Lögberg - 02.09.1915, Side 6
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 2 SEPTEMBEK 1915.
«
v.
LUKKUHJÓUÐ.
Eftir
LOUIS TRACY.
Um leiS og Stump settist nitSur, sagöi hann aö
maSurinrf væri engu líkari en útförnum sjóræningja.
Þvi næst opnaSi hann böggulinn, tók upp skips
kompás og skoSaöi hann vandlega. Það var engu
líkara en aS hann héldi aö haan væri svikinn; en
eftir nokkra stund lét hann kompásinn aftur á sinn
staö og virtist hafa gengiö úr skugga um aö svo væri
ekki. Þá tók hann upp tóbaksplötu, skar af henni
nokkrar sneiöar meö hárbeittum hnífi, muldi þær i
sundur á milli fingranna, fylti pípu sína, kveikti i
henni og strauk af hnifnum á stígvéli sínu. Dick tók
eftir því, aö allar hreyfingar hans voru miklu liölegri
en viö heföi mátt búast eftir útliti hans að dæma.
Þaö1 var auðséð, aö enginn kom þar að tómum kof-
unum sem Stump var.
Hann var kuldalegur á svipinn. ÞaÖ var ekki
gott aö segja hvort það stafaði af því, aö honum þótti
sárt að skilja viö konu sína eöa hörkusvipurinn staf-
aði af gömlum vana. Þegar hann var búinn aö
kveikja í pípu sinni, sagði hann:
“Veiztu hve nær lestin á aö koma til Dover?”
“Já, klukkan io og 50.
“Við stönzum þar ekki lengi?’’
“Nei. Báturinn fer tíu mínútum seinna.”
“Það er gott. Mér er ekki vel viö þessar jám-
braptarlestir. í hvert skifti sem smá misfella er á
brautinni, þá held eg hún hafi lent á skeri. Það er
einhver munur aö hlusta á hjartaslög vélanna í gufu-
skipum. Þá kann eg vel viö mig. Þá veit eg hvar
eg er.”
“Eg er á sama máli, skipstjóri góöur. En viö
verðum að sætta okkur viö járnbrautarskarkala góöa
stund. Það er langt til Marseilles.”
Stump leit á hann spyrjandi augum. Royson var
ólíkur flestum borgarslæpingjum sem hann haföi
kynst.
“Þú munt hafa heyrt mig tala um Marseilles viö
konuna mína,” sagði hann alvarlega. “En hvernig
veistu aö eg er skipstjóri?”
“Það er skrifaö á böggulinn.”
“Konani min skrifaöi þaö og —”
Dick haföi einsett sér aö brjóta ísinn og sagöi:
“Eg er annar stýrimaður þinn.”
“Hvað segiröú ?” hrópaöi Stump, lagði sína hend-
ina á hvort hné, hallaðist áfram og staröi á Royson,
einsog hann hefði komið i gegnum luktar dyr. “Þú—
annar—stýrimaður—minn ?”
Orðin komu eins og aðdragandi ofviðris. En
Dick lét sér hvergi bregða.
“Já,” sagöi hann. Eg get ekki séö, a8 það sé
rangt að segja þér eins og er, úr því eg veit hver þú
ert.”
“Rangt! Hver sagöi að.þaö væri rangt? En
hvers konar sjómaður ertu? Hvaöa sjómaöur gengur
í hnébrókum?”
Þá sá Royson að gremja skipstjórans var skiljan-
leg. Flestir Bretar sem fara erlendis hafa óstjórn-
lega löngun til aö stæla fataburð sem minnir á
skozka hálendið. Enginn veit hvernig á þessu stend-
ur, en Royson var engin undantekning frá reglunni.
H^nn var orðinn svo leiöur á skrifstofustörfum, aö
honum fanst hann annar og betri maður pegar hann
var kominn í föt, sem mintu hann á löngu liðið sum-
ar, þegar hann hafði dvalið í Westmoreland hálend-
inu; það var eitthvert skemtilegasta sumar sem
hann hafði lifað. En hann tók ekki eftir hve óvið-
eigandi þau voru fyr en Stump benti' honum á það.
