Lögberg - 18.05.1916, Blaðsíða 3

Lögberg - 18.05.1916, Blaðsíða 3
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 18. MAI 1916. 3 RICHARD HATTERAS Eftir Guy Boothby “Gefiö þér mér fyrst eitthvaö aö drekka”, sagöi hann. “Eg er nærri dauöur af þorsta, og svo skal eg segja alt sem eg veit”. Til allrar lukku haföi eg veriö svo hugsunarsamur, aÖ taka meö mér litla brennivínsflösku, og nú tok eg hana úr vasa mínum og gaf honum góöan sopa. Þaö fjörgaöi hann svo, að hann ætlaði að byrja á sögu sinni, en umsjónarmaðurinn greip fram í: “Áöur en þér byrjiö, lávaröur, verö eg aö gera lög- reglustjóranum aðvart um, aö viö höfum fundið yöur . Hann skrifaöi fáeinar linur á pappírsblaö, og sendi lögregluþjóninn meö það. Sneri sér svo aö Beckenham og sagði: “Lávaröur, látiö okkur nú heyra sögu yöar”. III. KAPÍTULI. Saga lávarðar Bcckenhams. “Þegar.þér yfirgáfuö mig, hr. Hatteras, til aö heimsækja ungfrú Wetherell í Potts Point var eg kyr í hótelinu hér um bil hálfa stund og las i bók. Svo gekk er út til aö hreyfa mig, án þess mér kæmi til hugar aö nein hætta væri á ferö. Klukkan var hér um bil hálf tólf og dagurinn heitur. “Eg gekk frá hótelinu til ferjunnar, og hún flutti mig yfir Darlinghöfnina til Millers tangans. Svo ásetti eg mér aö taka mér langa skemtigöngu, og gekk þvi gegnum bæinn, upp eina götu og niöur aðra, þang- aö til eg loksins kom í grasgaröinn. Þaö sem eg sá þar, var svo fagurt og aölaöandi, aö eg settist á bekk til þess að geta notið þessarar dýröar. Hve lengi eg var þar, veit eg ekki. Eg veit aö eins, aö á meðan eg horföi á hreyfingar herskips úti í firðinum, fann eg af eðlisávísun að einhver horfði á mig. Svo sá eg mann koma gangandi til mín, og settist hann á bekk- inn hjá mér umsvifalaust. Það var lítill, einkenni- legur maöur, ekki ósvipaður Baxter vini mínum, meö slægöarlegt, vel rakaö andlit, grátt hár, loönar auga- brýr og langt og bogið nef. Hann var í fallegum föt- um, og þegar hann talaði, kom í ljós að hann var nokk- uö mentaður. Þegar viö höföum setiö saman um stund, sneri hann sér að mér og sagði: “(Það er mjög fagurt sem vér sjáum hér beint á móti okkur. Finst yöur þaö ekki?” “Jú”, svaraði eg. “Og svo sjáum viö svo margar tegundir skipa”. “Já, það segiö þér satt”, sagöi hann. “Þaö yröi eftirtektavert ástundunarefni, að geta búiö til skýrslu yfir öll þau skip, sem sigla inn og út úr þessari höfn á einum degi—haldið þér það ekki?—aö skrifa niður hvar þau eru smíðuð, hvaöan þau koma, einkenni þeirra sem þau flytja farm fyrir og skipstjóranna, og erindi þeirra víðs vegar um heiminn. Þaö yrði eftir- tektaverð bók, er þaö ekki? Hugsið yður hvaö mikið þaö hefir kostaö, hvaðan peningarnir komu—þeir ríku, sem borguöu hugsunarlaust, þeir fátæku, sem eru eins hræddir viö komu skattkrefjandans og hins vonda sjálfs; hugsið yöur verkstæöið, þar sem það er smíðaö —getiö þér ekki heyrt hvernig naglarnir eru reknir, og óminn frá söngnum, sem gufuaflið knýr áfram? Takiö þér svo norska skipið, sem er að fara fram hjá virkinu. Hugsiö yður hvar það er bygt í hinum fjar- læga Noregi, hugsið yður hvar það hefir verið síöan, hvernig trén í möstrum þess hafa vaxiö upp i skóg- inum utan í hálsunum langs með hinum einmanalegu fjöröum, þar sem