Lögberg - 23.03.1916, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.03.1916, Blaðsíða 1
Peerless Bakeries Heildsölnverzlua Búa til beztu tegundir af sætabr<iu6i. Ekkert spiraÖ til að afa það aem Ijúlfengagt. G.ftingar kökur búnar »g prýddar sérstaklega vel af mariti s* m • i mristaii íþ -irri ið . Kringlur og tyibökur einnig til sölu Pa tanir fiá verzlunarmönnum út um landið fljótt afe>reiddar C. HJALMARSON, Eigandi, 1 1 56-8 Inscrsol) St. - Tals. G. 4140 ÞETTA PLÁSS ER TiL SÖLU /.9. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 23. MARZ 1916 NÚMER 12 Stríðsfréttir Þar hefir ýmislegt gerst síBan Lögberg kom út seinast, þó fátt er stórtiðindum sæti. Orustan við Verdun er til lykta leidd, að því er séð verður; í bráðina að minsta kost:. Er sagt að Þýzkalands keis- ari hafi va'.ið alt sitt bezta lið i það :hlaup og hugsað sér að þar skyldi til skarar skriða. En þegar það mishepnaðist og mannfa'.l varð eins mikið og raun var8 á, telja bandamenn það vist að nær dragi friði. I fyrsta skifti siðan strið ð h'ifst hefir ]>að verið rætt á Englandi jafnvel meðal stjórnmá'a- manna, að friður sé ef til vill í nánd. Er meira að segja svo langt kom- ið i þá átt, að sagt er að Asquith muni bear það mál upp fvrir ])ing- inu i ])essari viku. Alexanler Ribot fjármálaráðherra Frakka saggi í ]> nginu á föstudaginn að nú sæist með vissu fyrir enda þessa hræðrega ófriðar. Á Þýzkalandi er hljóðið alt ann- að. Illaðið ■“Anz.eiger” sem er stjórnarblað, segir að Þjóðverjar hafi boðið sanngjarna friðarskil- mála 9. desember; þá hafi það ekki verið þegjð, og nú sé það of seint nema þvi aðeins að vfirburðir þeirra eða sigur séu viðurkendir. — Svona lítur sínum augurn hver á silfrið, enn sem komið er. Hollenzka flutninga skipinu Tubantia var sökt af þýzkum neð- ansjávarbáti í v kunni sem leið, en allir meninrnir björguðust. Stjórnin í Braziliu hefir hertekið 40 verzlunarskip frá Þjóðverjum, sem voru i braziliskum höfnum þegar striðið byrjaði. Fylgir það fréttinni að Þjóðverjar hafi í haldi fyrir Rraz líumönnum $7,0001,000 virði af kaffi, scm þeir hafa ekki látið laust þrátt fyrir margítrekað- ar tilraun r. Tyrkir eru eindregið með því nú að friður sé saminn, eftir þvi sem frétt r berast. Er sagt að þeir séu viljrgir ti'. ]>ess að semja sérstakan frið við bandamcnn, ef Þjóðverjar gangi ekki að ]>ví. Von Tirpitz fiotaforingi Þjóð- verja, sá er aðallega hefir ráðið neðansj .varbáta árásum, hefir sagt af sér. Er sagt að ósætti hafi kom- ið upp m lli han sog keisarans (og þeirra sem honum fylgja). Keis- arinn viljað fara að vægara en Von Tripitz setið við sinn keip, en orð- ið að láta undan og fara. Mannfall Austurríkismanna og Ungverja er orðið 4,100,000. Rússar áttu í snarpri orustu við Austurrík srnenn ná’.ægt Durester á þriðjudaginn og unnu sigur. Engar áreiðanlegar fregnir um það hversu mikið þeim hafi orðið ágengt. Brezka neðansjávarskipið E.-7 sökti 23 skipum fyrir Þjóðverjum og Austurríkismönnum í Marmara- haf nu á 24 dögum nýlega. 