Lögberg - 17.06.1915, Side 6

Lögberg - 17.06.1915, Side 6
LÖGBEEÖ, FIMTUDAGINN 17. JÚNÍ 1915 ! « Á vœngjum morgunroðans. Eftir LOUIS TRACY. “Sahib," tók Indverjinn til máls. “Foringi minn, Taung S’Ali, kærir sig ekki um aS missa fleiri af mönnum sínum fyrir eina konu. Ef þú afhendir honum hana, þá vill hann skilja ‘hér vi& þig í fri&i, eöa fylgja þér þangaS sem þú getur náS i hvítra manna skip.” “Konu!” sag«i Jenks háðslega. “Hvaða heimsku hjal er þetta? Er nokkur kona hér?” Indverjinn komst i mestu vandræði viS þessa spumingu. Konuna sem foringinn sá fyrir hálfum máfluSi, sahib.” “Taung S’Ali hefir heillast. Eg drap menn hans svo ört, aS hann 'hefir séS ofsjónir.” Foringinn tók eftir aS nafn hans var nefnt og tók fram í meS spurningu. Þeir töluSu lengi saman og foringinn benti á Iris. Af því gat Jenks ráðiS, aS þeir voru aS tala um hana og hann ið'raSist þess aS'haía leyft þeim aS koma svona nálægt. Indverj- inn hafði auSvitað aldrei séð hana áSur og sennilegt var, aS hann væri að reyna aS telja foringjanum trú um, að það væru tveir karlmenn er á pallinum stóðu. Grunur Jenks reyndist réttur. Indverjinn hneygSi sig kurteislega og mælti: “Verndari hinna aumu; eg get ekki rengt þig, en Taung S’Ali segir aS þaS sé stúlka sem stendur viS hliSina á þér þótt hún sé í karlmannsfötum og það sé stúlkan sem hann sá.” “Hann sér vel, en hann er vankaSur',” sagði sjó- maðurinn. “Hvers vegna sækist hann eftir konu sem ekki er af hans þjóðflokki? Hann hefir óbein- línis orðið mörgum af mönnum sínum aS bana og slapp meS naumindum sjálfur lífs af og hann veit, aS ef hann beitir okkur ofbeldi, þá máir, enskt her- skip þjóðflokk hans úr tölu hinna lifandi, áður en langt um líSur. SegSu honum aS' fara sem fyrst í burtu meS skip sin og koma hingaS aldrei framar. Þá skal eg fyrirgefa honum morðtilraunina er hann sýndi okkur í nótt.” Foringinn starði meö þrjóskusvip á Jenks á meðan Indverjinn talaði:____ “Sahib,” mælti hann. “ÞaS er bezt aS egna hann ekki til reiSi. Hann segist ætla aS ná í stúlkuna. Hann sá fegurö hennar og hún hreif hjarta hans. Hún hefir kostaö hann mörg mannslíf, en hún er þess verS og þó meira væri. Hann óttast ekki ensk her- skip; þau ná ekki til borgar hans i fjöllunum. En eg sver það viS gröf Nizam-ud-din, aS hann gerir þér ekkert mein, ef þú sleppir henni, en ef þú vilt ekkit láta aS ósk hans, þá drepur hann ykkur bæSi. Og ein kona er ekki svo mikils virSi, aS hún ætti aö' þurfa aS kosta stríS og blóðsúthellingar.” Sjómanninum var svo kunnugt um lifsskoðanir Austurlandabúa, að hann furSaSi sig ekkert á þvi þó maðurinn skildi ekki hvernig á þvi stóS, aS hann lét sér svo ant um stúlkuna. ÞaS var auðlséö aS foringinn mundi ekki ganga að neinum skilmálum. En aS hinu leytinu var honum auSsjáanlega svo ant um, að gera út um máliS á friSsamlegan hátt, að Jenks gekk á þaS lagið. “Þú kemur frá Delhi?” spurði hann. “VirSuIégi herra; þér er gefinn mikill vísdómur.” “Enginn nema Delhibúi sver viS gröfina setn er á leiöinni til Kutub. Þú hefir flúið frá Andaman eyjum?” “Sa'hib, eg drap mann til aS bjarga mínu eigin lifi.” “Hver sem orsökin kann að hafa verið, þá færðu aldrei framar aS sjá Indland. Samt sem áSur