Lögberg - 11.11.1915, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.11.1915, Blaðsíða 2
Þegar viö lesum goðsagnir fomaldartrúarbragSanna undrumst við oft yfir hinum bamalegu hug- myndum um heiminn og lífið, sem birtist í þeim. Við berum þessar hugmyndir saman við það sem við vitum að er sannleikur, og við þann samanburð sýnast þær mjog heimskulegar og fjarri sanni. En samt hafa margar goðsagnir mjög fögur og háleit sannindi að geyma. Sannindin eru vitaskuld ekki falin í því, sem sagnritarar segja frá, heldur í hugmyndunum, sem mennimir óafvitandi hafa ofið inn í þær, um leið og þeir mynduðu þær; og þær hugmyndir eru vaxn- ar upp úr lífsreynslunni, þær eru tnyndir þess, sem hefir borið við aftur og aftur í mannheimi, þó að sagnirnar segi frá, að það hafi gerst meðal guðanna. Ein hin fegursta og ahritamesta goðsögn sem nokkurn staðar er að finna, er sagan af dauða Baldurs í norrænu goðafræðinni. Baldur var beztur og fegurstur allra Ása, og í bústað hans máfti ekkert óhreint vera. Goðin höfðu mikið dálæti á Baldri; en út af því öf- undaði hinn illi og slævitri Loki hann, og voru þeir goðunum mikið áhyggjuefni. Óðinn ror ril JNifl- heims og fékk að vita af völvu einni, að Hel ætti von á Baldri. Þá tók Frigg eiða af öllum hlut- um í jörðu og á um að þeir skyldu aldrei vinna Baldri mein. Aðeins einn hlutur varð eftir, sem hún tók ekki eið af, en það var viðartein- ungur ungur, sem mistilteinn hét, og óx skamt frá Valhöll. Loki komst að því hjá henni að mistil teinninn hafði ekki svarið að vinna ekki Baldri mein. Svo þegar goðin léku sér að því að skjóta ýmsum hlutum á Baldur til að sýna, að honum stafaði ekki hætta af neinu, fékk Lokj Höður, bróð- ur Baldurs, sem var blindur, mist- ilteininn, og skaut hann honum samkvæmt tilvísan Ivoka. Mistil- teinninn flaug í gegnum Baldur og lét hann þar lif sitt. Goðin vild'u fyrir hvern mun fá Baldur aftur, og sendu til Heljar og báðu hana að skila honum aftur. Lofaði hún að gera það, ef allir hlutir grétu Baldur úr Helju. Og alt vildi gráta Baldúr úr Helju, nema Loki einn. Hann bjóst í tröllkonulíki, og kvaðst mundu gráta Baldur “þurrum tárum.” Varð hann þá ekki aftur heimtur. En undir áhrifum Loka fór hið illa vaxandi meðal goðanna, unz að lokum að til skarar hlaut að skrifta 1 mnnl miklu og síðustu baráttu milli hins illa og hins góða. Efnið í sögu þessari er stríðið milli góðs og ills í heiminum. Baldur er ímjmd þess góða, en Loki er ímynd þess illa. Loki var upprunalega ekki einn af Ásum ; liann var jötna ættar. En goftun- um vildi það óhapp til að þau tóku hann, “vömm allra goða ok manna” í sinn hóp. Hygmyndm er sú,, að Jiar sem það illa er, þar sem það kemst inn, spillir ]>að öllu, og hið göfuga og fagra getur ekki verið með því og haldist hreint. I^oki hafði mikil áhrif meðal goð- anna, vegna kænsku sirinar, og beitti þeim öllum til ills. Það að hann varð valdur aft aauoa 15ald- urs var í samræmi við alla'fram- komu hans; en það var stærsta ill- virkið, sem hann vann. “Ok hef- ir þat mest óhapp verit unnit með goðum ok mönnum,” segir í Eiddu. Hið illa ryður sér til rúms, verftur sterkara og sterkara. Afleiðingin verður sú, að það vinnur bug á hinu góða og heldur áfram að magnast, þar til ekki verður leng- ur við yfirráð þess unað, þá verð- ur [>að að brjótast á bak aftur. Það að Loki er látinn verða valdur að dauða