Lögberg - 30.07.1914, Page 2

Lögberg - 30.07.1914, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JULÍ 1914- Bókmentir • Þegar nýjar bækur birtast þjóta menn upp til handa og fóta til þess að lofa þær og lasta. Þetta á svo aS vera. Allar bækur — eSa réttara sagt höfundar þeirra — eiga heimting á því aö um þær sé getiS og þær séu dæmdar. En þar er eins, um fram alt annaS, sem vandlega þarf aS gæta. Sá sem ritdóm skrifar má ekki fara eftir því, hvort vinur hans eSa óvinur á í hlut. Hver sanngjarn og sam- vizkusamur bókmentamaSur skrif- ar um verk manna, alveg fráskiliS því, hvort hann er persónulegur vinur höfundarins eSa ekki. Smá- menni og ósanngjarnir menn aft- ur á móti blanda þar saman mönn- um og málefnum. Reyna aS “ná- sér niSri” á andstæSingum sínum meS því aS reyna aS rýra álit þeirra verka sem eftir þá liggja í bókmentum eSa skáldskap. ÞjóSin á heimting á aS synir hennar og dætur séu ekki beitt slíkum þræla- tökum. En þau eru því miSur of tiS. Séu menn persónulegir óvin- ir einhvers, geta þeir ekki dæmt um skáldverk þeirra á annan hátt en þann, aS skipa óvináttunni í dómarasætiS. Jón Ólafsson er einn hinna fáu, sem skilur þaS, aS persónuleg óvinátta má ekki blinda þannig augu ritdómarans. ÞaS er ekki í eitt skifti eSa tvö, sem Is- lendingar hafa gert sig seka í þeirri synd, sem hér er um aS ræSa; þaS kemur fyrir svo aS segja á hverju ári. Þó er þaS víst, aS aldrei hefir skörin verulega færst upp í bekk- inn i þeim efnum, þangaS til Dr. Valtýr GuSmundsson skrifaSi rit- dóm í EimreiSinni um kvæSin “Hrannir” eftir Einar Benedikts- son. ÞaS vita allir og sjá, aS þar er þaS hinn pólitíski fjandmaSur Einars, sem heldur á pennanum. en ekki hinn óhlutdrægi og sann- gjarni ritdómari. ÞaS er ekki vist aS almenningur hér vestra hafi lesiS þennan merki- lega ritdóm Valtýs, þess vegna er þaS aS Lögberg birtir hér svar viS honum eftir Dr. GuSmund Finn- bogason. Þyki einhverjum þaS ósann- gjarnt að birta svariS, en ekki dóm- inn sjálfan, þá er velkomiS aS dómurinn komi. En aSalatriSi dómsins sjálfs eru einmitt tekin upp í svarinu og sýnt á hverju þau eru bygS. ÞaS er iila fariS aS Dr. Valtýr, sem annars er maSur há- mentaSur og vel gefinn, skuli grípa til þessara óyndis úrræSis og vand- ræSa vopna, þótt hann bySi ósigur i pólitískum viSskiftum viS skáld- iS Einar Benediktsson. Hér kemur svar GuSmundar; Dómur Valtýs Guðmundssonar um “Hrannir”. ^^mmmmmm “De kalder Rosen smuk, fy jeg maa spvtte! Nu har jeg sat mit Mærke paa dens Blad”, segir snigillinn í kvæSi H. C. And- ersens. Mér datt þetta ósjálfrátt í hug er eg hafSi lesiS ritdóm Dr. V. G-: í siSasta hefti Eimr. Hann bein-l íst þar meSal annars aS stuttri rit- | fregn er eg skrifaSi um “Hrannir”| i “Skírni”, þykir eg hafa lofaS bpk- j in um of, og þar sem eg hefi sagt aS langflest kvæSi Einars Bene-! diktssonar væru auSskilin hverjum manni sem nokkurt skáldskaparvit hefir og aS enginn gefi nú fóstru sinni dýrari gimsteina en E. B..! 