Lögberg - 08.10.1914, Blaðsíða 7

Lögberg - 08.10.1914, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. OKTÓBER 1914 7 Mesta styrjöld heimsins Meöal margra frægra manna, sem skrifað hafa og talaö um ófriðinn, er Roseberry lávaröur einn er um eitt skeiö var ráöaneytis for- seti á Englandi. Ræða hans, er hann hélt á Skotlandi, snemma í mánuöinum sem leið, fer hér á eftir. “Vér erum hér saman komnir á hátíðlegri stund í sögu þessa lands — miklu merkilegri heldur en yfir þetta land hefir liöiö nokkru sinni áöur, en þó er ekki nema mánuður rúmur, síöan að friður var yfir öllum löndum. Mánuöinn sem leið hefir herlið vort orðið að berjast fyrir lífi sínu gegn miklu ofurefli. Tvisvar er búið að aug- lýsa nöfn þeirra mörgu, sem lífið hafa mist, og verður það líklega gert oftar. Floti vor hefir verið í bardaga. Öll Evrópa er í upp- námi, einsog jarðskjálfti hafi yfir hana gengið, og dunar undan fótataki stórra hera. Hvilík breyting á svo skömmum tima og Evernig er hún til komin? Neisti í púðiurhaug. Það mun ekki verða uppskátt fyr en eftir á, sem gerðist að tjalda- baki, áður en ófriðurinn skall yfir. Vér vitum um fáeina atburði, sem •öllum eru augljósir, að Austurriki sagði Servíu stríð á hendur, að Rússar lýstu þvi, að þeir yrðu að liðsinna Servíu, að Þýzkaland kvað opp úr, að það þyrfti að hjálpa Austurríki, en Frakkar sögðust skyldir til að hjálpa Rússum. í rauninni sló hér rtiður neista í það mikla púðurbirgi, scm þjóðimar hafa verið að reisa í síðasta manns- •aldur — þann ógurlega púðurhaug, sem Evrópu þjóðir hafa verið að bera saman með mikilli kostgæfni og erfiði sem var illa varið. Þeg- ar hver hleður saman hertýgjum og vígvélum á móti öðrum, og heitir til þess öllu afli um langan tíma, þá kemur loks að því, ann- aðhvort að vopnin vegast af sjálfu sér eða að þjóðirnar segja: “Vér getum ekki lengur risið undir þess- ari byrði og þessari óvissu, það er betra að binda enda á þetta og taka saman strax í stað. Afstaöa vor. Hvemig komumst vér í stríðið? Af bréfum, símskeytum og við- ræðum, sem á milli fóm fyrir strjðið, munuð þér geta sannfærst um, að stjórn vor, og þá vitanlega hennar framsögumaður og fimi fulltrúi, Sir Edward Grey, reyndi til þess, bæði fimlega, rösklega og með óþreytandi áhuga, að brjóta uppá leiðum til þess að friður héldist. Eg álít, að hann hafi stað- ið illa að vígi, af því að tíminn var of stuttur og verið var að safna liði, meðan á tilraunUnum stóð, og þegar búið er að koma saman stórum her, er nálega með engu móti hægt að komast hjá ófriði. En hvað sem því líður, þá miðaði vor hlutdeild í málinu að því, að halda friði. 1 annan stað höfðum vér þess að gæta, að láta ekki sóma vorn og drengskap. Vér höfðum gert þann samning, er Frakkar og konungs- ríkið Prússland einnig undirskrif- uðtx, að ábyrgjast það, að Belgíu skyldi ekkert grand gert. Vér komumst að þeirri niðurstöðu, hvort sem hún var rétt eða röng, viturleg eða óviturleg, en eg álít hana bæði rétta og viturlega, að svo lengi sem nokkur þróttur fylgdi Bretlandi, þá væri því enginn ann- ar kostur en að halda heit sín við Belgíu, og að vér værum ráðnir í að standa við gefin loforð, ef Þýzkaland hefði fastráðið að rjúfa sín heit. Belgía stendur nú í björtu báli og er löðrandi í blóði, en bygðin er eydd; eitt af þeim stórveldum, sem sór að ábyrgjast hana, er orsök að þessu. Hversu lengi mun’di hin brezka þjóð liafa þolað ^ð horfa á slíkt fyrir dyrum sín- úm?. Þá hefðum vér vissulega farið á stað og orðið of seinir og séð