Lögberg - 21.05.1914, Page 6

Lögberg - 21.05.1914, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. MAI 1914 kL.: TT—tmlnrtnr Oompuy, IAA. Toronto, & ttillvttttBD. Ctlendingurinn. SAGA FRA SASKATCHEWAN eftir RALPH CONNOR “Til hvers er hann kominn hingað?” “Því er nú ver aö eg veit þaÖ ekki. Það fyrsta sem hann gjöröi var aö leggja blátt bann viö þvi aö nokkurt barn mætti koma á skólann minn, og hann lagöi viö kvalir eilifrar fordæmingar. Þess vegna hefir ekki eitt einasta Galiziubarn komiö.” “Hvað ætlarðu að gjöra — hætta?” “Hætta!” svaraði Brown hátt og þaut á fætur. “Eg bið fyrirgefningar”, sagöi French í ákafa. “Eg heföi átt að vita betur.” “Nei, eg ætla ekki aö hætta”, sagöi Brown, og varö rólegur. “Ef hann vill fá skólann og hugsar sér að sfjóma honum, þá er það guðvelkomið að eg gefi honum bæði bygginguna og áhöldin.” “Er það svo” sagöi French; “en er það ekki nokkuö flóttalegt?” “Alls ekki” svaraði Brown með áherzlu. “Eg er ekki kominn hingað til aö snúa fólki frá trú sinni; sú kirkja sem eg fylgi, leggur enga áherzlu á það. Viö störfum af alvöru, og okkar starf er í því fólgið að gjöra menn að góðum borgurum. Viö reyndum að fá stjórnina til þess að stofna skóla meöal Galizíu- fólksins, en hún neitaöi því. Við fórum þá til verks sjálfir og þess vegna er þessi skóli hérna. Viö reyndum aö fá grísk-kaþólska presta frá Evrópu til þess aö lita eftir trúarbrögöum og siöferöi þessa fólks; en það reyndist algjörlega ómögulegt að fá nokkurn almennilegan mann til þess að bjóöa sig fram í því skyni. Taktu eftir aö eg segi almennilegan mann. Við fengurn nóg af tilboðum; meira en nóg, en viö gátum ekki fengið einn einasta ærlegan, sið- ferðisgóðan, óspiltan guðelskandi einlægan mann, sem virkilega vildi leggja eitthvað i sölurnar til. þess aö hjálpa þessu fólki. Þaö er því ekki nema sjálísagt aö veita þessum manni tækifæri til aö gjöra gott; ef hann reynist vel, þá skal eg hjálpa honum og segja: ,Guð blessi þig og starf þitt'. En hann reynist aldrei vel”, bætti Brown viö sorgbitinn. “Eftir því aö dæma hvemig hann byrjar reynist hann aldrei vel.” French þagði en Brown hélt áfram: “Hann var fenginn til þess að gifta hjón nýlega; drakk sig útúr fullan, setti þeim tíu dali, og svo eru þau ekki viss um hvort þau eru gift eða ekki, eftir alt saman. Á sunnudaginn var lét hann fólkið skriftast fyrir sér; þaö var langt síðan það hafði haft tækifæri til þess og það kom i stórum hópum. Hann setti tvo dali fyrir manninn, reyndi aö hafa þaö fimm dali, en þaö tókst ekki; og nú kemur hann til min og byrjar á því aö loka skólanum. Þaö getur vel veriö, aö hann breyti eftir beztu sannfæringu, en aöferöir hans og háttalag hljóta að standa sönnum framförum fyrir þrifum. Samt sem áður er sjálfsagt aö láta hann 'hafa alt það tækifæri sem hægt er, eins og eg hefi áður sagt.” “Og á meðan verið er að reyna hann” sagöi French, “hvað ætlar þú að gjöra á meðan?” “Á meöan ætla eg aö gutla við lækningar. Viö höfum io sjúkiinga í hospítalinu — svo ætla eg að sjá um búöina og mylnuna og veita þá hjálp yfir höfuð, sem mér er mögulegt. . Ef þessi prestur reynist vel og verður eitthvaö ágengt S rétta átt, þá máttu vera viss