kyrðin er svo mikil, aö steinn, sem veltur ofan og út í fjörðinn, gerir eins mikinn hávaöa og þruma. Og lítið þér nú á innflytjenda skipiö, sem kemur meö hægð inn höfnina. Hugsið um manneskj- urnar á því, meö allar sínar vonir og ótta, annaðhvort vissar um gæfuríka framtíð í þessu ókunna landi, eöa efandi um alt. Til vinstri handar sjáiö þér litla skonnortu, sem nú er á leið til Kyrrahafsins. Hugsiö yöur aö eftir hálfan mánuö er hún komin þangað inn á milli eyjanna. Já, það er margt undarlegt, sem viö sjáum—mjög aðdáunarvert”. “Þér virðist að hafa hugsað nákvæmlega um þetta efni”, sagði eg eftir litla þögn. “Já, máske eg hafi gert það”, svaraöi hann. “Eg er mjög hrifinn af lífinu á sjónum, fáir munu vera það eins og eg. Eruð þér ókunnugur hér i Nýju Suö- ur Wales?” “Já, í meira lagi”, svaraði eg. “Eg er kominn hingaö fyrir fáum dögum”. “Einmitt þaö. Þá eigið þér eftir aö sjá marga aö- dáanlega fagra hluti. Afsakiö afskiftasemi mína, er ef þér eruð á skemtiferð, vil eg ráöa yður aö fara til eyjanna, áður en þér snúið við heim á leið”. “Þér eigiö við suðurhafseyjarnar ?” spuröi eg. “Já, hinar töfrandi suðurhafseyjar. Þaö fegursta og aödáanlegasta pláss á guös grænni jörö. Þér fáið fulla borgun fyrir alla fyrirhöfnina að komast þangað”. “Mér þætti gaman að fara þangað og sjá þær”, svaraði eg, sem varð hrifinn af orðum hann. “Máske þér hafiö áhuga fyrir þeim?” sagöi hann. “Já, mikinn áhuga”, sagöi eg. “Ef það er, munuð þér ekki kalla það afskiftasemi aí mér, þó eg bjóðist til að hjálpa yður í því efni. Eg hefi um langan tíma verzlað við fólk á suðurhafs- eyjunum, og eg hefi stórt safn af fögrum hlutum frá eyjunum. Ef þér viljiö gera mér þá ánægju, þætti mér vænt um að mega mæla með yður við það”. “Mér þætti vænt um að sjá það fólk”, svaraði eg, sem fanst hann heidur fljótur til að gera mér slíkt til- boð”. Ef þér hafið tíma núna, getum við strax farið og skoðað gripina. Eg á heima skamt frá garðinum, og vagninn minn bíður mín viö innganginn”. “Þaö er mér sönn ánægja”, sagði eg, því mér kom ekki til hugar aö tilboð hans gerði mér neitt ilt. “En áður en við förum skal eg leyfa mér að kynna sjálfan mig”, sagði gamli maðurinn, tók nokkur nafn- spjöld upp úr vasa sínum og rétti mér eitt, á því stóð MATTHEW DRAPER. “Eg held eg hafi ekkert nafnspjald með mér, sem eg get gefið yður”, sagði eg, “en eg er markgreifi Beckenham”. “Það er mér mikill heiður”, sagði gamli maðurinn og hneigði sig. “Eigum viö nú að ganga til vagnsins?” Við gerðum það og héldum áfram að tala saman. Við garðshliðið stóð fallegur vagn, og í hann settumst við. “Flyttu okkur heim”, sagði maðurinn og við ókum af stað ofan götuna. Svo héldum við áfram upp eina götu og niður aðra, unz eg vissi ekki í hvaða átt við ókum. Alla leiðina talaði gamli maðurinn við mig. Hann sagði mér frá húsum, sem við ókum fram hjá, og sagði margar undarlegar sögur um menn, sem við mættum, og á ýmsan annan hátt vakti hann eftirtekt mína, þangað til vagninn nam staðar fyrir framan lítið en fagurt hús í rólegri götu. “Hr. Draper sté undir eins niður úr vagninum, og þegar eg gerði það líka, lét hann ökumann fara, en við gengum gegnum garðinn til hússins. Það var opn- að af skrautklæddum þjón og við gengum inn. For- stofan