Lögberg - 07.05.1914, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.05.1914, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. MAl 1914 Stefna Framsókn- arflokksins: 1. —Að hafa til góða skóla handa öllum, og láta alla nota þá. 2. —Að loekka og afnema tolla. , 3. —Að útrýma vínsölu. 4. —Að veita konum jafn- rétti við menn. 5. —Að innleiða beina lög- gjöf. Dauðinn er einn sterkasti þátturinn í við- haldi lífsins á jörðinni. Þ.ví hefir verið haldið fram 'í trúarbókum vorum, að mönnunum hafi upphaflega verið ætlað að lifa um eilífar tíðir á jörðinni, undir föðurvemd guðs; ef þeir hefðu aldrei syndgað. En Við nána íhug- un sjáum vér, að í raun og veru gæti þessi trúarhugmynd Gyðinga ómögulega átt sér stað. Þeir, eins og fleiri fornaldar þjóðir, höfðu þá mjög óljósar og óþroskaðar tríiarhugmyndir. En undravert er J>að, hve lengi slíkar hugmyndir og trúarkenningar haldast við. Á dögum Postulans Páls, vom þær í fullum blóma. Já, og meira að segja, J>eim er haldið frarn enn i dag. Þegar eg var barn að aldri, lærði eg þessa grein, sem stendur í bréfi Páls til Rómverja, og i Lúters Katikismus: “Syndin er af'einum manni ktimin i heiminn, og dauðinn vegna syndarinnar, svo hefir dauðinn sér til allra manna innj>rengt; því allir hafa syndgað”. — Það er ekki áform mitt að ræða hér trúmál i kveld; en af því eg ætla að minnast nokkuð á dauð- ann og afleiðingar hans, tek eg þessa trúarhugmynd til íhugunar; og kemst )>á að þeirri niðurstöðu: að þótt mennirnir hefðu frá upp- hafi verið svo heilagir, að þeir hefðu aldrei syndgað, þá hefði samt verið algjörlega ómöuglegt, að J>eir hefðu allir getað lifað um eilífar tíðir á jörðinni, ef eðlileg fjölgun hefði altaf haldið áfram, . en enginn dáið. Því allar þær ó- teljandi “Trilljónir”, sem hafa fæðst og lifað á jörðinni, mundu ekki undir neinum kringumstæð- um, rúmast á henni. Þrengslin yrðu svo megn, að ekkert líf með- al mannanna gæti átt sér stað. Það er því aðeins fyrir dauðann, að lifið helzt við á jörðinni. Hann er það eölislögmál náttúrunnar, sem allar tegundir dýra og jurta i heiminum, ldjóta að hlýða og beygja sig fyrir. Ef dýr og jurtir dæi ekki jafnóðum sem annað fæð- ist og vex, útdæi alt líf á jörðinni. Trén i skóginum, grasið og allar jurtir, yrði svo þétt, að það gæti ekki lengur vaxið og lifað. Menn og dýr fjölguðu }>ar til þrengslin vrðu svo megn, að alt hlyti að deyja. Gufuhvolfið eða loftið yrði svo þétt skipað fuglum, fiðr- ildum og flugum, að sólarljóss nyti ekki; og það eitt út af fyrir sig. nægði til þess að eyðileggja alt líf á jörðinni. Það er því auðskilið, þegar að er gáð: að dauðinn er einn sterkasti þátturinn i viðhaldi lífsins. Þótt það i fljótu bragði virðist mótsögn; J>vi venjulega er hann talinn eitt eyðileggingar afl- ið, og það er hann að vissu leyti. — En í stað þess er hann eyðilegg- ur, kemur oftast fram á sjónar- sviðið nýtt og fullkomnara líf, bæði í andlegu og líkamlegu tilliti; svo hann óbeinlínis styður að fram- )>róun og framförum á öllum svæðum menningar og mentunar. En sjaldan er hann æskunni kær- kominn gestur, og ekki heldur full- orðins og framkvæmdar árum. En J>egar æfikvöldið er komið, mun flestum kærkomin sú eilífa hvíld, sem hann gefur. Samkvæmt nýjustu rannsóknum og uppgötvunum, er álitið að aldur mannkynsins skifti miljónum ára. Að minsta kosti virðast órækar sannanir fengnar fyrir því: að mennirnir — á ýmsum stöðum í heiminum — hafi verið komnir á býsna hátt menningarstig, t. d. í Babílon’s ríkjunum. og á Egypta- landi, löngu fyrir ]>ann tíma sem sköpun heimsins er miðuð við, samkvæmt hinu almenna tímatali voru. En upphaflega, löngu, löngu fyrir þann menta tíma, voru menn- irnir á mjög lágu stígi; lifðu líkt og apar í skógunum, þar til þeir fóru að hagnýta sér hella til skýjis og J>æginda. Og þar finn- ast fyrstu menjar verklegra fram- kvæmda. Steinvopnin og ýms önnur áhöld, sem voru fyrst mjög ófögur og ófullkomin, en þó á framfaraleið. — En mestar og greiðastar uruðu breytingarnar í framfara áttina, þegar mennirpir voru komnir svo langt, að hagnýta sér eldinn. Fyrst var mest um það luigsað, að smíðis gripimir yrðu að tilætluðum notum, án þess að taka tillit til útlits eða fegurð- ar. En býsna fljótt fer ]>ó feg- urðar tilfinningin að gjöra vart við sig. Hún vildi hafa sinn skerf, og sameina fegurð og þægindi — láta gamalt og úrelt og alt ófagpirt deyja; en setja ný J>ægindi og fegurð í staðinn, og þar með ryðja braut nýjum og fögmm hugsjón- •um í heimi andans á svæði listanna. Fegurðar tilfinningin, virðist mér með beztu og fullkomnustu hæfi- leikum mannsins; J>ví hún er svo góður leiðarvísir á framfara bráut- unum. Hún vekur svo margar og fjölbrevttar hugmyndir, sem koma má i verklegar framkvæmdir. Tök- um til dæmis byggingalistina: Það má byggja íveruhús svo. að þau veiti manni öll nauðsynleg þæg- indi, án |>ess að skreyta þau nokk- uð; og það má líka byggja kirkj- ur, svo að þær komi að tilætluð- um notum, án þess að prýða þær með turnum, eða nokkru öðru skrauti. En það er líka aúðgjört að byggja kirkjur og önnur hús, svo að J>au veiti öll þægindi, og um leið skreyta og prýða jvo smekk- lega, að þau fullnægi þörfum vor- um og fegurðartilfinningum. Og að sjálfsögðu eru þau hús í alla ,síaði fullkomnari, sem hafa þetta hvorttveggja sameinað. Því ein- mitt fyrir fegurðina gjöra þau margfalt meira gagn en ófögru húsin. Þau eru bezti skóli fyrir alla sem vilja læra af þeim, og ekki sizt fyrir bygginga-meistarana sjálfa. Því það tekur talsverðan tíma og íhugun, að mynda og smíða í liuga sér: trausta, hagkvæma og skrautlega bygging, eða hvern annan smíðisgrip, sem hefir alt ]>étta sér til ágætis. En það marg borgar sig, því það færir út sjóndeildarhringinn, eykur og margfaldar víðsýnið, í hinum víð- tæka heimi listamannsins. Þar koma þá fram svo margbreyttar htigsjónir, sem altaf skýrast; þar til þær komast í verklega fram- kvæmd. r 1 VOR. Heyrið vorsins ástar óð óma snjalt um geiminn víða: nti er glatt um lög og lóð, lífsins duna sigurhljóð; fyllir æðar æ.sku blóð, afl og gleði vonar tíða. Heyrið vorsins ástar óð óma snjalt um geiminn víða. Yfir v'oga, vötn og grund vorið stráir helgúm Ijóma, náttúrunnar máttug mund málar gullin blóm í lund, hlær við öllu heilla stund, hlýjar frelsis raddir óma. Yfir voga, vötn og grund vorið stráir helgum ljóma. Er sem himinn, haf og láð hljómi einum fegins rómi. Hvrer vill efa eilíft ráð? Alt er vísdóms rúnum skráð; tímans hönd er heilög náð, herrans skín á minsta blómi. Er sem himfnn, haf og láð hljómi einum fegins rómi. Blíða vor! með æsku óð alt, sem lifir, hjá þér dafnar; himin þinn er guðleg glóð, gull í mannsins hjartasjóð. Steinar tala, rósin rjóð rís úr mold og blöðurn safnar. Blíða v'ör! með ævsku óð alt, sem lifir, hjá þér dafnar. I M. Markússon. L J Þannig er því einnig varið í heimi andans, á svæSi bókment- anna.