Lögberg - 31.08.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 31.08.1916, Blaðsíða 2
2 r.OGBEBG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST 1916 Minni Canada Flutt í Wynyard,,Sask., 2. ág. 1916. Eftir HJALMAR A. BERGMAN. Nefndin, sem stendur fyrir þessu hátiöahaldi, baS mig aS mæla fyrir minni Vestur-lslendinga, og eg lof- aSi aS gera þaS aSeins vegna þess, aS eg hafSi ekki kjark til aS segja nei. Svo, án þess nokkuS aS spyrja mig levfis, breytti nefndin þessu nærri tveimur vikum seinna og til- kynti mér og auglýsti í blöSunum, aS minniS, sem eg ætti aS mæla fyrir, væri ekki minni Vestur-ís- lendinga, heldur minni Canada. Eg kem því fram hér í dag til aS mæla fyrir minni, sem eg hefi aldrei ver- iS beSinn aS mæla fyrir, og hefi al- drei lofast til aS mæla fyrir. Eg geri þessa skýringu strax í byrjun, svo þiS dæmiS mig ekki eins hart, þó þaS v*erSi tómt létt-meti, sem eg hefi fram aS bjóSa, og þó eg fari aS ráSi mínu eins og nefndin og rugli saman minnunum. Þessi dagur er sameiginlegur há- tíSardagur hjá öllum Islendingum bæSi austan hafs og vestan, og þetta hátiSahald er al-íslenzkt. Mér finst þvi, aS þaS eigi bezt viS, aS viS þetta tækifæri sé mælt fyrir minni Kanada frá sjónarmiSi og meS sérstöku tilliti til Vestur-ls- lendinga. ÞaS ætla eg aS reyna aS gjöra. Kanada er framtíSarinnar land. LandrýmiS er meira hér en nokkurs sta'Sar annarsstaSar, og skilyrSin fyrir því, aS geta haft ofan af fyrir sér og geta haft sig áfram eru eins góS eSa betri hér en í flestum öSr- um löndum. En þaS er ekki sú hliS málsins, sem eg ætla aS dvelja viS hér í dag. Eg ætla aS ræSa þaS frá dálitiS öSru sjónarmiSi, sem okkur er hætt viS aS gleyma og ef til vill lætur ekki eins vel i eyrum, en eg held viS höfum öll meira gott af aS sé rædd og íhuguS. ÞaS getur engum alvarlega hugs- andi manni dulist, aS þaS eru alvrarlegir tímar framundan, og aS framtíS Jvessa lands—framtíS þjóS- arinnar—er algerlega undir því komin, hvernig verSur leyst úr þeim mörgif vandamálum, sem liggja fyrir hendi og krefjast úrlausnar. Þetta eru þeir alvarlegustu tímar, sem heimurinn hefir lifaS, og Can- ada er aS leggja til sinn litla skerf og fórna lífi sona sinna til þess aS stySja til sigurs þær göfugu hug- sjónir, sem bandamenn nú eru aS berjast fyrir á vígvellinum. En á eftir þessu stríSi byrjar, aS mínu áliti, örlagáþrungnasta tímabiliS í allri sögu Canada. ViS verSum því aS átta okkur nú á hættunum, sem vofa yfir, og taka okkur til í tima aS afstýra þeim, því þaS er seint aS byrgja brunninn, þegar barniS er dottiS ofan í. Af hverju stendur þessu landi mesta hættan í nálægri framtíS? HafiS þiS nokkurn tima hugsaS út i þaS? Af útlendingunum öllum, sem hingaS hafa flutt, og jafnvel enn rneiri af útlendingunum öllum, sem hingaS munu stneyma eftir stríSiS, og eru á öllum mögulegum menningar- og siSferSis-stigum. FramtiS Canada er algerlega undir því komin, hvaS vel þaS tekst aS vinna úr þessu efni, og hvaS vel þaS tekst, aS gera sanna Kanadamenn úr }>eim öllum. ViS skulum líta til nágranna- þjóSarinnar fyrir sunnan línuna. ÞaS er líkt ástatt meS Canada