Lögberg - 16.12.1915, Page 7

Lögberg - 16.12.1915, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. DESEMBER, 1915 Rekald. ('Framh. frá 6. bls.). haföi veriö skrifaö og talaö um, og undi nú hag sínum miklu betur en hann hafCi búist vitS.----- Valgeröur var komin heim og dagsverkum og kveldveröi lokiö. I.jós loguöu í öllum herbergjunum niöri og þaö brakaöi og small í glóandi eldibröndum í ofnunum, en bruninn t eldavélinn dofnaöi óöum. Vinnumaöurinn haföi dregiö sig fram í eldhús og var aÖ blaði í jólanúmeri af stóru tímariti, en geröi ekki annaö en líta á myndim- ar. Hinir karlmennirnir sátu og stóöu inni í baðstofunni. Sigþrúö ar var aö enda við aö strjúka rykið af eldavélinni, en Valgeröur var fyrir nokkru búin aö koma disk- unum á sinn staö. “Jaeja, Nonni,” sagöi hún og vatt sér aö bróöur sínum; “þú sagðist hafa trúaö Jósep fyrir bókaskápn- um, eða skápnutn fyrir Jósep, á meðan þú hjálpaöir bappa og sókt- ir mig. Hann segist hafa unaö sér vel hjá skápnum og mömmu í dag.” “A8 heyra til þín, Vala!” sagði Sigþrúður. “En nú kemur til þinna kasta að skemta honum. Eða ætlarðu aö liafa af honum alla jólagleðina í Winnipeg og láta hann kljúfa skíð út á sléttu á sjálft jólakveld ið?” “Eða loka hann inni í bóka- skáp?” sagöi Þorvaldur. “Já, eöa það.” “Við erum sex,” sagði Jónas; “fjögur geta spilað, en þeir sem ttfgangs verða geta teflt.” “Og um hvaö eiga þeir að: tefla?” sagði Valgeröúr snögglega. “Þeir um þaö.” “Hvemig ætlarðu þá aö skifta liði ” spurði Valgerður og leit á móöur sina. “Við köstum um þaö hlutkesti,” sagöi Jónas. “Pabbi og mamma kæra sig hvorugt um að tefla; það veit eg; þau spila bæði.” “Heldurðu kannske að eg geti teflt; eg sem varla kann mann- ganginn.” , “Við erum sjálfsagt engir ai- burða taflmenn.” “Mér finst nú ekki nerná] kureeisi aö lofa gestinum að ráöa livort hann teflir eöa spilar.” Jósep kvaðst helcfur vilja tefla. ; “Þá finst mér ekki nema sann- gjamt aö lofa vinnumanninum að velja líka,” sagöi Jónas. Hann vildi fremur spila. “Þi kemur til okkar kasta,” sagöi Valgeröur; “vilt þú ekki heldur tefla?” “Og vilt þú ekki heldur spila?” “Mig gildir einu,” sagöi Val- geröur og nagaöi nöglina á öörum Iitlafingrinum. “Látum þá hlutkesti ráöa,” sagði Jónas. Hann tók blaðsnepil og skrifaðt sitt nafn þeirra á hvora hlið. “Nei, eg mótmæii þessari aö- ierð,” sagöi Valgerður og þreif af honum blaðið. “Viö köstum teningum.” Hún hljóp inn í setustofuna og kom aftur meö tening í hendinni. “Þú kastar fyrst,” sagöi hún og rétti honum teninginn. “Hvort okkar sem fær upp hærri tölu teflir. Ertu ekki ánægöur meö þaö ?” Jónas hafði ekkert á möti pvi Þorvaldur sat viö boröið; hin störöu á með athygli eins og merkisatburður væri i vændum. Jónas kastaði teningnum. Tveir komu upp. “Heldur linur,” sagöi Valgerö- ur meö gletnisbrosi, tók teninginn og kastaði honum. Tveir aftur. Allir skellihlógu, nema Valgerður; hún skotraði augunum til bróður síns og brosti. Jónas kastaði aftur: fimm. Valgerður klemdi neðri vör- ina á milli tannanna, veifaöi ten- ^’ngnum í holum lófanum og kast- aði djásninu á boröiö: sex. Hún var dæmd til að tefla við Jósep. Valgeröur tók afttir teninginn, fór með hann inn í