Lögberg - 16.12.1915, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
16. DESEMBER, 1915
*+++++.+++++++♦+++♦+♦+++♦+♦ +++++++++++++++++++++>X++»-+»+>+++++++++++-+++++4-++++++++++++++++++++++4X++++»+++++++-+»++++++++++++++++++++♦+♦+++++++++4 ■» + ♦+♦ + ♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦++++++++++^+»>t
|| l l
I s&e ^ I nr A nr /v _ ~o ^7- -r- -r—r nr-> i s&e |
I 35? W W Í JOL /A. -J=5 X J_I U _trC. | W ir í
^♦♦♦♦♦♦♦■♦♦♦♦■♦♦■♦^♦^■♦•♦■♦■♦■♦■♦■♦frfr 4 44 Jfrfr ♦4'44-*44^fr4*4.*X*4.*.fr*fr*fr*4*.fr*.fr*4.*4.*4.*4 ♦♦■ ♦4.*fr*.fr4-fr*4.fr.|.*4.,4.*+fr.fr4.fr4X*4.4.fr*fr*4*frfr4. ♦♦♦.♦♦♦■♦♦♦♦♦♦■♦♦♦♦♦♦♦.♦♦♦■♦♦.♦♦■♦♦.♦^♦■♦^frfrXX-frl11 i ( I i -I-..♦♦
-BTTLTJB.
Holtasel hátíðagleðin þekti vel,
Inn oft kom hún þar í hlýindin,
í»ó þar væri ei annað jóla-nóg—-
Gestrisnin gegndu Þar búi og fátæktin.
♦íólakvöld jafnast verða fjallaköld.
Nú næturhríðar grimdar-súg
Bær byrgðan varla úti fær.
Hríða-haf hamslaust sökti öllu í kaf.
Ilm það él ófært var í Holtasel.
Tó túngarðslausa í eyðimó^
Hver hitta mun ef blindhríð erf
Hátíðin hvarf frá slíku þetta sinn.
u.
Holta-býlis húsfreyjunni
Hagur var ei jóla-mjúkur:
Kjöltubarn og bóndinn sjúkur
Bólsett eirðu í fjalrekkjunni,
Hölluð upp við hvílustokkinn
Harkar af sinn jólalestur,
Skelfd um högg í lieimaflokkin*—
Hríðin úti næturgestur.
Hann var. eftir allan daginn,
ókominn — né séð hvar lendi —
Drengurinn liennar, sem hún sendi
Sveitarleið í Efstabœinn.
Komin nótt, og hann fór heiman
Hraðbúinn við morgunskímu.
Hverjum henti um háska-geim þann
Halda lífi, slíka grímu.
Fáein jóla-föng, í vonum
Færð sér þangað, smá hún átti.
Fagurviðris mildum mátti
Morgni trúa fyrir honum—
Nær í einu andartaki
Illviðrið um hérað dembdi,
Eins og leyndi að blíðu baki
Bylur sér, svo alt ’ann hremdi.
Iíans var svar, er lirædd að voga
Hún var ferð þá—gerða í dagan—:
‘‘Áleiðis og út í hagan
Ærnar rek. Sem fætur toga
Hleyp minn veg, og verð ei lengi!
Vitja fjár á lieimleiðinni.
Aflokið svo öllu fengi
Aður mamma kveikir inni.
Fús, ,en óvön, fyrirvinna
Fátæks bús var hann. Nú lágu
Á ’ans herðnm, liraustu en smáu,
Heimastörfum öllum sinna.
Arin tólf sér á að baki.
Óskabarn í móður-skóla —
Er þá eigi von hún vaki
Viðutan með guðspjall jóla?
I»egar hríðar-skafla skriðu
Skelti yfir frosið þakið,
Og við stormsins trölla-takið
Tóftar veggir fengu riðu:
Voða-hrylling hver ein stroka
Ilenni fanst sig nísta inni
Eins og væru menn að moka
Mold á hann í kistu sinni.
