Lögberg - 04.05.1916, Side 6

Lögberg - 04.05.1916, Side 6
LÖGBERG, BTMTUDAGINN 4. MAI 1916. 6 CANADISK SKANDINAVA HERDEILD (Overseas Battallion) Undir stjórn Lt.-Col. Albrechtsen. Lt.-Col. ALBRECHTSEN, Aðal-skrifstofa: 1004 Union Trust Building, Winnipeg Stjómað eingöngu af Skandinövum og lið safnaður allur undir þeirra umsjón. SKANDINAVAR ERU BEÐNIR AÐ GANGA I ÞESSA DEILD INNRITIST STRA Gerist kaupandi Lögbergs t>ér sem lesið það en hafið ekki enn skríf- að yður fyrir því. 300 ára afmæli Shake- spears. Eins og getið var um í Lögbergi fyrir skömmu, halda Englendingar 300 ára afmælí Shakespears í ár. Var þjóöskáldi íslendinga Matthíasi Jochumssyni botSið þangað í virð- ingarskyni til þess að flytja þar ræðu. Er hann elztur allra núlif- andi manna í heimi sem þýtt hafa skáldverk Shakespears. Það er einkennilegt hversu lítiS menn vita með vissu um Shake- speare, það er að segja um hann persónulega, og þó er hann það skáld sem mest áhrif hefir haft allra dauðra og lifandi með verkum sín- um, og er það sameiginleg skoðun eða einhljóða dómur allra hvítra þjóða að hann hafi verið mesta skáld sem heiminum hafi fæðst. Það er ekki fæðingardagur Shakespeares sem haldinn er há- tíðlegur; heldur dánardagur hans. hann dó 23. apríl 1616, en um fæð- ingardag vita menn ekki. Aftur á móti er það fullsannað að hann var skírður 26. apríl 1564 og var því 52 ára þegar hann lézt. Faðir Shakespears var kjötsali í bœnum Stralford á Englandi við ána Avon. Er það í miðju landi á undur fögrum stað, og er talið víst að fegurð náttúrunnar og þjóðsög- ur sem við staðinn voru tegndar, þafi átt mikinn þátt í því að vekja þann mikla anda sem þar reis upp. Eins og sagan sýnir í flestum til- fellum er það eftirtekta vert að þessi mikli maður er af alþýðufólki fæddur. Þegar Shakespeare var 18 ára kvæntist hann stúlku er Anna Hathaway hét, sem einnig var al- þýðustúlka þar x héraðinu. En svo óljósar eru sagnir frá þessum tima að menn greinir jafnvel á um nafn hennar. Það er þó víst að hún var átta árum eldri en hann; þótti það óráð og var allmikil mótstaða gegn hjóna- bandinu. En þau unnust heitt og létu ekkert buga. Hafa menn það fyrir satt að Shakespeare hafi haft sjálfan sig og konu sína til fyrir- myndar þegar hann orti Romeo og Júliu. Samt fór svo að Shakespeare flutti sjálfur til Lundúnaborgar, en konan varð eftir með börnin í Stratford. Hafa sumir sagnaritar- ar lagt það þannig út að hjónaband- ið hafi farið illa, en því er sterklega mótmælt af öðrum. Þegar til Lundúnaborgar kom er sagt að Shakespeare hafi fyrst fengið atvinnu við að gæta hesta þeirra manna er leikhús sóttu og komu þangað ríðandi úr nágrenn- inu; hafi honum farist það svo vel úr hendi að hann hafi fengið allra hesta til gæzlu og orðið að fá marga drengi sér til aðstoðar; voru þeir kallaðir „drengirnir hans Shake- spears”. Síðar varð hann leikhús- vörður, þar næst leikari, og komu þá í ljós hinir miklu hæfileikar hans Fór svo að hann varð leikstjóri og leikhúseigandi um 20 ára tíma. Um rit S'hakespeares þarf ekki að fara mörgum orðum, enda ekki rúm til þess hér; hefir hinn islenzki Shakespeare, Matthías, kynt hann löndum sínum svo rækilega að vafa- samt er hvort nokkur þjóð hefir öðlast eins mikið af þessu mikla ljósi og einmitt Islendingar, og hef- ir Matthías verið þar ljósberinn í ríkulegum mæli. Þetta 300 ára afmæli hefir verið undirbúið vel og