Lögberg


Lögberg - 18.06.1914, Qupperneq 7

Lögberg - 18.06.1914, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JCNÍ 1914. 1 Skýringar við stjórn- málastefnu í Dakota. % Eftir Guðmund S. Grímsson, ríkismálafærslumann í Cavalier Country, N. D. Mér kom til hugar aö Lögberg mundi vera til með að flytja fáein orð um stjórnmálastefnur i Norð- ur Dakota, svo að lesendur þess hér megin línunnar fengju örlitla andlega politíska næringu, engu siður en bræður vorir nyrðra. Mér kom til hugar, að það gæti verið til upplýsingar íslenzkum kjósendum í Dakota, ef þeir menn þeirra á meðal, sem þekkja þá, sem nú sækja um embætti i rikinu og þær stefnur, sem þeir eru fylgjandi, vildu miðla hinum einhverju af þeirri þekkingu. Myndi það greiða fyrir oss hin- ttm, að geta notað atkvæðisrétt vom á sem skynsamlegastan hátt. Einhver stærsta skyJda vor sem borgara er atkvæðagreiðslan. Er það sem næst sá eini þáttur, sem almennir borgarar fá tekið í stjórnmálunum. Þess vegna hvíl- ir mest á því, hvort sem þjóðin heldur áfram að þroskast eða hún færist til baka — og snertir það mjög aðrar aliðar vors mannlega félagsskapar — með hvað glögg- um skilningi fjöldinn greiðir at- kvæði sitt. Sagan sannar oss það, að þegar almenningur þekkir og skilur, hvað til grundvallar liggur fyrir einhverri alþjóða hreyfingu eða atkvæðagreiðslu, þá gjörir hann það, sem rétt er og gjörir það bæði fljótt og vel. Eg vona því að Lögberg verði fljótt og vel við þvi, að ljá oss rúm í blaðinu til þess lítillega að bregða upp mynd manna og málefna, er kjósendur eiga um að velja hér í rikinu þann 24. júní næstkomandi. Eg vil geta þess, að eg þykist ekki vera alvitur i landsmálum;— samt sem áður eru það tvö eða þrjú atriði, er mig langar til að minnast á við Iesendur yðar í N. Dakota, er eg álít þæir mættu hafa i huga, þegar til atkvæðagreiðsl- unnar kemur. Þann 24. júní fer fram útvals- kosning í ríkinu. Með þeim kosningum útvelur hver flokkur umsækjendur frá sinni hlið, er gengið verður svo til atkvæða um við almennar kosningar i nóvem- ber. Við þessar útvalskosningar getur hver, sem einhverjum flokki Ttltieyrir, 'sött um útnéfningu til einhvers embættis innan ríkisins Fái hann ákveðna tölu manna til að undirskrifa bænarskrá þess efnis, að honum sé veitt útnefn- ing, er hann settur á kjörseðil flokksins, og um ]>á greiðir svo flokkurinn atkvæði, og sá, sem hæsta atkvæðatölu hlýtur, fær út- nefningu fyrir það embætti, og er þá settur á kjörseðil fyrir almenn- ar kosningar. I Republikan tlokknum, sem nú er ráðandi i N. Dakota. eru margir, sem sækja um hvert em- bætti. Að velja úr hæfustu mennina, er sjálfsögð skylda allra, er flokki þeim tilheyra, við i hönd íarandi útvalskosningar. Um útnefningu til öldunga- eleildar Randaríkja Congressins fTJ. S. SenatorJ sækja þrír: Andrew Miller, núverandi dóms- málastjóri ríkisins; A. J. Gronna, uúverandi Senator, °g J- H. Worst, núverandi forseti búfræðis- skóla ríkisins. Worst er nú maður 64 ára gamall. Hefir hann verið for- stöðumaður búfræðisskólans i 20 ár. — Hefir hann getið sér sæmd- arorð fyrir að hafa bygt upp þá stofnun. Er hann góður kennari og kann skil á bókfræði allri, er að búskap