eins og Bandaríkin, aS því leyti, aS þaS hafa veriS miklir innflutningar til beggja landanna og margir útlendir }>j<-5flokkar hafa sezt þar aS í stór- hópum. Þessiwn mönnum hefir veriS veittur skilyrSislaus borgara- réttur, og um leiS og þeir hafa ver- iS búnír aS afleggja þegnhollustu- eiSinn, hefir veriS álitiS aS alt væri búiS. En reyndin hefir orSiS önn- ur. BæSi hér og fyrir sunnan hefir þaS komiS í ljós siSan þetta stríS byrjaSi, aS þegnhollustu eiSurinn fyrir mörgum af þessum útlending- um hefir veriS tómt form. Til dæm- is, hefir ÞjóSverjinn og Austur- rkismaSurinn haldiS áfram samt sem áSur aS vera 'ÞjóSverji og AusturríkismaSur í hjarta sínu og smum framgengt, þá er byrjunin gerS til þess aS eySileggja þessa tekiS ættjörSu sina í öllu fram yfir landiS, sem þeir hafa sezt aS i og gerst borgarar i. Þétta yfirstand- andi stríS hefir því meSal annars komiS þvi góSu til ieiSar, aS opna augu manna í báSum löndunum fyr- ir hættunni, sem þeim er búin, ef Ulr|. sem sameinar ekki tekst aS sameina alla þessa út- 5,210 simdurdreifir. lendu þjóSflokka í eina heild, og gera þá fyrir sunnan aS sönnum Bandarikjamönnum og þá hér fyrir norSan aS sönnum Canadamönnum. Eins og þaS er satt, aS enginn getur tveimur herrum þjónaS, eins er þaS lendingar gengju á undan öSrum útlendingum meS aS skilja þetta og meS aS Iifa samkvæmt þessari húg- sjón. Og aS mínu áliti standa þeir framarlega i þessu efni. Eg held aS þaS sé alment viSurkent, aS fáif, ef nokkrir, af þeim, sem teljast út- lendingar og hingaS flytja, séu æskilegri innflytjendur eSa betri borgarar, en einmitt Islendingar og NorSurlandabúar. En þaS er ekki úr laflsu lofti gripiS, aS eg telji þaS vandamáliS mesta, sem fyrir þessu landi liggur, aS ráða fram úr því, hvaS sé réttast að gera, til þess aS tryggja það, að útlendingarnir, sem hér eru nú, og hingaS flytja í framtíSinni, verði sem nýtastir og beztir borgarar og sannir Canadamenn. — Bandaríkj- unum hefir ekki tekist nema aS nokkru leyti að umskapa útlending- inn. . ÞaS er engin ástæða til þess aS halda, aS Canada gangi þaS nokkuð betur, -— miklu fremur, að Canada gangi þaS ver, þvi vanda- máliS er stærra, sem fyrir okkur liggur. 1 byrjun 19 aldarinnar var ibúatala Bandarikjanna um fimm miljónir. 1 byrjun 20. aldarinnar var ibúatala Canada um fimm mil- jónir. Við stóSum því við byrjun þessarar aldar líkt að vígi og Bandarikin stóSu fyrir hundrað ár- um, aS því er fólksfjölda snertir. Og þó ekki sé tekiS tillit til þess, aS af þeim fimm miljónum sem voru búsettar i Canada, voru miklu fleiri svo-nefndir “útlendingar”, en í Bandaríkjunum í byrjun 19. aldar, þá ætti að vera nóg, aS benda á inn- flutningana til beggja landanna siðan. Fyrstu tíu árin af 19. öld- inni- fluttust að eins 70,000 innflytj- endur til Bandarikjanna. Fyrstu tíu árin af 20. öldinni fluttust næst- um tvær miljónir innflytjenda til Canada. MeS öðrum orðum: þá streymdu innflytjendur h:ngaS 28 sinnum hraðara en til Bandaríkj- anna, þegar þau voru á sama þroskas'keiði og Canada er nú. Og ekki nóg meS þaS. ÞaS er alment viðurkent bæSi hér og í Bandarikj- unum, aS