Lögberg - 29.07.1915, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JÚLl 1915.
Hvert sendið þér hveitið?
Það má einu gilda hverjum þér hafið selt á liðna
tímanum og hvað sem yður kann að vera boðið þá
SELJIÐ ÞESSA ÁRS UPPSKERU
^GGGfe
sem cr elzta bændafélag og félag sem hefir gert yð-
ur mögulegt að fá bezta verð fyrir bveitið, Skrifið
eftir flutningskostnaðar skrá eða öðrcm upplýsingum um hveitisölu.
Bezti bindaratvinni, byggingaviöur og giröingar og önnur
landbúnaöar áhöld, vélar vagnar o.s.frv.
The /raYn ^rowers 6.
Rrnnchesat L’
Winnipe^ -Manitoba
Brnnchcs at
REOINA.SASK.
CALGARY.ALTA
niKT WILLIAM.ONT.
Aýcr .
NEWWLSTMINSTER
British Columl ia
Hneyksli í stjórnardeild
Rogers.
Vinna á stjórnarverki í Toronto
hefir verið stöövuö og fjórtán
stjórnar eftirlitsmenn reknir úr
vistinni, vegna hneyxlanlegs fjár-
dráttar og svika, sem búiö var aö
kæra fyrir löngu, þó ekki væri því
gaumur gefinn. Petta vekur al-
ment mikla eftirtékt og þykir ekki
eiga af Dominion stjórninni aö
ganga, aö hneyxli og ósvinna sé
samfara þeim verkum sem fé er
lagt til úr landssjóöi, meö ráði
hennar. Þetta hneyxli i Toronto
þykir stappa nærri, ef ekki taka
upp úr hergagna kaupa hneyxlinu
og öllum öörum, sem upp hafa
komiö, siðan hin conservativa
stjórn tók völd.
Fyrir tæpum hálium manuði fór
Hon. R. Rogers um Toronto — ef
til vill á leið til aðalstarfs síns, i
sambandi við Manitoba hneyxliö
— og var látiö í veðri vaka, aö
hann kæmi til að líta eftir hafnar-
virkjum, sem þar voru i smíöum
fyrir Dominion stjórnina. A
þeim tímapunkti vissi ráðgjafinn
þaö mikið vel, afe svik voru þar i
tafli, sem mundu jafnast á við
þinghús’hneyxlið i Manitoba og
hergagna-hneyxlið i Ottawa, en
lét þaö þó í veöri vaka, að “á-
nægjulega vel gengi þaö verk.”
Þegar conservativa stjórnin
komst að völdum fyrir tæpum
fjórum árum, þá hófu flokltsmenn
hennar í Toronto ákafar kröfur
um aö þar væru brúkaðir miklir
peningar til opinberra verka.
Margt höfðu þeir á prjónunum,
þar á meðal ráöagerð vun umbæt-
ur á hafnarvirkjum til margra
miljóna.
Hér um bil fyrir tveim árum
síöan, var fyrsti partur verksins
boöinn út, og varö það félag hlut-1
skarpast, sem1 heitir Canadian J
Stewart Go., og var það angi afj
Amerisku bygginga félagi. Meö j
tilboði þeirra fylgdi bréf, aö sögn, \
er sagöi svo, aö stjórnin mætti ekki j
framvísa meöfylgjandi byggingar
ávísun félagsins til borgunar. j
Þetta mun hafa vakiö umtal, en,
ekki er greint hvað gert var i þvi:
efni, nema að félagsins tilboði var
sint.
Hversu afarstórt þetta vérk var,
má ráða af því, að eitt atriði í
samningnum var, að félagið átti
að taka úr hafnar botninum 20
miljónir cubic yards, en borgun
fyrir það er 4 miljónir dala, ef
gert er ráö fyrir aö borgað sé 20
cent á cubic yardiö. Aðrar upp-
hæðir, til að smíða skipabása, voru
álíka tröllslega miklar. A f þessu
var verkið f^ngið í hendur mörg-
um verkafélögum, með undirboði,
meö samþykki og vilja stjómar-
innar, rétt á sama tíma, sem hún1
hrópaöi sem ‘hæst umi það, að slíkt
hefði átt sér staö, þegar Naaional
Trancontinental brautin var bygö. I
Þegar verkið var lítið eitt á veg
komið, tóku þeir, sem; undirboðin
gerðu, að springa á þeim, og var
því kent um, að þeir hefðu boð-
izt til að gera verkið fyrir of lágt
verð. Sumir þeirra leituðu í vand-
ræöum sínum til alþektra con-
servativa smala i Albany klúbbn-
um í Toronto, og upp frá því varð
það algengt, að samningsrofar
buöu verkasamninga til sölu í öll-
helztu borgum austanlands.
