Lögberg - 18.05.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.05.1916, Blaðsíða 2
2 LÖGBEEG, FIMTUDAGINN 18. MAI 1916. Saga New York. fFramh.) ÞaS sem Bretar voru stoltari af og vegsömuöu meira en alt annaö jaröneskt á þessum tímum, var hin enska stjórnarskrá fThe English Constitution), sem varö þeim mun dýrölegri sem lengra leið. Þegar þaÖ var athugað hversu margar kynslóðir höfðu barist og fórnfært sér fyrir hinar seinteknu réttarbæt- ur, í mörg hundruð ár, á móti hinu svartasta og samvizkulausasta flokksvaldi hér á jöröu—einveldis samsteypu konungs og kirkju. Fyrsta stjórnarbót Englendinga var “The Magna Carta’’, sem bar- ónarnir þvinguöu John konung til þess aö samþykkja 1215: “(The Great Carter”, eins og þau lög hafa veriö kölluö. Næsta stjórnarbót fThe Petition of Rights), bænar skrá samþykt 1628. Eftír það hafði konungur ekki vald til þess aö leggja á (auka)skatt, nema með almennri atkvæðagreiðslu. Þriöja stjórnarbótin (“The Habeas Cor- pus”, lögin 1670, þar sem einstak- lings ‘frelsið vann allmikinn sigur bæöi heima fyrir og í nýlendum Breta. Fjórða stjórnarbótin (The Bill of RightsJ) 1689, samþykt þegar William og Mary tóku viö konungdómi. Þá var enn takmark- að einvaldið með lagasamþykt 1700 (The Act of Settlement). Fleiri réttarbætur tilheyra þessu tímabili, en þessar munu vanalega vera tald- ar með þeim markverðustu og þýð- ingarmestu í hinni brezku stjórnar- skrá. “Háir og lágir hafa sömu réttindi” sögöu New York búar, þessi lög eru brot á móti stjórnar- skrá ríkisins (unconstitutional). Ef stjórnin heföi vald til þess aö leggja á þannig lagaða skatta, gæti hún bætt viö nýum sköttum þar til allar eignir manna væru teknar. Viö mótmælum, viö beygjum okkur ekki undir nein þrældóms einokun- arlög, sem við vitum aö bræöur okkar og samborgarar í heimaland- inu aldrei mundu samþykkja.” Nú var almennur fundur kallað- ur að 115 Broadway, í hinu forna og sögufræða “De Lancey House”. Er þar minnismerki með langri á- ritun: “Hér á þessum stað var hin víðfræga samþykt undirskrifuð á móti frímerkjalögunum('The Stamp Act), 31. október 1765. (Erected by the Holland Society of New York.” Á þessum fundi var sam- þykt gerö, aö engar vörur skyldu keyptar frá Englandi, allar pantan- ir voru eyöilagðar ig afturkallaðar. Enskir kaupmenn “vöknuðu upp af vondum draum”. Þeir urðu þess alt í einu áskynja að mikil og arðberandi verzlun var töpuð. New York búar neituöu sér um margt, sem þeir höfðu áður keypt, unnu sinn eigin fatnaö, konur sem karl- ar klæddust gróf-gerðum heimatil- búnum fatnaði. Athugull stjóm- málamaður hafði séð þaö að Ame- rika varð að hafa sömu réttindi og heimalandið eða að öðrum kosti yröi sambandinu slitið, til mikillar óhamingju fyrir England. George III. var ekki stjórnvitringur fnot a statesman) fremur en ráðgjafar hans, þeir geystust áfram blindandi þar til ríkið gliðnaði í sundur—þar til sambandinu var slitið. Þegar hinn ákveðni dagur nálægð- ist og framfylgja átti frimerkja- lögunum, voru New York búar al- búnir og einráðnir í því að gera uppreistt Þeim var það öllum ljóst að eitthvað óvanalegt var í vændum, andrúmsloftið var gjör- breytt, rétt eins og búast mætti við eldgosi eða sprengingu, rétt eins og þegar “himininn yfir hamförum býr”. Þessu var líka þannig variö, sprengingar- og eldkveikjuefnið var tilbúið, aðeins eftir að gefa merkið fyrir sprengingu, sem mundi algerlega breyta og eyðileggja