setustofuna, og dró taflboröiö fram á mitt gólfið. Jósep færði sig í áttina á eftir henni og stansaði fyrir innan dyrnar. Hvað ætlarðu að tefla?” spurði hann um leið og hmn opnaði tafl stokkinn. Hún var í vafa um hvað hún \ildi helzt tefla. Jósep taldi upp nokkur algeng töfl og nefndi seinast refskák. "Já, refskák,” sagði Valgerður, "cí eg má hafa lömbin.” Þau settust að taflinu og tefldu drjúga stund. Jósep bar jafnan lægra hlut. “Refskák er ranglátt tafl og vitlaust,” sagði Valgerður, þegar þau voni enn þá einu sinni langt komin með taflið. “Að hverju leyti?” "Ef báðir eru jafn góðir tafl- menn, vinnur sá sem löbmin hetir. Tæfan hlýtur að tapa, því málsað- ilar standa misjafnt aö vígi. Þaö kalla eg ranglátt tafl og vitlaust.” “Er þá ekki líka ranglátt og vitlaust aö láta tilviljun ráöa úr slitum mála?" “Þeir sem mest og oftast tala um tilviljanir og ófyrirsjáanleg at- vik og lán og ólán, virðast sjaldan gæta þess, aö á undan og eftir því sem þeir kalla tilviljun, fer frjálst val og óháður vilji hefir hönd í bagga.” “Og þeir sem mest tala um frjálsan og óháöan vilja, gæta þess ekki hve mörgum herrum viljinn er háöur og aö hann þess vegna er ekki algerlega frjáls,” sagði Jósep og brosti gletnislega. “En þama mistirðu þó eitt af lömbunum þínum.” “Já, af ásettu ráöi, meö frjálsum, óháðum vilja,” sagði Valgerður sigri hrósandi. “Eg ætla að brenna tæfuna þína inni.” Hún færði eitt lambiö. “Séröu, hvert geturðu nú flúið?” Jósep hafði tapað enn þá einu sinni. “Eigum viö annars ekld heldur að tefla skák?” sagði Valgeröur. “En eg kann ekki nema manngang inn, og varla þaö, svo þér sjálfsagt leiðist að tefla viö mig.” Jósep hélt að sér mundi ekki leiðast það. “Því minna sem þú kant, því minna þarf eg fyrir að hafa,” sagði hann. Þau reistu upp skákfólkið og tefldu lengi. Nokkrum sinnum varð jafntefli, en aldrei gat Val- gerður unnið. Hún var stundum gröm og reið viö sjálfa sig og sámaði vankunn- átta sín. Það kom ekki sjaldan fyrir, að þegar hún hélt að jafn- tefli mundi verða, eða hún mundi jafnvel vinna, þá var eins og tveir menn yröu úr hverjum einum sem Jósep hafði og áður en við var lit- iö, eða hún fengi við nokkuð ráöiö, var hún orðin “mát”. “Svo þú álítur réttlátt að láta tilviljun ráða úrslitum,” sagöi Jósep eftir að þau höfðu lengi te’flt. Valgerður leit hvast á hann; hún hélt að það mál hefði verið útrætt fyrir löngu. “Eg held að tilvilj un ein ráöi mjög sjaldan úrslitum,” sagöi hmn. “Er það ekki tilviljun hvaö upp kemur á teningum, þegar þeim er kastað?” “Nei,” sagöi Valgerður og geisl- um stafaði af augum hennar. “Það þarf ekki að vera tilviljun ein- göngu. Sá sem teningum kastar getnr haft hönd í bagga. Eg er ekki jafn athugul og skarpskygn og eg vildi gjarnan vera; eg hefi hvorki mikilli né margbreyttri reynslu á að byggja og færi mér þá reynslu sem eg hefi ekki eins vel í nyt og æskilegt væri.” “Þeir eru nú teljandi sem það gera.” “En reynslan hefir vakiö hjá mér löngun til að breyta gömlu orðtaki.” “Nú. hvaða orötak er það?” “Eg held að viljinn flytji fjöll.” Jósep glápti á hana. “Auðvitað má ekki skilja það bókstaflega. En viljinn getur af- kastað þvi, sem margir mundu kalla kraftaverk. Lítum á