rækilega. Hefir verið haldin stórkostleg hátíð á fæðingarstað hans i síðastliðtin átta ár á hverju ári, þar sem fulltrxiar hafa verið frá flestum löndiun hinna siðuðu þjóða. Hafa 52 flögg ver- ið gefin til þeirrar hátíðar; hafa þau verið fest á stengur i röð og sam- bandsflaggið í miðju. Klukkan 10 að morgni hins 23. apríl hefir merki verið gefið; brezka flaggið verið dregið upp og hefir svo geng- ið fram sendiherra, hver frá sinu landi, og dregið upp flagg þjóðar sinnar. Til þessa aðalafmælis höfðu kon- ur unnið að því að búa til skrúða og einkenningsbúning allra höfð- ingja úr leikjum Shakespears, sem eru 32; er það alt saumað með silki í dýra dúka. Voru svo fengnir menn til að klæðast þessum búning- um. Hátíðin stendur yfir í 14 daga, frá 23. apríl til 5. maí; hefir verið valinn einn leikur sérstaklega eftir skáldið til þess að leika við þetta tækifæri; er það Július Caesar og er leikinn á konunglega leikhúsinu í Lundúnaborg. Afar mikill ferðamanna straum- ur er til Stratford-on-Avon eða Shakespeareslands, sem kallað er. Þar er sýndur fæðingarstaður skáldsins, hús sem kent er við konu hans (Ann Hathaway College), gröf hans og verk hans öll; en sá er gall- inn á að hvergi eru til nein handrit eftir hann. Aðeins er nafn hans til undir eignarskjali, undir erfða- skrá og undir stefnuskjali. Engin handrit, engin bréf, engar bækur frá hans tíð er hann hafi átt, svo menn séu vissir um. Það kostar sex pence að koma inn i fæðingar- stað hans og koma þangað venju- lega um 50,000 manns á ári og álíka margt í hús önnu Hathaway Ritstjóri Lögbergs hafði þá ánægju að skoða þessa staði 1913 og er tæplega hægt að lýsa þeim áhrifum er það hefir á mann að vera þar staddur. Það er eins og einhverjar helgar raddir hvísli þar frá hverjum einasta hlut og skipi manni að draga skó af fótum sér. Á því er enginn efi að meira hefir streymt af lifandi lífi frá þessum stöðum, en nokkrum öðurm helgi- dómi sem England á til. 1913 var haldið alheims læknaþing í Lund- únaborg, þar sem 9,000 læknar voru saman komnir. Var það eitt af að- alatriðum þingsins að fara út til Stratford-on-Avon og sækja þangað innblástur frá hinum ódauð- lega anda skáldsins. Sir Thomas Barlow var einn aðalforingi þeirr- ar farar og komst hann þannig að orði i ræðu sem hann hélt, að nafn Englands hefði verið borið út um heim allan af þeim fugli sem aldrei mundi þreytast á flugi; annar vængur hans væri andi Shakespears en hinn hið frjálsa stjórnar fyrir- komulag. Þau rit skáldsins sem oss eru bezt kunn eru: Hamlet, Makbet, 1 ð ii 1 X I X. stofnað gufuskipafélag og Vestur- íslendingar lagt i það með þeim. Margir reyndu sig á því að stiir.ga upp á nöfnum fyrir fyrstu skipin og var heitið verðlaunum fyrir bezta nafn. Einum datt það í hug að nota nöfn fossanna og það var álitið bezt við eigandi. Fyrsta skip- ið var því kallað “Gullfoss”, og er myndin af því sem hér byrtist. Næsta skipið var skýrt “Goðafoss” og svo verður haldið áfram með fossana hversu mörg skip sem verða smiðuð, því nóg er til af fossum á íslandi. ítlenzk Tornótt. íslenzk kona sendir Sólskini það sem hér fer á eftir. Það er kafli úr bréfi að heiman frá stúlku sem heitir Jóhanna Bjamadóttir og á heima í Ásgarði i Hvammssveit í Dalasýslu. Isilenzka vornóttin er heiilandi og unaðsrík; fögur og djúp kyrð hvilir yfir öllu um lágnættið. Svo fara fuglamir að smá rjúfa jxjgnina pg sólin kemur