Lögberg - 15.10.1914, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.10.1914, Blaðsíða 2
Austur í blámóðu fjalla. Ferðasaga eftir . Aðalsteiti Kristjánsson Þá var nú þessi langþrátii dag- ur upprunninn, eftir rúirta þrettán ára biö. Þrettán ár eru langur kafli jafnvel úr langri mannsæfi. Sérstaklega er það langur kafli, ef honum er illa og ógætilega varið, og því miSur höfum við mörg af okkur meiri ástæðu en æskilegt væri til að finna til þess að við höfum varið liðnu árunum mjög ógætilega. Klukkan sjö að morgni þann 24. júní var eg búinn að taka saman “föggur” mínar og tilbúinn að þjóta af stað. ímyndunarafl mitt var búið að dvelja svo lengi í heimi þessarar ferðar, að þhð var farið að hafa áhrif á mig. Mér fanst jafnvel að sjóloftið læsa sig i gegnum lungun, áður en eg komst á járnbrautarstöðina í Winnipeg. Ketill hængw. Þegar við komum á brautar- stöð C. P. R. félagsins, þá beið Ketill hængur þar albúinn. Fyrir ókunnuga er það máske viðeigandi j að gera grein fyrir því, hvemig FJetill fékk auknefnið “hængur”. I Hann þótti þegar á unga aldri einkennilegur og erfiður viðfangs, og ekki við allra hæfi. Og þó hann hafi ætíð verið í förum um' þvert og endilangt landið og mörgu kynst og margt reynt, þáj samt hefir hann aldrei þótt félags- legur eða frændrækinn, mannúð-1 legur eða margskiftinn. “Ölýginn 1 sagði inér”, að þar við bættist að j hann væri hundheiðinn, — tryði ekki eintt sinni á mátt sinn og meg- inn. Hann þarf afar mikið fóður og að sama skapi einkennilegt. Lögur einn mjög forn og einkennilegur erj honum mjög “þægileg fórn”. Er lögnr sá mjög líkur þeim legi, sem Ásaþór neytti forðum með svo mik- illi áfergju, að jörðin ber þess merki enn þann' dag í dag. Ketill hefir meltingarfæri mjög einkenni- leg og óvanaleg, því hin önnur fæðutegund sem hann neytir hvað mest, er viðartegund mjög forn og torkennileg fyrir elli sakir. Ef Ketil brestur forða af þessum tve'mur fæðutegundum, þá neitar hann með öllu að vinna þokast ekki eintt sinni úr stað, hvorki með illu né góðu, bannfæringum eða bless- unarorðum. Af þessum ástæðum hlaut hann auknefnið hængur. Okkur til mikillar ánægju virtist Ketill vera í bezta “skapi” þenn- an morgun og hafa nægilegt at' öllu fyrir sig, enda sýndi hann það fljótt i verkinu, með því að leggja leið sína austur um hinar bungu- breiðu sléttur Austur-Canada. Rakti hann leiðir allar mjög kunn- uglega, enda hafði hann víst oft rakið þessar slóðir áður. því hann hefir víða farið og margt reynt og er ætið í fararbroddi. Og þó er honttm aldrei veittur sá heiður að vera aðalforinginn, og eru það ágiskanir manna. að það komi til af því að hann er aldrei félagslegttr eða við alþýðu hæfi, og af sömu ástæðu er það víst að hann fær aldrei “titla eða orður”. Þvi konungar hafa aldrei munað eftir honum til þess af “náð” sinni að veit ahonum svo mikið sem “kamerherra” tign. Austur auðnina til Montreal. Það bar mjög fátt til tíðinda austur sléttumar. Það er að vísu ekki rétt að kalla það sléttur, þegar maður talar um Austur-Canada í heild sinni. Því þar em melar og urðir, lækir og lautir, hæðir og hólar og pollar og vötn; og tals- verður skógur, þó óvíða mjög gagnlegur til húsabygginga. Viða er þar afarmikið af sandi og möl, sem er mjög mikilsvirði til bygg- nga. að öðm leyti er landið mjög lítils virði á afarstórum svæðum. Og fellur manni það mjög þungt, ef maður ber nokkra rækt til Canada, að þar skuli vera svo mik- ið af landi. sem virðist fordæmt til þess að vera eyðimörk, þar sem þó ekki er eiginlega um neina nátt- úrufegurð að ræða. Á einum stað höfðu þeir lagt járnbraut meðfram þessum