Lögberg - 21.05.1914, Qupperneq 1
27. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 21. MAÍ 1914
NÚMER 21
p / •
oviviroing
Fjörutíu og fimm mil-
jónir dollars veittir Mac-
Kenzie og Mann af fé
fólksins. Nánar næst.
Olíunámar í Calgary.
Olíunámar hafa fundist hjá
bænum Calgary í Alberta. Er
álitið að þeir séu svo miklir að þar
fáist 150-200 tunnur á hverjum
sólarhring, eða um $2000 virði á
dag. Auk þess er talitS aö þar
megi framleitSa um 2,000,000 ten-
ingsfet af gasi á hverjum degi; er
í því svo mikiö “gasoline” aS
1—1 y2 gallon af því fást úr
hverjum 1000 teningsfetum.
Svo mikil æsing er í bænum yfir
þessu a?S menn rátSa sér ekki fyrir
fögnuöi. Eiguir hafa alt í einu
margfaldast í verði i oröi kveðnu
atS minsta kosti, og alt fengiS á sig
Klondyke blæ.
Slys af sprengingu.
Slys mikitS vartS at sprengingu
í bænum Detroit á föstudaginn.
Var þatS í verksmitSju þar sem
höftS voru um hönd alls konar eit-
ur og sýrur. Einhver leyniatSfertS
var þar höftS vitS atS búa til letSur-
liki og halditS at5 þatS hafi valditS
sprengingunni. Dóu 10 manns
samstundis, flest efnafrætSingar og
4 meiddust svo atS þeir eru taldir
af. — Húsin í kringum verkstætS-
itS á milu svætSi í allar áttir voru
meira etSa minna skemd af spreng-
ingunni. FélagitS sem verksmitSj-
una átti heitir “The Mexican
Crude Rubber Co.” Rannsókn
hefir veritS skiputS í málinu.
Hvaðanæfa.
Richard Hargrave, verkstjóri
vitS vegagert5 fyrir stjórnina ná-
lægt Campbell ánni í Britsh Col-
umbia, var skotinn til bana á
fimtudaginn var, af manni, er
Robert Suttle heitir. Suttle haftii
unnitS hjá honum, en þeim haftSi
ortSitS sundurortSa skömmu átSur
og Suttle veritS sagt upp vinnunni.
Hvort skotitS hefir hlaupitS af
byssunni óvart etSa þetta er blátt
áfram mortS, vita menn ekki. Suttle
er hafíSur í vartShaldi og bítSur
yfirheyrslu.
MaíSur nokkur sem var á fertS
frá Vancouver til Montreal á C.
P. R. brautinni vartS brjálatSur alt
í einu, án þess atS nokkur vissi
ástætSu til. Hann var settur í járn
og var reynt atS komast eftir hvatS
hann hét og hvatSan hann var, en
þatS var ekki hægt. Hann var
skotSatSur hér í Winnipeg af lækn-
um, og fluttur svo austur til
Ontario á getSveikrahæli.
Þúsundir manna atvinnulausar í
Montreal og hefir borgarstjórinn
þar skrifatS Borden þess efnis atS
skora á hann atS hratSa öllum opin-
berum verkum svo atvinna fáist
vitS þau sem fyrst.
Lik af manni fanst i brunnum
'hálmhaug nálægt Baley í Saskat-
chewan á fimtudaginn. LíkitS var
svo brent atS þatS þektist ekki og
veit enginn nein deili á þvi. IJtur
út fyrir atS matSurinn hafi veritS
myrtur og fleygt í hálmhauginn.
William Wainwright varafor-
matSur Grand Trunk Pacific járn-
brautarfélagsins lézt í Atlantic City
á fimtudaginn. Hann var 74 ára
atS aldri, mjög merkur fjármála-
maöur.
C. P. R. félagitS leggur fram
$3,000,000 í ár til þess atS byggja
hótel vítSsvegar um vesturlanditS.