mund- ir þú vilja gefa mörg ár æfi þinnar til aS fá að sitja um þogla næturstund við hliS Lahore borgar.” Hann varS gulgrár í andliti þótt hörundiS væri dökkbrúnt. “Þetta er vel mælt,” sagði hann lágt. “Hjálpa þú mér og vini mínum til að komast undan. Neyddu höfSingja þinn til að fara héSan. BruggaSu honum bölráS ! StútaSu honum! Eg skal gefa þér frelsi og fé eins mikiö og þú gimist. Ef þú gerir þetta, þá skal eg svo sannarlega sem guS er yfir mér, koma þér héöan og gefa þér frelsi. Faðir stúlkunnar hefir mikil völd. Hann fær vilja sínum framgengt hjá Sirkar fstjórn Indlands). Taung S’Ali var bersýnilega órótt er hann sá með hvé miklum ákafa Jenks talaSi; hann skildi ekki hvað þeim fór á milli. Indverjinn varð því aS smíSa sögu til aö friða höfðingjann. Hann leit óttaslegn- um augum á Jenks. “Sahib,” sagði hann og reyndi aS hylja geöshrær- ing sína. Eg er einn á meöal margra. Eitt stygS Lögbertjs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞV( AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXl / aryrSi frá mér mundi verBá nægilegt til þess aS þeir skæru mig á háls. . Ef eg væri hjá þér á pallinum þá skyldi eg glaður deyja með þér, því eg var í Kumaon Rissala ('riddarasveit) þegar tnér vildi slysiS til. Eg býst við aö þú viljir ekki sleppa stúlk- unni. Láttu sem þú sért reiöur mér; eg skal hjálpa þér eftir föngum.” Hjarta Jenks hoppaði af gleði þegar hann heyrði þetta óvænta boð. Þaö var auöséS, aS MúhameSs- trúar manninn langaöi til aS losna úr hinum illa fé- lagsskap er hann hafði lent í. En foringinn var órólegur og þótti jafnvel samtal þeirra grunsamlegt. SjómaSurinn þreif byssu, og hrópaði meS reiði- svip: “SegSu Taung S’Ali aS eg veröi búinn aö ganga á milli bols og höfuös á honum og öllum félögum hans áöur sól rí‘s næst úr sævi. Hann veit ekki hve mikiS eg get, þótt honum kunni að þykja ærið aS gert. Klukkan tólf í nótt mun eg láta band síga niöur frá pallinum.í Festu viö þaS ílát fult af vatni. Láttu þaö ekki bregöast. Eg skal ekki gleyma því sem þú gerir vel. Eg er Anstruther, Sahib, úr Belgaum Rissala fnafn á herdeildj.” Indverjinn skýrði fyrir höföingjanum þaö sem Jeniks hafði sagt en slefti því sem honum var ekki ætlaö að vita. Foringinn glotti undirferlislega að Jenks og Iris og tautaði eitthvaS fyrir munni sér. “ViS höfum þá lokið erindinu. VaraSu þig á trjánum til hægri handar. Þau geta sent ykkur þöglan dauðan jafnvel þangað sem þiöi eruð. Eg skal ekki bregSast þér í nótt; á þaö geturöu reitt þig,” kallaöi túlkurinn. “Eg trúi þér. FarSu! En segSu foringja þínum, að eftir aS þiS einu sinni eruð horfnir á bak við klettasnösina, tali eg að eins við hann með byssum.” ÞaS var eins og Taung S’Ali skildi orS Jenks. Hann veifaSi hendinni eins og hann væri aS ögra pallbúum og hélt á staö. Indverjinn leit enn á Jenks, líkt og hann væri að ítreka heit sitt og fylgdi foringjanum. Jenks átti i stríSi viö> ákafa freistingu. Iris tók í handlegginn á honum og hvíslaSi: “HvaS ætliö þér að gera? Eg þoröi ekki að láta til mín heyra, eg var svo hrædd um aS hann mundi þekkja málróminn.” Veslings stúlkán! Ilún hélt aö foringinn heföi ekki þekt sig í dularbúningnum, þótt hún aS hinu leytinu óttaöist, að