Lögberg - 23.03.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.03.1916, Blaðsíða 2
1 3 lausaleiks krakkar. Harðstjórinn á hundalestinni. Ó, lifseiju dýr, sem aö lappiS um fold með lafandi tungur af mæði, svo mögur og bólgin, þvi marið er hold og merg'.aus af ónýtu fæði. Þið íliö og veinið af angist og pín meö andlit n þrútin af harrni, þau sanna þaö, maður, að samvizka þin er sofandi á helvítis barmi. Og áfram þú keirir meö ólátum þeim sem undrun og hneixlunum valda, þá blóðstorknu hun 'a sem bera þig heim um brautina hrjóstruga og kalda. í hálfmilu fjarlæjö má heyra þitt blót og höggin frá keirinu ’anga, en skepnurnar auglýsa illvirkin ljót er augun úr höfðunum ganga. Og aldrei þú leyfir þeim augnabliks dvöl frá uppruna sólar til nætur, ef Jeggjast þeir niður af lúa og kvöl |>ú lemur þá aftur á fætur. Þvi vægöar er al.lrei að vænta frá þér er vonskan í hjartanu svellur, og þjakaðar skepnurnar þrælmenatð ber já, þar til hin siðasta fellur. I*ú heldur að skaparinn heyri ekki það, að hálfdauðar skepnurnar kveina og vijli ekki sjá þeirra blóöuga bað og böivun þér tak st að leyna. En það getur svikið þinti synduga mann er santvizkan kiagað þig hefur, því Itart er að deila viö dómarann þann sem dóminn að siðustu gefur. Kveðja. Ear vel á braut. þú gamia góöa ár þin glaða. bjarta sól er rttnnin undir, far vel með gleði, brot og brennhcit tár og beztu þakk r fyrir allar stundir. Eg sé hvað tíniinn hratt á brott |>ig ber, eg b'essa þig og geynti i fersku ntinui og þegar kyrlátt kvöldið siðsta |>ver þig kveðja vil sem bróðir hinsta sinni. Svikul ást. Illa hve sttmra samleið fer sorglegt |>að virð st mér. Illmæ'gi og brixl sem aldrei þver ávexti dauðans ber, Enginn |>ar gleði geisla sér, grát’.eg er hörmung slik, þar sem að blessuö ástin er útskriðin götótt fhk. Þeir sem að hafna heill og frið heimilum sinum á, basl og hörmúngar búa við biessun guðs langt í frá, getle ðir rata grýtta leið grátandi í vöku og dúr, umkringdir böl og allskyns neyð alþrotið kærleiks búr. pað veit á gott, þá gamli afi syngur. Vísa þessi er vinsamlega tileinkuð öltum íslenzkum kaffikonum. Lag: Hva8 er svo glatt o.s.frv. , Lag: “Hvað er svo glatt’’ o.s.frv. Það veit á gott, þá gam’.i afi syngur því góðan dreitil þá hann ætlar mér ég 1 fna og hýma, leik við hvern minn fingpir er Ijúfan sopa ég að vörum ber. Þó viti menn að margt er það að sönnu sem mönnum veitir gleöi, fjör og yl, Þá ann eg mest þeim Katli gamla og Könnu sem kaffið góða ávalt hafa til. Kaffiketilinn ka!la eg afa, því Ketill hét afi höfundar. Kenning liðinna alda. Samkvæmt þýðing S. E. i Lögbergi. Minna af Bakkusi, meira af auði, meira af húsnæð , fatnaði og brauði, meira af he lbrigði og heimilis friði, meira hreinlæti að búa við. Minna af Bakkusi, meira af .vinnu, meira af heilbrigðri, vakandi sinnu. M nna af eitri og andlegri sýki eflir kærleikans ríki. Hollari en ölið er álitið núna ánægja og hvíld, fyrir gigtveika og lúna Meira af siðfágan, minna af öli mennina læknar af a!ls konar böli. Meira af lífsþrótt og menn ngar andanum, minna af trausti á Bakkusi og f jandanum. Minna af öli og minna af sýki, meira af himnaríki. Minna af ö!i er minna af