Lögberg - 15.10.1914, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.10.1914, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER 1914 7 í Winnipeg— Qott Kaffi í síðustu tvo mánuði hefir verið mjög erfitt að fá hreint og gott kaffi í borginni. En nú getum vér látið yður í té betra kaffi en áður hefir verið á boð- stólum, fyrir sama verð og áður. Elckert styrjaldar verð hjá oss. 35c pundið eða 3 pund fyrir $1.00 40c pundið, eða 3 pund fyrir $1.15 Ábyrgst, að öllum líki það, eða pen- ingum skilað aftur. Vér flytjum einnig inn góð- ar tegundir af Te og Cocoa. Vér böfum til tilbúinn “Pudding” (með hvaða keim sem er.) Hreinasta ‘Extraút’ (allar keim tegundir.) Og einnig hið víðfræga Kanadizka “Maple Syrup” Spyrjið kaupmann yðar eftir vörum vorum. Þær eru ágætar og verðið er lágt. ! hjartaS berst í ákafa. En sólin skin ■ mild og blíö og fuglarnir svífa í stór- ! um hópum áleiöis að kóginum; þar 'i viröist ríkja friður og engin hætta vera á feröum. Búm, búm og aftur búm. Fall- byssurnar eru teknar til starfa. Eru þaö okkar fallbyssur eða óvinanna? Enginn veit þaö. Svo heyrum viö sama hljóöiö aftur. Þá komumstviö loksins aö raun um, aö það er okkar eigiö stórskotolið. Þá sjáum viö lítið, hvitt ský líða út frá skógarbrúninni, annað til, enn þá eitt og svo hvert af öðru. Kúl— urnar þjóta eins og högl í loftinu og springa með braki og brestum. Foringinn, sem stendur við hliðina á mér, horfir í sjónauka. Því næst réttir hann mér hann. Þega eg lít í hann sé eg að alt er á iði og kviki við skógarbrúnina og eins langt og aug- að eygir um akra og engi. Það gellur og gnestur og brakar og brestur og aur og sandur rjúka upp í loftið. Klapp, piff, paff dynur frá byssum okkar og helliregn af blý- kúlum steypist yfir óvinina; við sjá- um þá að eins einstöku sinnum, einn og einn mann. Að öðru leyti skjót- um við í blindni. Það hvín og þýtur og suðar og kúlurnar detta eins og dynjandi regn. Hermennirnir segja eitt og eitt orð á stangli, reka upp smá óp, iða, blóta. Að öðru leyti erum við eins og peð á skákborði. Winnipeg Mnnufacturing Company 659 Wellington Ave. Winnipeg, Man. GamalmennahæliÖ. Því er miður að mannkynið er enn svo skamt á veg komið, aö fjöldi fólks verður að njóta fjár hagslegrar aðstoðar annara þegar það eldist. Mörgum tekst svo illa ^tð koma ár sinni fyrir borð í líf- inu, að þegar æfisólin tekur aö lækka á lofti, þá eiga þeir hvergi höfði sínu aö að halla, því að fáir -eru svo hraustir,- að þeir þurfi ekki séfstakrar aðhlynningar með, þeg- ar árin færast yfir þá. Eflaust Iþefir sní tilfit^ning snemma vaknað í brjóstum karla og kvenna.að þau væri 'sfðferðislega skyldug að skjóta skjólshúsi yíir foreldra sína í ellinni og styrkja j>au fjárhagslega, ef þau þyrftu þess með. Þessi skyldutilfinning hefir verið og er enn svo rík í brjósti sumra, aö þeir annast fjar- skyld ættmenni sín En þrátt fyrir þessa skyldutil- finning, sem þó virðist mjög rík í brjósti flestra, þá hefir sú aðstoð, sem ættmenni geta látið hvert öðru í té, ekki reynst nægilega víðtæk til þess að æfikvöld þeirra sem gam- als aldri ná, verði svo bjart sem æskilegt væri. Sumir hafa borist svo langt frá börnum sínum í hringþðu lífsins, að þau vita varla hvert af öðru. Eg minnist þess, að kona sem heima á vestur við haf, hefir nýlega auglýst eftir