Lögberg - 16.12.1915, Blaðsíða 6
14
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. DESEMBER, 1915
um
Royal
Shield
HINAR
Haustlöng.
Hundraö og tuttugu hringhendur
eftir Guðmund Friðjónsson.
VI. Suður á blóðTölIum.
Löngun falla ljós i té
lifs frá hallarþaki.
Þráin kallar. þó hún sé
þögl — aö fjalla baki.
Mænir þráin morgna og fcveld
mæðu frá og kvíöa.
Hún vill ná frá arineld
út í bláinn víöa.
Burt er kæri fuglinn fer,
flögrar blær af kmnum:
aldrei fær hún unað sér
ein, á gæruskinnum.
Háöur strönd viö ísa ál
eftir hönd eg skildi,
vængjum þöndum sigldi sál
suður í lönd — aö Hildi.
Svífur í móöu um sína höll
sól meö rjóöa lokkinn;
Heljarslóö er álfan öll,
eldi og blóöi stokkin.
Sýknum fjölda—að dómi duld
dáins völd aö pínum —
æfikvöldiö eitrar Skuld
inn í tjöldum símun.
Sú hefir dregiö saman her,
seitt til reginflota,
tjöldum slegiö, tamið sér
töfra megnsprota.
Seiöir í hjalli menn og mál,
menning alla og siöi;
stangar skalla steinblind sál
stolin mjalla og friði.
Vígamóöur vekur fjöll,
vein og hljóö um nætur.
Hennar þjóöum undan öll
álfan blóöi grætur.
Valdaþrætu blóðugt bað
boöar nætur fegri,
en djúpar rætur eru aö
andstygð grætilegri.
Menning hol viö geiragný
grennir bol á þjóöum,
brennuhvolum inni í
enn eru kol á glóðum.
Holdi blæðir sál og seim,
sólarhæð og moldu.
Loki ræður hálfum heim,
hristir á þræði foldu.
Dökkir, bleikir djöflar sér
dilla og leika að báli,
en örbirgð reikar iljaber
undan reyk og stáli.
Heiftarglóö um hyggjusviö
held eg þjóðum lógi —
blygðan-rjóðan velgir viö
varginn blóöi og rógi.
Menning farin hálf úr heim,
hálf á varaskónum —
hún er svarin eldi og eim
eins og fjara sjónum.
Þennan lengir dánardag
dauðans engill tryldur,
þó aö fengi bæn í brag
bjarmaþengill mildur:
“Þú sem teygir álm og eik,
álftum vegi semur,
þolir eigi ljótan leik
lengur en degi nemur.”
Hann sem glaðan árdagsyl
eldar um traðir manna
gerir staður greinaslál
glímu Hjaðninganna.
Þar sem nafnl nafna fann,
sem nær í tafn með refjum,
máva og hrafna mundi hann
meta nafna — að nefjum.
Dreyrasjó þó dragi í ár,
sem djöflum ói að vaða,
léti þó ’inn hávi Hár
hreðuna ójafnaða.
MATAR-
Vér búum tU ROTAIi
SHIELD kaffi, te. bökunar-
duft, custard. jelly dnft, og
krydd o.s.frv. pessar vörur
eru eerðar og settar í um-
búðir viS liið nákvæmasta
eftirlit og seldar með ábyrgð
vorri fyrir því að þær séu
hreinar og eóðar.
Seldar í öllum beztu matvörubúðum
Biðjið um sækið fast á að fá ROYAL
SHIELD vörur
Campbell Bros. & Wilson, Limited
Ilið forna. áreiðanlega verzlunarhús.
Byrjuðu verzlun 1882
WINNIPEG
BRANCHES:
CAMPBELL, WILSON & HORNE, Ltd. CAMPBELL, WILSON & STKATHDEE, Ltd.. Regina
Ijethbridge, Edmonton and Calgary CAMPBELIj, WILSON & ADAMS, Ltd., Saskatoon
Þrennir tvítugir og fjögur ár
betur
64 ár er Iangur tími. Vara sem getur haldið
ti trú fólksins í allri Canada í 64 ár hlýtur að vera
góð og áreiðanleg.
EDDY'S ELDSPÍTUR
hafa verið sömu góðu eldspíturnar síðan 1851. Eins
og trjátauga-vörur Eddy’s og þvottaborð Eddy’s eru
þaer af öllum sönnum Canadamönnum taldar maeli-
kvarði góðra eldspítna sem búnar eru til undir merki
beimatilbúinna bluta.
Kaupið heima-tilbúnar
VÖRUR
CLEAR HAVANA CICAR
18 SIZES
Þjóðakryt um öld né ár
yfir situr þeygi
kongur vitur, heiðum hár.