Stærsta skip i heimi hefir veritS
smítSatS á Þýzkalandi og er nýlega
fullgert. ÞatS lagtSi af statS fyrra
mánudag frá Hamborg til New
York, fyrstu fertS sína. SkipitS
heitir Vaterland fFötSurland), er
þatS Q50 fet á lengd, 100 fet á
breidd og er 58,000 smálestir. 800
manns geta setitS til bortSs í einum
bortSsalnum.
KomhlatSa brann í bænum Mac-
Hanna N. D. 13. þ. m. metS 30,000
bushelum af korni. Brann alt til
kaldra kola.
Félag sem heitir “Western Tire
and Rubber Company” ætlar atS
byggja verksmitSju í St. Boniface,
sem gert er rátS fyrir atS kosti
$175,000. Vinna þar 60 manns atS
minsta kosti.
Nýdáinn er í Toronto Andrew
Baird skipstjóri, 80 ára. Hann
var einn hinna allra helztu skip-
stjóra á stórvötnunum austurfrá.
FaritS var fram a þatS vitS páf-
ann á “fritSarsunnudaginn” svo-
kallatSa, atS hann gengist fyrir því
atS fá allar þjótSir til að leggji nitS-
ur herbúnatS atS nokkru leyti.
Þessu neitatSi hann og rátSsmenn
hans. — SögtSu þeir þatS mundi litla
þýtSingu hafa, þar sem stjómir
landanna sýndust lítt skeyta si?5-
fertSisreglum, heldur ýmsu ötSm
ennþá veraldlegra. Kirkjuna kvátSu
þeir ekki eins áhrifamikla nú og
veritS heftSi, þegar um þatS væri atS
rætSa, atS láta til sin taka í stjóm-
málum.
Verkamenn í Edmonton hafa
veritS vinnulausir hópum saman og
krefjast þeir þess atS bærinn sjái
þeim fyrir vinnu. “ÞatS er atSeins
eitt af þrennu sem fyrir liggur”
segja þeir, “atS vinna, svelta eöa
stela, og ef vi?S fáum ekki vinnu,
þá tökum vi?S óhikatS þann kostinn
atS stela, fremur en ao svelta.
Fundur var nýlega haldinn í
Lundúnaborg á Englandi til þess
atS reyna atS rátSa fram úr þeim
vandræíSum, er itSnatSarmanna deil-
um valda. Var sínt fram á a?5 sítS-
astlitSitS ár töputSust vitS þatS 11,000,-
000 (ellcfu miljón dagsverka).
Kínverska frimúrarareglan í
Calgary hefir höftSatS mál á móti
borgarstjóranum þar, Mr. Cuddy,
fyrir þatS atS hann brauzt inn í
fundarsal þeirra, af því hann grun-
atSi þá um fjárglæfraspil. Halda
Kínarnir því fram, atS lögreglan
hafi ekkert vald til þess atS fremja
húsbrot etSa eignaskemdir, nema
því atS eins atS þeim sé synjatS um
inngöngu, og verði því atS taka til
ofbeldisrátSa. Þeir krefjast $1,000
skatSabóta.
TalsvertSs landskjálfta vartS vart
í bænum Ogden í Utah á mitSviku-
daginn var. Hús skemdust til
rnuna, en kippurinn var stuttur.
I bænum Kvenná fWoman
River) í Cbitario var haldinn
dans á föstudags kvelditS. EndatSi
hann þannig atS flestir karlmenn-
irnir drukku sig fulla; lenti i áflog-
um og tveir skutu hvor á annan og
bitSu bátSir bana af.
Tvö oliufélög í British Columbia
hafa sameinast. AnnaS þeirra
heitir “The British Oil Co.”, eitt
af allra stærstu olíufélögum í
heimi, og átti afarmiklar olíunám-
ur í Mexico. Hitt heitir “The
Union Oil Co. of California”.
Hefir hitS fymefnda keypt meiri
part hlutanna í hinu sítSara fyrir
$15,000,000. Þetta brezka félag
hefir einnig keypt annatS olíufélag
er hét “The General Petroleum
Company of Calefornia”.
