Lögberg


Lögberg - 07.05.1914, Qupperneq 5

Lögberg - 07.05.1914, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. MAI 1914 5 The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG VIÐUR ”LATH“ ÞAKSPÓNN Fljót afgreiðsla. Ábyrgst að kaupendur séu ánægðir THG ALBERT 60U6H SHPPLY 60. BYGGINGAEFNI OG ALLAR VIÐARTEGUNDIR OFFICE: 411 TRIBUNE BUIiiDING - - PHONE: MAIN 1246 WARE HOUSE: WALIi SREET. PHONE: SHERBROOKE 2665 björtustu vonir og hugsjónir úra hinn bezta árangur af framtíöar- starfi þessarar stofnunar, því hvaö sem öllu liöur ööru, þá er þessi stund áreiöanlegt stund hinna miklu möguleika, Skólastofntinin sjálf hefir þá í sér fólgna. Um mig fer stundum eins og köld og hressandi bylgja, er eg hugsa um þá miklu möguleika, sem náttúran ber í skauti sínu. Mér finst stundum, er eg hugsa um þá, aö brjóstiö þenjast út af ósegjan- legri þrá eftir þvi aö fá að lifa lengi, til þess að sjá, hvaö úr þeim veröi og hvernig þeim reiði af, í því aö komast í framkvæmd. Sérstaklega á þetta sér staö, er eitthvert mikilvægt málefni er tek- i® upp og því hleypt af stokkun- um. Það er sams konar tilfinning og stundum grípur mig, þegar eg held í fanginu á litlum bamungum dreng. Eg hugsa þá oft: Þetta mannslíf, sem eg nú held á, er fult af möguleikum framtíSarinn- ar. Hvaö veröur úr sveini þessum? Hvaö veröur af þeim 'frjómögnum, sem blunda í sálu litla drengsins; fá þau aö njóta sín, eöa á ekkert tir þeim aö veröa? Ef til vill held eg nú í fangi minu á græöikvistin- um aö einu hinu fegursta tré, sem vaxa á í skógarlundum þjóöar minnar; ef til vill ber eg nú á armi mér heilan stórkafla úr verö- andi sögu þjóöar minnar, hulinn í þessum litla blómaknappi. Hver veit? Jú, þaö er einn sem veit; guö veit, hvaö úr honum veröur. — Yfir smábaminu á armi mér svífa vonir og möguleikar fram- tíöarinnar og eilíföarinnar. Líkt er því fariö á þessari stundu, er veriö er aö halda hátíölega fvrstu skóla uppsögn viö stofnun þessa. Þessi skóli er bam hinnar miklu vonar og hinna mörgu möguleika. Hver veit? Jú, guö veit hvaö úr honum veröur. Ef til vill á hann aö veröa þvöingarmesta skrefiö, sem stigiö iiefir verið í þjóðernis og kristindóms baráttunni, meðal íslendinga hérlendis. Ef til vill á hann með timanum að veröa stór og voldug stofnun, sem gefur menningarstraumnum framrenslu afl og knvr þá inn á nvjar brautir. Ef til vill á hann að verða sterk og ósveigjanlég máttarstoð Islenzku kirkjunnar hér í landi. Ef til vill veröur hann uppsprettulind. sem vex og verður að mikilli elfu. er skapar nvtt líf ' og nýjar fram- kvæmdir, markar nýtt timabil i sögu vorri. og hefur virðingu þjóöar vorrar hátt í augum hins mentaöa heims. Vér vitum það ekki, Guö veit það. En fyrir hug- sjón minni svífa vfir þesstt kæra ungbarni, hinar glæsilegustu vonir og stórfengilegustu möguleikar á þessari stund. En fyrst þessu er þannig variö, fyrst þessi stund er stund hinnar björtu vdnar og hinna miklu mögu- leika, þá er hún um leiö stund hinna stóru hlutverka. Þ’au rísa upp fyrir sjónum vorum hvetjandi, áminnandi, alvöruvekjandi. Því hugsjónir vorar, draumar. vonir og möguleikar komast aldrei í framkvæmd, fá aldrei uppfyllingu sína, verða aldrei aö virkileika, nema þvi að eins að allir, sem hlut eiga aö’ máli, gjöri sér þaö ljóst, séu fúsir á aö taka upp hver sitt hlutverk, og gjöra skyldu sína, hvaö sem kostar. Kennararnir hafa sín hlutverk; þau eru mjög háleit og stefna aö