Hann á lit með degi.
Enn er hjáhnur upp í mót
öldnum sálmi friðar.
Nú er skálmin reidd að rót
rotins pálmaviðar.
Við þér svæla hugur hrýs,
er Hildur mælir liði.
Við erum sælir út við ís:
að eiga hæli — friði.
8 6 L 8 I I N.
takanda, svo þær verði þeim til
einhvers gagns, hversu smáar sem
þær eru; það gleður þiggjendur
ósegjanlega mikiö, þegar þeir sjá
velvildina og kærleikann, sem þeim
eru samfara, þvi til sönnunar set
eg hér stutta sögu:
Einu sinni um jólaleytiö var ut-
il stúlka sto sorgmædd, af því hún
haföi enga jólagjöf handa ömmu
sinni. Hún átti aöefns 4 cenr, sem
hún haföi lengi geymt. Fyrir pau
keypti hún 2 centa frímerkí,
pappírsblað og umslag, og bréfið,
sem hún skrifaði ömmu smni,
hljóðaði þannig: “Eg hefi engar
gjafir að senda þér, elsku amma,
en eg vil að þú vitir að eg elska
þig, elska þig, elska þig, og hér
eru hundraÖ kossar”. Amma sagöi,
meö tárin í augunum, aö engar
jólagjafir heföu fært sér slíka
gleöi og fögnuö, sem þetta innilega
kærleiksbréf.
Það er undravert, hve mikiö er
hægt aö auka og útbreiöa jóla-
gleöina, jafnvel þótt lítiö sé um
þessa heims gæði; og varla er
nokkur svo fátækur, aö hann hafi
ekkert til aö gleðja með bömin, og
þá sem honum eru kærastir. —
Ef ekki peninga eða aðrar gjafir,
þá hlýtt og alúðlegt viðmót. Og
víst er um það, að mikill sannleik-
ur felst í þessum hendingum;
“Who gives himself with his alms
feeds three,
‘Himself, his hungering neighbor
and me.
Já, það er áríðandi að við gefum
sjálfa okkur með, hversu smáar
sem gjafimar em. Það er aö
segja: gefum samúð og kærleik
vom; þá verða gjafirnar til ómet-
anlegrar blessunar, og þá koma
þær að tilætluðum notum.
Þegar vér verðum fyrir yfir-
gangi og ósanngimi, skulum vér
reyna að forðast allan óírið og
illdeilur. Það er að vísu nokkuð
harður boðskapur, “að mega ekki
rísa gegn meingjörðarmanninum;
heldur ef einhver slær okkur á
hægri kinn, að snúa þá einnig hinni
að honum”. En væri þessum boð-
skap fylgt, myndi langtum minni
úlfúð og ófriöur eiga sér stað
meðal hinn^ kristnu þjóða. En
því miður virðist hið gagnstæða
vera ríkjandi innan vébanda kirkj-
unnar; ljóst dæmi þess er hið
voðalega stríð, sem nú geysar yfir
Norðurálfuna. Og upptökin eru
hjá þeim, sem telja sig bezt kristna.
Það ættu þvi allir að láta sér
slíkt að kenningu verða; og helga
nú jólin með þvi hátíðlega loforði
og staðfasta ásetningi, að vanda
sem bezt Iíferni sitt og reyna að
gera skyldu sína í öllum greinum;
geri allir menn það, hefir það
blessunarrík áhrif á heila þjóðfé-
lagið.
Vér íslendingar erum svo fá-
mennir tiltölulega við aðra þjóð-
flokka hér; og þessvegna, nrnni
líkindi til, að áhrif vor verði mikil
og víðtæk. En ef vér verðum vel
samtaka, með hina beztu menn
vora í broddi fylkingar, munu
áhrif vor verða auðsæ og viöur-
kend. En til þess að þau haldi
áfram og vaxi, verðum vér að
gera alt sem í voru valdi stendur í
manndóms og menningar áttina
fyrir æskulýðinn og bömin; vaka
yfir velferð þeirra, og gróðursetja
hjá þeim dygðir og mannkosti, og
umfram alt kærleikskenningar
S ó L S lt 1 N'.
Friðarhöfðingjans góða. —
Já, vöndum sem bezt í öllu til-
liti uppeldi bamanna, því á því
hvílir framtíðarmenning, álit og
sómi hinnar íslenzku þjóðar hér
vestan hafs. —
Svo kveð eg blessuð börnin —
elsku jóla englana mína — og óska
þeim margfaldrar blessunar, og
gleðilegra jóla. —
Ami Sveinsson.
Skrifaðu heim!
:,: Skrifaðu heim, :,:
skeyti til mömmu, ei henni gleym.