móður sinni og eg hefi það fyrir lniij^niiiiiiiiiiill WINDSOR DAIRY SALTt er drýgra til notk- unar heldur en nokk- urt annað salt. Þáð fcemur af því að Windsor smjörsalt er hreint salt ekkert nema salt. Wind- sor smjörsalt setur ekki aðeins afbragðs keimá smjörið, heldur líka hjálpar til að varð- veita það óskemt. /29 satt, að hún sé góðum efnum búin; samt veit hún ekki einu sinni hvort móðir hennar er lífs eða liðin. Hitt er þó miklu algegnara, að bömin eru þess ekki umkomin, að veita foreldrunum það lið, sem þau þurfa í ellinni. Þá eru enn aðrir, sem engin böm eiga eða ná- in ættmenni, sem geti rétt þeim hjálparhönd. Þetta á við um mjög marga, sem fluzt hafa eöa flækst hingað vestur um haf. Ekki dett- ur mér í hug með þessu, að gera lítið úr velmegun landa vorra í þessari álfu. En hitt er engu síð- ur satt, að margur hefir borið skarðan hlut frá borði, og margan hefir dagað uppi áður en hann náði markinu. Vegna þess að sú aðstoð sem börn og náin ættmenni geta veitt fátæklingum, sem ná gamals aldri, hefir reynst ónóg,. þá er í ölltim siðuðum löndum unnið að því af talsverðu kappi, að létta þeim byrði síðustu lífsstundanna. Með vax- andi menningu hafa þjóðirnar tal- ið þetta skyldu sína. Að þessu er unnið á mismunandi hátt í hinum ýmsu löndum. Margir munu kannast við aukaútsvarið á ís- landi. Nokkur hluti þess gekk einmitt i þessa átt. Hér í landi er mest unnið að þessu með frjáls- um samskotum og annast hin ýmsu kirkjufélög um tilhögun alla. Virð- ist su aðferð vel við eigandi og eðlileg í alla staði. tslendingar hér í álfu hafa sfn- ar eigin kirkjur víðast hvar. þar sem þeir eru svo fjölmennir, að þvi verði við komið. Flestar munu þær vinna að því, að hjálpa fátæk- um gamalmennum eftir mætti. En mönnum er það fyrir löngfu ljóst, að sú hjálp fer í molum, og betur má ef duga skal. Það er erfitt fyrir fámenna og fátæka söfnuði að vinna að þessu hver í sínu lagi. Mundi miklu meira ávinnast, jafn- vel þó tillögin hækkuðu ekki, ef þau rynnu öll í sameiginlegan sjóð og aliir sem hjálpar þyrftu, nytu styrks úr honum. Þetta var það sem knúði fram hugmyndina um gamalmennahælið. Og því má ekki gleyma, að meö þessu móti mundi gamalmennun- um líða miklu betur, þó að engu meira fé væri eytt eftir en áður. “Sameinaðir stöndum vér, 'en sundraðir föllum vér”. , Þörfin er brýn; um það er eng- um blöðum að fletta. Mörgum, sem hafa látið leiðast af katli “framtíðar” landsins og landi “tækifæranna”, hefir ekki hepnast að finna eða grípa tækifærin, svo að framtíð þeirra hefir jafnan ver- ið óviss. Þeir eru ótaldir, sem komið hafa til þessá lánds í blóma lifsins, með þeim einbeitta ásetn- ingi, að ryðja sér braut og verða aldrei upp á neinn kominn. Þeir hafa slitið kröftum sínunj og eytt beztu árum æfi sinnar Otækifæra leitinni, en aldrei fundið þau. Þeir hafa verið trúir og dyggir borgar- ar og góðir félagsmenn. En þeim hefir ekki tekist að höndla hnossið, og þegar heilsa og kraftar þrotna, standa þeir einmana og óstuddir á hjami lífsins. Þessum niönnum og konum þarf að hjálpa. Hver óspilt manneskja hlýtur aö finna það. Það má segja oss til hróss, að um þetta virðast allir hafa verið á eitt sáttir; allir kannast við þörf- ina. Eg veit ekki til, að neinn hafi mælt á móti því, að þetta hæli yrði stofnað. En hitt dylst mér ekki, að