þeir heföu ekki orðiS á eitt sátt- ir vegna þess hve stutt var um kveSjur m,eS þeim. Jenks þagSi. Hann vissi aö ef hann stytti Taung S’Ali aldur, þá mundu menn hans verSa svo óttaslegnir, aS þeir mundu 'flýja þegaír skygði af nótt. Hann átti á hættu að missa svo mikiS — Iris, auölegS, ást, 'hamingju og jafnvel lífið sjálft. Alt þetta gat hann trygt sér meS því að rjúfa heit sitt. En óvinur hans, sem drýgt hafSi flesta glæpi sem tungan má nefna, hélt vígamannlega í fylgsni sitt; hann treysti loforði hvíta mannsins. Jenks fanst þetta þungbærasta stundin sem hann hafði lifað á eyj.unni. Hann varp öndinni af fögn- uöi, þegar bófinn silkiklæddi hvarf honum sjónum. Foringinn lét ekki svo lítiö að líta á þau sem störðu á hann. Iris skildi skki hvernig stóð á hugarstríði sjó- mannsins. “SegiS mér hvað þér hafiS gert,” sagði hún í bænarrómi. “Ilaldið heit min við þennan drambláta dóna.” “HvaS segiS þér? HafiS þér lofaö honum nokkru ?” ■ “Því miSur leyfSi eg honum aS koma hingað svo eg varS aS lofa honum að fara i friði. Hann þekti yöur óöara' en hann sá yður.” Hana furSaði stórum á því. “Eruð þér vissir um það? Eg sá hann benda á núg, en mér virtist hann vera í svo illu skapi, að eg hélt aS hann væri aö ávíta yöur fyrir aS hafa slept fallegri ungri stúlku fyrir illa vaxinn sveinstaula.” Jenks bældi niður gleöióp. Iris var komin í sitt forna skap; orS hennar höfðu beiskju blandinn hun- angskeim. Jenks sagöi henni nú alt sem honum og foringj- anum hafði á milli fariS. Iris varö mjög angurvær er hún heyröi hvar komiö var. Hún hafSi talið þaS víst, að þegar ræningjarnir komu og vildu semja friS, þá mundi friður fást meS sæmilegum kjörum. Henni fanst óttalegt til þess að hugsa, aö hún skyldi vera skerið sem samningarnir strönduöu á. Vonin dó í brjósti hennar og sársauki dauðans nísti sál hennar. “Illú heilli hafa örlögin varpað mér í veg yöar,” sagöi hún. “Ef eg væri ekki hér, hefSuS' þér ekki lent í þessari raun. Mín vegna veröiS þér kannske til dauða dæmdir. Vegna þess að þér létuS aS orð- um mínum og skutuö ekki foringjann og menn hans, sitja þeir nú um líf ySar. Alt er þaS mín skuld. ÞaS er óbærilegt. Henni vöknaði um augu. Áreynslan var meiri en svo, að hún gæti boriö hana. Hún hafSi vonast eftir aS fá frelsi, en í stað þess sá hún í anda hinar langvarandi kvalir er umsátin hlaut aS hafa í för meö sér. Jenks var alvarlegur og virtist vilja sem minst I segja. “ViS verðum að gera okkar bezta,” sagöi hann. “ViS erum óneytanlega illa stödd, en ekki er öllu bet- ur korniS fyrir ræningjunum; átján eru þegar særðir eða fallnir. Þér gleymiö því lxka, aS hamingjan hefir sent okkur góðan vin, þar sem Indverjinn er. Ef alt er íhugaö, gætum við verið miklu ver stödd en j viö erum.” Aldrei hafði hann áður verið jafn kaldur í svör- urn, jafnvel ekki þegar hann af ásettu ráði hafði reynt aS vekja óbeit 'hennar. Hún gekk til hans og beygöi sig yfir hann meö I hálfum hug. “FyrirgefiS mér!” sagði hún í hálfum hljóöum; “eg bæSi gleymdi gæsku þess sem öllu ræöur og fórnfýsi ySar. Eg er ekki meira en meöalkona og mig langar ekki til að deyja. En eg vil ekki lifa nema yður sé einnig borgiö.” Hún haföi int aS þessu áöUr um