þeir, sem koma frá suS- austurhluta NorSurálfu, séu minst æskilegu innflytjendu^nir, sem flytjast vestur um haf. Upp að árinu 1870 náði þaS þvi ekki, aS það væri einn af hverjum hundraS innflytjendum til Bandaríkjanna frá suðaustur löndum Norðurálfu. Hér fyrir norðan eru þaS nærri 20 af hverju hundraði, eSa næstum þvi fimti hver maður. Það er því ekki of djúpt tekiS í árinni, þegar eg segi, aS Canada hefir miklu meiri vanda aS ráða fram úr með útlend- mginn en Bandaríkin hafa nokkru sinni haft. Eg er ekki að benda á þetta vegna þess, aS eg örvænti um framtíð þessa lands, þvi það er langt frá mér að gera það. En eg bendi á það til þess, að hjálpa okkur betur að átta okkur á þvi, hvernig okkur ber að breyta, sem góðum l>orgur- um þessa lands. Vér ntegum ekki fara fram á nokkur sérréttindi hér af því við erum íslendingar. Vér gettun ekki heimtað nein sérstök hlunnindi, sem vér álitum ekki sanngjarnt að veita öllum öðrum út- lendingum. Og má eg spyrja: HvaS yrði úr |æssu landi, ef allir útlendir þjóðflokkar sem hingað flytjast, einangra sig hér, skeyta ekkert um að læra enska tungu og læra aldrei að hugsa um Canada sem sitt land og land barnanna sinna? ÞaS liggur i augum uppi að meS því móti vex aldrei upp canadisk þjóð hér, heldur margar Útlendar smá-þjó5:r, og landiS get- ur ekki staðist. ÞaS þarf að vera í )>essu landi ein þjóð og hún canadisk. ÞaS þarf aS vera hé'r eitt lands tungumál og þaS er enskan. Eg hefi enga þolin- mæði við ]>á, sem vilja gera sitt móðurmál jafn rétt-hátt eða rétt- hærra hér en enskuna. Og eg hefi enga þolinmæði viS þá, sem heimta sérstök hlunnindi vegna sinna trú- arbragða. í þessu efni ætti dæmi okkar frönsku meðborgara að vera okkur til viðvörunar. Þeir fara út í öfgar og heimta sérstök hlunnindi fyrir franska tungu og rómversk- katólska trú. Ef þeir fá vilja ' Packet of WILSONS FLY PADS WILL KILLMORE FLIES THAN v$8°-°W0RTH OF ANY STICKY FLY CATCHER Ilrein í meðlerð. Seld í liverri lyfjabúð og í matvörubúðuin. Stephan G. Stephansson minnir okkur á þetta í einu allra fallegasta kvæði sínu, þegar hann segir: “Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, Bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót”. Eg hefi ekki söjhu skoðun og Heimskringla, að við hættum alveg að vera Islendingar, og aS þaS verði ekkert íslenzkt eftir i okkur þegar við erum bún:r aS borða canadiskt hveiti og canadiska hafra í sjö ár. Eg held aS íslenzka eðlið og íslenzka lundin séu haldbetri en þaS og tolli við ökkur margar kyn- slóSir, og það löngu eftir, að við hættum hér að mæla íslénzka tungu. Og einmitt þess vegna álít eg, aS við Islendingar höfum okkar sér- staka skerf að leggja til canadisku þjóSarinnar, sem hér er aS mynd- ast. Canadiska þjóðin, sem hér er áS risa upp, kemur til að rekja upp- runa sinn til margra þjóðflokka Og það kemur fram á sínum tima, hvern skerf hver útlendur þjóS flokkur hefir lagt til canadisku þjóðarinnar, i framtíSinni, þá meg- ið þiS vera viss um, að uppruni hans verSur rakinn t:l þess þjóS- flokks, s'em hann er kominn af fvrstunni. Og eg vona, aS þeir verði margir, sem þá