Lögberg - 18.06.1914, Page 1

Lögberg - 18.06.1914, Page 1
öQbef ð. Dr. JÖN BJARNASON NAUMAST mun vera til sá maður íslenzkur og kominn til vits og ára, hér vestan hafs að minsta kosti, að hann hafi ekki sett hljóðan við fregnina um lát dr. Jóns Bjarnasonar. Öefað voru þeir næsta fáir, ef nokkrir, sem gátu tekið þeim svip- iegu tíðindum alveg sársaukalaust. Það mun víst eng- um hafa dulist, að hér var sorgarefni óvanalegt, éða jafnvel alveg sérstakt, á ferðum, meira og átakanlegra heldur en þegar menn sakna vinar í stað eða sjá eftir góðum liðsmanni: því um meira var að ræða en manns- lát í þetta sinn. Það voru komin tímabil, kapítulaskifti, í sögu þjóðflokks vors hér megin hafsins; tjaldið var fallið að enduðum fyrsta þættinum í íslenzkum leik á erlendu þjóðlífssviði nýrrar heimsálfu. Þetta efni hefir náð haldi á hugum vorum og tilfinningum síðustu dag- ana, og náð sér niðri víðar en í einum flokki manna. Um það bera öll merki vott, og ekki sízt andinn í flestu því, sem rætt hefir verið eða ritað um dr. Jón Bjarna- son síðan hann lézt. Sízt ér að furða, þó tilfinning þessi gjöri vart við sig hjá oss nú; því vér eigum þeim manninum á bak að sjá, sem langmest á í sögu þjóðar vorrar í þessu landi. frá hverju sjónarmiði sem hún er skoðuð. Það mun víst enginn nefna ýkjur, þótt sagt sé, að dr. Jón Bjarna- son liafi haft mest áhrif allra manna á stórmál þau, er orðið hafal mergur í beinum vesturíslenzks þjóðlífs. Eg meina trúmálahreyfingarnar allar, og baráttuna fyr- ir viðhaldi tungu vorrar og þjóðernis í landi þessu. Og vart mun því verða neitað, að áhrifa hans hafi einn* ig gætt, eigi alllítið, í sögu kristindómsins og þjóðmenn- ingar á fósturjörðinni sjálfri, um síðasta mannsaldur. Að rekja þau áhrif xit í yztu æsar, verður aldrei hægt, og aJJra sízt í bráð. Þó skal drepið á það helzta hér. Kristindómsstarf lians liefir aðallega verið í því fólgið að koma mönnum ‘‘út úr þokunni”, eins og hann komst sjálfur að orði; að kalla menn til fótaferðar uppúr svefnmóki vanakristindóms ])ess, sem þeir höfðu alist upp við í þjóðkirkjunni á Islandi. Ilonum skildist. betur ef til vill en nokkrum öðrum manni, að kirkjan íslenzka hefir aldrei náð sér að fullu eftir áfall það, sem lnin fékk af skvnsemistrúarstefnu átjándu aldarinnar: að trúardeyfð sú, sem þá hafði náð sér niðri, var alt af við líði, út-yfir næstu öld á eftir, og að uppdráttar- sýki þessi magnaðist við nýjar efasemdir, sem andleg umbrot þeirrar aldar höfðu í för með sér. Afleiðingin var sú, að liann fann hér í landi fólk, hingað komið úr þjóðkirkjunni að heiman, á öllum stigum trúar og van- trúar, óg mikinn hluta þess sveimandi fótfestulaust í djúpi því, sem þar er á milli. Og fólk þetta var alt að nafninu til kristið, lúterskt fólk, en lét sér þó nokkurn veginn á sama standa um skoðanamun eða skoðanaleysi í trúmálum. Uppúr ástandi þessu tók hann sér svo fyrir hendur að rækta ákveðið trúarlíf, vekja menn til meðvitundar um alt það, sém kristindómurinn á að vera í hugum og hjörtum manna; að tengja menn saman með böndum sameiginlegrar trúarrevnslu, en ekki með fjötr- um gamals vana. Með þetta markmið fyrir augaim gat hann auð- vitað ekki annað en prédikað meginmál trúarinnar skýrt og eindregið og mætt vantrúnni ótrauður, þegar hún fór að þreifa fyrir sér og þekti varla sjálfa sig né vissi hvar hún átti heima.. Stefna hans í kristindóms- starfinu var ætíð föst og ákveðin. Kenning hans í ræðu og riti svo skörp og ljós, að þeir sem hann náði til, gátu ekki varist því að verða ákveðnir með eða móti meginmáli