göfugu marki. Einu sinni var þaö skoöun manna á kennara starfinu, að þaö væri aðeins fólgiö í því að kenna svo og svo mikið. I sögu t. a. m. þótti mest um vert, að hrúga saman sem mestu af viö- burðum, mannanöfnum og ártöl- um. Var þaö dauðasynd næst að muna ekki t. d. dauðadag Cæsars; en þótt persóna hans, lyndisein- kunn og þýðing hans fyrir samtíð og eftirtið stæði ekki eins ljóst í huga nemandans, það gjörði minna til, og svona var það í öllum grein- um. Aðferðin við kensluna var líkust þvi, aö verið væri að troða í poka; aö troða og troða, svo að hann yrði sem útþembdastur. Það var höfuö atriðið; hvort það yrði veruleg eign nefandans, það gjörði minna til. En sú skoðun er horfin eöa er að hverfa, sem betur fer. Hlutverk kennarans nú er að gjöra nemandann aö mentuðum manni, fremur en að lærðum manni; manni, sem er þaö 5 orðsins beztu merkingu. Því betur sem það tekst að hjálpa nemandanum til þess að uppala hæfileika sína, ná valdi yfir sjálfum sér og auka skarpleik sinn og dómgreind, og göfga vilja sinn; því betur sem það tekst, þess nær kemst kennar- inn að takmarki hlutverks síns. Og þar viö bætist svo við kristi- legan skóla, þaö hlutverk, að hjálpa nemandanum til þess sem æðst er i heiminum, að verða að sannkristnum, trúuöum manni. Vart mun vera til hærra og göfugra takmark en þetta. Og þar sem skóli og kirkja vinna sam- an í réttum anda og hjálpa hvort öðru, þar geta menn átt von á hinum bezta árangri. •— Hlutverk kennaranna er mikið og göfugt, en það nær aldrei rétt tilkangi sin- um, nema nemendumir skilji líka rétt sina köllun og hlutverk; skilji, að það er líka mikið undir þeim komið, hverja heill og heiður skól- inn á að fá. Ef þeir leggja kapp á aö læra. og læra rétt, leggja kapp á aö veröa göfugri, mentaöri og sannari menn með hverjum degi sem líður, leggja kapp á að standa hærra að andlegum og sigferðis- legum þroska við hverja skóla uppsögn aö vori, en þeir stóöu haustinu áður; ef þeir beita aö þessu, öllum kröftum sinum og líkama, og verði þessi áhugi aðal aflið og andinn í skólalífinu, mun ekki fara hjá því, að sá skóli hefst upp til vegs og virðingar og lætur dýrðlegar vonir rætast og mögu- leika verða að framkvæmdum. En það eru líka fleiri en kenn- arar og nemendur, sem hafa hlut- verk við slíkan skóla sem þenna. Allur hinn íslenzki almenningur hefir einnig sín hlutverk. Fyrst og fremst hið íslenzka kirkjufélag, og þar næst allir þeir, sem íslenzk- um fræðum og menningu unna. Hlutverk allra þeirra er það að' styöja þenna skóla, elska hann og skipa sér utan um hann í þétta fylkingu. Og islenzka þjóðin heima á líka að veita honum eftir- tekt og allan þann stuðning, sem henni er unt. Ef allir skilja rétt sín hlutvcrk, þá er enginn efi á því, að hinar beztu og dýrðlegustu hug- sjónir, vonir og möguleikar, geta 'fengið sína beztu uppfyllingu. Ekki veröur þaö útmálaö í stuttu máli, hverja þýöingu þaö hefir fyrir íslenzka timgu, bókmentir og þjóðerni, ekki aðeins þjóðar- brotsins hér vestra, heldur þjóðar- heildarinnar yfir höfuð, ef þessi skóli gæti átt sér glæsilega, fram- tið, vröi stór og sterkur og full- kominn í öllum greinum. Vér fs- lendingar skipum nyrösta arminn í menningar fylkingu heimsins, og eitt sinn var merki vort hátt, svo það bar við himininn sjálfan, og þaö sem hin íslenzka þjóð þá lagði fram til hinnar alþjóölegu menn- ingar, var ekki lítið, þótt þaö bæri ávöxt sinn fyrst löngu síðar. Þá var