þá- verandi stjómarfyrirkomulag í New York og noröur Ameríku. Fyrst sú brimalda sem þama reis eftir þessa sprengingu og þrumu- veöur sem fylgdi, er enn þá ekki brotnuð við ströndina. Hún dregur sinn tilveruþrótt frá þeim öflum sem lifa og þroskast og sigra. Það vom tveir stjórnmálaflokk- ar í New York, “The Royalists” eða “Tories”—ihaldsmenn—sem fylgdu konungi ‘í blindni’ að hvaða málum sem var, og “The Wigs”* eða “rebels”—uppreistarmenn (“Insur- gent. “Shall man from Natures sanction stray. A rebel to her rightful sway”), sem ráðnir voru í því að veita mótstöðu til þess síð- asta, hvað sem eigin hagsmunum liði, fórna öllu fyrir sannfæringu, frelsi og framtið, á móti harðstjórn og lagaleysi (“tyranny”) konungs og stjómar. Deilur milli þessara flokka voru svo bitrar að því verð- ur ekki með orðum lýst. Níðkveð- lingar (“scurrilous verses”), prent- aðir bæklingar, dylgjur og hótanir var dagleg iðja, (“The veru stones •) Andstseðinga-frelsisvinir með sömu skoðanir, og sá flokkur Skota, sem "marched" til Edinborgar 1648 til að mótmæla konungi og “the Duke of Hamilton, and hence a name “Whigs”, was given to the party opposed to the court. “We hope in God”. seemed to breath defiance rebellion treason resistance to tyrants”). Fangelsi og dauðahegning á gálg- anum (“death on the scaffold”), eignir manna gerðar upptækar. Þannig voru helztu umræðuefni New York búa á þessum dögum. En ástandið var vitanlega það sama í hinum öðrum nýlendum Breta í Ameríku, einsog í New York. Að síðustu var þjóðfundur (colonial congress) boðaður í ráðhúsi New York í október 1765. Eftir tillögu hins mælska frelsisvinar James Ottis frá Massachusetts. Voru mál þessi rækilega rædd og rannsökuð og tvær þýðingarmiklar samþyktir gerðar. Ávarp til kon- ungs og yfirlýsing um borgaraleg réttindi (“Dectoration of Rights”) i nýlendum Breta í Ameríku. Jafn- framt var unnið að því af mesta kappi og með almennum samtökum, að framfylgja þeirri samþykt sem áður var gerð, að kaupa enga vöru frá Englandi. Frelsisriddaramir strengdu þess heit að neyta ekki neinna áfengra drykkja og klæðast sauðskinnum (sheepskins). Gerð- ust nú margir sögulegir viöburðir. Skipið “Edwards”, “bearing the stamped pai er (kom með frí- merkin, kom til New York frá Englandi 23. október. Næsta morgun hafði þessi auglýsing verið fest upp á mörgum götuhornum f“Written in bold, free liand”): PRO PATRICA “Hinn fyrsti maður sem útbýtir eða notar hina stimpluðu pappíra, ábyrgist afleiðingamar, sjálfan sig og sitt heimili. We Dare! fviö ögrum). Vox Populi. Frelsisriddamarir höfðu ekki veriö aðgerðarlausir þessa nótt. Skatta-innheimtumaður stjórnar- innar Oliver frá Massachusetts var hengdur (in effigyj í Boston. 500 vopnaðir menn tóku Jared Ingersoll, á flótta til Hartford (þar sem hann treysti vemd yfirvaldanna), fóru með hann til Wethersfeild, hræddu hann þar til þess að segja af sér fresign) og hrópa “frelsi réttlæti þrisvar sinnum” (og kasta hattin- um sínum upp í loftið um leið. Flestallir embættismenn Englend- inga (stamp collectors), voru þann- ig neyddir til að flýja, eða að öðr- um kosti ganga í lið með frelsis- vinum. Auglýsing sú sem áður er getið hafði þær afleiðingar í New York, að McEvers skattainnheimtu- maður neitaði að taka á móti frí- merkjunum, “enginn' vildi snerta hina hötuðu pappira” (no one would touch the detested papers), svo nýlendustjóri Colden lét aö síö- ustu fat