Lögberg - 16.12.1915, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.12.1915, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. DESEMBER. 1915 5 ASHDOWN’S HIN STÓRA BÚÐ FYRIR ÞARFAR GJAFIR Þarfar og nauðsynlegar jólagjafir af ymsu tagi, mjög tjölbreyttar. Þar getur þú tengið gjöf sem gleður hvern í íamilíuuni sem er. Kaupið hér— Vér verzlum með þarfa og áreiðanlega muni. Rakhnííar og rakaraáhöld Gjafir, sem mönnum þðknast bezt: Gillett’s var- isn rakhnlfur, Standard, Bulldog, Aristocrat og vasa útgáfa, hver............................$5.00 •illett's Safety Razors, in the combination Sets............................S6.50 til $25.00 A.to Strop Safety Razors...........$5.00 til $7.50 ■vor Ready Safety Razors.....................$1.00 •em Junior Safety Razors................ .. $1.00 Penn & Knders Safety Razors. ................$1.00 Brýni Yerkfæri, sem brýnir báðar eggjar 4 blaSinu I einu. Vðr ábyrgjumst þetta verkfæri I tlu ár. — VerS, hvert.................................. $4.00 Einnig verkfæri, sem skerpir bæSi Gillett’s og aíra varSa skegghnífa, hvert..................$3.00 Líka verkfæri, sem brýnir vel, hvert........$1.00 Vanalegir skegghnífar af öllum mögulegum tegundum; 25 mismunandi tegundir hnífa aS velja úr; ágætt stál, einkar vel tilbúnir og mjög vei vandaSir aS öllu leyti; skeftin meS hvltu og svörtu fílabeini og meS skelplötu- sköftum, meS %-þuml., % og% þuml. breiSum blöSum. Nú seldir á.................75fi. til $5.00 Razor Strops..........................50c. til $4.00 Shaving Brushes.......................25c. til $5.00 Razor Hones..........................50c. til $1.75 Speglar fyrir dáta, geta hvorki rySgaS eSa brotn- aS, búnir til úr nickel-silfri, hver.........$1.00 Armbanda úr (military), meS góSu, vel gerSu armbandi, meS stðrum og skýrum tölustöfum á skífunni; hvert..............................$3.00 Rafmagsnljós, bæSi lítil og stór, sem bera má I vasa sínum og láta lýsa eftir vild og hvar sem er. YerS, hvert.......................... $1.00 til $3.00 Rafmagns húsmunir Ágætar og þarfar gjafir, sem færa gleSi á heim- ilin fyrir alla fjölskylduna. Hotpoint Eiectric Iron hvert..................$4.00 Universal Eiectric Iron, hvert................$5.00 Thermax Electric Iron, hvert..................$3.25 Hotpoint Electric Toaster, hver...............$4.50 Universal Electric Toaster, hver..............$4.50 Electric Grill. oblong style. hvert......T . . $5.00 Electric Grill, round style hvert.............$6.50 Hot Water Heaters, hver.......................$6.00 Electric Coffee Percolators, frá . . . . $8.50 tii $22.00 Electrlc Traveling Iron, frá........$4.50 til $5.25 Case of Carvers af mismunandi gerS. búnir til af hinum víSfrægu hnífasmiSum I Sheffield á Englandi; I hverj- um kassa, er 2 til 5 stykki, skept meS hvltu og svörtu fílabeini og öSru dýrindis efni; kassarnir úr eik og fóSraSir meS silki; mörg hundruS aS velja úr og verS sem getur komiS öllum aS liSi, þetta:— $3.50, $4.00, $4.50, $5.00, $6.00, $6.50, $7.00, $7.50, $8.00, $8.50 $9.00, $10.00, $11.00, $12.00 og $15.00. Skautar og sleðar eru ágætar jólagjafir fyrir þá, sem leika sér úti; skautar af mörgum tegundum og prisum.— Ðrengja-skautar, pariS...............75c. og $1.00 Karlmanna-skautar, pariS............$1.50 til $6.00 Toboggan, 3 feta langir..........................$1.75 4 feta langir.............................$2.50 5 feta langir.............................$3.00 6 feta langir.............................$3.50 7 feta stærS..............................$4.00 Drengja slcíSi, pariS........................