verk læknanna. Eg nefni þá af því mér hefir gefist bezt færi á að kynnast “kraftaverkum” þeirra. Sumir Jieirra virðast geta það sem þeir vilja. Og, þaö sem sumir geta ekki, er oft bersýnilega af vilja- leysi. Eins er með sjúklingana. Það er eins og þeir sem vilja lifa lifi. Hinum verður ekki bjargað, þrátt fyrir bezta vilja lækna og annara.” Hún þagnaði litla hríð og Jósep staröi á taflið, en hvorugt þeirra virtist hafa hugann á því. “Eg held,” mælti Valgerður Iægri rómi, “eg er sannfærð um, aö sá tími kemur, að við getum það sem við viljum. Hver ein- staklingur stefnir, vitandi eða óaf- vitandi, að einhverju marki. Sum- ir vilja það sem rétt er og vinna aö þvi. Þeim fjölgar stöðugt sem |H leið halda. Aðrir vilja það sem rangt er og vinna að því, vitandi eða óvitandi. Þeir em stiflur eða hömlur á framkvæmdum þeirra, sem komið hafa auga á rétta mark- ið og keppa að þvi. Þiess vegna geta þeir sem réttu leiðina hafa valið ekki nærri alt af komiö þvi fram sem J>eir vilja, hve rétt sem það kann að vera. En J>egar sú stund rennur tipp, að allir straum- ar stefna í sömu áttina, allar ár leita aö sama hafinu, allir hafa komiö auga á rétta markið og keppa að því, þá er sigur auðunn- inn á öllum erfiðleikum, þá þurf- um viö ekki að óttast að við get- um ekki, þá getum við það sem við viljum og viljum ekki annað en þaö sem viö getum, því allir vilja eitt og hið sama. Ef þetta er nokkuð nema órar, þá má með sanni segja, að viljinn flytji fjöll.” Hún hrökk við litið eitt og þagnaði. “En hvort okkar á leik- inn?” sagði hún brosandi. “Hvorugt,” sagði Jónas; hann stóö í dyrunum og hafði heyrt síö- ustu orö Valgerðar. “Við erum hætt að spila; pabbi er oröinn sifjaður. En auðvitað ljúkið þið viö taflið.” Jósep leit á klukkuna; hún var hátt gengin tólf. “Við getum gjarnan lokið við það á morgun, ef frökenin lætur sér það lynda,” sagði hann og stóö upp. Valgerö- ur stóð upp líka og Jósep fæiði taflborðiö til hliöar. Jónas kveikti á borðlampa og fylgdi honum upp á loft, til svefn- herbergis. „ , Það var þægilega hlýtt í her- berginu, svo Jósep fór strx úr jakkanum þegar Jónas var farinn \ Teppi var á gólfinu og veggirnir i þaktir myndum, gömlum og nýj- j um. Rúmið stóö fram viö glugg- ann í homlinu frá dyrunum. Við fótagaflinn stóö þvottaborð, en í hominu andspænis höfðagaflinum var dragkista með nýju sniði. Jósep starði stundarkorn á hús- búnaðinn og myndimar. Sumt var nýtt, en sumt var bersýnilega æði gamalt. Hann gekk út að glugganum og dró tjaldið vandlega niður. Svo háttaði hann og slökti ljósið. Hann heyrði marra og braka i stiganum, létt fótatak í ganginum, fyrir utan herbergisdymar, óm af lágværu samtali og nokkra hurð- j arskelli; svo varð alt hljótt. Það var svo hljótt að hann gat: ekki sofnað fyrir þögðinni. í mörg ár haföi hann ýmist sofið í jám- brautarlestum eða hótelum og þau höfðu oftast verið í allstórum bæj- ; um eða borgum. En þótt fáir eða enginn virðist vera á ferli í stór- borgum, þá er eins og þar sé aldreií hljótt. En þögnin heledur vöku fyrir J>eim, sem skarkalanum em vanir, eins og hávaöinn glepur hina. Hann bylti sér í rúminu. Honum fanst óljós ómur fylla herbergiö. Hann opnaði augun og