evangeliskrar kristni. Minnir það á spádóm- inn um meistarann forðum: “Þessi maður verður mörgum til falls og mörgum til viðreisnar.” En þótt hann revndist þannig einbeittur og óhik- andi talsmaður kristinnar trúar, þá nær það engri átt að hann hafi fælt menn frá kirkjulegum félagsskap vor- um með þröngsýni og fastlieldni við sérkreddur lútersk- ar, eins og honum var oft borið á brýn af mótstöðu- mönnum hans. Meginmál kristinnar trúar: guðdómur Jesú Krists og friðþægingardauði svndföllnum mönnum til sálu- hjálpar, það var málefnið, sem hann barðist fyrir. öll önnur atriði tniarinnar voru honum í raun og veru auka-atriði; meira eða minna áríðandi eftir sambandi þeirra eða afstöðu við þennan hjartapunkt trúarinnar. Mikilsverð þá aðeins, er þau voru nátengd þeim megin- sannleik, lítilvæg ef pau voru fjarskyld honum, og einkis verð ef þau áttu ekkert sk>dt við hann. Með þetta fyrir augum getum vér betur en ella skilið trúmálabaráttu þá alla, sem dr. Jón Bjamason stóð í um dagana. Það var fremur öllu öðru þessi afstaða gagnvart kristindóminum, sem hratt honum þegar í öndverðu út í stríð gegn norsku sýnódunni, eins og “Nauðsynleg hugvekja”, rit frá þeim tíma, ber vott um. Honum fanst - Eftir séra Guttorm Guttormsson. að hjá kirkjudeild þeirri væri “hinum kirkjulegu kenn- ingum í reyndinni beitt svo einstrengingslega og hugsun- arfræðilega svo út í æsar, að í bága virtist stundum koma \dð hjartað sjálft í kristindóminum.” Þetta, að leggja áherzlu á sérkreddur og aukaatriði þangað til við sjálft lá að mist væri sjónar á megin sannleikanum sjálfum, var kristindómsstefna, sem honum stóð stuggur af. 1 því efni var .hann sjálfum sér samkvæmur alla sína æfi. En á hinn bóginn var hann jafn andvígur allri til- slökun á trúarkenningum, þótt aukaatriði væri, þegar hann sá að með slíku tiltæki var verið að búa í haginn fyrir véfenging meginatriðanna. Hann var trúr varð maðnr. Hann var ætíð til varnar búinn gegn öllum þeim öflum, sem honum fanst að kæmu í bága við sannleiks- mál kristinnar trúar. Stundum gegn römmustu kreddu- festu, sem hættir við að leiða hugi manna frá sannleiks- kjarnanum sjálfum. Stundum gegn svokölluðu frjáls- lyndi, sem vill ryðja öllu kenningarkerfinu burt, eða losa svo um það, að hægara verði að ná höggstað á að- almálinu. Þessari stefnu hans gætti auðvitað víðar en í deil- unum. Svo sem kunnugt er, var hann stofnandi kirkju- félagsins, forseti þess í tuttugu og þrjú ár, öflugur for- vígismaður þess og leiðtogi bæði fyr og síðar, og .lífið og sálin í allri starfsemi þess á öllum tímum. í félagi því kapjíkostaði hann jafnan að gróðursetja trúarlíf og kristilega starfsemi, og jafnframt að firra það meinum þjóðkirkjunnar á íslandi. Ahrifa hans mun gæta þar svo lengi sem félagið stendur. Sömu áhrifanna gætir í öllu starfi hans, og ekki sízt í ritverkunum. Hann hefir fyrir löngu lilotið við- urkenningu almennings, sem einn hinn allra fremsti meðal íslenzkra rithöfunda samtíðar sinnar. Aðal markmiðið í öllum þeim ritum er eitt og hið sama Hvort sem vér lesum ritgjörðir hans í Sameiningunni. hinu fyrsta lúterska tímarui kirkjulegu, og málgagni stefnu hans í öll þessi ár; eða fyrirlestra hans, sem allir hafa orðið nafntogaðir, og margir þeirra valdið heil- miklum umræðum austan hafs og vestan; eða þá hús- lestrabók hans “ Guðspjallamál ”, þar sem bæði trúarlíf hans og ræðusnild koma svo aðdáanlega í ljós. — Hver- vetna verður hið sama fyrir oss. Hann er syknt og heilagt að kalla þjóð sína til afturhvarfs trúarlegs, að tala í hana áhuga