last in despair) flytja þá til virkisins þar til x. nóvember. Til þess að gefa lesandanum greinilega hugmynd um hina næstu viðburði, mun heppilegast að lýsa með fám orðum hinu sögufræga leiksviði og um leið nokkrum af hinum helztu þátttakendum í hinum fjölbreytta og þýðingarmikla sjón- leik. Hverjir voru þessir frelsisriddar ? ar (Sons of Liberty)*). í fyrst- unni var myndað leynifélag af nokkrum frelsis og framfara vin- um í New York, en á örstuttum tima útbreiddist félagsskapur þessi þar til að deiklir voru myndaðar í hverjum bæ og þorpi í öllum ný- Iendum Breta í Ameriku. Fundar- staður í New York í gegn um hina löngu og erfiðu baráttu, var bæjar- ráðsgarðurinn f“The Peoples Ovent or Sacred Hill”J. Helztu foringj- ar i New York voru: Jonh Lamb, fæddur í New York, Isaac Lears kaupmaöur, einn sá djarfasti og mesti ákafamaður af þeim ölltjm. Alexander McDougall, fæddur á vSkotl., varð siðar yfirfor. í sam- bandshernum; John Marin Scott, frægur lögmaður, og Marinus Willett, sem verið hafði í bardaga viö Lake George meö Abrcambic siðar yfirforingi, (og borgarstjóri i New York 1807) ; Delancey dóm- ari (of the Kings Bencli), Robert Livingstone, frægur lögmaöur og siðar kunnur sem einn af þeim, sem skrifaði undir stjórnarskrá Bandaríkjanna; Peter T. Curtenius, og fljótlega bættust við tveir hinir áhrifamestu, þótt báðir væru þá unglingar í skóla, Alexander Ham- ilton og John Jay, sem síðar varð yfirdómari Bandaríkjanna. í hvert skifti sem ný ófrelsisalda var i aðsigi — nýir skattar — komu þessir menn saman á hinum áður- greinda stað og héldu gagnorðar, rökstuddar mótmælaræður. Er það í frásagnir fært, hversu vel og skipulega þessir fundir fóru fram og hversu margir snjallir frum- •) Sons of Liberty (synir frelslsins*. Freisisriddarar, er ekki góC þýóing. En eg efast um a5 það sé nokkurt orð til i íslenzku mli, sem betur skýrir hugs- unarhátt og einkunnarorS ”of the Liberty Boys” i New York: “Freedom or Death”. Riddari eða að vera ridd- aralegur, táknar ekki^ elnungis “horse- man” með burtstöng, heldur einnig þann sem er djarfur, frjáls. "kann ekki að hræðast”. Riddaralegur dettur manni í hug þegar maður les I kvæði Jónasar: "Gunnar vildi heidur biða hel, en horf- inn vera fóstur jarðar ströndum”. "Högni lækka vill ei voð þótt vindur stækki og fylli gnoð”. — DJarfur ridd- aralegur. Leggja út á Bifröst heldur en að lækka seglin—hopa á hæli. herjar—sem þroskuöust við hverja þraut—voru tilbúnir aö svara tím- aus kröfum. (Meetmgs were adressed by men singularly well fitted for the responsibility thrust upon them). Nokkrir helztu menn Breta í New York: Nýlendustjóri Henry Moore (ekki kominn til New York þegar frímerkjalögin áttu að ganga í g ldi, útnefndur stuttu áðurj þá áttræöur, óbifanlegur (of the stounchest loyalty) konungsmaður, haröur og ósveigjanlegur og þekti ekki aðra leið til aö stjórna en kú.gun og vald. Þá voru yfirherforingjar Breta í Ameríku Thomas Gage og Thomas James, var sá síðartaldi mjög óvin- sæll fyrir stærilæti og hrokafullar hótanir; Myles Cooper forseti Columbia háskólans (then Kings College) ; John Andill póstmeistari; Daniel Horsmanden yfirdómari; William Bayard herforingi. 