Meðan upp úr frosnu fenni
Fyltu gúlinn rokuhviður,
Eins og dytti ofsinn niður
Augnablik — sú ró varð henni
Stundar-hlé í hræðslu lúa,
Hlustun tóm ef xiti kyrði,
Sem það hríðar-hik að rjúfa
Hugsuð von og bam ei þvrði.
Er úr móki maðurinn veiki,
Mitt í lestri spurn þá gerði:
Kom ei Jnqíl. Ætl’ann verði
Úti í þessum grimdar-leiki ? ”
“Hann hefir náð, í byrjun bylja,
Bæja til á miðjum degi,”
frSagði ’ún örugg—varman vilja!
Vonleysuna sína eigi.
Þegar lykur hún og hættir
Húslestrinum, upp að rísa,
Skreppa fram og láta lýsa
Ljósið út um hálfar gættir
Framan í nætur niða-myrkva,
Nístings frost og hríðariðu
Hana í voða vöku-styrkva
Verkin gerðu, og stundir liðu.
Hugur lét ei hana kyra,
Hlynna sjúkum, standa á erli.
Nóttin leið á fóta-ferli,
Flótta milli rúms og dyra.
Loks sást morgun-grámi í glugga
Gegnum snjóinn þokast vestur—
Dagur kom ei hana að hugga,
Hríðin söm, og enginn gestur.
in.
Aftan þennan einn við lestur
Efstabæjar næturgestur
Reyndi að dylja raunasvipinn,
Rólegur en nokkuð hnipinn.
P’erða-kapp hans komst í vanda,
Kyrsett þar af húsráðanda
Er hann vildi út í bylinn,
Erindis við loka-skilin.
“Hæpið var þú hingað næðir
Húsum. Þú í dauðann æðir!
Hér var fyrir ferðagestur
Fullorðinn, sem upp var seztur.”
“Eg þarf heim, að bægja baga!
Beitti í morgun fé á haga!
Ætla mér sem örskot renna.
Ærnar vorar hrekja og fenna!”
“Kallar að þér feigð að fara,
Fífski strákur! eg skal bara
Binda þig við bæíisoka,
Bæjardyrum að þér loka.”
Heimfús mjög, en hríðarteptur,
Hann sat þarna inni kreftur.
Ei þó væri opin gata ♦.
Auðvelt honum fanst, að rata.
Hann, sem hverja þúfu þekti
Þessa leið svo engu skekti.
Og í hríðum hárviss sagði,
Hvernig snjóinn um þær lagði.
Fann nú hvergi færi, að gleyma
Fénu týndu, mömmu heima.
Jóla-sagan, sem hann kunni,
Sat nú dauf í minningnnni.
Mörgu-sinni síra Snjólfi
Sagði ’ann hana á kirkjugólfi
Stafrétt eins og orðin skipast—
Á ’enni stamað nú og fipast.
Risinn upp á réttum lirammi
Rakkinn hans við dyrnar frammi,
Sýndist út úr augum stara
Á hann bón, að koma og fara.
Bundinn hömlum burt að ganga,
Biðina þoldi næturlanga
Við að hugsa, hlusta, þrauga—
Honum kom ei dúr á auga.
iv.
Það var nón, og þá sást rofa
Þveran völl í túngarðinn—
Fyrsta hlé í fannburðinn
Virtist hríðar-lokum lofa.
Nepju-köf stóð nið’rum traðir.
Næfitu hnjúkar sólrofaðir
Eins og jakar yptu trjónum
Upp úr rennings löður-sjónum.
Ókominn frá útigegning
Efstabæjar húsbóndinn
Þá var líka. Þetta sinn
Fráverandi að hóta hegning—
Jólasveinninn beið ei boða,
Bjóst og kvaddi. “Sér í voða
Stofnað er í ófærð slíka,”
Inti hinn, en bjó sig líka.
Upp kom vetrar vegabótin:
Víðátta af kvikasand
Samkingds snjós, um sokkið land—
Þó var Inga ei Þungt um fótinn,
Sjálfur frjáls og ferðakátur.
Fylgirakkinn mikillátur,
Tryggur hans, úr spori sprettir.
Spakfær samfylgd drógst á ettir.