hlustaði. Hljóðið skýrðist. Mið- næturlestin var að fara fram hjá. Einatt hafði hann farið um þessar slóðir um miðnæturskeið, stimdum sofandi. Hljóðið dofnaði smám- saman og að vönnu spori varð alt hljótt sem fyr. Hávaðinn minti Jósep á viö- j burði dagsins. Nú var hann stadd- j ur innan þeirra takmarka, sem Jónas hafði kallað undirstööu máttarviða mannfélagsins og haföi brenniglerið yfir höfðinu. Hann brosti og furðaði á að hann skyldi muna eftir þessu masi. En hvað hafði Valgerður verið að segja þegar hún gleymdi sér yfir taflinu um kveldið? Hann varð að hugsa sig um stundarkom. Jú, hún haföi sagt, að ef vilji allra færi i rétta átt, þá yrði afl viljans svo mikið, að vér gætum fram- kvæmt það sem vér vildum. Honuni fanst birta i herberginu, veggimir hverfa og nýtt útsýni blasa við. Aldrei hafði honum dottið |>etta í hug sjálfum og liann mintist ekki að hafa heyrt það áður, eöa neitt því líkt og allra síst i af kvenmanns vömm. Hvílík lífs- skoðun, hvílík trú! Hann dró djúpt andann og leið á ljósum bárum lygnra vatna að lágum ströndum móðurlandsins mikla. — Hann hrökk viö. Slaghörpu- hljómur ómaði í herberginu og hljómurinn sagði: “Getum það sem við viljum, og viljum dcki annað en það sem viö getum.” Gluggatjaldið var dökt og þykt og var því dimt í herberginu. Hann liélt að hann hefði ekki geng- ið til rekkju löngu á undan öðrum. Hvemig stóð á því að leikið var á hljóöfæri um miöja nótt? Hann reis upp við. dogg og hlustaði. Illjóðfæraslátturinn hætti og nú heyrði hann hávært samtal og hlátur. Hann kannaðist viö mál- róm systkinanna, en gat ekki greint oröaskil. Hann hallaöi sér aftur út af. Það gat ekki verið kominn nýr dagur, jóladagur. Aftur var tekið í hljóðfæriö. Tónarnir hoppuöu og hlupu, döns- uöu, liöu, svifu og léku sér, en rákust |>ó aldrei á. Dýpra og dýpra stigu þeir, hærra og hærra risu þeir, lengra og lengra liðu þeir, fléttuðust, vöfðust, föðmuðust. Húsiö hrærðist fyrir hreyfingum hljómgjafans og sál Jóseps titraöi af töframagni tónanna. Hann reis aftur upp til hálfs, hallaðist fram yfir rúmstokkinn og starði hug- fanginn út í myrkriö. Þaö var barið aö dyrum. Jósep heyrði þaö ekki; þess vegna þagði hann og hrærðist hvergi. Hurðin opnaðist og daufa Ijósglætu lagði inn í herbergið í gegn um glugg- ann sem var andspænis dyranum. Jónas stóð í dyrunum með kaffi- bolla í hendinni. Jósep hrökk við eins og hann hefði vaknað af værum draumi er hann sá Jónas og dagsljósið. Hann hafði haldið aö enn væri dimt af nótt. “Er orðið svona áliðiö dags?” sagði hann í hálfgerðu fáti. “Klukkan er hálf ellefu og vel þaö.” Jónas færði stól að rúmstokkn- um og setti niður bollann; því næst lyfti hann tjaldinu frá glugganum svo albjart varö í herberginu. “Veiztu hverju eg tók eftir þeg- ar eg opnaði hurðina?” spúröi Jónas. Jósep gat ekki getið sér þess til. “Þú sefur hérna fleiri nætur,” sagði Jónas með gletnisbrosi. “Sp>ámennimir lifa ekki fyr en eftir andlátið,” sagði Jósep kæru- leysislega og sötraði kaffið. Stríðsfréttir Bretar og Frakkar hafa ákveöiö aö halda áfram á Balkanskaganum, þótt miður hafi gengið rnn tima, og senda þangað meira liö. Enska gufuskipinu “Busiris” var sökt á föstudaginn af þýzkum neðansjávarbáti