sárlega eftir því, að hafa hik- að í upphafi. Stærsta stríð heimpins. Þetta er stórkostlegasta styrjöld, sem heimurmn hefir séð — langt nmfram allar aðrar styrjaldir sem veröldin hefir horft uppá. Orust- an við Eeipzig ('1813), þarsem Rússar, Prússar og Austurríkis- menn börðust gegn Napoleon og komu honum á kné, var kölluð þjóðorusta. en ekki börðust þjóðir þar; í þeirri orustu börðust stórir herir. En í þessum ófriði leiða þjóðirnar saman hesta sina. Hver vopnfær maður á fastalandi Evrópu hefir á þessari stundu gripið til vopna. Með öllum stór- veldunum, utan Italíu, er hvar vopnfær maður hertýgjaður. En svo stendur ekki á fyrir oss. Vér höfum aldrei lögleitt herþjónustu skyldu; vér höfum aldrei heimtað Það, að hver maður skyldi bera vopn fyrir ættjÖTð sina, þegar nauðsyn krefur. Góður málstaður. Eitt er algerlega víst í öllu þessu efni — þeir sem fara og berjast, munu berjast fyrir góðum málstað. Vér erum að berjast fyrir sjálf- stæði Belgíu gegn stórveldi sem ábyrgðist það og hefir eyðilagt það. Vér erum að berjast fyrir sjálf- stæði Frakklands, vinveittrar sam- bandsþjóðar, og vér erum að berj- ast fyrir því að alþjóðalög og sam- þyktir í Evrópu haldist, en þær rjúfast og verða að engu ef óvinir vorir sigrast. Þegar utanríkisráðherra Þýzka- lands var spurður, hvort hann ætl- aði sér að ganga á hlut Belgíu og rjúfa gerða samninga, þá svaraði hann: “Þið farið ekki í stríð út- af því — farið ekki að berjast út af pappirsmiða”. Stórveldi sem gengur þannig á gefnar trygðir er líklegt að fá rauðan belg fyrir grá- an. Kanslari hins þýzka rikis, er hann varði aðgerðir stjórnarinnar á þingi, sagði svo frá: “Vér viss- um vel, að vér gerðum rangt að ganga á hlut Belgíu, en vér vorum tilneyddir • að gera rangt”. Sú þjóðj sem byrjar stórmikinn ófrið með þvi að lýsa því, að hún standi á röngu, og að hún sé neydd til þess að gera rangt, er líkleg til þess að verða hart úti, ef guð horfir á frá himni sínum. Þarnæst berjumst vér ekki ein- göngu fyrir Belgíu, Frakklandi og helgi alþjóða laga, heldur berjumst vér fyrir oss sjálfa. Vér berj- umst ekki til landa, ekki til að auka einni ekru við lönd vor, né til að ná neinum' hagsmunum, lieldur aðeins til að tryggja frelsi vort gegn kúgun, sem væri óbærileg. Eg veit að hernaður hefir stað- ið á vorum dögum, er lokið hefir með því að eitt eða tvö fylki hafa skift um yfirdrotna. Þessum, sem nú stendur, mun ekki ljúka með því. Vér vitum að ófriði hefir lokið með því, að skaðabætur hafa verið greiddar, en þessum sem nú stendur, mun ekki ljúka á þá leið. Ef vér erum sigraðir. Látið yður ekki annað til hugar koma, en að nú verði barist til þrautar. Ef oss verður komið á kné nú, þá eigum vér aldrei við- reisnar von. Eg ætla ekki að biðja yður að hugsa það eitt augnablik, að þér verðið undir, en ef þér viljið ekki verða sigraðir, þá verð- ur hver maður, sem er fær til land- vamar, að ganga á hólminn. Gerum okkur nú i hug, að oss verði komið á kné. Ekki býzt eg þó við að land vort yrði lagt við annað riki, svo sem skatt'and. Það er óhugsanlegt, að horfa upp á út- lenda einkennisbúninga, útlenda löggæzlumenn, útlend lög, útlenda skattheimtumenn í landi voni. En annað er liklegt, til að koma fyrir, ef vér værum sigraðir, — að vér yrðum að smáveldi, lifðum á góð- vild og náð þess sem væri oss meiri, herlið vort takmarkað. flot- anum skorður settar, ríki voru skift upp á milli þeirra sem yfir oss gengju. Vér yrðum svo lágt settir, að vér getum ekki gert oss það í hug. ! Ef sú læging