glæpum, minna af ráni og spillingar knæpum. Minna af blótmælgi, lastmælgi og lýgi og löstum á versta stigi. Minna af rifrildi, moéðum og kukli, minna af áflogum, lauslæti’ og þukli, minna af slæpingjum, minna af spýjum og mannfé'.ags svína stíum. M'nna af ekkjum og munaðarleysingjum, minna af flakkandi, sníkjandi letingjum. Minna af guðleysi og grátandi konum og gremju af sviknum vonum. Minna af slösuðum, viltum og völtum, voluðum öreigum, blindum og höltum. Minna af öli, en meira af dölum, m nna af helvítis kvölum . Minna af Bakkusi, meira af viti, meira af háfleygtt. andlegu striti. Meira af htigsjónum, menningu og fræðum, meira af frelsi og eilífum gæðum. Meira af kærleika og sólsk'ni í sál sendi oss hamingian friðar mál, útrýmum Bakkusi, bö'i og sýki og búurn oss himnaríki. V. J. Guttormsson. Nýtt landnám. Eftir Jón Dtíason. Niðurl. Eins og kunnugt er þí er Græn- land nú dönsk nýlenda. Stórveldin hafa viðurkent rétt þeirra til mest- allrar vesturstrandarinnar og parts af austurströndinni sunnan til, samtals 14,000 herhymings mílur. Aðr!r hlutar landsins eru ekki við- urkendir neins eign. Það er okk- ur mikið lán, að Grænland er í höndum Dana, norrænnar þjóðar, en ekki i höndum annara oíbeldis- seggja. Danir stjórna landinu ekki sem viturlegast, og Skrælingjar, sem drápu frændur vora vopn'ausa, eru öllu eyðandi vi'.l lýður. Danir reka á Grænlandi kryolit- Og kop- arnámur og er hvorttveggja gróða- fyrirtæki. Á einokunarverzluninni 1 hafa þeir aftur á móti tapað, þrátt fyrir það, að útflutningurinn er alt að því helm'ngi meiri en innflutn- ingurinn til Grænlands 1912, inn- flutningur til námufélaganna og útflutningur frá þeim ekki talinn með. Samt er tekjuafgangur, af því námufélögin greiða mikið fé! fyrlr aö fá að reka námumar. Gott sýnishom af ráðslaginu er það, að æðarfuglinn fær ekki að lifa og út eru flutt ein 160 kg. af dún 1912, álika og frá einu eða tveimur varp- heimilum á íslandi. Dönum hefir þannig ekki orð'ð mikið úr Grænlandi. Því verður þó ekki núið þeim um nasir að þeir séu óduglegir. Væri það þvi drengilegt af okkur að hlaupa und- j ir bagga og hjálpa til að rétta hag Grænlands við. Að Dönum hefir ekki orðið meira úr Grænlandi gæti helzt stafað af því, að löndin eru svo ólík að atvinnuvegir Dana em lagaðir eftir alt öðrum staðháttum en þeim, sem eru á Grænlandi. Þar á móti mundu atvinnuvegir okkar eiga þar vel við, þótt þeim sé í ýmsu ábótavant. Til fiskiveiða kunnum við vel og betur mörgum öðrum þjóðum. Æðarvörpunum og fuglavörpunum ættum við að geta komið í gott lag. Inni í dölunum ætti að geta risið upp blómleg nor- ræn bygð, og íslenzkt búfé mundi una sér þar vel. Ekki er ólíklegt, að Danir gætu stutt á ýmsan hátt að viðreisn Grænlands. Danir em að verða iðnaðarþjóö, en iönaður á mikla framtíð fyrir sér á Græn- landi. í vcrzlun mætti og nokkurs af þeim vænta. Mestan gróða gæt- um við haft af Grænlandi af því að reka þar grávöruframleiðslu, halda þar hálfvi.tar hjarðir af hreindýrum, moskussauðum o. fl. Það er ástæða til að halda, að Danir mundu taka þessu máli vel. Danir eru óágengnastir allra Norð- urlandaþjóða. Þeir hafa stöðugt haldið því fram, að þeir vilji ein- ungis styðja