Lögberg - 30.03.1916, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTÖDAGINN 30. MABZ 1916
Minni Ameríku.
Plutt á þjóðminningardaginn þriöja
ágúst 1903 í Spanish Fork, Utah,
af hr. Jóni Thorgeirssyni.
Herra forseti; heiðraöa samkoma:
Ameríka er mikið land og mikil
þjóð. Ef vér skoðun hana frá
landafræðislegu sjónarmiði, þá sjá-
um vér að mikill partur Islands til-
heyrir henni. Eg nefni þetta til
þess að sporna við því að þér hald- j
ið að eg sleppi efninu, þó mér verði
á að nefna ísland. Það má næst-
um segja um Ameríku, það sama
sem Dr. Geo. W. Dasent segir um
England, “að frá hvaða sjónarmiði
sem vér íhugum þann skyldleika,
sem á sér stað millum Englands og
Islands, hvort heldur frá þjóðern-
islegu og ætt, trúarbrögðum eða
lögum, frá verzlunar samgöngum
•eða leiðangri, þá finnum vér að
tungumáiln og fólkið er svo ná-
komið, að það sem gefur upplýs-
ingar um trúarbrögð, háttalag og
stofnanir annars, má til að útlista
og útmála hins.”
Hin fyrsta ritgerð sem rituð var
í Evrópu um Ameríku, var íslend-
ingabók, sem Ari prestur fróði
skrifaði nálægt 1130 e. Ki Hið
fyrsta hvítt barn, sem fæddist í
Ameríku, var Snorri sonur Þor-
finns Karlsefnis og Guðríðar Þor-
björnsdóttur, ekkju Þorsteins Ei-
ríkssonar rauða. Og það var sam-
gangur milli íslands og Ameriku
áframhaldandi, þangað til máske
nálægt miðri þrettándu öld, eða
seinna. Eftir að Guðríður kom
aftur til íslands, fór hún suður til
Rómaborgar, sem og margir fleiri
fróðir og lærðir íslendingar, og er
liér um bil ómögulegt annað en
Rómverjar hafi vitað af Iandafundi
þessum, löngu áður en Kolumbus
fór til Ameríku. Það var árið
1008 e.K. að Snorri Þorfinnsson
fæddist. Útaf honum er mikil ætt
merkra manna komin á Islandi.
Eitt af einkennum Ameríku er
að það er vetur í suðurparti henn-
ar, þegar sumar er í norðurpartin-
um. Þegar er yfir tuttugu klukku-
stundir frá sólaruppkomu til sólar-
lags í einum parti Ameríku, þá er
jafnlangt frá sólarlagi til sólarlags
á öðrum stað. Þegar eg í júlímán-
uði 1875 var fyrir sunnan Ame-
ríku, þá óðum við krapa næstum í
kálfasporð á dekkinu. Eg hefi ekki
verið fyrir norðan Ameríku, en eg
hefi verið fyrir norðan Noreg í
desember mánuði, og er þar þá eins
kalt eins og fyrir sunnan Ameríku
í júlí. — Ameríka er mjög gott
land, þó er nokkur partur þess
betri en annar, og eg veit að þér
munuð öll vita, að með þvi meina
eg Bandaríkin. En þrátt fyrir það
höfum vér rétt til að fullyrða að
. það þjóðveldi sem forfeður vorir
stofnuðu á íslandi á níundu öld,
sé formóðir hins heimsfræga þjóð-
veldis í Ameríku, sem allar þjóðir
í heimi óttast, og bera þó virðingu
fyrir. I öllu falli segir Dr. Geo.