Nú vildi svo til, að hafnarnefnd
i Toronto hafði hönd i bagga með
nokkru af þessum stórvirkjum,
og leið ekki á löngu þartil hún mót-
mælti því, hvemig verkiö væri
unnið, yfirleitt, og sömuleiðis sér-
staklega hve lélegt efni væri lagt
til í sumt af verkinu. Cousens
hét sá verkfræðingur sem hafnar-
nefndin hafði fyrir sig og lenti j
honum saman við verkfræðing fé-:
lagsins. Power að nafni, en fyrsta
afleiðingin af þeirra*viðureign var
það, að aðalverkfræðingur stjórn-
arinnar, er Sing hét, sagði sig frá
hlutdeild og eftirliti. Annar kom
i hans stað og var nú reynt af
megni, aö fá Cousens til að lita á
málið með sömu gleraugum og
hinir, af stjórnardeild opinberra
verka, en það tókst ekki. Hinn
nýi verkfræöingur deildarinnar
kvaö verkið vfera vel unnið, en
uppdrættirnir væru illa geröir.
Þegar vora fór, sýndi sig að
Cousens hafði ekki aö ástæðulausu
hreyft mótmælum, því að þá tóku
innviðir básanna að fara á flot og
rak þá á land um alla fjömna.
Cousens hélt því enn fram, af
hálfu hafnarnefndar, að bæði verk
og efni væri óforsvaranlegt, en
stjórnarinnar verkfræöingur að
verkið væri vél unniö og ekkert
væri að, nema aö áætlun og upp-
drættir væru illa gerðir.
Loks kom þar, aö stjómin var
þvinguð til þess, snemma i júni,
aö láta undan kröfu Mr. Cousens
um að setja nefnd til aö rannsaka
og kanna verkið. í þeirri nefnd
voru Shewen, verkfræðingur úr
New Brunswick. Miller, contract-
ari frá Ingersoll og verkfræðingur
stjórnarinnar, Sweeney aö nafni,
sem nefndur var oftar en einu
sinni x sambandi við þinghús mál-
ið í Manitoba.
Þegar nefndin tók til starfa,
kom það í ljós og sannaðist, sem
áður hafði verið haldið fram, að
ekki var vel aö1 unnið; . Meðal
annars lcom það fram, að sögn, að
steinsteypu veggur sá, sem átti að
vera milli bjálkagrindar og bakka,
var ekki vel gerður. Hann var úr
steinsteyptum “plönkum”, er áttu
að falla saman niðri í vatninu,
einsog vel plægð borð, en ekki
féllu þeir betur en svo, að mold og
möl skolaðist út um stórar glufur
á milli þeirra; í gegnum þær
hrundi fyllingin, sem helt hafði
verið í bilið rnilli veggsins og
bakkans, einsog vatn úr tunnu, sem
hiarga stafi vantar í. Aðrir ágall-
ar, álíka stórkostkgir, fundust á
bjálkaverkinu, á 6000 feta bili,
sem kannað var af köfunarmönn-
um.
Skýrsla um rannsóknina vakti
óróa meðal contractara, sem
stjórninni fylgdu 0g var reynt að
láta rannsóknamefndina taka
sönsum. Borgarstjórinn Church
fór til Ottawa,.en Mr. Rogers var
þá í Winnipeg og varð för hans til
ónýtis.
Rannsóknin hélt áfram og
nefndarmenn fóru til Ottawa að
henni yfirstaðinni. Þar til settir
menn reyndu að sannfæra stjórn-
ina og hennar trúu þjóna um það,
að félagiö bæri ekki ábyrgðina og
héldu því fram, að alt efnið væri
keypt af stjómarinnát fylgismönn-
um. Skýrsla nefndarinnar er fram
komin, en ekki opinbemð. Áður
en hann tók skýrsluna til endan-
legs úrskurðar, fór Mr. Rogers til
Toronto, til þess að athuga, 'hvað
gera rnætti, til að komast hjá opin-
beru hneyxli, er áreiðanlega mundi
af henni hljótast. Hann kvað svo
að orði, að “verkiö gengi ánægju-
lega vel”. Þegar hann kom aftur,
var leitaö á hann að fresta að-
gérðum. Hið snna ér að komast
í hámæli, hið sama og verkfræð-
ingurinn Cousens hafði staðfast-
lega haldið fram.
