Lögberg - 18.05.1916, Blaðsíða 8

Lögberg - 18.05.1916, Blaðsíða 8
8 LÖGBEBÖ, FIMTUDAGINN 18. MAI 1916. The Swan Manufacturing Cn. býr til hinar velþektu súgræmur „Swan Weather Strips“. Gerir við allskonar hús- gögn. Leysir af hendi ýmiskonar trésmíð- ar. Sérstök athygli veitt flugnavírsgluggum hurðum og sólbirgjum (Verandas). Vinnustofa að 676 Sargent Ave. TrIs. S. 494 HALLDOR METHUSALEMS Eg hefi nú nægar byrgíir af “granite’’ legsteinunum “góSu” stööugt viö hendina handa öllum, sem þurfa. Svo nú ætla eg aö biöja þá, sem hafa verið atS biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, að finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins vel og aðrir, ef ekki betur. Yðar einlægur. A. S. Bardal. Or bænum Guömundur Sigurjónsson leik- fimiskennari hefir gengið í liknar- deild hersins ("223. deildarinnar). Baldvin Guðmundsson frá Narrows var á ferð í bænum í vik- unni sem leið, og fór heimleiðis aftur á föstudaginn. Séra K. K. Ólafsson frá Moun- tain kom hingað í vikunni sem leið til þess að vera á skólaráðsfundin- um. Halldór Jóhannesson trésmiður fór norður í Mikley á mánudaginn og verður þar um tíma, býst við að vinna þar að húsasmíðum. Kona séra Haraldar Sigmar og tveir bræður hennar Friðrik og Hálfdán komu til bæjarins á föstu- daginn til þess að vera við giftingu Octaviusar bróður síns. Wynyard Advance segr frá því að systurnar Þorbjörg og Lilja Eyrikson, dætur Sigurjóns Eyríks- sonar hafi tekið kennarapróf Ýorkton 8. og 9. marz. V. B. Hallgrímsson frá Wynyard kom til bæjarins i fyrri viku með systur sinni húsfrú F. S. Finnson. Hún kom hingað til lækninga; var skorin upp við botnlangabólgu fyrra föstudag. Dr. Brandson gerði uppskurðinn. Theodor Þórðarson frá Mikley var á ferð í bænum; kom fyrir helgina og fór aftur á mánudaginn. Hann var að kaupa efni í hús sem hann ætlar að fara að byggja. Vorstökur 1916. Sólar æðar allar blæða, yfir hæðir, grund og dal, lifna kvæði, lækir flæða, ljósin bræða jökul sal. Skína tindar, roðna rindar, runnar mynda fríðan kranz, blíðir kynda vorsins vindar von og yndi hjarta manns. Eftir kvíða hels og hríða, hjarn og stríðið blóði skráð, vorsins tíðin vonar blíða veitir lýðura himins náð. Meðan þjóðir baðast blóði, brendar glóð sem heimskan ól, blómin góðu guðs úr sjóði glitra rjóð við dagsins sól. M. Markússon. Goodtemplarar! Næsti fundur stúkunnar Heklu á föstudaginn 19. maí, verður skemtifundur og fróðleiksfundur. Séra Rögnvaldur Pétursson flytur fyrirlestur. . .Fleyra verður til skemtunar. Þess væri óskandi að 1 allir Goodtemplarar sæktu fundinn. Það mundi engan iðra þess. Red Cross. Kvenfél. “Hlín”, Markland $5.00 Geo. Goodman, Winnipeg . . 