W. Dasent, “að kviðdóma reglan,
sem sé kastali réttinda Englendinga,
að komin frá íslandi”, en allir vita
hvaðan hún kom til Ameríku. Sá
ósigrandi frjálsræðis andi, sem kom
forfeðrum vorum til að yfirgefa
hús og lönd í Noregi og Bretlands-
eyjum og fara til íslands, stjórn-
aði í hjörtum þeirra, er börðust
fyrir lausn Bandaríkjanna. Banda-
ríkjastjórnin er merkileg stjórn, og
lögin, einkum stjórnarskráin, er
mjög einkennileg. Það er eins og
hún sé innblásin af guðlegum vis-
dómi. Hún á eins vel við nú, þeg-
ar tala sambandsríkjanna er hálfur
fimti tugur, eins og þegar hún var
aðeins þrettán. Hún á eins vel við
nú, þegar fólkstalan er tugir mil-
jóna, eins og þegar hún var ekki
tuttugasti partur af því, sem hún
nú er. Eitt af hinum merkustu
einkennum stjórnarskrárinnar er,
að fátæks manns sonur stendur eins
vel að vígi og sonur auðmannsins
með að verða forseti Bandarikj-
anna. Og samkvæmt sögu þjóðar-
innar eru það engar nýjungar, þótt
sá ríki verði á hakanum. En samt
sem áður er það nú svo; fátæks
manns sonur, sem sýnir hæfileika,
og fyrir tiltrú og friðsamleg tilmæli
alþýðu, fær það embætti að verða
forseti, hefir þau atkvæða mestu
stjómmála áhrif, sem þekt eru í
heimi. Tveir eða þrír mestu ein-
valdsstjórar sem til eru, þó í ein-
ingu, eru í því tilliti veikari en
hann einn. Aðalósk alls hins ment-
aða heims, og jafnvel hins hlutar
mannkynsins er, ekki að stvggja
Bandarikin. Og þau öflugustu
konungs- eða keisaraveldi vilja
máske ekki viðurkenna slíkt þá er
það víst að breytni þeirra sýnir, að
þau veigra sér við að fara í leið-
angur, sem væri á móti ósk Banda-
rikjanna, eða jafnvel að gera
nokkra þjóðskiftis tilhlutun þeim
á móti. — Ekki einungis hafa
Bandaríkin verið friðar og griða-
staður hinna undirokuðu af öllum
kynkvíslum og tungumálum, heldur
einnig um hinn stutta aldur þjóð-
arinnar lítur út fyrir á stundum,
að forsjónarhönd hins Almáttuga
hafi verið með þjóðinni.
Jón porgelrsson.
Draupniseðlið.
Það eru nú nærri þrjú ár síðan
heillarikasta stórmál vort komst inn
á dagskrá blaða vorra, þ.e. stofnun
Eimskipafélags íslands.
Um of verður það aldrei brýnc
fyrir Islendingum, hve vafalaust
það á að eiga frumburðarréttinn i
hugum landsmanna — fyrir ofan
þjóðmáladeilur og stéttarigstildur
það, sem nú virðist ætla—illuheilli
—að rejma að koma sér “á efsta
borðið” með bolabrögðum.
Þegar um var að tefla fyrstu
sporin í Eimskipafélagsáttina fór
ísafold (19. marz 1913) um þau
orðum, sem vér leyfum oss að taka
nú upp:
“Nauðsynina sér hver maður is-
lenzkur, er nokkuð hugsar um
þetta mál.
Hinu er meiri hætta á, að þótt
menn sjái, að hér er um að tefla
mikla og máttuga lyftistöng lands-
ins og þjóðarinnar, til þroska og
sjálfstæðis—láti þeir gamla þjóð-
löstinn—gamla þrándinn í götu
vorri—tómlætið íslenzka sitja í
fyrirrúmi huga síns og lama sjálf-
sagðar lífsskilyrðaframkvæmdir.
En þetta sinn verðum vér að
varpa tómlætinu, varpa áhugaleys-
inu, varpa afskiftaleysinu fyrir
ætternisstapa, svo að eigi þurfi
skáldið að spyrja í þessu máli: eða
viljum vér ei neitt?—heldur heyr-
ist þúsund raddað hróp landshorn-
anna milli: Allir eitt o.s.frv., því
nú ætlum við að eignast skip!”
Saltið er
mjög áríðandi
INDSOR
SMJÖR
Búiö til í CATT
Canada
THE CAN4DIM SALT C0., Ltd.
Fjörsprettur sá, sem hin íslenzka
þjóð tók þá, hefir af sér leitt “Foss-
ana” tvo, sem heita mega fljótandi
óskabörn þjóðarinnar — ekki sizt
eftir það, að þeir máttu’sýna sig í
þjóðaraugsýn með þjóðernismerki
Islendinga við hún.
En—betur má ef duga skal! “Við
ætlum nú að eignast skip!”—var
sagt 1913. Sú byrjun var svo góð,
að nú hlýtur viðkvæðið að vera
þetta: Við ætlum nú að eignast
fleiri skip.
Góð byrjun gefur von um enn
betra framhald.
Og það á að verða leikandi list,
ef bærilega er að verið—um fram
alla muni samtaka,—án flokksgrein-
arálits.
Þarfleg hugvekja í þessa átt
hefir nýlega komið í “Vestra” (18.
janúar), eftir Sig. alþingismann
Stefánsson, og leyfum vér oss að
taka upp hér meginhlutann úr grein
hans:
“Árið 1910 voru inneignir í öll-
um sparisjóðunum samtals 6)4
miljón liðug. Þá átti 24. hver mað-
ur á landinu fé í sparisjóði. Inni-
eignir höfðu þá síðustu 5 árin auk-
ist um 2 miljónir og 300 þús. kr.