um þaö, að eg skapa honum ekkert ónæöi.” “En ef hann reynist ekki vel?” sagði French. “Ef hann reynist ekki vel; ja, eg veit ekki” svar- aði Brown og hallaöi höfðinu aftur á bak í stólnum og brosti vingjarnlega. “Eins og þú veizt, er eg fremur gefinn fyrir ró og friö. Eg vildi heldur aö hann færi í burtu en eg: á meðan Galiziufólkið býr hérna er það miklu þægi- legra fyrir mig að vera en fara, og þá kæmi eg lika upp skólanum aftur.” French leit á hann meö undrun og aðdáun; Brown haföi klemt saman varirnar. “Sver m'ér ef eg held ekki að þú hafir á réttu að standa” sagöi French, “og eg hekl að eg geti séö í huga mér siðustu daga þessa pólska prests. Viltu leyfa mér aö hjálpa þér?” “Eg veit ekki” svaraði Brown. “En Kalman getur hjálpaö mér; eg þarf að fá hann núna einhvem daginn, til þess aö þýða nokkuð fyrir mig. Eftir á að hyggja, hvar er hann núna? Hann hefir ekki komið með þér?” French tók svipbreytingum. “Þaö minnir mig á” sagði hann. “Én eg kem vér varla aö því aö segja þaö sem mér býr í brjósti. Þú hefir nógu þunga byröi aö bera, þó eg bæti ekki á þaö minni eigin byröi.” “Hikaöu ekki við þaö” sagöi Brown, og varö enn þiðari í viömóti en fyr. “Byrðar annara manna hjálpa til þess að halda jafnvægi, þegar maöur hefir byröi að bera sjálfur. Þú veizt aö eg er aö eðlisfari langt of sjálfselskur — hugsa langt of mikiö um sjálfan mig. — Það er vani; slæmur og Ijótur vani.” “Faröu norður og niöur Brown meö allar þess- ar déskotans grillur; að tala um aö þú sért latur og veiklaður, þaö nær engri átt. Þegar eg hugsa um það hversu mikiö þú vinnur fyrir aöra og færð ekk- ert nema óþökk i staðinn, þá get eg ekki aö þvi gert aö eg dauöskammast mín fyrir þaö hvaö eg ei^gágns- laus og einskis viröi.” & “Faröu varlega, maöur, talaöu viröulega um sóknarfólk mitt; þaö er ekki vanþakklátt. Það er allra bezta fólk ef þaö fær að njóta sín. Þaö er sér- staklega þakklátt, og vænsta fólk að mörgu leyti.” “Já, það er þaö, eöa hitt þó heldur; það veröur vist dauðfegið að hætta, og þó það skilji þig eftir hálfdauöan þegar það hættir þá hefir það víst enga samvizku af þvi.” Brown andvarpaði. “Við skulum ekki tala um þaö French” sagði hann, “það er of nýtt til þess aö tala um það — of viðkvæmt. Hvað er það sem gengur aö þér?” “Já, þaö er nú svona” svaraði French, “eg veit varla hvernig eg á að byrja. Þaö er KaTman”. Brown hrökk viö eins og komið heföi veriö viö hjartað á honum. “Er hann veikur?” “Nei, nei, Kalman veikur; nei, engin hætta á því ! Hann er hraustur eins og hestur. En sann- leikurinn er sá að hann þarf breytingu.” “Hvaö meinarðu?” sagði Brown áhyggjufullur. “Þaö er svona; hann er aö þroskast og orðinn stóreflis strákur; bráöum orðinn sextán ára. Hann er heilmikill maöur að mörgu leyti, og þó hann sé ágætur strákur og regluleg fyrirmynd aö siðferði, þá vildi eg samt að hann væri dálítið öðruvísi; hann er ekki alveg eins og vera ætti.” “Það er nú svo meö okkur alla” sagði Brown rólegar. “Það er satt, að því er mig snertir” svaraði French. “Eg veit ekki um þig. En það er bezt aö halda áfram. Pilturinn er vandræðakgur fauti í geöinu; og hvað lítið sem fyrir kann að koma, er hann kominn út í dýrslegustu