Grey jarl hefir statSitS fyrir þess-
um samningi, fyrir hönd brezkra
autSmanna.
ÞatS hefir komitS til tals atS olíu-
stötSvar veriSi stofnatSar vítSsvegar
fyrir herflotann, þar sem olía er
atS vertSa atSaleldsneyti hans.
Mun þatS vera ætlun þessara stór-
fiska atS koma á einokun í olíu
verzlun. Einn af eigendum þessa
stóra félags er Pirrie lávartSur,
atSalstjómandi Cunard línunnar.
HundratS ára sjálfstæt5isafmæli
NortSmanna var halditS í Minne-
apolis í þrjá daga samfleytt 16.,
T7- c’g' t8 maí. Vom þar saman-
komnir 100,000 NortSmenn.
George Brandes danski rithöf-
undurinn og mæiskumatiurinn
frægi, er i Chicago um þessar
mundir atS halda fyrirlestra.
Alaxander of Teck brótSir Mariu
Bretadrotningar, hefir veritS út-
nefndur ríkisstjóri í Canada.
Elenora Bulgariu drotning hefir
hætt vitS Bandáríkja för sína vegna
Mexico ófritSarins.
Fellibylur var í ríkinu Iiilnois
og fleiri ríkjum fyrra föstudag og
gertSi talsvertSan skatSa.
Líflátsdómur á
Islandi.
í morðmáli Eyjólfs Jóns-
sonar var dæmt 24. Apríl.
Jón Jónsson sýknaður en
Júlíana Jónsdóttir dæmd til
þfláts.
Ur bœnum
Byggingaleyfi í bænum eru nú
ortSin yfir $7,000,000.
Manitoba háskólanum var sagt
upp á föstudaginn í Walker leitS-
húsinu metS mikilli vitShöfn..
Dr. Jón Bjarnason er heldur
lakari til heilsunnar, en þegar sítS-
asta Lögberg kom út sítSast, hefir
nú alls enga fótavist.
Mrs. Jónas Helgason frá Argyle
og sonur hennar komu hingatS á
föstudaginn. Eru þau á fertS til
tslands.
Mrs. Thorwald frá Still Water
Minn. dvelur hér í bænum um tíma,
hjá frændkonu sinni Mrs. J. Good-
man atS Notre Dame Ave.
Torfi Steinssön kaupmatSur frá
Kandahar og Sveinn Kristjánsson
frá Wynyard komu til bæjarins á
mánudaginn; voru þeir á leitS heim
ti'l íslands.
Mrs. Sigurbjörg Pálsson mót5ir
Jónasar Pálssonar og þeirra syst-
kyna> fór heim til Islands alfarin
í gær.
Dr. R. J. Blanchard, sem hefir
verib yfir sáralæknir C. P. R. fé-
lagsins í Manitoba, hefir sagt af
sér, en í hans statS er skipatSur í
þá stötSu Dr. A. W. Woody. AtS-
alskrifstofa hans vertSur í Winni-
peg-
293 uppskurtSir voru gertSir á
hospítalinu mánuöinn sem. leitS.
AtSsóknin er þar svo mikil atS
stundum koma 40—50 sjúklingar á
dag. SítSasta mánutS voru þar
1405 sjúklingar alls til lækninga.
Þar eru nú 380 sjúklingar; 244 í
Almennu deildinni, 99 í annari sér-
deild og 37 í fyrstu sérdeild.
í fyrra sendu jartSyrkjufélögin
í Manitoba 100 pilta á sýninguna
í Winnipeg til þess atS skotSa og
færa sér þar í nyt alt sem atS bún-
atii lýtur. Þetta vertSur ekki gjört
í ár, en aftur á móti ætlar búnatSar-
deildin atS velja 100 pilta til þess
atS koma á sýninguna og borga far-
gjald þeirra bátSar leiíSir. Á þetta
aíS vera bætSi til a?5 draga athygli
þeirra atS búnatSi og til atS lyfta
þeim upp, þatS á bætSi atS vertSa
þeim til gagns og skemtunar.