Á þeim árum var þó ekkert ann-
að eins veltiár til lands og sjávar og
árið sem leið, og sum árin miklu
lakari en í meðallagi.
I lok síðasta árs og má því vel
búast við, að inneignir i sparisjóð-
um verði komnar í 10 miljónir eða
því sem næst.
Það er gott til þess að vita, er
þeim fjölgar, ,sem ávaxta vijla fé
það, er þeir hafa afgangs nauðsyn-
legum útgjöldum, í stað þess að
eyða því i óþarfa.
Það flýtir fyrir því, að þjóðin
komist úr vesalmenskukútnum og
verði fjárhagslega sjálfstæð.
Án þess sjálfstæðis samfara
sannri menning er alt sjálfstæðis-
skraf og sjálfstæðisbrölt “reykur,
bóal, vindur, ský”.
En svo gott sem það er að sjá
þjóðina efnast fyrir sparsemi og
fyrirhyggju, þá er hitt þó enn þá
skemtielgra, er hún verður samtaka
um að styðja að nytsemdar fyrir-
tækjum, er hljóta eftir eðli sínu að
hrinda henni hröðum fetum áleiðis
í sjálfstæðisáttina.
Hver slík hreyfing er vitjunar-
tími þjóðarinnar. Og að þekkja
þann vitjunartíma er þjóðinni lífs
nauðsynlegt.
Stofnun Eimskipafélagsins var
slikur vitjunartími.
Með henni var stefnt að því
marki, að létta af oss margra alda
oki erlendrar áþjánar og þoka oss
upp í tölu hinna sjálfstæðu þjóða
heimsins í verzlun og viðskiftum.
En um þetta þarf ekki að fjöl-
yrða, allir Islendingar viðurkenna
það að minsta kosti í orði kveðnu.
En það er ekki nóg.
Sýn mér trú þína af verkunum.
Þaö hefir verið látið mikið yfir
hinum góðu undirtektum lands-
manna undir fjárframlögin til
Eimskipafélagsins.
Þegar litið er á í hve mikið hér
var ráðist og hins vegar hina rót-
grónu vantrú margra vor á sjálf-
um okkur, þá er ekki ástæða til
annars en vera ánægður og þakka
guði fyrir að svo er komið sem er
um það mál.
En sé aftur litið á framlögin í
sambandi við inneignir lands-
manna í sparisjóðunum, þá eru þau
óneitanlega ekki mjög stórvaxin.
Um það leyti, sem fjársöfnunin
hófst, hafa landsmenn að öllum lík-
indum átt inni í sparisjóðum um
átta miljónir króna.
Hlutafjárupphæð landsmanna
mun hafa numið um 370 þús. kr.,
eða að eins rúmum 1-21. af þeirri
upphæð.
Tii þess einir að vera um þá upp-
hæð þurftu inneignamennirnir ekki
að láta nema tæpa 5 af hundraði af
enneign sinni, að meðaltali.
Þá hefði lítið munað um það.
Þótt þeir hefðu ekki haft meiri
trú á fyrirtækinu en svo, að það
gæti brugðist til beggja vona, að
þeir sæu nokkum eyrir aftur af
þeim framlögum, þá gat það naum-
ast talist mikil fórnfýsi fyrir jafn
nytsamt og þjóðarnauðsynlegt fyr-
irtæki í sjáflu sér.
En hér var sannarlega um enga I
fómfýsi að ræða, heldur hreint og i
beint gróðabragð, sem litlu var til
hætt.
Þjóðin mun sem betur fór ekki
hafa haft svo magnaða vantrú á
fyrirtækinu og framkvæmd þess,
að hún teldi því fé algerlega á glæ
kastað, er til þess var varið.
Hitt mun hafa valdið meira um,
að hluttakan varð ekki svo almenn
sem skyldi, að mönnum óx fyrir-
tækið svo í augum og gerðu sér
ekki nógu ljósa nauðsyn þess og
þýðingu.
En hvorugu þessu ætti nú lengur
að vera til að dreifa.
Vér eigum þegar tvö góð skip,
sem bráðum hafa i heilt ár flutt oss
nauðsynjar vorar frá útlöndum og
jafnan siglt með fullfermi.
Og vér höfum nú þegar grætt
stórfé á þessum tveim skipum.
Engin þjóð í heiminum hefir lik-
lega á þessum skelfingatimum, er
vér nú lifum á, fengið vörur sínar
með jafn lágu flutningsgjaldi frá
útlöndum eins^og vér árið sem leið.