65 loftskip frá bandamönnum skutu sprengikúlum á Zeebrugge í Belgiu á mánudaginn, og gerðu a’.l- mikinn skaða. Mrs. Emeline Pankhurst í Winnipeg. ^ Hin heimsfræga kvenréttinda- kona Emeline Pankhurst frá Eng- landi er á ferð hér í Ameríku 1 fyrirlestra ferð í því skyni að hvetja til hjálpar bágstöddum Serbiumönnum. Kom hún til Winnipeg í vikunni sem leið og hefir flutt hvern fyr rlesturinn á fætur öðrum fyirr fullu húsi. Aldrei í sögu Cana 'iska klúbbs- ins hefir samkoma verið eins fjöl- sótt og sú er hun var á. Mrs. Pankhurst er fr'bærlega mælsk kona og áhrifamikil í ræðum sin» um. Lýsti hún djúpri ánægju sinrii yfir s gri kvenfólks'ns í Manitoba og lofaði stjómina fyrir sanngim- ina. Frakkar sjá frið í nánd. “Vér höfum nú komist svo lanet” sagði Alexander Ribot fjármála- ráðherra Frakka á föstudaginn, “að vér sjáum fyrir enda stríðsins. Vér getum án allra öfga eða blekk- inga. og án allra hyllinga eða of- trausts, sagt það með vissu aö vér sjáum fyrir enda þessa voöalega ófriðar.” Orð Ribots em talin mjög þýðingarmikd, og álitið að þau byggist að mestu á úrslitum bardagans við Verdun. Hvort sem því má trúa að friður sé í nánd eða ekki, þá er það víst að hugir manna eru bjartari á Frakklandi en verið hefir, og skuggalaus von um skjót úrslit með sigur bandamanna er þar auðsæ í öllu. Kona ein á Frakklandi sem Madama de Thebes heitir spá'r því að stríðið endi annaðhvort í vor eða í sumar. Maður að nafni Henry Ferrer talaði við hana nýlega og kveður hann konu þessa vera gædda mikilli spádómsgáfu. Hann kom til hennar ])ar esm hún sat í spá- stofu sinni: “Eg hefi verið veik” sagði hún, “og eg hefi m st son m nn í striðinu. Eg hefi verið að hugsa um hvort eg ætti að senda út hina álregu spádómsbók mína i þetta skifti eða ekki. Loksins konist eg að þeirri niðurstöðu að eg ætti að gera það. Bókin hefir i ár of m kilsverð tíðindi fyrir fólkið í Evrópu til þess að hún sé ekki op- inberuð. Marz, stríðsstjarnan, skyggir nú á friðarsólina, og heldur ])ví áfram í mörg ár eftir að þetta stríð er til lykta leitt. Eg sé fram- tíðina sem geysistóra rauða sól, sem smátt og smátt hækkar á lofti, en svart tjald er mil'.i vor og hinnar glæsilegu framtíðar. En í Ijós- geisladýrð sé eg fylkingar glaðra manna með söng og hljóðfæra- slætti. Það er heimkoma sigurveg- aranna í dýrð sumarsins. Eg hefi horft á stríðið og skelfingar þess, en hávaðinn hættir skyndilega og sigur er unninn.” Madame Thebes spáir byltingum á eftir stríðinu, bæði á Englandi og Frakklandi. Gg kveður hún mik- ið undir þvi komið hversu sann- gjarnlega og viturlega stjórnendur þjóðanna fara að þegar friður er saminn. “Nýr heimur hefir fæöst”, segir hún. “Alveg eins og eftir syndaflóðið. Og i þessum nýja heimi eiga konur mikinn þitt. Endurlífgun í trú og siðferSi velt- ur sem sterk alda yfir lönd n, og þar vinna konur að meira en menn. Heimilislífið verður aftur hjarta- staðir þjóðarinnar og í Paris verð- ur af konu sett af stað sterk hreyf- ing á móíi hjónaskilnaði.” Eyðilegging og uppreisn spáir Madame Thebes fyrir Þýzkaland og sér þar ekkert annað. “Annar aðalhöfundur stríðs ns mun líða undir lok ’, segir hún, “og þaö hefir í för með sér stórkosílegar breyt- ingar. Hvor þeirra tveggja það verður, get eg ekki sagt. eg sé það ekki; til þess er framtiðin of dimm.’ 223. Skandinaviska herdeiidin. Liðsafnaður 223. deildarinnar gengur mjög vel í Winnipeg og þar í kring, og eru menn nú að koma hingað utan af landinu. Tíu Winnipeg íslendingar innrituðust i dag. Aðeins fáir embættismenn hafa enn verið útnefndir, en mörg hæf herforingjaefni boöið þjónustu sína. Það er áform aðalherforingj- ans Lt.