'þá muni hér fara likt og i æfin- týrinu um “nýju fötin keisarans’’: j menn muni Iofa kvæSin hástöfum.' þó þeir skilji þau ekki, til þess aS I .ver&a ekki taldir meS þeim er' ekkert skádlskaparvit hafa. Ætl- ' ar Dr. V. G. nú aS, taka aS sérj hlutverk barnungans saklausa og kveSa upp úr meS sannleikann. Eg varS forviSa er eg las þenn- j an ritdóm. Br. V. G. er merkur vísindamaður, háskólakennari í ís- lenzkri sögu og bókmentum og þaulæfSur ritdómari, sem venju-: lega er sanngjarn í dómum sínum.! Þó hefir ritdómurinn tekist svo. | aS hann á sér fáa líka, nema ein- í stöku níSgreinar sem viS og viS! hafa veriS skrifaSar um íslenzk skáldrit — og þau sum ekki af j verra tæginu — af mönnum semj hafa veriS aS reyna aS stæla dóm' Jónasar Hallgrímssonar um Tis- j trams rímur forSum og þóttust góSir ef þeir gátu ssúiS út úrj mæltu máli og gert sig svo heimska, aS engu skáldi væri viS þá talandi. Eg geri ráS fyrir aS Dr. V. G. hafi ekki valiS þaS sem honum þótti minst aSfinsluvert til aS ráSast á og skal því taka liS fyrir liS þaS sem hann finnur aS. Vona eg þá aS þaS komi í ljós hve ósamboSinn ritdómurinn er slíkum manni sem Dr. V. G. er. og hve ómaklegur hann er í garS eins af höfuSskáldum vorum aS fornu og nýju. Dr. V. G. byrjar meS því aS mis- skilja sjálft nafniS á bókinni. Hann virSist ekki þekkja algeng- ustu merkinguna í orSínu “hrann- ir”, þ. e. öldur, og lætur þaS tákna “skýjahrannir”. — Um “Spánar- vín” gerir hann þessa athugasemd: “Þá er dansmeyjarlýsingin í “Spán- arvín” fbls. 18) heldur ekki slök (þó samlíkingin sé jafnan hin sama: hafiðj” ÞaS er eins og þaS sé galli, aS líkingunni sé haldiS til enda, og er Dr. V. G. þar á öSru máli en Snorri: “Þá þykkja ný- görvingar vel kveSnar, ef þat mál. er upp er tekit, haldi of alla vísu- lengd; en ef sverS er ormr kallaSr. en síSan fiskr eSa vöndr eSa ann-1 an veg breytt, þat kalla menn ny- krat, ok þykir þat spilla.” Einar Benediktsson kveSur um svaninn: ; arleiksins gerist, hún bregSur veik- um bjarma yfir liSiS og viS þetta ' ljós sögunnar risa “bleiku líkin”. þ. e. þeir sem féllu þarna, hervæS- ast fyrir hugskotssjónum skáldsins og heyja þann hildarleik sem rím- an greinir frá. AS “lýsa liS” er engin misþyrming á málinu, þó Dr. V*. G. haldi þaS. “Sól hefir fengit fjölskylt embætti, því at hón skal lýsa allan heim ok verma”, segir Konungsskuggsjá. Skálar viSa styrkan staS steinum varSir byggja; sálarhliSi allmjög aS anddyr garSsins liggja. Hans þögn er eins og hljóSur hörpusláttur, sem hugann dregur meS sér fjær og fjær. Hans flug er eins og hrynji aldýr háttur af himins opnu bók manns sálu nær. Um þetta segir Dr. V. G.: “Manni verSur aS spyrja hvern- ig þögn svansins geti veriS lík hljómi fhörpuhlætti), og hvort þögn svansins sé aS þessu leyti frábrugSin annari þögn, eSa hvort hverskonar þögn sé lík hörpuslætti. Þá virSist heldur ekki ljóst, hvaS átt er við meS “himins opnu bók”. Sé átt viS himinhvolfiS eða fest- inguna meS stjömum og öSrum himintunglum, hvenær er þá sú bók “opin” og hvenær “lokuS”. MeS “aldýrum hætti”, er líklega átt