velferð Grænlands, en hvorki þrælka það né gera að fé- þúfu. Það hefir jafnvel komið til orða að gefa landinu sjálfstjóm. Tilgangur okkar með landnámi á Grænlandi gæti ekki verið nema að tryggja það, að Grænland verði norrænt land í framtíðinni, frænd- land okkar líkt og Danmörk, Nor- egur og Svíþjóð. Jafnvel þótt þróunin í landinu héldi áfram á sama hátt og hingað til undir yfir- rlðum Dana, og hvorki Englend- ingar, Ameríkumenn eða Rússar tækju það, em engar líkur til, að landið yrði norrænt. Varla gæti ísleridingi komið til hugar, að við ættum að leggja landið undir okk- ur eða hneppa landa okkar þar í einskonar ánauð. Þjóð eins og Frakkar, sem fjölgar ekki og flytur ekki úr landi, en berst samt fyrir nýlendum, hún berst fyrir þeim mest til þess að geta lagt fé þar í fyrirtæki, fé, sem fólkið í landinu hefir sparað, en ekiki er hægt að haenýta sér heima i landinu. Ef við hygðum á að nema ný lönd, ætti tilgangurinn með þvi að vera sá, að veita út- flytjendum úr landinu nýtt heim- kynni, þar sem þeir geta haldið áfram að vera íslendingar eða þá ný norræn frændaþjóð, að opna ósjálfstæðu og eignalausu fólki möguleika til að verða efnað og sjálfstætt í nýja landinu, og greiða útflytjendum frá öðrum Norður- löndum götu. Hugsum okkur, að allar þær þúsundir, sem farið hafa til Canada, hefðu 1 stað þess farið til Grænlands. Þeir væru þar ís- lenzkir Grænlendingar og yrðu það um óyfirsjáanlega tið, en nú er haldið, að ís’.endingar í Canada verði orðnir enskir eftir mannsald- ur, týndir og tröllum gefnir. Menning okkar er þannig, að við emm vel fallnir til að vera braitt- ryðjendur og ganga á undan öðr- um Norðurlandaþjóðum í að nema lönd. Fyrst í stað þurfum vér ekki annað en rekja slóðir fcðra vorra. En svo þarf að setja markið hærra. Vestur af Græn'andi em ónumin lönd. f einu þeirra fann Vilhj'dm- ur Stefánsson hvíta menn, sem lifðu á Skrælingja visu. Hann þóttist þar kenna landa sína og hugði. að það væru afkomendur ís- lendinga, sem flúið hefðu af Græn- landi og ætlað til Vínlands. Reyn- i«t þetta rétt. ber okkur að rækja við þá frændsemi á drengilegan hátt og gefa þeim aftur alt, sem þe r hafa mist. íslenzkt landnám ætti einnig að hafa efnalegar afleiðingar. Fram- leiðsla okkar er mjög einhl ða, svo fiestar lifsnauðsynjar þarf að flytja og kaupa frá útlöndum. Hve lítið sem úr þessu væri bætt, væri það bót, sem gerði okkur ofurlítiö sjálfstæðari. Þetta er sérstaklega tilf nnanlegt með vöm eins og kol, sem ekki er aðeins nauðsynjavara fyrir vaxandi fjölda af heimilum, heldur og vara, sem skip landsins geta ekki ánverið. Vanti kol verða öll fyrirtæki, sem rekin eru meö gufuafli að hætta, sk p og vélar ryðga, en fólkið sveltur vinnulaust. Þótt kol séu fáanleg geta þau samt orðið svo dýr, að það sé til mikils baga, og að menn verði að láta skip og verksmiðjur ganga þrátt fyrir mikið tap, af því það yrði enn meira tap að hætta rekstrinum. Almenn ngur fær auðvitað að una sér í kuldanum, þegar kolin em orðin “ókaupandi”. Þessi styrjöld og reynsla undanfarandi ár ætti að hafa kent mönnum nokkuð í þessu efni. Árið 1912 voru flutt inn kol fvrir 2 milj. kr. Var það tæpum helminga meira en 1909. Við höf- um