-Cdl. Albrechtsen að vera mjög gætinn í foringjavali, til þess að foringjarnir verði deild hans til sóma. Allir hermenn með nægileg- um ski’.yrðum hafa tækifæri til um- boðs, þar sem allir verða að innrit- ast á sama hátt. Lt.-Col. Albrechtsen aðalherfor- inginn var fyrrum byggingameist- ari hjá stóru félagi í Prince Albert. Hann hefir verið i konung’egu deildinni i Danmörku og var yfir- stjóri undirdeildar í 53. deild C.E. F. áður en hann var gerður að for- ingja í 223. deild. Núverandi aðstoðar deildarstjóri er Liet. H. M. Hannesson, velþekt- ur lögmaður, sem stundað hefir lög í Winnipeg i 10 ár; er hann i fé- laginu Graham, Hannesson, Camp- bell & Co. Hann va rstjómarlög- maður i Winnipeg i fyrra og Con- servative þingmannsefni í Mið- Winnipeg við siðustu kosningar. Núverandi fjórðungs deildar- stjóri er Liet. Paul C. B. Schoeler, fyrverandi verkfræðingur í Winni- peg; hann er útskrifaður af fjöl- listaskólanum í Kaupmannahöfn og hefir stjórnað stórum verkurn í Suöur Ameriku, Ban’arikjunum og Canada. Hann var r. ðinn sem sérfræðingur stjórnarinnar við rannsókn stjómarbygginganna og hefir því bæði mikla þekkingu og reynslu. Lt. Skúli Hanson, einn hinna fyrstu fasteignasala í W nnipeg, er núverandi féhirðir. Hann hefir verið við verzlun i Winnipeg i 12 ár og skarað þar fram úr öðmm. Það er honum stórkostlegt fjár- hagstjón að ganga i herinn. Hann er talinn einn nytsamasti maður deildarinnar. Lieut. Walter J. Lindal er annar vel þektur lögmaður frá Saska- toon, og hefir hann gengið i deild- ina. Hann fékk hæstu verðlaun á hverju ári sem hann var í skóla hér og dýrasta heiðurspening þegar hann útskrifaðist. Hann er i lið- safnaðarferð í Saskatchewan og gengur ágætlega. Joseph Thorson, hinn stórgáfaði Rhodes verðlaunamaður er einnig kominn i dei’.dina; hann útskrifað- ist í lögum frá Oxford háskólanum og hefir verið i sambandi við eitt stærsta lögmannafélag i Winnipeg, Campbell, Pitblado & Co. Hann er nú í ’.iðsafnaðarferð í Langruth og Amaratith. Lieut. Tryggvi Lund, norskur foringi, sem áður var i 53. deild hefir það á hendi að æfa nýja her- menn, og gengur það ágætlega. Deildiú hefir nú nóga menn til þess að stofna bezta “Hockey” lið í Winnipeg. Þeir eru þessir: Walter Byron, Harvey Benson, John Davidson, Herbert Axford, O. Björnson. Al'ir frá “Fálkun- um”. C. Jóhanneson úr “Engineers” sem unnu háskólaflokkinn, og Walter Eggertson frá Westley skóla flokknum hafa gengið i deildina. Margir af Minto knatt- ’.eikaffélag nu hafa líka innritast og flestir hinna koma áður en mán- uðurinn er liðinn. Báðir synir Andérsar Freemanr hafa innritast. Mr. Freeman, sem er umboðsmaður fyrir timburlönd sarnhandsstjórnarinnar, hefir veriö he Isulaus i ár, og er það þeim mun tilfinnanlegra fyrir heimilið að láta drengina. Lieut. John Einatson er nýkom- inn úr liðsafnaðarferð, þar sem honum gekk fárbær lega vel, með- fram Dauþhin brautinni. í einu héraði kom hann með alla unga menn af hverju heimili, rtema einn sem var veikur af lungnabólgu,' og kvaðst hann koma strax þegar lækn- irinn leyfði sér, jafnvel þótt hann yrði að ganga alla leið. fFrá aðalstöð deildarinnar). Bæjarfréttir. Stúdentaféalgs fundur verður halc’inn í sunnudagaskóla sal Fyrstu lútersku k’rkjunnar næsta laugardags kveld kl. 8. Or bænum og grendinni.......... Joseph Thorson og Walter Lin- dal hafa innritast í 223. deil :ina Skandinavisku. Sonur Winklers ráðherra hefir einnig innritast i hjálpardei'.d na No. 11. Breyting'n á klukkunni hefir verið samþykt; hún verður því færð fram um eina klukkustund 30. apríl. Canadiska Forester félagið situr ársþing sitt í Winnipeg þessa dag- ana. Waugh bæjarstjóri flutti þe'm heillaóskir og bað þá vel- komna. Mrs. Pankhurt fór héðan á mánu- daginn suður til Chicago. — „ -»♦ *-.... Islendingur vinnur frœg- an sigur í manntafli. í byrjun þessa m 'maðar fór fram hrað-kappskák hér í Winnipeg. Keppinautar voru 30, en aðe'ns einn þeirra var ísler.dingur. En svo reyndist hann hlutskarpur að hann varð sá 29. í röðinni og hlaut því önnur verðlaun. Tapaði aðeins fyrir T. Alexander, er hlaut fyrstu verðlaun. íslendingur þessi var Sumarliði Sveinsson, formaður lrins nýstofnaða taflfélags sem get- ið var um hér i blaðinu fvrir skemstu. Það er mörgum kunnugt að Sumarliði er ágætur taflmaður, en vart munu menn hafa búist við að hann gengi frá þessum hólmi með jafn glæsilegum sigrl sem þó varð raun á, því bæði var það, að til mótsins voru aðeins sendir úrvalds- menn og að hann hafði aldrei teflt hrað-skák áður, og stóð ]jví mjög illa að vigi. Þar sem einungis voru gefnar 10 sekúndur til hvers leiks. Sumarliði fluttist frá ís'andi til Winnijæg vorið 1913, og nokkrum dögum áður en hann fór að heim- an, þreytti hann kapp við ellefta mann um ýturmensku i manntafli, oe stóð þá næstur sigurvegaranum Pétri Zofaníussyni, er hlaut verð- launagripinn og nafnbótina ‘Tafl- konungur Islands”. Hann er að- eins 23 ára gamall og mun þvi tvi- mælalaust eiga eftir að taka all- miklum framfömum enn þ\. Má því vænta þess að honum auðnist að vinna sjálfum sér og þjóö sinni frægð, oftar en i þetta skifti. Það er viðurkent, að manntafls- þrautin reyni meira á skarpleik skynseminnar en nokkur annar leikur eða taf!-þraut, og væri því vel farið ef íslendingar gætu staðið þar öðrum fremri. — Þökk sé Sum- arliða fyrir afreksverkið og heill sé hinu nýstofnaða tafl-félagi. G. S. Frá íslandi. Snjófióð féll á bæinn Grænagarð við ísafjarðar kaupstað. Flutti flóðið bæinn alla leið út á sjó. Ekkert manntjón. Látin er frú Ida Nielsen, tengda- móð r Davids östlunds trúboða í Reykjavík, 22. febr. Jchannes A. Jóhannesson, sem var herlæknir hjá Serbuni, hefir verið læknir hjá Þjóðverjum síðan þeir tóku borg þá er hann var í. Hann er trúlofaður serbneskri stúlku og gerir ráð fyrir að setjast þar að fyrir fult og alt. Jón Jónsson, sem lengi var kaup- maður í Borgarnesi fAkra-Jón), andaðist 11. febr. 56 ára gamall. Vélabátur Lofts Loftssonar i Sandgerði rakst á sker á heimleið frá Reykjavík 