31. október var nefndur síðasti dagur frelsisins fthe last day of Iiberty). Það er þakkað ungum bóndasyni E. Carther, sem nýkominn var til New York, að til eru sagnir af því sem fram fór næstu daga. Hann var eldheitur frelsisvinur og skrif- aði foreldrum sinum nokkurskonar dagbók af hinum sögulegu viðburð- um. Bæjarstjóri James hafði sagt að hann gæti bælt niður alla uppreist- armenn í New York með 500 her- mönnum. Fyrsti nóvember rann upp, frels- isriddaramir með fylktu liði gengu í gegn um bæinn. Þegar þeir komu að virkishliðinu ögruðu þeir her- foringjanum að skjóta á þá (they dared the commander to fire upon them). Herforingi Gage tók þessu öllu með stillingu, honum var það fyllilega ljóst að þeir höfðu Iang- flesta bæjarbúa á móti sér. ÚR ENDURMINNINGUM ÆVIN- TÝRAMANNS. FRASÖGN SJÁLFS HANS. Eftir Jón Ólafsson. Undir eins og eg gat hangið á hestbaki, fékk eg að fara með föður mínum oftast-nær hvert sem hann fór að sumarlagi. Á 7. árinu fékk eg að fara með honum í kaupstað til Eskifjarðar; riðum við Staðar- skarð og inn að Berunesi og vorum settir þar yfir Reyðarfjörðinn inn i Raupstað. Að eg fékk að fara þessa ferð svona ungur, átti eg að þakka Þorvaldi móðurbróður min- um. Hann var söðlasmiður og haföi búið til og gefið mér reiðfæri um vorið. Það var dýna stoppuð, skinnfóðruð að ofan, ístöð lítil voru á henni og ólar ofan á dýnunni, sem spentu um lærin á mér og héldu mér svo föstum, að eg gat bókstaf- lega ekki dottið af baki. Pabbi vildi fyrst teyma undir mér, en við það var nú ekki komandi. Eg reið rauðum hesti, sem eg átti sjálfur; hafði eg svo oft reynt mig á hon- um berbakt, að hann var orðinn al- veg vanur taumhaldi minu, enda var eins og blessuð skepnan hefði vit fyrir okkur báðum. Einu sinni man eg eftir að faðir minn var sóttur til að skíra bam í Vík, sem er sunnan við fjörðinn andspænis Kolfreyjustað, en lítið eitt innar. Stinningskaldi var á noröan svo að hvítfreyddi á sjón- um. Þá vildi eg fá að fara með, en fékk það ekki, en fylgdi föður minum ofan að bátnum. Hann sagðist koma aftur eftir 1—2 klukkutíma og sætti eg mig við það og hélt heimleiðis. Á leiðinni heim datt mér þaö alt i einu í hug, aö svo hvast væri, aö hætt gæti verið við aö báturinn færist. Þetta var nátt- úrlega ekki annað en fávizka mín; enginn minsti háske á ferðum. En þetta hafði nú bitið sig fast i mig og eg þóttist vita með vissu, að þetta væri orsök til þess aö faðir minn hefði ekki viljað lofa mér meö sér. En hitt var þó heldur, að faö- ir minn hafði óttast, að mér yröi kalt, einkum á heimleiðinni, er berja varð á móti vindi. Eg fór ekki heim, heldur upp á hraun, settist þar og hafði ekki augun af bátnum þangað til liann var kominn yfir fjörðinn, og alla tíð var eg sár- grátandi á meðan. Þegar báturinn var kominn yfir um, hætti eg að skæla, en sat kyrr á klettinum óra- langa tíð, að mér fanst, þangað til eg sá bátinn koma að sunnan aftur. Róður gekk nú seint, bátnum hoss- aði upp og niður og lá við að hverfa mér sjónum stundum á milli ald- anna. En þarna sat eg af og til skælandi með öndina í hálsinum og skjálfandi af kulda, alt þangað til báturinn Ienti í höfninni og eg gat hlaupið ofan eftir á móti föður mínum og upp um hálsinn á honum. Hann sá, aö eg var allur út grátinn og skjálfandi og varð alveg hissa, þegar hann heyrði, að eg hafði al- drei farið heim, en setið á klettin- um alla tiö; en það var víst hátt á 3. klukkustund. Hann tók m:g í fangiö og bar mig heim og lét mig strax fara niður í rúm og Iét flóa handa mér mjólk. Ekki fékk eg að fara á fætur aftur þann dag, en ekki varð mér hið minsta meint af þessu. Mér er minnisstæður veturinn og