viS “sléttubönd”, því formál- anum stendur, aS þau muni vera “fegursti og dýrasti háttur, sem nokkur tunga á”. En ætli þeir séu ekki fremur fáir sem hafa heyrt sléttubönd hrynja af “himins opnu bók” ffestingunni) — meS einfald- ari orðum: rigna niSur úr skýjun- tim”. Þessi orS sýna vel hvernig Dr. V. G. les kvæSin, og er þaS sízt furSa þó honum skjöplist skemtun- in við lesturinn, er svo kynlegar hugsanir steSja aS honum viS hvert orS. En hver maSur sem ekki er fósöngvinn eins og 'GJámur mun hafa reynt þaS, aS þögn í fögrum söng tekur hugann öSru vísi en t. d. þögn eftir vagnaskrölt. Hug- ijrinn heldur áfram aS starfa, , minnist þess sem ómaSi áSur eSa rennir grun í hvaS koma muni eft- ir þögnina. SkáldiS á viS, aS þeg- ar svanurinn þagnar, þá er eins og hugurinn sé fullur af hörpu- slætti. Sá hörpusláttur er aS vísu “hljóSur” eins og aSrar hugsanir vorar: hljóSritinn næSi honum ekki. Skyldi nokkur hafa gerst til þess að fetta fingur út í hin frægu orS Keats í “Ode to a Grecian urn”; Heard melodies are sweet, but those unheard Are sweeter; therefore, ye soft pipes, play on; N,ot to the sensual ear, but more' endear’d, Pipe to the spirit ditties of no tone. 1 “Himins opnu bók” munu allir j skilja sem fundiS hafa mun á heiS- | um himni og kafþoku, og flestir j munu renna grun i aS fleiri “hætt-! ir” geta verið aldýrir en “sléttu- i bönd”, sem og hitt aS “háttur” getur komið fram í fleiru en tón- um, t. d. í hreyfingum og ljós- brigSum. E. B. kveSur um Island: “Þar rís hún vor drotning, djúps- ins mær, meS drifbjart men yfir göfugum hvarmi”. Þetta reynir Dr. V. G. aS gera j hlægilegt meS þvi að “men” þýSi “hálsmen” eða “hálshring”. ÞaS mun og vera hin upphaflega merk- ing orðsins. SkáldiS hefir þaS hinsvegar í merkingunni “djásn” og finst mér það réttmætt, bæSi vegna þess aS frummerkingin hvorki er mjög vakandi, í meðvit- und manna nú, né virSist hafa ver- ið þaS hjá forfeðrum vorum, eins og orðið “hálsmen” sýnir og marg- ar kenningar, svo sem “men storS- ar” um MiSgarSsormmn, “grund- armen” og “lyngvamen” um högg- orminn, “jarSarmen” o. fl. þar sem rnen er haft í merkingunni “hring- ur”, “sveigur”. Og jægar Þrymr j segir: fjöld ák menja”, þá finst mér tvisýnt aS þaS hafi alt verið “hálshringir” eSa “hálsfesfar”. Alargt er þaS sem Dr. V. G. skilur ekki. Eg neySist víst til aS skýra visurnar sem hann þykist ekki skilja, þó fáir munu kunna mér þökk fyrir að skýra þaS sem öllum ætti að vera auSskiliS: Harmaleiksins síðsta sviS sagan reikul opnar; bjarma veikum lýsir lið, líkin bleiku vopnar. Steinum varðir skálar byggja viðastyrkan stað. Anddyr garðs- ins liggja allmjög aS sálarhliSi. Eg veit ekki hvaS þarf skýringar viS af þessu. AS segja að stein- um varSir skálar byggi staSinn finst mér jafnljóst og ef sagt væri að staSurinn væri gerSur af skál- um með grjótveggjum: Yztu steinum flæðar frá fleinköst þyshá gjalla. Fyrstu beinum sveitir sjá særSa “risa” falla. Þarf aS skýra þaS að skáldiS notar hér “bein” fyrir “beinörvar” og aS hvitu