tilfinningin hfcfir ekki verið nógu ríkj áhuginn ekki nógu lifandi. Ef menn hefðu horft nógu fast á aðalatriðið, þá mundi þetta mál þegar vera komið í framkvæmd. Það er ekki von að oss verði mikið ágengt á meðan vér höfum ekki lag á og vilja til að brúa smálæki, sem verða á leið vorri. Kærleikurinn er sannarlega ekki ríkur í brjóstum Vomm á meðan svo stendur. Ef hann skip- aði æsta sætið í hjörtum vomm, þá mundum vér geta tengst hönd- um yfir hafið, borað bergið frá báðum hliðum og mæst á miðri leið. Leikmafiur. Bardaginn byrjar. Hermennirnir á vígvellinum vita venjulega ekkert hvað fram fer umhverfis þá. Þeir hlýða að eins því, sem þeim er skipað. Einn hermaður úr liði Breta, sem barist hefir á Frakklandi, segir svo frá: “Við vorum nýkomnir í lítinn bæ. Ferðalagið hafði verið erfitt og við vorum þreyttir. Enginn okkar vissi hvar við vontm. Næsta morgun lögðum við á stað klukkan fintm. Sá orðsveimur gekk á milli liðsmann- ai’i'a, að bráðum yrði gert áhlaup a óvinina. Landslagið var ljómandi fallegt og morguninn yndislega fag- ur. Við vorum samt niðurdregnir og daufir í bragði. Fáir brostu og færri hlógu. Hugurinn var bundinn við alvarleg efni. Hvað bar dagur- inn í skauti sínu: líf eða dauða? Þegar minst varði, heyrðunt við dyn yfir höfðinu á okkur. Voru kúl- ur fjandmannanna á ferðinni? Nei. Það var flugvél; hún þaut nteð feiftur hraða frant hjá okkur og hvarf á svipstundu. í vestri sáurn við að rykmóða lá yfir landinu. Ein- stöku sinnum sáunt við blika á vopn og heyrðum vopnaglam; okkur grun- aði. að þarna væri riddarasveit á ferðinni. Maður kom -á fleygiferð á mótorhjóli og rétt á eftir þrjár stór- ar bifreiða hlaðnar liðsforingjum. Afram, áfrant, stöðugt höldunt við áfram. Hver skipunin rekur aðra. Við hlustum og skimum og Smádygðir. Hússtörf. Stúlkur, bæði hér t álfu og viðar um heim, vilja fremur vinna í verk- smiðjum, skrifstofum og búðum, en inna hússtörf af bendi . Af þessu leiðir það, að í flestum stærri bæj- um hér í álfu, vinna útlendar stúlk- ur mestöll húsverk. Innlendu stúlk- unum er það svo ríkt í skapi, að vera frjálsar og öllum óháðar. Þær vilja fyrir allla muni fá að ráða yfir kaupi, sínu, eða að minsta kosti nokkrum hluta þess, sem að vísu er ekki nema sanngjarnt. En þær sækjast svo mjög eftir því, einkum vegna þess, að þær verða að tolla í tízkunni í klæðaburði, hvað sem* það kostar. Þessar stúlkur líta niður á þær systur sínar, sem annast mat- reiðslu í heimahúsum, sópa gólf og þvo eða vinna önnur nauðsynleg hús- störf. Þær hata öll þesskonar störf, forðast þau eins og heitan eldinn og gefa þeim allskonar ljót nöfn. Af þessu lciðir það, að fjölmargar stúlkur læra aldrei að vinna þau störf, sem vinna þarf á heimilinu. Þegar þær svo giftast, þá þekkja þær ekki allra einföldustu og nauðsyn- legustu húsmóðurskyldur, kunna ekk- ert til verka og vita í stuttu máli ekki sitt rjúkandi ráð. Það er því engin furða, þó að mörg hjónabönd hér í álfu séu bláþráðótt og gúlótt og gangi skrykkjótt. Það er eftirtektavert, að þessi störf, sem mjög margar hinna fá- tækari stúlkna forðast, eftir þeim sækjast þær stúlkur, sem auðugrl eru og þess vegna þurftu síður að vinna þau. Það hefir verið siður í meiri- háttar kvenskóla einum í Massachus- etts síðan 1837 að nemendurnir þvæðu diska, sópuðu gólf, matreiddu og ynnu