Skamt var unnið áleiðis
Áður falst það hafði birt,
Snjókomuna saman syrt.—
“Snúum við, að varast slys,”
Réði til með raunasvari
Rekkurinn eldri, varfærnari.
Svarið er: “Eg áfram hvata,
Eg til baka síður rata.”
‘Snú þú aftur einn, að forða
Útidauða, ef treystir þér!
Heim eg betur bjarga mér.
Hvarf til baka er ekki að orða!
Enn þá næ eg Háa-hjalla,
—Hann er skamt úr leið að kalla—
Treysti fótum feril allan
Finna þaðan ása-hallan.”
“Seinast er um auðan snæinn
Yfir fentan Langamó
Hæpnara — en hæggert þó —
Hríðblindur að hitta bæinnl
Slétt er yfir áar bakka
Ef þér vestar kannn að skakka, '
Við þér húslaus heiði tekur.
Ilrjúfagil ef austar rekur.”
v.
Inn km Steinn í Efstabæ,
Eftir lokin málaverk. .
‘ ‘ Svo var hríðar-harkan sterk,
Hugði tvísýnt ef eg næ
Fjárhúss-spöl og hitt á húsin fæ.”
Það var ávarp allra fyrst
Inn úr dyrum þegar brauzt.
‘Hvar er Ingi? Óvitlaust
Eldra fólk ei hefði mist
Strákinn útí slíka vetrar-vist. ’ ’
“Einn að því bann valdur var!
Við hann réðum ekki neitt.
Ei var honum á það beitt—
Eldri mann til samfylgdar
Hefir Hka”—eitt var allra svar.
“Hann! sem veit ei vorgenginn
Veginn þar að koti heim —
Smá er hjálp að hjassa þeim.
Hann drepst fyr en strákurinn!
Sárt þeir farist hér við húsvegg minn.”
“Brjótast lilýt í Holtasel
Hvenær sem að rofar til
Svo eg finni fótaskil—
Fer í nótt ef slotar él—
Lífs og dauðra leita þeirra vel.”
vi.
Sami ofsinn upp var genginn
Yfir Holtasel
Hræðslan lengri. Hraðfrétt engin
Hvað var stígið fyrir drenginn.
Ekkert kvikt um mó né mel.
Meðan þar stóð hlé, í hlaðið
Hafði Kúfa ein
Snjóinn heim til húsa vaðið,
—Hrossið úti næturstaðið—
Kom úr haga háttasein.
Húsmóðirin henni á stallinn
Hleypti í jólagjöf.
Ilafði snjó við hurðir fallinn
Illiðrað um. En drifinn mjallinn
Fylti aftur gerða gröf.
Bóndann sinn og barnið vakið
Bæði hafði glatt —
Heyrði nú á hurðar-flakið
Hristast gegnum veðra-brakið
Drepið högg, og dyra kvatt.
Kunni þó, á kenzlum glöggum,
Kenna að Ingi sinn
Átti þar ei hönd í höggum—
Hríðbaðir með klaka-böggum
Karlmenn tveir þar komu inn.
“ Þegar við í fjárliús fórum
Fyrstu, Ilolta-menn,
Seint í morgun, varir vórum
Við, að rek af kindum fjórum
Stóð við hurð og hjarði enn.”
“Vala liefir veginn brotið,
—Var það ykkar fé—
Fundist sér ei fært í kotið.
Forustunnar sinnar notið,
Stefnt á næsta húsa-hlé.”
“Þegar loks í lofti birti
Lögðum við af stað
Hingað—ef að hjálpar þyrfti—
Hríðarbylinn aftur syrti. '
—Féð, sem vantar, fent er það.”
‘Svo rauk upp í einu bili
Ofsans myrkravald,
Fengum varla fótaskili
Fleytt í bæ úr Ilrjúfagili,
Örskotsleið og undanhald.”
Húsfreyja úr hinu leysti
Hvernig stæði á —
Það var sem hún þarna treysti
Því, að fyrsti vonar-neisti
Myndi vina-vottur sá.