$2.25 Stúlkna-sklSi.................................$3.25 Manna skíSi...................................$3.75 Vasahnífar og stórir hnífar yfir 500 mismunandi sortir til aS velja úr, eins, tvl, þrl og fjórblaSaSir sjálfskeiSingar, frá................25c. til $10.00 Smíðatól handa drengjum er mjög heppileg gjöf. Það er bœði þörf gjöf fcog svo hafa drengir svo mikla ánægju af því að smíða. ASHOOWN’S HIN STORA JARNVÖRU BUD ÆFIÁGRIP SÖNGFRŒÐINGANNA ('Framh. frá 2. bls.). Arið 1900 fór hann til Seattle •og þar stofnaði hann ‘‘Icelandic Glee Club” og stýrði norska söng- félaginu “Norden ’ og öðru svensku. Fá las liann einnig hljómfræði af kappi og tónfræði, lijá ítölskum kennara. Sigurður liefir mest starfaö meðal NorS- manna og Svía og hafa þeir mjög mikið álit á honum. t>ess má geta að þegar bruninn mikli varð i Aalesund í Noregi fyrir nokkrum árum, tóku sig saman allir Skandinavar í Seattle til þess að halda vandaha söngsam- komu bræðrum sínum til hjálpar, var Sigurði falið á hendur að stjórna þeirri samkomu. 1 þéim flokki sungu um 200 manns og þótti Siguröi takast prýðilega. Vorið 1911 flutti hann aftur til Canada, fyrst til Markerville í Alberta og kom því til leiðar að Tslendingar þar stofnuðu lúðra- flokk; síðan flutti hann til Winni- peg og tók við söngstjórn 'Fyrsta lút. safnaðar um stund; þá gerðist hann organisti Skjaldborgar safn- aðar og síðar söngstjóri í Tjaldbúð- inni. Hann hefir einnig stjórnað “The Norwegian Glee Club” og “Svenska Sangerbroderne”. f'egar Skandinavar héldu hina miklu og vönduðu samkomu í fyrra til arðs fýrir þjóðræknis- sjóðinn, stjórnaði hann þeim hluta hennar, sem fram fór á svensku og ensku, og var mikið látið af. Nokkur lög hafa verið prentuð eftir hann, en þó á hann miklu fleiri óprentuð. Lagið “Vormorg’- un” er prentað i Eimreiðinni og "Ræn” í Lögbergi. Lögin “Skaga- fjörður” f'Matth. Joch.), “Kveld- hugsan” (K. P. Jónsson) og “Vest- itr íslendingar” ("Gestur Pálsson) eru og vel þekt. Tborsteinn Johnston er fædduy 18. desember 1876 að Vatnsenda í Fljótum í Þingeyjar- sýslu. Foreldrar hans eru Guð- laugur Johannson og Guðrún Jóns- dóttir. Þau fluttu hingað vestur 1885 °S settust að í Norður Dakota og þaðan fluttu þau til Winnipeg fyrir 15 árum. Þorsteinn byrjaði að leika á fiðlu þegar hann var 12 ára gamall, og það án nokkurrar tilsagnar. Þegar hann kom til Winnipeg fékk hann sér tafarlaust kennara og hélt áfram námi í því og las uppihalds- laust um mörg ár. Kenslulaunin gat liann snemma greitt sjálfur, þar sem hann vann sér inn fé með þvi að leika á ýmsum sam- kvæmum og kenna öðrum í fri- stundum sínum. Fyrsti kennari hans var Alexander Scott sem lært hefir hjá hinum fræga fiðlu- leikara Hermann. Þá lærði hann hjá ungfrú Lawson, mjög góðum kennara, og síöar hjá Emil Sogret, þá hjá Camile Canture lærrsveim hins belgiska hljómfræðings Ovide Musine og siðast um langan tíma hjá George Rutherford. Hann hefir þvi ekki sett sig úr færi að afla sér þeirrar kenslu sem bezt var kostur á. Um nokkur ár að undanfömu hefir Þorsteinn haft stóran hóp nemenda, og fjölgar þeim ár frá ári. Hann hefir sýnt frábæra elju og staðfesti í þvi að komast alla leið að því takmarki sem hann setti sér og er það praktísk “lexía” fyrir marga áf vorum ungu mönn- um. Þorsteinn er kvæntur Valgreði Magnúsdóttur Einarssonar úr Þingeyjarsýslu. Hjörtur Larusson er fæddur 1874 í Ferjukoti í Mýrasýslu. Er hann sonur Lárus- ar Gtiðmundssonar hér í bæ og Guðrúnar Hákonardóttur. Hjört- ur ólst upp hjá Guðmundi afa sín- um i Ferjukoti þangað til hann var 15 ára. Þá fluttist hann hing- að vestur. Kyntist hann