Royson skellihló, er hann sá á hvern hátt athygli
hans var dregin að þeim og það dró ekki úr gremju
skipstjórans. t
“Annar stýrimaður!” grenjaði Stump aftur og
kallaði drottinn til vitnis um að hann hefði aldrei
séð slíkan stýrimann áður. “Hvar er aðgöngumið-
inn? _Það er sagt að sjón sé sögu rikari. Með hverj-
um hefirðu verið i förum? Hve nær laukstu prófi?”
“Eg hefi ekkert skýrteini frá sjómannaskóla, ef
það er það' sem þú átt við og eg hefi aldrei verið í
förum,” sagði Royson.
Stump tók þetta fyrir spaug, honum rann reiðin
og hann rak upp hálfgerðan kuldalilátur.
“Ja, nú er mér nóg boðið!” sagði hann og náði
varla andanum af hlátri. “Ef eg bara hefði vitað
þetta, þá skyldi eg hafa sagt konunni minni það.
Það hefði glatt hana í heila viku. En það gerir ekk-
ert til. Við tefjum fáeinar mínútur í Dover.
Eg sendi henni bréfspjald með mynd. Eg er viss
um að henni þykir gaman að því.”
Skipstjórinn ætlaði bersýnilega að bæta einhverju
við til skýringar. En Dick var ant um að egna ekki
tilvonandi skipstjóra sinn til gremju, frekar en nauð-
synlegt var; hann, sagði því og brosti einfeldnislega: i
“Eg hefi því miður enga mynd af mér.”
Lögbergs-sögur
---------------- .
FÁST G E F IN S MEÐ ÞVÍ
AÐ GERAST KAUPANDI AÐ
BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI
Stump starði á sokkana, stuttbrækurnar, Norfolk
jakkann og veiðimanns húfuna.
“Þetta er svei mér betra en eg hefi séð i nokkrum
leik,” sagði hann og var enn hlæjandi. “Annar
stýrimaður! Eru margir þinir likar á lestinni? Ná-
unginn í loðkápunni með pípuhattinn í næsta klefa
skyldi þó ekki vera brytinn. Og hvað skyldi Tagg
segja?”
“Eg veit ekki,” sagði Dick og lá við að gremjast
við skipstjórann er hann kastaði slikum niðrunaryrð-
um upp í opið geðið á hónum. “En hver er þessi
Tagg, ef eg má leyfa mér að spyrja?”
Stump þagnaði skyndilega.- Það leit út fyrir að
hann mintist nú þeirra skipana, er fyrir hann) höfðu
verið lagðar. Hann tautaði eitthvað fyrir munni sér
um það, að enginn þyrftá að hugsa sér að hafa sig
fyrir “sogpipu”; svo þagnaði hann og sagði ekki eitt
einasta orð fyr en þeir komu til Dover. Hann reykti
i ákafa og leit oft reiðilega til Roysons, en lokaði svo
vandlega fyrir reiðiólguna i brjósti sér„ að ekki sauð
uppúr. En þegar þeir komu út á skipið, sigraði for-
vitnin varfærnina. Þegar skipstjórinn var búinn að
margskoða Dick frá hvirfli til ilja, gekk hann til hans
og sagði glaðlega:
“Heyrðu herra annar stýrimaður, eg sé ekki
Plimsoll merkið á revkháfnum. Getur þú komið auga
á það ?”
“Nei; eg sé það ekki, skipstjóri góður. Það er
sjálfsagt þvegið af.”
“Ef eg væri í þínum sporum, þá skyldi eg segja
verzlunarráðinu frá því.”
“Bezt að láta sofandi hunda í friði.”
“Hvers vegna?”
“Vegna þess að það kynni að minna verzlunar-
ráðið á að líta eítir hvort þú hefðir merkið og þegar
þeir sæju, að þú hefðir það ekki, gæti viljað til, að
þú yrðir ekki talinn sjófær.”
“Svo þú kannast við Plimsoll merkið?”
“Já, það geri eg. En geturðu ekki þegið eitt
staup mér til samlætis?”
Royson hafði hitt á rétta lagið á Stump. Skip-
stjórinn var glaðværðarmaður og þeir fóru niður i
drykkjusalinn. Sær var úfinn og talsverður öldu-
gangur svo Dirk lá tvisvar við falli. Stump tók eftir
því og henti gaman að.