Baldurs og því að hann næst ekki aftur úr Helju, virðist í fljótu bragði benda á trú á sigur hins illa yfir hinu góða. En Jæss konar trú er eðlilega ekki til 1 trúarbrögðum jafn hraustra og þróttmikilla manna og hinar fornu norrænu víkingaþjóðir voru. Sigur Loka er enginn úrslitasigur. í síðustu baráttunni, sem lýst er í frásögninni um ragnarök, vinna Æsir og með þeim allir góðir menn sigur á Loka, hrýmþursun- unum og öllu illþýði, sem berst með þeim. Hugmyndin um vax- andi og yfirgnæfandi áhrif hins illa er þvi ekki skoðun á tilgangi tilverunnar, heldur blátt áfram lýsing þess, hvernig fari, J>egar hinu illa vex kraftur. Og auð- vitað er það lífsreynslan, sem ligg- ur til grundvallar fyrir hugmynd- inni. Ilt og gott stríðir hvað á móti öðru, það er hvort öðru and- stætt, og á milli þess hlýtur ávalt að vera barátta. Náttúrlega er það ekki í lífsreynslunni, að alt hið góöa búi í sumum mönnum, en alt hið illa í öðrum. En þegar þessi barátta milli ills og góðs er hafin í átrúnaðinum upp yfir það mannlega, þá eðlilega verður skift- goðið verður ímynd þess góða, en ' hitt ímynd þess illa. Eoosugnm er ekki lýsing þess sem gerist i I mannheimi, eins og það ber við dagsdaglega; hún er kenning, sið- ferðisleg viðvörun, sem miðar til þess að setja mönnunum fyrir sjónir í sem sterkustum dráttum : mismun góðs og ílls. Það er enginn barnaskapur, ' engin heimska í þessu, heldur j djúp speki. Að eins pegar heims- sköpunarsagan, og fjölda margar l aðrar, um athafnir gooanna eru teknar og skoðaðar í ljós.i nútiðar þekkingar, kemur í ljós, hversu j barnalegar goðsagnirnar eru, eða réttara sagt, hversu langt skilning- Txr þeirra manna, sem mynduðu sér Jxer og trúðu þeim, hefir staft- ið að baki skilningi nútíðarmanns- ins á Jæim hlutum, sem sitelt tiala j knúð menn til að hugsa og leita | úrlausna. En það ætti ekki að j skyggja á lífssannindin, sem sagn- irnar geyma í sér, eða skáldskap- inn, sem oft og ematt er stórield- I ur og fagur. Enska skáldið og bókmentatræft- ingurinn nafnkendi, Mathew Ar- nold, orti langt kvæði um dauða j Baldurs, sem er eitt með beztu I kvæðum hans. Viðureign Loka og goðanna er lýst i kvæðinu sem baráttu milli góðra og illra krafta; og forlagakenningin, sem er svo rík í Ásatrúnni, kemur líka ákveð- ið í ljós. Óðinn er látinn segja, þegar Baldur er dauður, að dauði hans sé örlagadómur, sem hvorki guðir né menn geti umflúið. Og Loki á vísar hefndir fyrir illverk- ið, en ekki fyr en hinni ákveðni j timi, tími, örlaganna er kominn. j Enginn efi er á þvi, ao mo hættu- j mikla líf víkingaþjóðanna, þar ; sem mannslifið gat ávalt endað svo fljótt og ófyrirsjáanlega, hefir glætt örlagatrúna. örlögm voru eins konar allsherjar lögmál, sem j alt líf var undirgefið. Enginn gat j reist rönd við þeim, og J>ess vegna tjáði ekki annað en beygja s'g I fyrir þeim og taka hverju, sem að höndum bar með ró og karlmensku. j En á bak við örlagatrúna var samt j vonin um betri og bjartari tílve.u, þegar stríðinu milh hins góða og j hins illa væri lokið. Þessi von var j nauðsynleg til þess að lífsskoðun- j in yrði ekki of bölsýnisfull. Menn gátu ekki imyndað sér, enda var j það gagnstætt öllum þeirra lits- háttum, að þessi heimur yrði nokkurn tima friðar og alsælu bú- J staður; og af því spratt trúin á j allsherjar eyðileggingu, og skopun ! nýrrar jarðar, þar sem að allir ill- j ir kraftar yrðu að lokum yfirbug- aðir. Sagan um dauða Baldurs er fag- : ur skáldskapur. En hún hefir i lika að geyma djúpa speki, sem sýnir mikla athugun á lífinu og ! hinum ráðandi öflum þess.