biði vor, að verða smáríki, álíka sett og eg nú lýsti, þá mundi eg fyrir nntt leyti af öllu hjarta heldur taka þann kost- inn, að öll þjóð vor, einsog hún er, færi í útlegð eða fengi bana, og skildi landið autt eftir handa betra og þróttugra kyni. Vér skulum sigrast. Xér mttnum sigri ná vegna þess að þjóð og veldi slíkt sem okkar er, verður ekki að velli lagt með öðmm eins hernaði og þessi er. Vér munum ná sigri vegna þess að þjóð vor er sammála og sam- taka betur en nokkru sinni fyr. Vér munum sigrast vegna þess að lönd vor fyrir handan höf keppast hvert við annað að veita oss lið, með fé, vistum og herliði. Umfram alt er sú ástæða til þess að vér munum sigrast, að vér höf- um hreinan, háleitan og góðan mál- stað, og vér getum skotið máli voru með auðmjúku, en að minni hyggju fullkomnu trausti, til hans, sem “líknar striðanda lýði”. Stríðshundar Flest blöð um víða veröld eru full af stríðsfréttum um þessar mundir. Þar er sagt frá borgarbrennum, mannfalli, vöruflutninigum, hrossa- kaupum líknarstarfsemi. liðsafla og ótal öðrum atriðum. En þar er sjaldan eða aldrei getið um hunda. Þeir vinna þó hlutvek sitt þar engu síður en menn og hestar og vélar. í flestum löndurn Norðurálfunnar er hundum kent að njósna, flytja boð og leita að særðum mönnum á vígvöllunum og hjálpa þeim. Þýzkaland, Frakkland, Rússland, Austurriki og ítalía hafa öll sína stríðshunda. En líkast til hafa þeir orðið Prússum fyrst að liði. Þeir hundar einir, sem eru námfúsir og sterkir og geta iþolað illa meðferð, eru notaðir til þessara starfa. Fyrst er þessum hundum kent að flytja bréf og skotfæri til þeirra, sem fremstir standa í fylkingum. Fjallaloft. Um jörð og hjörð er heiður friðarbjarini. Hér hallast bygðin örugg fjalls að barmi, og býlin hvíla sæl og sumarheit í sólgljá undir léttum jökulhvarmi. Hér má sjá íslenzkt yfirbragð á sveit, við eyðisvæðin há og mikilleit. Til þeirra er sem eðlið þjóðar víki frá ósaversins dauða, lygna síki. • Svo fljótt manns hugur vex frá þaki og vegg i víðáttunnar hljóða, stolta ríki. Hjá einum lífteig lofts af tindsins egg er lágsléttunnar andi bragðlaus dregg. —Hér stígur landið hátt sem borg af hæðum með hjallaþrepin ábreidd grænum klæðum og gljúfur sker úr hömrum handarrið; þar hlær við fljót af grjótsins þúsund æðum, sem brýzt með laxastökk og strengjanið fram stigans rimai;, út um fjarlæg hlið. En annað flóð berst hér af lengri leiðum; það líður fram af öræfanna breiðum, það brynnir öllu og strýkst um strá og grein, sem stara loftþyrst móti bláunt heiðum. Þar örninn siglir hart þess heiðu unn, en hreinninn leikur niðri, við þess grunn. — -----Að lifa sér, að vera alls sá eini, er ódauðlegi viljinn mikli, hreini. Eg veit hvað er að fagna í fjallsins geim ög finn hér leggja ílm af hverjunt steini. Sú dýpsta sjón hún sýnist alÖrei tveim. — Eg sakna ekki neins um víðan heim. . Mér þykir hér sent skugginn sjálfur skíni og skifti urðin svip í tíbrár líni. Hér lógar djásnadýrð unt stegg og hæng, sem dreypa á sig lofts og strauma víni, En klettsbrún hnyklast efst hjá ungans sæng. sem á að bera landsihs hæsta væng. Sem öfug hylling hvelfast fljótsins álar; þar himininn í vatnslitum sig málar. Hér speglast mér í köldum hantrahyl sú hæð, sem geyrnir andrúm minnar sálar. Hér finn eg himins elda breiða yl um öll þau djúp, sem hjarta mitt á til. Eg man þig heiðasveit þó dagar dvíni og deyi öll þín blóm í hvítu líni. Þinn andi hefir svalað rninni sál; eg sé þig enn og drekk af þínu víni. Ó fjallakyrð, sent á