“Ef þú; biður brytann, þá er eg viss um að hann
lánar þér spotta til að tilla þér með,” sagði hann.
“Það getur verið að þér sýnist eg valtur á fótun-
um núna,” sagði Royson, “ en þegar hvessír, þá skal
ekki standa á mér að taka saman seglin, sannaðu til.”
Stump leit á hann.
“Nú skil eg ekki,” sagði hann. “Þú segist aldrei
hafa verið i förum. Hvað heitirðu?”
“King, Richard King.”
“Eg verð búinn að kenna þér listimai: um það
leyti sem Aphrodite snýr aftur stefni heimleiðis.”
Þeir stóðu á miðju gólfi og voru svo ólíkir, að
allir störðu á þá. Ef barón von Kerber hefði verið
•innanborðs, hefð' hann sjálfsagt sannfærst um, að
með því að senda hinn lágvaxna skipstjóra og stór-
vaxna stýrimann saman til Marseilles, hefði hann
lagt snöru um háls þeirra, svo auðvelt var að/ hafa
auga með þeim. Auðvitað var það ekki hans sök, að
þeim lenti saman; en jafnvel þó þeir hefðu ekki fylgst
að eins og móðir og barn, þá mundi hver sá sem
hefir það að atvinnu, að taka eftir þeim sem yfir
sundið fara, hafa tekið eftir því, að tveir svo óiíkir
menn voru á skipinu samtímis.
Royson datt þetta ekki i hug. Ef Stump hefði
verið þögull eftir að þeir stigu á skipsfjöl, ein,s og
hann hafði verið siðari hluta ferðarinnar á landi, var
ekki óhugsandi, að Royson hefði dottið í hug, að hann
væri að forðast að vekja athygli samferðafólksins.
En það var öðru nær en hann væri fálátur. Royson
hafði ekki við að svara spurningum hans. Hann
skildi ekki hvernig sá gat verið stýrimaður, sem al-
drei hafði verið í förum. En Royson tókst svo snild-
arlega að svara spurningunum, að hann fékk hæsta
vitnisburð og meira en það. Því, þótt ótrúlegt kunni
að þykja, þá varð skipstjórinn stundum að þykjast
vita það sem hann ekki vissi, til þess að verða sér
ekki til minkunnar. Stump kunni að stýra skipi um
úthöfin hafna á milli, en Royson gat sagt honum frá
mörgu í sambandi við siglingar á mjóum fjörðum og
litlum stöðuvötnum, svo Stump varð orðlaus af undr-
un. Mest undraði hann þó, þegar Royson kunni orð-
rétt reglurnar, sem gufuskip fara eftir þegar þau
mætast.
“Segðu mér nú eins og er,” sagði hann gremju-
lega; “hvað meinarðu með þessu? Þú hefir þó ekki
verið að ljúga að mér og draga mig á tálar allan
þennan tíma?”
Augun tindruðu undir loðnum augnabrúnunum.
Ólundarsvipurinn var aftur að koma á hann, svo
Royson flýtti sér að segja: ]
“Eg hefi ekkert á móti því að segja þér hvernig á
því stendur, að eg hefi meiri þekkingu á sjómensku,
en þig grunar. En eg tek það skýrt fram í eitt skifti
fyrir öll, að upp frá því þýðir þér ekki að spyrja mig
frekar um fortíð mína.”
“Haltu áfram! Það er sanngjamt.”
“Eg eyddi mörgum degi frá því eg var tíu árac
og þangað til eg var því nær tvítugur, á skútu í
Windermere. Félagi minn og kennari var uppgjafa
sjóliðsforingi og hann hafði gaman af að kenna mér
einföldustu atriði sjómannafræðinnar. Eg lærði það
sem hann kendi mér betur en nokkrar námsgreinar í
skóla. Eg hafði yndi af þessu og eg bar svo mikla
virðingu fyrir gamla manninum, að eg lagði hart á
mig að muna alt sem hann sagði mér og kendi. Eg
hefi ekki gleymt því sem eg lærði, þó eg hafi síðustu
fimm árin ekki séð annað vatn, en það sem sést af
Thames ánni ofan af búnum, sem yfir hana liggja og
eg held ef þú vilt umbera mig svo sem viku tíma, þá
geti eg leyst af hendi hvert verk, sem mér verður fal-
ið að gera.”''