Veðurloka vænni bíða
Voru einu ráð---------
Klóraði svona hrammur liríða
Hurð? Sinn grun um slíkt að þýða
Hún þaut fram og hafði gáð.
"Enginn!” kvað liún: ‘Upp er lokið
Að eg fékk, eg sá
Eitthvað þjóta útí rokið
—Eins og Trygg — sem hefði fokið
Vörðumelinn austur á.”
/
VII.
Ásar undir snjónum
Áfram vóru keptir.
Leið úr Langamónum 1
Loksins var þá eftir —
Beint mót norðan-blindu
Babbi að húsin fyndu.
Af þeim víga-völlum
Veðra í hríðargarði,
Skauzt úr áttum öllum
Undan hverju barði
—Fram hjá stapa og stöllum—
Stormur af sæ og fjöllum.
Þar, við ása-enda
Ingi stóð í spori.
Hvernig heim að lenda
Hafði í mun og þori.
Hér á móa-mótum
Mjölliha þreifar fótum.
“Hér eru kröfsin Kúfu.
Keppjn vel í ylinn
Hefir hér við þúfu
Hamað sig í bylinn.
IIúsi heim ei náði —
Hart blés fyrst ’ún áði!”
—Leið í lokaslaginn
Lá gegn veðri hörðu
Miðuð beint á bæinn
Blint—eða aust’rá Vörðu.
Hitta varð á hópuð
Húsin yfirsópuð.
Bæri af vegi vestar
Villur hlytust ljótar.
Yfir fennur festar
Fyrir engu mótar
Útá eyði-lieiði
Opið dauða-leiði.
♦
Grunn-vog áar greiðan
Gróf nú skafla-þilið,
Þar sem bláa breiðan
Brotnar fram í gilið------
Hann með liug og erju
Hafði á sumri hverju.
Fest þar brú á fljóti,
Framaf eyrar-nöfum,
Bygð úr bæru grjóti,
Bogaða tunnustöfum —
Brotna ef báran hækkar,
Bætta er áin lækkar.
Var er velkunnugur,
Villist blindur álfur.
Veginn vissi hugur —
Vörðuna lilóð ’ann sjálfur,
Og með augun bundin
Oft af drengjum fundin,
Sem ei sviku leikinn.
Sáu, það að gera
Hreysti immings hreykinn
Hindraði mann að vera,
Að eins til að týna
Trú á íþrótt sína.
En — ef vörðu-vitann
Vanur kynni að missa,
Mátti í haldi hitann
Hafa, að yrði skyssa.
Hrap í Hrjúfagilið
Hver vill eiga skilið?
Klett í krumma hreiður
. Kleif þar einu sinni \
Hrekklaust. Hrafninn reið*c
Hnýsins forvitninni,
Flutti í hengið hæsta
Hreiðrið, vorið næsta.
Leiður á lengri slórum,
—Landafræðin skilin—
Ingi í stigum stórum
Steypti sér í bylinn.
Heim til húsa barði ’ann—
Hvað er þetta? Varðan!
Gönu-hlaupa liryggur,
Ilraflaði snjó frá enni —
Þarna teygði Tryggur
'l’rýnið uppúr fenni!
Nú var stutt við staðið
Stökk, sem náði í hlaðið.
' VIII.
011 hvelfingin skeiu yfir Hultasel
Með himinglöð ljós þessa annars-dags nótt,
A heiminn í reifum, og hjúpaðan vel
1 hvítavoð snjósins, og mildi-rótt.
Og kveldfægður máninn brann aftankyrð í
Sem altaris-blys, þetta næturlag.
Ilann gránar á lofti, sem geisla-ský,
En gengur ei undir um skemstan dag.
í Seli stóð hátíð, er hurðin var knúð
Og hrundið upp jafnskjótt. En mannsslóð á snæ
Sást strikuð í auðn hans, við stjörnuljós prúð.
—Hann Steinn var þar kominn frá Efstabœ.
“Og gott er nú,” sagði ’ann, “eg kem ekki’ í kvöld
Að kofanum auðum—á skíðum, við staf—
En Ingi ætti að taka þess greypileg gjöld.