upp í sinni miklu dýrð og sendir bjarta geisla efst á hæðimar, til þess að boða komu sína. Þeir slá gullroða á fjalla- tindana þangað til sólin—mamma þeirra—kemur og faðmar alt að sér hlý og brosandi. Þá líta dagg- ardropamir út eins og skínandi krystallsperlur í sólarljósinu og þá er eins og öll náttúran gráti af gleði, en sólin þurkar tárin eins og góð móðir, og Iætur blómin vaxa og breiða út litla blaðafaðminn á móti sér meðan hún sikin, en hneigja höfuð og leggja blöðin saman þeg- ar hún vherfur. Svona er það með okkar eigin sál. Við byggjum oft skýjaborgir á meðan við erum ung og alt er ljómandi og töfrandi og sýnist svo bjart, en svo þegar borgimar hrynja, þá missum við kjarkinn. En það ættum við ékki að gera, heldur rísa upp og trúa því að það eina rétta er að treysta guði, treysta honiun til að styðja okkur °g byggja svo á því bjargi; þá bregðast síður vonir okkar, og ef þær skyldu þregðast, þá emm við samt ömgg og full af trausti.” „Eg ríl ekki segja ósatt. Framnes P.O., Man. Kæri ritstjóri “Sólskins”. Af því mér þykir altaf vænt um blaðið okkar síðan það fór að koma út, þá langar mig til að senda því eina sögu, sem heitir: “Eg vil ekki segja ósatt”, og byrjar hún þannig: Einu sinni var dreng gefin lítil skógarexi. Hann varð mjög glað- ur yfir því, og hugsar með sér: “Nú skal eg verða duglegur skógar höggs maður”, fór því næst út í trjágarð föður síns og heggur bezta kisjuberjartré föður síns niður, og jxxttist nú vera býsna góður. Næsta dag kemur faðir hans út í garðinn, þá sér hann að fallega tréð hans liggur á jörðinni. Hann varð bæði hryggur og reiður. “Hver hefir höggið tréð og valdiið mér j>essari sorg”, segir hann. En drengurinn, sem var j>aðan ekki Iangt í burtu. varð blóðrjóður við orð föður sins. “Þetta er slæmt” hugsaði hann, “en ef eg J>egi j>á geri eg ekki rétt”. Hann hljóp því til föður síns og sagði: “Faðir mann! Eg htó tréð, en J>að var af því eg vildi vera góð- ur skógarhöggsmaður”. Faðir I 6 L S K 1 H, 1 » hans horfði á drenginn, fyrst alvar- legur, en tók hann síðan í fang sér og mælti: “Rétt gertir þú, er þú segir mér frá því, því annars hefði eg grunað annan saklausan. Vertu æfinlega sannorður, þá verður þú vel kyntur og kemst til virðingar í mannfélaginu. — Drengur Jæsssi varð vandaður maður að öllu leyti. Steig altaf hærra og hærra í virð- ingar sessinum, unz hann varð for- seti Bandaríkjanna. Maðurinn var George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna. Við börnin ættum að hafa þenn- an mann okkur til fyrirmyndar með það að segja ætíð satt. Þú litla blað er vilt oss öllum vel og verður okkar kæra leiðarstjarna, í gegnum heimsins hrygðar dimmu él, þú hlýtur blessun, allra Sólskins- barna. Að endingu óska eg öllum Sól- skinsbörnum til lukku og blessunar, og sömuleiðis óska eg íitstjóranum til lukku í framtíðinni, og vona að hann haldi sínu góða starfi áfram fyrir okkur börnin í mörg, mörg ár. S. B. Johnson, Hornfirðingur. Bellingham, Wash. Kæri ritstjóri Sólskins. Eins og aðrir vil eg segja að mér þykir vænt um Sólskin. Okkur systkinin langar til J>ess að það verði að gagni til jæss að læra ís- lenzka málið, sem er svo fallegt. Við göngum í ens’ka skólann fimm daga í viku. Á laugardögum lesum við í Sólskini með hjálp mömmu og ömmu okkar, og við skulum minn- ast þín og Sólsikins síðar, því lengi muna bömin. Með j>ökk og virðingu. Stefania