önnur nauðsynleg og al- geng hússtörf; þeir vinna að þeim eina stund á dag. Nýlega var það borið undir nemendurna, og gengið til atkvæða um, hvort þessi siður skyldi lagður niður eða ekki. Átta hundruð stúlkur greiddu at- kvæði. Af þeim greiddu 748 at- kvæði með því að siðurinn héldist, en einar 52 voru því mótfallnar. Það er ekki sjaldgæft að finna dætni þessu lík. — Maude Adams er auðug kona. Hún býr í einu af dýr- ustu og fegurstu “prívat”-húsunum í New York. Svefnherbergi hennar er svo látlaust og skrautlaust, a6 þvi er líkast sem þar svæfi nunna, én ekki auðug kona. Hún breiðir sjálf yfir rúmið sitt oð sópar gólfið og þvær það. Bankari einn í Wall stræti hreins- ar skóna sína sjálfur, burstar fötin sín og breiðir yfir rúmið. Hann varð að gera þetta þegar hann stundaði nám við háskóla á Þýzkalandi; síð- an hefir hann haldið þessum sið. Hann segir, að þetta hafi vekið hjá sér reglusemi og hirðusemi, og það hafi sjálfsagt átt drjúgan þátt i því, hve vel honum hefir tekist að koma ár sinni fvrir borð í heiminum. Alt þetta bendi á það, að vér mundum eiga betri heimili og vér mundum verða meiri og betri þjóð, ef vér legðum meiri rækt við smá- dygðirnar. hverjum degi, og var búið til gott smjer úr henni, því að mjólkin var ekki tekin nema hún væri fersk og ó- súr, hún var skilin með afarstórum skilvindum, og varð rjóminn því þykkri sem vélin var betri, og því ininna fór forgörðum af smjerfitu. Þegar handsnúna skilvindan kom til sögunnar, kom mikil breyting á þetta. Allir góðir búendur halda nú undanrenningunni heima og flytja að eins rjómann til búsins. Rjómi súmar ekki eins fljótt og mjólk, þvi þarf ekki að flyta hann eins oft til búsins eins og mjólkina, og er að því mikið hagræði og sparnaður. Síðan hafa rjómabúin aftekið skilvjndu- stöðvar hjá sér, og gerist meira að því með ári hverju. Til dæmis að taka, voru 260 skilvindustöðvar í Wisconsin árið 1905, en fimm árum síðar að eins 88 og síðan hefir þeim farið fækkandi. Eftir því sem fólkinu fjölgar, hækkar land í verði. Á dýrum bú- jörðum borgar sig ekki til lengdar að hafa eingöngu kornrækt, né brúka þær sem beitilönd i stórum stíl, því að við það verður jarðvegurinn æ fátækari af frjóefnum eða plöntu- fæðu—hver uppskera gerir frjómold- ina rýrari. Þetta er ott kallaður “jarðníðslu búskapur” (destructive agriculture), en hitt, að hafa mjólk- urkýr og fóðurgripi, er alment kallað “jarðbóta búskapur.” Stefnan í sveitabúskap er nú sú, að. fjölga mjólkurkúm og auka fram- lciðslu mjólkur, og er hún nú alment skilin heima á heimilunum, eins og þegar var tekið fram. Kepni meðal þeirra, sem rjóma kaupa, hefir verið mikil, og lítið hirt um gæði rjómans; í stað þess að ganga eftir því hjá bændum, að rjóminn væri sem bezt- ur, hafa stóru félögin að eins hugsað um að fá sem mest og reynt að bæta sér það hvað rjóminn var slæfnur, með því að blanda ýmsu saman við hann. Nú er tími til kominn, segir þessi rjóma spekingur, að hætta við að reyna að búa til gott smjer úr slæm- um rjóma, og snúa sér að þvi, að láta meðhöndla rjómann sem bezt á bændabýlunum; fyrsta sporið er, að ganga eftir því, að rjóminji sé þykk- ur, með miklu af smjerfitu. Úr þykk- um rjóma verður betra smjer af fjórum ástæðum: (1) Hann súrnar ekki eins fljótt og þunnur rjómi; (2) Það fer minna fyrir þykkum