Að gana svo burt, að eg vissi ekki af.”
“En fyrst að hann bjargaði Friðmundi og sér,
Að fara í þá sálma eg tæplega vil —
Vel gert, þú Ivar frá Holti ert hér —
Og heilsan )>ín, Bjórn minn, er alkomin til.”
“Því linunar-vonin er líklegust þá
Ef léttir að kveldi þeim fársjúkur er,
Því nóttin legst, vitaskuld, veikburða á.
Þú við ert að rakna, eg sé það á þér!”
“Hvað líður ufn ærnar! Varð lífsbjörg á þeim?”
Að leysa úr því móðirin dró ei í töf:
“Þær komust af fjórar—Og hann fékk eg heim.
Og liugsa inér skaðann sem jólagjöf.”
‘ Að sveltii undir hjarni!” kvað IIólts-Ivar þá,
Ef hjara þær kunn.i, um ]>að ber eg önn—-
Hver liengja skal rofin sem Hrjúfagil á,
Frá hungrinu dregið hvert lífsmark úr fönn.”
STEPHAN G. STEPHANSSON.
Eilífa lagið.
Eítir séra Björn B. Jónsson.
Kynslóðir kouia,
kynslóðir fara.
allar sömu æfigóan.
Gleymist þó aldrei
cilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.
Crundtzng.
%a
Þetta jólablað ^Lögbergs” flytur myndir og minn-
ingar nokkurra ]>eirra karla og kvenna, sem góðan
þátt hafa í því átt, að flytja söng, og með söngnum
s*y, inn í hjörtu mannanna. Það er vel til fallið, að
gefa sönglistinni rúm á jólunum, því jólin eru hátíð
söngs og sólar. Boðskapur jólanna er sönglag —
tónar frá hörpu Guðs, ómar frá orgeli himinsins,
hljómöldur frá heimkynnum eilífs friðar og kærleika.
Alt sem er satt og sælt og hreint og hátt í söngtónum
þeim, sem titra frá hjörtum mannanna og hljóma frá
yiirum þeirra, er l>ergmál eilífa lagsins, tónaregn
Drottins titrandi á sálum trúaðra manna.
í rauninni er ekki til nema eitt lag, lagið eilífa,
lag hins eilífa kærleika, hins eilífa friðar. öll falleg
lög erú einungis tónar úr því eina lagi. Falskur er
sérhver tónn, sem ekki færir sálu mannsins kærleik
og frið. Lagið eilífa er svo hátt, að engir tónstigar
komast hærra, engir jafn hátt, og bezta viðleitni
hreinna sálma verður ekki meira en það, að leitast við
að ná stig af stigi hærri og hærri tónum þess.
Tónar eilífa lagsins eru margir, jafn margir eins
oj? þrár mannshjartans, þær sem vaktar eni af anda
Guðs. Margvíslega má raða þeim á tónstigana, og
kemur hér ein slík tilr^pn :
C. —(Frumtónninn), þráin að lifa. Alt, sem anda
dregur, syngur von eilífs lífs. Það er meðfæddur,
guði gefinn söngur, óhrekjandi vitnisburður lífsins
sjálfs um ódauðleika sinn. Lifið stigur í eilífiun söng
upp til lifsins Guðs, vefur sig utan um hann í tilbeiðslu
og trú og hvílir í Guði að eilífu. Sú þrá í hjarta
’mannsins er innblástur Guðs, — Guð sjálfur að
syngja< sálina heim til sín.
D. — J>ráin að elska. Kærleikurinn er jólasöngur
sálarinnar, eilíft jólalag. Sú þrá er hæg og hrein,
sem Guð skapaði í hverri sál, þráin að elska. Hún er
lífsskilyrði sálarinnar, og án hennar fær ekki sálin
lífi haldið. Guð kveikti neistann og gaf honum líf.