ei mannlegt mál, ó máttarveig af himnadjúpsins skál. EfNAR BENEDIKTSSON. —Itigólfur. Seinna er þeim kent að leita að særð- um mönnum. Þegar þeir finna særð- an mann, gelta þeir af öllum mætti til þess að vekja athygli líknarliðs- Lns. Ef svo stendur á, að enginn get- ur komið samstundis til hjálpar, þá taka þeir húu hermannsins eða rífa stykki úr fötum hans og hlaupa með það til líknarliðsins. Þegar þeir ná i það, vísa þeir því Ieið til mannsins sem særður er. Þessir hundar þokkja líka óvin- ina. Þegar þeir sjá þá, gelta þeir i ákafa. Þeim er kent það á þann hátt, að menn eru látnir fara t út- lendan einkennisbúning. Þegar hund- arnir sjá þá, gelta þeir. Á meðan hundarnir eru ekki fullnuma, eru þeir eldri látnir fylgja þeim, svo að þeir yngri megi læra af hyggindum hinna. Stríðshundar flytja hermönn- um skotfæri jafnótt og þau eyðast, meðan á áhlaupum stendur. Þegar áhlaup er gert, verður kennari hund- anna að halda sig hjá skotfæra- vögnunum, er hann grunar að skot- færi séu þrotin hjá hermönnunum, þá sendir hann hundana á stað. Ber hver hundur 150 skothylki í þar til gerðri tösku á bakinu. Hlaupa þeir eins og fætur toga með þessa dýr- mætu byrði til hermannanna. Þeg- ar taskan er tæmd, hlaupa þeir jafnharðan aftur til baka til að sækja nýja byrði. A þessu gengur meðan áitlaupið stendur yfir, eða þangað til morðvopn óvinanna leggja þá að velli; kemur það oft fyrir. Ef þessir hundar særast, en kom- ast þó lífs af, er mjög erfitt að fá þá til að fara aftur um þær slóðir, þar sem þeir hafa særst. — Svo skynsamir eru þeir, að einungis her- menn úr þeim flokki, sem hver hundur heyrir til, fær að taka skot- færin úr töskunni. Þegar áhlaupi linnir, eru hundarnir sendir út á vígvöllinn til að leita aS hinum særðu. í rússneska hernum er htVidunum því nær eingöngu kent að hjálpa líknarliðinu. Hafa St. Bernhard’s hundarnir reynst bezt; þeir eru sterkir og þolbetri en flest- ir aðrir hundar. Er ábreiða bundin á bak þeim með merki Rauða Kross- ins. Undir kverkinni bera þeir dá- lítinn poka. Eru 1 hortum sáraum- búðir, brennivín og meðul. Þegar þessir hundar finna einhvern, sem ekki getur sjálfur búið um sár sín, hlaupa þeir skemstu leið eftir hjálþ. Þessir hundar eru ekki kallaðir stríðhundar, því að þeir eru að eins notaðir til þess að hjálpa þeim sem særðir eru. Þessum hundum er mjög hrósað fyrir það, hve ótrúlega vel þeim gengur að rekja spor manna, og það er sagt áð þeir séu eins fljótir og beztu læknar að finna, hvort særðir menn eru lifandi eða ekki. Ef þeir þefa af föllnum manni og halda svo leiðar sinnar, má ganga að því vísu, að það er ekki ómaksins vert að leita að lífsmarki með honum. Þess vegna halda þeir áfrarn til að leita þeirra, sem hjálpar þurfa. Þannig vinna þessi dyggu dýr dag eftir dag og nótt eftir nótt. Þeir eru vissulega sannir Samverjar í styrjöldinni, sem nú geysar í Norð- urálfunni. Því að öll þau ríki, sem þar berast á banaspjótum, hafa þessa hunda, og þeir verða áreiðan- lega mörgum manni daglega til ltfs. Vandaðar vörur. Arlegar Jóla- Ferðir Kjósa má um leiðir ■ N Fimm mánaða farbréf NIÐURSETT FARGJOLD TIL AUSTUR HAFNA í sambandi viö farmiða til Gamla landsins DAGLEGA—Nov. 1. til Ðes. 31. Nákvaemar upplýsingar gefnar þeim sem æskja þess af öllum Can- adian Northern agentum eða R. Cf^EEL^Ni Cen. Passenger Agent WINNIPEC Kvcðja Skaftfellinga til SIGURÐAR EGGERZ ráðherra. Göfgi vinur, — vegir skiljast, víst skal sæmdar unna þér I Þó er ekki þess að dyljast: þin úr hópnum söknum vér, — þín, sem