Fyrirlestrar hafa veritS haldnir i
iðnatSarhöllinni atS undanfömu, til
þess atS skýra hversu mikils virtSi
þatS sé fvrir Winnipeg. atS itSnaSur
og vöruflutningar komist hér á og
aukist. Þar voru einnig sýndar
margar mvndir, af alls konar fram-
förum; þar á metSal voru sýnd um
3,000 fet af hreyfimyndum. Voru
þar á metSal öll helztu verzlunar-
hús og framkvæmdarmenn bæjar-
ins.
Nokkrir vinir Mr. og Mrs. S.
Pálmason, heimsóttu þau á mánu-
dagskvelditS var, til þess atS kvetSja
Mrs. Pálmason og áma henni
heilla á Islandsfíörinni. Var henni
gefitS vandatS hálsmen sem vina-
merki; rætSur voru fluttar, og auk
þess sungitS og skemt sér á ýmsan
hátt. Alls voru þar saman komnir
um 60 manns og var Ami Eggerts-
son foringi flokksins.
Yngsti safnatSar-söngflokkur
metSal íslendinga i Winnipeg,
söngflokkur Skjaldborgar-safnatS-
ar, er atS efna til söngsamkomu,
og er ákvetSitS atS hún vertSi haldin
2. júní. Eflaust leikur mörgum
forvitni á atS heyra hvemig þess-
um unga söngflokki tekst a?S skemta
I unudirbúningnum hefir mikil á-
herzla veritS lögtS á íslenzk lög etSa
íslenzka texta. Er þatS metSmæli
fyrir alla þá, sem íslenzku unna.
Söngflokkurinn er undir stjórn
hins ágæta söngstjóra, DavítSs
Jónassonar. Nákvæmar vertSur
þessarar samkomu getitS í næsta
blaiSi.
Þann 9. þessa mánatSar voru
gefin saman i hjónaband af séra
Carl J. Olson, þau Bjöm Péturs-
son og Anna SigrítSur Hallsson,
bætSi frá Ámes P. O. Hjónavigsl-
an fór fram á heimili prestsins,
nálægt Gimli, Man., BætSi brútS-
hjónin eru myndarlegar persónur.
Þau setjast atS á 'Björk í Arnes
bygtSinni. Allir vinir þeirra óska
þeim alls hins bezta í framtítSinni.
Ungmenni statSfest í Brandon,
Man., sunnudaginn 26. apríl; af
séra Sig. S. Christopherssyni:
Andrew Andérson
Gunnar Axel Ólafsson
Ólafur Valdemar Ólafsson
Alma Alvilda Anna ólafsson
GutSbjörg Kristín Ólafsson
Isabella Margrét Gunnlaugsson
Margrét Sarah Anderson
Soffia Anderson.
Mrs. Thorvardson atS 350 Bever-
ley stræti fékk skeyti 9. þ. m. atS
koma til mótSur sinnar, ekkju Frey-
steins sál. Jónssonar í Þingvalla-
nýlendu, sem liggur mjög þungt
haldin. Mrs. Thorvardson. kom
keim aftur á mánudaginn.
NortSmenn héldu árshátitS sína í
Manitoba Hall á mánudagskvelditS
metS mikilli vitShíöfn. í þetta skifti
var þar sérstaklega mikitS um
dýrtSir vegna þess atS nú eru litSin
100 ár frá þeim tíma, er Noregur
telur til frelsi sitt.
Bérn sem voru atS leika sér á
horninu á McPhilips stræti og
Redwood Ave. á sunnudaginn,
fundu þar kassa. Þegar liann
var opnatSur var í honum barnslik.
Litur út fyrir aS þatS hafi veritS
fætt andvana.
Richard D. Waugh, fyrverandi
borgarstjóri og R. J. Shore bæjar-
rátSsmatSur hafa verit5 i Chicago atS
skotia þar skemtigartSa og skraut-
götur. Ætla þeir atS mæla metS
því atS Winnipcg taki Ohicago sér
til fyrirmynda?. i þeim efnum;
enda er þatS óhætt, hvergi á bygtSu
bóli eru eins miklir og fullkomnir
skemtigartSar og þar.