Nú er svo sagt, að þeir Gowtly
og Clark, meðlimir hafnamefndar
í Toronto, hafi óttast að undirróð-
ur ‘hlutaðeiganda rnundi hafa til-
ætlaðar verkanir, fóru því til
Ottawa og hótuðu aö segja af sér,
nema ráðgjafinn gerði þegar ráð-
stafanir til að bæta úr skák. Við
það var verkum hætt, verkfræð-
ingar og eftirlitsmenn stjómar-
innar, fjórtán að tölu, látnir fara
og nú situr stjómin og íhugar
hvaö ger^ skuli.
Að svo stöddu er ómögulegt að
reikna út, hversu mörgum miljón-
um landið hefir tapaö við hneyxli
þetta. Sumir sem vit hafa 'a,
halda þvi fram, að ekki"Verði hjá
því komizt, að rífa alt niður, sem
gert hefir verið og byrja á því að!
nýju. Ef svo skyldi vera, þá
verður kostnaöurinn líklega tvö-
faldur á viö það, sem um var sam-
ið við Stewart félagið. Hvort
sem upphæðin er ein miljón eða
firnm miljónir, þá segist það al-
drei skuli borga hana. Hafnar-
nefndin tjáðist leggja til, að taka
samninginn af félaginu og fá hann
öðrum í hendur.
I vandræðum sínum hefir
stjómin falið enn nýrri nefnd að
yfirfara alt verkið frá byrjun og
gera áætlun um, hve mikiö muni
kosta að gera það upp 4. nýtt.
En hérmeð er upp komið
hneyxli í Ottawa, sem gefur öðr-
um nýlegum ekkert eftir.
Liðsatnaöur.
Lögeggjan eggjuðu nokkrir
helztu borgarar almennitig, á
fundi sem haldinn var á miðviku-
dagskveldið, að ganga undir nauö-
syn rikisins, sýna ættját'öar ást og
brezkan karlmaimshug, ef til lið-
safnaðar þyrfti að korna, umfram
það sem íram hefir farið. Fund-
urinn vet li3.1ciinn i stscrstn. S3.m~
komusal borgarinnar, en svo
margt fólk sótti þangaö, að hvergi
nærri koxnst fyrir, var þá annar
salur opnaöur á næstu grösum, en
þar fór á sömu leið, svo margt
safnaðist þangað, að ekki komst
inn. Ræðumenn, meðal þeirra
borgarstjórinn Waugh og iylkis-
stjórinn Cameron, brýndu þaö
fyrir áheyrendum, hver nauösyn
lægi við og sýndu hvemíg hin
brezka þjóð hefði jafnan snþizt viö !
háskanum, þegar hann bai að.
Fundarmenn tóku orðmn þeirra
með miklum íögnuði, svo aö sjald-
an eða aldrei hefir hér verið hald-
ið mót, er svo ákaft og einhuga
fylgi hefir hlotið. Hon. Ed.
Brown stjórnaði aðalfundinum.
“Hvernig éxgum ver að svara
þeim manni, sem hefir drepið
börn og konur á Englandi, sent
kafbáta til að myrða vamarlaust
fólk, sem engan hlut átti í stríð-
inu og brotið öll boðorð og sum
sem aldrei voru upp hugsuð. Það
er að oss komið nú. Vér erum
staddir á þcim vegainótum nú, er
vér verðum úr þvi að skera, hvoit
vér eigum aö berjast meöan nokk-
ur stendur uppi, eða beygja kné
vor fyrir harðsíjóranum.” Svo
mælti borgarstjórinn á fund'inum.
“Eg vil sjá unga menn í Can-
ada hópast að herfánum ríkisins,
því þaö ættu þeir að gera, þeir
mega vita það að þeir sem heima
gitja og eru hraustir heilsu, verða
fyrirlitnir af kvenþjóð vorri.
Þetta mælti Sir Hugh John Mac-
donald.
“Þið mæður, sem haldið sonum
ykkar frá að fara, ættuð að ööl-
ast gneista ættjarðarásar. Nú
kallar Belgia, nú kalla þéir brezku
menn sem þegar eru á vígvöll
kornnir og ‘hin heilaga erfð frels-
is og frjálsræðis er forfeður vorir
hafa oss eftir skilið^ Verið til,
verið til, ef þjó#in á að haldast, þá
veriö reiðubúnir.” Þetta er úr |
ræðu fylkisstjórans.