sand- malarhæðum og vom þeir þar að ferma vagna með gufuskóflum, á meðan Ketill hængur “sat að drykkju”, og tók það þá fjórar mínútur að femta hvern vagn. Það gæti verið góð búmannseign að eiga eina þesskonar urðarhæð nálægt Winnipeg, meðan svo mik- ið er um byggingar. Okkur leið vel, eftir þvi sem manni getur liðið þegar hann er Iokaður inni í vagnklefa. Það 1 var bjart veður og sólskin, en ekki neinn tilfinnanlegur hiti. Við komum til Montreal kl. átta að morgni þess 26., eftir 48^2 stundar j ferð frá Winnipeg. Arinbjöm Bardal hafði orðið okkur samferða alla leið. og kom það nú að góðu haldi að hann var talsvert kunnugur, því þar urðum 1 v'ð að búa heilan dag. Arinbjörn er bæði frár og framgjam og hinn kátasti, en það er ekki öllum hent að vera með honum, því hann er mjög gefinn fyrir að leita á brekk- una, enda var hann fljótur að finna hæsta “fjallið.” i Montreal ; og sýna okkur þaðan “öll ríki veraldar og þeirra dýrð”. Og var 1 þaö meira en lítil freistni fyrir veiklynda viðvaninga einsog mig og mína líka; en ekki virtist það hafa nein sjáanleg áhrif á minn margreynda leiðsögumann. Eitt það tilkomumesta , sem við sáum í Montreal var hinn afar stóri grafreitur, sem er utan í mjög hárri hæð, og er þaðan mjög fag- urt útsýni yfir borgina og fljótið. Grafreitur þessi hefir margar mjög myndarlega gerðar gralhvelfing- ar og sumar talsvert gamlar. Um- sjónarmaðurinn sýndi okkur í gjgnum íikhúsið, og allan útbúnað þess. Er líkbrensla þar talsvert algeng, og sýndi hann okkur ösk una, sem er geimd i dálitlum leir- krukkum. Klukkan sjö um kveldið fórum við um borð i Allanlínu skipið “Corsican” og fylgdi Arinbjöm Bardal okkur um borð; hann bjóst við að leggja af stað til Noregs nokkrum dögum síðar, á fulltrúa- þing Goodtemplara. en þama urð- um við að skilja, og eg held nærri| því að okkur hafi báðum þótt það lakara, að geta ekki orðið samferða I lengur. Gamlir zdnir. Endurlit. Eg hafði vaknað snemma þenn-| an morgun, mér fanst þegar eg vaknaði, að loftið sem streymdi inn j í vagnklefann, væri eitthvað breytt frá því sem það hafði verið svo! mörg—mörg ár. Og þegar eg kom út i dymar á vagninum, og sá; daggarperlurnar regnbogalitar glansa og glampt á smára blö&- um og blómum, þá efaðist eg ekki lengur um að við væmm að nálg- ast hafið. — Grasið var að verða j fingerðara og fjölbreyttara, og eg i fann svo glögt og greinilega að hér var ættarmót við það sem eg hafði alist upp við. Mér fanst daggar- j perlumar brosa til mín, vitanlega | eins og töpuðum vin — dálítið I þunglyndislega—og mig langaði til 1 þess að þjóta út í grasið og sjá þær I hrynja niður á skóna mína, eins og þær höfðu svo oft—oft gert þegar j eg var þeirra skilgetinn bróðir—já, j og svo undurlítill. Mér fanst eg , hlakka til að komast út á hafið, j þetta stórveldi almættisins, sem | enginn jarðneskur konungur eða keisari getur drotnað yfir, hvorki í orði eða anda. Maður getur ekki ytirgefið jafn- voldugt tækifæranna land einsog Canada er, án þess að komast í al- varlegar hugleiðingar, jafnvel þó maður voni að það verði aðeins um stundar sakir; sérstaklega ef mað- ur hefir reynt að berjast dálítið einn síns liðs, þó maður sé vit- anlega ætið hverfult sandkorn \ í blekkjabandi samtíðarinnar. Það em sjálfsagt sameiginlegar tilfinn- ingar flestra, sem eru að leggja upp i langferð, að staldra við, og lítillega athuga manns eigin litlu þátttöku í samtíðinni. Þá getum við vanalega bezt dæmt okkur sjálfa. Þegar síðasta peðið í hverju tafli er af borðinu, sérstak- lega ef okkur gefst tækifæri til að reika svolítið til hliðar að taflinu enduðu. Það er fátt