Flutningsgjald af stykkjafarmi
þ.e. öllum innfluttum vörum, nema
salti og kolum, hefir hjá oss verið
eins' og áður en styrjöldin mikla
hófst.
Annarstaðar i heiminum hefir
þetta gjald hækkað stórkostlega
vegna ófriðarins.
Þetta nemur stórfé, sjálfsagt
mörgum gufuskipaverðum.
Og hverjum eigum vér þennan
gróða að þakka?
EimskipaféJaginu og engum öðr-
um.
Eða dettur nokkrum í hug að t.d.
Sameinaða gufuskipafélagið eða
önnur útlend félög, sem flytja vör-
ur hingað, myndu ekki hafa hækk-
að flutningsgjaldið, ef þau hefðu
verið ein um hituna?
Auðvitað græðir Eimskipafélag-
ið að öllum líkindum minna fyrir
þetta, en landsmenn líka þeim mun
meira.
Eimskipafélagið hefir verið fé-
þúfa vor að þessu leyti þetta eina
ár síðan það tók til starfa.
Þetta ætti vissulega að sannfæra
hvern einasta hugsandi íslending
um gagn og nauðsyn þess nýstofn-
aða félags vors og efla trú þjóðar-
innar á því.
Vér höfum vissulega nógu lengi
horft á það haldandi að oss hönd-
um, að aðrar þjóðir flyttu margar
miljónir króna frá oss heim til sín
í flutningsgjöldum og þeim vana-
lega afarháum.
En nú höfum vér séð, að það er
undir sjálfum oss komið, hvort vér
horfum enn um langa tíð á þessa
sorgarsjón.
Það hafa Fossamir okkar þegar
kent oss.
þessu byrjunarstigi sínu, heldur
hitt, að vér verðum að efla það á
allan hátt, og lifa svo í voninni um
vissan stórgróða með tíð og tíma,
bæði beinlínis og óbeinlínis.
Vér stöndum alveg jafnréttir
þótt vér fáum ekki einn eyri í
vöxtu fyrstu árin af fé því, er vér
höfum þegar lagt í þetta fyrirtæki.
Og vér vitum ekkert af því, þótt
vér leggjum fram þessar 300 þús.
krónur, sem Eimskipafélagsstjórn-
in nú vill fá til nýrra skipakaupa.
Sama árið sem vér aukum spari-
sjóðseign okkar um liklegai)4
miljón króna og eigum inni í spari-
sjóðuin alt að 10 miljónum.
Ekki nema 3-100. þessarar upp-
hæðar mælist Eimskipafélagsstjórn-
in til að vér leggjum i þann spari-
sjóðinn, sem, ef ekki gengur því
ver, gefur oss innan skamms marg-
falda sparisjóðsvexti, og lyftir
þjóðinni á hærra menningar og
þroskastig en “íslands' þúsund ár”
hafa hingað til gert.
Þessi síðari hlutafjársöfnun ætti
því að færa Eimskipafélaginu heim
í hlaðið ekki einar 300 þúsund kr.,
heldur að minsta kosti eina miljón
króna, það er eitt vænt flutninga-
skip og tvo strandlerðabáta.
Þá væri gaman að lifa, Islend-
ingar.
Það er ekki nema einn tíundi
sparisjóðsinneignar okkar í síðustu
árslokin.
Nú er aö sýna sjálfstæðisþrána
í verki.
Fari samt sem áður svo rauna-
lega, að þessar 300 þús. fáist ekki,
auk heldur meira, þá má Eimskipa-
félagsstjómin þó fyrir engan mun
grípa strax til þess óyndis úrræðis
að fara í fjárbón til annara landa,
áður en hún reynir til þrautar með-
al sjálfra vor.
Vér eigum að gera þetta sjálfir
og eg vona að vér gerum það er vér
höfum áttað oss á hvílíkt velferð-
armál þetta er fyrir land vort.
Þjóðarheill og þjóðarheiður vor
krefst þess.
—ísafold.
Stjórnmálin á Islandi
íslenzku blöðin hér hafa lít-
inn gaum gefið stjórnmálunum
heima á ættjörðu vorri upp á síð-
kastið. Er það þó illa farið. \Ekki
svo að skilja að þess væri óskandi
að vér hér megin hafsins blönduð-
um oss inn i mál þeirra heima frá
flokkslegu sjónarmiði, heldur þann-
ig að íslendingar vestan hafs geti
fylgst með og vitað nokkurn veg-
inn hvað er að_gerast heima fyrir
og hvemig högum er háttað þar,
að því er opinber mál snertir.