gullöld vor í bókmentunum, en hvaðan spratt hún? Hún spratt frá þeim litlu en frægu skólum í Odda og Haukadal, og í skóla J;ns hins sæla Hólabiskups, ög- mundssonar. Skólatækin, sem þeir menn höföu, sem þar áttu að kehna og læra, voru fá og smá, í saman- burði viö tæki vorra tíma; en hin nána sameining skóla og kirkju skapaði þetta lif, sem enn þá ber ávöxt sinn víða um veröld. Ný gullöll getur komið enn, og einn af hinum dýru möguleikum þessa skóla er sá, að veröa einn þáttur- inn í starfinu aö skapa þessa gull- öld. Og mikið má vinna, ef vér getum orðið samtaka. Mætti þá svo enn fara, aö vér gætum meö gleði sungið og sagt meö skáldinu: “í norðurarmi fylkingar fána vom má sjá, Og frelsi, trú og þjóðlíf er skrifað þar á. Sá guð, sem gaf oss landið og lífsins kösta val, Hann lifir i því verki, sem fólkiö gjöra skal.” Og hvaö guö, sem gaf oss land vort og lífsins kosta val„ og lifir í lífsverki íslenzku þjóöarinnar, ætlast til að vér hinir fáu og smáu leggjum fram heiminum ti! bless- unar, það er enn þá hulið í hans ráði. En oft höfum vér séð, að guö útvelur hiö smáa, til aö fram- kvæma stórvirki, og þaö mikla í guðsríki byrjar oftast nær smátt, “það byrjar sem blærinn, sem bylgjum slær á rein, en brýzt svo frain sem stormur, svo að hryktir í grein”. En vér verðum að vera trúir guði og sjálfum oss, trúir í hinu smáa, til þess að vér getum orðið verk- færi guðs og framkvæmt vilja hans. Mest af öllu er því áríð- andi, að vér, að hin íslenzka þjóð, bæöi vestan hafs óg austan, skilji sín hlutverk og fylgi þeim svo með festu og trúmensku í smáu og stóru, “því sú þjóö, sem veit sin hlutverk er helgast afl um heim, eins hátt sem lágt má falla fyrir kraftinum þeim”, segir skáldið. Látum oss hafa þetta i huga á þessari stundu um þenna skóla. Látum það ekki beygja oss, að hann er lítill nú, heldur setjum oss fvrir sjónir, að “mjór er mikils vísir”, og að þessi skóli, svo smár sem hann er. getur með tímanum orðið stór og hár. Eg sé fyrir mér í anda háreistar hallir, sem glymja af stórfengilegu, hreinu og djörfu skólalífi, þrungnu af f jöri og funa heilags áhuga og brennandi kappi. Eg sé þennan skóla orðinn að höfuðbóli íslenzku menningarinnar hér vestan hafs, sem drekkur í sig og ummyndar öflin frá hinu stóra heimslífi í álfu þessari, og veitir svo straumnum aftur inn í þjóðlíf Islands heima með margbreytilegum viðskiftum í andans heimi. Eg sé hér fyrir mér forvígi og útvörð hinnar islenzkti tungu, út- vörð, sem knýr hið mikla heimslíf til þess að veita oss virðingu og hafa það í heiðri, et oss er dýr- mætt. — Hin islenzka tunga er ekki neitt útkjálka mál, því sú skoðun er að verða æ ríkari meðal málfræðilegra vísindamanna, að hún sitji á bekk með hinum gömlu göfugu mentamálum, latinu og grísku; klassisk í byggingu sinni eins og þær, þroskandi eins og þær, fyrir þá sem læra; hin bezta æfing fyrir hugann og hugsun- ina. Að útvega henni virðingu og öndvegissæti meöal þjóðanna, það er stórt og göfugt hlutverk; það er líka hlutverk þessa skóla að leggja fram sinn styrk til þess. En eit ttakmark er yfir öllu, stærst og dýrðlegast, sem hægt er aö vinna að. — Það er þaö hlut- verk aö efla guðsríki á jörðinni. Það stendur yfir öllum þjóðrækn- is hugsjónum. Og sá skóli, sem stefnir að því, aö uppala, ekki ein- asta göfuga nemendur, heldur einnig kristna menn, í æösta skiln- ingi þess orös; sá skóli, sem vinn- ur aö því, aö efla og aukua hina