vorið 1859. Þá voru hafþök af ísi fyrir öllu austurlandi og frost- grimdir miklar, svo aö firði lagði út fyrir yztu annes, en þar tók haf- ísinn viö og spenti um alt austur- land. Þá fóru menn úr Fáskrúðs- firði kaupstaðarferðir með æki á ísnum út fyrir Vattarnestanga og inn á Eskifjörð. Lagísinn á firð- inum var svo sléttur að fært var á skautum þvers og engilangs um all- an fjörðinn. Faðir minn fór á skautum í húsvitjunarferð um vet- urinn og fékk eg að fara með hon- um. Veður var gott og fórum við fyrsta daginn inn í fjarðarbotn, og gengum þaðan inn dalinn og inn að dölum til afa mins. Fékk eg þá að vera þar nokkra daga meðan faðir minn húsvitjaði, fyrst á bæjunum fyrir innan fjörðinn, og síðan hélt hann á skautum út f jöröinn og hús- vitjaði á bæjunum beggja megin fjarðar; kom svo aftur eftir nokkra daga og sótti mig. Þá fylgdi afi minn okkur á hestum út að fjarð- arbotni, en þaðan héldum við heim- leiðis á skautum. Þetta þótti mér ákaflega skemtileg för. Um vorið þegar hafísinn var að fara og ísinn á firðinum var orðinn svo meyr, að ekki þótti fært yfir, bar svo við, að maður kom ríðandi innan fyrir fjörðinn og hafði hálf- uppgefið hestinn. Hann fór svo mikinn, af því að hann var að sækja föður minn til lækninga til manns í Hvammi, sem er næst yzti bær sunnan megin við fjörðinn. Faðir minn þóttist ráða af lýsingunni, að hér mundi vera bráður háske á ferðum og að hver klukkustundin gæti, ef til vill, riðið á lífi mannsins'. Það er bæði illur vegur og langur hringinn í kringum allan fjöröinn, én ísinn töldu allir bráðófæran, því að hann var orðinn eins og þykt krap og ekkert líkt því mannheldur á að stíga. Faðir minn sagði sendi- manninum að hvíla sig og hestinn og fara svo í hægðum sínum inn fyrir fjörðinn aftur. Sjálfur tók hann skíði og fór á þeim yfir að Hvammi, og mátti þá sjá ísinn dúa undir skíðunum eins og krapinn gengi í öldum. Faðir minn var ekki margar mínútur yfir fjörðinn, en kom í tæka tíð að bjarga mannin- um. En þetta var glæfra-ferð, og ekki vildi faðir minn fara sömu leið heimleiðis aftur, heldur fékk hest til að ríða heimleiðis yfir fjörðinn. Þótt undarlegt væri, var eg ekkert verulega hræddur um fööur minn í þetta sinn, enda stóð ekki á löngu frá því að hann fór og þar til hann sást koma heill á land hinu megin. Ein af ííiinningum mínum frá þessum æskudögum er það, þegar eg fékk að sitja yfir ám. Eg hefi frá öndverðu og alt til þessa dags verið sá óglöggvasti maður á að þekkja skepnur. Sex kýr voru á bænum, en engar tvær samlitar nema tvær svarthúfóttar, en af því að önnur var hornótt, en hin kollótt, þekti eg þær að, ef eg sá á hausana. Hestana þekti eg líka nokkurnveg- inn að, enda var einn brúnblésóttur, annar brúnskjóttur, þriðji jarpur, en þrír voru rauðir; einn var al- rauður með hvíta stjömu í enni; annar alrauður, en ljósskjóttur á fótum; hann var ungur og átti eg hann; þriðja var rauðblesótt meri. Sokka minn þekti eg á löppunum, Trausta á hvitu stjörnunni í enninu, og merina þekti eg frá hinum, ef eg sá blesuna framan í henni; ann- ars þekti eg ekki hest frá meri, nema með grandgæfilegri skoðun. Kvíaæmar voru um 70; af þeim vom 4 dökkgráar en tvaer svartar. Þrjár af þeim dökkgráu og önnur sú svarta voru eignaðar mér, en engar þessar mislitu ær þekti eg svo, að eg gæti sagt, hverjar voru mínar fjórar af þessum sex. Eg var fyrst látinn sitja yfir með unglingspilti, komnum yfir ferm- ingu, og