—Listamennirnir þar: skáld- in og fleiri andans snillingar, taka oftast langan tíma til undirbúnings og íhugunar, og eru svo vandvirk- ir, aS þeir, hvaö eftir annaS, yfir- fara, leiSrétta og endurrita, bæk- ur og önntir ritverk sín, áSur en |>eir leggja þau fyrir almennings- sjónir. Enda mundu framfarir í heimi listanna vera skamt á leiS komnar, ef vandvirkni, fegurS og smekkvísi væru þar ekki æztu ráS- gjafarnir. \'ér getum aldrei fullþakkaS uppfyndinga og listamönnum fyrir verk þeirra i þarfir mannkynsins; því þegar þeir deyja, lifir hiS bezta af verkum J>eirrá eftir þá, til leiSbeiningar fyrir nýja braut- rySjendur í heimi listanna — þeir hat'a uppfyndningar J>eirra og for- tíSina sér til fyrirmyriaar og IeiS- arvdsi. Láta hiS órelta og ófull- komna deyja, til þess aS gefa rúm öSrum göfugri og háleitari hug- sjónum, , sem fæSast, vaxa og )>roskast, og verða aS veruleik í náttúrunnar og listanna ríki. ÞaS gamla hlýtur að deyja, svo nýtt og fullkomnara geti fæðst og lif- aS sinn ákveðna tíma. Þannig mun gangurinn verða í hinu fjölbreytta og margbrotna framþróunar sigurverki náttúr- unnar um ókomnar aldir. — Eg geng að því vísu, að allir til- heyrendur mínir hafi séð talsvert af listaverkum. Þau eru svo mörg og margbreytt hér í Ameríku. En því miður veitum vér þeim — yfir- leitt — ekki eins nákvæma eftir- tekt sem skyldi. Tökum til dæm- is, hinar mörgu og margbreyttu vélar af ýmsu tagi. Sannarlega getum vér mikið lært af þeim, með nákvæmri eftirtekt. Vér getum, gegnum þær, skygnst inn í hug- sjóna heim höfundanna, meistar- anna, sem hafa smíSað þær; fyrst í huga sínum og svo komið þeim i verklega framkvæmd. Og ef vér viljum staðnæmast, og hafa þar heimili og erum móttækilegir fyrir góð áhrif, fer varla hjá því að vér lærum talsvert, og að víðsýni og manngildi vort vaxi. Eg hefi dá- litla reynslð i þessu tilliti, þótt hún sé næsta ófullkomin. Á æskuárum minum var eg mjög hneigður fyrir sjóinn og skipasmíði; veitti þvi skipum og bátum nákvæma eftir- tekt; svo myndir þeirra festust býsna skýrt og vel í huga mínum, og margar þeirra geymast þar enn í dag, jafnvel skýrar og greinileg- ar. Eins eftir að eg kom hingað til vesturheims, tók eg vel eftir þeim byggingum, sem mér virtust fagrar og vel smíSaðar, og reyndi aS festa sem bezt í huga minn, hinar ýmsu tilbreytilegu myndir Jæirra; og þótt eg yrði ekki neinn listamaöur, hafði þaS góS áhrif á mig. Því J>að er sá eini verkfræS- isskóli, sem eg hefi notið, bæöi hvað snertir húsasmíSi og annaö fleira. En heföi smiSavinna verið atvinna mín, nutndu áhrifin hafa komiS betur í ljós. En eins og ykkur mun flestum kunnugt, hefi eg oftast haft smíðar aSeins í hjá- verkum. — Eg hefi — einkanlega nú á efri árum ntínum — oft reynt að stytta mér stundir, meS því aS taka til íhugunar ýms snildarverk ágætis- manna, bæði í andlegu og likam- legu tilliti, og reynt að brjóta þau til mergjar; og með þvL viljaS reyna að komast inn í hugsjóna heim höfundanna. Komast í svo náið samband viS þá, sem mér framast er mögfulegt. Og þótt eg eygi þá aSeins í fjarska, finst mér það hafi góð áhrif á mig, og veita mér mjög mikla ánægju; svo mér finst eg geti varla solnað, án þess aS taka mér einhverja fræSandi og góða bók til að lesa. Þvi þaS er mér svo inndæl skemtun, að heyra góða rithöfunda tala; J>ótt það sé að eins i gegn um ritgerðir J>eirra og bækur. Hlýða hrifinn á þá. rétt áður en eg sofna. Sofna meS orð og hugjsónir þeirra í huganum. — En hinsvegar vekja, andlaus og ógöfug ritverk, smekk- lausir smíðisgripir og ófagrar byggingar litla eftirtekt hjá Inér. Veiti eg þeim nokkra eftirtekt eða athygli, vekur það hjá mér þá j komnunar í háttúrunnar riki geti haldiö áfram, meSan jöröin er hæfilegur bústaður fyrir