þá brátt Halldóri Oddsyni og veitti hánn honum fyrstu tilsögn í hljómfræði. Samtímis fékk hann sér þá kenslu hjá enskum söngfræðingi. Um tvitugt stofnaði hann íslenzkan lúðraflokk ásamt fleiri Islending- um; stýrði liann því allan þann tima sem hann var hér. Um aldamótin flutti hann til Minneapolis og tók stöðu í sam- hljómaflokki miklum sem þar er. Nú vinnur hann þar algerlega á eigin spýtur. Hjörtur er einhver hinna allra fyrstu Islendinga sem liér naði miklu áliti fyrir hljóm- leika gáfu og lærdóm,- hann er þar að nokkru leyti islenzkur ísbrjót- ur’ 'le^'r hann á sér almennings °rð sei11 einkar fimur í list sinni. Auk þess hefir hann samið þó nokkur lög, sem vel er af látið, en ekki mun neitt þeirra hafa verið prentað. s. K. Hall cr fæddur l(i. Nóveniber 1877 að Gimli. Foreldrar hans eru þau Jón- as Ixándi Hall ojí Sigríður Kristjáns- dóttir kona hans. Steingrímur bvrj- ■Gi hljómfræðisnám þegar hann var Þ2 ara. ]897 fór hann á Gustafus Adolphus College í St. Peter, Minn., og útskrifaðist þaöan 1899, í pípu- organslætti, pianoleik. hljómfræði etnfaldri 0g samsettri og sögu hljóm- fncðinnar; fékk hann þá stigið B. M. f'Bachelor of MusicJ. Tvö árin næstu las hann tóna og hljómfræði hja Zozh kennara í Minneapolis og H. von Scheller í Chictgo. Arin 1902- 1903 var hann kennari við pianodeild 1 hljómfræðisskólans í St. Peter og 1904 yfirkennari þar. Árið 1905 ! flutti Steingrímur til Winnipeg og hefir dvalið þar siðan. Hann er organisti og söngstjóri i Fyrstu lút. kirkjunni. Hann stofnaði Vestur- Winnip. hljóðfæraflokkinn og stjóm- aði honum í 4 ár; eru nú margir, sem í þeim flokki voru, leiðandi menn í j öðrum hljóðfæraflokkum, þar á með- jal tveir, sem í stríðið hafa farið. — Steingrímur hefir samið nokkur lög j þessi þar á meðal: 1 “Mazurka” fyrir fíólínsspil. “Thott art so like a flovver”. “Já, vér elskumi ísafoldu" og “Guard while I sleep”, fjórraddað. Steingrimur er prúðmenni i allri I framgöngu og vinsæll mjög. Hann er kvæntur Sigríði önnu i Hördal, hinrú alþektu og góðknnu I söngkonu meðal Vestur-íslendinga. Atkvæði á Gimli. 21. þ. m. verða greidd atkvæði á Gimli um vínsölubann. Er sú at- kvæðagreiðsla þýðingarmeiri en margan kann að gruna í fljótu bragði. Gimli er eini staðurinn sem berst um þetta mál nú í haust; en almenn atkvæðagreiðsla fer fram í öllu fylkinu í vor. Það er engum efa bu»dið að sig- ur á einum stað og einum tíma hefir hvetjandi áhrif á fólk á öðr- um stöðum og öðrum tímum; en ósigur hið gagnstæða. Ef sigur vinst á Gimli veröur það til pess að gefa bindindismönnum enn þá meiri vissu og starfsþrek, en held- ur til þess að draga úr afli brenni- víns liðsins. Ef bindirtdismenn aftur á móti skyldu tapa þá dregur að kjark og traust úr þeim þegar til kemur í vor, en eykur hinum vonir. Gimlibúar þurfa því að hafa það hugfast að þeir eru að búa alla fylkisbúa undir vorbaráttuna með atkvæði sínu á þriðjudaginn. Þeim til leiðbeiningar mætti geta þess að á þriðjudaginn voru greidd atkvæði um það í mörgum bæjum í Sashatcrewan að koma á vihsölu þar sem hún var ekki og afnema hana í bæjum þar sem hún var. Undantekningarlaust unnu bindindismenn alstaðar. Vínið var útllokað alstaðar þar sem um það voru greidd atkvæði og því hvergi leyft inn þar sem iram a það var farið af brennivínsliðum. Gimlibúar þurfa að sýna þeim það greinilega á þriðjudaginn sem brennivínsbölinu vilja halda við að þeir eru engir skrælingjar, sem ekki kunna að lesa tákn tímanna ■og feta í spor siðaðs fólks. Ef Gimlibúar skyldu verða svo ógæfusamir að leyfa þeim óvini griðland framvegis er þeim hefir allra mesta bölvun