lifandi, kristilegu trú meðal þjóð- ar sinnar; já, sá skóli á sér hið hæösta takmark. Og eg sé einnig,; á þessari von- arinnar stund, fvrir mér þá tíð, er þessi skóli er oröin hin öflug- asta máttarstoð kirkju vorrar og kristindóms; meginstöö, þaðan sem út koma sannmentaöir menn og vel undirbúnir aö styðja guðs- ríki, í hvaða stöðu, sem þeir kom- ast í; menn, sem veröa lifandi prestar eða áhugamiklir kristnir leikmenn í söfnuöum vorum, menn, sem hafa lært aö beita sér, fórna sér fyrir hugsjónir sínar, lært aö gefa út sitt eigið hjarta- blóö, til þess aö ná sigri. — Ef allir hlutaðeigendur þessa unga skóla, allir Vestur-Tslendingar skipa sér í þétta fylkingu um hann, með kærleika og fómfýsi, þá er enginn vafi á, aö á þessum skóla rætast oröin, sem Jón biskup Arason sagöi, er hann var leiddur út til lífláts síns: “Héðan mun margur göfugur útganga!” Þaö skal þá veröa ósk hjarta vors á þessari stundu hinnar miklu vonar, og hinna miklu möguleika og hlutverka, þessi ósk að héðan, frá þessum skóla, mætti marg- ur göfugur út ganga! Með þeirri ósk vil eg svo enda þessi mín fá- tæklegu orð, og þakka fyrir þann heiður, sem mér hefir hlotnast, meö því að fá aö vera hér við þessa fyrstu skólauppsögn þessarar mentastofnunar. — Guö drottinn blessi framtíð skólans, starf kenn- aranna, nám nemendanna, hlut- verk hans og stðrf öll saman, og Iáti vorar beztu vonir meir en ræt- ast á komandi tíö, Islendingum hér til heilla og blessunar og heiðurs, og alþjóö vorri til sóma og frægö- ar. Drottinn veiti því oröi sigur! Heygulskapur. E. L. Taylor, Gimli þingmaður- inn kunni, hélt nýlega fyrirlestur um bei#ia löggjöf fyrir íhalds- manna klúbbinn. Ot af ósannind- um og rangfærslum og hræðileg- um missögnum Taylors í sambandi við þetta mál, skoraði F. J. Dixon á hann aö koma fram og mæta sér á opinberri almennri samkomu, til þess aö ræöa beina löggjöf á sann- gjarnan hátt. Taylor þoröi ekki að mæta honum, þoröi ekki aö halda fram máli sinu, nema þar, sem hans eigin skoðanabræöur voru — eða réttara sagt, þar sem allir voru reiðubúnir til þess aö gjöra hans staðhæfingar að sínum eigin — gjöra sér gott af öllu sem hann sagöi; gleypa það eins og það kom fyrir. Eru þaö betri sann- anir fyrir því, hversu litla trú Taylór haföi á málstað sínum, en nokkuö annaö, að hann, stjóm- málamaðurinn og lögfræðingurinn, þorir ekki að kappræða þaö; og beztu sannanir fyrir því, hversu hann álítur aö málið sé heilbrigt á hina hliðina og veikt á sína, að hann telur því betur borgiö frá sinni hlið, ef því sé haldið i þögn og dimmu. “Ef maöur vill eyöileggja gott mál og koma fram röngu” sagði Benedikt sál. Sveinsson, “þá er um aö gera að ræöa þaö aðeins í kyrþey; gera það tortryggilegt á þann hátt aö sem minst sé látið á bera. Tala um það, þegar enginn andstæðingur er viöstaddur, og sérstaklega þarf aö foröast aö þaö sé rökrætt í áheym fólksins.” Taylor veit hvaö hann syngur. En Dixon skrifaði opiö bréf til hans og birtist þaö hér í lauslegri þýöingu eftir annan ritstjóra “Al- þýöuvinarins”. Opið bréf til E. L. Taylor. Winnipeg, 28. Apríl 1914. Mr. E. L. Taylor, K. C., Winnipeg, Man. Herra: Með því að þér hafið ekki haft lítillæti til að svara tilboði mínu um að kappræða opinberlega beina lög- gjöf á móti mér, er eg knúinn til aö svara hinni ósvífnu árás á þá umbótastefnu á annan hátt. Eg er ekkert hissa á aö þér veigrið yður við að kappræða þetta mál opin- berlega. Það er