lýtur. A% mínu áliti má hann ekki missast frá þvi starfi, sem hann hefir, og getur hann verið ríkinu til hálfu meira gagns þar, en með þvi að sendast burtu til öldungadeildarinnar í Washington. Senator Gronna er bóndi og fjársýslumaður. Var hann studd- ur til kosninga áður af hinni al- kunnu McKenzie klikku hér í ríkinu. í seinni tið hefir hann tekið sér fram og ýms framfara- mál hefir hann stutt í þinginu. Þriðji umsækjandinn, Andrew Miller, dómsmálastjóri, er að minni skoðun langhæfasti maður- inn. Hefir hann verið dómsmála- stjóri Dakota ríkis í síðastliðin 6 ár, og i stöðu þeirri hefir hann getið sér frægðarorð. Hann hefir látið framfylgja lögum ríkisins betur en dæmi eru til. Hann hefir farið í þann hluta ríkisins. þar sem vinbannslögin áttu minstum vin sældum að fagna, og ekki einung- Js látið þar lög og rétt fram ganga, heldur lika gjörbreytt almennings- alitinu, svo að nú viðurkenna flest- lr> að lögin séu bæði til efnalegrar °g siðferðislegrar uppbyggingar í nkinu. Þegar reynt var til að hrinda kolaflutningslögum rikis- ins, varði hann þau fyrir yfirrétti Bandaríkjanna, og vann málið. Hann hefir æfinlega dregið al- menningstaum í stjóminni, á móti öllum spillingar samtökum og ein- veldis liætti. Hann hefir ávalt gætt skyldu sinnar, hversu sem reynt hefir verið að fá hann til að halla þar til. Hann er mjög fær lögmaður. með afbrigðum ræðu- maðUr, æfður stjómfræðingttr og ágætis drengtir. Miller er dansk- ur að ætt, og hefir af sjálfsdáð- um aflað sér þeirrar stöðu, sem hann er nú i. Er hann á bezta aldri, maður um fertugt. Af þessum þremur umsækjend- um stendur Miller að minni hyggju langt fyrir ofan hina báða, ekki eingöngu hvað hæfileika snertir, aldur og atgjörvi, heldur líka fyrir framkomu hans i opinDerum mál- um. Framkvæmdarsemi, atorka, starfshæfileiki — vera á miðju þroskaskeiði —. eru stærstir þing- mannskostir. Og hvað hver um sig gjörir, verði hann kosinn, má meirkja af því, hvað þeir hafai gjört og hvernig þeir hafa leyst embættisstörf sín af hendi. Worst forseti. þegar hann sat í efri deild ríkisþingsins og til þess kom, að sýna siðferðislegt þrek, er Louisiana lottery málið var fyr- ir þinginu, — greiddi hann atkvæði með því, og með því að láta taka upp vínsöluleyfi i ríkinu, og er hann þó bæði prestur og skóla- maður. Hann sýndi og sannaði með því, að þegar skyldan krefur, að ntenn séu bæði djarfir og sjálf- stæðir og þori að fylgja þvi sem rétt er, hvort það er vinsælt eða ekki. — að þá var hann deigur og huglaus. Senator Gronna, meðan hann átti sæti i neðri deild, greiddi ávalt atkvæði eins og McKenzie lagði fyrir. En svo yfirgaf hann Mc- Kenzie einsog músin, sem skríður af skipi. sem er að sökkva, og gekk inn í Framsóknarflokkinn, af því hann sá að sá flokkur mundi geta fleytt sér i bráð yfir pólitisku grvnningamar. Eg er fús að viðurkenna verk hans síð- an. er að ýmsu leyti hafa miðað í framfaraátt, og heldur myndi eg greiða honum atkvæði mitt en Worst; en samt er það áreiðanlega mín skoðun, að hæfari sé hann til að fylgja fjöldanum. en veita hon- um forstöðu. Miller er aftur búinn að sýna, að hann er traustur maður og einbeittur, þegar á reynir. Hann hefir sýnt það, að