“Þú ert ágætur!” sagði Stump með ánægjusvip.
“Komdu upp á þilfar.”
Það var eðlilegt að Roýson yrði einkum fyrir
svörum á leiðinni yfir Frakkland. Hann talaði mál
landsins viðstöðulítið, en Stump kunni ekki nema fá-
ein orð, sem hann; hafði lært af sjómönnum. Járn-
brautin var biluð skamt frá Dijon, svo lestin tafðist í
átta klukkustundir. Er ekki að vita nema Stump
hefði fengið flogaveiki, hefði Royson ekki verið við
hendina til að túlka mál járnbrautarþjónanna, er þeir
sögðu þeim hvar komið var. Við þetta varð þeim
hlýtt í huga hvors til annars og við það var mikið
unnið fyrir Dick. Hann komst að því, að Stump
hafði aldrei augum litið Aphradite og furðaði hann
stórlega á því.
“Nei,” sagði hann, þegar Royson hafði af tilvilj-
un fengið þetta að vita; “eg þekki hana ekki. Við
Tagg — Tagg er fyrsti stýrimaður minn •— vorum
nýfamir af Chirra, þegar það skip komst í þýzkar
hendur, og við vorum nýhyrjaðir að leita okkur að
vinnu þegar við hittum eiganda Aphrodite og réði
okkur. Tagg er kominn suður á undan ásamtl flest-
um skipsverjum, en eg tafðist nokkra daga í Eundún-
um — þurfti að líta eftir ýmsu smávegis.”
Stumps hafði orðið1 eftir til að útvega sjókort.
En hann sagði ekki frá því og Royson reyndi ekki að
grenslast frekar eftir sögu skútunnar frá síðari árum.
Þeir komu til Marseilles um, miðjan dag og það
var glaða sólskin er þeir óku um hin fögru stræti
borgarinnar. Bæði Royson og skipstjórinn fyltust
ánægju er þeir litu Aphrodite í skipakvínni. Skipið
var þanng bygt, að það virtist stærra en ætla mætti,
ef dæmt var eftir tonnatölunni. Royson var svo mik-
ili sjómaður, að hann sá, að ætlast var til að hún
gengi fremur fyrir vindi en gufu og þegar hann kom
út á þilfarið, sá hann að þar var svo vel og hreinlega
frá öllu gengið, að enginn hefði getað gert það nema
sá, sem um mörg ár hafði verið á herskipum.
Það dofnaði yfir honum er hann sá þetta. Svipur
og limaburður hásetanna, sem hann sá, bar vott! um
langa og stranga æfingu. Hvernig gat hann búist við
að geta staðið þeim á sporði? Fáfræði hans um flest
er að siglingum laut, hlaut að komast upp óðara en
lagt yrði frá landi. Hásetamir mundu hafa hann að
háði og spotti.
Royson hrökk við. Þéttvaxinn náungi, hálfloðinn
í framan kom til þeirra og heilsaði Stump með mikl-
um fagnaðarlátum.
“Segðu ekki orð,” mælti Stump lágt við Royson.
“Stattu til hliðar, eg skal hjálpa þér.”
Stump rétti komumanni hendina. Heill og sæll
gamli Bjargráður,” kallaði hann. “Má eg samkynna
þig öðrum stýrimanni okkar? /Mr. Tagg — Mr. King.
Og hvað fáum við nú að gæða okkur á? Við King
getum etið mannakjöt, ef þú hefir ekki annað
lystugra að bjóða okkur.”
Royson var feginn, að hann þurfti ekkert að gera
fyr en lagt yrði frá landi. Kol og vistir voru þegar
komnar innanborðs og þeir höfðu þvi ekki annað að
gera en bíða eftir símskeyti frá Mr. Fenshawe og
fylgdarliði hans, þess efnis að hafa heitt á kötlunum,
svo að þeir gætu siglt fyrir gufu út Lions flóann, ef
andviðri^yrði þegar hann kæmi.