geta rakiS ætt sína til íslenzku landnemanna þjóS. ViS verðum aS varast, að feta í þeirra fótspor. ViS verðum að vera i þeim hópnum, sem byggir upp, en ekki þeim, sem rifur niður. \'ið verðum að vera í þeim hópn- en ekki þeim, Eg vil ekki að neinn haldi, aS eg sé að reyna að kveða niSur íslend- 'nginn hér. Það sæti illa á mér, að gera það, og mér hefir aldrei komið slíkt til hugar. Eg hefi al- drei skammast mín fyrir það, að satt að enginn getur verið sannur vera af islenzku bergi brotinn, og Ijorgari nema eins lands. Mér finst' eg hefi aldrei farið i neinar felur það því sanngiarnt og sjálfsagt, aS heimta það af hverjum manni, sem hingað flytur og hér sezt aS og ger- ist borgari þeSsa lands, aS hann iæri að skilja, að hans fyrsta skylda er viS þetta land. Þáð má ekki vera neinn tvísk'nntingur í trygð hans viö þetta land. Hann þarf að vera Canadamaður af einlægum og heilum hug. Eg vil óska, aS Is- með það. ÞaS hefir aldrei verið min kenning, að Islendingar búsett- ir hér ættu enga rækt að sýna ætt- jörðu sinni eða móðurmáli sina. Eg álit sjálfsagt, að þeir geri það. ÞaS hafa allar þjóðir sín þjóð- areinkenni og íslendingar eins og aðrir. Islenzka lundin og íslend- ings eSliS breytist ekki við það, aS flytjast til annara landa. Skáldið Ameríku. Hvort þeir ]>urfa að bera kinnroða eða ekki fyrir sinn islenzka uppruna, er að mestu leyti undir þvi komið, hvernig við berum okkur aS nú. Og eg segi ykkur það satt, að við öflum okkur aldrei álits hér meS því, að litilsvirða okk- ar eigið þjóðerni og móðurmál. Sjálfra vor vegna megurn viS því ekki breiða ofan á Islendinginn. Og viS megum ekki fara í felur meS þaS, að viS erum íslendingar eða af islenzkum ættum. Ef við ætlumst til }>ess', aS ekki verði litið niður á okkur af innlendum mönnum vegna þess, að við erum íslending- ar, þá megum við ekki sjálfir líta niður á okkur, eða skammast okkar fyrir það. ViS verðum oð reyna að standa okkur svo vel í samkepninni, að allir verði aS viðurkenna, að landinn sé fullkoniinn jafningi allra annara meðbræðra sinna hér. Og )>angað til hann er búinn að afla sér .svo mik.ils álits og viSurkenn- ingar, að það verði fremur til að sækjast eftir, en að fara í felur með að telja sig Islending eða af ís- lenzkum ættum. Og hvað eigum við að gera viS íslenzkuna ? Eg ætla ekki að fara að tala um, hvert stefnir, eða spá neinu um það, þvað lengi íslenzk- an haldist við hér vestan hafs. Eg ætla að eins að láta þá skoðun í Ijós, að það sd ávinningur fyrir okkur, að halda við íslenzkunni, og að það komi ekki að neinu leyti í bága við }>egn-hollustu okkar við þetta land, ef við að eins höfum það hugfast, að enskan verSur að koma fyrst, og hana verðum við að Iæra og læra vel, hvað sem öðru líður. ÞaS er hver maður betur ment- aöur, sem kann tvö tungumál, en sá, sem kann að eins eitt. Það hefir hver maöur stærri sjóndeildarhring. sem heima er í bókmentum tveggja þjóða, en einnar. Jafnvel barninu, sem kann eitthver annað mál en enskuna, verður stuðnigör að því tungumáli við enskunámið, en alls ekki farartálmi. Því baminu geng- ur því oft betur að Iæra enskuna og