hann er leiðtoga hæfileikum búinn og ber gæfu til ]>ess að leiða menn rétt. Fyrir mitt leyti greiði eg honum atkvæði mitt óhikað, og til þess vildi eg sem flestum ráða líka. Rikisstjóra embættið er það þýðingarmesta embætti, sem út- nefnt veröur í, við útvalnings- kosninguna i sumar. Rikisstjór- inn hefir meiri áhrif til góðs og til ills fyrir hvern einstakling í rik- inu, en nokkur annar embættis- maðttr. Vér ættum þvi að athuga gaumgæfilega, hverjir mennimir eru, sem bjóða sig fram í þetta embætti. Á útnefningarseðli Repúblíkana verða nú þrir menn í þetta sinn:— L. R. Hanna, núverandi ríkis- stjóri; Wishek, er sækir sem full- trúi þýzka sambandsins, og U. L. Rurdick, er fylgir framsóknar- flokki Repúblikana fProgressives) \\ ishek er með endurskoðun vínbannslaganna, og að lcoma aft- ur á vinsöluleyfi um rikið. Hann er harðsnúinn á móti atkvæðis- rétti kvenna. Eg trúi því naum- ast, að nokkur hugsandi maður vilji, að rikið hverfi aftur til vín- sölunnar. Umsókn Wisheks er ekki hættuleg, en yrði hann kos- inn væri það hið aumasta slys, sem komið gæti bæði fyrir ríkið sjálft og Repúblikanska flokkinn. L. B. Hanna hefr verið ríkis- stjóri i tvö ár. Er hann einn rík- asti maður i Dakota. sagð .r mil- iónaeigandi. Er hann bróður- sonur Mark Hanna, stjómmála- skörungsins nafnkunna. Banka- störf er hans aðal atvinnugrein. Hann hefir setið á ríkisþingi og í Congressinu. Hann er vandaður á margatt hátt og maðttr um fim- tugt. U. L. Burdick er upprunninn í Dakota, er 35 ára að aldri og hef- ir átt heima í rtkinu stðan hann var þriggja ára. er lærð- ur lögfræðingttr, en hefir gef- ið sig mikið við búskap og skepnu- rækt. Hann bjó um 8 ár í Cavali- er Country og var þaðan kjörinn á ríkisþing til neðri málstofunn- ar; hélt hann forsæti neðri deild- ar og vararíkisstjóra embætti um ttma. Nú um síðastliðin tvö ár hefir hann verið búsettur í Willi- ston í Williams Country og gegnt þar ríkismálfærslu embætti ‘Coun- tysins’. Hann hefir ávalt gjört vel, í hvaða opinberri stöðu sem ltann hefir verið, og er orðstýr hans sá, að ltann sé strang-heiðar- legur og röggsamur embættismað- ur. Eg bjó í næsta húsi við hann í Municli, N. Dak. og kyntist hon- um vel, og varð þess eins vts, að hann var drengskapar ntaður, og hafði hag fjöldans jafnan fyrir augum. Hann er í heimulegunt efnum engu óheiðarlegri maður en Hanna rikisstjóri, en margfalt vandaðri maður i stjómmálum. Nú á þessunt tímum er skörp flokkaskifting milli þeirra manna, sem ltalda vilja eignaréttinn helg- ari eða jafn ltelgan mannréttind- um og þeirra, sent setja mannrétt- indin ofar öllu öðru; með öðrttm orðunt ntilli auðvaldsstéttarinnar og fjöldans. Taft forseti fylgdi þeim fyrri, og þessvegna varð stjórnmála fer- ill hans skammur. . Utaf þessu máli ltefir Repúblikanski flokkur- inn klofnað og sem næst beðið al- gjört strand. Hið sama bíður hans hér i ríkinu, ef vér ekki förum varlega. Hanna ríkisstjóri fylgir fyrri flokknum, og eðlilega skoðar alt frá sjónarmiði eignaréttarirs, Hann hefir aldrei tilheyrt þeim flokki mannfélagsins, er verið hafa lánþiggjendur og orðið að berj- ast strangt fyrir lífi sínu, og ber því enga samhygð með þeim, eða skoðunum