mennimir eru “risar” í augum Skrælingjanna! Léttan þéttan byrðing beins bygðu þjóSir alda, Sléttan, skvettinn otur eins útbjó flóðiS kalda. Um þessa vi.su segir Dr. V. G.: “Manni liggur viS aS taka undir meS Jóni sál. Þorlákssyni og hrópa: “Hver skilur heimsku-þvætting þinn? Þú ekki sjálfur, leiruxinn”. Mikils þykir honum viS þurfa, og þó er vísan svo auðskílin, aS bros- legt er aS skýra hana: Alda þjóS- ir (þ. e. margar kynslóðirj bygSu sléttan þéttan byrðing beins (þ. e. húSkeipurinnJ. Eins útbjó flóðiS kalda -þ. e. hafiS) sléttan skvettinn otur. Húðkeipurinn var meS öðr- um orðum eins vel gerður frá mannanna höndum og oturinn frá náttúrunnar. Græna landsins firna fjöll Fróni skína norðar, mæna handan ariivít öll austan Vínlands storðar. Úr þessari fallegu vísu vill Dr. V. G. gera höfuSsynd í landafræS- inni og skilur hana svo sefh Græn- land liggi norður af Islandi. Skáld- iS segir aSeins aS Grænlands firna fjöll skíni enn norSar en Island. meS öSrum orSum aS IandiS nái enn lengra norður. Á því liggur áherzlan, en ekki hinu, hve langt ! það nær til suSurs.' “Vínlands ! storS” er auSvitaS sama sem Ame- ríka, og er það rétt aS Grænland liggi fyrir austan Ameriku. HvaS er “heimur styttuhljóSs- ins”? Og hvernig er hægt aS tala um “hátign loddarans” spyr Dr. V. G. er hann minnist á vísuna “Bál vors lífs og listar” (i kvæS- inu “Eldur”). “Heimur styttu- hljóSsins" er hinn þöguli heimur líkneskjanna. “HljóS” þýðir meS- al annars þögn: “HljóSs biðk all- ar helgar kindir”, segir völvan i “Völuspá”. “GefiS hljóS!” hefir Dr. V. G. og fleiri oft sagt á fund- um. — “Hátign loddarans” kann- ast eg vel viS, er eg minnist þess. að eg þykist aldrei hafa séS meiri tignarsvip á manni en á linudans- ara einum á meðan hann var aS leika listir sínar á strengnum, svo raikil göfgi iá í valdi hans yfir hverri taug líkamans, og skáldið. sem i þessari vísu er að sýna hvernig sami eldurinn brennur í Öllum greinum iistanna, gleymir ekki loddaralistinni, þó hún sé minst metin, heldur minnir á að einnig hún á sína hátign, sem get- ur IjómaS eins skært og erfSatign í ‘ sölum kóngsins”. "Moldarbarmsins steindu taug- ar” er ein af hinum djörfu sam- líkingum skáldsins. Hann sér yfirborS jaröar eins og lifandi barm, undir þeim barmi leynist taugakerfi, og aS taugar jaröar séu úr steini og ekki einhverju mýkra efni, er ekki óeðlilegt. Ekki ska! þrátta mikiö um erind- ið úr kvæðinu “Dagurinn mikli”. sem Dr. V. G. reynir aS gera sér mikinn mat.úr. ViS vitum sjálf- sagt báðir jafnmikiö um þaS hvem- *&■ &ub er vaxinn eða búinn og hvernig lífsstörfum hans er háttaS. og þar sem Dr. V. G. hneyxlast á höfuöfaldinum og beltinu, ‘er bendi á aS skáldiö hugsi sér guð sem konu, þá finst mér þaS ekki meiri goögá en ef skáldiS hefði látið guð hafa harðan hatt og axlabönd eins og okkur Dr. V. G. Má og minna á þaS að Jafnhárr mælti forSum: ‘Eigi eru ásynjumar óhelgari ok eigi megu þær minna”. — Meö heilanum Egill hataði og unni. Hans hróður spratt mst af þank- anna brunni. Hvemig í ósköpunum