Mund’ eftir trúföstum augum i támm,
tindrandi perlum, og hjarta í sárum —
augunum taland’ og elskandi, þeim
:,: aldrei þú gleym. :,:
Mund’ eftir mömmu og skrifaðu heim.
:,: Þráir hún eitt: :,:
að þú henni skrifir, hún ann þér svo heitt;
horfir og mælir og hyggur svo “eftir”,
heimfluttum skeytum, hvort ei komi fréttir —
Tala i hljóði þá tárin á kinn:
:,: Drengurinn minn! :,:
Hvaö hefir hent hann nú drenginn minn?”
:, :Sól hefir sezt, :,:
blund hafa aðrir á augu fest;
móöirin hugsanir vakir þá viöur,
væröin hún flýr hana, grátand’ hún biður;
son hennar freistingar tælt haf’ og teymt,
:,: mömmu er gleymt, :,:
heitorðum sinum nú hefir hann gleymt.
:,: Horfinn hann er, :,;
heimurinn stal mínu barni frá mér.
Auminginn, heimsins í glauminum gleymir,
að gull var hann mömmu hið bezta í heimi.
Hittirð’ ’ann, yrt’ á hann orðunum þeim,
:, :já, aðeins þeim, :,;
að enn voni mamm’ að hann skrifi heim.”
Þýtt hefir N. S. Thorláksson
(úr norsku eftir H. A. Tandberg, og er við nýtt Iag
eftir Sextus Miskowj.
Hafið þið nokkru sinni
ÁTHUGAÐ
Hve indæit það mundi vera fyrir hvern
SEM REYKIR I WINNIPEG
að fá kassa fullan af hinum frægu
EL ROI -TAN
eða
KINGS COURT
VINDLUM TIL JÓLANNA
Búnir til í Winnipeg af ORPHEUM CIGAR COMPANY
Crescent Creamery Co.
Pa8 er eins met5 rjómabúin og
atSra verzlun, strlðitS hefir haft áhrif
á þau.
Sala 4 mjólk og rjóma hefir mink-
að afar mikið sökum þess hversu
mare-ir hafa farið úr bænum. Samt
sem átSur er það eitt. sem er eftir-
tektavert, og það er það, að áður fyrri
hefir orðið að flytja smjör 1 stórum
stíl frá Austur Canada, en í ár hefir
Manitoba Ketað mætt öllum pöntun-
um. Að undanförnu hefir “The Cres-
cent Company’’ keypt að 16 vagn-
hlöss á ári af smjöri, en i ár hefir það
ekkert keypt, heldur flutt burtu 6
vagnhlöss; þar af tvö austur til Mont-
real. Petta skapar miklar vonir fyr-
ir fólkið framvegis. Blandaður hú-
skapur er stór gróði fyrir alt fylkið,
þvi það veitir stöðugum peninga-
straumi inn I fylkið og allir vita
hvecsu mikils virði það er bæði til
framfara og lánstrausts. Hveiti hefir
verið aðal atriðið bæði fyrir suma
bændur og eins fyrir bankana sem
fljótt hafa viljað auðgast; en hinir
gætnari og hygnari bændur hafa jafn-
framt treyst á góðar kýr og afurðir
þeirra. þetta hefir Crescent Com-
pany ávalt talið heppilegast, og til
þess að útbreiða þá stefnu, hefir fé-
lagið sett upp útibú á ýmsum stöðum
i Manitoba. Bændum er með þvi
trygður markaður fyrir vörur sinar
með réttu markaðsverði, og verður
það óhjákvæmilegt fyrir hvern bónda
þegar timar liða fram.
Crescent Creamery félaglC fcefir-
útibú í Brandon, Carman og Torkton,
Sask., auk aðal vinnustofu sfnaar á
Sherbum stræti I Winnipeg. Hvenær-
sem bændur hugsa sér að flytfa, rföma
sinn á rjómabú, þá geta þeir komist I
samband við einhvem aí Teesum
stöðum og skrifað eftir allskonar
upplýsingum og skýrslum.
Islendingar eru í eðli sínu bæ»da-
fólk og sökum Þess hve nikvæmir
Þeir eru, sækjast allir eftir viðskift-
um við þá, og ættu þeir ekki aB glevma
Þvi I þessu tækifærana landi.
þeir geta treyst áreiðaniegum við-
skiftum frá félagi. sem er í Winatpeg
og rekið meS fé frá Winnipeg.
DODD’S %
KIDNEYl
& PILLS Js
THEP^
DODD’S KIDNEY PILLS,
Lækna gigt, nýrnaveiki, bakverk og alla.
aðra nýrna sjúkd4ma.
The Dodds IVIedicirve Co.v Lt.d
Toronto, - Canada