5.00 Frá J. H. Johnson, Dog Creek, Man sem ágóða af samkomu undir umsjón Goodtemplara- stúkunnar “Djörfung” .. $112.50 T. E. Thorsteinson. Féhirðir ísl. nefnd. í æfiminning sem nýlega birtist í Lögbergi er sagt að Albert Þiðriks- son og Elin kona hans hafi búið á Hólum í Hjaltadal, en það er ekki rétt, Albert var þar vinnumaður. Johann Stephanson frá Kanda- har kom til bæjarins á fimtudaginn ; var hann að leita sér lækninga og var skorinn upp á laugardaginn; gerði Dr. Brandson uppskurðinn. Stephanson sagði að ofsarok hefði verið þar vestra á sunnudaginn og hefði sumstaðar tæplega sést í heið- an himininn fyrir moldroki þegar stormhviðurnar voru sem verstar. Stephanson var búinn að sá hveiti í rúmar 500 ekrur; kvað hann sán- ingu langt komna. En illa þótti honum líta út á sléttunum vestur af Winnipeg, þær voru allar blaut- ar og svo að segja hvergi hreyfður plógur. Jón Ámason læknaskólanemi kom til bæjarins á laugardaginn og fór aftur á mánudaginn. Hann er bamakennari á Vestfold, eins og fyr er frá skýrt. Jarðarför húsfrú H. Skaftfeld fór fram á föstudaginn eins og aug- lýst hafði verið. Tvær ræður voru fluttar á heimilinu og aðrar tvær i kirkjunni, sin af hvorum grestanna séra F. J. Bergmann og séra Bjarna Þórarinssyni, á báðum stöðum. Auk þess söng ungfrú Halldóra Friðfinnsson “Tárið” í kirkjunni. Fjöldi fólks var við jarðarförina, eins og vænta mátti. Valdimar Jónasson, ungur mað- ur sonur Júlíusar Jónassonar tré- smiðs hér í bænum og Kristínar konu hans, lést á almenna sjúkra- húsinu á laugardaginn var eftir langa legu. Hann var jarðaður á mánudaginn af séra F. J. Berg- mann. Kveldguðsþjónustan i Skjaldborg á sunnudaginn verður sérstaklega tileinkuð unga fólkinu; auðvitað eru alþ'r velkomnir eins og vant er, en unga fólkið einkum ámint um að koma. Guðsþjónusta verður einnig haldin að morgninum kl. ix. Tvitug stúlka i Winnipeg, sem Torrenia Skobleska heitir, játaði það á sig fyrir rétti fyrra miðviku- dag að hún hefði borið út bam sem hún hefði alið. Séra Bjami Þórarinsson frá Langruth og kona hans komu til bæjarins á fimtudaginn til þess að vera við jarðarför húsfrú H. Skaftfeld. Séra Bjarni býst við að leggja af stað alfarinn heim til ís- lands með fjölskyldu sína síðari part sumars. Hann fór norður til Langruth aftur á sunnudaginn og verður þar um stund, en kona hans fór norður að Gimli. þangað fer hann einnig innan Skamms og bú- ast þau hjón við að dvelja þar um tíma í sumar. S - J-O-N-L-E-I-K-l-R “LYGASVIPIR” leikur í 2 þáttum eftir Arna Sigurðsson ---------og--- “VARASKEIFAN” gamanleikur í 3 þáttum eftir Erick Böghe verða endurteknir í síðasta sinni í GOODTEMPLAR HUSINU OQ ÞRIÐJUDAGSKVELDIÐ .. lYiai Johnstons Orchestra spilar m.lli þátta. INNGANGUR 35 cts. Byrjar klukkan 8 e. h. Aðgöngumiðar aðeins seldÍT við innganginn.—LEIKNEFNDIN í bréfi frá Thos. H. Johnson segir hann frá því að hann hafi tækifæri að afla sér margra og merkilegra upplýsinga þar sem hann er á þingi í Cincinati viðvíkj- andi bættri meðferð á föngum að ýmsu leyti. Það mál er að fá byr undir báða vængi og er það vel farið. Snorri Jónsson frá Islendinga- fljóti kom til bæjarins á mánudag- inn og fór heimleiðis aftur á þriðjudag. Almenna vellíðan sagði hann þar nyrðra. Bréf kom nýlega frá Capt. J. Bergmann, sem er i hemum austur í Evrópu; lætur hann illa af ýmsu þar eystra og