svo langtum auð- veldara að ráðast á beina löggjöf í hópi afturhaldsmanna. á klúbb-fund- um þeirra, þar sem allri ósvífni, sem hægt er að sýna einu málefni, er fagnaö og klappaö lof í lófa, heldur en að flytja mál sitt fyrir alþýðu manna og láta hana dæma um gildi þeirrar kenningar, sem þér hafið svo mikinn áhuga fyrir að sannfæra aðra um. Þar sem eg er einn af þeim er halda fram beinni löggjöf, þvi stjóm- arfyrirkomulagi er þér lýsiö á þá leið, aö sé að eins leifar og afskræmi steinaldarinnar, get eg ekki látið hjá líða aö svara í fám orðum hinum staðlausu staöhæfingum yðar um þá stefnu. Þér eruð auðsjáanlega mji% á- nægöur meö stjórnarfarið eins og þaö er í Manitoba. En hin glopru- lega staöhæfing yöar mun sannfæra fáa, sem ekki heyra til afturhalds- klíkunni, um þaö, aö núverandi stjórn eigi ekkert þaö t fari sínu, sem henni hafi verið fundið til saka, og aö því beri ekki að ryðja beinni löggjöf braut. Það hafa verið og eru eflaust enn til menn. sem sjáandi sjá ekki og heyrandi heyra hvorki né skilja, En getur þaö komið til nokkurra mála, aö þér hafið ekki að minsta kosti heyrt því hvíslað utan að, að sú stjórn, sem nú hefir .völdin, hafi brugðist vilja almennings, þegar hún neitaði að taka til greina áskorun 20,000 kjósenda um aö gefa því sam- þykki, að almenn atkvæðagreiösla færi fram um það að loka staupasölu kránum? Og barst yður aldrei neitt til eyrna um að almenningur hefði “lítils háttar’’ sök aö bera á hendur tjórninni, fyrir hina dæmalausu framkomu hennar í talsímamálinu? Eöa hefir þaö ekki enn á neinn hátt komist inn i meövitund yöar, uppi- standið, sem átti sér staö í Macdon- ald og Gimli kjördæmunum? Ef þessu skyldi vera þannig variö, fer eg að efast um að þér hafið nokk- urn tíma lifað í þessum héimi. Eg get ekki vegna rúmleysis, skráð allar þær sakir og öll þau vonbrigði, sem almenningur hefir orðiö fyrir, og sem eg byggi staðhæfingar mínar á. En eg get sagt bæði yður og öll- um, er þaö mál skiftir, að þær munu bráðlega veröa heyrin kunnar. Þér lýsið því yfir, aö vilji yöar og ósk sé aö vilji alþýðunnar ráði. Það eru margir hissa á því, hve lengi stjórn vorri hefir tekist aö gylla það í augutn manna, sem hún kallar “vilja fólksins,” en sem í raun og veru er þaö alls ekki. En þér get- iö ef til vill betur en aðrir í stjórn- inni frætt oss um hvaö “vilji fólks- ins” er. Við skulum gera ráö fyrir því, eins og þér eflaust geriö ráð fyrir, að Roblinstjórnin sitji aö völdum eftir næstu kosningar. Er þaö þá ó- rfkur vottur þess að “fólkið” sé á móti beinni löggjöf, á móti atkvæö- isrétti kvenna, á móti skólaskyldu, og á móti útrýmingu staupasölunnar? Eöa, þó afturhaldsflokkurinn komist aftur til valda,. er þá þar með sagt, að þaö sé vilji fólksins aö eyöa 2yí miljón dollara til aö auka samgöngur á þann hátt sem núverandi stjóm lætur sér aö góöu veröa aö gera? Ef aö hvert þessara mála væri tekið fyrir sérstakl<%a og almenningp gefinn kostur á að greiða atkvæöi um þau hvert í sínu lagi, við í höndfar- andi kosningar, á sama hátt og á sér staö með aukalög bæja og bygða, þá mundi vilji fólksins koma ótví- rætt í ljós, þá mundi úrskurður fólks- ins ráöa, þá mundum við hafa Iög, sem væru í fullu og beinu samræmi við vilja þjóöainnar í heild sinni. Sú staðhæfing, að vilji fólksins komi ávalt í ljós meö úrslitum kosn- ingá, er blátt áfram blekking, þegar um stjórnarfyrirkomulag er að ræða eins og nú á sér stað hjá oss. Við