þeirra. Hans sjónar- mið er sjónarmið skattheimtu- ntannsins, en ekki þess sem skatt- inn greiðir. Sem dæmi má geta þess að hann lætur ekki uppi neitt um það hverju megin hann er í því að láta lækka lögleyfða vöxtu á peningum úr 12 prócent ofan i 10 prósent; en Burdick styður af al- efli lækkunina. Annað dæmi, hve hann dregur taum auðvaldsins, er svnjun hans að undirskrifa sam- þykt siðasta þings tim að allir skaðabóta samningar járnbrauta- félaga við þá sem verða fyrir meiðslum fyrir vanrækslu félags- ins, séu ekki bindandi nema þeir séu gjörðir eftir 30 daga trá þvi slys- ið varð. — Og lög þessi hefðu fyr- irboðið lögmanni félagsins, það sem nú er alvanalegt, að fara til þess tneidda og fá hann til þess að undirskrifa samning fyrir ein- hverja smá uppbót, er leysti félag- ið undan allri ábyrgð við hlutað- eigendur, meðan sá sjúki er alls ekki i því sálarástandi að geta gjört slíkan samning eða áður en hann fær ráðfært sig um það mál við þá sem vit hafa á. Synjun ríkisstjóra á þessurn lögunt er í hag auðfélögum en á inóti almennings velferð. Sama má segja um tilraun hans að fá af- numda skatta niðttrjöfnunarnefnd rikisins. Nefnd sú hefir látið gróða félög borga skatta að jöfn- um hlut við aðra, og ]>ví kannske verið óþörf fjárpyngju sumra vildar vina Hanna. Fleiri dæmi mætti nefna er sýna mundu hverju megin Hanna er í baráttunni milli eignarréttarins og mannréttind- anna. Burdick er mannréttinda megin. Öll hans embættisfærsla sýnir það. Hann segir ávalt til sýn hvað hann hugsar og hverju hann fylgir. Ekki hefir Hanna þrek til þess. Stefnuskrá Burdicks er þessi: 1. Einföld kosning fShort Ballot) 2. Lög leyfa afturköllun úr em- bættum 3. Einskattur á öllu yrktu landi. 4. Jafn atkvæðisréttur karla og kvenna. 5. Lög um launa uppbót verka- manna. 6. Framfylgi allra laga, án ótta og yfirskins. 7. Sparsenti í allri rikis, Coun- ty’s, Townshrp og héraðs stjórn. 8. Semja aukagreinar við útvals- kosningalögin, er komi í veg fyrir öll kosningasvik. 9. Niðurfærsla á lögleyfðri rentu úr 12 prósent í 10 prósent. 10. Strax og samþykt eru lög um afturköllun úr embættum, að þá fari kosningar fram aðeins fjórða hvert ár. 11. Rein löggjöf, hvort sem snert- ir stjórnarskrár breyting eða laga ákvæði önnur. 12. Skatta niðurjöfnunarnefnd. í3- Lög um að létta undir með landbúnaði, með því að koma á bændalánum og vegagjörð. 14. Afnám allra veiði-eftirlits em- bætta en leggja Countyunum það verk á herðar. Það er óhætt að fttllyrða, að meiri hluti íslendinga að minsta kosti, hér í rikinu, tilheyrir ekki auðvalds stéttinni en trúir á eign- arréttinn fram yfir mannréttindin. Hag vorttm er þvi betur borgið í höndum Burdicks en Hanna. Vér veljum inannréttinda manninn, því þa>- er helzt trúmenskunnar að leita, fram yfir hinn manninn, þvi hann kemur hreint og beint fram og segir hvað hann ætlar að gjöra, en hylur sig ekki í neinum óhreinskilnis hjúp, og um leið og hann brosir frantan í almenning- inn og læst vilja vemda hann, fer á .bak við hann og selur hag hans í hendur auðvaldinu. Lát- um Hanna koma lireint og beint fram; skoðum sanngjarnlega alla hans embættisskýrslu, og það mun Meiri ágóði = Minna verk. FULLKOMIÐ HREINL.ETI í þessum atriðum skarar Magnet skilvindan fram úr þegar hún er borin saman við allar aðra'r skilvindur. þrettán ár stöðugt að búa tíl Magnet skil- vindur og alt af náið samband við fólkið í Can- ada. Arangurs. Mjólkin er skilin nákvæmlega og fult traust bændafólksins. Fólkið og vxrk- fræðingarnir mæla með Magnet skilvinlu einum munni og staðfesta {ilt það er vír segjum henni vilvúkjandi. Þessi þrettán ára reynsla hefir framleitt vél, sem öllum öðrum vélum tekur fram eftir dómi griparæktarmanna, og þeir mæla með þvi sem bezt reynist fyrir minsta peninga og minst verk. LESIÍ) þETTA “]>etta er því tll sönnunar, aS eg hefi reynt MAGMET skilvindunal til þess aS finna út, hversu vel hún skilur mjólkina og einnig til þess aS komast aS raun um hversu mikiS verk hún getur gert. Eg reyndi MAG- NET vélina fullkomlega, og get vitnaS þaS, aS hún er hi nbezta rjóma- skilvinda, sem eg hefi nokkru sinni þekt. Eg mæli sterklega meS hennl viS hvern þann er skilvindu ætlar aS kaupa, og get fullvissaS hann um aS hann fær þar beztu tegund skilvindu. (UndirritaS) H. A. SHAW, Rjómabúskennari Saskateheæan- stjórnarinnar, 29. Júlí 1907. f þessum atriðum skartir MAGNET skilvindan fram úr öðrums Hún hefir tvistudda skál, sterk ferhyrningsstig, skiljara í einu iagi, skilur en skilur ekkl eftir, er hæg og liðug, liægt að hreinsa liana. heflr sterk stinn uppihöld. Alveg örugg. Skrifið eftir síðusta verðlista. The Petrie Manufacturing Co., Limited Aðal skrifstofa og verkstæði: Hamilton, Canada Vancouver. Calgary. Kegina. Winnipeg. Ilnmilton. Montreal. St. John vitnast hið sama sem eg hefi sagt, að hann er auðvaldsstéttinni háð- ur. Með því eg þekki Burdick vel, og eg veit nokkuð um, hvernig ástæður eru hér í ríkinu, og mér er ant um almenningshag, vildi eg heita á alla landa mína að greiða U. L- Burdick atkvæði sem ríkis- stjóra við útvals kosnitigar þann 24. júni, n.k. Enn er annað embætti sem mjög er áríðandi, en það er dómstnála- stjóra embætti ríkisins. Dóms- mála stjórinn er fvrst og fremst aðalráðanautur allrar ríkisstjóm- arinnar, hann er aðal málssækj- andn fyrir hönd rikisins í öllum málum og í hans verkahring ligg- ur skyldan að sjá um að allir ein- staklingar og félög fylgi ákvæð- um laganna í öllu sem snertir al- menning. Um útnefningu í þetta embætti sækja þrir frá hálfu Repúblikana: F. C. Heffron, H. L. Linde og Alfred Zuger. Heffron hefir verið aðsloðar dómsmála ráðgjafi við stöku tæki- færi, aðallega við brot á bindind- islögunum. Hann er hugrakkur og hreinn og beinn maður, og í vínsölubannsmálum einlægur, en hvort hann yrði eins dugandi við önnur mál er engin vissa fengin fyrir. Þess utan virðist litlar lík- ur til þess að hann nái útnefningu i þetta sinn , því flokksskiftingin sýnist vera um hina. H. L. Linde hefir setið i neðri málstofu þingsins undanfarinn tíma, og hefir þar ávalt sýnt sig sporléttan fylginaut gróðafélaga og einkaréttar stefnúnnar. Ekki er hann heldur við eina fjöl feld- ur í vínbannsmálum, og sem stendur fylgja honum eindregiö vinsölu félög og annar brennivins lýður. Hann hetir htla æfingu haft sem lögmaður, og sem næst enga sem málaflutnmgsmaður. Alfred Zuger, þriðji