I sambandi við breytingar þær,
sem orðið hafa á við stjómar-
skrána nýju, væri það ekki úr vegi
að gefa nokkrar upplýsingar. Kosn-
ingalögunum hefir þar verið breytt
allmikið. Þar á meðal hafa kon-
ungkjömir þingmenn verið af-
numdir, en 6 menn eiga aftur á
móti áð vera “landskjörnir”.
Um þetta mál flytur Isafold
grein 23. febr., og er í henni þessi
kafli meðal annars:
I sumar þann 5. ágúst, á sam-
kvæmt hinni nýju stjórnarskrá, sem
gekk í gildi 19. janúar síðastliðinu,
að kjósa 6 landskjörna þingmenn
til efri deildar.
Gera má ráð fyrir þvi að óðar
en langt líður verði tekið til óspiltra
málanna um undirbúning þessara
kosninga. Þykir Isafold því rétt
að ryfja upp í stuttu máli skipulags
reglumar við landskjörið.
Eins og nafnið bar með sér, eiga
þingmennirnir, sem hér er átt við,
að vera kosnir af öllu landinu en
ekki einstökum kjördæmum. Þeir
eru kosnir til 12 ára, og fer helm-
ingur þeirra fár sjötta hvert ár. Á
fyrsta reglulegu þingi eftir næstu
kosningar þ.e.a.s. þinginu 1917,
verður hlutkesti varpað um það
kjósa á þingmenn í hvert skifti,
með því að aðalþingmenn og vara-
þingmenn skulu kosnir á sama lista
án nokkurrar greiningar fyrirfram.
Gildur er framboðslisti þótt á hon-
um standi færri nöfn, en ógildur ef
fleiri eru.”
Meðmælendur þarf landslisti að
minsta kosti 170 kjósendur í land-
inu. Af þeim skulu að minsta
kosti 60 vera úr fyrverandi Suður-
amti, 30 úr fyrverandi Austuramti,
40 úr fyrverandi Norðuramti og
Vesturamti hvoru um sig.
Um sjálfa kosningaaðferðina
gilda sömu reglur og við bæjar-
st j órnarkosningar.”
Þetta er býsna flókið mál og
margbrotið, sérstaklega þegar þess
er gætt, að listarnir geta orðið
margir. Þannig er það sagt ákveð-
ið að hinn svokallaði þingbænda-
flokkur ætli sér að koma fram meö
lista og hafa efstan Jósef Björns-
son alþingismann. Heimastjórnar-
menn hafa efstan á sínum lista
Hannes Hafstein; hinir upphaflegu
Sjálfstæðismenn með Sigurð Egg-
erz í broddi fylkingar, Sjálfstæðis-
menn hinir síðari hafa sér að leið-
toga Einar Arnórsson ráðherra. I
bréfi að heiman hefir það einnig
heyrst að verkamenn mundu hafa
í hyggju að setja upp lista, en
hvergi hefir sést bóla á því í blöð-
unum heima, ekki einu sinni j jafn-
aðarblaðinu “Dagsbrún”.
Fyrirkomulag það sem hér er frá
skýrt er mjög varhugavert og jafn-
vel hættulegt. Það er að verða
mönnum ljósara með ári hverju að
eftir því sem kjörtími er stvttri,
eftir því reynast fulltrúar þjóðar-
innar betur. Langt tímabil leiðir
oftast til kæruleysis í stjórnmálum
og eru 6 ár langt of langt—hvað þá
12; slíkt er alveg óhafandi. Aðeins
eitt atriði er til sem gæti vegið upp
á móti þessari hættu og nokkru leyti
—aðeins að nokkru leyti—það er
þriðji liðurinn í beinni löggjöf, sá
er heimköllun þingmanna ("Recall).
kallast. Þar er kjósendum gefin
heimild til að taka til baka það full-
trúa umboð er þeir hafa gefið þing-
manni sínum, ef þeim þykir hann
að einhverju leyti ekki hafa staðið
þannig í stöðu sinni, að þeir séu
ánægðir með. Enginn þingmaður
ætti undir neinum kirngumstæðum
að vera koisnn til lengri tíma en 4
ára. Langur kjörtími er stórkost-
lega viðsjárverður—hættulegur fyr-
ir þjóðina og freistandi fyrir þing-
mennina. Að hugsa sér það að
maður sem kosinn er á þing fimta
ágúst í sumar, skuli eiga að skipa
það sæti þangað til árið 1928.
HURST,
Member of Royal Coll. of Surgeona,
Eng., útskrlfaður af Royal College of
Physlctans. London. Sérfrœölngur 1
brjðst- tauga- og kven-sjökdðmum.