30,000 manns hafa þegar skrifatS
undir bænarskrá um þatS atS breyta
dautiadómi Krafchencos i fangels-
isvist.
TalsvertSir sléttueldar komu upp
i Fort Rouge á laugardaginn; áttu
menn fult i fangi metS atS verja
skemdum, en skatSar urtSu þó ná-
lega engir.
Mrs. GutSrún Jónasson sem ný-
lega kom atS heiman eftir 10 ára
burtuveru, hélt langa og snjalla
rætSu á Goodtemplarafundi í vik-
unni sem leitS. Mrs. Jónasson er
stórgæzlukona ungtemplara á Is-
landi og hefir unnitS þar öflug-
lega í þarfir bindindismálsins; sér-
staklega barnadeildanna. Samsæti
var henni halditS í Reykjavik átSur
en hún fór og þar sungitS hitS
fagra kvætSi eftir GutSm. GutS-
mundsson, sem birt er á ötSrum
statS í blatSinu.
Á laugardaginn fór fram hátíti-
leg athöfn í Knox presbyterana
kirkjunni. Kassi sem látinn haftSi
veritS í hornsteininn þegar hún var
bygtS 1883 var opnaður. Voru þar
ýms merkileg skjöl, sem gáfu upp-
lýsingar um sögu Winnipegborgar.
Þar var skjal dagsett 1878, þegar
fyrsta kirkjan' var bygtS á hominu
á, Portagi og Fort stræti. SitSan
1878 voru þar peningar frá Hud-
son bay félaginu, kort af Selkirk
('The City of Selkirk) og mynd af
brú yfir Aðalstræti, þar sem bæj-
arráðshöllin er nú, var þar þá læk-
ur eða gil. — Allir þessir munir
verða aftur látnir í homsteininn
á hinni nýju kirkju, sem lagður
verður 23. maí á hominu á Edmon-
ton og QuPelle strætum.
Bergur Jónsson frá Pine Valley
kom inn á skrifstofu Lögbergs á
fimtudaginn. Var á fertS til
Argyle; ætlar að stunda bænda-
vinnu þar í sumar. — Skariatssótt
hafði verið þar i fyrra mánuði, dóu
alls fjögur böm, þar á meðal eitt
islenzkt, yngsta bam Mr. og Mrs.
S. A. Andersons, 5 ára gömul
stúlka. Hin bömin vom öll ensk
og átti þau umboðsmaður jám-
brautarfélagsins (the Station
agentj. Tið hefir verið óhagstæð;
ekkert bvrjað að sá vegna bleytu.
465 innflytjendur komu til
Winnipeg á lauugardaginn frá
Englandi; ætla flestir út á land.
13. þ. m. var maður að nafni J.
W. Davis tekinn fastur vestur i
Alberta fyrir að hafa stolið $1,-
000, frá Imperial bankanum í
Winnipeg.
Símon Sveinsson frá Wynyard,
sem hér var á ferðinni i vikunni
sem leið, fór heimleiðis aftur á
laugardaginn. Hann býst við að
flytja til Winnipeg alfarinn síð-
ari part sumars, eða í haust.
Miss Christiana Olafson, dóttir
Chr. Olafsonar, kom til bæjarins á
föstudaginn frá Chicago. Höfðu
þau feðginin farist á mis; vissu
hvorugt af annars ferð. Miss
Olafson hefir unnið á Cook-County
spitalanum i Ohicago að undan-
förnu; er það stærsta hospítalið
þar í borginni og annað það
stærsta í Vesturheimi. — Hvort
hvert hún fer aftur suður eða
sezt að hér i bænum, er óráðið
enn. *
Reid fyrverandi lögregluþjónn
var að vinnu við trésmíði í fangels-
inu i Stony Mountain á mánudag-
inn, ásamt öðrum fanga er Hawk-
ins hét. Brotnaði undan þeim planki
svo þeir féllu 40 fet niður og biðu
báðir bana af eftir rúmar fjórar
klukkustundir. Nánar minst á
þetta i næsta blaði.