kristindómsins, að vara hana við hætt- unum, utan að og innan frá, fornum og nýjum, sem hann sá vofa yfir andlegu lífi hennar. Enn er ótalið starf hans í Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg — söfnuðinum, sem hann þjónaði, með frá- bærri trúmensku í nærfelt þrjátíu ár. Rúm leyfir ekki, að hér sé farið lít í sögu eða nákvæma lýsingu þessa þáttar í æfistarfi hans. Aðeins skal bent á það, að áhrifin, hinar beinu og eðlilegu afleiðingar af allri lífs- stefnu hans, urðu þær sömu hér sem annarsstaðar. Má í því sambandi minna á ræður þær, sem hann flutti af stóli. Engum gat dulist, sem á hann hlýddi, að ]>ar var verið að prédika postullegan kristindóm með lífi og sál; að málefnið var manninum sjálfum, sem flutti. dýrmætur sannleikur og háheilagur; alvörumál, sem ekki mátti misbjóða með neinum gtúrdúrum, eða hégóma málskrúði, eða oflátungs tilgerð. Aldrei reyndi hann heldur að kaupa sér áheyrn með því að svíkja lit og prédika veraldleg mál, í staðinn fyrir andleg, einsog mörgum hættir við nú á dögum. Stundum kemur það fvrir, að miklir ræðugai*par og atkvætðamenn geislegir draga til sín stóran hóp manna, sem ekki fylgjast með málefnisins vegna, heldur af því þeir verða hugfangnir af kennimanninum sjálfum — mælsku lians eða öðrum skörungsskap. Þegar svo er, • þá hjaðnar áhuginn oftast niður eftir stuttan tíma, um leið og nýja brumið er farið af leiðtogunum; eða þegar bezt lætur tekst slíkum manni með einskonar segulmagni persónulega að halda talsverðu fylgi, sem lafir utanum hann á meðan hann lifir, og dettui’ svo alt í sundur þegar hans missir við. Þess konar bvggingameistari var dr. Jón Bjarna- son ekki. Hann boðaði mönnum aldrei sjálfan sig í staðinn fvrir Krist og hann krossfestan, heldur fórnaði jafnvel eigin vinsældum sínum fvrir málefni kristin- dómsins, þegar því var að skifta. Að sönnu naut hann vaxandi virðingar jafnvel mótstöðumanna sinna, sér- staklega nú á seinni árum; en enginn mun hafa getað verið fylgisspakur liðsmaður hans iit af aðdáun fyrir manninum, án þess að hjartað laðaðist nm leið að boð- skap þeim, sem hann flutti — það var víst alveg ómögu- legt. Til þess var hann of heill maður sjálfur. Fyrir þá sök mun árangurinn af æfistarfi hans reynast hald- góður. Þrátt fyrir þetta, sem að framan er sagt, fer því fjarri, að dr. Jón Bjarnason hafi verið einhliða í hugs- unum, kenningum eða starfi. Að því leyti var hann ólíkur mörgum mönnum, sem verja kröftum sínum í þarfir einhvers ákveðins málefms. Slíkir menn verða stundum að andlegum eintrjáningum, sem stagast á einu eða tveimur hugtökum alla sína æfi, í ræðu og riti, og kunna aldrei frá neinu öðru að segja; einblína allan sinn aldur á eitt eða tvö sannleiksatriði, og sjá aldrei neitt annað. Slíkt fylgi léði hann ekki málefni því, sem hann barðist fyrir. Efnið í ræðum hans var fjölbreytt og fult af Hkingum. Lýsingarnar allar, hvort heldur á mönn- um eða atburðum eða dauðum hlutum, fornum eða nýj- um, voru ljósar og svo kunnuglegar, svo sannar, að áheyrandanum fanst oft, eins og sjónarvottur gagn- kunnugur væri kominn til að segja frá. Oft tekin dæmi úr atburðum veraldarsögunnar, fornsögum vorum, eða stórmálnm þeim, sem uppi voru á dagskrá úti um heim, í það eða það skiftið. — Og engan mann hefi eg heyrt flytja bænir, slíkar sem hann. Tækifærisræður hans, stundum fluttar án alls undirbúnings að því er séð varð, voru ætíð uppbyggileg- ar. Það brást ekki. Eg minnist þess ekki, að hafa nokkurn tíma orðið var við tómahljóð í ræðu eða rit- gjörð eftir hann. Um engan annan mann, sem eg