umsækj- andinn. er nú vara dómsmála stjóri ríkisins. Hefir hann sýnt að hann er fær um aö meðhöndla þau mál sem embætti hans til- heyra, og er hann alment álitinn einn af færustu lögmönnum ríkis- ins. Áður en hann tók við núver- andi embætti var hann lögmaður Valley City bæjar, og ríkislög- maður Barnes County. Hann er fæddur í Noregi, en faðir hans var þýzkur. Hann hefir sjálfur unnið sig upp hjálparlaust. Verði hann kosinn, er áreiðanlegt að hann lætur framfylgja lögum rík- isins og mun framkvæma öll sín embættisverk með trúmensku. f siðastliðin þrjú ár sem ríkis- lögmaður Cavalier County’s hefir mér gefist kostur á að kynnast öll- um þessum mönnum. Mr. Zuger aðstoðaði mig í Reilly málinu við yfirréttinn, en margir munu karn- ast við, að verk Heffons í þarfir vínbannslaganna hafa ávalt verið þörf og góð. Lmde hefir tekið að sér að vemda ólöglega vínsölu, varði hann eitt þessháttar má' á Langdon móti mér sem Cavalier County lét lögsækja. Eg álít því að eg geti gefið bendingar við- víkjandi þessum síðast-tö’du mönnum, er almenningur þekkir mikið síður en þ:i, sem sækja um þingmensku í Washington ði ríkisstjóra embættið, en mér em aftur betur kunnir, og tillaga min er að tvímælalaust sé Zuger bezti maðurinn. Hann er hæfileka maður og áreiðanlegur í alla staði. Hann efnir ætíð það sem hann lofar, og hann er alveg viss að halda embættisfærslunni í þarfir réttvísinnar og laganna. Sá sem vill greiða atkvæði sitt rikinu í hag. getur engum oðrum greitt það en honum. Skaðabætur fyrir gcezluvarðhald að ósekju. Dómur féll 16. maí í yfirrétti i máli því sem Ólafur Jónsson myndasmiður i Vík í Mýrdal höfðaði gegn landssjqði, til skaða- bóta fyrir gæzluvarðhald, sem sýslumaður Skagfellinga Sigurð- ur Eggerz. hafði látið hann sitja í um nokkra mánuði út af þjófn- aðargrun. Komst rétturinn að þeirri niður- stöðu að Ólaf yrði að telja sak- lausan með öllu, og hefði honum þvi að óverðskulduðu verið haldið í gæzluvarðhaldi. Dæmdi rétturinn honum 200 kr. í skaðabætur og 25 kr. þóknun til skipaðs málaflutn- ingsmanns hans, Gísla Sveinsson- ar yfirdómslögmanns. Geta má þess að isjaldan fást slíkir dómar sem þessi, því að eitikar erfitt er að sanna sakleysi manna. — “Ingólfur”. Brynjólfur Jónsson dáinn. Morguninn 16. þ. m. var símað frá Eyrarbakka að Brynjólfur Jónsson skáld og fræðimaður frá Minna-Núpi væri nýdáinn úr lungnabólgu. Hann var liðlega hálfáttræður, fæddur að Minna-Núpi i Gnúp- verjahreppi i Amessyslu 26. sept. 1838. Bjuggu foreldrar hans þar, og voru fremur fátæk. En Bryn jólfur var kominn í beinan karl- legg frá Þorláki Skúlasyni bisk- upi, en móðir afa hans var dóttir Halldórs biskups Brynjólfssónar. Tæplega þrítugur veiktist Bryn- jólfur svo, að hann varð aldrei upp frá því fær til líkamlegrar vinnu og fékst eftir það ein- göngu við kenslu og ritstörf, og auk þess var hann oft í rann sóknarferðum um landið fyrir Fornleifafélagið. Eftir Brynjólf liggur fjöldi rita, bæði kveðskapur, sagnarit og fornmenjalýsingar, og svo heim- spekisritið “Saga hugsana minna”, sem út kom siðastliðið ár. Hann var mjög gáfaður maður og athugull og ritaði ljóst og vel, en að sumum sagnaritum 'hans, eink- um Bólu-Hjálmarssögu og Natans- sögu, hefir verið fundið, að hann hafi látið þar ofmikið leiðast af óáreiðanlegum munnmælum. En yfir höfuð er bókmentastarf Brynjólfs merkilegt og þakkar vert. ALLAN LINE Konungleg Póstgufuskip Frá Montreal Frá Halifax til til Liverpool og Glasgow Glasgow FARGJOLD Á FYRSTA FARRÝMl.......