áflog undir eins.” “Áflog viö hvern?” sagöi Brown, “við þig?” “Ó, láttu nú ekki svona” sagði French, “þú veizt betur; nei, hann flýgst ekki á viö mig; hann lendir í áflogum viö þetta Galizíufólk; og það er ljótur að- gangur. Til dæmis í vikunni sem leiíS—■-Já—eg—það var”. French átti bágt meö að koma orðum aö því sem hann ætlaði að segja. “Eg frétti þaö” sagði Bro.wn. “Mér var sagt að pilturinn heföi verið drukkinn, en þú samt langt- um meira.” Brown gaf það til kynna í röddinni aö har.n áliti þetta ljótt. “Eg veit hvaö þú hugsar, Brown, sagði French; “og þaö gjörir mér þungt í huga. Pilturinn er aö komast út á villigötur og mér datt í hug aö þú gætir ef til vill haft áhrif á hann. Eg er ekki vel til þess fallinn aö hjálpa honum í þessu efni, en þú getur þaö.” French haföi gleymt öllum varnargögnum, sem hann hafði hugsaö upp áöur. “Sjáðu nú” sagði 'hann loksins vandræðalega. “Hérna er bréf sem eg fékk fyrir fáum dögum. Eg vildi aö þú vildir lesa seinustu siöuna. Þar sérðu þau vandræði sem eg er í. Þaö er frá tengdasystur minni, og hún er náttúrlega í vanda stödd; hún getur ekki getiö því nærri sem til þess þarf aö skilja aö þetta er eðlilegt. En svo veizt þú aö kvenfólk skilur ekki karlmenn fullkomlega. Það skilur ekkj. eðli þeirra og upplag. Þú veizt hvaö eg meina; en lestu bréfið. Eg býst viö aö þú vitir hver hún er. Þaö var hún sem sendi Kalman út hingaö til þess aö bjarga honum frá óreglu, sællar minmngar.” Brown tók við bréfinu og las það; hann lagði það frá sér, Ias þaö aftur og sagði svo blátt áfram: “Þetta er býsna gott! Þessi kona veit hvaö hún á aö gjöra. Hún deyr ekki ráöalaus. En hvaö er aö?” “O, það er náttúrlega alt haugavitleysa.” “Hvaö er haugavitleysa?” spuröi Brown, stuttur í spuna. “Meö þá ábyrgð sem á þér hvílir, eða hvað?” “Vertu nú rólegur, Brown” sagöi French. “Mér er ant um að þú skiljir mig.” “Jæja, haltu þá áfram, French,” sagði Brown, og French byrjaði á aðalatriðinu, sem honum þótti vera. Hann setti upp nokkurs konar tignar- og al- vörusvip og lögmannsblæ í röddina, og talaði eins og hann væri aö verjá sakamál. “En eins og þú skilur, þekkir hún mig ekki; hefir ekki séð mig í fimtán ár. Og eg er hræddur um að hún haldi aö eg sé hálfgerður dýrölingur. En þú veizt þaö nú, Brown, aö eg er það ekki.” Brown hneigði höfuöiö og deplaði aygunum til samþykkis og horfði stööugt á French. “Og eg veit þaö ósköp vel líka, og eg ætla ekki aö hræsna frammi fyrir nokkrum lifandi manni.” “Það er alveg rétt” sagði Brown. “Mún biður þig þess heldur ekki.” “Það er þvi i þessu efni, sem eg þarf aö biðja þig hjálpar.” “Vissulega” svaraði Brown. “Þér er óhætt aö treysta mér að eg skal gera fyrir þig alt sem eg get. En þaö kemur ekkert málinu við, eftir því sem mér getur skilist. Ekki einu sinni óbeinlinis.” “Hvað áttu viö?” “Spurningin er ekki nú hvaö eg ætli að gjöra í þessu máli.” "Hvað get eg gjört” sagöi French, og lagði niö- ur allan hátiðissvipinn. Helduröu aö eg ætli virki- lega að leika einhvern háheilagan siöferöispostula í augum sveinsins, og gerast bölvaöur hræsnari?” “Hver er aö biðja þig um þaö?” svaraði Brown með fyrirlitningarblæ í málrómnum. “Vertu ærlegur og einlægur í