er alls ekki ánægður. Vinnukona óskast; enginn þvott- ur né línsléttun ólroning). Upplýsingar að 438 Assiniboine Ave. Talsími Main 4105. Guðmundur Sigurjónsson Ieik- fimiskennari fór vestur til Lög- bergs og Vatnabygða á sunnudags- kveldið og verður þar nokkra daga. “Lygasvipir” og “Varaskeifan” verða leikin í Goodtemplarahúsinu á þriðjudagskveldið 23. þ. m. Þeir munu hafa verið margir sem ekki sáu nýja leikinn en gjama hefðu viljað vera þar, ef ástæður hefðu leyft. Nú gefst tækifærið í siðasta sinni og ættu menn að nota það. Dr. Guðmundur Finnbogason og Jón Bildfell fóru út til Lundar og Grunnavatnsbygðar í vikunni sem leiö; hélt Guðmundur þar fyrir- lestra á ýmsura stöðum. Þeir ætl- uðu út til Hayland og Narrows, eins og auglýst hafði verið, en komust ekki lengra en til Ashem, urðu þá a® snúa aftur, því vegir vom gersamlega ófærir. Þeir Guðmundur og séra B. B. Jónsson fóru á sunnudagskveldið vestur i þingvallabygð og vatnabygðir. Steingrimur Octavius Thorlak- son, sonur séra Steingríms Thor- lakssonar, og ungfrú Carolina Thomas, dóttir Guðjóns GuIIsmiðs voru gefin saman í hjónaband á föstudaginn var. Brúðhjónin fóm til Selkirk eftir hjónabandið til þess að heimsækja foreldra brúðgum- ans. Jón Þorsteinsson og Ágúst Ámundason frá Mikley vom á ferð í bænum á laugardaginn. Jón var að leita sér lækninga hjá Dr. Jóni Stefánssyni. Hann fór heim aftur i gær. Alt það bezta sagði hann þar að utan; íbúum eyjarinnar hefir fjölgað mjög upp á síðkastið, hafa margir tekið þar heimilisréttar lönd nýlega, og eru það alt íslendingar. John Lae eigandi St. Regis hó- telsins', hefir nýlega verið kærður hvað eftir annað fyrir lögbrot; hefir hótelinu verið lokað öðru hvoru, en hann altaf brotið jafn- harðan aftur. Tveggja ára gamall drengur sem Harold Buchanan hét að 893 Ash- burn stræti andaðist fyrra miðviku- dag af afleiðingum þess að hann helti yfir sig sjóðandi vatni. Piltbarn nýfætt fanst i St. Marys kirkjugarðinum í Fort Rouge fyrra þriðjudag. Hafði barnið verið borið út, en það sást við likskoðun að það hafði fæðst andvana. Enginn veit um for- eldrana. Thos. H. Johnson ráðherra fór suðvestur að hafi og til Cincinati í vikunni sem leið og verður þar tveggja vikna tima. Hann fer þar á þing um vegabætur og bætta með- ferð á föngum. Ingvar Jónsson frá Geysi kom til bæjarins fyrra föstudag; var hann að koma með Guðnýju móður sína til lækninga til Dr. Brandsson- ar. þau fóm heim aftur á þriðju- daginn og er hún á góðum bata- vegi. Þau létu mikið af því hversu vel Dr. Brandssyni hefði farist við þau í alla staði. í dánarfregn Sigríðar dóttur Árna Jónssonar í Selkirk í Lögbergi 27. apríl er sagt að hún hafi verið systir Stefáns J. Stefánssonar, en það átti að vera systir Stefaníu konu Jóns Stefánssonar. Fred Conrad Dalman hljómleik- ari og kona hans, sem dvaláð hafa í Edmonton í vetur, komu alflutt hingað á mánudaginn var. Jón Dalman bróðir hans ásamt konu sinni og bömum hefir verið í Prince Albert í vetur og eru þau einnig al- flutt hingað