unnið, þá verð- ur á þá bent sem þá menn er flat- ir liggi fyrir áhrifum hinnar van- helgustu handar sem spillingin þekkir. Gimlibúar, reynist drengir 21. desember. Gefið ekki konum ykk- ar og börnum, bænum ykkar og heimili brennivínsleyfi í jólagjöf. Arni Eggertsson Nú er að því komið að skera úr hvort íslendingar eigi hér eftir sem hingað til að vera algerlega útilokaðir frá öllum áhrifum í bæjarráðinu í Winnipeg. Nú er áriðandi að taka saman höndum. Síðan Lögberg kom út síðast hefir tnargt gerst. Sá er á móti Eggert- son sækir hefir reynt að rægja landa vom og bera á hann ósann- ar sakir. Atti að reyna að snua gegn honum ensku fólki \ á þeim grundvelli að hann væri Þjóðverj- um hlyntur og föðurlandssvikari. En sanngjarnir enskir menn komu fram og sýndu fram á hvílík fjar- stæða þetta væri, enda sönnuðu það skýrslur að Árni hafði lagt stórfé í þjóöræknissjóð Islending- um til sóma, en andsækjandi hans j ekki eitt einasta cent. Verður j þetta atriði vafalaust til þess að | snúa mörgum á band Áma, er áð- ■ ur voru honum andstæðir, en það j sýnir hversu vandur mótsækjandi | lians “Midwinter” er að meðulum, cnda er hann að því kunnur að líta smáum atigum á þá sem útlend- ingar kallast, svo sem Islendinga. ! Og maður sem til annara eins j ódrengskaparráða grípur og hér er um a'5 ræða, er sannarlega ekki þeim hæfileikum gæddur að honum sé fyrir opinberum málum trúandi. En, Landar! minnist þess að ekki er nóg að vera með Eggertson i oröi, yþótt það sé gott; farið út og vinnið fyrir kosninguna; hafið áhrif á sem allra flesta; gætið þess að enginn atkvæðisbær maður frá hans hlið sitji heima. Og annað; kosningadaginn þarf hann á 140 eftirlitsmönmím að haldaj (Scru- teeners), gerið svo vel að finna umsjónarmann hans Mr. Spencer á nefndarstofunni á Sargent Ave. og bjóðist til að vera eftirlitsmenn á kosningardagipn. Dauðadómi breytt. Önnur konan, sem getið var um í síðasta blaði að dæmd hefði ver- ið til lífláts, hefir verið náðuð frá honum; en 10 ára fangelsi ákveð- ið henni í þess stað. Hún heitir Mrs. Annie Hawkes og haföi myrt hjákonu bónda síns. Hin konan var einnig náðuð, en dæmd í æfi- lar.gt fangelsi. vínsmenn hafa komið i dagsljósið; lofið þeim að koma öllum út; þeim skal verða mætt þegar til kemur; nógur tíminn eftir nýárið. Brennivínsliðið. er Dauðatökin og dauðastríðið oft ægilegt. Þegar heljar risar, sem engu hafa hlíft og alt hafa brotið undir sig sjá dauðann framundan sér, þá fyllast þeir trölldómi og æði. Þannig var það í sumar með aft- urhaldsflokkinn; allir muna eftir öllum þeim ósköpum sem á gengu í afturhaldsblöðunum, þegar sá flokkur var í fjörbrotunum; þarf ekki annað en að lesa alt stóra letrið í Telegram, til þess að ryfja það upp fyrir sér. •Nú er það brennivínsspillingin, sem sér sitt óvænna. Hún horfist nú í augu við dauðann í þessu fylki, og ver því hundruðum þús- unda af því fé sem hún hefir sog- j.Guð, lát flóa gleðitár; JónSigfússon sœkir um oddvitaembætti. íslendingar í grend við Lundar eru sterklega ámintir um að fylgja að málum landa vorum Jóni Sig- fússyni við kosninguna á þriðju- j daginn kemur. Hann er öllum að I því kunnur að vera tramkvæmdar- maður mikill og fylginn sér, og er það tvímælalaust sveitinni í hag að fá hann kosinn sem oddvita. Jón er bróðir Skúla Sigfússonar þing- manns, og stæði sveitin sérlega vel að vígi ef oddvitinn og þingmað- urinn ynnu eins vel saman að mál- um hennar og húast má við að þeir bræður geri. En það er ekki nóg að vera ekki á móti, um að gera að allir fari á kjörstaðinn þegar til kemur. Jólavísa. Náðarblíð náðartíð nálgast jól í Kristinn