þessu máli.” “Láttu nú ekki svona, Brown, víð skulum ekki vera að snúa út úr hvor fyrir öðrum. Skoöaöu máliö meö skynsemi. Eg kom til þín að leita hjálpar, en ekki til að —” “Þú mátt treysta því að eg skal hjálpa þér eins og eg get” sagöi Brown hiklaust. “En viö skulum skoöa málið frá þinni hlið.” “Jæja” sagöi French. “Viö skulum miðla mál- um í þessu. -Eg skal takast á hendur aö sjá piltinum fyrir líkamlegum þörfum og veraldlegum, ef þú vilt. Eg skal kenna honum aö sitja á hesti, skjóta, slást og vinna það sem fyrir kemur; í fám orðum menta hann í öllu praktisku, ef þú tekst á hendur að sjá um siðferðishliðina.” “Með öðrum oröum þe’gar um siöferði er aö ræða, þá hugsarðu þér aö skerast úr leik og svíkjast um skyldu þína.” French blóöroönaði, en sat þó á sér. “Fyrirgefðu mér, Brown” sagði liann rólega og stillilega. “Eg kom til þess að tala um þetta viö þig eins og vin; en ef þú vilt ekki —” “Blessaöur vertu; eg bið þig að fyrirgefa hvern- ig eg tala; en eg sé það i hendi minni að þetta getur orðiö alvarlegt; eg sé það eins vel í huga mér eins og eg horfi á þig, hverju eg ætti að svara þér. Þaö er málefni sem mér hefir búið í skapi í marga mánuði og ætlað að tala um viö þig, og eg segi þér þaö ekki, nema því að eins að þú óskir þess.” Þeir stóðu andspænis hvor öðrum, og horfðu hvor á annan, rétt eins og þeir ætluöu aö fara að reyna sig á einhverju og væru aö mæla afl hvor annars. “Láttu þaö flakka!” sagöi French loksins, “viö hvaö ertu hræddur?” 1 Þaö var að heyra á röddinni að honum liöi illa. “Hræddur” svaraöi Brown með ákafa, “eg er ekki hræddur viö þig, heldur viö sjálfan mig.” Hann þagði nokkur augnablik, eins og hann væri að ráögast um eitthvað við sjálfan sig. Svo hóf hann skyndi- lega máls aftur stillilega, staðfastlega og alvarlega: “Vertu fyrst og fremst viss um það” sagöi hann, “aö eg skal vera reiðubúinn að hjálpa þér meö Kalman, eins og mínir kraftar frekast leyfa, og sjá um siðferði hans eöa uppeldi að því leyti, eins og hann væri mitt eigið barn. En hvernig er það þá meö þann partinn, sem þú átt að annast?” “Hvaö, eg —” “Eitt augnablik enn; hlustaðu á mál mitt til enda. Iivort sem það verður til gæfu eöa glötunar, þá hefir þú lif þessa pilts í hendi þér. Hefuröu nokkurn tima veitt því eftirtekt, hvernig hann hagar sér þegar hann er á hestbaki? — Þaö er þín skylda. Hvernig hann gengur, alveg eins og þú. Hann talar eins og þú, það er að segja orðatiltæki hans og jafnvel málrómur er auðsjáanlega frá þér. Og hvernig gæti paö líka veriö öðruvísi? Hann dáist aö þér; það veizt þú, hann lagar sjálfan sig eftir þér. Og taktu nú vel eftir hvað eg segi: Þótt hvorugur ykkar viti þaö, þá gjörir þú hann aö því sem hann verður; meira að segja þótt 'hvorugur ykkar ætlist til aö það verði. Og þaö eru forlög þín, French, aö Iáta hann líkjast þér.” “Bíddu svolítið, French”, sagði Brown; blíðan var horfin af andlitinu og alvara komin í staöinn. “Þú biður mig að kenna honum siðgæöi. Sannleik- urinn er sá að- við erum báðir að kenna honum. Af hverjum heldurðu annars aö hann læri? Þetta at- riði er oftast hræðilega misskiliö. Hlustaöu nú á mig á meðan eg læt sem eg sé aö kenna. Við skulum hugsa okkur