þýðingar- meira, hvað lítið sem það er sem maður er að berjast við, eða berj- ast fyrir, en að geta sjálfir séð yfir okkar eigin verksvæði; en til þess þurfum við að staldra við, með útsýnið fyrir neðan, en ekki ofan. Tveir samferðamenn. Þann 27. júni var *alt tíðinda^ laust; þá vorum við á leiðinni ofan | St. Lawrence fljótið, i mjög björtu og hagstæðu veðri. Viðurgjörn- ingur allur hinn bezti og þjónarnir á skipinu hinir þægilegustu. Far- þegar flestir úr AusturJCanada og allmargir úr Bandarikjunum. Margt mjög vel mentað myndar fólk. þar á meðal Dr. James L. Hughes rithöfundur og menta- frömtiður og aðal umsjónannaður skólanna i Toronto fChief In- spector of Schools). Dr. Hughes er 68 ára gamall, það mætti rétt eins vel segja 68 ára ungur, því hann er unglegur bæði að sjá og heyra, nijög frjáls og framgjarn í anda, og hinn fyrirmannlegasti. Heldur þótti mér hann vera fá- fróður um ísland, og reyndi eg aö leiðrétta hann, að svo miklu leyti sem mín litla þekking leyfði. Átt- um við oft tal um ísland á ferðinni yfir hafið, og óskaði hann þess að sér mætti auðhast að lifa það að I sjá ísland, og skildum við báðir dá- I litið fróðari eftir en áður, vitan- i lega sinn með hverju móti. Dr. Hughes er bróðir Col. Hughes, sem margir íslendingar kannast við. 28. júní (sunnudagur), spegil- J slétt fljótið og bezta veður og sól- | skin; allir í bezta skapi. Guðs- I þjónustur bæðr kvelds og morgna. Við fórum framhjá þar sem “Em- press of Ireland” sökk, kl. eitt á sunnudaginn; voru þá vitanlega allir í fasta svefni. Það fanst mér eg geta séð á allmörgum andlitum, sérstaklega við *kvöldmessuna, að þeim voru slysin í fersku minni, enda er það ekjíi á móti von, því I reynslan sýnir að útbúnaður okkar ! mannanna er sem reykur og ryk í | ölduróti náttúrunnar, og þegar við | berum okkur borginmannlegast og j þykjumst færir að mæta hverju sem að höndum ber, þá rekum við okkur ljósast og áþreifanlegast á það, hversu skammsýnir og glám- skygnir við erum. Það er talsvert áhrifamikil sorgarsjón sem maður getur dregið upp svo ljóst og greinilega í huga sinum, þegarj maður er í náttmyrkri úti á hafi! og heyrir öldumar þungar og stynjandi velta sér upp á skipshlið- ina, og maður hugsar sér hyldýpið undir—ísjaki—ísjaki — skip rekast' á! Þó em altaf skjo og ísjakar að rekast á, og altaf skip að sökkva, I stórog stná, fleytur og byrðingar. Og við gætum svo oft hjálpað í margskonar sjávarháska, en þá' er- um við ekki viðbúnir — þekkjum ekki kalliS fyr en um seinan, máske skiljum aðeins það kallið sem er síðast allra, eins langt og mána- skinið lýsir okkar einstaklings til- vera leið. Annar sá tilkomumesti maður sem eg kyntist á leið minni. var líka frá Toronto, Mr. W. F. Moore, yfirmaður drengjaskóla í Toronto. Við tefldum oft saman og hittist svoleiðis á, að eg tapaði þvi fyrsta en vann það síðasta, og er eg þess fullviss að honum féll eins illa að tapa því seinasta, einsog mér því fyrsta, og var það máske eðlilegt, þvi hann var virkilega betri tafl- maður, heldur en eg, enda þarf nú ekki mikið til, og er nú smátt til tínt. 1. júlí. Hræsvelgs himnafari hefir verið að erta gýmir í allan morgun, svo nú er hann ýlgdur og hinn grettasti og hótar öllu illu. Svo hefðarfrúr og stássmeyjar eru hvergi óhultar stafnanna á milli, og reyna þær nú að láta svo lítið á sér bera sem þær geta. Nokkrar reyna þó að fara allra sinna ferða, en þá grettir Ægir sig enn þá meira og glottir fyrirlitlega, og er hinn hryssingslegasti, svo að jafnvel þær sem eru mest “be- coming” þora ekki að opna munn- inn, nema með mestu varúð.