var ærið stór fyrir svo lítið hús, og full af ein- kennilegum munum og vopnum, en eg hafði lítinn tíma til að skoða það, því hann fór með mig inn í bak- herbergi. Þegar við gengum þangað inn, sagði hann: “Eg býð yður velkominn i mitt hús, lávarður. Eg vona, að fyrst þér hafið ómakað yður hingað, geti eg sýnt yður eitthvað, sem þér álitið borga ómakið”. Svo gekk hann snöggvast út, en þegar hann kom aftur, var hann jafn kurteis og áður. Fyrst skoðuðum við mörg áströlsk vopn, axir og barefli frá Nýja Sjálandi, svo gengum við inn í hliðarherbergi, þar sem mikið var geymt af ýmsum munum frá suðurhafseyjunum i gler- skápum. Eg ætlaði að taka einn þeirra og skoða hann, þegar dyrnar á hinni hlið herbergisins voru opnaðar og einhver kom inn. Fyrst leit eg ekki við, en þegar eg heyrði hann nálgast mig, sneri eg mér við, og mér til stórrar undrunar og skelfingar, stóð eg frammi fyrir dr. Nikóla. Hann var í svörtum klæðnaði, og frakk- inn hneptur hátt og lágt, svo hið fagra vaxtarlag hans sást vel, hárið virtist enn svartara en áður og hörundið fölara. Það var auðséð að hann vissi um veru mína hér, því hann rétti mér hendi sina án þess að bæri á nokkurri undrun. “Þetta er í sannleika mikil ánægja, lávarður”, sagði hann, um leið og hann horfði fast á mig með kattar- augunum sínum. “Eg bjóst ekki við að sjá yður svo fljótt aftur. Þér virðist vera hissa yfir þvi að finna mig hér”. “Eg er meira en hissa”, sagði eg beiskjulega, þegar eg skildi hve auðveldlega þeir höfðu tælt mig í gildruna. “Eg er mjög reiður við yður, hr. Draper, fyrir að hafa svikið mig á þenna hátt”. Draper sagði ekkert, en Nikóla settist og talaði fyrir hann. “Þér megið ekki ásaka minn gamla vin, Draper”, sagði hann glaðlega. “Síðasta sólarhringinn höfum við verið að hugsa um, hvernig hægast væri að ná yður á okkar vald, og þessi aðferð virtist hentugust. “Verið þér ekki hræddur, lávarður, áður en 24 stundir eru liðnar, getið þér aftur verið hjá hinum kappgjama Hatteras, vini yðar”. “Hver er ástæðan fyrir að tæla mig frá heimili mínu á þenna hátt?” spurði eg. “Það er heimskulegt af yður að gera nokkuð slíkt, þar eð Hatteras gerir alt hvað hann getur til að finna mig”. “Eg efast alls ekki um það”, svaraði Nikóla rólegur, “en eg held að hr. Hatteras hafi nóg annað að gera, eins og stendur”. “Ef þér imyndið yður að brögð yðar sé ekki kunn hér í Sydney, þá skjátlast yður”, sagði eg. “Leikurinn sem þér frömduð í húsi landstjórans, er nú orðinn opinber, og undir eins og Hatteras veit að eg er horf- inn, fer hann til Amberley Iávarðar og segir honum alt”. “Eg efast ekki um þetta”, sagði Nikóla rólegur. “Um það Ieyti, sem hann gerir þetta—já, um það leyti sem hann verður var við hvarf yðar, verðum við þar, sem hann nær ekki til okkar”. Eg skildi auðvitað ekki hvað hann meinti, en með- an hann talaði leit eg í kring um mig til þess að sjá tækifæri til að flýja. Eina ráðið til að komast út, var út um dyrnar, en þeir voru á milli mín og dyranna. Svo sá eg stóra steinexi, sem hékk á veggnum. Eg hafði naumast séð hana fyr en mér datt í hug að grípa hana og ryðja mér braut út. Dyrnar voru opnar og lykillinn að utanverðu. Með steinöxina í höndum mínum gat eg á svipstundu kom- ist út. Og aður en