aö það byrji svona: “Kalman, þú átt ekki að drekka áfengi; þaö er dýrslegt og 1 jótt; það er siöspillandi!” “Uhm!” svarar hann, "Jach drekk- ur áfengi og þess vegna gjöri eg það líka.” “Kalman!” segi eg, “blótaðu ekki!” “Hvaöa vitleysa!” segir hann “Jack blótar”. “Kalman” segi eg, “vertu sannur maður, einlægur, sjálfsafneitandi, virðingar- verður, óeigingjarn”. Hann svarar; já, svarar hverju? Hann svarar alls ekki; svarar aldrei; hann segir ekki: “Jack er fyllisvín, blóthundur, eigingjam, óráðsíu- maöur.” Nei, hann segir þaö ekki, af því honum þykir vænt um þig, en hann verður eins og þú, hvað sem eg reyni aö kenna honum, hvernig sem eg reyni að telja um fyrir honum. Þetta er sú bölvun sem þú uppskerð fyrir óreglu þá, sem þú sáir. Ábyrgö; guö hjálpi þér! lestu bréfiö aftur. Þessi kona hefir skarpa sjón; hún veit hvað hún er aö fara. Þaö er heilagur sannleikur sem hún segir. Hlustaðu nú. “Ábyrgðina á því hvaö þú lætúr hann verða, hlýtur þú aö bera; guð lagði þér þá byrði á heröar, en ekki eg.” Þú getur neitað þessari ábyrgö; þú getur verið of ístöðulaus, of einráður, of eigingjain, til þess að fordæma drykkjufýsn þína sjálfur, en undan ábyrgö- inni getur þú aldrei losnaö; þú getur aldrei flúiö hana fremur en þú getur flúið sjálfan þig. Og engin lif- andi manneskja, hvorki karl né kona, getur leyst þig undan þessari ábyrgö.” French stóð steinþegjandi og hreyfingarlaus nokktir augnablik. “Þakka þér fyrir” sagöi hann, “þú hefir sýnt mér syndir mínar, og eg ætla ekki aö leitast viö aö hylja þ«er; eji í nafni hins eilífa verð eg aldrei annað en eg sjálfur, hvorki frammi fyrir þér né nokkrum öörum manni. “Hvaöa sjálfur?” spuröi Brown, “dýriö eöa maðurinn ?” “Þaö er ekki atriðið” svaraði French. “Eg leik engan hræsnara, eins og þú ætlaöist til aö eg gjöröi.” “Jack French” sagöi Brown, “þú veizt aö þú ert aö tala lýgi frammi fyrir guði og mönnum.” French steig fram skyndilega og færöi sig nær 'honum. “Brown, þú verður að biðja fyrirgefníngar” sagöi hann í lágum, ákveðnum rómi. “Þú veröur aö biöja fyrirgefningar undir eins.” “French, eg skal undir eins biöja fyrirgefningar, ef þaö er ekki satt, sem eg hefi sagt.” “Eg get ekki kapprætt þaö viö þig, Brown”, sagði French, og lýsti röddin óstöðvandi, þungri heift. “Eg líð þaö ekki aö nokkur maöur kalli mig lygara. Haltu upp höndunum!” “Ef þú ert maður, French” sagöi hann stillilega, “Þú bíddu eitt augnablik. Lestu bréfið þitt aftur. Biður hún þig aö vera hræsnara. ? Biöur hún þig ekki einungis aö vera maður? og er þaö ekki einmitt það, sem eg er líka að biðja ]>ig um? að vera maður, og breyta eins og maður.” “Þetta er ekki til neins, Brown, það er of seint að kappræöa þaö. Þú kallaöir mig lygara.” “French, eg skal biöja þig fyrirgefningar á því sem eg sagöi rétt núna” sagöi Brown. “Eg sagöi að þú vissir að þú værir að fara meö lýgi. Eg tek þaö aftur og biö fyrirgefningar. Eg get ekki skilið aö þú hafir vitað þaö. En samt sem áður var það sem þú sagðir ósatt. Enginn maöur biður þig að vera hræsnari, og þess ertu ekki beðinn í þessu bréfi heldur. Þú sagöir að eg heföi beðið þig þess. Það var ósatt. Ef þú hefir nú tilhneigingu til þess að gefa mér