eins og bezta bróður breytir við hvern smælingjann, hógvær, lipur, ljúfur, góður, leiðir, gleður, styður hann. Réttsýnn hugur, rögg og snilli ríkulega’ er gefin þér, — sátt og friðinn flokka milli framar öllum barstu hér. Viljinn þinn með dug og dáðum drjúgum nýja framsókn ól, — þér til sóma’ í sýslum báðum saztu’ á þínum veldistól I Svo mun enn þót sess þinn hækki sóma þjóðin af þér fá, þó að ábyrgð þyngist, stækki, þínum breiðu herðum á. Velferð þjóðar vættir góðar varpað hafa þér á bak, — ber til gæfu þér og þjóðar þetta dýra Grettis-tak! Vertu allra Islendinga óskason í framtíð kær, — sverð og skjöldur Skaftfellinga, sköp þótt oss þig beri fjær! — Kveðjum allir hugum hlýjum héraðskæran sýslumann! Krýni gæfan glöðum, nýjum geislum íslandsráðherann. Guðm. Gudmundsson. —Vísir. Innlendur iðnaður. Framkvæmdarnefnd Iðnaðar- mannafélagsins í Canada hefir sent umburðar bréf til allra meðlima sinna. Þetta bréf er fult af holl- um og heilnæmum kenningum og góðum ráðum. Þar er sýnt fram á hvernig verksmiðju eigendur og iðnaðarmenn þessa lands geta hjálpað til að bera byrðina, sem ó- friðurinn hefir kastað á herðar landsmanna. Bréfið minnir meðlimi sína á það, að hvað sem stjómin kunni að panta hjá þeim í þarfir her- manna vorra, þá beri þeim að muna eftir því, að ekkert sé nógu gott handa þeim, nema það bezta. “F.f þér er ætlað að leggja til skó handa hermönnum okkar, þá mundu eftir því, að það þurfa að vera vandaðir skór, því að fótsár hermaður er ónýtur hermaður” segir í bréfinu. “Gleymdu því að þú getur haft auka hagnað af því sem stjómin pantar hjá þér. Mundu það, að baráttan sem, Canadá stendur í er barátta fyrir frelsi og velmegun hvers einstaklings sem í landinu dvelur, og þú getur á engan hátt betur stutt vom málstað, en með því, að sjá um, að stjómin fái fult verðgildi penihga þeirra, sem hún borgar þér.” Bréfið áminnir meðlimi sína um að hjálpa Canada til að standa fjárhagslega á eigin fótum. “Vér ættum að kaupa alt það óunnið efni sem til iðnaðar þarf af mönnum, sent búsettir eru i landinu. Ef Þáð er ekki til í landinu, þá innan hins brezka ríkis. Sá hagur sem vér kunntim að geta haft af því, að kaupa sumar vörur frá hlutlausum löndum. er einskis virði i saman- burði við það góðverk, sem þér vinnið með því að veita Canada búum eða brezkum þegnum at- vinnu. Hver einstaklingur i Can- ada ætti að vinna í sömu átt; hver einstaklingur ætti fremur að kaupa þær vömr, sem búnar eru til í landinu, heldur en þær sem fluttar eru inn frá öðrum löndum. Blöð og tímarit minna menn stöðugt á þessa skyldu og þeir ættu að vera svo miklir ættjarðar vinir, að þeir láti það ekki sem vind um eyrun þjóta. Það sem ætlast er til af verksmiðjueigendum er það, að þeir gangi á undan öðnim með góðu eftirdæmi.” HVÖT til Goodtemplara og bindindisfélaga. Starfið, bræður, standið þéttir saman, stórskot hefjið Bakkus þrælinn á, hildarleikinn hefjið öflga^i, raman, hann svo verði’ að hverfa virkjum frá. Það er sæld og sómi okkar, landa, að siga fram, þótt aldan rísi hátt, og vernda börn og bæi frá þeim vanda, að brimsog hennar mylji þau i smátt. J. H. Arnason. íslenzk kol. Skömmu eftir að alþingi hafði kosið nefndina til þess að sjá landsmönnum fyrir lífsnauðsynjum meðan á ófriðnum stendur, sneri hr Guðm. E. J. Guðmundsson sér til nefndarinnar og fór þess á leit við hana, að hún veitti sér 8,000 kr. lán til þess að reka kolanámugröft Dufansdal í Arnarfirði. Eru þar, sem kurmugt mun vera, kol mikil í jörðu og hefir verið gerð