síðustu fylkiskosningar greiddu tæp- lega 80 prósent af kjósendum at- kvæði. Afturhaldsflokkurinn fékk ekki 50 prócent, ekki helming aUra atkvæða sem greidd voru. Roblinstjórnin var því sett til valda með minni hluta greiddra at- kvæða, og samkvæmt því er þér haldið fram, hafa öll lög, sem stjóm- in hefir samþykt, öðlast gildi án samþykkis meiri hluta kjósenda og því i trássi við “vilja fólksins.” iLagaflækjur og kosningabrellur geta oft af sér skrítin dæmi. En það er að eins ein regla gildandi, þegar um lýðstjórn er að ræða; hún er almenn atkvæðagreiðsla um hvert mál út af fyrir sig; það er bein lög- gjöf. En að þessu hendið þér gaman og haldið andmælendur stjórnarinnar séu nógu áhrifamiklir til þess aö koma i veg fyrir að neinn stjórnar- flokkur komi því í lög, sem er að hans vilja aö eins, en ekki vilja fólksins. Þegar Roblin kallar sína trúföstu þjóna sér til fylgdar til þess að kveða niður eitthvert mál, þá hlýða þeir því án þess að taka nokkurt tillit til þess hvort það er rétt eöa rangt, og oft þrátt fyrir þaö, þó minni hluti geri sitt ýtrasta til aö fá sitt álit tek- ið til greina, að einhverju ofur litlu leyti. Lög, sem lúta að því að auðfélög skuli taka að tiltölu meiri þátt í skatt byrði en þau gera, segið þér aö séu feld af því að meiri hluti sé þeim mótmæltur. Þar sem slíkt kemur fyrir, er það að eins vottur þess, aö lögin eru þannig.i að” þau skatta al- þýðuna til þess aö verada og auðga auðfélögin. Það er hverju orði sannara, að þeir sem önnur eins sér- réttindi hafa og peningastofnaniraar, landeignafélög, ábyrgðarfétög skulda- bréfa og ýms önnur félög, sem hlunn- indi hafa þessu lik, eru ofur eðlilega á móti beinni löggjöf. Viö búumst við mótspyrnu frá þeim, sem á einn eða annan hátt eru verndaðir og studdir til þess að féfletta alþýöu manna, og hversu kænlega sem þér reynið til að dylja sannleikann í þeim efnum, mun alþýðan bráðum komast að því, að þaö eru sérstök hlunnindi einstakra manna, sem eru á bak við og liggja til grundvallar fyrir mót- mælunum gegn beinni löggjöf. Þér vitnið í blaðið “Oregonian” máli yðar til stuðnings. Þaö getur verið máli yðar stuðningur í augum þeirra, sem ekki vita, að slíkt blað er álíka áreiðanlegt og blaðið “Winni- peg Telegram”. Aftur er tilvitnun yðar frá Woodrow Wilson góð, og ■betri en ásætöan sem þér gáfuð í þessu máli í þinginu. Ef að þér haldið áfram að gefa hans skoðunum gætur, munuð þér sannfærast brátt um það, aö hann sé einlægur fylgis- maður beinnar löggjafar. í ritinu Outlook 26. Ágúst 1911 segir hann: “Eg hefi kent það í 15 ár, að “initi- ative’ og “referndum” væri ófram- kvæmanlegt. Eg get ekki sannara sagt nú, en að þau eru framkvæm- anleg. Það sem fylgir öllum umbót- uni, er þaö, hvernig eigi að koma þeim i framkvæmd. Að baki þess, hvers þörfnumst vér, Kggur spurn- ingin, hvernig er hægt að framkvæma þetta? Þaö sem vér þurfum fyrst og fremst að gera. er að koma á aö fólkið stjómi. Viö erum aö hreinsa itl í húsinu og þurfum góðan sóp til þess. “Initiative” og “referendum” eru góðir sópar.” Þér finnið beinni löggjöf það til foráttu, að kosningar verði of tíðar ef hún er löggilt. En eg sé ekki því hún er það. Oss finst það engum erviðleikum bundið, að greiða 5 eöa 6 sinnum atkvæöi um lög í bæjum og héruðum. Þaö ætti að vera oss al- veg eins auðvelt að greiða 5 eöa 6 sinntmi atkvæði um mál þau er varöa heil fylki. Þér minnist á Sviss og segið um það einu