“Nú er komið að hátiðlegustu
stund i æfi þjóðarinnar og andi
forfeðra vorra vakir yfir oss og
ihugar hvort vér séum menn til að
feta í fótspor framliðinna kappa
þjóðarinnar. Sir Robert Borden
hefir sagt, að Canada muni verja
sínum síðasta manni til striðsins og
sínum síðasta eyri og eigum vér að
^ta þau orð ómerk veröá? Aldrei.
Sá maður, sem gengur í svo merki-
legt mál, fetar i fótspor hans sem
sagði: “Meiri kærleika hefir
enginn til að bera heldur en þenn-
an, að hann leggi lífið i sölurnar
fyrir vini sina.” Hon. Edward
Brown.
Margir aðrir héldu ræður á
fundinum, þar á meðal herforingj-
ar nokkrir, mjög hreystilegar.
Brögð og lœvísi How-
dens.
Hvernig á stendur fyrir Fullerton.
Nefnd Perdues hefir lokið rétt-
arhöldum út af kærum eða sam-
• _
særi Fullertons, og er vonast eftir
vitnisburði 'hennar á hverjum deg'i.
Mr. Pitblado, hinn snjalli verjandi,
lauk við varnarræðu sina á mið-
vikudaginn var, rakti sundur
framkomna vitnisburði, með mik-
illi rögg og gildum rökum, að því
er virðist, og viðvíkjandi kærunni
gegn Hon. T. C. Norris, lýsti
hann þeirri skóðun sinni, að fyrir
Mr. Norrís hefði veriö lögð kæn-
lega gerð vél, er fyrverandi dóms-
málaráðgjafi Howden hefði upp-
hugsað og stjómað.
Mr. Pitblado kvað rneira vera í
efni en það, hvorn ætti að taka
trúarlegan, ráðaneytis forsetann
Norris eða Howden, en jafnveK þó
ekki væri um annað að gera, þá
væri Mr. Norris trúverðugri, held-
ur en sá maður, sem þá furðulegu
játningu hefði gefið sem Howden
hefði látið út úr sér. Mr. Pitblado
sýndi fram á, að þær 25 þúsundir,
sem Chambers var fenginn til aði
taka á móti, voru ekki ætlaðar til
þess að fá Roblinstjórninni haldið
í völdum, heldur brúkaðar af
Howden til þess að reyna að fella
blett á forsprakka liberala
flokksins í fylkinu. Þann 26. apríl,
þegar Howden náði að tala við
Mr. Norris, þá vissi hinn fyr-
nefndi, að Roblinstjómin var
dauðadæmd og gat ekki haldizt í
völdum, var því engin ástæða til
fyrir hánn, að stunda peningagjaf-1
ir til að halda henni x völdunum.
Hitt var það, sem hann hugsaði
urn, að hafa þessar 25. þús. i
vörzlum liberal manns, svo að
hægt væri aö koma gmn á loft.
Til þess voru þessir peningar ætl-
aðir, og einskis annars. Þegar
Chambers kom ekki peningunum
út og vildi skila þeim, þá neitaði
Newton að taka við þeim aftur,
nema með Howdens leyfi og með
hans ráði var þeim skotið undan á
endanum. Howden hafði 'alls ekki
í huga að fá kosnnga kærum slökt
niður, heldur að fá átyllu til að
festa róg og lygar við. Það var
samsæri í pólitísku hagsmuna
skyni.
Howden var alveg kæmlaus um
skyldur sinar við almenning, held- J
ur aðeins um það sem hans flokk
gat oröiið að liði, að einhverju
leyti. Sá pólitiski bragöakarl er
svo biræfinn að bera það fyrir
dómi, að hann hafi verið að starfal
að því, að fá kosningakærur niður
feldar, með ærnum kostnaði, þeg-
ar hann vissi, að Roblinstjórixin
væri dauðadæmd. Hann vissi, að
Roblin mundi bráðlega segja af
sér, bar þó fyrir réttinum, að hann
hafi verið að bjóða mútur, æfa-
mikið fé, til þess að halda henni í
völdum!
Pitblado sýndi fram á, að upp-
hæð þessi kom frá Kelly, og því
hefði Ohambers verið smeikur er
Kelly náði i hann og sagði honum
hvernig í því lá.