því þörf fyrir nýlendu, sem gæti blrgt okkur að kolum, svo kolavandærðin væru úr sögunni. ísland er fossaland. Ómælanleg- ur er kraftur þess vatnsþunga, sem steypist frá hæðunum niöur í djúp- ið. En “not” fossanna eru “falin”. Það vantar fé og þekkingu til að beizla þá. En þótt við elgðum við fossana og létum þá sjóða fyrir okkur matinn, hita og lýsa híbýlin, plægja jörðina, sá, slá og raka, knýja fram jámbrautarlestir, reið- ar og sporvagna, þá er alt þetta lítil vik handa slíkum bergrisum. Full- kominn starfa fáum við fyrst handa fossunum þegar við förum að nota þá til að reka verksmiðjur, og þó ekki sé vert að gylla þessa at- vinnugreln, er ekki heldur rétt að loka augunum fyrir þessum sann- leika. En til iðnaðar hefir ísland varla neitt netna vatnsaflið. Væri bætt við fsland málm og kolaauð- ugri landspildu, sem verði þessarar landspildu næmi, þvi þá væri feng- inn möguleiki til þess, að alt vatns- afl landsins gæti komið að notum, og af því mundu fossarnir og alt gamla landið hækka i veröi. Við þetta ynnist skilyrðltlaus, að fleira fólk gæti lifað í landinu. Að verð- hækkun landsins komi þjóðinni að notum er ekki víst. Eigi einstakir menn jörðina (náttúrunaj, er af- le ðingin af verðhækkuninni sú, að fólkið verður að greiða hærri jarð- rentu en áður. Þetta er þó öfug framsetning, af því jarðarverðið er jarðrentan metin til höfuðstó’.s. Ef þjóðin vill ekki að alalr fram- farir og umbætur verði að meira eða minna leyti hrís á hana sjálfa, verður að afnema jarðrentu og alla elnokunarrentu. Hvað jarðrentuna snertir verður það gert á þann hátt aö leggja skatt á jarðarverðiö, sem er jafn stór jarðrentunni. í hug- takinu “jörð” felst engin verk eða umbætur gerðar af manna höndum. Árið 1194 gerðist sá merkisat- burður, að íslendingar fundu Sval- barð. Það heitir nú Spitzbergen. í fornöld var talin fjögra daga sigling þangað norður í hafsbotn. Stendur það alt helma. Síðan sýndist svalbarð, en fanst aftur í Iok 18. aldar af HoIIlendingum. Þá hófust þar miklar hval- og rost- ungaveiðar og stóð sú tíð yfir 100 ár. Þá var hvalnum að mestu út- rýmt, en selur einn eftir. Englend- ingar og Holelndingar keptu um veiðina. Danakonungur kallaði sig eiga landið, því það var í upphafi hald manna, að Svalbarð væri áfast við Græn’.and. Kristján IV. sendi þangað herskip til að sýna veldi sitt og gæta hagsmuna ríkisins. Danir tóku þátt í veiðlnni. í lok 18. ald- ar tóku Norðmenn að stunda sel- veiðar við Svalbarð og gera þaö enn. Svalbarð er eyjaklasi á milli 76%° og 80y2° nbr. og 10I0 til 28° austl. Flatarmáilð er 68.000 ferhymings km. ? — eða lítið stærra en hálft ísland. Flóastraumur rennur vestan um landið, svo að loft og sjór eru miklu hlýrri en búast mætti við eftir breidarstigi. Stærsta eyjan er Vestur-Svalbarð. Hið innra af landinu er hulið jökli, en strendumar eru víðast auðar. Að vetrinum lykur ís um allar eyj- arnar, en frá því apríl—maí og þangað til í október—nóvember er sjórinn við vesturströndina íslaus. Jurtaríkið er ærið fátækt. Af alnddýrum er ísbjörn, heimskauta- refur og harðgerð hreindýrategund, sem vert væri að flytja 11 íslands. En þessum dýrum hefir fækkað eins og spendýrum í sjó. Af