sinni, að ekki sé neitt hægt að fara eftir þvi sem þar eigi sér enn stað, því það sé lítið land. En þaö væri fróðlegt ,aö vita á hvern hátt þér komist að þeirri niöurstöðu, að sú umbótastefna sem gefst ágætlega í Sviss, þar sem eru 3 miljónir íbút, geti ekki einnig gefist vel í Manito- ba þar sem ekki eru nema um 500 þús. íbúa. En svo eg snúi aftur aö atkvæða- greiðslunni, sem yður virðist svo miklu varöa, skal bent á þaö, að samkvæmt skýrslum þeim sem eg hefi fyrir mér, hefir alveg verið lögö eins mikil rækt við hana af kjósend- um, þar sem bein löggjöf á sér staö, eins og þar, sem hún hefir ekki ver- ið að lögum gerð, eins og eftirfylgj- andi skýrsla ber með sér: Hæstu prct. Lægstu prct. Ríki gr. atkv. gr. atkv. South Dakota .. 92 57 Oregon. .. . t .. 90 62 Montana .. .. . . 80 72 Oklahoma .. . . IOO 52 Maine . . IOO 36 Missouri .. .. •• 95 71 Arkansas. .. .. 90 75 Eftir tölum þessum að dæma, virðist atkvæfóagreiðsla í þessum ríkjum ekkert síðri en annarsstaðar, og sem bindindismanni hlýtur yður að vera ánægja aö sjá, aö þar sem um vínsölu hefir verið að rræða í kosningum, hafa flestir greitt at- \[AHKJ;T. fJOTEL Við sölutorgiC og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. kvæði af öllu atkvæðisbæru fólki. Hinar kegri tölur eiga aöallega við mál, sem að eifts snerta lítinn hluta fólksins, og eru því ekki áhuga- mál fjöldans. Aö endingu skal eg svo taka það fram. að það stjóraarfyfirkomulag, sem bygt er á beinni löggjöf, hefir ekki á sér neinn steinaldarbrag, held- ur er í fullu samræmi við mannúð og menningu nútímans. Það er ástæða til þess að krefjast þess fyrir þetta fylki; þaö mundi bæta og göfga löggjöf vora; það mundi eyða því og uppræta það sem er lágt, ósvífið og órétt í löggjöfinni; það mundi greiða veg hollra og hag- kvæmra laga. Alstaðar þar sem þetta fyrirkomulag hefir verið reynt, þar hefir þaö gefist vel. Af þesum ástæðum og ótal fleirum, sem hér verða ekki taldar, er það einlæg sann- færing min, að svona lagað stjórnar- far beri nauðsyn til aS leiða í lög í Manitobafylki. Yðar, F. J. DIXON. (S. T. E. þýddi.J Þakklœti- Fyrir nokkru síöan hefir mér borist bréf frá konu þeirri, Sigur- laugu Guömundsdóttur, í Reykja- vík á Islandi, sem eg leitaði sam- skota handa síöastliöiö haust, þar sem hún kvittar fyrir peningum þeim er inn komu og henni voru sendir í bankaávísan frá Winni- peg þ. 6. Jan. s. 1. Biður Sigur- laug mig í bréfi þessu að færa gef- endunum öllum sitt innilegasta hjartans þakklæti fyrir hjálpina, sem afstýrði svo mikilli neyð og kom sér svo vel. Finst Sigurlatigu auðsjátnlega mikið um, hve fólk hafi verið góðsamt og kærleiksríkt að rétta sér þama hönd til hjálp>- ar. Þakklæti þetta bið eg Lög- berg að færa gefendunum hérmeð. Áheiti, $1,00, frá stúlku á Beverley St., Wpg, til Sigurlaug- ar, hefi eg veitt móttöku fyrir nokkru og kvittast fyrir því með þakklæti. Eru þá alls $9,00 geymdir hjá mér nú, sem Sigur- laugu hafa verið gefnir, síðan aö- alupphæöin var send henni i vetur. Árbohg, Man. 4. Maí 1914. Jóhann Bjarnason. íþróttir. “The Falcon” knattleika félagiö tapaði í fyrra þegar þaö kepti um verðlaun bæjarfélaganna. Nú er það vaknað aftur eftir vetrar- hvíldina og tekið til starfa með meira afli en áður. Hafa því aukist talsverðir kraftar. Mr. Axford er formaöur þess, og hyggur hann gott til afreksverka félagsins í sumar. Félagið he^dur danssamkomu á föstudaginn í Goodtemplarahús- inu, verður