—Skrtfst. 306 Kennedy Bldg., Portage
Ave. (& mðtl Eaton’s). Tals. M. 814
Hetmltt M 2696. Ttmt tlt vtðtals.
kl. 2—5 og 7—8 e.h.
Dr. B. J.BRANDSON
Office: Cor. Sherbrooke & William
TELKPHONE GARRvaaO
Ofsicb-Tímar: 2—3
Hcimili: 776 Victor St.
Telephone GARRY aai
Winnipeg, Man,
Dr. O. BJORNSON
Office: Cor. Sherbrooke & Wjlliam
fKLEPHONElGARRY 33»
Office ttmar: 2—3
HEIMILI:
764 Victor Street
fELEPHONEl GARRY T08
Winnipeg, Man.
THOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
íslenzkir lógfrægiagar,
Skripstofai— Room 8n McArthur
Buildingf, Portage Avenue
Áritun: p. o. Box 1650.
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
Joseph T. Thorson
islenzkur lögfræðingur
Arltun:
CAMPBELL, PITBLADf} & COMPANT
Farmer Building. • Winnipeg Man.
Phon» Main 7540
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTŒÐI:
Korni Toronto og Notre Dame
Qarry'Tosa
Þorleifur Jónsson.
hverjir hinna landskjömu þing-
Þeir hafa kent oss að vér þurf-: manna skuli fara frá eftir 6 ár, þ.
um að auka skipastólinn og auka;e. 1924. Hinir sitja til 1928.
hann fljótt. ; Þingrof nær ekki til landskjörinna
Ekki minna en eitt skip á ári í þingmanna. Kosninga réttur til
næstu 4—5 ar.
Og vér getum það ef vér viljum.
Eg hefi heyrt suma vera að spá
því, að hin nýja hlutafjársöfnun til
Eimskipafélagsins myndi ekki
ganga eins vel og sú fyrri.
Því miður geta þessir menn
reynst sannspáir, en ekki er mér
ljóst á hverju þeir byggja þessar
hrakspár sínar, því hrakspár kalla
eg þetta í garð þjóðarinnar.
Eg hefi reyndar heyrt því fleygt,
að sumir vildu sjá hvernig hagur
félagsins verður við fyrstu reikn-
ingsskilin núna i vetur.
Græði það, þá muni þeir opna
vasann, annars ekki.
í mínum augum eru þetta við-
bárur einar. Viðbárur viljaleysis
og vantrúar.
Það má ekki veikja trú nokkurs
íslendings á Eimskipafélaginu, þótt
þetta fyrsta ár þess verði ekki
gróðaár.
Þetta ár, sem líklega aö mörgu
leyti er eitt erfiðasta ár í sögu
Norðurálfunnar, fyrir allar sam-
göngur á sjó.
Vér megum ekki einblina á það,
hvort félagið græöir eða tapar á
J. G. SNÆDAL,
TANNLŒKNIR
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave. og Donald Street
Tais. main 5302.
Dr- J. Stefánsson
401 BOYl) BLDG.
Cor. Portage and Edmonton
Stundar etngöngu augna, eyrna,
nef og kverka sjúkdðma. — BJr
aö hltta tr& kl. 10—12 f. h. og
2—6 e. h. — Talsími: Maln 4749.
Heimlll: 105 OUvla St. Talsimt:
Garry 2815.
landskjörs er bundinn nákvæmlega
sömu skilyrðum og við óhlutbundn-
ar kosningar, eða kjördæmakosn-
ingar, nema að því leyti að aldurs-
takmarkið er hækkað upp í 35 ár,
og kjörgengi við landskosningar er
miðað við alveg sömu skilyrði og
kosningarétturinn.
Landskosningum stjórnar þriggja
manna kjörstjóm, sem ráðherra
hefir þegar skipað að þessu sinni.
I henni eiga nú sæti þessir: Eggert
Briem yfirdómari (Tormaður),
Axel |Tulinius yfirdómslögmaður
og Þorsteinn Þorsteinsson hag-
stofustjóri.
Landslistann á að afhenda kjör-
stjóminni átta vikum fyrir kjördag
—• þesu sinni fyrir 10. júní næstk.
Engan mann má setja á lands-
lista, svo gilt sé, nema skriflegt
Ieyfi hans liggi fyrir og á það að
sendast kjörstjóminni ásamt list-
anum. Enginn má leyfa nafn sitt
nema á einn lista; ekki verður nafn
ið numið burt.