snoppung, þá er þaö guðvelkomið.” French stóð sem steini lostinn. Hann hafði tæp- lega vald á sjálfum sér fyrir reiði, en hann vissi að þessi maður hafði rétt að mæla. Fáein augnablik stóöu þeir hvor irammi fyrir öörum og horföust í augu. Alt í emu var eins og einhver rödd talaði í innra manni Browns; hann rétti fram höndina, breytti skyndilega röddinni og sagöi: “Mér þykir þetta ákaflega leiöinlegt, French, við skulum gleyma því.” French lét sem hann sæi ekki höndina, sem Brown rétti honum; snéri burt steinþegjandi, stökk á bak hesti sínum og reið af staö. Brown stóð og horfði á eftir honum þangaö til hann hvarf úr sýn: “Guð almáttugu r fyrirgefi mér!” sagöi hann. “Hvernig gat eg farið svona að ráði minu! eg hefi tapað honum, og drengnum lika.” Svo fór hann inn í skóginn; hann kom heim til konu sinnar og barna seint um kveldið, þreyttur hug- sjúkur og sorgbitnari en svo að hann gæti neytt svefns eða matar. Dr.R. L. HUR5T, Member of Royal Coll. of SwrgeoM Eng., útskrifaöur af Royal CoIIege Physicians, London. Sérfræöingur i brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portagje Ave. (á móti Eaton’sJ. Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, Islenzkir lógfræBingar, Skrifstofa:— Room 8n McArthur Building, Portage Avenue áritun: P. O. Box 1656. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg ÓLAFUR LÁRUSSON °g _ BJÖRN PÁLSSON :: YFIRDÖMSLÖCMENN Annast IögfTæðisstörf á Islandi fyrir ] J Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og hús. Spyrjið Lögberg um okkur. Reykjavik, - lccland P. O. Box A 41 GARLAND & ANDERSON Arni Anderson E. P. Garlané LÖGFRÆÐINGAR 801 Electric Railway Chambera Phone: Main 1561 XV. KAPÍTULI. I % Stúlkan með briína hárið. Fréttir um það að menningin væri að færast vestur á bóginn höföu heyrst upp í landiö við og viö frá aðalbratitinni, og alla leið til Vegamóta, og höföu jafnvel komist alla leið upp aö Nátthaukagili; auð- vitað var það þannig, aö þegar frétt kom um eitthvert menningarnierki, sem þar ætti aö ske, var næsta fréttin sú, að því heföi verið frestaö uiu eitt eða tvö ár. Joseph T. Thorson íslenzkur Iögfræðingur Áritun: MESSRS. McFADDEN & THORSON 706 McArthur Itullding Winnipcg, Man. Phone: M. 2671. Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William TELEPBOFE GARRY380 Office-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Það var Mackenzie sem flutti fréttina um fyrstu framfarir, sem í virkileika komust i framkvæmd. / Heimili: 7 76 V.ctor St. Telepbone garry 381 Hann sagði frá þvi aö maöur væri meö rifiö flag hinum megin viö giliö, og anriar með svolítinn staur eöa eitthvað þvi líkt og tveir eöa þrír menn á eftir honum. Þetta var um vor, áöur en snjór var horfinn til fulls. “Þetta eru gleöifréttir!” sagöi French. “Þetta hugsaði eg altaf ! Það eru mælingamenn fyrir járn- brautarfélag; svo þeir eru þá loksins komnir.” “Og hvað á þaö að þýöa?” spuröi Mackenzie áhyggjufullur. “Það eru mennirnir sem mæla það út, hvar bezt sé aö leggja járnbrautina” svaraði French. Mackenzie var dapur í bragöi: “Og þeir ætla þá að byggja jámbraut i gegnum landið okkar?” “Já, þvert yfir það” svaraði French, “alveg þar sem þeim sýnist”. ‘Það