rjóma en þunnum og er því líklegri til að kælast betur og fá betri með- höndlun; (3) Undanremtingin missir minni smjerfitu, ef rjóminn er þykk- ur, sein “pasteurisaður” er á rjóma- búinu, og (4) Við þykkan rjóma má nota meir af %óðum “starter”. Auk þess sem búa má til betra ismjer og þar með fá hærri prís, fylgja þessu aðrir kostir, svo sem það, að meiri skilvindumjólk helzt á heimilunum til fóðurnota, flutnings kostnaður er minni, og er bændum sjálfum hagur að þessu. Sá bóndi, sem færir góðan rjóma til búsins, ætti að fá meira fyrir hvet smjer- fitupund, sem frá honum kemur, heldur en sá, sem færir þangað ó- skilda mjólk, því að altaf verður eftir nokkur smjerfita í skilvindu- mjólkinni, sem vitanlega aldrei kemst í strokkinn. Af hverjum 103 pund- um smjerfitu, sem rjómabúi eru færð í óskildri mjólk, komast að eins 100 pund í strokkinn, en af rjórnan- um, sem að er fluttur, fer hvert pund í strokk. Tapið getur alt af munað nokkru en 3% er yfirleitt nærri lagi. Með nákvæmum tölum sýnir svo prófessorinn hversu mikið tap bónd- inn hefir af því að skilja þennan rjóma, svo og þann hag, sem rjóma- búinu stafar af því að búa til smjer úr þykkum rjómat Því þykkari rjómi sem skilinn er, því meiri hagn- að sýnir hann, að allir hafi, svo og hve miklu betur það rjómabú stend- ur að vígi, sem býr til smjer úr þykkum rjóma, heldur en hitt, sem vinnur það úr mjólk eða þunnum rjóma. Hann dregur saman ástæður sínar fyrir því, að bændur hafi hag af að skilja þykkan rjóma, á þessa leið: Þeir fá hærra verð fyrir hvert pund af smjerfitu. hafa meira af hollri skilvindumjólk til fóðurnota og sparar flutningskostnað rjóma. Rjómabúinu er hagur að því, að vinna úr þykkum rjóma, vegna þess minna tapast af smjerfitu; það má búa til betra smjer úr þykkum rjóma en þunnum, þar sem rjóminn er “pasteuriseraður” missist minna af smjerfitu við strokkun, rjómabú- inu sparast vinna og kostnaður við framleiðsla smjersins verður yfir- leitt minni. Um rjóma. Undir því, hve þykkur rjóminn er hafður, kemur það oft og tíðum, hvort rjómabú stendur sig eða velt- ur um koll, segir próf. Jarvis, sem jerðast hefir víða um land fyrir De Laval skilvindufélagið og skoðað rjómabú viðsvegar í 'þessari hálfu heims. Þunnur rjómi segir hann að sé aðál orsök í göllum á smjeri svo og því, að mikið af fitu í mjólkinni. fer forgörðum. Til til tölulega skamms tíma var óskilin mjólk flutt til allra rjómabúa á STOFNSETT 1882 LÖGGILT 1914 D. D. WOOD & SONS, ---------LIMITED--------- verzla með beztu tegund ,af = K O L U M = Antracite og Bituminous. Flutt heim til yðar hvar sem er í bænum. Vér æskjum verzlunar yðar, SKRIFSTOFA: 904 Ross Avenue horni Arlington TALSlMI: Garry 2620 Private Exchange i»; Þ. ."..•.'.'.'íá' m Urt*TEI)_______ Lófalestur KARO Hinn nýi lófalesari ÉftirmatSur Crescentia og læri_ sveinn hins fræga Cheiro, frá Regent St., London. 