á aS skilja þetta? spyr Dr. V. G. Eg spyr: Hvernig í ósköpunum á aS mis- skilja það? Reikul ^agan opnar síðsta svið harmaleiksins. Reikul er sagan kölluö af því aö sagnim- ar eru á reiki. Hún opnar nú leik- sviðiS þar sem siöasti þáttur sorg- “Er nú ekki dæmalaust aS segja slíkt um einhvern hinn mesta til- finningamann og tilfinningaskáld. sem Island hefir átt?” spyr Dr. V. G. Ó, nei, nei. Eða heldur Dr. V. G. aö hatur og ást Egils hafi verið blind tilfinning? Mér finst kvæöin hans mæla þar í gegn. Einmitt þau kvæöin þar sem til- finning Egils kemur bezt í ljós. fööurástin í “Sonartorreki” og vin áttan í Arinbjarnarkviöu”, sýna það, aö hann geröi sér ljósa grein fyrir því hvaö þaö var sem, hann unni í fari sonar síns og Arinbjarn- ar, hann telur upp hvers hann saknar, þar sem sonurinn fórst. og eiginleikana sem honum þykir Arinbjöm ágætur fyrir. — Þeim sem hann hatar eöa fyrirlítur lýs- ir hann í vísum sinum meS vel völdum oröum er sýna hvaða eig- inleikar það voru sem vöktu þess- ar tilfinningar hjá honum. Lesi menn t. d. vísurnar: ‘’Svá skyldi goS gjalda”. LögbrigSir hefr lagða” og “Nýtr illsögull ýtir” og gái að hverig hann titlar óvini sína þar. “HrygSin lá Agli harðla á munni” skilur Dr. V. G. svo; aö honum hafi verið gjamt aö tala um sorg sina, en þaö er rangt. Oröin þýða aS réttu: “Hrygöin lá Agli harölega, þ. e. þungt, á munni. og kemur þaS heim viS það sem Egill kveSur sjálfur í sorg sinni: “Mjög erum tregt tungu aS hræra”. Mótsögnina sem Dr. V. G. þyk- ist finna í “Hér er þróttur heilans æfur” og næstu vísum á eftir, í kvæðinu Svartiskóli, get eg ekki fundiS. — Fjallstoröin unga meS fegurð og unað fangmjúk og andhrein meö lífsins munað býöur þeim sjálfa sig aS gjöf. Dr. V. G. kallar það “firmr” aö velja Islandi þau orS sem eg hefi auðkent í visunni. Fyrir skáldinu mun hafa vakaS • fjarlægu hæðanna milda mynd, svo mjúk eins og öldufaldur — eins og hann kemst að oröi í kvæð- inú um Egil. Annars held eg eng- inn hafi t. d. álasaS Steingrími fyrir aS tala um hið “milda, mjúka móðurjarSar skaut” í kvæSinu ^Sveitasæla”, sem vissulega bend- ir á margvíslegan “lífsins munaS” fyrir þann sem hefir nautn af öðru en mat og drykk. Kvöldsólin. logar lárétt og hlý í logni á Brussels hæðum. Þetta er svo að skilja aS sólin log- ar í lárétta stefnu að sjá, og er þaS rétt mál sem fáum mundi hug- kvæmast að snúa út úr eins og Dr. V. G. hefir gert. Oröin um höfuSborg Spánar: MeS forna heimsvaldsins úrætta arf býr hún öltur er geyma þess heil- ögu glóS munu allir skilja sem Iesa þau meö athygli. Þá finnur Dr. V. G. aö því aS í rímunni sé sumstaöar ófullkom- ið rím. Tilvitnanimar sýna aS skáldið hefir sumstaSar ekki ætlast i til aS þau orð er Dr. V. G. nefnir | rímuöu saman, t. d. “eplin” og 1 “aldin”. Hann hefir ekki kveðið þær visur eins dýrt og hinar, og ætti hvert skáld aS mega ráða því sjálft, hve dýrt þaö vill kveða. Sum- staSar veltur rímið hinsvegar á því hvernig framburð lesandinn hefir. jjannig myndar t. d. “sand-a” og "dandsteinn” rím