- Nátt- j úrlega er alt bundið og miðað við iífskjörin, sem menn þektu og áttu við að búa. En að svo miklu leyti j sem hún lýsir þeim hvötum og eig- inleikum manneðlisins, sem }>eir j Baldur og Loki eru personugerv- j ingar af, má segja, að hún hafi i j eilíf sannindi að geyma. Önnur merkileg og eftirtektar- j verð goðsögn, sem verið hefir j yrkisefni margra skálda, er til! okkar komin úr goðafræði Fom- j Grikkja, sagan af Prómeþefs. j Prómeþefs, sem var guða ættar, j j náði eldinum frá Seifi, sem var æstur guðanna, og gaf mönnunum hann. Af þessu reiddist Seifur svo að hann sendi hið iila i heim- i j inn. Þetta er sagan í sinni upp- runalegu mynd. En eitt af höf- ! uðskáldum Grikkja á fjórðu öld J fyrir Krists fæðingu ritaði sorg- arleik um afdrif Prómeþefs. Lætur hann*reiði Seifs bitna á honurn fyrir það að hann stal elrinum og færði hann mönnunum. Refsaði I Seifur honum með J>ví að binda hann við klett; en gammur einn ! var látinn slíta úr honum lifrina. | Þessar kvalir átti hann að Jxda um ' aldur og æfi. í J>essum búningi' er sagan Iýsing liinnar endalausu baráttu milli harðstjómar og frelsisþrár, sem var svo stórt at- riði í Iífi Forn-Grikkja sjálfra og allra þjóða, sem ]>oIað hafa ein- veldiskúgun og brotið hana af sér. Prómeþefs veit af því að hann hefir unnið mannkyninu ómetan- legt gagn. Iíann einn hefir djörf- ung til þess að rísa upp á móti : vilja hins æðsta valds í heiminum. j Þegar aðrar verur biðja Próme- j ]>efs vægðar hjá Seifi, Jx>ra þær j ekki annað en viðurkenna, aft | hann hafi gert rangt í því að ó- hlýðnast boði Sei?s; þær eru hræddar við valdið. En Próme- þefs óttast það ekki. Hann er ímynd uppreisnarmannsins, sem heldur fram sínum rétti, hvaða hættu sem það stofnar honum í. Hann hefir í hótunum við Seif, spáir því að vald hans muni ein- hvem tíma verða brotið á bak aft- ur og hann sjálfur leystur frá kvölunum. Spádómurinn fær I MK SITT UR HVERRI ATT. Vínlmnniö vort. Stúlkuvísa. Sá tíði dans, frá klukkan 6 til 6, Þig svara lætur nokkrum skyldu-tolli, Því eftir J>ví sem fóta-fumið vex Og fjölgar hringum, lækkar vit í kolli. Morgunskln. Þú kaisans og úrtomu upprofa-morgun Á ótiðar viku ert fullkomin borgun. Þin he.ðsól er hlý, Þín haustjörð er ný, Með hvann-græna vorlitinn sólskinið í. Hver hnjúhur rís úr hríðar-bakkans korgun Og horfir ljósbrýnn yfir ský. Og regnið hefir tandur-hreina og tæra Tjörnina mína gert, og sólin hana morgun-skæra, Og far-fuglar í flokkum saman hvíla sig nú þar. Um haustið og þokuna Þeir þekkja ljóssins veg. Og þeir eru ferðamenn út— eins og eg. 3—10. ’15. Manntjón. Burði brast hann til að Bera sína raun. Yfir afrek bilað Orpið sé eg ]>etta hraun! Mér til rifja er runnið Ráðalagið hans Sém fargaði, ótilunnið, - Efi s>ona góðvæns manns. Þó harðla lítið hirði um Hvað helzt eg fái að drekka og éta, Er eg að leita úr lögunum Um lífsregluna nýju að feta: Eg má ei bralla um bjór né staup— En brugga vín i sérhvert hylki, Og hafa stöðug kúta-kaup Við kunningjann í næsta fylki. “f Babýlon víð vötnln ströng.” Með burtu-löngun bandingjans Og beiskju vegna strandsins, Með ferðaþrá hins frjálsa manns Til fyrirheitna landsins, Með ferjulausa flóttavon, í fljót um-girtri Babýlon Tók biðin þeim að þröngva. Er sprungna lúðra og lagða frá, Og lestar trumbur skríllinn sá Hann særði þá til söngva. Þeir hlýddu, léku, reyndu róm. Sú raustin vængi þandi Svo nemur enn þann heima-hljóm Við hjarta í hverju landi. Þeir sungu: “Hveríu örðugt er Þá óláns-götur kyn þitt fer, Sem sporin þarflaust þyngja, En þú hefir Ieið til sælu séð En sam-nauðugur fargast með, Og verður samt að syngja.” 