$80.00 og upp Á Ö?)RU FARRÝMI........$47.50 og upp K pRIF)JA FARRÝMI......$31.25 ogupp Fargjald frá ^slandi (Emigration rate) Fyrir 12 ára og eldri......... $56.1« “ 5 til 12 ára............. 28.05 “ 2 til 5 ára............... 18,95 “ 1 til 2 ára.............. 13.55 “ börn á 1. ári.............. 2.70 Allar frekari upplýsingar um gufuakipaferðirnar, fu- bréf og fargjöld gefur umboðsmaður ror, H. S. BABDAL, horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sem annaat um far- gjalda sendingar til íslands fyrir þá sem til hana leita. W. R. ALLAN $64 M&ln 8t., Wlnnipeg. AC&luxn boð(sm&5ur 1 Þegar þér þarfnist byggingaefnis eða eldiviðar þá leitið til D. D. WOOD & SONS, -------------LIMITED —;--------------- Verzla með sand, mulin stein, kalkstein, límstein, plastur, tægjuplastur, brenda tígulsteina, brendar pípur, sandsteypu- steina, rennustokka úr gipsi, jarðrennu- steina, allskonar kol, eldivið og fleira. Talsímar: Garry 2620 eða 3842 §K..R.1FST0_FAi Cor. Ross og Arlington Str. OVERLAND Alclrei kvæntist Brynjólfur, en son á liann, sem Dagur heitir, og er búfræðingur og býr á Gerðis- koti í Flóa. Þar taldi Brynjólf- ur heimili sitt hin síðari ár, en var þó oftast á vetrum á Eyrarbakka við kenslu, og til skamms tíma á ferðalögum á sumrin. Lengi hefir hann haft i fjárlögunum 300 kr. styrk til 'foríileiflarannsókna. — —Lögrétta. Söguskáldið fræga séra C. W. Gordon f'Ralph Connor) hefir rit- að bréf til allra meðlima- Siðbóta- isins á móti Roblin og drvkkju- klúbbunum við næstu kosningar. “Vínsalan í gistihúsum og brenr.i- vínsklúbbarínir verí5a að hverfa úr sögunni” segir hann ; og hann tel- ur upp hverja siðbótastofnunina á fætur annari, sem allai hafi á- kveðið að hefja stríð á móti ósið- ferðisstofnunum stjórnarinnar. CANADIAN NORTHERN RAILWAY SUMARFERDIR eftir gegnum Port Arthur og Duluth STORVOTNUNUM TIL AUSTUR CANADA og BANDARIKJANNA í gegnum Port Arthur og Duluth í sambandi við ttóru skipin HURONIC.HAMONIC, NORONIC (nýtt) Lestin fer frá Winnipeg kl. 6. e.h. og frá Duluth á þriSjud. fimtud. og laugard. kl. 4.30 e. h. Fer frá Winnipeg kl. 6 e.h. daglega, og frá Port Arthur á miðvikud., föstud. og laugard. kl. 4 e.h. I-estin er einnig í sanibandi við KTRRAHAFS og VATNA BATANA, frá PORT ARTHIIR á snnnml., þriðjud., fiintud., föstud. og laugardögum Canadian Northern hrautin á milli Winnipeg og Port Arthur er i gegn um fagurt landslag til stórvatnanna- Farþegar í gegn um Port Atthur á “Northern” gufuskipi geta fengiS lykla aS farþegaherbergjum og aS- göngumíSa aS matsölum skipanna í Winnipeg áSur en fariS er af staS, og komlS þannig 1 veg fyrir tafir og óþægindi. FæSi og rúm á skipunum er innifaliS í fargjaldinu. FáiS allar upplýsingar frá næsta Canadian Northern umboSsmanni eSa skrifiS R. CREEIiMAN, aSal ferSaumboSsmanni C.N.R. i Winnipeg.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.