var nú það. Þeir skyldu svei mér sjá það ef þetta væri mitt land, hvort þeir legðu járnbraut í gegn um það. Nei, það yrði ekki af því.” “Þú gætir ekki bannað þeim það, Mack” sagði French. “Þeir hafa alla stjórnina að baki sér.” “Eg skyldi bara setja einhvern tálma á veg þeirra og skamma þá eins og hunda” sagði Mackenzie. “Það veröur ekkert svigrúm í landinu lengur, og ómögulegt aö sofa á nóttinni fyrir skröltinu í bölvuð- um vélunum. Mackenzie hafði rétt fyrir sér. Þetta flagg sem hann sá var mælingamanna flagg, það veifaði gamla tímanum á brott og birti þeim ný.ja að koma. Gamla frjálsa lífið, hið eina líf sem Mackenzie þekti, þar sem vilji hvers manns voru þau einu lög, sem hann þekti að beygjá sig undir og þar sem lögum var fram- fylgt með afli hinnar hægri handar. Já, þetta lif átti að kveðja. Það átti ekki að hafa griðland leng- ur á sléttunum. Þessar endalausu sléttur, sem al- frjáls vindur þaut yfir, áttu nú að verða bústaður ótal bæja og býla. Mackenzie og allur hans heimur varð nú að hverfa í þeirri mynd sem hingaö til haföi tíðkast Winnipeg, Man. Dr. O. BJ0RN80N Office: Cor, Sherbrooke & William rRLEPHONEi GARRY 32» uince timar: 2—3 og 7—8 e. h. Hcimi i: Ste 1 KENWOOD AP’T'S. Maryland Street TKI.EPHOIS-EI GARRY T03 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu & M selja meSöl eftir forskrlptum lækna. Hin beztu meíöl, sem hægt er aB tK, eru notuS eingöngu. pegar \>6r konvlS meS forskrlptlna til vor, megiS vera viss um aS fá rétt þaB sem lnka- Irlnn tekur til. COLCLEUGII & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke M. Phone. Garry 2690 og 2891. Giftingaleyfisbréf scld. Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J Áargent Ave. Telephone Áherbr. 940. I 10-12 f. m. Office tfmar -< 3-6 e m ( T-9 e! m! — Heimili 467 Toronto Street — WINNIPEG telephone Sherbr. 432. J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave 8t. Suite 313. Tals. main 5302. Rauöskinninn og buffalodýrið uröu að lúta í lægra haldi. Þeirra dagar vorti þegar taldir. Hjá Jack French olli þessi breyting margháttuðum tilfinn- ingum. Honum hraus hugur við þVí að skilja við hið óbreytta, einfalda, óhindraða sléttu- og skógalíf hjarðmannsins. Þetta líf hafði hann kosið sér fyrir tuttugu árum, þegar hann yfirgaf lifnaöarháttu, sem honum fundust tilkomulitlir, tilgerðarlegir og úreltir. Þótt þaö væri talin sömenning. En á hinn bóginn bauö hann það alt innilega velkomiö í huga sínum, sem hann hélt aö gæti orðið til gæfu og ánægju og nýrra tækifæra fyrir Kalman — piltinn sem hann elskaði sem sitt eigiö lífsafkvæmi. Lögberqs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI Drt Raymond Brown, Sérfræöingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. 326 Somerset Bldg. Talsími 7282 Cor. Donald & Portage Ave. Heima kl. 10— 12 og 3—5 A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. sebir Kkkistur og annast jm útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selar hann allskonar minnisvaröa og legsteina Ta a Ho mlli Qarry 21B1 1, Office „ 300 og: 370 H. J. Pálmason Chartered Accountant 807-9 Somerset Bldg. Tals. 273g

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.