menn og skepnur, og lífið er í fullum blóma. Arni Svein-sson. Til skemtana. Herra ritstjóri! I seinasta Lögbergi 16. Apríl beinir þú að lesnedum spumingum um þaö, hvort rétt sé eSa rangt aS viðhafa nokkrar skemtanir í sam- bandi við alvarleg málefni mann- anna. Mig langar til að koma einu stóru jái. helzt tíu, inn í Lögb. — Þó eg sé nærri sextugur karl, og tttan viö allar skemtanir og hæfi- leika til aS skemta eSa vera skemt; nema standa utan viS, hlustandi og ályktandi srona fyrir mig i næði. Þá finst mér eg geta gert mér beztu grein fyrir svona ýmsu, sem hefir haft góðar afleiðingar, eins og líka þvi, sém hefir haft slæmar. Og þá sé eg líka glögt, að aldrei hefir rétt skemtun haft nema góð- ar afleiðingar, en þar á móti hefir vöntun skemtana haft slæmar af- leiðingar, og það fyrir alvarleg mannfélags mál;'og viidi eg nú mega segja í fám orðum, hvað það er, sem mér skilst að vera holl og nauðsynleg skemtun, fyrir jafnt unga sem gamla. Skemtun þessi er fólgin í hug- myndasmíði (viS að smíða hug- myndirj til þess eins og að leggja hugsun, aS höfundarnir hafi verið J fram til vfirskoðunar og sam- hugsjónasnauðir og aS þá hafi anburðar. ÞaS er lika stöðugt skort: þekking, smekkvísi o^ feg- að færast í vöxt Jæssi skemtunar urðartilfinning. Og að öll slík aSferð — en oft hefi eg orðiS bæSi ófullkomin og ófögur verk, hvort liryggur og reiður viS að sjá hvern- heldur i'andlegu eSa verklegu til- 'S Ta® mínum smekk og álitij, liti, |>urfi sem fyrst aö deyja; svo keztu og blómlegustu hugmyndir þau standa ekki í vegi fyrir því, hafa veriö sundur tættar og fót- aS annað fegurra og fullkomnara um troðnar (guðs fegurstu blómj, geti fæðst. vaxið og þroskast. — fyrir sannleikselskandi mönnum, Eg vel því ráðleggja unga fólkinu sem í sakleysi og einlægni hafa ver- að íhuga vel og vandlega öll lista- að gera sitt bezta; og með þessu verk og lesa uppbyggilegar og góðar bækur, eftir merka og góSa höfunda, en sneiða hjá öllu ómerki- legu skáld.Sagnarusli, tælandi og ginnandi auðlýsingaprjáli. — Já, látum allan slíkan óþverra deyja eilífum dauða. — Það er svo áríöandi — einkum fyrir ungu mennina — aS athuga vel, og lesa ofan’ í kjölinn öll lista- verk, uppbyggilegar og fræðandi bækur. Geri þeir það, fér varla hjá því ab áhrifin verði góð, svo að víðsýni þeirra og hugsjóna- heimur vaxi. og munu þá margir þeirra verða listamenn; að minsta kosti þeir, sem nokkra hæfileika hafa i þá átt, samfara atorku og viljaþreki til að ryðja sér braut í heimi listanna. Verum ]>ví eðlislögmáli náttúr- unnar samtaka, meS að láta alt hiö gatnla, sem er fánýtt og einskis- vert, deyja, sem allra fyrst, bæSi í andlegu og verklegu tilliti; svo vér getum því betur gróðursett og ræktað annað fegurra og fullkomn- ara. Og þótt það einnig að sjálfsögðu hljóti að hverfa og leyja á sinum tíma, mun ann- aS enn fullkomnara risa upp af rústum þess. Þannig mun Iífiö og dauSinn verSa samtaka að ryðja braut nýjum og fögrum bug- sjónum og verklegum framkvæmd- um á svæöi menningar og mentun- ar. Svo stöðug framþróun til full- snúið góöum hug upp i rangsleitni og óhug. ýÞetta er aðallega í trú- málumj. “AS það ætti ekki að þurfa að kaupa fólk með skemtunum, til aS sinna neinum af þessum þrem al- varlegu málefnum: Stjómmálum, kirkjumálum, né bindindismálum; og J>eir væru andlega veikir, sem svo þyrfti að kaupa.” Þetta er sannarlega athugavert, hjá þeim neikvæða. Á öll skemtun óskilið mál meS þetta? Til hvers er þá alt J>etta, ef engin er skemtun. Stjóm- mál, bindindismáb og kirkjumál; ekkert