blaðinu. Skemtun verður hin ágætasta og ntjög fjölbreytt. Engar skemtanir eru betri en þær sem vel er vandað til þar sem börn konta fram, og til þessarar samkomu hefir sannarlega verið vandað. Ur bœnum Ráðsmannaskifti hafa orðið við Lögberg, J. A. Blöndal hefir hætt og J. J. Vopni tekið við. Veður hefir verið kalt hér þangað til núna eftir helgina; brá þá til hlý- inda og hefir verið talverð rigning tvo siðustu dagana. . _____________< Mrs. G. Backman frá Brú P.O., Man., sem dvalið hefir hér nokkra daga, hélt heimleiðis á mánudaginn. Með henni fór MisS Johnson frá Brú P.O., sem og hafði dvalið hér um hríð. Octavius Thorlakson, sonur séra Steingríms Thorlakson, kom til bæjarins í vikunni sem leið frá Chicago, þar sem hann hefir stund- að giiðfræðisnám að undanfömu. Verður hann í þjónustu kirkjufé- lagsins í sumar við trúboðsstörf. íslenzkt vorkvöld. Kvöldið gaf mér hýrast hún heima, gleymist ekki ljóss þá hafið hinsta brún helgri stafar geislarún. Eins og sál frá æðri hönd yndisstundu fyndi, roða. mála lág og lönd ljósin álum-dregna strönd. /. G. G. Stella Peterson. Séra, Kristinn K. Ólafsson er í bænum í erindurp fyrir kirkjufé- lagið. Ingibjörg Hósíasdóttir frá Wyn- vard, sem hér hefir dvalið um tíma, fór heimleiðis á þriðjudaginn. Hún kom til að leita sér lækninga við inn* vortismeinsemd, var skorin upp af Dr. Brandson og er nú heil heilsti. I síðasta blaði Heimskringlu var ágæt grein um manntal Islendinga hér. Lögberg vill vinna að því með Heimskringlu. Nánar í næsta blaði. Jón H. Jónsson, Hove P. O., var á ferð á þriðjudaginn. Sáning langt komna en ekki búin. — Jón er skynsamur maður, gætinn og eftirtökusamur. Hann hefir fylgst vel með í stjómmálum þessa lands. Hann hefir aldrei verið strangur flokksmaður, altaf hallast á þá sveifina, sem heilbrigð hugsun hefir blásið honum í brjóst. Hann er eindreginn bindindismaður og fylgir þar af leiðandi afdráttar- Séra Carl Olson biður þess getið, að guðsþjónusta sú sem auglýst hafi verið í Viðinesbygð 10. þ.m, verði frestað til hins 17. Miss Anna Björnsson, systir hr. Guo'nars Björnssonar ritstjórá í Minneota, kom þaðan að sunnan fyr- ir helgina, dvaldi hér þangað til á þriðjudag og fór þá vestur til Elfros, Sask., til Henry Björnsson bróður síns I bréfi frá séra Jóhanni Bjarna- yni er þess getið, að hús hans sé í sóttverði sökum mislinga. Halldór Johnson sem getið er um annarsstaðar, prédikaði í Skjaldborg á sunnudagskveldið var og sagðist vel. Hann er auð- sjáanlega vel heima i siðbótastarfi. handleggina. Um það var getið í síöasta blaði, að íslenzk stúlka, Stella Peterson, hefði verið ein meðal þeirra, sem meiddust þegar hótelið brann í bænum Macoun í Saskatcbewan. Móðir hennar og systir fóru vest- ur og fluttu hana með sér til Winnipeg. Miss Peterson er meira meidd en fyrst var álitið; er taliö mjög vanséð aö hún lifi; og ef hún lifir, þá verður húrv ó- sjálfbjarga aumingi alla sína æfi. Skal nú tekin upp þýðing af grein, sem blaðið “Free Press” flutti um hana á þriðjudaginn. Þar er ná- kvæmlega það sama sagt, sem Lög- berg hefði viljað segja. “Á Almenna spítalanum i mjall- hvítu rúmi, liggur ung stúlka, milli lifs og dauða. Nú þegar vorið er að heilsa, með öllum unaðssemd- um sínum; þegar trén blasa við oss með öllum merkjum lífs og þroska fyrir áhrif og yl hinnar lífgandi sólar. Já, einmitt nú er þessi unga mær svift allri þeirri saklausu og djúpu nautn, sem upprisa nátt- úrunnar frá vetrardvalanum veit- ir oss. Hún er ekki ein þeirra. sem héfir haft nafn sitt prentað i blöðum og auglýsingum með stór- um stöfum og athyglismerkjum; en þrátt fyrir það, þótt líf liennar hafi verið kyrlátt og hún fám kunn, liefir það eigi að síður ver- ið markað þeim göfugustu ein- kennum, sem dauðlegum verum eru gefin; það hefir verið lif stað- festu og starfsemi, óþreytandi elju og dæmafárrar sjálfsafneitunar. Vér eigum margar sannar hetjur, mörg sönri stórmenni, sem aldrei eiga nafn sitt i blöðunum. Það er vinnan og verkin og breytnin og sjálfsafneitunin, sem fram fer í kyrþey, er aðallega gjöra þetta jarðneska líf þess virði, sem það er. Þessi. unga stúlka hefir verið ein þeirra, sem þvi liffhafa lifað. Athygli Free Press var vakið á þessari stúlku með bréfi, sem blað- inu var sent frá verzlunarmanna- félaginu