þeir gætu áttað sig, gat eg ef til vill læst dyrunum, og þá gat eg að líkindum komist út úr húsinu áður en þeir næðu mér. An frekari dvalar þaut eg að veggnum, greip öxina og var tilbúinn að ráðast á þá. En á meðan voru þeir báðir staðnir upp. “Burt með ykkur”, hrópaði eg og reiddi öxina til höggs, “ef þið tefjið mig, eruð þið dauðans matur”. Með vopnið reitt til höggs leit eg á Nikóla. Hann stóð þar teinréttur og benti annari hendinni á mig. Augun voru sem glóandi kol, og þegar hann talaði, komu orðin út á milli tannanna alveg eins og höggorms hvæsur. ' Leggið fra yður öxina”, sagði hann. "Við þessi orð greip mig sama skelfingin og á skip- inu. Augu hans höfðu óskiljanleg áhrif á mig, svo eg gat ekki litið af honum. Eg lagði frá mér öxina hugs- unarlaust. Og enn þá starði hann á mig jafn við- bjóðslega. “Setjist á stólinn yðar aftur”, sagði hann rólegur. “Þér getið ekki varist því að hlýða mér”. Og það var líka tilfellið. Eg gat ekki losað mig við þessi voða- legu augu, sem mér sýndust stækka og verða tryllings- legri á hverju augnabliki. Já, eg finn enn til hræðsl- unnar, sem þau vöktu hjá mér. Meðan eg horfði á hann, hreyfði hann hendi sína aftur og fram í reglu- bundna hringi, og jafnframt fann eg að vilji minn dofnaði. Að eg var dáleiddur, hafði eg engan efa um, en enda þótt eg hefði verið myrtur, gat eg ekki hreyft einn fingur til að bjarga mér. “Svo var alt í einu barið að dyrum, og bæöi Nikóla og Draper stóðu upp. Á næsta augnabliki kom maður inn í herbergið, sem við höfðum báðir veitt eftirtekt á lestinni frá Melboume, og sem þér vöruðuð mig við, hr. Hatteras. Hann gekk fram fyrir Nikóla”. “Hvað er nú nýjast, hr. Eastover?” spurði hann. “Hafið þér gert alt sem eg sagði yður?” • “Já, alt”, svaraði maðurinn. “Hérna er bréfið sem þér vilduð fá”. “Nikóla tók við bréfinu af manninum. Á meðan á þessu stóð hreyfði eg mig ekki, þar eð eg vissi að öll mótstaða var gagnslaus. Eg var of vesall og sund- landi til að geta gert nokkuð. Þegar Nikóla var búinn að lesa bréfið hvíslaði hann einhverju að Draper, sem undir eins fór út. Meðan hann var úti, þögðum við. Svo kom hann aftur með fult glas af vatni, sem hann rétti Nikóla. "Þökk fyrir”, sagði hann og leitaði að einhverju i vestisvasanum. Svo tók hann upp úr honum litla flösku, sem virtist vera úr silfri. Hann tók tappann úr, helti fáeinum dökkleitum dropum í vatnsglasið og rétti mér það svo. “Eg verð að biðja yður að drekka þetta, lávarður”, sagði hann. “Þér þurfið ekki að óttast afleiðingamar, af því það er alveg. óskaðlegt’’. Eg neitaði að gera það, sem hann bað mig um. “Þér verðið að drekka það”, sagði hann. “Verið þér nú svo góður að gera það strax. Eg hefi ekki tíma til að bíða”. "Eg drekk það ekki”, sagði eg og stóð upp, tilbúinn að berjast, ef þess væri þörf. “Aftur urðu augu hans svo voðaleg, og aftur fór hann að veifa hendinni fyrir framan augu mín. Eg fann til sama svimans, og eg gat enga mótstöðu veitt. Þegar hann því sagði næst: “drekkið þér”, tók eg glas- ið og tæmdi það. Svo man eg að Nikóla, Draper og Eastover fóm að tala saman með ákafa miklum. Eg man líka að Nikóla gekk til mín og horfði fast á andlit mitt, en svo man eg ekkert, fyr en eg kom til sjálfs mins í þessu herbergi með