28—3. 15. Vísa úr Opinberuarbókinnl. Góðra heilla höfnum frá, Heldur þá um stýrið Heimskringlunnar hripi á Hróðugt afgrunnsdýrið. Stcphan G. Stcphansson. Seifi áhyggju. Ha^n vill fá að ita með hvaða hætti sitt vald muni líða undir lok, og lætur hóta Prómejæfs meiri kvölum, ef bann segi ekki frá því. En Prómeþefs kýs heldur að þola alt ílt, sem Seifur geti á sig lagt, en að beygja sig í nokkru undir vilja hans. En spádómurinn stenlur. Einhvem tíma. missir harðstjórinn va d s tt, og þá verður sá, sem var hneptur í fjötra fyrir að vinna gott og göf- ugt verk, sá sem ekki beygði vilja sinn undir ofurvaldið, leystur. Prómeþefs sagan í þessari mynd er ekki eins hrein goðsögn og sag- an af Baldri. Skáld er bú.ð að fara með hana og að no' kru leyti að umskapa hana. En ekki breyt- ir það neitt gildi hennar; því allir slíkar sagnir eru upprunalega verk einhverra skálda, Jx> að trúin, s m i þeim felst, hafi verið eign allra jafnt. Hugmyndin, sem felst í sögunni er þessi: eldurinn, þetta mikla og nauðsynl-ga framfa a- skilyrði mannkynsins, var í hönd- um Jiess, sem ekki vildi gefa mönn- unum hann. Hann var ein aldur og enginn gat neytt hann til þess. En þá kemur sá fram, sem hefir djörfung til að rísa upp á móti því sem honum finst óréttindi. Hann nær eldinum óleyfilega. Verk ær- ið færir blessun yfir he minn. Hann segist hafa gert rétt, og tek- ur við afleiðingunum. þótt illar séu, fremur en að kannast við að hafa gert rangt og þiðjast vægðar. Hvað er þetta annað en lýsing á viðureign þess manns, sem mann- kyninu til góðs berst á móti kúgun og ófrelsi, og J>ess sem notar vald- ið til að halda því föstu, sem mið- ar mönnunum til heilla og blessun- ar. Prómeþefs er ímynd allra sem berjast fyrir frelsi, Seifur er imynd kúgunarvaldsins. Þetta er aðal innihald sögunnar, Jxó að hú i hafi upprunalega átt að sýna, hvernig menn eignuð st eldinn, og ef til vill, hvernig hið illa ko-n í heiminn, sem hegning íyrir óhlýðni við hið hæsta vald. Goðsagnir eru skuggsjá mann- lífsins. Að nokkru leyti eru öll trúarbrögð það, þó að þau fyrst og fremst séu leit mannsandans út í hið óþekta og undirrót lífsins og tdverunnar. En goðsagrnmar sem sýna oss stærstu og dýpstu drætti mannlífsins í fögrum og skáld- legum búningi, eru fjársjóðir, sem eru þess verðir að vera dregnir við og við fram i dagsljósið, ef ekki til annars, þá til þess að sýna okk- ur að ávalt er lífið hið sama, þrátt fyrir allar breytingar, og að sömu hvatir ráða verkum manna öld eftir öld, þó að trú og siðir taki uargháttuðum breytingum. En hversu oft sem Prómejæfs er bun dnn rakna fjötrar hans; og ávalt rís hinn góði As upp aftur, þó að mistilteinninn verði honum oft að tjóni. í því er framför lífsins falin og þess sigur. Gufimundur Arnason. —Ur Mannlifsmyndum. Minni Sigtryggs Jónassonar. Áður var þér eymda stand allan skorti forða. Nú er þetta nægta land, nóg er til að borða. Alt sem girnir hafa í