M. Goodman, 8 ara. Sa*tal treggja drengja. Drengir tveir vom að leika sér kringum skólahúsið, J>eir hétu Bjarni og Sigurður, j>eir settust nið- ur og fóru að tala saman. Siggi, sem var 12 ára gamall, mælti við Bjama: “Hvernig líkar þér “Sól- skinið”, Bjarni?” “Hvað er það?” segir Bjarni. Siggi svarar: “Það er einn kaflinn í Lögbergi. Iæstu ekki Lögberg?” Bjami svarar. “Nei, það geri eg ekki, því eg kann ekki að lesa Islenzku. Lest þú Lögberg, Siggi?” segir Bjarni. “Já” sagði Siggi, “og Sólskin’ð >a, svo klippi eg Sólskinið úr Lögbergi og bý til bók úr þvi.” Siggi mælti: “Hvernig stendur á því að þú kant ekki ð lesa íslenzku, Bjarni minn.” “Mér hefir aldrei verið kend hún”, segir Bjami. “Vegna hvers?” seg- ir Siggi. Bjami svarar: “Pabbi minn og mamma segja að það sé engin þörf á því í þessu landi að kunna íslenzku, þar sem alt fari fram á Ensku. Ert þú góður að lesa íslenzku. Siggi,” segir Bjami. “Já”, segir Siggi, “það er svo gam- an að kunna hana, það eru svo margar góðar og skemtilegar bækur á Islenzku, svo eiga öll böm að kunna málið sem hún mamma þeirra og pabbi talaði og allir for- feður þeirra. Og svo eru það líka meiri menn sem tala tvö tungumál en eitt.” “Þú segir satt, Siggi minn,” segir Bjarni, “það væri gaman að kunna að lesa Islenzku. Hvaða bækur eru skemtilegastar á ís- lenzku?” segir Bjami. “Þær eru Otello, Roneo og Julia, Lear kon- ungur og Stormurinn. Norðangarður í 4 daga. Tveir vélarbátar farast og menn af öðrum. Einn vantar. Einn missir mann og strandar. Botnvörpuskipið “Ýmir” laskast Fiskiskútan “Ester” bjargar fjórum Skipshöfnum úr Grindavík. Síðastliðinn föstudagsmorgun, 24 marz, var hér bezta veður, sólskin, logn og heiðríkt yfir hverjum tindi. En nokkm fyrir hádegi skall á grenjandi norðanstormur, svo svip- lega, að fá dæmi munu til annars eins. Meö storminum fylgdi hörku frost, og hélst það veður látlaust allan daginn, og svo áfram, litlu vægara, alt til mánudagskvelds. En þá kyrði alveg. Sama var veðrið austan fjalls og hér suður um Reykjanesið, einnig á Vestfjörðum og í Húnavatnssýslu, en þar fylgdi því snjókoma. Lengra að fréttist ekki, því að síminn hefir verið slit- inn austan við Blönduós. Vélbátar margir og róðrarbátar frá veiðistöðvunum hér suður með flóanum vom á sjó og urðu menn mjög hræddir um þá. Hafa fréttir af þeim verið að berast alt til J>essa, og nú hefir frést til þeirra allra, nema vélbátsins “May” frá Isafirði, er fór út héðan frá Reykjavík rétt fyrn'r rokið. Hann var eign Helga Sveinssonar bankastjóra á ísafirði o.fl., skipstjóri Elías Magnússon. Einn af vélbátunum héðan úr bænum, sem haldið er út í Sand- gerði, “17. júní”, eign ÓI. G. Eyj- ólfssonar kaupmanns, misti út mann, er druknaði, Magnús Guð- mundsson frá Efstabæ á Akranesi. Báturinn strandaði svo, er hann kom að landi i Sandgerði, en er þó sagður lítið brotinn. og kom með þá hingað í gærmorg- un. Hafði leki komið að skipinu úti á hafi og vélin bilað aðfaranótt laugardagsins. Fjórum róðrarbátaskipshöfnum úr Grindavík bjargaðti fiskiskipið “Ester” héðan úr Reykjavík, eign P. J. Thorsteinssonar, en skipstjóri er Guðbjartur Ólafsson. Kom “Ester” inn hingað í gær. Hún hafði bjargað skipshöfnimum öll- um á föstudaginn, 38 manns, og vom þá sumir af mönnunum orðn- ir illa til reika eftir hrakningana. Lagðii síðan til drifs, en gat skilað mönnimum af sér í Grindavík á sunnudágskveld. Em önnur eins