Enníremur gat hann um að
málfærslumaðurinn Phippen hefði
látið í ljósi við sækjanda fyrir
hinni konungl. rannsóknannefnd,
Mr. Wilson, að ef rannsóknin yrði
látin ná til kosninga sjóðs, þá
mundi liberölum verða það skeiriu-
hættara en hann vissi um. Þetta
kallaði Mr. Pitblado að gefa und-
ir fótinn. Wilson vildi þegar láta
þetta koma fyrir hinaJ konungl.
rannsóknarnefnd, en Phippens
lagði á móti því, kvaðst hafa feng-
ið sína vitneskju undir þagnar-
skyldu. En Wilson fanst sem
Phippen væri að hafa áhrif á
málsmeðferð sína fyrir rannsókn-
arnefndinni, með nokkru sem hann
hefði íengið að vita hjá skjólslæð-
ing sínum, Kelly. Þetta geröist
20. maí, sama daginn sem Phippen
kom. l
Næst komu hótanir Kellys við
Mr. Norris, að koma upp einhverj-
um afbrotum liberala. Þegar Mr.
Hudson heyrði orðróm um þess-
ar 25 þúsundir, þá afréð hann,^að
rannsókn nefndarinnar skyldi halda
áfrarn.
Mr. Pitblado rakti nú þætti
þessa lævísa samsæris. Einhver
fór að kveikja orðróm, Howden
eða hans samherjar, og merkilegt
var það, að blöðin austanlands
byrjuðu á að koma þeim á loft.
Þeim var hleypt á loft, þegar
Howden eöa þeir félagar þóttust
vissir um, að peninga upphæðin
væri búin að' vinna það sem henni
var ætlað. Þetta var varnar að-
ferð Howdens, gegn þeim opinber-
unurn sem fram voru að koma
fyrir mnsóknarnefndinni. Kelly
kami að hafa ætlað að beita því
fyrir sig líka. Þetta kom fram
eftir að Horwood hafði sagt sögu
sína, er bendlaði ráðgjafann við
hneyxlið.
Mr. Pitblado kvað sig hafa
langað að fá upp') úr þeim 14,
hvar þeir hefðu fengið vitneskju
um þá hluti, sem þeir bygðu “kær-
umar” á. Ef hann hefð'i getað
sýnt, að þeir hefðu fengið hana
hjá Howden, þá væra þeir, að
sinni ætlun, ómerkir menn (dis-
credited).
“Þingmaðurinn Ray var í vitna-
stúkunni”, sagði Mr. Pitblado, “og
þingmaðurinn Foley og Haig í
réttinum; eg innti Ray eftir því,
hvórt honum sýndist það ekki
sæmilegt vegna sjálfs sín og sinna
meðkærenda, að segja nefndinni,
hvaðan þeir hefðu vitneskju sína.
Þeir sátu allir þegjandi og orða-
lausir einsog fiskar. Af hverju?
Eg þykist vita að það sé partur af
ráðagerð og bruggi um pólitískan
hagnað er þessi pólitíski bragöia-
karl hefir stofnað til; James J.
Howden er einn sá versti bragða-
refur sem eg hefi heyrt getið um;
hann fór til og reyndi aS útbúa
bragð eða ráð sem flokkurinn gæti
haft til að beita fyrir sig, þegar í
raun ræki ,og reyna að vinna 'hin-
um flokknum bölvun eða mein
með einhverju móti, hvernig sem
annað færi.
Hér mælti dómsforsetinn Per-
due:
“Mér virðist einsog þér viljið
sanna glæpsamleg samtök eða sam-
særi til þess aö1 gera rangt, af allra
þeirra hálfu, sem áttu þátt í kær-
unum.
“Eg held því fram að Howden
eða Kelly eða báðir, séu aðalmenn-
irnir og ef til vill fleiri með
þeim.”
Hér1 eftir varð umtal með dótn-
urunum um það sem Howden
hefði borið um samtal þelrra
Norris. Kom J>eim ásamt, aö því
er viröist, aö írásagan væri ótrú- |
leg 'og ólíkleg og svo ótiltekin m’eð |
það sem fram hefði fariö, aö ekki j
væri unt að henda reiður á henni. J
Dómsfoi'setinn kvað ■ svo aö
orði:
“Framburður Howdens er
auðsjáanlega óákveðinn að orðum,
af ásettu ráöi. Það eina sem unt
er að henda reiður á i framburð-
inum, viðVíkjandi samtali þeirra
er það, að þeir töluðu&,t við.”
“Og Howden passaði það, að
hann gæti sannað, að þeir hefðu
hitst. Hann fékk Newton og
Chambers til að sanna það,” mælti
Mr. Pitblado.
Eftir það' tók málsverjandi til
að sýna, eftir framkomnum gögn-
xmi, hver trúverðugri væri, for-
sætisráðherrann Norris, sem ekk-
ert hafði að vinna og öllu að tapa,
við slíka samninga, sem Howden
hafði borið á hann eða hinum síð-
arnefnda, sem engu gat tapað, þó
hann bæri sjálfum sér óærlegan
framgangsmáta, en það að vinna,
að klína óþverra á pólitiskan mót-
stöðumann.