morguninn. Voru skýflókar aS dragast sarnan í sál hermar? Setjum svo, aS þau ættu ekki úr öSru að velja en aS deyja úr þorsta eða gefastupp. Var þeim nokk- ur önnur leiö' opin? ÞaS fór hrollur um Jenks þótt pallurinn væri steikjandi heitur. Hann varð aS reyna aS dreifa þessum döpru hugsunum hennar. “Sannleikurinn er sá,” sagði hann og gerði sér upp kæti, “að við erum bæöi svöng og þess vegna í illu skapi. Hvernig væri aS þér næSuð okkur í mat- arbita? Okkur líður betur ef viS boröum.” Stúlkan duldi hugarhræringar sínar og tók aö ná í rnatinn, þótt henni væri það þvert um geð. Biblían lá enn opin eins og hún hafSi sk.iliS við hana um morguninn. Hún hafði ekki tekiö eftir fyrirheitinu í 91. sálminum: “Því aS þin vegna býður hann út englum sínum, til þess aS gæta þín.á öllum vegum þínum.” Nokkur tár hrundu niSur eftir kinnunum á henni og skildu eftir rákir á óhreinu andlitinu. Hún hrestist við grátinn og varð rólegri. Hún var búin að ná í kex og niöursoöiö ket. Þá rak sjómaSúrinn upp svo hátt gleSióp, aS hún skildi matinn eftir og hljóp til hans tómhent. ' Ræningjarnir voni komnir úr fylgsnum sinum. Þeir hlupu í smáhópum yfir sandinn, til aS komast þangað er þeir geymdu vistir sínar. Jenks skaut ekki á þá. Hann var aS bíða eftir Taung S’Ali. En sá piltur var ekki lamb í ledkjum. Hann vissi aS1 Jenks mundi sérstaklega veita sér at- hygli og hann var auðþektur. Þess vegna hafSi hann faríS úr litklæöum sinum og fengiS fataræfla aö láni, sem vorú svo Hk fötum hinna, að hann þekt- ist ekki frá þeim. Indverjinn var í hópnum; hann leit ekki við en veifaði hendinni. Þegar hópurinn var aftúr horfinn, sá Jenks hversu leikiS hafði verið á hann. Hann hló þá svo hjartanlega, aö Iris, sem hvorki vissi hvers vegna harm hló né .hvers vegna hann var svo miskun- samur viS óvinina,, hélt að hann væri orðinn geggj- aðu'r af sólarhitanum. Þegar hann hætti aS hlæja, fór hann þaöan sern hann hafð’i staSiS svo lengi á verði. “Nú getum viö borðaS í ró og næði,” sagði hann. “Eg hefi þó fært foringjann úr skrautinu. Menn hans gætu strítt honum með því, að hann hafi oröið aS reita af sér skrautfjaörirnar til aS forða lífinu. Við verðum sjálfsagt látin í friöi þangað til skyggir svo viö getum búist um og höfum ekki annaö' að ótt- ast en hitann.” En hann fór villur vegar. Nú vofði meiri hætta yfir þeirn en nokkru sinni áður. Taung S’Ali hafSi einmitt ásett sér, aö ef hann gæti ekki náð stúlkunni, þá skyldi hann verSa þeim báðum að bana; og hann hrafSi hræðilegum vopniim yfii; að ráöa — vopnum sem gátu sent þeirn/ “þöglan dauSa þangað sem þau stóSu.” I XIII. KAPITULI. Dáð gegn draumum — málsvörn. íbúar hitabeltisins vita að hitinn er mestur, eða að minsta kosti, aS erfiðast er aS þola hann frá klukkan tvö til fjögur á daginn. Þegar þau voru búin að hvíla sig litla, stund, stakk Jenks upp á því, aS þau festu seglið þannig, aS þaS hlíföi þeim fyrir sólarhitanum, en hann mætti þó hafa auga á óvinunum ef þeir kæmu. Iris hjálpaði honum til aS festa segliö á stengurnar er Jenks haföi komið fyrir á pallinum 1 því skyni. Eftir að þeim tókst aö útiloka sólargeislana, var þol- anlegt aS dvelja á pallinurn. Þau drukku þaS sem eftir var ar vatninu, því