aftur. Ritdómur. Yrkir níð af mliklum móð mannúð fótum treður. Fávís gapi glæpa ljóð grönnu viti kveður. Helgi Jóhannsson frá Árnesi kom til bæjarins á mánudaginn og fór heimleiðis aftur næsta dag. Joseph Petursson og Guðrún Margrét Goodman, bæði frá Gimli, voru gefin saman í hjónaband 11. þ. m. að 493 Lipton St. af séra R. Marteinssyni. J Glaðar stundir f Svo var mikið frost og kuldi i fyrradag og gær og þykkur ís var á vatni og reglulegt vetrarveður. 400 ökumenn gerðu verkfall á fimtudaginn hjá jámbrautar félög- um C. P. R.; C. N. R. og G. T. P. Krefjast þeir hærri launa. Þeir hafa um $2.00—$2,25 en fullyrða að ekki sé mögulegt að lifa á minna en $2.50 á dag og heimta það alla daga að sunnudögum meðtöld- um. Börnin í Winnipeg hefðu átt glaða stund við snjókast fyrra mið- vikudag, ef ekki hefði verið kuldi og óstætt veður af roki. 78. herdeildin fór af stað áleiðis til Englands fyrra mánudag. Með þeirri herdeild fóru þessir tslend- ingar: Alexander Daviðsson frá Baldur, Conráð Sigtryggsson frá Glenboro, Pétur Goodman frá Glenboro, Páll Pálsson frá Glenboro, Egill Stephansson frá Winnipeg, Oskar Goodman frá Winnipeg, Oskar Finnbogason frá Winnipeg, Bjöm Hjörleifsson frá Isl. fljóti —Lögberg óskar þessum Löudum góðs gengis og heillar afturkomu að unnum sigri. Jón Halldórsson frá Sinclair kom til bæjarins fyrra mánudag og fór heim aftur á fimtudaginn. Hann sagði góða líðan þar ytra, sáning stóð yfir og var langt komin. íslendingar eru fremur fámennir í þeirri bygð, tóku margir heimilis- réttar lönd þar fyrrum en hættu við þau sumir og aðrir seldu. Hall- dórsson er gamall Argyle maður, var þar í 12 ár, en þrjátíu ár hefir hann verið í þessu landi og samt er íslenzka ekkert ryðguð á tungu hans. Jóhannes Baldvinsson frá Beck- ville var hér á ferð á þriðjudaginn og fer heim aftur næsta sunnudag. Hann kvað hveitisáningu langt komna þar í kring og land miklu þurrara en þegar nær drægi Winni- peg- Vér viljum vekja athygli fólks hér í borginni á útsölu þeirri sem haldin veTður í Skjaldborg tvö næstu kvöld (Yimtudags- og föstu- dags kveld). Þar eru margir nyt- samir munir og eigulegir til sölu og ýmsar fáséðar hannyrðir sem kon- uranr í Skjaldborg hafa nú í lang- an tíma veríb að undirbúa. Einnig verða þar ýmsar góðgerðir handa öllum sem koma. Gunnlaugur Martin frá Hnau*- um var á ferð i bænum á mánuaag- inn og fór heim aftur á þriðjudag- inn. Hann kvað bleytur miklar þar nyrðra og sáningu ganga seint; sumir engu búnir að sá, aðrir ný- byrjaðir, svo að segja engír búnir. Munið eftir “Lygasvipum”, nýja leiknum, sem auglýstur er á öðrum stað i blaðinu. Björn Pétursson hér í bænum og Sigurður Jónsson frá Bantry Norður Dakota hafa báðir gefið Lögbergi þær upplýsingar að sein- ustu sumar páskar hafi verið 1905, en næstu þar á undan 1886. Enn fremur kveður Björn næstu sumar páska verða 1943. Góupáskar segir hann að hafi verið síðast 1913 og verði þeir aðeins einu sinni aft- ur á þessari öld, 4tið 1970. Sér Steingrímur Ttorláksson frá