Loks tók dómsforsetinn Perdue
fram í fyrir honum, kvað óþarfa
fyrir hann að fjölyrða um það at-
riði, hvorum þessara manna bæri
að trúa til að segja rétt um það,
sem í milli þeirra hefði farið.
Ekki þyrfti 'hann heldur að fara
lengra út í það, hvoft Mr. Norris
hefði vitað um 25 þúsundimar eða
ekki.
Mr. Pitblado snéri sér því næst
að þvi að sýna, að “kærurnar”
sem Fullerton hefði borið upp,
væru i lausu lofti bygðar, hefðu
ekkert að hvíla á, helcISr virtust
vera framsettar í því skyni að
veiða vitnisburði um þær, og sam-
{>ykti dómsforsetinn því. Alvar-
legar kærur gegn opinberum
starfsmönnum hefðu verið teknar
aftur, þegar búið var að koma
þeim á loft og -opinbera þær i
ýmsurn pörtum landsins, en að því
búnu teknar aftur — og það ‘gert
að umtalsefni, ekki hvort þessir
sömu menn hefðu gert rétt eða
rangt, heldur hvort J>eir hefðu
gert viturlega. Hann kvaðst vilja
láta Mr. Fullerton sjá og kannast
við, hvar 'hann væri staddur, eftir
að hann hefði tekið upp á sig, und-
ir þeirri ábyrgð sem stöðu hans er
samfara, að flytja þæssar kærur.
Hér mælti dómarinn Robson; á
þá leið, að þegar maður kærði
annan um óærlega samninga og
svik, og hyrfi svo frá þvi í má.1-
sókninni, þá er öllum kröfum
hans og kærum vanalega vísað frá.
“En Mr. Fullerton og Mr. Willi-
ams virðast álíta þetta smáræSi.
heir byrja með því að kæra opin-
bera embættismenn um mútuþágu
og þegar á herðir, snúa þeir við
blaðinu og segja: Ö, já, þessi
kæra um mútuþáguna hefði ekki
átt að framberast, henni skulum
við sleppa og tala um nokkuð, sem
er alls annars eðlis, þess, hvort
umtal Mr. Hudsons og Phippens
hefði verið hæfilegt eða heppi-
legt'.”
Dómsforsetinn Perdue: — “Eg
hika ekki við að segja, að það var
alls ekki viðurkvæmilegur fram-
gangsmáti, að breyta sakargiftun-
um. Það var sama og að reyna
að krækja i viss sönnunargögn
með því að uppástanda að þau
væru til staðar.”
Mr. Pitblado: — "Vér getiun
ekki lokað augunum fyrir þessu:
Málafærslumaður, sem ber ábyrgð
orða sinna, hefir flutt kæru og
sakargift og Kýst því, að hann
hefði sannanir fyrir henni. Óorði
er slegið á mann x opinberri stöðu,
um alt landið, og hverju sem fram
vindur, þegar búið er að benda
fingri tortryggninnar á einhvem
embættismann almennings, með
þeirri yfirlýsing, að sannanir séu
fyrir hendi — þá er þeim sama
manni mikið spell og óbætanilegt
mein gert.”
Hér mælti dómarinn Robson:—
“Fyrst var maður ^akaður um
nxútuþágu og nú er hénni alt í einu
snúið upp t það, hvort hann liafi
verið réttrar skoðúnar eða ekki.”
Mr. Pitblado: — “Yður er nú
ætlað að skera úr því, hvort mað-
ur, sem breytti sannsýniléga og
ráðvandlega, hafði rétt fyrir sér i
skoðun sinni. Vár Mr. Hudson,
ráðvandur, sannsýun og algerlega
heiðarlegur í áliti og skoðun sinnt
á samningnum?” Mr. Pitblado
sýndi síðari fram á að svo var.
Hudson var sækjandi í kærumáli
sínu á stjómina, ekki opinber,
heldur einka-sækjandi, og þegar
nokkuð var á leið komð rannsókn-
inni, var játning sakarinnar fram
boðin, er hinn fyrv. fylkisráðherra
átti að bera fram í heyranda
liljóði. Játningin átti að sanna
fullkomlega kæru Mr. Hudsons.