8 Stobart Block 290 Portage. F. Main 1921 ViSlátinn: 2 til 6 og 7 t'il 9 Gjald: $1.00 og $2.00 * Arlegar Jóla- Feröir Fimm mánaða farbréf NIÐURSETT FARGJ0LD TIL AUSTUR HAFNA i sambandi við farmiða til Gamla landsins DAGLEGA—Nov. 7. til Des. 31. Nálcvacmar upplýsingar gefnar þeim aem æskja besa af öllum Can- adian Northern agentum eða R. Ci{EELItANi Csn. Psssenger Agent WINNIPEC Jóhanna Bjarnadóttir Josephs Dáin 29. Júlí 1914, 71 árs gömul. Kæra systir! komin heim til þín; kveldið liðið, sól í öldur hnigin; Nóttin breiðir bláu klæðin sín blikstirnd yfir þinnar æfi stiginn; þar sem gekstu hrímga’ og heiða daga, hermir ekki frá þeim sporum Saga. Margt er hulið húmsins dökku rún. | Hjarta þögult geymir sína dóma. 1 Æfisaga undir reynslu brún oft er skrifuð milli þyma’ og blóma. Sárt og blítt oss blær á vanga kyssir, bezt sá veit, er á, en líka missir. Þú varst aldrei hávær heims í * glaum, hjarta þeim mun trúrra vel þú geymdir. Fleygðir ekki út á tryldan straum ást og trygð—sem vinum aldrei gleymdir. Hljóðlátt starf, en helgað drottins vilja. Heimi sem nú, gengur illa, að skilja. Drottnn blessi okkur þína ást, umhyggjuna, dygfS og starfið trúa, ættræknina, aldrei sem að brást, einlægnina í því sem mætti hlúa arni vorrar ættar fram til þrifa, alt, sem bezt er, hjá oss megi lifa. Eg hef bæn að bera upp við þig: Berðu kveðju mina yfir höfin honum, sem að vorspá vakti mig.— varð þó síðar endir hennar— gröfin— þar sem Jeið eg þyngsta skapadóm- inn, þar á eg nú lífseigustu blómin. Kveð eg þig svo, kæra systir mín! Hve nær að við sjáumst næst veit enginn. Upp til ljóssins liggja sporin þín —leiðin þín er hér til enda gengin; fækkar mínum, mold þau yfir jafni. Mildin lifir enn í Jesú nafni. Systir þín: Sólveig Bjarnadóttir. q.j.-höf.j Til Símonar Dalaskálds. Herra ritstjóri, viltu lofa Lög- bergi að flytja þessar stökur til gamla skáldsins? Það er ekki oft, sern honum berast geislar úr nokk- urri átt, eða andað sé hlýtt til hans; hann hefir þó stytt marga stund með skrafi sínu og ljóðum. Ég hefi löng- un til að senda vermandi geisla til þeirra, sem engir sinna eða virða.— Vísurnar bera engan háðblæ, enda eru þær af einlægni ortar og ekkert ofsagt. Eg bið þig fyrir þær. Með vinsemd og virðingu: R. J. D. Það hressir máske muna þinn og minningamar kæru vekur, ef gægist lítill geisli inn um gluggann þegar rökkva tekur. Þú situr enn við Sjafnar eld— þín Sónar gnoð er enn í förum; ekkert skáld á—að eg held------ eins mörg bros á kvenna vörum. Okkar vermdi æsku blóö TALS. M. 4021 328 SMITH ST. Maple Leaf Wine Co. Ltd. Alskonar áfengir drykkir og bjór. SÉRSTAKT: Portvín $1.35 gallonið. “ 40c. potturinn Brennivín $1.00 flaskan. Dominion Hotel 524 Maln St. Wlnnipeg; Björn B. Halldórsson, eigandi. Bifreið fyrir gesti Slmi Main 1131. - Dagsfseði $1.25 FURNITURE OVERL.'.ND einlæg rödd frá hörpu þinni; við geymum öll þín gæíuljóð og gleðibros í fersku minni. Þú dróst margt tár af drósar kinn, Nú dagurinn er nærri þrotinn. Kærar þakkir, þulur minn, þín fyrir skæru geislabrotin. Þig faðmi sérhver hugnæm Htild og hjartasárin öll þín græði. Nú þér hef eg gamla goldið skuld —það gjald eg vildi' að til þin næði. Ragnheiðttr J. Dannðsson. • Úr hugarins borg. Eg man þig, lind og læktrr, lífs míns skólabækur, fjöll og hamrar, foss og gil, grös og grænar hlíðir, sem gladdi bernsku tíðir; mér finst að æðra fátt sé til. Ó geym mig, æskan unga! —eg óttast lífsins þungu hyl mig inst við hjarta þér! Fel mig friðar sælu, sem firrir vetrar kælu, þá glamur heimsins gleymist mér. Mér færir frið i hjarta alföður myndin bjarta, sveipuð háum helgidóm. Alt sem anda hrærist. alt, sem lifir, baerist, þér syngur lof í svana róm. Yndo.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.