fugli er mikið, einkum æðarfugl og bjargfugl. Hafið er grunt og auð- ugt af fiski. Síld, loðna og gol- þorskur vaða þar ístórum torfum. Ileil.agfiskis og hákarlamið eru ágæt. Mest er þó vert um gæði þau, sem eru í jörð á Svalbarði. Land ð er mjög gamalt að mynd- un. Lítið eitt er bvgt af eldgömlu graníti og gosgrjóti. Hitt hefir myndast i vatni. Þrívegis hefir landið hafist yfir sjávarflöt og frá öllum þessum tímabilum finnast þar kolalög hvert yfir öðru; kola- lögin eru geysi þykk og víðáttu- mikil og gæði kolanna eru að sama skapi. Víðátta kolalaganna er víst lítið amnsökuð. “Berlingske Tidende” flutti 1914 frétt um að sænskur námufræðingur, sem stjórn Svía hefði sent til Svalbarös, heföi kom- ist að því, að í sænska hlutanum einum væru meiri kol en á öllu Bretalndi. Sama ár flutti sama b!að frétt um að norskt félag hefði kastað eign sinni á alt það svæði á Svalbarði, þar sem fundist hefði gull í jörð, og þar sem líku rværu til að fyndust gimsteinar. Líklega er hér tát við norð-austur hluta Svalbarðs, sem er e’.dgamalt að myndun, en hvoruga þessa frétt hefir höf. átt kost á að rannsaka og þær eru því settar hé reinungis sem blaðafréttir, en ekki sannleiki. Kolanámurnar var byrjað að vinna 1899. Bezt gengur vinnan hjá amerísku félagi í Advent Bay. Það hefir hagað öllu, sem rekstr- inum viðvikur, mjög snildarlega. Kuldinn er ekki meiri en svo, að hægt er að vinna að vetrinum. Loftið er mjög heilnæmt og svo gerlasnautt, að flegin bjarnahræ hafa legið úti árum saman án þess að geta rotnað. Hjá ameriska fé- laginu hefir kaupið verið 6—15 krónur á dag. Gröfturinn ætti að geta borið sig með hærra kaupgjaldi Margir sem flytja til Ameríku fara þangað upphaflega í þeim tilgangi að safna peningum til að geta byrj- að sjálfstæða atvinnu heima á Is- landi. Svalbarð væri land fyrir þá. í Ameríku reynist vinnan stopul, vinnulaununum stundum eytt í solli, svo framundan liggur ekki annað en strit og fátækt. Á Svalbarði e rvinnan stöðug og ekk- ert færi á að eyða. Námufélög, sem stofnuð hafa verið í ýmsum lönd- um, hafa kastað eign sinni á kola- svæðin. Norðmenn, Svíar, Rússar, Þjóðverjar, Englendingar, Ame- ríkumenn og ef lil vill fleiri eigi þar námur. Þú getur rétt til, að mörg þjóð muni ágimast Svalbarö. Það er fyrsta heimskautalandiö, sem tekiö er til skifta. Þegar hvalveiðin var á þrotum, hugðu menn Svalbarð vera einskis virði og engin þjóð kærði sig um það. 1870 gerðu Norðmenn kröfu til þess, en Rúss- ar vi’.du ekki viðurkenna eignarrétt þeirra. Norðmenn fylgdu málinu ekki fast fram, ef til vill af þvx, að sami lúa hugsunarhátturinn hafi ríkt þar og á íslandi, að menn megi ekki seilast út fyrir landsteinana, meðan nokkur blettur sé ónotaður heima. Eftir aldamótin var svo málið vakið upp á ný. Eftir að námugröftur byrjaði, hefir skortur alga og framkvæmdarvalds verið mjög bagalegur. Námufélögin deila um réttindi sín hvert við ann- að. Námumenn og veiðimenn ganga hver á annars hlut, og menn geta yfirleitt leyft sér hvað sem vera skal. Nú hafa stórveldin komið sér saman um að Svalbarð sku’.i vera “terra nullius” þ. e. einskis land. Norðmenn vildu, að sér yrði falið að halda þar uppi lögum og rétti, en