Um þingmanna efna fjöldann
segja kosningalögin: “Á fram-
boðslista skulu að jafnaði vera
tvöfelt fleiri þingmannaefni en
Tuttugasta og annan janúar sið-
astliðinn andaðist öldungurinn
Þorleifur Jónsson, áttatíu og
þriggja ára gamall, að heimili
tengdasonar síns, Friðriks Friðriks-
sonar bónda í Lögbergsbygð
Saskatchewan.
Þorelifur sálugi var fæddur a
Siglunesi í Eyjafjarðarsýslu 30.
marz 1832. Foreldrar hans voru
þau hjónin Jón Jónsson frá Arnar-
nesi í Eyjafirði og Kristín Þorleifs-
dóttir Þorleifssonar Jónssonar á
Siglunesi. Þau hjón durknuðu
bæði árið 1834, þegar Þorleifur
var rúmlega tveggja ára. Hann
var yngstur af sex bömum þeirra
hjóna — það elzta þá á fjórtánda
ári.
öll fengu börnin ágæta sama-
staði, eftir að foreldranna misti við,
Þorleifur var fluttur vestur að
Reykjum á Reykjaströnd, til hjón
anna Bjama Þorleifssonar og Sig-
ríðar Þorleifsdóttur. Þau vom
bæði náskyld Þorleifi; Bjarni var
ömmubróðir hans en Sigriður afa
systir.
Hjá þeim hjónum ólst Þorleifur
upp, fyrst á Reykjum og síðan á
Geirmundarstöðum. Þar dó fóstri
hans. Dvaldist Þorleifur þar
áfram hjá fóstru sinni þar til hún
brá búi. Þá var hann orðinn næst-
um fulltíða maður, og réðst í vinnu-
mensku til Þorbergs hreppstjóra
Jónssonar á Dúki. Árið 1855 gekk
Þorleifur að eiga Sigríði, dóttur
Þorbergs, og byrjuðu þau bú á
Glæsibæ í Staðarhreppi; hann var
þá tuttugu og þriggja ára, en hún
tuttugu og eins. Að þrem árum
liðnum fluttu þau hjón að Gili í
Borgarsveit og bjuggu þar í fjögur
ár. Þá fluttu þau að Reykjum á
Reykjarströnd — árið 1862 — og
bjuggu þar í tuttugu og sex ár.
Á Reykjum búnaðist þeim hjón-
um vel. bjuggu þar rausnarbúi, og
reyndust þar bjargvættir margra,
enda voru þau merkishjón, hvort í
sinni röð. Þorelifur var dugnaðar-
maður og búhöldur góður, sótti
mikið sjó og hepnaðist vel. Hann
var mikið við héraðsmál riðinn alla
búskapartíð sína á Reykjum, ýmist
sem hreppstjóri, oddviti, eða sýslu-
nefndarmaður og jafnvel alt þrent
í senn nokkur ár. Sigríður var
sómakona og studdi bónda sinn
vel og dyggilega. Hún var hjarta-
góð mjög og hvers manns hugljúfi.
Vorið 1888 brugðu þau hjón búi,
fluttu inn á Sauðárkrók og dvöldu
þar í þrjú ár. Þá fluttu þau meö
bömum sínum vestur um haf og
settust að í Lögbergsbygð. Þar
Steam No-More
GLERAUGNA HREINSARI
er samsetningur sem Kver maður er gler-
augu brúkar ætti ekki að vera án. Ef ein-
staka sinnum sstt á gleraugun, heldur það
seim hreinum og ver ryki að setjastá þau,
öreyting loftslags trá kulda til hita, setur
ekki móðu á þau. Þér getið ekki ímyndað
yður hvaða ágætis efni þetta ertilað halda
gleraugum hreinum. Vér ábyrgjumst það,
annars fæst peningunum skilað aftur.
VERD 25 cts.
WINNIPEG INTR0DUCE C0.,
P.O. Box 56, - WinnipesT, IVlan
J. BILDFELL
FA8TBIQNA8ALI
Room 520 Union Bank . TEL. 2685
Selur hús og lóðir og annast
alt þar aðlútandi. PeDÍngalán
J. J. Swanson & Co.
Verzla með fasteignir. Sjá um
leigu á húium. Annaat lán og
eldsábyrgðfr o. fl.
504 The Ken«tngton,Port.A8mUl»
Phone Main 9597
A. S. Bardal
843 SHERBROOKE ST.
selnr líkkistur og annast
um út.arir. Allur útbðn-
aður sá bezti. Ennfrem-
ur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina
Ta's. He mlliGarry 2151
,, OfTice „ 300 ok 378
Thorsteinsson Bros.
& Company
Byggja hús, selja lóðir, útvega
og eldsábyrgð
lán
F6n: M. 9999. 815 Somemet Bldg.