ef sagt er land- steinn, sem er jafnrétt mál og lann- steinn. Þegar ýmislegur framburS- ur er á einu og sama oröi, án þess sagt verði að nokkur þeirra sé ó- Ieyfilegur, eins og t.d. “kyrr”, sem líka er ritað og boriö fram “kyr” e5a jafnvel “kjurr” eöa “kjur”. þá finst mér skáldinu eigi aö vera heímilt að nota þá myndina er fell- ur bezt í hvert skiftið, enda hafa skáldin á ö!lum öldum leyft sér jætta. E. B. hefir ekki fyrstur IátiS þolfalliS af “hver” vera “hvöm” í rími. Matthías hefir rímað “hvörn" á móti “''Björn” ó Friðjjjófssögu), og Grímur Thom- sen rímar “hvör” á móti “snör” í Gunnarsrimu. Og hún er dálít- j ið bamaleg þessi trú sumra mál- fræðinganna á það, aS sú stafsetn- in er þeir sjálfir hafa sé ein heilög og sáluhjálpleg. Dr. V. G. andæfir þvi sem eg sagöi í Skimi um íslenzkuna á kvæöutn E. B. og segir: “Og sannleikurinn er sá, að fáir menn eða engir nauðga íslenzkunni og misþyrma um þessar mundir eins og einmitt E. B. Hann afbakar orðmyndir og breytir merkingu þeirra og réttri oröaskipun, eftir því sern hann þarf á aS halda, til þess að geta rímað”. Dæmin sem Dr. V. G. tekur til aS réttlæta þennan áfellisdóm sinn eru auk rímsins, sem eg hefi minst á, þau er nú skal greina: E. B. hefir haft oröiö “hof” um kirkjur kristinna manna, um helli er munkar höföu aö guðshúsi, og svo kallar hann bæjarrústirnar á Bergþórshvoli “hofrústir”. “OröiS “hof” merkir aldrei annaS en musteri heiðingja”, segir Dr. V. G. En aö “hof” táknaöi líka blátt áfram hús, sézt t. d. á Hýmiskviðu: “Þat’s til kostar, ef koma mættiö út ýr óru ölkjól hofi”. Hví má eigi skáldið nota þaö í jjeirri merkingu, og hvaS er á móti því aS nota þetta fagra orS um guSshús alment, þar sem textinn sýnir hvaS það þýðir? Þá eru nokkrar orðmyndir sem Dr. V. G. hneykslaðist á: “altar” —“öltur” fyrir “altari”—“ölturu”: “fiörilds” fyrir “fiSrildis”, "heiS” fyrir “heiöi”, “þrim” fyrir “þröm”. “ýmst” fyrir “ýmist”. Skal eg láta hvern og einn sjálfan um það hve mikil málspell hann telur að þessu. Hins vegar finst mér hart að banna aS segja “óvins”, sem kemur fyrir i fornu máli fyrir “óvinar” og “viðs” fyrir “viðar”: “viöur” beygist eins og “liður”. sem stundum hefir myndina “liðs” í eignarfalli fsjá Noreen; Altisl. u. altnorw. Grammatik, 3. útg. 385. gr., 2). “YrviSur’’ mun vera prentvilla. “AnnaS veif” særir ekki mitt eyra. Þá nefnir Dr. V. G. orS er hann telur dönskuslettur: “lak” er gam- alt í málinu, “línlak” kemur t. d. fyrir í Ólafs sögu helga; “þanki”. hefir tíðkast hér á landi aS minsta kosti síðan um og fyrir siSaskift- in, og Jónas Hallgrímsson hefir látiö sér sæma aS nota þaö; “sinni” er að líkindum jafngamalt og býst eg viö aS lengi veröi sagt “svo er margt sinniö sem skinniö”, “deyS” hafa Jón Arason, Hallgr. Péturs- son, Matthías Jochumson o. fl. o. fl. kveöiö um; aS “fanga” kemur fyrir þegar á 13. öldj'að “búa e-S” þekkir hvert mannsbam, t. d. búa skip, beS, öndvegi, hús, stofu, borS. ferð, mál. Versta misþyrmingin þykir Dr. V. G. þó þaS, hvernig E. B. notar