ginkefli og bundinn. Mér fanst eg hafa legið hér í margar stundir, þegar eg heyrði fótatak í sólbirginu og óminn af mannaröddum. Eg reyndi að kalla á hjálp, en gat það ekki. Eg hélt að þið munduð fara, án þess að verða mín varir, en til allrar lukku gerðuð þið það ekki. Nú, hr. Hatteras, hefi eg sagt yður alt, sem á daga mína hefir drifið síðan við skildum og til þessarar stundar”. Bæði umsjónarmaðurinn og eg sátum langa stund þegjandi og hugsandi, eftir að markgreifinn var búinn með sögu sína. Að Beckenham var tekinn til fanga, svo að hann yrði ekki til tafar meðan verið væri að ræna Phyllis, var augljóst. En því tóku þeir hann? Og hvaða gagn gátum við haft af því, sem lávarðurinn hafði sagt okkur? Eg sneri mér að umsjónarmannin-" um og sagði: “Hvað haldið þér að við ættum nú helzt að gera?” “Eg hefi verið að hugsa um það. Fyrst við getum ekki fengið meira að vita hér, hygg eg að ykkur sé bezt að fara til hr. Wetherell, á meðan eg fer til aðal-járn- brautarstöðvanna til að vita hvort menn hafa orðið þar nokkurs varir. Undir eins og eg er búinn að því, skal eg finna ykkur í Potts Point. Hvað álítið þér?” Eg samþykti að þetta væri bezt. Eg tók því í hand- legg markgreifans, sem var enn of magnlaus til að ganga óstuddur, og við yfirgáfum húsið og vorum við það að fara út á götuna þegar við námum staðar og eg bað hann að bíða meðan eg hlypi inn í húsið aftur. í hominu lá bandið, sem Beckenham var bundinn með, og ginkeflið. Eg tók hvorttveggja upp og bar það út í sólbyrgið. “Komið þér hingað umsjónarmaður”, kallaði eg. “Eg bjóst við að fá eitthvað að vita af þessu. Lítið þér á þetta band og þetta ginkefli, og segið mér hvað það fræðir yður um?” Hann tók þetta hvorttveggja upp og rannsakaði það nákvæmlega. En svo hristi hann höfuðið. “Eg get ekkert séð er getur leiðbeint okkur”, sagði hann, og lagði frá sér hlutina. “Ekki það?” sagði eg. “En þeir segja mér meira en alt annað, sem eg hefi hingað til séð. Lítið þér á þessa enda, þeir eru vafðir”. “Eg horfði á hann sigri hrósandi, en hann leit á mig undrandi og sagði. “Hvað meinið þér með vafðir ?” “Eg meina að endarnir eru umvafðir á þenna hátt —litið þér á. Enginn landmaður vefur um endann á snæri. Þetta band er tekið af skipi úti á höfninni, og —en hér er önnur uppgötvun”. “Hvað er þaö?” spurði hann jafn ákafur og eg. “Sjáið þér hérna”, sagði eg og hélt bandinu á loft, svo hann sæi það betur. “Fyrir fáum stundum síöan hefir þetta band runnið í gegnum blökk, og hana fremur sjaldgæfa”. “Hvemig getið þér vitað að eitthvað óvanalegt var við hana?” “Af því hún hefir verið nýmáluð, og það sem er enn undarlegra, hún hefir verið máluð græn. Lítið þér á farfann á bandinu. En nú skulum við halda áfram að spjalla um þetta á leiðinni”. Með markgreifann á milli okkar gengum við ofan götuna í þeirri von að finna vatn. “Fyrst og fremst”, sagði eg, “munið eftir spjalli gamla Drapers um suðurhafseyjarnar — munið eftir safninu af fáséðum hlutum, sem hann hafði. Að lík- indum á hann skonnortu, og það er líklegt að þessi bönd og þessi segldúkspjatla sé þaðan”. “Eg veit nú hvað þér hugsið”, sagði umsjónar- maðurinn. “Það er að minsta kosti þess vert að hugsa um það. Undir eins og eg kem til lögreglustöðvar- innar, skal