átti hann að venja mig við en síðan skyldi eg sitja yfir einn með stelpukrakka, sem var enn yngri en eg. Alt gekk vel meðan eg sat yfir ásamt piltinum; eg var ósporlatur að hlaupa fyrir og þess á milli höfðum við okkur ýmislegt til skemtunar. T. d. bygðum við okkur smalakofa úr grjóti, létum veggina ganga saman að ofan og þoktum með hellum og mosa og bárum smásteina á ofan. Hann var ekki stærri en svo, að við gátum rétt aðeins setið þar inni tveir einir réttum beinum. Um þessar mundir sátum við yf- ir úti og uppi í Staðarheiði, rétt úti undir Hakakletti. Hann er framt að 2000 feta hár, og er ekkert sér- lega örðugt fyrir fullorðinn mann að ganga upp á hann. Þangað komst eg upp, þótt ungur væri, og man eg eftir að mér þótti útsjónm mikilfengleg. Veður var bjart og sá langt til hafs„ á að gizka 15 danskar mílur; ræð eg það af því, að eg sá Iengst úti í hafi eins1 og þéttan skóg af frönskum fiskidugg- um. en eitthvað 15 mílur beint austur frá landi er langt grynni frá norðri til suðurs og eru þar alvana mið Frakka, og hefi eg oftar en einu sinni siglt þar í gegn um flota þeirra, er eg fór á milli landa. Halakletturinn er þverbeinar kletta- raðir fyrir neðan; en þar niður af snarbrattar skriður ofan í sjó. Úr heiðinni, þar sem við vorum, mátti ganga rákina yfir í Vattamess-land. Svo var hún þó tæp, að ekki gátu tveir gengið samsíða, og ef fótur skrikaöi, þá var ekki annað en hrapa niður fyrir klettinn og eitt- hvað ofan eftir skriðunum, og væri það hvers manns bani. Rákina þorði eg aldrei að ganga og ekki heldur pilturinn, sem með mér var; en það vissi eg þó, að Páll bróðir minn hafði gengið rákina og einir tveir eða þrír aðrir, sem eg hafði heyrt getið um. Við sátum yfir á klettahjalla, sem heitir Grenishjalli og héldum fénu í Hvamminum inni frá Hjall- anum. Stundum vildi það rása út fyrir hjallann, en við gættum þess að láta það ekki fara of langt aust- ur yftir, því að þá hefði einhver óþægöarrollan verið vís til að rása út sandrákina undir Halakletti, en þá leið treysti hvorugur okkar sér á eftir þeim. Heiðin þarna út frá er rétt uppi undir fjallsbrún, og vildu ærnar stundum rása upp á brúnir, en þangað var örstutt og greiðfært. Heiðin er sunnan i f jall- inu og er grösug, en frambrúnin á henni myndast af snarbröttu kletta- belti, en þar fyrir neðan ýmist skriður eða meira eða minna gróin brött brekka alt ofan undir sjó. ÖIl klettabelti á austfjörðum eru hæst yzt við sjó, en svo ská-hallar þeim inn eftir. Niöur gegn um þessi klettabelti voru sumstaðar sprung- ur eða'gjótur, snarbrattar og oft lausagrjót á botninum. Sumar voru greiðfærar upp og niður, aör- ar torfærar eða illfærar. Varla var nokkur sú gjóta, sem eg rynni ekki upp og niður eins og köttur. Var ég stundum á ótrúlega skömmum tíma kominn ofan úr heiði og þvert niður að sjó og svo beint upp i heiði aftur. Svona gekk nú nokkra daga alt vel og slysalaust. En svo átti eg að fara að spara piltinn, sem meö mér var, og átti eg þá að fara að hafa með mér stelpukrakka, yngri en eg var. Við rákum féð út í heiðina og lofuðum ánum að dreifa sér á beit. Þegar okkur þótti þær rása of langt í einhverja átt, fórum við fyrir þær, en vöruðumst þó að hnappsitja þær. Um kvöldiö, er heim skyldi hakla, taldi eg ærnar, og fanst þá vanta 5; sá eg þær uppi undir fjallsbrúninni og sótti þær. Þegar við komum heim á kvia-ból og höfðum kvíað ærnar, komu mjaltakonurnar og urðu