Jenks áleit ráðlegast að kveljast ekki af þorsta fyr en meö þyrfti. Hann dró einnig tappa úr kampa- vínsflösku og fylti tinbdlla með víni, en það máttu þau ekki drekka fyr en fokið væri í öll önnur skjól. Tindrandi vínperlumar og froðan í bollanum voru svo tælandi, aS Iris mundi hafa tæmt hann til botns, ef Jenks hefði ekki bannað henni þaS. Hann sagöi henni, aö þegar vinið væri búiö aS standa nokkra stund í bollanum og væri farið aS dofna, þá gætu þau smakkaö á því. En jafúvel þó þaS dofnaði, var þaS hættulegt og skaölegt á meðan hitinn var mestur; hann vonaðist þó til, að þaö yrði þeinl ekki til vej-ulegs meins, ef þau neyttu ekki of rnákils af því. Hún barðist viS þorstann og hlýddi honum skil- yröislaust. þaö var komið upp í vana. AS vísu leið þeim illa undir seglinu, en þar var' þó himnaríkis vist í samanburði við það senx þau höfðu áður oröið aS líða. Þau sátu heila klukkustund þegjandi og hreyf- ingarlaus. SjómaSurinn var aS íhuga ástæSur þeirra. Hon- um var þaS Ijóst, að mjög mikiö var undir því kom- íS, hvort Indverjinn efndi loforö sitt eöa ekki. Senni- legt var aö! hann geröi það. Hann var gamall liðs- foringi og Jenks vissi hve kært honum var ættland sitt. Ef til vill lá hann nú á bæn og var aS biðja spámanninn um að hjálpasér til aS frelsa manninn og konuna, sem virtist vera svo ant hvort um annaö, því hin rþáttuga Indlandsstjórn var mjög miskunn- söm viö afbrotamenn, sem þannig bættu fyrir mis- gjörSir sínar. m En hvaS gat hann gert einn á meöal svo margra, þótt viljinn væri góöur? Hjá ræningjunum var blandað saman þjóöar og trúarhatur gegn þeim og auk þess voru þeir auövitaS sárgramir þessum út- lenda djöfli sem haföi sært og drepiS fimta hluta liös þeirra. Var ekkert sennilegra en aö> veslings Indverjinn yrSi aS boi’ga meS sínu eigin lífi fyrir að íæyna aS færa þeim vatn. Um miönætti mundi meiri hluti dalsins veröa upp- ljómaöur af tunglsljósinu. Ef Indverjinn dæi fram undan hellisdyrunum mundu þjónar Nizams flytja sál hans inn í annaö líf. En hvar átti hann að ná í vatn, þótt honum hepn- aSist aS umflýja félaga sína? Ekkert vatn var á eynni nema í brunninum. AS líkindum höfSu ræn- ingjaniir vatnsforða í bátunum, en vinur þeirra hlaut aS eiga mjög erfitt meS aS ná einum bi'úsa eSa belg af því. En hver mundi endirinn veröa þótt alt þetta gengi aö óskum? Hve lengi mundi Iris þola aS dvelja á pallinum? Honum svifu miskunnarlausir óvina- hópar fyrir hugskotssjónum. Hann tók ekki eftir aS stúlkan staröi á hann og ypti því öxlum óþreyjulega. Hann reyndi aS út- rýma hinum Ijótu myndum úr huga sér og spurðx sjálfan sig hvaS Indverjinn heföi meint, þegar hann varaði hann viö trjánum til hægri handar og minti hann á hinn “þögla dáuða”. Hann var í þann, veg- inn aö skríöa fram á pallbrúnina, þegar Iris tók til rnáls: “BiSiS þér viS,” sagSi hún. “Þeir þora ekki aS láta sjá sig fyr en í nótt. Mér hefir dottiö nokkuð í hug.” Jenks hafði aldrei tekið eftir annari eins alvöru og festu í málrómi hennar og nú var. Oröin læstu sig í gegnum merg og bein. Það var ills viti. Hann reisti sig viS og leit á hana, Andlitssvipurinn bar vott um, aS hún haföi tékiö fasta ákvörðun. En1 ekki þoröi hann fyrir sitt líf