Selkirk var á ferð i bænum fyrir síðustu helgi; var hann hér á skóla- ráðsfundi sem haldinn var á fimtudaginn. Hrólfur Sigurðsson kaupmaður frá Ámesi kom hingað í verzlunar erindum á mánudaginn og fór heim aftur næsta dag. Sagði hann sömu fréttírnar þaðan og Gunnlaugur Martin frá Hnausum; sáning geng- ur afar illa bæði vegna bleytu og kulda. Verzlun sagði hann að hefði verið allgóð í Árnesi í vetur, en væri fremur dauf um þetta leyti. Þar eru nú fjórar verzlanir alls. Nýkomið er bréf frá E. Bald- vinssynii frá Evrópu. Lætur hann vel af líðan sinni að öllu nema því að hann hefir ekki enn fengið ýmislegt er honum hefir veríð sent. Hann vinnur við að flytja stórar kúlur. I. ;Bamasamkoma var haldin í Skjaldborg fyrra miðvikudagskveld. Voru það einungis börn sem þátt tóku í skemtiskránni og var mesta unun á að horfa og hlusta. Kenn- arar sunnudagaskólans höfðu æft bömin i mörgum flokkum til alls- konar skemtana, svo sem söngs, hljóðfærasláttar, íþrótta, samtals og leikja. Til þess að æfa þannig börn þarf mikla lipurð og þolinmæði, langan tíma og sérstaka fyrirhöfn. Það er ekki nema fáum gefið að geta unnið meðal barnanna svo að notum komi, en það er þó meira virði en margur hyggur. Það skemtilegasta á þessari sam- komu var æfing, sem nokkrar stúlk- ur sýndu, þar sem þær fléttuðu saman langar ræmur klæðis í þrem- ur litum, rautt, hvitt og blátt. flétt- uðu það einungis með því að stíga léttan dans á vissan hátt; þegar það var gert röktu þær fléttuna upp aftur á sama hátt. Þetta tók langan tíma og mikinn setning, en þó fibaðist stúlkunum aldrei, þrátt fyrir það að þær stigu dansinn við- stöðulaust. Slikar æfingar eru bæði fagrar og nytsamar, þar sem fylgjast verður að liðugur líkami og hugsanafesta. Það er því ment- andi, auk þess sem það er skemt- andi. Það er víst að menn skemtu sér vel við þetta tækifæri og mun margur hafa færst í anda til bemsku sinnar og óskað þess að vera orðinn bam aftur. Það er fátt sem þíðir hugann betur og ylj- ar hann en það að horfa og hlusta á saklausa bamagleði. “Því hvað væri oss lífið þá lengur ef litum ei hlæjándi bam? Sem frjóvana firnindi að baki, og framundan gróðurlaust hjarn." II. Fyrirlestur um Island flutti enskur maður á sunnudaginn var i Hjálpræðisherskastalanum á Elgin Ave. Maðurinn heitir Souuton og er yfirmaður hjálpræðishersins hér í fylki. Hafði hann komið til Is- lands árið 1906 og auðsjáanlega veitt því athygli sem fyrir augun bar og fest það i minni sem honum hafði verið sagt. Hann er eini út- lendingurinn sem vér höfum heyrt tala um ísland án þess að fara með nokkrar fjarstæður. Hafði hann farið heim með skip- inu Láru og fengið versta veður. Samferða honum frá Engl. varð H. Hafstein fyrv. ráðherra og hafði hann gefið honum margar upplýs- ingar og búið augu hans, eyru og tilfinningar undir það að taka á móti ‘því sem hann mætti þegar hann kæmi til Islands. Er slíkur undirbúningur mikils virði fyrir ferðamann. Hafsteinn hafði meðal annars sagt honum frá því—eins og satt er—að Island