þess var þeim ekki unnað, af því búist var við, að þá fengju þei rof mikil tök á landinu. í þess stað var sett þriggja manna nefnd til að annast þetta, einn frá Noregi, annar frá Svíþjóð og þriðji frá Rússlandi. Næsta nefndarfundi er frestað þangað til ófriðnum er lokið. Auðvitað er þessi nefnd vand- ræðastjórn, og málið hlýtur að fá annan enda. Að vísu gætum viö ekki kept um Svalbarð á móti Norðmönnum eða Svíum. En nú eru varla líkur til, að annari hvorri þessari þjóð verri unnað eyjanna. Þar á móti er ekki óhugsandi, að okkur yrði unnað þeirra, eða að minsta kosti falið að halda þar uppi lögum og dæma mál manna. Við íslendingar erum engin stórþjóð og ekki líklegir til stórræða í aug- um heimsins. En stórþjóöir hafa oft unnað smáþjóðum þess, sem þær liafa ekki getað unnað hvor annari. Við gætum ef til vill fengið lið Svia og Norðmanna til þessa máls, því að hugsun okkar ætti að vera að styðja hagsmuni þeirra á Svalbarði og jafnframt gera okkur aðnjótandi gæða lands- ins þeim að meinalausu. Mál þetta verður utanríkisráðaneyti Dana að reka fyrir okkur og af Dönum er góðs að vænta, af því okkar hagur er ríkislns hagur, meðan við erum bandamenn þeirra, af því Danir koma sér vel við allar þjóöir, og af því við eigum vel skilið að fá nokkra uppbót fyri rþað tjón og þá erfiðleika, sem við höfum hlotið af ófriðnum. Sú skoðun, sem breið- ist meira og meira út, að Norður- álfuþjóðir eigi að halda saman, ætti að greiða götu þessa má’.s, eins og hreifingin er hin viturelgasta í sjálfu sér og hefir fylgi allra hinna beztu manna. Saga tveggja hinna síðustu al !a gengur út á það, að skyldar þjóðir hafa sameinast, að ríkin hafa stækkað við landvinn- inga og landnám og náð yfir stærri fjarlægð en áður hefir þekst, án þess þó að á þeim sjáist nokkur HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK Kaupmannahafnar Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllom tébakssölum dauðamörk. Að ríki geta verið svona stór er að þakka samgöngu- færum vorra tíma. I fornöld urðu konungar aö hafa jarla, af þvi erf- itt var að komast milli landshlut- anna og þessi hindrun mun eiga mestan þátt í því, að Norðurlönd uröu ekki eitt ríki þegar í fornöld. Skifting Norðurlanda hefir verið ógæfa norrænna manna alt frá elztu tímum þangað til nú. í samband við sundrung þessa má setja marga og mikla ógæfu, b’.óðsúthellingar milli þjóöanna, tap nýlendanna á Bretlandseyjum; Frakklandi og Rússlandi, tap Vínlands og Græn- lands og það sem af því hefir elitt, tap Austurvegs, Finn’.ands og Suð- ur-Jótlands. Vökina þrengir. Jafn- vel á friðartímum eru tollmúramir milli landanna til hindrunar eðli- legum vexti og þróun atvinnuveg- anna og betri efnahag. Á þessu sviði virðist vera verkefni handa íslendingum, handhöfum hinnar forn-norrænu menningar. Þessi alnorræna stefna ríður ekki í bága við sjálfstæöisbaráttu okkar, ef sjálfstæðishugsunin skyggir ekki á þi hagsmuni, sem bændalag við frændþjóðirnar getur boðið. Það er Fjallkontinni ekki samboöið að sitja eins og niðurseta úti í homi og munnhöggvast við Dani. Kraftur ag vald þarf að standa að baki öll- um okkar orðum eins og var fyr á dögum. Fjallkonunni sæmdi bezt að vera i