þess fljótt varar, að þar voru 7 geldkindur í hópnum. Kom það þá upp úr túrn- um að 7 ærnar vantaði. Eg stóð fast á því að eg hefði komið með féð alt með réttri tölu. En hitt varð nú bert, að eg þekti ekki kvíá frá sauð, hvað þá geldri á. Næsta dag var fjósamaðurinn látinn fara með mér í hjásetuna; hann var gamall maður og nærri blindur; við sátum yfir um daginn og þegar kindurnar rásuðu eitthvað, sagði karlinn við mig: “Sjóna þú; eg skal sækja”. Þetta var nú eig- inlega öfugt við það sem með þurfti; eg var ólatur til að hlaupa fyrir og sækja. Til þess þurfti eg ekki hjálpar meö. En karlinn heföi heldur átt aö vera betur fær en eg um að “sjóna”; eg sá að vísu, þeg- ar kindur höfðu rásað úr hópnum, en af því að geldkindur voni líka í fjallinu, þá hefði eg þurft að þekkja þær frá kvíám, því að þær gátu vel hlaupið aman við. Einar gamli sótti nú alt sem eg “sjónaði”. Afleiðingin varð, að um kveldið komum við ekki öllu fénu i kvíarn- ar; það var orðið svo margt; því að við höfðum meðferðis ekki aðeins allar kvíærnar með tölu, heldur og yfir 20 geldf jár með. Það þótti nú auðséð, að við Einar gamli dygðum ekki til þessa starfa og varð að taka aftur til yfirsetunnar unglings- piltinn, sem verið hafði með mér fyrstu dagana, og varð hann að sitja yfir um sumarið. Hann þurfti min auðvitað ekki meö, svo að eg fór aðeins með honum í yfirsetuna að gamni mínu, þegar gott var veð- ur. Til nestis í hjásetunni höfðum við venjulega harðfisk, smjör, kjöt KAUPMANNAHAFNAR Vér ábyrgj- umst það a< vera algjörleg hreint, og þa< bezta tóbak heimi. M U N N T Ó B A K Ljúffengt og endingar gott af því það er búið til úr safa- mikluenmildu tóbakslaufi. og flatbrauð og svo hvor okkar litla “spennu” með skyrhræringi og mjólk, og tíndum við okkur venju- lega ber út í spónamatinn. Spóna- matur er líka alment kallaður “vökvun” fyrir austan. Spennan var lítill stampur með tveimur eyr- um; var skarðið mjórra ööru megin °g gengu rendurnar þar inn í skoru á eyranu, en hitt skarðið á lokinu var mátulegt utan um hitt eyrað, og var gat á eyranu, sem trépinna svo var stungið í gegn um og gekk hann inn yfir lokið. Á lokinu miðju var handarhald til að halda á spenn- unni. Eftir því sem eg gizka á, mun spennan hafa verið um 8 þuml. á hæð, botninn um 4)4 þuml. aö þvermáli, en að ofan mun víddin hafa verið um 6 þuml. — Þegar fólk þurfti að hafa mat með sér á engjar, hafði hver maður venju- lega. slíka spennu undir vökvun sina. Hornspónn var hafður í skeiðar stað með hverri spennu. Það var siður í þá daga, að hver maður á heimilinu átti sinn spón. Framan af sumri var setiö yfir ánum í heiðinni. Siðan voru þær hafðar út með sjó á undirlendinu neðan við Staðarheiði; oftast á Læknum svokallaða, milli Staðar- skriða og Hafnarnesskriða; stöku sinnum fáa daga á landsendanum, sem er fyrir innan Staðarskriður, en utan Skálavík. (Frh.). Islenzkt námsfólk Skólaprófin eru nýlega afstaðin hér í fylkinu og hafa allmargir ís- lendingar tekið próf við ýmsa skóla. Sumir þeirra hafa skarað langt fram úr og áunnið þannig Islend- ingum heiöur og sjálfum sér virð- ingu. Má þar allra fremstan telja Stefán Guttormsson, hinn alkunna námsmann, sem nú hefir fengið tvo heiöurspeninga úr gulli við sama prófið. Prófin hafa farið eins og hér segir. VERÐLAUN. Stefán Guttormsson. 1. Heiðurspening úr gulli sem háskólinn veitir. 