hand, hraustir börfar korða, andlegðina eins og sand, engan skortir forða. Þakkir séu þess til lands er þannig gefur forða, einnig þessa öldur manns er vkkur sá farborða. Biðjum vér að blessist hans breitni kvölds og morgna, lifi nafnið landnáms manns lengi sem til foma. Heiti dulið heiðurs manns hef eg bauga þoma. Sigtryggur er heitið hans há vel æruboma. / N. Ottensen. ! með afli strauma þungu. Þú heyrðir kall af huldri braut: “Sjá hingað sporin liggja, með norrænt táp og ]x>l í þraut skal þessa ströndu byggja.” Af sterkum vilja hófst þú hönd með hug á nýjum brautum, er færði líf á frjálsa strönd í frumbýlinga þrautum. Við fjögra tuga ára óð með umbreytinga föllin, var mark að lyfta þinni þjóð og þennan prýða völlinn. En nú er lága hreysið höll og högum breytt til þrifa, og greinar skreyta gróinn völl }>ar glitra blóm sem lifa. Já, víst er sælt þá húmar haust að horfa’ á leið til baka, því frumherjanna tökin traust í trúrri minning vaka. í harðri sókn, með liuga ljóns, ]>ú hvattir ávalt sporið. Úr hjartarótum feðra Fróns var festa, trygð og þorið. Þú studdir oss með styrk og ráð í striði liðna daga, með þökk og virðing verður skráð á vesturgrund þín saga. Nú horfir knör að hinstu strönd i hægu dagsins leiði, Víð sjónum numin ljóma lönd sem lágu fyr í eyði, en greinar friðar breiða blöð og blítt í runnum syngur. Þitt haust á kærri heima stöð sé hlýtt, vor þjóðmæringur. M. Markússon. Sigtryggur Jónasson. K beiðum morgni leist þú land í lofti disir sungu v'ð öldu sollið eyja band Nýja Island. Bygðin ertu mesta, hin bezta og stærsta. Bygðin ertu helzta hin elzta og kærsta. fegurst áttu kvæði og fræði og hjjóma, f u glasöngvabólið um engi; undir leika vogar sem bogar við strengi. Raddir náttúrunnar oss kunnar og kærar kveða ekki víðar eins þíðar og skærar. Tungu vorrar griðland, þú friðland hins forna fjársjóðs vors í bögu og sögu þess horfna. Móðir þeirra svanna og manna, sem ganga mentaveginn hraðast og glaðast................ hinn stranga. Talið er þig saki af akri að áttu öðrum bygðum smærra, en hærra samt máttu stefna, hvar sem fer þú, langt ber þú af bygðum beztu móður líkust og ríkust að trygðum. Rauna þinna þætti hér ætti að inna, eldtendrandi þræði í kvæði hér finna. — Birtir yfir lundi og sundi ef sortinn sólar bogaskotum og sprotum er snortinn. Rækt við þig það glæddi og fræddi um framför feðra vorra, bræðra og mæðra á samför fram til betri daga, því saga ]>að sannar sjálf, að ógreið leiðin og neyðin oss mannar. Hug minn tengir trygðin þér byrgðin mín bjarta, bezt hefirðu lýst mér, mér þrýst þér að hjarta. Sá, sem víkur frá þér en hjá þér er hálfur, heim til sín ei ratar og glatar sér sjálfur. Gutt. J. Guttormsson. Mikil uppskera. James Thompson, tvær mílur frá Pelly í Sask., fékk 8o mæla að meðaltali af io ekra bletti, sem hann hefir unnið sérstaklega vel. Allmargir bændur þar í grend höfðu fengið 6o mæla af ekrunni af stórum stykkjum. Einn maður skamt frá Pelly fékk 130 mæla af höfrum af ekr- unni. Bóndi skamt frá Moose Jaw fékk 56J/2 mæli af ekrunni af heilum landsfjórðungi. Bondmn 1 Vesturfylkjunum ef á milli tveggja ræningja; annar ræninginn neyðir hann til þess að borga miljónir dollara í toll á ári af verkfærum þeim, sem hann verður að kaupa. Hinn ræninginn neyðir hann til þess að borga tugi miljóna í toll af því sem hann framleiðir með þeim verkfærum sem hann varð að kaupa með þessum afarkostum. Og stjórnin verndar báða ræningjana. Hversu lengi ætlar bóndinn í vesturlandinu að þola þetta?