12. febr rétt hjá Garðskaga, brotnaði og sökk. For- maður var Markús Magnússon frá Litlaseli í Reykjavík og með hon- um Kristján Einarsson vélstjóri. Báðir druknuðu. Forstöðumaður Sjálfstæðisflokks ins við næstu kosningar er sagt að verði E’nar Arnórsson ráðherra, en Heimastjórnarmanna Hannes Hafstein. Látinn er 15. febr. Bjöm Páls- son Ijósmynclari á ísafirði. Óvenjulega mikill snjór á Suð- urlandi. “Sálin vaknar” heitir nýja sagan hans Einars Hjörleifssonar. Aflabrögð ágæt á Suöur- og Vesturlandi. Látinn er Stefán bóndi Einars- son i Möðrudal á Fjöllum 3. febr., mjög merkur maður. Kosin nefnd í bæjarstjóminni í Reykjavík, til þess að standa fyrir botnvörpunga kaupum, er bærinn gerir út. Tillagan kom frá Þor- varði Þorvarðarsyni, og í nefndinni em þessir: Þorv. Þorvarðarson, Thor Jensen, Hannes Hafliðason, Kristián Guðmundsson og borgar- stjórinn. Forseti bæjarstjómar'nnar j Reykjavík er kosnn Sighvatur Bjamason bankastjóri í stað Jóns Magnússonar bæjarfógeta. Vöraverð í ár eftir bréfi frá Jóhannesi Magnússyni á Litlu- brekku í Borgarfirði: Vorull þvegin, kr. 2.25 pundið; mislit kr. 1.50 pd. Prjónatuskur 35 aur. pundið. • Kjöt 48 aura pundið. Gærur 50 aura pundið. Mör 48 aura pundið. Smjör 80 aura pundið. Þorskur No. 2 80 kr. skippundið. Rúgmjöl i6)4 eyri pundið. Hreinsað haframjöl 22j/$ eyri pd. Hvítrís 14 aura pundið. Bankabygg 22 aura pundið. Hveiti fLrauðefni) 20 aura pd. Baun'r 25 aura pundið. Kandis 50 aura pundið. Hvítisykur högginn 35 aura pd. Steinolía 20 aura potturinn. Kaffi 85 aura pundið. Dr. Jón Stefánsson frá Grttndar- firði, sem er kennari í Islenzku og íslenzkum bókmentum við há- skóla í Lundúnaborg á Englandi, hefir skrifað sögur Danmerkur og Svíþjóðar á Ensku. Segir Lögrctta að það sé mikið verk, um 400 bls. í stóru broti. Tvö af verzlunarhúsum Thom- sens í Revkjavík (\ Hafnarstræti), hafa verið seld C. Hoepfner stór- kaupmanni. Ishús Miljóna félagsins við Tjörnina í Reykjavík hafa þeir keypt Geir skipstjóri Sigurðsson og Ólafur Benjaminsosn. Þessir sömu menn hafa kevpt síldveiðaskipið “Nóru”. “Lögrétta” hefir það eftir “ís- lendingi” að sumir vélabátaútgerð- armenn á Norðfirði hafi í sumar sem leið haft t hreinan ágóða af hverjum báti 12,000 til 15,000 kr. Hagskýrslur frá íslandi fyrir árið 1913 eru nýkomnar vestur, prentaðar 1915. Þar er margt eft- ritekta vert fyrir þá sem láta sér ant um að vita hagi Landa vorra he'ma á ættjörðinin. Hér era fáeinir rno’.ar úr skýrsl- unum: Bændur á landinu era alls 6.570, eru þar með taldir þeir sent búskap stunda sem auka atvinnu, eins og t.d. prestar, læknar og sýslumenn. Sjálfseignarbændur eru 2,261 og leiguliðar 3773 f]>ar eru þe r aðeins taldir sem búnað stunda einvörð- ungu). Kýr á landinu voru 1909, 17.375 en 1913 voru þær 18,867, geldnevti voru 892 árið 1909 en 921 árið 1913. Vetrungar 2,449 árið 1009 en 2,911 ár ð 1913. Kálfar 4,039 árið 1909 en 4,380 árið 1913. Lantb- ær 280,782 árið 1909 en 342,125 árið 1913. Geldar ær 50,026 árið 1909 en 64,015 árið 1913. Sauðir og hrútar 58,515 árið 1909 en 64,- 637 árið 1913. Gemlingar 157,804 árið 1909 en 164,964 árið 1913. Geitfé 561 árið 1909 en 925 árið 