lýð kætir fríð kærleikssól. söngsnillingi. Þar er eirrnig “Jungletown” eftir sama höfund. Jöseph B. Buberts sem söngnum stjórnar og er einnig höfundur sjálfur; hefir hann 13. Ieikara í flokki með sér. Hann hefir í sinni þjónustu Jack Henry og Rose Gardner. Frank Milton og De Long syst- urnar leika í nýjum leik. Það er járnbrautarleikur sem heitir “Th« Terminal”. “Twenty Minutes Layover al Alfalfa Junction” er leikurinn sem þetta var bygt á. “The Two Pucks er leikið af unglingum og þykir mikið til koma. Miss Leitzel leikur aðdáanlega að allra dómi. Marie Bishop leik- ur á fiðlu af þeirri list er fáum er gefin. “The Tuscano Brothers” eru kkeddir eins og rómverskir bar- dagamenn og skemta svo að ekk- ert jafnast við. ið út úr húsum ekkna og munaðar leysingja, til þess að reyna að villa sjónir með röngum og rangfærð- um skýrslum. Er reynt að láta málstað brennivínsins líta út sem fegurstan og þegar þeir sem skarp- ar hugsanir hafa og slægvizku eru viljugir að leggja krafta sína til að villa sjónir, þá er ekkert mál svo ilt að það geti ekki tekist að afvegaleiða gnmnhugsandi1 fólk í bráðina. En lesið þið allar stóru greinam- ar hrennivínsmannanna; hugsið þii$ vel um þær, lærið .þið allar kenn- ingarnar sem þær flytja og tölum- ar sem þær koma með, svo komum við bindindismennirnir til á eftir. Þetta er í fyrsta skifti sem brenni- Gef að þróist friðsæl ár; Og lát gróa :,: öll vor sár — S.R. “Landið verður eins og ctauðra manna gröf, ef hætt verður að drekka brennivín” segja vinsal- amir. — Hugsið vel um þetta. Brennivíns siðferði, brennivíns manniið, brennivíns sparsemi, brennivíns fjárhyggni, brennivíns heilbrigði. — Þetta prédika þeir núna blessaðir. ORPHEUM “The Bachelor Dinner” er eink- ar skemtilegur söngleikur, saminn af Seymour Brown, hinum fræga PANTAGES. Leikhússtjórar í Chicago hafa } tekið eftir því með undrun í tvær vikur að undanförnu hversu mikla aðdáun Gus Elmore og “Cannibal Maids” hafa vakið. “Cannibal Maids” byrja á Pant- ages næstu viku. Þar verður líka Iæ Roy og Paul gleðileikarar. Einnig “Frank Bush” og “Imper- ial Troups” næstu viku. 1 “Cannibal Maids” er Gus Elmore beztur leikari og leikur “Fiji” höfðingja. Hann er upp- spretta endalauss hláturs; talar tóma vitleysu. Það sem Elmore leikur þar er tilbúið eins og “The Lone Fisherman” í “Evangeline”. Arthur Stauffer, sem skrifaði “September Morn” bjó til öll lögin “My South Sea Islend Rose”, sem “Hazel Wood” syngur er fyrirtak. “The Cannibal Maids” tekur öllu fram eftir dómi Chicagomanna. Hjörtur Thordarson landi vor í Chicago hefir unnið sér mikið nafn á Panama sýningunni í ár’ Blað frá San Francisco var ny- lega sent Gunn. Goodmundson þar sem mynd er af Thordarson og lýst nýrri uppfundningu hans er svo mikilsverð sé að hún muni gerbreyta ýmsu því er nú á sér stað. Greinin er Iöng og itarleg; veröur úr henni þýtt þaö merkileg- asta í næsta blaði Lögbergs og þar rækilega minst á (Thordarson. Af öllum góðum hlutum sem fylgja jólatíman- um er x HREINASTI VARNINGUR (búið til í Vesturlandinujhanda Vesturlanda íbúum) Það sem bezt kemur sér og mest þykir í varið af ’öllum á heimilinu: Gold Standard Baking Powder tryggir góða bökun. Golð Standard sykur- leðja gefir kökunni brezkt bragð. Gold Standarð bragð- bætir og jurtir eru mátulega frískandi. Gold Standard sætukvoða er ágæt fyrir eftirmat, og Gold Stanðard te eða Gold Standard hreinsað kaffi eru fyrirtaks drykkir til þess að kóróna jólaréttina. The Codville Company Ltd W I N N I P E G Heildsölu útibú í BRANDON MOOSEJAW SASKATOON

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.