gagn aö neinu, ef ekki er þar í skemtun, þvi alt rétt lif er skemtun. Hvað er óholl skemtun? Alt sem veldur of miklum sinn- isæsingum og hefir slæm eftirköst, bæði andlega og efnalega. — Þetta vita þeir eldri og reyndu bezt um. HvaS á að gera, til að útrýma óhollum skemtunum eða nautnum? Það á vitanlega aS útrýma hinu illa með hinu góða; og það illa verður ekki útrekið með- öSru. Ekki veröur þaS útrekið með þjósti eða bannfæringum éða svört- um lýsingum eða sögum. Þaö eitt gerir æfinlega ílt verra, eöa að minsta kosti ekkert gagn. ÞaS eru einungis hollu skemtan- irnar sem geta útrýmt þeim óhollu, annaö ekki. Og styrku og góöu vinimir eru til þess aö leiða þá óstyrkari ' og er þaS þaS eina sem dugir. F. Halldórsson. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson:— Kæri herra! Eg óska þér, til lukku og blessunar i hinni nýju og þýöingarmiklu stöSu þinni Lík- legri munt þú af mörgum vera tal- inn til að leggja fáfræöingnum og litilmagnanum liðsyrði, en margir aðrir, af þessum svo kölluöu ment- uðu eða lærSu mönnurn þjóSar vorrar hér yestra. í Lögbergi 16. Apríl s. 1. eru spurningar, sem lesendur blaðsins eru beSnir aS svara. Fyrir mitt leyti vil eg stuttlega gera það hér- x. Já, skemtanir tel eg ekki einungis heppilegar til aS laða fólk aö alvarlegum og nytsömum félags- skap, heldur einnig bráð nauösyn- legar, til þess að efla félagsskap- inn og viðhalda honum. meö 2. Af því að mannsandanum eða sálinni er ásköpuð þörf fyrir hvild og hressingu, eins og líkamanum er ásköpuS þörf fyrir hressingu og hvíld frá daglegum störfum og striti. 4. spumingunni verður ekki svarað i stuttu máli svo vel sé. Þaö ætti þó aS vera augljóst, að skemtanir ættu aS vera þess eðlis, að þær geti ekki haft siöspillandi eða vond áhrif á tólk. aS neinu leyti. Eg skil ekki vel hvað meint er ' meS því: “hvað langt eiga skemtanir að ganga”. Tímalengd sem skemtanir taka upp, veröur auðvitaS ætíð aS vera takmörkuö. Hverskonar skemtanir eigi um hönd aS hafa, er ekki vandalaust að tiltaka. Það er vitanlegt, að einn hefir oft leiSindi og sára hug- raun af J>vi, sem annar hefir un- aðslega skemtun af. Það er ef til vill J>örf fyrir eins mikla marg- breytni i skemtunum, eins og margbreytni er mikil í eðli og til- finningum mannanna. Áhugalaust og alvörulaust fólk, sem komiS er á fullorðins aldur, er frá mér aö sjá, helzt einkis virði fyrir mann- félagiS. Það eru einmitt mennim- ir sem standa iöjulausir á torginu allan dagijjn ; þessvegna eru skemt- anir einnig nauðsynlegar, til aö draga athygli þess aö einvherju nytsömu og alvarlegu. M. Tngimarsson. Svör og athugasemdir. Eg varð hrifin af spurningum Dr. Sigurö^r, ritstjpra Lögbergs, tvið- vikjandi þvi, hvert heppilegt væri aS hafa skemtanir og- gleöskap til þess að ná mönnum inn í alvarlegan fé- lagsskap og halda þeim þar. ÞaS verðu gaman aS heyra hin ýmsu svör manna upp á þessar spurn- ingar. Sjálf ætla eg ekki aS svara þeim nema aS ofurlitlu leyti, því þaS er ekki svo lítill vandi. Hiklaut get eg ekki játað, að þaS sé heppilegt. Það má til aS hafa skemtanir í alvarlegum félagsskap, vegna J>ess aS manneöliö er vanheilt, hugsunarhátturinn er sýktur hjá mörgum. Félögin geta ekki starfað án töluverðra peninga, svo þau neyö- ast til að neyta ýmsra bragða og hafa að meira eða minna leyti óhollar beitur á önglunum til þes að ná sam- an peningum. Það eru ef til vill dæmí þess, að meSlimur, sem dregst inn í bindindisfélagsskapin til dæmis sökum skemtana, sem hann hefir að bjóða, verði áhugasamur, starfandi