1913. fullorðin hross 29,709 árið 1909 en 30,095 árið 1913. Tryppi 11.533 árð 1909 en 13,306 árið 1913. Folöld 3130 árið 1909 en 3759 árið 1913. Tún voru að stærð á landinu 61,- 278 dagsláttur árið 1913. Árið 1912 voru 450 dagsláttur græddar út af túni. Matjurtagarðar 1913 voru 3,481,945 ferhyrningsmetrar. Taða 1909 var 623,000 hestar en 695,000 hestar 1913. Úthey 1,324,000 hestar 1909 en 1,354,000 hestar 1913. Þúfnasléttur 239,195 fermetrar. Túngarða hleðsla 5,043 metrar. Vatnsveitingaskurðir 8,994 metrar. Kálgarðar og aðrir sáðreitir hafa aukist á árunum 1909—1913 um 11% á ári. Vamargarðar og skurðir alls 424 kilómetrar 1909 en 522 kílómetrar 1913. Einhlaðnir garðar úr óhöggnu grjóti 1913 vora 7,779 metrar, en tvihlaðnir 7666 metrar. Úr höggnu grjóti á sama ári 159 metrar. Úr torfi og -grjóti 12,286 metrar. Gaddavírsgirðingar fimmfaldar i74>r88 metrar. Fjófraldar 164,- 104 metrar, þrefaldar 32,527 metr- ar, þrefaldar með garði undir 40,- 890 metrar, tvöfaldar með garði “ndir 53.865 metrar. Úr sléttum vír 7,118 inetrar. Vímet og járn grðingar 1,488 metrar. Varnar- skurðir 20,064 metrar. Flóðgarð- ar 24.339 metra. Stíflugarðar 1,332 metrar. Vatnsveituskurðir 74,331 metrar. Lokræsi úr grjóti 3,905 metrar, lok- ræsi úr hnausum 2,898 metrar og lokræsi úr ptpum 1877 metrar. Almennar fréttir. 0 Stjómin á Englandi hefir með höndutn lagafrumvarp er banni all- An innflutning ýmsra munaðarvara. Eru þar með taldar bifreiðar sem einstaklingseign, hljóðfæri, ýmis- konar borðbúnaður, postulín, skraut vörur o.fl. Þetta er aðeins til þess gert, eftir þvt sem W. Runciman, verzlunarmálastjóri uegir, að hafa meira rúm á flutnlngaskipum fvr- ir aðrar vörur, sem landið verður að fá. Er illur kur í mönnum út af þessu, en gera sér gott af sök- um nauðsynjar. Bæjarstjórnin í Winnipeg hefir lýst því yfir að hún ætli að fækka lögreglumönnum um 50 eftir fyrsta júni, þegar vínbannið er komið t gildi. Kveður hún svo mikið af starfi lögregltinnar vera í því fólg- ið að lita eftir óreglu af áfengls- nautn ‘ að ekki verði allra þeirra þörf, er nú vinna þar. Fylkisstjórnin í Maoitoba hefir ákveðið að leggja niður þá deild sem sérstaklega hefir haft með höndum að gera uppdrætti og áætl- anir opinberra bygginga. Er það $1600 spamaður á hverjum mán- uði. Thos. H. Johnson verkamálaráð- herra og Oxton aðstoöarmaður bans lögðu af stað i v knnni sem leið til þess að yfirskoða ýmsar op- inberar byggingar; föru þeir fyrst til brandon, siðan til Portage la Prairie og viðar. Canada er að taka $75,000,000 Ún ; Vrw VorV. oor er búist við að það fáist viðstöðulaust. Hveitiverð lækkaði mikið þegar far ð var að tala um að friður mundi vera í nánd. Herlið frá Bandaríkjunum fór suður til Mexico hér um bil 3000 ntanns, til þess að taka fastan Villa uppreistarforingja; en hefir enn þá ekkert orðið ágengt. Stór og vönduð bygging fyrir heintili handa ntunaðarlausum böm- um var .vigð af bæjarstjóranum í Winn peg á lattgardaginn. Er það þörf stofnun og lofsverð, sem hefir verið haldið uppi hér í bænum um langan tínia, aðallega af ýmsum konum. Bifreiðar ]),ær sem bærinn hefir i ])jónustu sinni eru 17 að tölu og hafa þær kostað