þekki, gæti eg sagt hið sama. Eg hefi heyrt marga aðra láta sömu skoðun í Ijósi um þetta. Það sem hann ritaði var ætíð þrótt mikið og þungt á metunum, en þó skemti- legt. Sagt hefir verið, af einum frægasta mentamanni þjóðar vorrar, sem þó var alls ekki vinveittur séra Jóni, að enginn Islendingur á síðustu öld muni hafa ritað annað ein§ líkingamál og hann, að undanteknum Bólu- Hjálmari. Oflangt mál yrði það, ef farið væri að rita ítar- lega um áhrif hans. á íslenzka menning samtíðar sinnar, beggja megin hafsins. Hversu sterkan áhuga hann hafði fyrir viðhaldi íslenzkrar tungu hér í landinu, er víst flestum kunnugt. ótal sinnum hélt hann ungum og gömlum hugföngnum undir lestri íslenzkra fræða og út- skýring íslenzkra bóklista og sagna af ágætustu mönn- um og konum þjóðar vorrar að fornu og nýju. Hann hafði þar sérstakt hlutverk. Því hann var ekki einung- is hæfasti og afkastamesti menningarfrömuðurinn með- al Islendinga í þessu landi, heldur líka þeim fróðastur og þjóðræknastur er Island snertir. Margir góðir og nýtir Islendingar. í þessu landi hafa að því unnið, að innræta yngri kynslóðinni íslenzku hérmegin hafsins, ást og rækt til heimaþjóðarinnar. En í því starfi mun öll- um koma saman um, að séra Jón Bjanrason hafi staðið lang fremstur. Enn fremur vita allir, sem lesið hafa rit hans, um skoðanir hans á þjóðmenningarmálum fóst- urjarðarinnar. Hann var gagnkunnugur þeim öllum, eins og gefur að skilja, þegar á ástæður allar er litið. Hingað vestur fluttist fólk á liverju ári úr öllum héruð- um fslands. Flest alt kemur það fyrst til Winnpieg, og dreifist svo þaðan út um bygðir Islendinga hér í land- inu. Talsverðum hluta innflytjenda þessara kyntist séra Jón ár frá ári, og lagði sig mjög eftir því, að frétta sem rækilegast af þeim um ástandið þar heima. Af þessu leiddi svo auðvitað það, að hann var gagnkunnug- ur málum öllum og ástæðum, svo að segja í hverjum krók og kyma á landinu, og hefði varla getað kynst þeim betur, þótt liann hefði í öll þessi ár verið búsettur á Islandi. í persónulegri viðkynningu var séra Jón hið mesta ljúfmenni. Astríkur og tryggur, höfðingsskapurinn. gáfurnar skörpu, andinn sí fjörugi, trúin barnslega og einlæga, hjartað hreina, — þetta alt heillaði hugi þeirra, sem kvntust honum, og gróðursetti hjá þeim djúpt og innilegt vináttuþel til hans. Að koma á heimili þeirra hjóna var vinum þeirra og kunningjum hin mesta unun. Kona hans stóð honum þar að öllu leyti jafnfætis. Gestirnir voru sælir í ná- vist þeirra, og fóru þaðan betri menn. Erindi þetta er svo sem að sjálfsögðu mjög lítill og ófullkominn hluti þess, sem ritað verður um dr. Jón Bjarnason. Því einu skal þó bætt við, að yfir alla haafi- leika þessa látna mikilmennis gnæfir, í mínum huga, hin óbilandi hreina lyndiseinkunn hans, sem allir menn báru liina dýpstu virðingu fyrir, þeir er þektu hann. Hæfilegri niðurlagsorð fyrir erindi þetta get eg ekki fundið en síðustu línurnar í síðasta fyrirlestri séra Jóns —t þeim er hann flutti á kirkjuþingi í Winnipeg árið 1909: “Upp á Múlann tel eg mig nú kominn, og hér stend eg kyrr fvrir náð drottins. A þessari fjallstöð vonast eg að mér auðnist að berast fyrir, það sem eftir er æfinnar, þakklátur fyrir útsýnið þaðan og stuðning- inn meir en mannlega á hinni erfiðu för þangað upp. Og eg vil segja eins og Njáll, er hann allra seinast hafði búið um sig í hvílu sinni að Bergþórshvoli undir uxa- húðinni: ‘Ek ætla héðan hvergi að hræirast, hvort sem mér angrar revkr eða bruni’.”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.