meðlimur, en það eru einstæö dæmi. Lang flestir liafa áhuga fyrir skemt- unum að eins, sérstaklega dansinum. Eg var áður meömælt dansi á fund- um, vegna þess, að eg þekki aödrátt- araflið, sem hann hefir; en nú lít eg á hann með vanþóknun, þvi nú er eg búin að sjá með eigin augum aS stór hópur1, bræ@ra og systra Jkemuir sjaldan eða aldrei á fund fyr en skemtanir eiga að fara að byrja. Málefnið, sem verið er að berjast fyrir, er af mörgum látiS liggja milli hluta. ÞaS er hvort tveggja að bindindisfélögunum verður tiltölulega lítið ágengt; engin félög slá eins mörg vindhögg eins og þau, engin fé- lög vinna jafn mikið fyrir gíg eins og bindindisfélögin; þau sá miklu, en jarðvegurinn er víða grýttur og fú inn, svo uppskeran veröur rýr. Hugsunarhátturinn er sjúkur og mannfélagiö í heild sinni. A8 minu áliti er nauðsynlegt að hafa eitthvað fjörgandi í hverjum félagsskap, svo sem upplestra og söng. Upplestrarnir ættu þó ekki ætíð að vera skoplegs efnis; J>eir ættu einnig að vera alvarlegir og koma við kaunin og slá á tilfinninga strengina. þar sem þeir eru til, sem eg vona að sé í hvers manns sál. Eg hefi nú sagt mitt álit í Jæssu máli. Eg veit, að eg er hér nokkuö berorð^ en þaS getur ekki orðið hátt á mér fallið. ' Ragnh. J. Davíðsson. * Ahugi. Hálfdán lávarSur, mjög góðkunn- ur stjórnmálamaöur á Englandi, hélt nýlega ræðu til ungra manna. Eitt ráð. Eg gef ykkur að eins eitt ráð, sagði hann, verið áhugasam- ir, með opin augu fyrir þeirri miklu fegurð og göfgi, sem til er í heimin- um. Ekkert er eins hættulegt og að vera trúlaus á alt og sama um alt. Þeir menn, sem svo eru geröir, eru þjóðfélaginu minna en einskis viröi. Þeir eru beint skaðlegir. Eg held því fram, og eg hefi ekki all-litla lífsreynslu og mannþekkingu að baki mér — að hver ungur maSur, sem vill gera eitthvað og komast eitt- hvað í heiminum, verði aS hafa á- hugamál, sem fylla sál hans og láta hann skilja hvílík dýpt og göfgi er í hinum miklu áhugaefnum mannlifs- ins. Þaö skiftir næstum engu, hvort Jætta áhugaefni er trúin, vísindin, heimspekin eða hinar fögru listir. Það sem öllu skiftir, er að vera úti á hinum djúpu vötnum, og vera kom- inn í náið og innilegt samband við einhverja aSalgrein heimshugsunar- innar, að geta veriö heitur. hrifinn og fullur af lotningu fjvir því, sem mikið er og göfugt, þvi að sá skiln- ingsgóði og lotningarfulli hugsunar- háttur gerir manninn áhugasaman og bjartsýnan og þúsund sinnum meira virði aS hverju verki sem hann gengur. Andstœða. Ekkert er jafn kæfandi- i drepandi eins og það skilningslausa', ! dauða sjálfstraust, sem alt af horfir, inn á við, sem tilbiðttr sjálft sig, en ; lítur með blindri fyrirlitningu á þá | fegurð og dvrð, sem snild ,og vizka ! mannsins hefir verið að skapa í mörg | þúsund ár. Slíkir menn eru dauðir, | jafnvel meðan þeir lifa. Frá þeim kemur enginn andi, engin hugsun, ekkert nýtilegt starf, því að t þá vantar hreifiafliS: bá sterku tilfinn- ! ingu fyrir þv,í sem vel hefir verið gcrt á undan þeim, og löngunina til j að halda áfram i sömu stefnu. íslenska áhugaleysið. Þessi viS- j vörun Hálfdáns lávarðar mun engu síöur eiga við hér en í ættlandi hans. j Við höfum orðið fyrir því mikla ó- j láni að eiga tiltölulega mikið af á- j hugaleysingjum. sem er sarna unt alt, j sem er utan við þeirra eigið skinn. Og J>eir eru ætíS og undantekningar- laust steinblindir fyrir “heimsljósun- um miklu”. Það eru þessir andvana- fæddu menn. sem eru aöal hindrun j umbótanna í landinu. Þeir hafa eng- j in rök, ekkert nema tómahlátur