væri eitt hinna fáu landa í heimi sem ekkert skuldaði. Áður hafði ræðumaður vitað það að ísland var land sagnafróðleiks og skáldskapar, vísinda og bók- menta. Stjórnarfarinu lýsti hann einkar einkennilega; kvaöst hann hafa sannar sögur af þvi að þjóðin væri mesta pólitíska þjóð sem sólin skini á. Þar væru svo skiftar skoðanir að fjölda margir flokkar væru í hverri þingdeild og ekki nema 2—3 í mörgum flokkum — jafnvel ekki nema einn í sumum. Þetta kvað hann lýsa sjálfstæði og einstaklings karakter. Þar teymdi ekki hver annan, eins og víða ætti sér stað annarsstaðar. Mikið fanst honum um það hve mikla áherzlu landsmenn lögðu á það að halda málinu óblönduðu og islenzku. Sagði hann þess mörg dæmi, svo sem þessi: Þegar þráð- laus sambönd komu heim þangað var ekki tiltök að kalla það “Traad- löse Telegraf”, sem er danska nafnið. Það var sama sem guð- last á íslandi. Það varð að búa til nýtt orð íslenzkt; og það var loft- skeyti. Sama var að segja þegar reiðhjól komu þangað; þau heita á dönsku “Cykkel”, en það hneyksl- aði íslenzku eyrun. Annað orð varð að smíða íslenzkt og þvi var búið til orðið hjólhestur. Þegar fituefni það var fyrst flutt til íslands er “Margarin” kallast, varð enn að smiða nýtt orð, og þá fæddist orð- ið smjörlíki. Souuton hélt því fram að íslendingar sýndu afar- miikla list í því hevrsu orðhagir þeir væru; orðin næðu svo undur vel hugtakinu. Eitt af því allra merkasta þegar um sögu landsins væri að ræða þótti honum það að á annað þúsund ár væru liðin síðan íslendingar hefðu haft þjóðstjóm; Englendingar t. d. sem teldu sig fremsta í þjóðstjórnarhugmyndum yrðu þar að líta upp til íslendinga sem lærifeðra og fyrirrennara. Lýsti hann þvi hvernig menn hefðu komið saman á Þingvelli í fyrri daga, samið þar lög og útkljáð mál sín. Um alt stjórnarfar lands- ins til forna hafði H. Hafstein sagt honum vel og greinilega. Sem eitt merki um vísindaleg ein- kenni þjóðarinnar nefndi hann fjár- mörkin og markatöflurnar. Kvað hann það undrun sæta að allar kind- ur í landinu væru þannig merktar á eyrunum að hver eigandi gæti helgað sér sína kind; væru þetta regluleg vísindi, enda til lærdóms- ríkar bækur, sem ekki fjölluðu um neitt annað en fjármörk. Hann lýsti laugunum í Reykja- vik, þessum opinberu þvottahúsum þar sem allir hafa jafnan aðgang að, hvort sem þeir eru æðri eða lægri, rikari eða fátækari. Kvaðst hann hafa staðið undrandi þar sem hann horfði á þetta eilífsjóðandi vatn í hinum sjálfgerðu kötlum þar sem kynt var undir í iðrum jarðar- innar og aldrei kólnaði. Það þótti honum illa farið að ekki skyldu vera nema 80,000 íbúar á landinu i stað þess að þar gætu auðvekllega 500,000 lifað góðu lífi. Aðeins fáeinir innlendir bátar væru þar sem afla flyttu i Iand úr gull- kistunni miklu, en megnið af fisk- inum væri rifið upp af útlendum þjóðum og flutt í burtu. Tölumaður sagði frá ýmsum sið- um á íslandi er honum þóttu ein- Fáið nýia fl—«■■■— O' Gerið hæg- listann KnilQl I.PnUfll S» 113 ara fyrir okkar | IIUjul Ul UvVlllla|Ju við þvott- Coupons og umbúðir eru mikils virði, geymið þær og eignist ókeypis verðlaun. Verðlaun sem geíin eru eru valin með mestu fyrir- hyggju og ætíð reynt að fá beztu vöru sem fáanleg er. Vér höfum nýlega gefið út nýjan verðlista, eignist hann—hann kostar ekkert. 