tilraun með þau þar vestra og kváðu þau hafa reynzt mjög vel. Nefndin gaf umsækjanda þá það svar, að hún myndi taka málið til íhugunar við fyrsta tækifæri og síð- ar tjá honum álit nefndarinnar um málið. Svarið kvað enn þá eigi vera komið. Oss virðist boð kaupmannsins full- komlega þess vert, að það sé athug- að nánara. Það er sönnun fengin 1 fyrir því, að töluverð kol eru í jörðu í Dufansdal. En hingað til hefir að eins örlítið verið unnið af þeim, að eins nægilegar kolabirgðir teknar af bændum í grend við námuna. Mun það aðallega stafa af því, að fáir eru hér i landi svo efnum búnir, að þeir geti lagt fram fé til fyrirtækis sem | þessa Menn fróðir í þessum grein- \ um kveða það vafalaust, að góð ofn- j kol séu í jörðu, þegar dýpra er grafið, þar sem sú kolategund, sem ALLAN LINE Konungleg Póstgufuskip Frá Montreal Frá Halifaz til til Liverpool og Glasgow Glasgow FARGJOLD A FYRSTA FARRÝMI.......$80.00 og upp Á ÖÐRU FARRÝMI.........$47.50 og upp A pRIÐJA FARRÝMI.......$31.25 og upp Fargjald frá fslandi (Emigration rate) Fyrir 12 ára og eldri......... $56. t« “ 5 til 12 ára............. 28.05 “ 2 til 5 ára............... 18,95 “ 1 til 2 ára............... 13-55 “ börn á 1. ári............. 2.70 Allar frekari upplýsingar um gufugkipaferÖimar, far- bréf 0g fargjöld gefur umbotSsmaíSur vor, H. S. BARDAL, horni Sherbrooke og Elgiu, Winnipeg, sem annaat um far- gjalda sendingar til Islands fyrir þá eem til hana leita. W. R. ALLAN $44 Matn 8t., Winnlpef. ACaJumboÖHmatSo- tmmiiUuuSl. ST0FNSETT 1882 LÖGGILT 1914 D. D. W00D & S0NS, ------------LIMITED---------------- verzla með beztu tegund ,af = K O L U M = Antracite og Bituminous. Flutt heim til yðar hvar sem er í bænum. Vér æskjum verzlunar yðar, SKRIFST0FA: 904 Ross Avenue herni Arlington TALSlMI: Garry 2620 Private Exchange Lófalestur KARO Hinn nýi lófalesari EftirmaSur Crescentla og Iæri_ svetnn hins fræga Cheiro, frá Regent St., London. 8 Stobart Block 290 Portage. F. Main 1921 ViSlátinn: 2 til 6 og 7 til 9 Gjald: $1.00 og $2.00 TALS. M. 4021 328 SMITH ST. Maple Leaf Wine Co. Ltd. Alskonar áfengir drykkir og bjór. SjéRSTAKT: Portvín $1.35 galionlð. “ 40c. potturinn Brennivín $1.00 flaskan. efst liggur í Dufansdal. hefir þó reynst sæmilega vel. En bændur hafa auðvitað látið sér nægja að taka þau kol, sem efst liggja. Það virðist hér sem gott tækifæri bjóð- ist nú til að ganga úr skugga um hvort virkilega séu góð> ofnkol í nám- nnni í Dufansdal. Reyndist það vera svo, væri þessum 8,000 kr. vel varið. En þó svo væri, að eigi væri nægi- legar kolbirgðir í námunni til þess að rekstur hennar svaraði kostnaði, ■þá virðist upphæð sú eigi svo gíf-1 urleg, að landssjóði sé hún um megn. j Enda er hér að eins talað um lán, sem viðkomandi kaupmaður, og menn þeir, sem bak við hann standa, án efa eru færir um að greiða lands- sjóði aftur. Guðmundur kaupmaður hefir sýn- ishorn af kolunum; hefir hann reynt þau hér í Reykjavík og sú tilraun borið ágætan árangur. — Morgun- btaðið. Dominion Hotel MainSt. - Winnipeg Björn B. Halldórsson, eigandi. Bifreið fyrir gesti Sími Main 1131. - Dagsfæði $ 1.25 ft NECESSITIES at LOWEST COSI m Trjáviður, kol, hveiíimjöl, epli, stólper og vírgirðingar og vélar til landvinnu alt fyrir miklu minna verö heidur en þér keyptuð með gamla laginu. IComisT í samband við —hið mikla samvinnu féiag, erbændur hafa stofn- að til hagsmuna baendum, Skrifið eftir upplýaingum FURNITURE OVfiRL * *!D

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.