fararbroddi. — Kæmist samvinna á milli allra norrænu þjóðanna gæti hraustasta kynkvísl- in i Norðuráflunni horft vonglöð og örugg á tímann sem kemur. Sjálfsagt er að öll okkar stjóm- mál verða að miða að þvt að styrkja og ef’.a okkar litlu þjóð og tryggja tilveru hennar á ókomnum öldum. Þetta gemm við með því að leggja ný lönd og auðsuppsprett- ur náttúrunnar inn imdir ráðrúm og starfsviö þjóöarinnar. Enginn neitar því, að landið okkar sé gott, en það er öllum kunnugt, þótt' fátt sé um það talað, að í svo norðlægu landi þarf ógna auðmagn, til þess að hrífa gæð n úr skauti náttúrunn- ar. Við höfum nokkra togara handa tæpum helmingi Iands- manna, sem lifir á sjávarútvegi, og varla nein sæmileg reksturstæki handa þeim sem lifa á landbúnaði, ekki einu sinni vatnsveitur. Við stöndum með tvær hendur tómar og ilfum eins og gaddhestar á þvi, sem forsjónin æltur standa upp úr fönninni. Þegar nú þjóðin eyðir 3—4 miljónum fyrir skaðlega mun- aðarvöru, þar af sérlega vænum skerf fysir tóbak, er þetta ægilegt þjóðarmein. Þegar það nú þar á ofan er a’.þýða, fátækl ngar, sem greiða þetta fé af fátækt sinni, er full átsæða til að ákalla alt, sem heilbrigt er í þjóðinni, til að berj- ast móti þessu vanviti. Við þurf- um að spara of fjá rti lað leggja í gerbreyting á atvinnuvegum helma, og nemum við lönd, þurfum við einnig að hagnýta okkur auðsupp- sprettur þeirra á fu’.lkomnasta hátt. Ef ræða er um efling þjóðarinn- ar er ekki nóg að nema lönd og safna auði. Skilyrðin fvrir því að hægt sé að gera þetta liggja i þjóB- inni sjálfri. Hvað hún vill, hvað hún þorir að leggja út í, alt okkar þjóðlíf, á hvaða sviði sem er, er fyrst og fremst komið undir því hver þjóðin er. Það verður þá ljóst, að mentamálin, aukning á andlegum og líkamlegum þroska með þjóðinni er undirstaða undir öllu öðru og á því að vera aðalmál og grundvallaratriði í baráttu fyrir viðreisn landsins. Þótt hægt sé t. d. að minka munaðarvörukaup landsmanna að miklum mun með skynsamlegri löggjöf, þá er það þó andlegt þroskaleysi fólks, sem er orsök óhófseminnar. Væri sálar- þroskinn meiri mundu menn telja sig hafa fjárins meiri not með því að leggja það í framleiðslu og láta það afal nýrra gæða og létta undir með sér í lífsbaráttunni. En verkefn'n kalla að úr öllum áttum. í Noðrur-Asíu, þ.e. Síberíu, eru feiknamikil skóglönd og gras- sléttur, sem gætu orðið blómelgir akrar. í jörðinni er gnægð af málmurn. Siðan um aldamótin, að Síberíujárnbrautin var lögð, hefir landið tekið miklum framförum, sem nálgast það, sem þekst hefir frá Ameríku í því efni. Lelðin þaðan á markaðinn í Vestur-Evrópu er svo löng, að það er ókleift að senda þungavöru eins og t.d. korn eða viö þangað meö járnbraut. En þessar vörur er hægt aö frameliða þar ódýrt af því að jörðin kostar þar nær ekkert og vinnulaun eru ekki há. Aö flytja vörurnar sjó- teiðis er langttxm ódýrara. Mikill hagnaður er einnig að þvt að flytja iBnaðarvörur frá Norður- og Vest- urálfu tll Siberiu sjóveg, í stað þess að senda þær með Síberíubrautinni. í Noregi er stofnað félag til |>ess að reka sjóverzlun við Síberiu. Skipin fara noröur um Rússland yfir Kyrra-hafið og upp í árnar Ob og Jenesei. Kolalög kváöu