Játningin átti að vera opinber og
í heyranda hljóði gerð, hvað sem
Mr. Williams hefir þar um sagt í
sinni málsókn. Mr. Pitblado lýsti
því, að sú játning hefði alls ekki
átt að vera leynileg, heldur opin-
Mörg sparnaðar og um leið mörg ó-
pœginda stund geta menn umflúið
með því að nota
EDDY’S ELDSPÍTUR
Það kviknar á þeim fljótt og vel ef
rétt er að farið, hver spíta er eldspíta,
og hver eldspíta- hefir *áreiðanlegt eld-
kveikjuefni.
t +•
Flytjanleg, bárótt kornbúr j
Að þau hafi verið notuð í 12 ár, J
er bezta sönnun fyrir gæðum þeirra J
Vér höfum reynzluna; þér þurfið í
engar tilraunir að gera. 5
Skrifið eftir fullmn upplýsingum.
Winnipeg Ceiling & Roofing Co., Ltd. +
P.O Box 3006 L. Winnipeg, Man. +
£*+++-f+^++-++*+*+-*+-++-'f-+*+*+++*+++-'fr+++-++-'f+++--f'+++*+.*
ber, og berast fram fyrir hinni
konungl. rannsóknarnefnd.
Tveir dómarar kváðu það ljós-
lega hafa komið fram, að játning-
in átti að vera opinber, en ekki
leynileg. Skjalið sem játningin
átti að gerast í, var opinbert
stjórnarskjal. —
Mr. Pitblado rakti síðan hvem-
ig alt benti á, bæði framkorrmir
vitnisburðir og önnur atriði, að
játning sakargiftar hefði átt að
vera opinber. Hann tók þáð fram,
sem nam burt allan efa, að sækj-
andi stjórnarinnar, C. P. Wilson
K.C. hefði tjáð nefndinni í heyr-
anda hljóði, að eftir nokkra daga
mxmdi hann geta lagt fram yfir-
lýsing er stórlega mundi stytta
störf hennar, en það var einmitt
játning Roblins umi að sakargiftir'
Hudsons væra réttar og á rökum
bygðar.
Nýja stjórnarskrá og
nýjan fána
hafa íslendingar fengið með kon-
ungs staðfestingu. Hafa skáld
fagnað fánanum með kvæðum og
blöð stjórnarskránni, sem nýkom-
in Isafold1 vottar. Svo er að sjá,
sem ráðgjafi hafi orðið að vinda
bráðan bug að fá þessu fram
komið, “á fyrirvara-grundvelli”,
og ekki getað komið því við, að
bera *þau upp á aukaþingi, vegna
þess, að leyndarmáK ríkisins var
komið á loft, áður en til stóð. Á
þá leið segir Isafold frá, og er að
skilja, sem ella hefði þetta verið
borið xindir aukaþing. — Að ööru
leyti er það af stjórnmálunum að
segja þar í landi, að mest virðist
vera ritað um það, að leyndarmál
ríkisins var látið uppskátt í blað-
inu “Ingólfur”, og er að sjá af
"Isafold”,, sem enginn vilji nú við
því verki ganga.
. I
Jón J
enson
yfirdómari lézt 25. júní af heila-
blóðfalli, hafði lengi verið heilsu-
lítill, af brjóstveiki. Hann
hafa verið 'hátt á sextugs aldri.
Jón Jensson var maður fáorður og
fastlyndur, tryggur þarsem hann
tók þvi, naut trausts og álits, því
að hann var vandaður og vel gef-
inn maður. Hann var einkar við-
feldinn þeim sem umgengust hann,
stiltur og smágletlinn og jatnan til
í að rökræða um hvaða efni, sem
á góma bar. Hann var bróður-
sonur Jóns Sigurðssonar, bar nafn
hans, og var í fóstri hjá honum í
nokkur ár.
Frá íslandi.
Reykjavik 17'. júní.
Aðfaranótt föstudagsins 11. þ.
m. fór vélbáturinn “Báran” á
fiskveiðar frá Norðfirði. Veður
var þá ekki mjög ilt en brátt tók
að hvessa og sjór varð úfinn mjög.
Báturinn kom ekki að landi, og
þar eð ekkert frekar hefir til hans
spurzt. mun hann áréiðanlega hafa
farist með áhöfn allri.
Báturinn v.ar eign Ingvars Páls-
sonar oddvita. á honum voru alls
4 menn, þeir Bjarni Gíslason for-
maður, sonur hans Magnús Gísli
Bjamason, um 20 ára að aldri,
Guðmundur Guðmundsson og
Eggert Bjarnason. Allir áttu
mennimir heima hér í bænum
en stunduðu sjóróðra um sttmdar
sakir á Norðfirði. Þér vora
giftir allir nema Magnús Gísli, og
láta þeir eftir sig ekkjur og mörg
börn — sum komung. Bjarni var
frábærlega duglegur formaður óg
dugnaðarmaður mikill í hvívetna.