eg senda fólk af stað til að leita að þessum leyndardómsfulla manni. Þér munuð þekkja hann, lávarður?” “Já, eg er viss um að eg þekki hann hvar sem eg”, “Já, er eg viss um að eg þekki hann hvar sem eg sé liann", sagði Beckenham. “Grunar yður nokkuð um hvar það hús er, sem hann flutti yður til?” “Nei, alls ekki. Eg veit að eins að það var i miðri götu, þar sem öll húsin voru einlyft að undantekinm verzlunarbúð á hominu”. “Þér hafið engar fleiri upplýsingar að gefa okkur?” “Biðum við. Eg man að þar var tómt hús með< brotnum gluggum nærri beint á móti, og að beggja vegna við tröppuna að aðaldyrunum var örn úr steini með útbreidda vængi. Höfuðið af annari örninni—til vinstri hliðar held eg, var brotið af”. Umsjónarmaðurinn skrifaði þetta í vasabók sína, og um leið og hann var að enda við það, sáum við vagn, sem við kölluðum á. Þegar við vorum seztir í vagninn, og eg hafði gefiö ökumanni götunafn og húsnúmer Wetherells, sagði eg við umsjónarmanninn: “Hvaö ætlið þér nú fyrst aö gera ?” “Senda nokkra af mönnum mínum til að finna hr. Draper, og svo aðra til að finna skonnortu með græn- um eintrjáningshjólum, sem eru nýmáluð”. “Þér látið okkur strax vita hvað þér uppgötvið”, sagði eg. “Þéf- megið reiða yður á að eg kem til ykkar, undir eins og eg hefi frá nokkrum nýjungum að segja”, svaraði hann. Litlu síðar námum við staðar fyrir framan hús Wetherells. Þegar við höfðum kvatt umsjónarmann- : inn, gengum við upp tröppurnar og hringdum. Gamli þjónninn lauk upp og fylgdi okkur til skrifstofu Wetherells”. Gamli maðurinn var enn ekki háttaður, og sat al- veg eins og eg hafði skilið við hann fyrir mörgum stundum. Hann stóð upp til að taka á móti okkur. “Guði sé lof, hr. Hatteras, að þér eruð kominn aftur”, sagði hann. “Hvað getið þér nú sagt mér?” “Mjög lítið”, svaraði eg. “En leyfið mér fyrst að njóta þeirrar ánægju, að kynna yður hinn sanna mark- : greifa Beckenham, sem við vorum svo hepnir að finna og frelsa”. Wetherell hneigði sig og rétti honum hendi sína. “Lávarður”, sagði hann, “Það gleður mig að þér eruð fundinn. Eg skoða það sem spor i áttina til þess, að eg fái vesalings dóttur mína aftur. Eg vona að þér og hr. Hatteras setjist hér að í mínu húsi á meðan þér dveljið í nýlendunni. Þér hafið fengið lélega móttöku hér í nýju Suður Wales. En við verðum að reyna að bæta úr því á einn eða annan hátt. Þér eruð þreytu- legur, lávarður, og yður langar eflaust til að geta sofnað”. Hann hringdi, og þegar gamli þjónninn kom, gaf hann honum nauðsynlegar skipanir til að búa út her- bergin handa okkur. T,u mínútum síðar kom þjónninn aftur og sagði að herbergin væru tilbúin, svo fylgdi Wetherell Bec- kenham til svefnherbergis hans. Þegar hann kom aft- ur, spurði hann mig hvort eg vildi ekki leggja mig út af líka, en eg aftók það með öllu. Eg gat alls ekki sofið, kvíði minn og sorg bönnuðu það. Þegar hann sá þetta, settist hann og hlustaði með athygli á það sem eg sagði honum af æfintýri Beckenhams. Eg var að enda við þetta þegar eg heyrði vagn aka að dyrun- um. Það var hringt, og gamli þjónninn, sem ekki vildi hátta fremur en við, kom inn og sagði umsjónarman- inn vera kominn. Hryggur á svip hraðaði Wetherell sér að taka á móti honum. “Hafið þér nokkurar góðar