þar einnig stofnaður “Lawn Tennis” klúbbur fyrir kvenfólk og ætti þaö aö vera gleði- fréttir fyrir stúlkumar. Er til þess ætlast að góö samvinna verði með piltum og stúlkum sem í- þróttir stunda. Ennfremur er J. Baldvin að undirbúa hlaupaæfinga flokk sinn, og er svo til ætlast að fulltrúi mæti frá íslenzka leikfimisfélaginu, á Portage la Prairie leikmóti, sem þar veröur haldið 25. Maí. Einhver sagöi aö Paul Reykdal væri svo önnum kafinn aö undir- búa leikfimisflokk sinn, að hann ætlaöi sér ekki aö taka neinn veru- legan þátt í pólitík í sumar. Fúsi Johnson í Selkirk er byrjaður aö svelta Kelly, svo liann veröi léttari á sér við stökkin, þegar til kemur. Hver sem upplýsinga óskar viö- vikjandi leikfimisreglum og hver sem vill taka þátt í þeim, snúi sér til J. Davidsons og J. Baldwins. Vesuvius og Etna hafa gosiö ný- lega og kveöur prófessor Mallabra alt útlit fyrir að stórgos verði líkt og var áriö 1906. Dóu þá mörg hundruð manns og margar borgir evddust, og margar þúsunudir ekra af ræktuöu landi eyöilögöust. Gosiö var þá um miöjan Apríl. 3 KVHD FRA MANUD. 11. MAI Mat*. prlðjuíl. og Miðv.d. pú leikur hin ll.sthfa.sta leik- kona ■ heimi Evelin Nesbit Thaw með aðstoð miklls leikflokks í lelknum “ M A R I E T T E ” Hljómleika og dans sýning fögur Sæti seid frá kl. 10 f.h. ft föstudag Kveld $2 tii 25c. Mat. $1.50 til 25c. VIKUNA FRA 18. MAf AD KVEUDI Mat. Miðv.d. og Laugard. J’ft kcmur aKur með mlklum fögnuði hinn mesti leikari Eiiglamls — MR. UAURENCE IRVING — og leikur með aðstoð Miss Mabel Haekney og en.sk.s lelkfloklcs hina ágætu leiki “TYPHOON”, “THE UVVV RITTEN I.AW “THE IiILY” “THE IMPORTANCE OF BE- ING EARNEST.” 1000 manna, sem oröiö hafa heilsulitlir, hafa haft stór- mikiö gagn af hófsamlegri brúkun á DREWRYS Redwood Lager Hreinasta malt-tonic Æfinlega eins á bragö iö og jafn góöur. REYNIÐ ÞAÐ J. J. BILDFELL FASTEIOnASALI Room 520 Union Bank - TEL. 2885 Selut hús og lóðir og annast alt þar aðlútandi. Peningalán Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Horni Toronto Phone Qarry 2988 og Notre Dame : Hclmlli. Oarry 899 Fáið ánægju af skóakaup- um með því að kaupa þá í Quebec Shoe Store 639 Main Street, Winnipeg Rétt fyrir uorðcn Logan Ave. Thorsteinsson Bros. & Co. Byggja hús. Selja lóöir. Otve** lán og eldsábyrgð. Fónn: M. 2992. 815 Somerset DUg Heimaf.: G .736. Winnipeg, Man. Ef þér viljið fá fljóta og góða afgreiðslu þá kaliið upp WINNIPEG WINE CO. 685 Main St. Fón M 40 Vér flytjum lnn allskonar vln og llkjöra og sendum tll allrm borgarhluta. Pantanir úr «velt afgreiddar fljótt og vel. Sérstakt verð ef stöðugt er verzlað. Piltar, hér er tæki- færið ICaup goldiS mefian þér lærifi rakara iðn í Moler skölum. Vér kennum rak- ara ifin til fullnustu ft tveim m&nufium. Stöður Stvegafiar afi loknu námi, ella geta menn sett upp rakstofur fyrlr slg sjálfa. Vér getum bent yfiur ft vænlega stafii. Mikil eftirspurn eftir rökurum, sem hafa útskriíast frft Moler skólum. Yarifi yfiur & eftir- hermum. KomiS efio. skriflfi eftir nýjum catalogue. Gætifi afi nafninu Moler, á horni King St. og Pacifle Ave., Winnlpeg, efia ötibúum i 170» Road St„ Regina, og 230 Simpson St, Fort William, Ont. Þér fáið yður rakaðan og kliptan frítt upp á lofti frá kl. 9 f. h. til 4 e.h J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 1 ALBEDTft BLOCK- Portage & Carry Phone Main 2597

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.