— Það hafa víst flestir sem eitthvað hafa ferðast tekið eftir því, hversu létt- ur leikur það er fyrir eina vel vaxna haföldu, að skola á burt öll- um mannlegum hégóma, með svo yfirnáttúrlegum hraða, að' stirð- lunduðum viðvaningum einsog mér, er það yfirnáttúrleg töfrasjón. Þann 4. júli sáum við strendur írlands. Höfum haft storm og regn í allan morgun. Það er rétt eins og strið og barátta íranna hafi haft áhrif á veður og vind, því við höfum haft mjög hagstætt veð- ur, því sem næst alla leið, þar til við komum hér, í1 hinn svokallaða írska sjó. Síðan hafa náttúruöflin verið að skopast að mannlífinu, með því að skiftast i fylkingar og flokka og berjast með drótnunar- gimi og rangsleitni fyrir ímynd- uðum yfirburðum. Það er ein- kennilegt þegar hvergi sér til lands og það er stormur og regn. Hafið veltist áfram “hvæsandi og sog- andi” og skýabólstrarnir þeytast áfram með eldlegum hraða út við sjóndeildarhringinn, með allskonar stærð og lögun hver í kapp við annan og hver í gegn um annan rétt eins og þeir ættu lífið að leysa. Manni finst að þeir mynda skugg- sjá landa og lýða, og skapa leiksvið og leiktjöld útflúruð með allskon ar skrimsla og skripa myndum svo stórvöxnum og hrikalegum að það verður alt að því ofraun fyrir mannlegt auga að fylgja þeim svo hátt. að maður geti lesið út háðið og fyrirlitninguna. Ekki aðeins jafngóð- ur þeim bezta heldur BETRI PÚUier Þann 5. júli áttum við von á að stíga á land í Glasgow, svo nú voru vitanlega flestir á einn eða I öllum verzlunum E. L. Drewry, Ltd. WINNIPEG annan hátt að búa sig undir fram- hald ferðarinnar. Voru þar til taks á skipinu mjög handhægar vasabækur með litmyndum, bæði fyrir Skotland og Noreg og Sví- þjóð ('vitanlega alt gefins), svo og upplýsingar, í mjög fám orðum um það, hvernig haganlegast væri að ferðast, til þess að sjá helztu sögu- staði þessara landa. Hvar var nú ísland? Eg hafði verið að berjast við að gefa dálitlar upplýsingar, eftir því sem eg gat, um hina fögru dali og tilhögun milli fjalls og f jöru; en nú, þegar við vorum komin svo tiltölulega nærri, og nágrannaþjóðimar tóku tækifærið til þess að leiðbeina fegðamönn- um, sem vitanlega i flestiun tilfell- \ um, vita svo sáralítið um Island. Hvar voru nú bóka béusarnir ís- lenzku? Hafði þá Island ekkert að bjóða. í samanburði við ná- grannalöndin? eða var frágangur landsmanna svo bágborinn í einu og öllu, að þeir fyriryrðu sig fyrir að laða gesti? Ef svo var, þá var löndum mínum vitanlega vorkunn, þótt þeir ekki hefðu drift eða manrænu til þess að eiga þátt í ferðamanna heimboði með ná- granna þjóðunum. Þessum og ótal fleiri spurningum vonaðist eg eftir að geta svarað að minsta kosti fyrir mig. Hið niðursetta verð á vörum þeim sem hér fyrir neðan eru nefndar, gildir fyrir alla vikuna í Þykk karlmanna ullar nœrföt, sem vanalega eru seld á $1.35 fást nú fyrir 89 cts. Karlmanna Glóvar og vetlingar fóðraðireða ófóðraðir, vanalega á $1.25 parið, fást nú fyrir 69 cts. Drengja stúlkna peysur allar teg- undir, vanalega seldar 75c og $t, fyrir 49 cts. Karlmanna al-ullar prjónapeysur síðasta geró og litir, vanalega seld- ar á $4.5o, fyrir $2.48 Snúnir ullar e^a cashmere sokk- ar, vanalega seldir á 35c, söluverð 6 pör fyrir $1.00 Kadmanna n Elxcelda n vasaklútar. Tylftin á 65 cts Karlmanna vinnu og spariskirtur sem eru alt $1.50 virði en fást nú í fyrir « 89 cts. Sérstök kjörkaup á ,.House Waists” hvítum eða mislitum, þér getið valið úr fyrir 50 cts Barna ullar nærföt selcl fyrir aðeins 13 cts SKOFATNAÐUR FYRIR FJÖLSKYLDUNA FÆST HÉR AFAR ODYRT The White Store 696 Sargent Avenue Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.