þáguföllin, en þá misþyrmingu hef- ir málið oröiö aö þola alt frá dög- um Edduskáldanna, því þar má finna samskonar dæmi og þau sem Dr. V. G. vítir E. B. fyrir: Vanga stundum mjúkan mey mansöngs bagan vermir segir E. B. Kómu þér ógÖgn öll at hendi, þás bræSr þínum brjóst raufaðir, segir í VölsungakviSu. Og því skyldi ekki mega segja: Þetta "er mér viö hæfi” eins og “þetta hæfir mér” eða ‘ þetta er mér hæfilegt” ? Um Grænlands bygðir segir E.B: Háöar engum fundust fyrst frónskum landnámsmanni. • I VölsungakviSu hinni fomu stendur: Nú's sagt mær hvaSan sakar geröusk, hví vas á legi mér lítt steikt etit. Og í Vafþrúðnismálum segir um NjörS: ok varðat hann ásum alinn. AS “lmíga e-m” í merkingunni aS hniga fyrir einhverjum er og j fornt mál: “eigi mon sá ramligr j borgarveggr, at eigi mone falla | þegar er hann veit Alexandrum 1 nær koma, ok enir hæsto tumar hafa nú numet at níga” segir Alexanders saga. Eins mun mega segja aS “falla e-m”, og “þoka e-m”, enda hafa skáldin á öllum öldum fengiS aö hafa frjálsari hendur í bundnu máli en óbundnu. Björninn dansar fimur, frár firöi langa, mjóa, er rétt mál. Eins og má ganga grænar brautir, renna loft og lög. klifa þrítugan hamarinn, sundríöa ána, hlaupa leirinn, eins má "dansa fjöröinn”. Liklega hefir engum nema Dr. V. G. dottið í hug að “fjöröur” væri einhver dans! Dr. V. G. ætlar að leika bamiö i æfintýri Andersens. ÞaS hefir ekki tekist. Hann hefir gert sig aS barni sem ekki sá það sem var. heldur þaö sem ekki var, og aö barni sem ekki er búiö aö læra móSurmáliö. G. F. —Skírnir. Leiðréttingar. I. 29. blaöi Lögbergs er mis- prentaS aö Hákon maður Helgu sál. Thordarsonar hafi dáið fyrir 4 árum, átti að'vera fyrir 14 árum. Vísan “Enginn gera aö því kann” o. s. frv, sem nýlega birtist i Lögbergi, var eignuð Hallgrími Péturssyni, en hún er úr gömlum rímum. Mælt er aö timburkofi Abra- hams Lincolns, sem er i Menard bygðinni, muni veröa fluttur til “Lincoln Park” í Chicago — Edward Chalton Graig frá Mat- toon, 111, sem telur sig eiganda kofans, býðst til þess aö selja hann. Húskofinn stendur á bóndabæ ná- lægt New Salem, III, og haföi Lin- coln búiö þar frá 1832—38, á meö- an hann stundaöi laganám. Ekki er enn fullgert um hvaö kofinn muni kosta, en taliö víst aö eigandi hans standi ekki eftir blásnauður. Minningarljóð um séra Jón Bjarnason dr. theol. í Winnipeg f. 15. nóv. 1845, d. 2. júní 1914. Eg horfi yfir 'hafiö, — Atlants-haf; þar hnigin er í vestri logskær sól. Hún hefir sent sinn síðsta geislastaf, og sjávardjúpiö mikla hana fól. Þaö sem var heitt þótt hallaö væri degi, vér hugðum að svo bráöla kólnaði’ eigi, og byrgöi fyrir sólu svona fljótt hiö svala djúp, og væri komin nótt. Eg horfi yfir hafiö, — tímans-haf, á 'hina fögru, löngu glæsibraut. Ei sifelt byrinn greiöan drottinn gaf, en greiðast lét hann fram úr hverri þraut. Á móti straumi’ og stormi heimsins köldum þú stóðst sem hetja í geystum tímans öldum. En nú er loksins komin kyrS og ró, þú kominn heim af lífsins ólgusjó. Eg horfi yfir