Göngubrú hefir verið bygð yfir
Assineboine ána hjá skemtigarðin-
um eða leikvellinum, sem Assine-
boine kallast; var þar f jöldi fólks
á sunnudaginn.
Eldur kviknaði í skóbúð Ames
Holden McCready Ltd. á mánu-
daginn og gerði $2,000 skaða.
Stói; nefnd manna fór á mánu-
daginn á fund f jármálanefndar
bæjarins til þess að biðja um $3,500
styrk til hjálpar fátækum bömum.
Ashdown fyrverandi bæjarstjóri
hafði aðallega orð fyrir nefndinni,
og var beiðninni vel tekið.
Á Norðmannasamkomunni var
þvi haldið fram að Leifur Eiríks-
son, sem fundíð hefði Amriku,
hefði verið Norðmaður, en Thos.
H. Johnson kom því að í ræðu
sinni að Islendingur hefði hann
verið. Og þá hækkaði brúnin á
Landanum.
Beðið hefir verið að geta þess
að fargjaldið til Gimli fram og til
baka með skemtiferð Goodtempl-
ara 26. júní, verði $1,10, en ekki
$1,25, eins og auglýst hafði verið.
Munið eftir sjónleikum, sem
Goodtemplara stúkumar auglýsa.
Pétur Jóhannesson Magnússon-
sonar að Framnesi í Nýja Islandi
fyrirfór sér nýlega með skoti í
gegnum höfuðið. Hafði verið geð-
veikur að undanförnu.
Jóhannes Sveinsson sem stund-
ar búskap úti á landi í sumar
kom til bæjarins nýlega og dvelur
hér nokkra daga. Hann kom til
þess að kveðja móður sína og
systur, sem eru að fara til íslands.
Sunnudagsskóli Fyrstu lútersku
kirkjunnar og Bandalag hennar
fer skemtiför til Selkirk 20. júní.
Skjaldborgar Bandalaginu og
sunnudagaskólanum hefir verið
boðið að vera með; sömuleiðis
Bandalagi og skóla Gimla safnað-
ar. Selkirk safnaðarfélögin verða
með að sjálfsögðu. Menn era á-
mintir um að kaupa farseðla sína
sem fyrst; þeir verða til sölu hjá
öllum sunnudagaskólabörnum.
Nákvæm skýrsla um íslenzka
skólann í Skjaldborg birtist í
næsta blaði.
Guðmundur Eyford, sem dvalið
hefir í Saskatoon aö undanförnu,
kom til bæjarins alkominn á
þriðjudaginn. Hann er smiður og
ætlar að byggja hús á eigin reikn-
ing í sumar. Landar sem þurfa að
byggja muni það. — Dauft í
Saskatoon.
Steingrimur Hall heldur söng og
‘hljóðfærasamkomu með nemend-
um sínum á föstudagskveldið 29.
þ. m. kl. 8.30 á Y. M. C. A. Hall
á Ellice Ave. Mrs. Hall syngur
og Theodor Arnason leikur á fiðlu.
Samskot við innganginp. Nánar
næst.
Heim til íslands fór í gær (mið-
vikudag) Ingólfur Goodman,
prentari. Mun hann ætla að setj-
ast að heima.
Ungfrú Dosia Halldórsson
er nýkomin heim aftur úr Evrópu-
ferð sinni. Ferðaðist hún um
Danmörk, Þýzkaland, England og
Bandaríkin, og tekur nú til starfa
aftur með fullu fjöri eftir hvíldina,
og aukuinni þekkingu.
Jacob Astrof lyfsali að 432
Mountain Ave. fyrirfór sér á eitri
á fimtudaginn. Hann var drykkjú-
maður mikill og kona hans skilin
við hann.
Thomas Bond 461 Carlow Ave.
slasaðist á fimtudaginn þannig að
hjól féll ofan á hann og höfuð-
kúpan brotnaði. Talið liklegt að
hann muni deyja.