011 verðlaun, sem sýnd eru á listum er út hafa verið gefnir fyrir maí 1916, eru nú afturkölluð. og geta ekki fengist. Pegar þér pantið verðlaun þá veljið 2, svo enginn drátt- ur verði á sendingu. IHE ROYAL CROWN SOAPS Limited PREMIUM DEPARTMENT WINNIPEG, MAN. Norsk-Ameriska Linan Ný og fullkomin nfltltSar grufu- skip til póstflutninga og farþega frð. New York beina leið til Nor- egs, þannig: “Kristianafjord” 3. Júnl. "BERGENSFJORD”, 24. Júni “Kristianafjord” 15. Júll. “Bergensfjord”, 5. Agúst. "Kristiansfjord” 26. Ágúst. “BERGENSFJORD,” 16. Sept. Gufuskipin koma fyrst til Bergen 1 Noregi og eru ferC'lr tll |slands þægilegar þaCan. Farþegar geta fariC eftir Balti- more og Ohio járibrautinnl fr& Chicago til New York, og þannig er tækifæri aC dvelja I Washlng- ton &n aukagjaids. LeaitiC upplýstnga um fargjald og annaC hjá HOBE & CO., G.N.W.A. 123 S. 3rd Street, Minneapolis, eða H. S. BARDAL, 892 Sherbrooke Street, Winnipeg. C. H. DIXON, Lögfrœðingur, Notary Public Lánar peninga, Rentar hús, Innheimtir skuldir 265 Portaae Ave. Tals M 1 734 Winnipeg Ef eitthvað gengur að úrínu þínu þá er þér langbezt að senda það til hans G. Thomas. Hann er í Bardals byggingunni og þú mátt trúa því að úrin kasta ellibelgn- um í höndunum á honum. YFIRKENNARA vantar við Lundar Cons. skóla No. 1670, ár- langt, frá 5. september næstkom- andi. Umsækjandi verður að hafa fyrsta eða annars stigs “Profes- sional Certificate” og tilgreina æf- ingu, aldur og kaup. Tilboðum sint fram til 20. júní næstkomandi. D. J. Lindal, Sec. Treas. Lundar, Man. kennilegir. Þegar menn mættust kvað hann hverja spurninguna jafnan reka aðra, svo sem þessar: “Hvað heitirðu? Hvaðan kemurðu? Hvert ætlarðu ? Hvað er að frétta?” Svona kvað hann fróðleiksfýsnina koma fram í daglegu lifi og um- gengni manna hvers við annan, enda væri íslenzka alþýðan einkar fróð. Menn hittust þannig uppi á heiðum eða öræfum, spyrðust frétta og fengju þær og bæru þær svo hver heim í sitt hérað. Það þótti honum fallegt orðatil- tæki að þegar þakkað væri fyrir mat eða guðað á glugga, þá væri svarað: “Guð blessi þig”. í sam- bandi við það fór hann út í saman- burð á enskri tungu og íslenzkri og komst að þeirri niðurstöðu að Vikingarnir fomu hefðu haft afar- mikil áhrif á þá tungu sem nú væri töluð á Bretlandi; t. d. mintist hann á þann auðsæja skyldleika sem væri með orðinu blessun á íslenzku og “blessing” á Ensku. Að endingu mintist hann á ferð- ir hinna fornu Islendinga, hversu víða þeir hefðu siglt um höf og hversu mikinn orðstýr og góðan þeir hefðu getið sér. Fór hann nokkrum orðum um landafundi þeirra og kvað það heiður mikinn oss íslendingum að Eiríkur rauði hefði verið fyrsti hvíti maður sem fæti sínum hefði stigið á land í