hafiS, — dauðans-haí; þaS haf er aSeins litiS örmjött sund. Þótt sýnist horfin sólin þar í kaf, hún sést á ný, og eftir skamma stund. Nú stendur þú á ströndinni’ hinumegin, vér störum kvíSablandnir fram á veginn, oss sýnist yfir sundiS býsna strangt, en sú er bótin, — þaö er ekki langt. Eg horfi yfir hafiS, — Ufsins-haf, sem himin speglar undra stórt og vítt. þar stafa geislar drottins dýröar af á djúp hans náöar skært og unaSsblítt. I þessu skæra ljósi nú þú lifir. Ef lítur þú hinn gengna feril yfir, þá verSur margt er sýnist dimt og svart viS sól guös náðar aftur ljóst og bjart. II. Þig langaöi’ æ enn til Islands heim, þíns ættarlandsins foma kæra, þess bygðir aö sjá, og sveitum þeim þá síSustu kveöju’ að færa, og eftir þann fund aS fá þér blund í friðarins skauti væra. Þig langaSi heim, þaö Jand aö sjá, sem landiS var feöra þinna. Nú loksins er bætt úr þeirri þrá, og þrautina tókst aö vinna. Og vinina nú, . sem þráöir þú loks þér hefir veizt aö finna. Þú farinn ert heim til fööurlands, til friöarins lands á hæöum, í fagnaðar-landiö lausnarans, sem Ijómar af himins gæðum. Og dýrölegra er þar alt en hér á ísalands köldum svæöum. Þótt fagurt sé vorra feðra land, þá fegra’ er i dýrðar-laruii • þar vinnur ei ís né eldur grand, þar allur er horfinn vandi. Þar grædd eru’ öll mein, já, gleöi hrein í guös borg er ævarandi. Þar framliönir vinir fagna þér og fortíSar guSsmenn allir; þér útvaldra fagnar helgur her og herskarar drottins snjallir. Og lausnari þinn þig leiðir inn í ljómandi dýröarhallir. III. Nú ert þú fallinn, hetjan drottins hrausta og hellubjargiö vort hiS stærsta’ og trausta. I alda djúp nú er þinn dagur siginn. Nú ert þú hniginn. Þú barSist fyrir þjóðeminu þínu, aS þjóSin eigi týndi marki sinu, — þó ætíS laus við illa þjóöa-riginn. Nú ert þú hniginn. Þú baröist fyrir feöra þinna tungu, aö fest hún gæti rætur hjá þeim ungu, [(. og hér varst þú af engum yfirstiginn. Nú ert þú hniginn. Þú barðist fyrir þinnar þjóSar menning, aS þróast mætti hollra fræða kenning. Þér ávanst mikiS, öflug voru týgin. f Nú ert þú hnigínn. Þú barðist fyrir fomum kristindómi, I er fanst þér orpinn nýja tímans grómi. Þú óttaSist þar aldrei skörö i vígin. Nú ert þú hniginn. I ■ Já, þú ert hniginn. ei þó fyrir elli; þinn innri bmni lagöi þig aS velli, með hreinan skjöld og hvassan orðsins skjóma þaS hátt skal óma. Oft hart og títt þú hjörinn þunga reiddir, er högg til varnar orSi drottins greiddir. Þér mjög var sárt um drottins ‘helga dóma, það drótt mun róma. Þú drottins hetja varst um vora daga, þaö vottar jafnan íslenzk kirkjusaga. Og er þú félst, þú hneigst meö sönnum sóma, mun saman róma. j Þín saknar margur, sigurhetjan slinga, þú sverö og skjöldur Vestur-Islendinga. A meöan islenzk orð þar vestur hljóma, þig æ þau róma. Þín minning ei í kirkju Krists mun gleymast, meö kristnum lýö hún mun um aldir geymast. Og nafn þitt æ á lífsins bók mun ljóma. guðs lofgjörö róma. Valdimar Briem. —Nýtt Kirkjublað.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.