Öll skipshöfnin var af brezkum ættum og Bretum
I er ekki sú gáfa gefin að tala mörgum tungum. Roy-
son var því eini maðurinn á skipinu sem skildi og
talaði frönsku. Því var það, að hann varð óafvitandi
aðal leikarinn í öðrum þætti hins mikla ásta og hat-
ursleiks. Daginn eftir að þeir Diclc komu til Mar-
seilles, kom umboðsmaður félagsins sem hafði selt
þeim vistir og sagði að í misgripum hefði önnur vín-
tegundí verið flutt út á skipið en sú, er um hafði
verið beðið. Nú hafði loks verið tekið eftir þessu og
maðurinn bað afsökunar aftur og aftur.
Royson hafði staðið á tali við sendimann á meðan
skift var urU vínið. Að lokum bauð maðurinn hon-
um, ásamt öllum fyrirmönnum skipsins til máltíðar
og að koma með sér til Palais de Glace. Þar ætlaði
kona að sýna íþróttir, sem einungis karlmenn taka
þátt í á Englandi.
Stump vildi ekki yfirgefa skipið, en leyfði Tagg
og Royson að þiggja boðið. Þeir skemtu sér ágæt-
lega um kvelrið og afréðu að ganga til baka þótt það
væri hálf önnur mila vegar. Klukkan var nálega
ellefu um, kveldið, heiður himinn og bezta veður.
Gatan virtist mannlaus, en yfir hana lágu margar
járnbrautir og til beggja hliða stóðu tómir vagnar í
löngum röðúm. Tagg var lítið eitt halturi og gat því
ekki gengið hart. Þeir voru að tala um skemtunina
og annað sem litlu varðaði, en voru svo sokknir nið-
ur í samtalið, að þeir tóku ekki eftir því, að sex menn
skutust fram undan einum vagninum og vissu ekki
fyrri en þeir þustu að þeim. Voru þeir ófrýnilegir
og létu ófriðlega. En ekki var að gert. Þeir hurfu
jafn skryngilega og þeir komu. Tagg var engin
skiæfa; hann leit á Royson og hló.
“Vöxtur þinn forðaði okkur frá handalögmáli,”
sagði hann. “Þetta eru erkibófar.”
“Hvað skyldu þeir hafa í hyggju?” sagði Royson
og leit við, til að gæta að hvort hann sæi ekki fleiri
á götunni, þótt hún væri illa lýst.
“Þeir hafa rán og morð í hyggju,” sagði Tagg.
“Það leit út fyrir að þeir ættu von á einhverjum.
Sýndist þér það ekki? Hvernig lýst þér á að bíða
hérna i skugganum nokkrar mínútur?”
“Nær að fara okkar eigin leið,” sagði Tagg. En
hann mælti ekki frekar á móti tillögu Dicks og þeir
námu staðar undir stóru vörugeimsluhúsi, þar sem
lítið bar á þeim.
Engin hreyfing sást á götunni. En eftir dálitla
stund heyrðu þeir hjólaskrölt i fjarska.
“Einhver skipstjóri á leið til skips síns,” sagði
Tagg. “Það getur ekki verið skipstjórinn okkar.
Þeir fengju sig fullkeypta, piltarnir sem við mætt-
um áðan, ef þeir réðust á hann.”
“Eg býst við að Stump sé óhætt i handalögmáli ?”
“ ‘Óhætt’ er ekki rétta orðið. Hann er óttalegur.
Eg hefi séð hann láta sex menn út úr svallstofu
sjómanna í San Francisco og þú hefir ekki verið mik-
ið i förum, ef þú veist ekki að það gerir enginn með-
almaður.”
]y/[ARKET JJQTEL
Viö sölutorgið og City Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
“A-ha!” sagði Royson með aðdáun. Honum
hafði oft reynst vel síöustu tvo dagana að’ svara ýms-
um spumingum á þennan hátt. Með því móti hafði
hann siglt fram hjá mörgu hættúlegu skeri.