2. Heiðurspening úr gulli (Joseph Doupe Gold Medal) fyrir hæstu einkunnir saman- lagðar þriðja og fjórða árs. Einar Skafel. önnur verðlaun í stærðfræði þriðja árs, $100. Jón S. Arnason. Fyrstu verðlaun í lækninganámi annars árs $80. Próf í fögrum listum (Arts). Fyrsta ár. Einkunnir. r. Árni Eggertsson (þrjár greinar eftirj............III. 2. Valgerður Sigurðsson .. .. II. 3. Valentinus Valgarðsson (em grein eftir)................H. 4. Anna Westman................H. Annað ár. Eink. 1. Francis V. Carson (ein grein eftir)................ ..II 2. Einar Long..................II 3. Frank Frederickson.........II Tveir hinir síðasttöldu tóku próf um jólin í vetur, gengu svo í herinn og fá fult ár án frekara prófs. Þriðja ár. Eink. 1. Ásta Austmann.........IB 2. Einar Skafel................IA Fjórða ár. Eink. i.Jórunn Hinriksson............IA 2. O. jT’ Anderson tók próf í þrem- ur greinum (rafmagnsfræði, seg- ulfræði, ljóss- og hitavísindum). Lceknisfrœði. Annað ár. Eink. 1. Jón S. Árnason............IA 2. Kristján Ba.ckmann........II Lœknisfræði. Annað ár. Eink. 1. Jón S. Árnason............IA 2. Kristján Backmann.........II 3. Thorbjörn Thorlaksson .. .. IB 4. Steinn O. Thompson (tók próf í tveimur greinum aðeins) IA Þriðja ár. Eink. 1. Sigurgeir Bardal..........I-B Fimta ár. Eink. 1. Sveinn E. Björnsson .. ... .IB Verkfræði. Annað ár. Eink. 1. Bernhart Ingimundarson ... II 2. Ágúst Oddleifsson (ein greiw eftirj . . . ................IB Fjórða ár. Eink. 1. Stefán Guttormsson.........IA Francis O. Carson er íslenzk að móðurinni, sem er Björg systir Árna Andersonar og þeirra syst- kina. Jórunn Hinriksson (í förgum listum), Stefán Guttormsson (í verkfræði) og Sveinn E. Björnsson (\ læknisfræði) voru einu nemend- urnir sem útskrifuðust. Eftir því sem vér vitum bezt, hefir aðeins einn íslendingur fallið alveg við prófin. Það er eftirtektavert og sorglegt hversu miklu færri Landar hafa stundað nám við háskólann en að undanförnu. Svo er að sjá sem áðaleinkunnir þeirra sem próf hafa tekið í fögr- um listum séu heldur lægri en í meðallagi að meðaltali. Aftur á móti eru einkunnir þeirra sem próf hafa tekið í verkfræði og læknis- fræði hærri en í meðallagi. Fyrir upplýsingar í sambandi við prófin erum vér sérlega þakklátir Jóni S. Árnasyni. Ný skipun. Ruthan herforingi hefir gefið út þá yfirlýsingu að engri herdeild í 10. herhéraöinu veröi leyft að fara til Hughes herstöðvanna í sumar nema því aðeins að hún hafi að minsta kosti 600 manns. Skorar hann fastlega á allar deildir að gera sitt ítrasta til þess að ná þessari tölu sem allra fyrst. Þær deildir sem ekki gera það verða ef til vill sameinaðar öðrum deild- um, sem eins stendur á fyrir. Með þvi að fimm deildir eru þeg- ar í Winnipeg, þarf 1000 manns enn þá, til þess að þær fái allar að fara tii Hughes herstöðvanna, sam- kvæmt þessari reglu. Yfir 6000 nýrra manna þarf alls til þess að fylla Winnipeg deildirnar. Það er talið æskilegt að Skandi- navar gengju svo ört í herinn að þeirra deild verði ekki eftirbátur annara og þurfi ekki að sameinast neinni annari. |U» ij Smyrjið brauð barnanna !íi iii !il *il IP l N íf I jpWARDSBURQ A IPWH °orn syr^ með “Crown Brand” kom sýrópi. Hafið það út á ‘morgungraut- !i) inn þeirra. j Það er svo ódýrt — og holt — j og lostætt. i '!! HJÁ ÖLLUM MATVÖRUSÖLUM í 2, 5, 10 og 20 punda dósum. !!íaiíii:!i!!!i!!!iil!'!ii:.'i!i|liiiii!!!:i!!!il!!!'iij!!i!!!!llii!l!i!i!!!i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.