I G. 788. Wtolini, Mnu.
Tals. G. 2292
McFarlane & Cairns
æfðustu skraddarar t Winnipeg
336 flotre Oame Ave.
« dyr fyrir vastan Winnipee leikhús
tók Þorleifur land og bjuggu þau
hjón á því þar til árið 1900, að þau
hættu búskap og fluttu til Sigríðar
dóttur sinnar og manns hennar,
Friðriks Friðrikssonar. Þar dó
Sigríður, kona Þorleifs, árið 1905.
Eftir það dvaldi Þorleifur til skift-
is hjá börnum sínum, sem flest eru
búsett í Lögbergs- og Þingvalla-
bygðum, unz hann andaðist sem
fyr er sagt í síðastliðnum janúar
mánuðí.
Börn eignuðust þau hjón ellefu,
og eru sjö þeira á lífi: Kristín,
kona Bjarna Péturssonar, bónda í
Ámesbygð í Nýja Islandi; Guðrún,
kona Ólafs bónda Andréss'onar í
Lögbergsbygð; Helga, kona Bjöms
bónda Þorbergssonar í Þingvalla
nýlendu; Sigríður, kona Friðriks
Friðrikssonar sem fyr var ’getið;
Jóhann Bjarni, gullsmiður í York-
ton; Pétur Carl, bóndi í Lögbergs-
bygð, og Jón, búsettur skamt þar
frá bygðinni.
Þorleifur sálugi var kynsæll
maður. Niðja átti hann hátt á
sjötta tug á lífi, þegar hann dó, í
i fyrsta annan og þriðja lið. Það
reyndist honum fró, þegar ellin
sótti á hann, að eiga böm sín flest
þar x bygðum nálægt sér, og geta
dvalið hjá þeim til skiftis, því kyr-
setur og aðgjörðarleysi hafði hann
ekki vanist um dagana. Bókamað-
ur var Þorleifur meiri en margur
hefði ætlað um annan eins búsýslu-
mann og vinnuþjark. Hann var
minnugur vel og kunni frá mörgu
fið segja, fjömgur í viðræðum og
skemtilegur. Lundln var stór og
hrein. Hann var nokkuð dulur á
tilfinningar sínar hinar trúarlegu,
eins og títt er um íslendinga, en
bamatrú sinni hélt hann til æfiloka
og tók dauðanum vel, í friði við
guð og menn.
Hann var jarðsettur eftir eigin
ósk við hlið konu sinnar í grafreit
Þingvallanýlendusafnaðar. Jarðar-
förin fór fram þriðja febrúar, frá
heimili þeirra hjóna Bjöms Þor-
bergssonar og Helgu, dóttur Þor-
leifs, að viðstöddu fjölmenni.
G. G.
Vér leggjum aérstaka áherzlu 8
■elja meðöl efttr forskrtftum la
Hln beztu metöl, sem hægt er ats fft,
eru notuð emgöngu. þegar þér kom-
18 meS forskriftlna tll vor, meglt) Mt
vera vlss um að f& rétt það na
læknirlna tekur tll.
COI.CIlEUGH * OO.
Notre Dame Ave. og Slierbrooka M.
Phone Garry 9690 og 2691.
Olftlngaleyflsbréf
Eðlilegur hörunds-
litur.
Allir vita það að stundum
lítur svo út sem hörundslitur
þeirra sé ekki eðlilegur, það er
eins og hann sé að verða gul-
ur eða fölur eða gráleitur. Þá
er það nauðsynlegt að taka eitt-
hvað til bragðs tafarlaust til
þess að ekki versni. Ástæðan
er auðsjáanlega sú að maginn
vinnur ekici rétt það starf sem
honum er ætlað. Byrjið með
því að taka Triners American
Elixir of Bitter Wine og haldið
áfram að taka það reglulega.
Það kemur^öllu aftur í samt
lag. Maginn og innýflin byrja
þá að vinna eðlilega. Matar-
lystin fæst aftur, alt meltist og
hörundsliturinn verður eins og
hann á að sér að vera. Fæst í
lyfjabúðum. Verð $1,30. Jos.
Triner, Manufactures 1333—
I 339 S. Ashland Ave..Chicago
Mundu eftir því að ekki er
til betra meðal við þrautum en
Triners Liniment. Reyndu að
hafa gufu við þar sem verkur-
inn er og nudda svo vel inn í
Triners Liniment og taktu eftir
áhrifunum. Verð 70c. Póst-
gjald borgað.
Meööl þati sem aB ofan eru auglýst
-Joseph Trieners Remedies—fást
hjá The Gordon Mitchell Drug Col,
Winnipeg.