að spyrja hana. ”Þessi maður, túlkurinn,” tók hún aftur til máls, “sagði að ef eg gengi foringjanum á hönd, þá mundi hvorki hann né félagar hans gera yökir neitt mein.” BlóSiS hljóp honum til höfuðsins af bræði. “Tálbeita og ekkert annað,” sagði hann. “AS mnsta kosti er varla vert aö tala frekar um þaö.” Og hún svaraði skýrt og hiklaust: “Eg vil ganga að þeim kostum.” Hann staröi á hana og mátti ekki mæla af utidr- un. Þá datt honurn í hug að hún vildi leggja þetta á sig til aS bjarga honum. Svitinn stóS í dropum á enninu á hon'um og hann varö aö neyta allrar orku til að geta talaö. “Þér hljótiS að vera meS óráöi er yöur getur dottiö annaS eins i hug,” sagði hann. “Sjáið þér ekki hvernig þetta mundi fara meS ySur — og mig? ÞaS er net til aS flækja okkur í. Þeir eru stjórn- lausir villimenn. Ef þeir ná í yöur, þá mundu þeir hlæja aS öllum loforðum er þeir hafa mér gefið.” “Það getur verið aS þér haldiö þá verri en þeir eru. Þeir hljóta þó ai^ hafa einhvern snefil af sann- gimi og réttsýni. Þó þeir kunni að ætla sér þetta, þá gætuj þeir hætt viS þaö. Þeir hafa mist marga af mönnum sínum. Ef foringinn fær því framgengt sem honum er mest ant um, þá er ekki víst aö hann geti fengið þá til aö leggja sig i frekari hættu. Eg skal setja þeim skilyröi,- aS þeir flytji fyrst til yöaf mikið af vatni. Þá getiS þér varist í marga daga hjálparlaust. ViS missum ekkert; en við getum unn- iS mikiS’ meö að reyna að sefa þá.” “Iris!” sagöi hann meö öndina í hálsinum, “hvaS segiö þér?” ÞaS lá við að henni snérist hugur við hreiminn í málróm hans er hann nefndi nafn hennar. En eng- iniii píslarvottur hefir nokkru sinni gengið meö fast- ari ásetningi aS kvalabekknum en þessi hreinlynda og hugprúSa kona. Hún hafSi fastráöiS að fórna sér fyrir rnann þann er hún elskaði. Hann haföi oftar en einu sinni lagt líf sitt í 'hættu fyrir hana. Nú' skyldi hún sýna aö hún átti þaS skiliö. Himn- eskur eldur blossaSi í augum hennar og sakleysis friður og staSfestublær færSist yfir andlitiS. “Eg er búin aö hugsa um þetta,” sagði hún í hálfum hljóðum og starði á hann, en sá hann þó varla. “Þetta er síöasta úrræöið og þaS er( vert að reyna þaö. Allir hafa yfirgefið okkur nema sá Eini, og það virSist ekki vera hans vísdómsfullur vilji, aö hjálpa okkur úr þessari prísund. Við getum barist hér þangað til við deyjum. En er þaS rétt, þegar annað okkar getur lífi haldið?” Hún var svo einlæg og hreinskilin, aS hún sagöi meira heldur en hxin hafði ætlaö þér. Hún ætlaði aö fara með ræn- ingjunutn, þola meðferðina er hún varð að sæta hjá þeim, jafnvel skjalla þá, þangaS til þeir voru komn- ir langt burtu frá eynni. Þá — þá ætlaöi hún að ráða sér bana. Hún hélt aS þegar þannig var ástatt, þá væri ekki rangt að taka af sér lífiS. Þaö var fórn til aS frelsa líf annars manns og enginn getur sýnt meiri kærleika en þann, aS láta líf sitt fyrir aðra. Jenks sárnaSi svo að heyra til hennar, aS honum datt fyi'st í hug að neyta sömu ráöa og notuS eru við þrálynd börn til aS láta af fyrirætlun sinni. Hann reis upp til hálfs og ætlaSi aS framkvæma ásetning sinn. Þá varð honum litið á hana, en hún virtist komin á bak viS móSuvegg svo hann sá hana óskýrt. Var hann búinn