\ Sama daginn sem ‘Báran' fórst,
voru margir aðrir bátar við veið-
ar um þær slóðir. Sást það síð-
ast til ‘Bárunnar’ að 'hxln var und-
ir seglum og virðist það benda á
að eitthvað hafi bilað í vélinni.
Reykjavík, 12. Júní 1915.
Þann 10. Júní brann um nótt til
kaldra kola á ísafirði hús Magnúsar
Arnórssonar daglaunamanns.
Lm'kolnámana vestra segir Guðm.
E. Guðmundsson, sem nýkominn er
hingað frá Vestfjörðum, að hann
hafi fundið hrein kol í Stálfjalli, sem
er austanvert við Rauðasand. Ætlar
hann að ráða hér verkafólk og halda
síðan áfrani kolanámi.
Nýlega er látin Guðrún Geirsdótt-
r í Eyvík í Grímsnesi, kona Jóhann-
esar Einarssonar bónda þar, mjög
vel metin sómakona.
Reykjavík, 19. Júní 1915.
Guðm. Eggerz, sýslumaður og
alþingismaður Sunnmýlinga, er hing-
að kominn til þings—fyrstur utan-
bæjarþingmanna. Ætlaði hann með
Ceres norður og vestur um land, en
gekk af skipinu á Seyðisfirði v'egna
ísfregnanna, náði í frakneskan botn-
vörpung, er flutti hann hingað. —
Skamt fyrir utan Papey hitti botn-
vörpunburinn brezkt herskip, er þar
var á sveimi. \ ar botnvörpungurinn
stöðvaður og kostaði nokkra reki-
stefnu áður en leyfi fengist til að
halda áfranx—aðallega vegna þess,
að hina íslenzku farjxega vantaði
vegahréf—töldu Jxess eigi þurfa milli
íslenzkra ha/na, svo sem vönlegt var.
Reykjavík, 23í Júní' 1915.
' í gxr 22. JúntJ voru liðin 25 ár
síðan séra Jóhann Þorkelsson gerðist
dómkirkjuprestur 'í Reykjavtk. Mun
enginn dónxkirkjuprestur í Revkja-
vik hafa setið jafnlengi í embætti og
líklega enginn prestur á Jandi hér
unnið jafnnxörg prestsverk. Sóknar-
nefndin og Knud ^ímsen borgar-
stjóri heimsóttu séra Jóhann á þessu
fágæta afmæli hans og færðu honum
að gjöf frá söfnuðinunx silftxrbikar
með 1,000 kr. gulls í.
\ ið synodus-setninguna á morgun
rouri 4 hádegi verða þeir guðfræðakandí-
datarnir Jósef Jónsson og Ásmund-
ttr Guðmundsson vígðir til prests.
Asmundur stígur í stólinn en séra
Kjartan Helgason í Hruna lýsir
vígslu. Jósef er settur prestur á
Barði í Fljótum, en Ásntundur vígist
aðstoðarprestur í Stykkishólmi.
Þríliti fáninn, hinn nýi íslenzki
þjóðfáni, var dregityt á sföttg á Isa-
foldarprentsmiðju. er símskeytið
harst frá ráðherra unt staðfesting
hans. Á sunnudag var fáninn koqi-
inn upp á Hótel ísland. Fyrsta skip-
ið, er flaggaði með honum, var
Faxaflóabátlurinn Ingólfur, er fór
skemtiför til Akraness á sunnudag.
En fyrsta millilandaskipið, sent notar
hann, mun verða Gullfoss. — Því
niiður er lítið um flaggdúk í bænunt
nú, ^n al tsem til er, mun þegar vera
uppselt. En bráðlega von nýrra
birgða.
Embættispróf í læknisfræði hafa
nýlokið þessir: Þórhallur Jóhann-
esson I. 172 stig; Helgi Skúlason,
Odda, II. betrilllÚ stig;. Árni Gísla-
son II lakari 81 ýj stig.
Undanfarið hefir stjórn verkmanna
félagsins Dagsbrún verið að leita
samkomulags við vinnuveitendur al-
n>ent unt hækkun kaupgjalds meðan
dýrtíðin stendur. Hafa samningar
þeir gengið greiðlega og varð endan-
legt samkomulag í gærkvöldi um
kauphækkun,. milli Dagsbrúnarstjórn-
arinnar og fulltrúar vinnuveitenda.—
Isafold.
I