Vagninn færðist nær, en sást óglögt. Þegar
minst varði heyrðu þeir hávær köll, en hófadynur
hestanna féll niður. Royson hljóp þegar á stað úr
fylgsni sínu, en Tagg kallaði með ákafa:
“Bíddu eftir mér, Langleggur! Ef þú kemur
einn, fela þeir hníf í skrokknum á þér, áður en, þú
getur sagt “Jack Robinson”.”
Didk hafði aldrei dottið í hug að segja “Jack
Robinson”, en hann hægði á sé'r, tók í handlegginn á
Tagg og hjálpaði honum þannig til að komast áfram.
Þeir sáu að tveir menn voru búnir að draga ökuniann
úr sætinu og vom að binda hendur hans og fætur.
Royson rann til af bræði, sparkaði fæti við öðmm, en
setti hnefann undir nasir hinum svo báðir féllu. Harð-
ur leikur var háður inni í vagninum og Royson
freistaði að skakka Ieikinn. Það æsti mjög skap hans
að hann kannaðist við rödd barons von Kerbers.
Gerði hann ýmist að bölva eða beiðast griða. Virtust
stigamenn lítil grið ætla að sýna, þvi hann bað þá
oftar en einu sinni að þyrma, lifi sínu. Einil þeirra
hafði séð hvemig fór fyrir þeim sem áttu í höggi við
ökumanninn. Sá þreif marghleypu upp úr vasa sín-
um og þegar Dick hirti hana seinna upp af strætinu,
sá hann, að hún var ekki eingöngu ætluð til að hræða
hann; hún var hlaðin sex kúlum.
Royson kærði sig ekki um að leggja sig i meiri
hættu en nauðsyn krefði. Hann vatt sér við í flýti,
beygði sig og þreif í hjólröndina. En i stað þess að
styðja vagninn, eins og hann hafði gert á Buckingham
Palace Road, þegar hann forðaði Miss Fenshawe við
slysi, velti hann vagninum á hliðina. Eflaust hafa
veslings hestarnir, sem fyrir vagninum voru, furðað
sig á þessum aðförum. En mennirnir fimm, sem
voru að fljúgast á i vagninum, urðu ekki síður hissa,
er þeim var slengt til jarðar.
Royson raddist nú inn i hópinn, náði í von Kerber
og sagði:
“Þér er borgið, herra barón. Nú getum við snú-
ið vörtuna af þrælmennunum.”
Það var eins og þorpurunum félli allur ketill í eld,
er þeir heyrðu Royson segja þetta á ensku. Tagg
hafði náð tökum á einum þeirra, en hinir rvmnu sem
mest þeir máttu. Von Kerber reis á fætur, svo Roy-
son. hljóp til og hjálpaði Tagg. Þá hrópaði barónn-
inn fullum hálsi:
,“Þér kann að hafa tekist að ná í blöðin, Alíieri;
en þau eru þér gagnslaus. Italski hundur! Enn þá
hefi eg leikið á þig!”
Þótt Dick væri að keppast við að binda höndurnar
á einum stigamanninum fyrir aftan bak, tók hann
eftir þvi sem von Kerber sagði. Skildi hann síst
hvernig á því stóð, að von Kerber skyldi láta sér slik
orð um munn fara. Það gegndi og enn meiri furðuj
að hann sagði þetta á frönsku, því eftir nafninu að
dæma var maðurinn ítalskur og skildi að öllum lík-
indum ekkert nema ítölsku. Var þessi Alfieri mað-
urinn sem “hataði’ ’von Kerber? En Royson hafði
ekki langan umhugsunartíma.. Barónninn stundi
þungan og átti bersýnilega erfitt með að verjast
kvalahljóðum. Hann færði sig nær Royson og sagði
lágt; eins og sá sem ekki kærir sig um, að margir
heyri það sem hann segir:
“Sleptu honum, Mr. King. Eg er litið meiddur
og innilega þakklátur þér. En eg kæri mig ekki um
að! bíða í Marseilles meðan armur frönsku laganna
tekur í taumana; hann er seinn í srtúningum. Þ.ví er
bezt að sleppa hinum. Hann er bara leigður fantur,
já? Við látum á morgun frá landi.
IV. KAPITULI.
Von Kerber gefur skýringar.