að missa hana? Var alt sem á undanf var gengiö aS eins draumur og ímyndun? Voru illir vættir aS verki í hinni göfugu sál? Var Iris aö hverfa honum?” Hann rétti fram báöar hendumar, eins og mað- ur sem þreifar fyrir sér í myrkri, til aS vita hvort hún væri ennþá hjá honum. Já, hún var kyr, viS- kvæm og titrandi. Hann dró hana nær sér, þrýsti henhi að brjósti sér og nú loksins lét hann undan hinni þögulu þrá hjarta síns og hvíslaöi í eyra hennar: “Elsku Iris, haldið þér að eg geti lifaöl ef eg missi yður? Þér eruö mér lxfið sjálft. Ef við verð- utn aö deyja, þá skulurn við deyja saman.” Um leið og hann sagði þetta, vaföi Iris handleggj- unum um hálsinn á honum. ‘ “Nú líður mér vel,” sagði hún meS and'köfum. “Eg—-hélt ekki—aö þessi stund—kæmi—svona snögg-. lega, erx—guði sé lof—hún er komin.” Örfá augnablik gleymdu þau öllu nema því, aö tvær skyldar sálir höfðu mæst og tengst órjúfandi viðjum. OrS voru óþörf. Hin leyndardómsfulla, magnþrungna ást, varpaöi um þau töfraljóma. Eymd, hætta og jafnvel hörmulegur dáuödagi beið þeirra; en þau skeyttu hvorki urn kvalir né dauða; þau •höfðu bygt sér Paradís á bjargföstu skeri í sollnu hörmungahafi mannlífsins. jyjARKKT fJOTEL Ari8 sölutorgiS og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Vinna fyrir 60 menn Sextlu manns geta fengiB afigang að lœra rakaraifin undir eins. Til þess aS verSa fullnuma þarf aS ein* 8 vikur. Ahöld ókeypis ogr kaup borgafi mefian verifi er at5 læra. Nem- endur fá stafii afi endufiu námi fyrlr $15 tll $20 á viku. Vér höfum hundr- ufi af stööum þar sem þér getitS byrj- afi á eigin reikning. Eftli'spum efttr rökurum er æfinlega mikll. SkriflB eftir ókeypis lista efia komifi ef þér eigifi hægt mefi. Til þess afi verfia gðfiir rakarar verfiiö þér aS skrifasí út frá Alþjóða rakarafélagt..„. International Barber College Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan viS Main St., Winnipeg. J. C. MacKínnon ELECTRICAL CONTRACTOR Sher. 3019 588 Sherbrooke St. Sumarið—og P1 53 1» ^Laáer I merkur- eða pottflöskum, hjá vínsölum eða beint frá E. L. Drewry, Ltd. Winnipeg Isabel CleaningSí Pressing Establishment J. W. QUINN, eigandi Kunna manna bezt að fara með Loðskinnaföt Viðgerðir og breyt- ingar á fatnaði. Gappy 1098 83 isabel St. horni McDermot Umboðsmenn Lögbergs. J. A. Vopni, Harlington, Man. Ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn. J. S. Wium, Upham, N.D. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, GarSar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart Sask. S. Loptsson, Churchbridge, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Paul Bjarnason, Wynyard, Sask. J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. Olg. FriSriksson, Glenboro, Albert Oliver, Brú P.O., Man. Joseph Davidson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man. Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kr. Pétursson, Siglunes, Man. 01. Johnson, Winnipegosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Guöbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. SigurSsson, Burnt Lake Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B. C. Th. Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.