en öllum mönnum bjargað. Háværar kröfur hafa komið fram af hálfu jafnaöarmanna í Þýzkalandi um það ao saminn sé friður. Ilefir jafnvel legið við nppþlaupi í sumum stórborgum t. d. Berlín. Grikkir hafa dregist á að leysa upp herdeildir sínar, eins og banda- menn krefjast, en ekki er þaö þó beint loforð og eru þeir enn grun- aðir um að tefla tvennum töflum. Samkvæmt skýrslu Rrdoslovoffs forsætisráðherra Bulgariu er sam-1 einaður her Þjóðverja, Austurrík- ismanna og Bulgara á Balkanskag- amim i,000,000 manna, og er því ekki talið eðlilegt að bandamenn geti verið þar sigursælir aö svo stöddu. Samt sem áður telja Frakkar og Englendingar það áríö- andi að hafa lið í Saloniki og hugsa til frekari aðgerða síðar meir. Að undanfömu um tíma hafa menn boðið sig svo ört fram til herþjónustu á Englandi að her- völdin hafa ekki haft viö aö raða í fylkingar og sjá um æfingar. Skyrbjúgur allskæöur hefir kom- ið upp í Galiciu og hafa Þjóðverj- ar orðið aö yfirgefa bæinn svo þúsundum skiftir fyrir þá sök. Wilson Bandaríkjaforseti hefir sent Austurríki kröfu um aö stjómin þar lýsi vanþóknun sinni á því að ítalska skipinu “Ancona” var sökt. Ríkisstjorinn í Canada hefir sent jólakveðju til akkra canadiskra hermanna. Bœjarfréttir. Mrs. B. J. Brandson varö skjndilega veik skömmu fyrir helgina og var skorin upp á hospítalinu. Er hún nú úr hættu og líður allvel. Eiríkur Halldórson frá Foam Lake var á ferö í bænum á þriðju- daginn. Kvaö hann mjög mikiö af komi þar í kring óselt enn fyrir þá sök að því heföi ekki orðið komið til markaðar vegna jám- brautarvagnaleysis. Helga Lilja Johnson, eKkja Jens , Johnsons frá Gilsbakka í Húna- vatnssýslu lézt 31. október, 73 ara að aldri, hjá Ingólfi Magnússyni tengdasyn isínum í Vestur Selkirk. Hún var jarðsungin 2. sóvember af séra Steingrími Thorlákssyni. Ólafur Pétursson kom vestan trá i Vatnabygðum á þriöjudaginn. Hafði hann verið þar vestra um : nokkrar vikur að undanförnu aö líta þar eftir eignum sínum. l Sigríöur Sveinsdóttir, tengda- ! móðir séra Alberts Kristjánssonar, | andaðist 24. nóvember 69 ára ' gömul hjá Mr. og Mrs. Gunnlaugi I Jóhannessyni i Selkirk, þar sem I hún hafði verið í síðastliðin 5 ár. I Hún var jörðuð 29. nóvember af j séra Steingrími Thorlákssyni og I var séra Albert. þar einnig viö- I staddur ásamt konu sinni. Séra Carl J. Olson frá Gimli kom til bæjarins á mánudaginn og dvaldi hér J>angað til í dag. Ingvar Olson, sem veriö hefir vestur í Vatnabygðum um tíma, kom hingaö um helgina. Lét hann ágætlega af liðan manna, en kvaö það illa farið hversu seint kom- flutningur gengi sökum vagna- skorts. Helga Árnason frá Brandon, sem kennari hefir verið skamt frá L«nd- ar, kom til bæjarins fyrir rúmri viku og dvaldi hér þangað til 4 laugar- dag. Hún var á leið heim til aín og dvelur heima um jólim THE DOMINION THEATRE JÓLAVIKUNA Uncle Toms Cabin Að kveldi r>e jðliulaa 13* Sta. Priðjo- or Fimtudoa *-k >3«. Takið eftir—Peir wm keypt aðKönftumiða fyrirfram fyrlr e.h,- leiki um jólin ok nýá.riB. «r« hór meB beBnir aB taka til (treina, aB þi verB- ur sama verS sem aB kreló værl leik- iB. Pess vegna mælist forstöBunefnd- in til þess aB fá. aB skifta þeim aB- göngumiBum