vera þar eystra, svo ef þau yrðu unnin, þyrftu skipin ekki að hafa með sér kol nema til annarar leiðarlnnar. Mestum erfiðleikum hefir haftsinn valdið í Kyrrahafinu. Friðþjófur Nansen, sem er einn þeirra ntanna, sem bezt skyn ber á strauma og ís- rek t íshafinu, fór sumarið 1913 með einu af skipum Síberíufélags- ins austur í Síbertu. í ferðabók s nni, “Gennem Siberien”, Kria 1914, hefir hann safnaö miklum fróðleik santan viövíkjandi sigling- um um Kyrrahafið. Niðurstaðan, sem hann kemst að, er sú, að með þeim tækjum, sem nú standa til boða, muni vera hægt að sigla yfir Kyrrahafið i öllum eða ná’.ega öll- um árum. Hann leggur til að gerð- ar séu út 3—4 lltlar hreyfiskútur með þráðlausum símatækjum til að rannsaka strauma lofts og lagar og alt um áhrif þeirra á ísinn. Til að rannsaka hvernig ísinn Iiggur og hvar eg hægt að sigla, leggur hann til að hafðar séu flugvélar og flog- ið á þeim út yfir hafið öðru hvoru, og að fréttimar um ísinn séu sím- aöar með þárðlausum skeytum til gufuskipanna, sem eru á leiðinni, og svo til Evrópu. Hann gerir ráð fyrir, aö flugvélar geti komið að miklum notum þar, sem líkt sé á- statt og þama og erfitt sé að kom- ast áfram fyrir ís. Þetta mál ætti víst erindi til okkar, og e'ns gæti verzlun við Sibertu orðið arðvænleg. Island Hggur ekki fjarri skipalinu frá Bandaríkjunum norður um Noreg til Síberíu, og heldur ekki langt frá skipalinu frá Norðurlöndum til Hudsonsflóalandanna, en sú ltna liggur yfir Hvarf á Grænlandi. Gæti það orðið til hagsbóta fyrir þá, sem Grænland eiga að byggja. Ef ísland ætti aö verfa stöð fyrir skipalinur, þurfum vrö að hafa eitt- hvað að bjóða skipunum af því, sem þau þurfa, og þá fyrst og fremst kol. Eftir þvi sem bygðin færist norður á bóginn beggja megin At- lantzhafsins verður ísland minna afsiðis, og skilyrðin fyrir því, aö ísland geti orðið verzulnarland, vaxa. En t allri atvinnu, og ekki sízt t verzlun, fá þeir bezta útreið, sem fyrst sjá leik á borði og nota hann. Svo mun og vera um verzlun við Síberíu og Norður- Canada. —Skimir... Kornyrkjumenn (Grain Grcwers) verzla með búpening Eftir nærri 10 ára reynslu í þvi að sejla kom fyrir umboðslaun, hef- ir “Grain Growers Grain Co. Ltd.” í Winnipeg byrjað skrifstofu á Sambands gripastöðinni (Union Stock YardJ í Winn peg, og hafiö umboðssölu og flutning á búpen- ingi. Þeir eru tiltölulega fáir sem ekki vita hvílíkum umbótum þetta félag hefir komið til leiðar í korn- verzlun í Vestur Canada, og er eng- inn efi á því að þaö gerir einnig mikiö til þess aö auka hag þeirra sem selja nautgrlpi, sauðfé og svín. Kornyrkjumanna kornfélagið htfir ráðið reyndan og færan mann til þess aö hafa þetta verk með höndum, það er Albert Duncan. Hefir hann verið riðinn við þess konar starf og fengið reynslu í þvt um síðastliðin 25 ár, og er fullfær áð dæma um búpening. Hann hef- ir einnig færa aðstoðarmenn og góðar skrlfstofur. Bændur, og fé- lög í Vestur Cánada þurfa ekki að veigra sér viö að nota Kornyrkju- manna féa’gið til þess að verzla með búpening þeirra. Skrifið fé- laerinu og af!ið yður upplýsinea, eða biðjiö það að senda yður vikulega verðskrá sina.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.