þessari álfu. Séra B. B. Jónsson stýrði sam- komunni; flutti stutta og velvið- eigandi ræðu um áhrif Hjálpræðis- hersins og það mikla verk er hann hefði leyst af hendi í öllum löndum heimsins. Þar væru þeim opnastar dyrnar sem mesta hefðu þörfina. Kvaðst hann minnast þess þegar hann hefði verið drengur hér í bæ að grunsemdar- og tortrygnis aug- um hefði verið litið á þetta nýja félag, en sem betur færi hefði það nú fyrir löngu hlotið verðuga við- urkenningu. Þess má geta að Souuton mintist á að íslendingur hefði fyrst unnið að stofnun Hersins á Fróni. ÞaS var Þorsteinn Davíðsson bróðir R. J. Davidson hér i borg. H. EMERY, homl Notre Dame og Gertie sts. TAIjS. GAIIRY 48 ÆtliC þér aC fiytja yCur? Eí yCur er ant um aC húsbúnaCur yCar skemmist ekki 1 flutningn- um, þ& finnlC oss. Vér leggjum ■érstaklega stund & þ& lCnaCar- greln og ábyrgjumst aC þér verO- 1C ftnægC. Kol og vlCur seR lægsta verCl. Baggage and Express Lœrið símritun LæriC simritun: járnbrautar og verzlunarmönnum kent. Verk- leg kensla. Engar n&msdeiidir. Einstaklings kensla. Skrifið eft- ir boCsriti. Dept. “G”, Western Schools, Telegraphy and Rail- roading, 607 Bullders’ Excliange, Winnipeg. Nýir umsjónarmenn. •AFETV Öryggishnífar skerptir RAZORS Ef þér er ant um að fá góða brýnslu, þá höfum við sérstaklega gott tækifæri að brýna fyrir þig rakhnífa og skæri. “Gilett’s” ör- yggisblöð eru endurbrýnd og “Dup- lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein- föld blöð 2öc. tylftina. Ef rakhníf- ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur sýna þér hversu auðvelt það er að raka þegar vér höfum endurbrýnt blöðin. — Einföld blöð einnig lög- uð og bætt. — Einnig brýnum við skæri fyrir lOc.—75c. The Razor 8 Shear Sharpening Co. 4. lofti. 614 Ðuilders Exchange Grinding Dpt. 333£ Portage Ave., Winnipeg VJER KAUPUM SELJXJM OG SKIFTUM GÖMUL FRIMERKI frá öllum löndum, nema ekkl þeset vanalcgu 1 og 2 centa frá Canada og Bandaríkjunum. Skrlfið á ensku. O. K. PRESS, Printers, Rm. 1, 340 Main St. Winnlpeg Til minms. Fundur í Skuld á hverjum miðviku degi kl. 8 e. h. Fundur i Heklu á hverjum föstu- degi kl. 8 e. h. Fundur i barnastúkunni “Æskon” á hverjum laugardegi kl. 4 e. h. Fundur i framkvcemdamefnd stór- stúkunnar annan þriðjudag í hverjum mánuði. Fundur i Btmdalagi Fyrsto lúterska safnaffar á hverjum fimtudegi kl. 8 e. h. Fundur i Bjarmo fbandal. Skjald- borgar) á hverjum þriðjudegi kl. 8 e. h. Fundur i bandolagi Tjaldbúðar safnaSar á hverjum þriðjudegi kl. 8 e. h. Fundur í Unglingafélagi Onitara annanhvom fimtuoag *i. 5 e. n. Járnbrautarlest til Islendingafljóts á hverjum degi nema sunnu- dögum kl. 2.40 e. h. Járnbrautarlest til Arborgar á hverjum degi nema sunnudögum kl. 5.40 e. h. Járnbrautarlest til VatnabygSa á hverjum degi kl. 11.40 e. h. Reynið hið styrkjandi VOR-MEÐAL NYAL’S við slappleik þeim er þér þjáist af Verð $1.00 WHALEYS LYFJABÚÐ Phone Slwbr. 258 og 1130 Horni Sargent Ave. og Agnes St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.