fyrir a8ra» eero brúka mú sIBar. Vikuna milli ióla og nýárs “ SHERLOCK HOLMES” Hafið uppsett dýrshöfuð yðar Fullkomnasti Taxidermist Vesturlandsins Elzti og fullkomnasti sérfrseBÍBgur » (>▼! aÖ setja upp dauft dýr, fugla og gara sem lifandi verur. Hsesta verð fyrir húðir og stór d$r*h#l»Ö; kaupir úlfaskmn, bjarnarhauaa o.fl. Hefir til sölu áhöld til að setja npp neð dýr og fugla. Hreindýrshöfuð með 72 þml, milli horna Skrifið eftir upplýsingum ríl E. W. DARBEY, 239 Main St„ Winnipeg Taxidermist fyrir Manitoba-stjórnina. yv Vív vy V V v.v.v V V V V v v v y y v;v v;vv vy;V;v,v v,v,v v,vV-V.v v V V V V V V V V V The Birks Jewellery Store Varfærni, áreiðanleg Bkraut- munabúð, sem opin er árið um kring, hefir vaxið smátt og smátt og eðlilega, þangað til hún er nú orðin meðal allra beztu verzlana af sinni tegund. Birk's búð hefir sérstaklega góðar vörur og allar tegundir, sem óskað er eftir. Þar eru munir úr hreinu gulli, með dýrum steinum og allskonar útflúri. Verðið er mjög sanngjarnt. Þar er alt svo ódýrt, að öllum er mögulegt að kaupa og jafnframt svo dýrir munir, að stórauðugir menn kæra sig ekki um aö fara hærra. Þetta er búö handa þeim, sem vilja fá bezt gildi peninga sinna og vilja fá gjafir, sem bezt eru þegnar og mest er J)örf á. Mr. C. Ingjaldsson af- greiöir íslendinga. Henry Birks & Sons LIMITED JEWELLEKS WINNIPEG Sendibréf No. 5 Það er ekkert orð til í neinu tungumáli, sem er eins yfirgripsmikið og hef- ir þó að eins sjö stafi, eins og orðið HEIMILI. — Ekkert er oss eins kært, enginn gleymir heimilinu sínu gamla, því lengra sem líður, því vænna þykir oss um það. Hvað segir þú þá am þitt núverandi heimili, ert þú ánægður með það? Hverjar munu þær endur- minningar verða, er börn þín geyma frá æskuárun- um, J>eg>ar þau eldast? Heimili manna hafa breyzt mikið á hinum síðust* tuttugu og fimm árum. Heimilin voru oft blátt áfram og einföld, bæði að utan og innan; þar voru fá herbergi og þau með mublum sem voru hin minstu sem komast mátti af með, en síður til prýðis eða ánægju. Nú eru heimilin bygð sem allra þægilegust og á- nægjulegust og mikið látið sér ant um útvortis prýði á þeim, og smíðuð til sem allra mestra þæginda hvað inn- rétting snertir. Þess vegna brúka menn timbur og smíða hús sín vönduð, því timbur er svo þægilegt til húsagerðar, því svo margt og margvíslegt má smíða úr góðum við, bæði utan á og iunan í húsið. Sérstaklega má fá mjög fagra áfeið á húsum að innan með því að olíubera \*iðinn; sýna sig þá víindin og koma betur út í allri sinni dýrð. Ekkert annað efni, sem brúkað er til húsasmíða, jafnast á við timbur í öllum sínum margbreyttu myndum. Er þá ekki tími til þess kominn fyrir yður, að fara að hugsa um að bvggja nvtt hús? Hús með ölliun þæg- indum nútímans. Komið inn til okkar og talið við oss um nýtt heimili. Vér höfum alt, sem þar að lýtur; alls- konar uppdrætti af nýtízkuhúsum af öllum mögulegum stærðum og lögun. Það kostar yður ekkert að tala við okkur. — Svo höfum við efnið, sem á við til að byggja húsið úr, þegar þér hafið valið þá stærð og lögun, sem yður fellur bezt í geð. North American Lumber&SupplyCo. Umitcd

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.