skiln- ' iugsleysisins. í þeirra augttm er j skógræktun barnaskapur. Úr þvi j landið er bert og kálgarðar í kring um bæina þá er ó{>arfi að breyta j nokkru unt. íþróttirnar eru hlægileg j vitleysa, betra aS sitja inni á knæpum j og drekka sig fullan. Alþýðumentún skaSleg heimska. “Skríllinn” á að vinna og hlýða möglunarlaust. Auk- inn siöferSisþroski til ills eins “því að hart er að taka af þeim fátæku réttinn til að svíkja”. MaSurinn, sem sagöi þessi orð — og það er þjóð- frægur borgari í Rvík—hefir líklega ekki gætt að því, aö fátæklingar nota sér ekki oft J>ennan “rétt”, einmitt af því að þeir eru sjaldan alveg hug- sjónalausir. Tvennskonar menn. Það er mikil nauðsyn fyrir þjóðina að þekkja greinilega sundur J>essar tvær teg- undir manna, þá sem trúa á eitthvaS göfugt, J>á sem hafa hugsjónir, þá sem vinna að því að bæta heiminn, þá sem skoða sig þjóna hollra hug- myncía og h'Íná', sem trúá ög"virSa ekkert sem er fyrir utan þá, sem eng- ar hugsjónir hafa, sem að engu vilja vinna nema eigin gagni, og sem á- líta sig þungamiðju heimsins er alt verði aö lúta. Það er létt aS greina menn samkvæmt þessu—eftir ávöxt- unum. Þá kemur í ljós, aS sumir þeir menn, sem mest er gumað af, hafa alls ekkert gert, og geta aldrei neitt nema að tylla sér á tá. Þeir hafa vanrækt, eSa ekki haft hæfi- leika til, að verða hrifnir af göfug- um viöfangsefnum; þess vegna orð- ið tómir, haldlausir og kraftlausir. Hins vegar eru aðrir menn, sem litiö ber á, fyr en þeir eru fallnir frá. ÞaS eru J>eir sem “hlaupa i skaröið” þar sem hættan er mest og fæstir vilja standa. Það eru J>eir sem lyfta, þar sem hinir áhugalausu draga niöur. Fyrir þá, sem standa á vegamótum, skiftir öllu hvora leiðina þeir lenda. Þeim, sem þora að fara þrönga og grýtta veginn, sem til lífsins leiðir, verður varla fenginn betri leiöar- steinn en þessi orð Goethes: “Opn- aðu hug og hjarta fyrir öllu því sem stórt er og göfugt í samtíS þinni, og þá munu verkin fylgja.” J- J- —Skinfaxi. Líkamleg og siðferðisleg ábyrgð kvenfólksins. Dr. Mary Crawford hélt ræSu fyrra mánudagskveld um “Líkam- lega og siSferðislega ábyrgS kvenna”. Lagði hún aöaláherzl- una á það, hversu nauösynlegt þaS væri að allar konur og stúlkur af öllum stéttum nytif upplýsingar um alla kynferðissjúkdóma, matar hæfi og hreinlæti. Hún fór einn- ig um það mörgum orðum og skynsamlegum, að konur þyrftu aS kynna sér ásigkomulagið eins og þaö er í sambandi >jiS ósiðferð- isstofnanir, og afleiSingar þeirra á heilsuna. Sýndi hún fram á, aö fyr en bæSi menn og konur skoS- uöu það frá því sjónarmiöi, jafn- framt ósiöferðishliöinni, væri engra umbóta aS vænta. Nákvæm J>ekk- ing er þaS sem til þess þarf aö vinna að hverju máli sem er; og það ekki sízt í þessu máli. Þarfir innflytjenda stúlkunnar. Mrs. Genevieve Lipsett Skinner talaði á fundi kristilegs félags ungra kvenna fyrra þriöjudags- kveld. Var umræöuefniö: “Þ’arf- ir innflytjenda stúlkunnar”. Hún kvaö tvær tegundir ástæSa fyrir því, aS stúlkur yfirgæfu ættlánd sitt og flyttu hingaö; önnur væri sú aS J>ær ættu við örðug kjör og þröngan kost að búa heima fyrir — og þær væru margar; hin væri sú að stúlkur heyrSu ósköpin öll af VesturheimsdýrSinni, auönum þægindunum, hægSinni og frelsinu. Það heillaði huga J>eirra — og þær væru jafnvel fleiri sem fyrir þær ástæður kæmu, en hinar. Þessar síöarnefndu hefSu oft verðið gint- ar hingað með fögrum loforðum, sem stundum heföu fariö út um þúfur ]>egar á átti að herða.