Walter Moore vinnumaður hjá
Grand Trunk Pacific í Transcona
snerti rafmagnsvir á þriðjudaginn
og beið bana af.
George Smith leynilögleglumað-
ur í bænum sagði McDonald lög-
regludómara frá því fyrir rétti á
þriðjudaginn að fjöldi manna væri
í bænum sem gerði betl að atvinnu
sinni.
Tvö börn týndust fyrra mánu-
dag hér í bænum, annað 2ýý árs
og hitt 4 ára; fundust þau á
þriðjudaginn, bæði meðvitundar-
laus, annað úti í forartjörn; þau
voru flutt á hospitalið og era talin
úr hættu. Það var piltur sem hét
Edward Head og systir hans
Annv.
Vegna rúmleysis verður margt
að bíða næsta blaðs, bæði fréttir
og fleira.
Háskólaprófin.
Eftirfarandi skýrsla sýnir það
hvemig Islendingar hafa staðið sig
við háskólaprófin í vor. Þar er
ýmislegt að athuga, bæði gleðilegt
og sorglegt. Það er gleðilegt að
sjá hversu hreint þrír nemendurn-
ir hafa gert fyrir sínum dyrum.
Baldur Olson hefir fengið fyrstu
aðaleinkunn, hæstu einkunn allra í
læknaskólanum (\ sinni deild) og
peningaverðlaun.
Stefán Guttormsson fékk fyrstu
aðaleinkunn, og Steinn Thompson
hefir fengið fyrstu aðaleinkunn og
heiðurspening úr gulli.
Þá má geta þess með ánægju að
Kr. J. Austmann hefir verið skip-
aður aðstoðarkennari við háskól-
ann. Þá stöðu hafðí Jón Ámason
áður, er hann enn starfsmaður í
efnafræðisdeildinni.
Öllum þessum mönnum má ís-
lenzka þjóðin vera þakklát fyrir
frammistöðuna og fleirum, er góð-
an vitnisburð hafa fengið.
En með söknuði má geta þess,
að islenzkum nemendum sýnist
stórum vera að fækka við hinar
ýmsu deildir háskólans. I annari
deild t. d. hefir aðeins einn tekið
próf.
1 mentadeildinni:
Burtfararpróf:
K. J. Austmann............iB
Jón Einarsson.............iB
Sigrún I. Helgason......2
Steinn O. Thompson .. .. iA
(Tieiðurspening úr gulli)
Guðm. O. Thorsteinsson .. 2
Þriðja árs próf:
Sigrún E. Johannesson .. iB
Olafia J. Johnson........2
Magnús Kelly.............2
Björn M. Paulson........... iB
Stefán B. Stefánsson .. .. 2
Solveig Thomas...........2
Annars árs próf:
Jórunn Hinriksson.......iB
Fyrsta árs próf:
Margaret Anderson .. .. 2
Ásta Austmann ...........2
Einar Skafel............iB
Lög:
Annars árs próf:
Arnleifur L. Johannsson .. iB
Björn Stefánsson..........2
LæknisfræSi:
Fjórða árs próf;
Baldur Olson..............iA
($80 heiðursgjöf).
Þriðja árs próf:
Sveinn E. Bjömson.........2
Fyrsta árs próf:
Sigurgeir Bardal..........2
Vélafræði:
Annars árs próf:
S. Guttormsson............iA
Vegferð.
Kom, hjartans ljúfasta lifið mitt,
leið mig við hönd að kyrrahafs
strönd.
Þar vaggar gnoðinni Víðisblær,
veðrið indælt, seglin þönd.
Lengst út við kvöldroðans himn-
eskt haf
hyllir eyju með fjöllin gull,
er kóngur sævarins kyssir æ,
og kneyfir ástfanginn hennar full.
Halt þú í skautið, hjartað mitt;
hinsvegar eg við stýrið sezt;
Elysium er eyja sú
þitt ættland og mitt er þarna sést.