í Macoun með $300 bankaávísun. sem safnað hafði verið í bænum og grendinni til styrktar hinni sjúku. Bréfið hljóðar þannig; “Miss Peterson var hættulegar meidd en nokkur annar, sem bjarg aðist úr eldinum; og þótt hún kunni að halda lifi, verður hún ó- efað aumingi alla æfi. Það er á- litið að hún Peterson hafi með vinnulaunum sinum hjálpað móður sinni og yngri systkinum.” Þegar eftir þessu var grenslast, reyndist það satt. Kom það í Ijós að þessi stúlka hafði sýnt fram- úrskarandi dugnað, elju og sjálfs- afneitun ; lifað svo einföldu og spar- sömu lífi sem fremst mátti verða. Hún hafði unnið meira en í fimm ár viö það að bera á borð og mat- reiða, og af því litla kaupi, sem hún fékk, hafði hún að mestu leyti séð fyrir veikum bróður sínum yngri, og yngri systur sinni. Ný- lega hafði móðir hennar tekið heimilisréttarland 150 mílur norð- ur frá Winnipeg, og búið þar í fjóra mánuði i vetrarkuldanum, með 12 ára gamalli dóttur sinni, en alein að öðru leyti. Næsti ná- granni þeirra var milu í burtu. Miss Peterson, dóttir hennar, hafði skrifað henni að vestan, og eggj- að hana á að taka þetta land, og hafði hún um leið sent henni $50, til þess að borga með efni í hús- kofa á heimilisréttarlandinu. Pama ætluðu þær að byggja framtíðar- heimili sitt. Hún sendi þeim einn- ig peninga öðru hvoru af kaupi sinu, til þess að kaupa fyrir föt og fæði. Þegar Miss Peterson var sagt frá vþi á sunnudaginn, að þessir $300, hefðu verið sendir frá Macoun, viknaði hún og sagði: “Segið þeim að láta þá á banka handa mömmu, og komið fyrir mig þeim orðum til fólksins i Macoun, að eg biðji guð að 1auna því þetta, eg á engin orð til þess að Iýsa þakklæti minu og tilfinningum.” Enn sem komið er. hefir ekki verið bægt að gjöra þann uppskurð sem þart' á Miss Peterson; hún hefir ekki safnað nægilegum kröft- um til þess að þorandi sé að reyna það. Verði hiin nokkurn tíma svo hraust að út í það verði lagt. þá segja læknarnir að taka verði af henni annan handlegginn um öxlina og liinn fvrir ofan úlfliðinn. Öðrumegin er hún öll skað- brend, og þó hún lifi, þá verður andlitið nálega eitt ör alla æfi. Móðir Miss Peterson kom frá Reykjavík fyrir 12 árum með f jögur böm, og hafa þau öll átt við allskonar erfiðleika og fátækt að búa. Mrs. Peterson og Lára dótt- ir hennar, sem nú á heima hér í Winnipeg, höfðu saumastofu í Brandon um tima. Varð þá Mrs. Peterson veik af botnlangabólgfu og misti heilsuna svo að segja. Mæðgumar bjuggu við harðan kost og Stella var í vist og vann fyrir þeim að miklu leyti. Síðan em liðin 5 ár og nú er hún aðeins 23 ára gömul. hefir hún þvi verið 17 ára þá; má þetta teljast dæma- fátt af barni. Upp á síðkastið hefir Lára systir hennar stundað saumavinnu hér í bænum og lagt fram nokkuð af kaupi sinu móður sinni og yngri systkynum til styrkt- ar. Séra Runólfur Marteinsson hafði hevrt hinar bágbornu ástæð- ur Mrs. Peterson. fór hann þang- að sem hún dvelur, á Ingersoll 940, til þess að hughreysta hana. Kvaðst hún standa uppi allslaus, þegar svona hefði farið. En fá- tæktin væri ekki neitt, hana væri hægt að þola: en að horfa upp á Stellu sína eins og hún væri, það fyndist sér þungbært. Mintist hún allrar þeirrar umönnunar, sem hún hefði sýnt sér, og þeirrar sjálfsafneitunar, sem hún hefði lagt á sig sín vegna. Mrs. Peterson mintist á það með tárin i augunum, hversu mik- ið hær hefðu altaf hlakkað til þess þegar pósturinn kom með bréf frá Stellu. Þau hefðu altaf ver- ið svo þíð og hughreystandi, full af sólskini, sem hefði ljómað upp litla kofann úti á eyðimörkinni. Það hafa Vestur-lslendingar oft sýnt, að þeir eru hjálpsamir, og fljótir til þess að hlaupa undir bagga. þegar eitthvað vill til. Nú er sannarlega þörf á hjálp og von- andi að menn hefjist handa og geri alt. sem í þeirra valdi stend- ur. til þess að létta byrði þessara sorgarbama. Blöðin Heimskringla og Lögberg hafa komið sér saman um að gangast fyrir samskotum og eru því allir, sem eitthvað vildu láta af hendi rakna, vinsamlega beðnir að koma því á skrifstofu annars- hvors blaðsins, eins fljótt og hægt er. Engin gjöf verður svo lítil, að hún verði ekki með þakklæti muni missa báða meðtekin og engin svo stór, að Oss skilst að Miss ekki sé hennar þörf.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.