bæinn $17.000 árið sem leið. Það eru dýrir ómagar. Walter Scott stjómarformaður t Saskatchewan er hættulega veikur. Járnbrautarfélöbin hafa samþykt að flytja verkamenn tll bænda fvr- ir j cent á miluna. Joseph Parson Brown, sá sem sakaður er um að hafa eytt stórfé 0$200,000) i santbandi við vega- bætUr í Saskatchewan, strauk ný- lega. Var hans leitað og fanst t San Antonio í Texas og verður fluttur norður sem fangi. Mál fyrverandi ráöherranna kem- ur ekki fyrir fyr en í júnt. Er gert ráð fyrir að ]>á verði bæði Kelly og Dr. Simpson komnir hingað. en þeir eru báöir taldlr nauðsynleg vitni í málinu. Séra Du Val, sem verið hefir' prestur presbyterana í Knox kirkj- unni í 28 ár, hætti perstskap á sunnudaginn var. I skilnaðar ræðu s'nni rakti hann baráttu sögu kirkjttnnar og siðbótamanna gegn alls konar óreglu og ósiðferði og kvaðst hætta verkum með djúpri alvöru og þakklæti til forsjónarinn- ar fyrir það að hann fékk að sjá hinn mikla s'gur áður en hann féll frá. Mlklar kvartanir og óánægja er um alt vesturlandið yfir þvi að hveitivögnum hafi verið misskift á milli staða. Er ógrynni af hveiti um alt vesturlandið sem liggur úti á ökrum undir beru lofti og ekki hægt að koma því til markaðar sökum vagnaleysis. Mrs. George Fox, bónadkona ná- lægt Rap d City í Manitoba brann til bana á laugardaginn var. Mað- ur hennar og sonur fóra til bæjar- ins og var hún ein heima; en þeg- ar þeir komu aftur var alt brunnið. Fundust aðeins leifar af nokkrum beinum úr Mrs. Fox. Enginn veit um orsök brunans. BITAR “Þetta tek eg aðeins upp sem blaðafréttir, en ekki sem sannleika” segir Jón Dúason í Sktmi. — Heiður fyrir blaðaménnina. Ómögulegt að aka til kjörstaða vegna ófærðar, en við föram samt; við bara göngum”. Þannig löguð skeyti bárust séra McLean úr ýms- um áttum fyrra mánudag. Þetta er áhugi. — “Svona eiga sýslumenn að vera” sagði Skuggasveinn. Telegram er eins og munaðar- laust barn síðan 13. marz. Aum- inginn verður vaninn af 1. júní. Hamlin skammaði Skúla Sigfús- son fyrir það að hann skyldi ekki vera með skiftu skólunum, þar esm hann væri fultlrúi útlendinga. Skúli svaraði þvi að hann hefði komið á þing til þess að breyta eftir beztu sannfæringu, hvort sem betur lík- aði eða ver, og ef kjósendur v'ldu skifta um næst, þá væri þeim vel- komið að gera það. “Það er hag- ur fólksins en ekki Skúla Sigfús- sonar, sem þingmaöorinn fár St. George ber fyrir brjósti” sagði hann. — Þetta er hjáleit hugsun þeirri sem var að venjast njá Rob- linstjóminni. “Nú erað þið búnir að drepa okkur, þá er það eftir að grafa okkur”. — Þetta var fyrirsögn á auglýsingu frá brennivtnsmönnum í Telegram á föstudaginn. $1,000.00 meðgjöf hafa bæjar- menn orðið að greiða 5 ár með hverri bifreið sem bærinn á. — Dýrir ómagar. Hún er lengi á ferðinni tilkynn- ingin frá Heimskringlu til Good- templarastúkunnar — ekki komin enn. Úr bygðum íslendinga. Vatnabygöir. “Bændur hér í kring eru að koma a fót talþráðalínum út um hygðina í allar áttir, og er litil fyrirstaða.