Þar granar engan þótt gangi út
gullúrið mitt í lífsins höll;
Þar eigum við ótalin æfispor
um eilífan, blessaðan sæluvöll.
Jón Runólfsson.
B i t a r.
“Það er að setja slagbrand fyr-
ir að nokkuð verði gjört meira að
vegabótum frá Ashern og Mulvey
Hill og hingað vestur, ef Skúli Sig-
fússon tr kosinn” segir Ihalds-
maður þar úti. Þetta eru einhverj-
ar verstu skammir, sem hægt er
að segja um Ihaldsflokkinn. Hann
ætlar að hefna sín á fólkinu með
þvi að synja um nauðsynlegar
vegabætur ef það kýs eftir sinni
eigin sannfæringu og ef hún fell-
ur ekki saman við hans vilja.
“Margt er g“iunsamlegt í matar-
gerð Hallgerðar” sagði karlinn
eftir Gunnari á Hlíðarenda. Jafn-
vel enginn framsóknarmaður mundi
dirfast aö gera Roblin svona þung-
ar getsakir.
Ja, þetta kvenfólk! Það era
ljótu skepnurnar! Þegar búið er
að reyna að troða því inn i haus-
inn á því, að það eigi bara að
hugsa um heimilið og vera þar og
verja öllum sínum tíma til þess aö
eiga börn og aía þau upp, þá ætl-
ast það til að því verði leyft að
taka þátt í lögum sem snerta heim-
ilislífið og bamauppeldið. Þvílík
heimtufrekja. Það værí gaman að
vita hvað þær heimta næst!
Það er í boði að atnema vínsölu
á öllum hótelum og klúbbum. og
leyfa bindindismönnum sjálfum
að undirbúa lögin til að fram-
kvæma það með; en það eru samt
til svo skritnir bindindismenn að
þeir vilja ekki lofa að leggja þessu
máli lið sitt. Margt er óskiljan-
legt.
“Þið fáið ekki járnbrautar-
stöðvar í Kingston og enga vinnu
frá Ininu félagi, ef Nickle, þing-
maðurinn ykkar, greiðir ekki at-
kvæði með þvi að eg fái þessar
$45,000,000” sagði Mackenzie.
“Þið fáið enga vegi í Gimli kjör-
dæminu ef þið kjósið ekki Taylor”
sögðu íhaldsmenn í fyrra. “Þiö
fáið enga vegi ef þið kjósið mig
ekki í S t. George kjördæminu”
segir Taylor. “Hvað þessi bless-
uð börn era öll lík honum pabba
sinum” sagði kerlingin, sem hélt á
þremur vitfirringum.
*“Kostnaðurinn við C. N. R.
brautina er svona mikill af því hún
er svo vönduð, og það er hrósvert”
segir Borden.
Aðalsökin sem Bordenstjórnin
bar á Laurier í sambandi við
“Transcontinental” brautina var sú
að hún hefði kostað of mikið.
Skrítið er þetta.
Fjármálaráðgjafinn sagði í fyrra
þegar Mackenzie og Mann voru
gefnar $15,000,000 að það yrði í
síðasta skiftið, sem þeir þyrftu
styrks með. Nú á að veita þeim
$45,000,000 með samskonar yfir-
lýsingu. — Hver getur trúað því
fremtir en hinu?
Bein löggjöf eykst og útbreið-
ist árlega i Bandaríkjum; “hún er
byssan fyrir innan dyrustafinn sem
nýbyggjarar höfðu ef eitthvað ilt
skyldi bera aö” sagði Wilson for-
seti. “Ef illræðismenn vissii þar
af henni, þá héldu þeir sér í
skefjum; ef pólitískir illræðismenn
vita af beinni löggjöf, þá halda
þeir sér í skefjum og gera betur.”
Já, þetta segir Wilson forseti
Bandaríkjanna — en Taylor segir
að hann sé andstæður beinni lög-
gjöf-
Sagt er að pólitísku dansarnir
hans Taylors séu einstaklega vel
sóttir.