“Þú hefir markað þennan pilt,”* sagði Tagg.
Hann stóð hjá einum stigamanninum, sem lá flatur á
götunni, en kúskurinn var að kvarta undan meðferð-
inni á vagni sínum.
Royson hjálpaði honum til að rétta við vagninn.
Því næst reisti hann upp manninn sem á götunni lá;
honum var erfitt um andardráttinn. Hann hafði
Furniture
Overland
J. C. MacKinnon
ELECTRICAL CONTRACTOR
Sher. 3019 588 Sherbrooke St.
Viðfeldinn bjór
Bjórinn sem þér likar
Kasaar með heilflt'skum eða hálf-
flöskum frá ölgerðarhúsinu eða kaup-
marni þínum.
E. L. DREWRY, Ltd.
Winnipeg
Isabel Cleaningðf Pressing
Establishment
J. W. QUINN, eigancií
Kunna’ manna bezt að fara
með
Loðskinnaföt
Viðgerðir og breyt-
ingar á fatnaðí.
Garry 1098 88 isabel St.
horm McDermot
Umboðsmenn Lögbergs.
J. A. Vopni, Harlington, Man.
Ólafur Einarsson, Milton, N.D.
K; S. Askdal, Minneota, Minn.
G. V. Leifur, Pembina.
J. S. Bergmann, Garðar, N.D.
Jón Pétursson, Gimli, Man.
S. S. Anderson, Kandahar, Sask.
Jón Ólafsson, Leslie, Sask.
A. A. Johnson, Mozart Sask.
S. Loptsson, Churchbridge, Sask.
Jónas Samson, Kristnes, Sask.
Paul Bjarnason, Wynyard, Sask.
J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask.
C. Paulson, Tantallon, Sask.
Olg. Friðriksson, Glenboro.
Albert Oliver, Brú P.O., Man.
Joseph Davidson, Baldur, Man.
Ragnar Smith, Brandon, Man.
D. Valdimarsson, Wild Oak, Man.
Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man.
S. Einarsson, Lundar, Man.
Kr. Pétursson, Siglunes, Man.
01. Johnson, Winnipegosis, Man.
A. J. Skagfeld, Hove, Man.
Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D.
O. Sigurðsson, Burnt Lake Alta.
Sig. Mýrdal, Victoria, B. C.
Th. Simonarson, Blaine, Wash.
S. J. Mýrdal, Point Roberts.
Sigurður Jónsson, Bantry, N.D.
fengiá mikið höfuðhögg.
“Honum er óhætt,” sagði Royson kuldalega.
Hann raknaj- bráðum úr rotinu og verður dálítið stirð-
ur í snúningunum fyrsta kastið. Hann hefir gott af
því. Hann kann betur að meta brezka sjómenn eftir
en áður.”
Hann lét manninn aftur hallast niður á götuna,
stakk marghleypunni í vasa sinn og hlustaði eftir því
sem þeim vbn Kerber og ökumanninum fór á milli.
Kúskurinn bar sig illa yfir því, hve vagninn væri
mikið skemdur; bjóst auðsjáanlega við að von Kerber
vildi ekki greiða sér skaðabætur. En þegar, honum|
vom gefnir hundrað frankar, réði hann sér varla af
fögnuði og þakklátsemi og ætlaði aldrei að þagna.
Barónninn reyndi aði þagga niður í manninum og
áminti hann alvarlega um að gleyma atburðinum.
Því næst snéri hann sér að Royson.
“Ef þú heldur að við verðum ekki sakaðir um
morð, ef við skiljum manninn eftir á götunni, þá
langar mig til að komast sem fyrst á skipsfjöl,” sagði
hann.
“Ertu særður?” spurði Dick.
“Dálítið. Þeir þorðu ekki að gera alt sem þeir
gátu. Þeir vissu að blöðin mundu koma upp um sig.”
“En rændu þeir þig?”
“Nei; það sem þeir náðu var að minsta kosti
eipskis virði. En hvers vegna spyrðu að því?”
Aðeins $2.00 á
ári fyrir Lögberg
og premíu þar að auki
stærsta íslenzka
fréttablað í heimi
gjörist kaupandi þiess.