—- Orslitafundur var haldinn í því efni 4. marz. Það vildi eg þyrfti ekki að sjá kvæðum stórskálda misboðið eins og í siðasta blaði Lögbergs. Kvæð- inu eftir Longfellow "The Arrow and the Song ’. Það ]tarf meira en meðal ósvífni til þess að gefa manni aðra eins þýðingit. Rerðu saman Enskuna og Islenzkuna. |>á sérðu mismuninn. Hvar skyldi vera hægt að finna flugvél eða harfn i frum- kvæð nu ?” Þessi kafli, sem er frá greindum og Ijóðhögum bóncla. er bygður á nrsskilningi. Kritsján Július, kýmiskáld Vestur-Islendinga gerði hina svo kölluðu þýðingti sem um ee að ræða. Kristján Július er hér eins og Benedikt Gröndal var heima; það sem v'rðist vera til- gangslaust og skynsemissnautt á yfirborðinu, hefir stundum i huga þeirra djúpa þýðngu, og svo er í þetta skifti. ÞingraHan ýlen da. Nýlitinn er hér einn af merkustu mönnum bygðarinnar, bón !inn Guðjón Finsson. Hann var mvnd- armaður í öllu, greindttr vel og tryggur liðsmaður í öllnm félags- skap. Hann lézt 27. febrúar úr lungnabólgu. Frá Minnesota. Minnesota Mascot gctur þess að 5. M. S. Askdal landi vor hafi ver- ið kosnn dómari 14. þ.m. fvrir Minnesota riki um næstkomandi tvö ár. Þetta er mikill heiðtir og ósk- ar Lögberg honum af heilum hug til heilla. | Glaffar stundir | Ungu piltarnir í Fyrsta lúterska söfnuði héldu heimboð mikið á föstudagmn var, í sunnudagaskóla sal k rkjunnar. Var þar margt gesta, gleði og góð skemtun, auk riflegra veitinga, er piltarnir sjálf- ir báru fram. En þótt þeir séu ein- ir síns liðs, þá var það grunur margra að kvenhendur hefðu átt þátt í undirbúningi veitinganna. A. W. Albcrt stjórnaði heimboð- intt, en margt ungt fókl skemti með söng og hljóðfæraslætti. Stgriður Thorgeirson lék á slag- hörpu, Vihljálmur Einarsson á fiðlu, og þeir þrír á fiðlur saman Famk Frederickson, Magnus Magn- ússon og Vilhjálmur Einasrson; Hólmfríður Jóhannsson söng ein- söng og lék Ellert Jóhannesson und- ir á fiðlu, en Sigríður Frederickson á slaghörpu. Urðu þau að endur- taka það atr ði. Pál! Bardal söng einsöng og var kallaður fram i ann- að skifti. Sig. Júl. Jóhannesson mælti nokkttr orð um vináttu ungra manna. Séra B. B. Jónson hélt stutta tölu. Kvað hann hverjum þeim félagsskap borgið sem ætti starf- an li ttnga menn þegar þeir fyndu til þess að byrðin yrði lögð þeim á herðar að afloknu starfi h nna eldri og gerðu sitt itrasta til þess að búa sig undir það, þá kvað hann vel vera. Nýmæli kom hann með í ræðu sinni; var það þess efnis að hann óskaði helzt að hætt væri að selja aðgang að samkvæmum. Á aÞ mennar skemtanir ættu heTzt alSr að hafa aðgang, hvort sem þeir væru svo efnum búnir að geta greitt inngangseyri eða ekki; samkomur væru flestar 11 agoða e:nhverri sið- bætandi eða líknarstofnun og frjáls samskot væru þar miklu tilhlíði- legri. Hann niintist á dugnað hinna ungu manna, sem haldið hefðu hverja hjálparsamkomuna á fætur annari á þessum vetri með miklum árangri. Um þá er á hljóðfæri léku við þetta tækifæri eða sungu, er óþarfi aö fara tnörgum orðum. Það fólk er alt orðið svo kunnttgt; en þó var þar e n ung stúlka, sem vér hpittm ekki heyrt syngja fyr; hún heitir Hólmfriður Jóhannesson. og er þar óefað að skapast efni í góða söng- hæfileika, sem franivegis verður stór styrkur á íslenzkttm samkv.æm- um. \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.