nýungar fyrir mig?” spurði hann. “Ekki sérlega góðar, held eg”, svaraði umsjónar- maðurinn og hristi höfuðið. “Það bezta sem eg hefi að segja er, að vagninn yðar og hesturinn hafa fund- ist í garðinum hjá tómu húsi á Pitt stræti”. “Hafið þið fundið slóð þeirra sem fluttu þá þang- að ?” “Nei, hesturinn stóð fyrir framan vagninn og var bundinn við vegginn. Engin lifandi manneskja var í húsiu”. “Wetherell settist niður og huldi andlitið í höndum sinum. í sömu svipan hringdi telefónninn í herberg- inu. Eg stökk á fætur og gekk að honum. Eg heyrði rödd segja: “Er þetta hús hr. Wetherells, Potts Point ?” “Já”, svaraði eg. “Hver eruð þér?” “Hatteras. En hr. Wetherell er hér í herberginu. Hver eruð þér?” “Lögregluþjónn. Viljið þér segja hr. Wetherell að við höfum fundið hús Drapers?” Eg sagði Wetherell þetta, og svo kom umsjónar- maðurinn að telefóninum. “Hvar er húsið?” spurði hann. “Attatíu og þrjú á Charlemagne stræti, að norðan- verðu”. “Gott. Eg er umsjónarmaður Murdkin. Látið þér lögregluþjóna í borgarabúningi gæta beggja enda göt- unnar, og segið þeim að gæta vel að Draper, og að þeir megi bíða mín. Eg fer undir eins til hússins”. “Þetta skal verða gert”. Hann hringdi af og snéri sér að mér. “Eruð þér of þreyttur til að koma með mér, hr. Hatteras?” spurði hann. “Nei, alls ekki”, svaraði eg. “Við skulum fara strax”. “Guð blessi yður”, sagði Wetherell. “Eg vona að þið náið manninum”. Þegar við vorum búnir að kveðja, gengum við of- an aftur og stigum upp í vagninn, og ökumaður fékk skipun um að fara til hins áðurnefnda húss. Þó það væri góðan kipp frá Potts Pöint, komum við þangað áöur hálf stund var liðin og námum staðar við götuhornið. Á sömu stundu kom hár maður í bláum fatnaði og heilsaði að hermanna sið. Góðan morgun, Williams”, sagði umsjónarmað- urinn. “Hafið þér orðið var við manninn?” Nei, hann hefir ekki komið ofan götuna siðan eg kom hingað”. Gott, komið þér þá með okkur til að heimsækja fólkið i húsinu”. Svo bað hartn ökumann að koma á eftir okkur með hægö, meðan viö gengum ofan götuna. Þegar við vorum komnir hér um bil til móts við miðja götuna, nam hann staðar og benti á húsið hins vegar. “Þama er húsið, sem Beckenham talaði um með brotnu gluggunum, og hér er það sem hr. Draper býr, ef mér skjátlar ekki—sko, arnirnar beggja megin við tröppumar, alveg eins og hann lýsti því”. Það var alveg eins og Beckenham hafði sagt okk- ur, jafnvel hin höfuðlausa örn vinstra megin tröppunn- ar. Það var snotur en lítil eign, og í húsinu var áreið- anlega búið, því þerna var að þvo tröppurnar. Umsjónarmaðurinn opnaði garðshliðið og gekk inn. Hann ávarpaði stúlkuna. “Góðan morgun”, sagði hann kurteislega. “Er bóndinn heima?” “Já, hann er að neyta morgunverðar”. “Viljið þér gera svo vel að segja honum, að hér séu menn sem vilji tala við hann”. “Já”. Stúlkan stóð upp og þurkaði hendur sínar með svuntunni, gekk svo á undan og við á eftir. Svo bað hún okkur að bíða, barði að dyrum til hægri handar og hvarf inn. “Nú”, sagði umsjónarmaðurinn, “lætur líklega maðurinn okkur sjá sig, og svo skulum við ná honum”. MARKET JJOTEL Vi5 sölutorgiC og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Furniture Overland rCJJiKOMDí KEN'SLA ran’f bhjepaskriftum -■___ —-og öðrrnn— VEILZXU’NARFRÆDIGHEIVUM $7.50 A helmlll yðar gre ' m vér kent yður og börnum yðar- 'eð pðati:— AB akrifa röt lusineea" bréf. Almenn lög. -iglýaingar. Stafsetning c ’Attrltun. Ötlend orBatl ;Itl Um ábyrgBir og féiög. Innheimtu meB pöatL Analytical Study. Skrift. Ymsar reglur. Card Indexing. Copylng. Filing. Invotclng. Pröfarkalestur. Pessar og flelri námsgreinar kend- ár* FylllB inn nafn yBar 1 eyBumar aB neBan og fáiB melrl upplýsingar __KLIPPIÐ t SUNDUR HJER Metropolltan Buaineaa Inatituta, 604-7 Avenue Blk., Winnipeg. Herrar, — SendiB mér npplýslngar um fullkomna kenslu meB pöatl nefndum n&msgreinum. PaB er 1- sklliB aB eg aé ekkl akyldur tll aB gera neina samninga. Nafn ________________________ Heimili ____________________ Staöa ____________ Frá stöðvum 223. herdeildarinnar. Askorun. Það er bráðnauðsynlegt að allir Skandinavar, sem hafa verið að hugsa um að ganga í 223. Skandi- navisku herdeildina, geri það áður en þessi mánuður er liöinn, því þá þarf deildin að vera orðin eins sterk og mögulegt er. Það er ómögulegt að senda lið- söfnunarmenn í alla staði þar sem Skandinavar eiga heima, og allir hollir Skandinavar ættu að ganga í herinn undir eins, án þess að sent sé eftir þeim. Mikilsmetnir verzlunarmenn í öllum skandinaviskum héruðum ættu að bjóða sig fram til þess að vinna að liðsöfnun fyrir 223 her- deildina, ef það er ómögulegt fyrir þá að ganga í herinn sjálfir. Hvaða upplýsingar sem óskað er eftir fást frá aðalstöðvunum, 1004 Union Trust Building, Minnipeg. Það eru hundruð af Skandinöv- um, sem i raun og vera hugsa sér að ganga í herinn, með þvi að þeir vita að það er skylda þeirra, en að- eins vanrækja það af hugsunar- leysi að komast í samband við næsta Hðsafnaðarmann og innritast hjá honum. Þér sem hafið í hyggju aö ganga í herinn ættuð að gera það tafar- laust. Þér sem einhverra ástæða vegna verðið að vera heima getið gert yðar skyldu fyrir land yðar með því að fá einn eða tvo til þess að ganga í 223. skandinavisku her- deildina. 223. Skandinaviska herdeildin er aö reyna að láta það verða alveg skandinaviska deild, sem sé stjóm- að og stýrt af Skandinövum aðeins, og það er skylda hvers Skandinava i Canada að gera alt sem í hans valdi stendur til að hjálpa til að gera deildina nógu fjölmenna áður en mánuðurinn er liðinn, Konur hinna ýmsu Skandinav- isku þjóða geta veitt ómetanlega njálp landi sínu og skandinavisku deildinni með því að senda ættingja sína og vini. OrjbygSum Islendign. Islendingafljót. Gefin saman í jhónaband að Bakka við Islenidngafljót voru þau Jóhann G. Bjamason og Sigurlin Ágústa Stefánsson, bæöi til heimil- is þar við Fljótið. Séra Jóhann Bjamason gifti. Brúðguminn er sonur þeirra hjóna Bjama Júlían- ussonar og Steinunnar Gísladóttur, sem bjuggu áður fyrrum á Vind- heimum við íslendingafljót. Em þau bæði látin fyrir allmörgum ár- um. En brúðurin er dóttir Þor- varöar bónda Stefánssonar á Bakka Faðir hans var Stefán Benedikts- son, fyrmm bóndi og hreppstjóri á Bakka í Borgarfirði eystra, en síðar búandi á Bakka við ísl. fljót. Stefán lézt 29. des. 1914, fult átt- ræður. Var hann einn af ágætis- mönnum Nýja Islands, þessarar gömlu og söguríku bygðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.