“Slökk ei guðs loga”. Að elska hið æðsta, að elska
Guð af öllu hjarta, það kenndi söngmeistarinn mesti
að væri hæsti tónninn, og honum líkur hinn, að elska
I
' I
náungann sem sjálfan sig. Sæl er sú sál, er syngur
á alla strengi sína kærleikans lag.
li. — I>ráin að skilja. Hver sál, sem vakin er af
heilögum anda til söngs hins eilifa lífs, finnur þrá,
sterka og óstöðvandi, að skilja meira og skoða fleira
af dásemdum lífsins. Og Guð hefir fyrirbúið sálunni
svölun, svalar þorsta hennar hvern dag með nýjum
dýrðar-myndum. Hærra og hærra stígur hin lifandi
sál, og á hverju fjalli kemur Guð til móts við hana.
bll leiðin liggur um stigu hægra tóna frá ljósi til ljóss.
F. — hráin að staffa. Vakin, syngjandi sál þráir
aö starfa, og starfið verður að söng, — ekki þreytandi
strit, heldur söngur, fyrir sælurika meðvitund um það,
að maður er samverkamaður Guðs og alheimsins, til
þess kvaddur að ryðja tilverunni braut til fullkomn-
unar. Hvað helzt sem starfið er, jafnvel hið hvers-
dagslegasta starf, er samvinna við eilífðar-öflin, og
hvort sem verkin sjást eða hverfa, þá hofa þau samt
eilift gildi. Og glaður og syngjandi gengur maður
að starfi. hvort smátt er eða stórt.
G. — hráin að stríða. Sérhver sá er fyltur er
guðmóði eilífs söngs, þráir að stríða. Eins og hetjan
heldur áfram óstöðvandi út á vígvöllinn, þegar hún
heyrir tóna ættjarðarsöngsins, svo sækir hin söngfylta
sál guðsbarnsins fram til orustu við illar vættir lífs-
ins, við lýgi og tál, hræsni og hé-
góma, synd og spilling. Krists-
andinn knýr mann í stríð, stríð við
eymd og ógæfu mannlifsins. Jóla-
kvæðið skapar þrá og þörf hjá
manni til að stríða, stríða gegn
öflum myrkursins, stríða með Guði
og vinna ljósinu sigur.
A. — hráin að hjálpa. Sálin,
sem lært hefir eilífa lagið, þolir
ekki við fyrir helgri þrá til að
hjálpa og gefa. Það er einhver
dýrmætasta gjöf Drottins, þegar
hann syngur anda liknarinnar inn
i sál mannsins. Og sá, sem hjálp-
ar mönnum og málefnum í þeim
anda, finnur yndi i lífinu, sem yndi
af dýrlegum söng, og hver viðleitni
til að liðsinna verður að inndælu
sönglagi og sá, sem gefur alt pund
sitt, fær í staðinn alt lagið —
eilífa lagið.
B. — hráin að biðja. Eilífa lag-
ið er óslitin bæn, áframhaldandi
söngbæn *og lofgjörð til skaparans,
sá sem á eilifa lagið er ávalt á bæn.
Bænin er hugsanirnar, sem hann
hugsar, orðin sem hann talar, verk-
in, sem hann vinnur. Bænin er
höndin, sem hann réttir einstæð-
ingnum, bitinn, sem hann gefur
barninu, hláturinn, sem hann hlær
með æskunni, gráturinn, sem hann
grætur með syrgjendanum. Bæn-
in er hreinskilnin og góðvildin og
fyrirgefningin, sem maður fram
ber öllum mönnum. Bænin er
hversdagslífið, óslitin lofgjörð við
höfgnd hins góða. Hún er Guðs
söngur í verki mannsins.
C, “efra C”. — Þráin hinsta,
þráin bezta, þráin að deyja, deyja
til Guðs, deyja inn i samstilta
hljóma eilífs yndis á himnum uppi.
Hjnsti tónninn, svanasöngurinn, að
hverfa, borinn á söng-öldum heil-
agra tóna, lieim til jóla, heim til
Guðs.
Svo dýrlegt er cilífa lagið, lagiö,
sem í heiminn kom á jólunum:
“Fjárhirðum fluttu
fyrst þann söng guðs englar,
unaðssöng, er aldrei þver:
Friður á foldu,
fagna þú, maður,
frelsari lieimsins fæddur cr.”