verk og J>etta hvorttveggja mikils verð. Fjórir vélbátar komust á Hafn- arleir og lágu þar af sér veðrið, en aðrir þrir undir Hafnarbjargi, og var einn þeirra “Víkingur” frá Akranesi, með brotna vél. Hefir flóabáturinn Ingólfur verið fenginn til að ná honum þaðan. Austur í Þorlákshöfn varð það slys, að botnvörpuskipið “Ýmir” frá Hafnarfirði, eign Aug. Flygen rings kaupmanns o.fl., rakst á sker og brotnaðli nokkuð, er J>að leitaði þar hafnar í stórviðrinu. Kom sjór í lestina. Eir vatnsheld skilrúm em í skipinu og komst það hjálparlaust af skerinu og lá síðan á Þórshöfn, þangað til björgunarskipið “Geir” var sent héðan til að sækja það, og komu þeir “Geir” og “Ýmir” til Hafnarfjarðar í fyrrakveld. Er lítið gert úr skemdunum á “Ými” og búist við að hann geti lagt út aftur á veiðar eftir fáa daga. Önnur slys urðu ekki austan fjalls, og í Vestmannaeyjum urðu þau engin. Á Vestfjörðum eigi heldur, að því er frést hefir, nema að lítinn véíbát rak ' land í Hnífs- dal. —Lögrétta. Kelly-málið. Vélbáturinn “Hermann” frá Vestmannaeyjum er sagður hafa farist með þeim mönnum, er á vora. Aðaleigandi hans var Bjami Stefánsson, en skipstjóri Sigurður L. Jónsson, báðir frá Vatnsleysu. Hafði vélbáturinn “Vindy” frá ísafirði komið hingað í gær og flutt J>ær fregnir, að skipverjar hefðu séð “Hermann” farast á föstudag- inn. Hafði stórsjór hvolft honum við línudrátt og var “Vindy” þar J>á skamt frá, en tókst ekki að bjarga mönnunum. Hinn vélbáturinn sem farist hef- ir hét “Guðrún”, frá Bolungarvík, eign Péturs Oddssonar kaupmanns. “Guðrún” sökk undr Krisuvíkur- bjargi, en vélbáturinn “Freyja” frá ísafirði, skipstjóri Guðm. Jónsson, bjargaði mönnimum, er vom 10, Lögmenn Kellys hafa boðið fylk- isstjórninn fyrir hans hönd að endurborga fé það er hann hefir fengið fram yfir sanngjamt verð af almanna fé; og eru J>eir viljugit að láta gerðardóm skera úr því hver sú upphæð sé. Talið er víst að þetta verði J>egið. Með þessu fylg- ir það ekki að Kelly sleppi við kær- ur óg hegningu fyrir glæpi þá sem hann er sakaður um. Líklegt er að Mathers dómarí verði aðalvirðingamaðurinn í J>essu máli. St. Boniface hefir orðið bæði fyrir hættu og skemdum af vatna- vöxtum í ár. Er það nú ákveðíð að reyna að varna slíku framvegis með flóðgörðum, líkt og tíðkast á Hollandi. ULL |V/fANITOBA-STJÓRNIN tekur að «ér að selja ^ull fyrir bændur fylkisins. í fyrra seldi stjórn- in ull fyrir bændur og fékk 25* cent fyrir pundið að meðaltali. Með J>ví að flokka ullina og selja hana í stórum stíl getur stjórnin fengið gott verð fyrir hana. Upplýsingaskjal no. 33 [prentað einungis á ensku] skýrir frá þessu fyrírkomulagi. Skrifið [ann- aðhvort á ensku eða yðar eigin máli] eftir eintaki af upplýsingaskjalinn. Látið svo einhvern sem les ensku segja yður hvað þar er sagt. VALENTINE WINKLER, Búnaðarráðherra í Manitoba. Margt smátt gerír eitt stórt jafnvel þegar um eldspítur er að ræða, þá ættu menn að hafa augun á smámunum. Viðartegundin, gæði brennisteinsins, hversu hægt er að kveikja á þeim EDDY’S ELDSPÍTUR eru búnar til úr sterkum hreinum furuviði og svo vel gerðar að í þeim kviknar frábærlega vel. Exldys eld- spítur hafa verið til sölu í sextíu og fimm ár það er því ekki að undra þó þetta félag kunni að búa til eldspít- ur. Það er altaf óhætt að reiða sig á vörur sem Eddy félagið býr til. •

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.