Þær hefðu orðiö fyrir vonbrigðuin og þeim væri hætta búin. Þær væru margar J>eim •kostum gæddar að' geta orðið góðir borgarar ef þeim væri bent á réttar leiðir, en þær raddirnar, sem til ógæfunnar leiða, létu oft liærra til sín heyra en hin- ar. Mrs. Skinner sagði frá eigin reynslu og þekkingu, þegar hún var skólakennari. Kyntist hún þá persónttlega mörgum konum og stúlkum, sem voru ekki mönnum sinnandi af leiðindum og von- brigðum. Lagði hún áherzlu á J>að, hversu nauösynlegt væri að mynda félag, er það hefði fyrir markmið aS leiðbeina stúlkum er þannig kæmu; er það samskonar hugmvnd og Lögberg mintist á siðast að íslendingar ættu að koma á framkævmd. Kveufrelsis-félögum fjölgar á Þýzkalandi. Konur úr öllum héruðum Þýzkalands komu nýlega saman í Berlin til þess að halda þing í sambandi við 20 ára afmæli kven- félagsins þýzka. Frú Stitt, fyr- verandi forseti félagsins kom þangaS frá Dresden og hélt mik- inn fyririestur um vöxt og viS- gang félagsins. Félag þetta er í sambandi viS alj>jóöafélag kvenna, var stofnaö fyrir 20 árum af Augustu Schmidt og fáeinum öðr- um konum, til þess að efla vel- ferð kvenna andlega og líkam- lega og einkum stjórnarfarslega. Þá vóru 34 deildir í félaginu, nú eru þær 1550. Félagiö fylgir eng- um stjómmálaflokki fremur en öðrum, en styöur þá sem kvenrétt- indi vilja efla, hverjum flokki sem þeir tilheyra. Hvaðnoefa. VerkamannafélagiS á Englandi hélt nýlega ársþing sitt. Var þar samþykt tillaga með 233 atkvæS- um gegn 78, þess eftis aS skora á verlcamanna þingmenn. aS fara sínu fram á þingi, óháðir Fram- sóknarflokknum. Var því haldið fram, að gjörðir Framsóknar- flokksins væra andstæSar mörgum málum verkamanna og stæSu ýmsu fyrir þrifum, er til bóta mætti verða. V’erkfall mikiö hefir staðið yfir í koparnámum i Michigan, síSan 23. Júlí í fyrra. Er nú verkfalliS á enda og lyktaSi með algjörðum ósigri verkamanna. Þeir gengu að því að leggja niður kröfur sínar um hærra kauup, betri aðbúnaö og styttri vinnutíma, og taka til starfa meS nálega sömu kjörum og áður. Þetta verkfall hefir ver- ið eitt meðal þeirra allra alvarleg- ustu og skaðsamlegustu. Félag loftsiglingamanna á Frakk- landi og Rússlandi hefir í hyggju 48 reyna flug frá St. Pétursborg til Peking. Eru þaS 5,600 mílur vegar. Brezka stjórnin hefir hafið mál á móti námufélagi í Wales, þar sem fjöldi manna dó af námaslysi af sprengingu í Október i haust. Er því haldið. fram, aS eigendur námanna hafi á ýmsan hátt brotið námalögin, og af þvi hafi slysiö stafað. 180,000 tóbaksgeröarmenn hafa gert verkfall á Italíu; krefjast hærra kaups og styttri vinnutíma. Stjómin hefir einkaleyfi á tóbaks- gerð á ítalíu, eins og á Frakklandi. RáSgjafi hervama i Nýja Sjá- Iandi hélt ræöu 16. þ. m., þar sem hann kvað þáS óviturlegt að verja $500.000 á ári til brezka hersins. Hann vildi láta þaS fé vera í Iand- inu og vera viS hervömum búinn heima fyrir, en ekki treysta ein- ungis á vemd annara. “ÞaS er ranglátt”, sagöT hann, “aS fé til herkostnaSar sé sent til Englands og öllum yfirráðum slept yfir því. Hví skyldum vér ekki sjálfir og heima fyrir ráSa því aö einhverju leyti, hvemig voru eigin fé er var- ið? Hví skyldum vér ekki svo mikiö sem eiga atkvæöi um þaS, hvenær og af hvaöa ástæðum og við hverja, lagt væri út í stríS, ef vort eigiö fé er lagt til þess?” • Endurtalning atkvæða fór fram í Michigan eftir síSustu kosning- ar. VarS J>aS til þess aS tvö hér- uS hafa bæst viS vínsölubanns- svæðiS. Alls vom þar greidd at- kvæöi um vínsölubann í 12 héruS- um og unnu bindindismenn i 10.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.