* Skeyti frá Vilhjálmi Stefánssyni hafa borist Canada stjóminni dag- sett 3. sept. Er hann þá staddur á Kellett höfða á Banks eyju. Kveðst Vilhjálmur nú geta haldið áfram öruggur því hann hafi vist- ir til tveggja ára og 100 hunda. Hann kveðst munu halda áfram rannsóknum sinum og ekki koma aftur fyr en í fyrsta lagi að ári — ef til vill segist hann verða miklu lengur. Nobels verðlaun fyrir framúrskarandi verk í lækn- isfræði fyrir árið 1914 hafa verið veitt Dr. Robert Baramy x Vinar- borg í Austurríki. Er það fyrir verk i lifeðlisfræði og eymasjúk- dómsfræði. Ábyrgst að peningum sé skilað aftur P Y T H O N Þriggja mínútna hornmeðal SÍÐASTA UPPFYNDING Horn geta verið ýmist hörð eða lin, þótt þau í eðli sínu séu samskon- ar og þurfi samskonar lækningu. Þau orsakast af núningi eða þá þrengslum. Skórnir hafa annað- hvort verið of þröngir eða of víðir. Eins og á öllum öðrum pörtum lík- amans eru taugar í fótunum. Skór- inn þrýstir á hornið, stöðvar blóð- rásina og ertir firritates) taugarnar. Þess vegna er það, að þegar þú sker gat á skóinn þar sem hornið er, þá linast verkurinn, sökum þess að þú hefir tekið þrýstinginn í burtu af taugunum. Python horn meðal drepur taug- ina i hornið sem þrautirnar eru í á sama hátt og tannlæknirinn drepur taugina í tönn, sem þig verkjar í. Python horn meðal mýkir svo horn- ið, að þú getur reitt það af fætinum eftir þrjár mínútur með rótum og öllu saman. Þetta er ekki eitt af þeim meðulum, sem þarf að kvelja sig á í 3—4 daga. Það er enginn ó- geðslegur plástur. Það er engin þörf á að halda fætinum niðri í heitu vatni. Python hom meðal veldur engum sársauka í þeim hluta fótanna, sem heilbrigðir eru. REGLUR—Ber Python horn með- alið á hornið og alt í kringum það. Taktu bitlausan hníf og skerðu eða skafðu hornið i burtu varlega. Taktu eitt lag í einu, en hafðu hornið gegn- v'ætt í Python meðali á meðan þú ert að ná því burtu. Farðu eins að við öll horn, hvort sem þau eru lin eða hörð. VERD: 25c., 5 fyrir $1.00. Sent hvert sem er fyrir fyrirfram borgun. Mundt^ eftir þvi, að ef þú ert ekki ánægður, þegar þú hefir reynt Pyth- on horn meðal, þá geturðu fengið aftur peninga þína tafarlaust. Sér- stakur gaumur gefinn öllum póstpönt unum. Greið og fljót skil ábyrgst. Winnipeg Introduce Co., P O. Bax 56, Winnipeg, Man. , Umboðsmenn og seljendur teknir af félaginu fyrir góð laun. Sendið nú umsókn tafar- laust. Canadian Northern Railway Tilkynna tilbúna V NYJA CANADISKA BRAUT MILLI WINNIPEG 0G T0R0NT0 NÓVEMBER I. 1915 Winnipeg Brandon Regina Saskatoon Prince Albert North Battleford Calgary Edmonton Port Arthur Toronto Kingston Ottawa Montreal Quebec Eastern Provinces Eastern States FARÞEGA FLUTMNGUR AUS1UR Fer frá Win nipeg á Mánudögum, Mivðikudögum og Laugardögum Kl. 5,15 e. h. Kemur til Toronto á Miðvikudögum Föstudögum og Mánudögum kl. 2.30 e, h. VESTUR Fer frá Toronto á Mánudögum Miðvikudögum og Föstudögum Kl, 10.45 e. h, Kemur til Winnipeg á Miðvikudög- um, Föstudögum og Sunnudögum Kl. 5.45 e. h. Rafurmagnslýstir vagnar. Öll nýtízku þægindi Farseðlastofa, Main og Portage. Talsími M. 1066 Union stöðinni, Main 6c Broadway, M. 2826. Flutningadeild M 3099 ✓ ✓

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.