læra hana málfræðilega rétt, en barninu, sem fætt er af enskumæl- andi foreldrum. Það er vitnísburð- ur barnaskólakennaranna í Winni- peg og annarsstaöar. Enskan liður því ekkert við það, að íslenzkum börnum sé kend íslenzka, heldur fremur hitt. Annað, sem benda má á í þessu sambandi, er það, aö á æðri menta- stofnunum er v-erið að berjast við, að kenna unglingum önnur tungu- mál jafnhliða enskunni, — vanalega frönsku og þýzku, eða þá latínu og grisku. Það er álitið sú mentun, sem mest er i varið, og það kemur eng- um rétthugsandi manni til hugar að halda því fram, að sá sé lélegri borgari, sem kann tvö eöa fleiri tungumál, en sá, sem kann að eins eitt. Eigum við þá að vera þau flón að halda, aðjokkur sé óhætt að læra frönsku eðá þýzku eða latinu eöa grísku eða hvert annað heims- ins tungumál, sem er annað en is- lenzku, en að þegn-hollusta okkar við þetta land bíSi tjón viS það, að við lærðum íslenzku? Nei, það fer ávinningur fyrir hvern sem er að kunna íslenzka tungu og hafa að- gang að islenzkum bókmentum. En ávinningurinn er þó mestur fyrir okkur, sem erum af islenzku bergi brotnir, því við lærum meö því móti ! betur að meta okkar íslénzka arf og lærum lika betur að skilja ís- lendings-eðliS og um leið okkur sjálfa. Eg álít því, að okkur sé miklu meiri hætta búin, ef við köst- um íslendingnum og islenzkunni of fljótt, en ef við reynum að halda sem lengst í hvorttveggja. Og svo að síðustu eitt áminning- arorð, sem ef til vill kemur þessu minni ekki beint við: ÞaS er eitt sem við verðum að læra og læra fljótt og það er, aS láta okkur koma betur saman, en okkur hefir gert eða menn fælast burtu frá öllum íslenzkum félagsskap, og Vestur Islendingar detta alveg úr sögunni og það án þess, að úr þeim haíi orðið það, sem átt hefði að verða og án þess' aS þeir hafi lagt þann skerf, sem þeim bar, til canadiska þjóSlífsins hér. ÞaS er of mikill maður í hverjum sönnum Islend ing til þess aS hann láti kúga sig. Við höfum líka allir jafnan rétt til okkar skoðana, hvað mismunandi sem þær eru og um hvaða efni, sem þær eru. ÞaS ættum við að skilja og við ættum að vera nógu rniklir menn til þess, að geta rétt hvti öðrum bróðurhönd, þrátt fyrir all- an skoðanamun, því Islendingar er- um við allir, og Islendingar viljum við allir vera. ('Hkr.)- Landið okkar ótilnefnda —Markerville, Alta. 2. ág. 1915. Herra forseti og sveitungar góðir! Ekki vænti eg, að eitthvert ykkar kannist við æfintýrið um manninn, sem skildist við skuggann sinn? Munið þið eftir raununum sem hann r'ataði í? út úr því, sem hon- um sýndist sjálfum vera smáræði, sem sé þessu: að eiga sér engan skugga! Eg h'efi heyrt, að jafnvel aldrað- ar meyjar, sem fyrir manna sjón- um sýndist, aS ættu að vera orðnar lítil-látar, hafi hryggbrotið hann. Jafnvel þær, gátu ekki látið það um sig spyrjast, að bóndinn sinn væri það ööruvísi ,en allir almennlegir menn, aö hann ,ætti sér engan skugga. I einu orði sagt: fyrir skugga- leysiS varð maðurinn mesti mæöu garmur. Mér dettur þetta í hug, af því, að sá sem æskti þess af mér, aS eg mælti hér örfá orð„ tók það fram, að það sem eg segöi þyrfti ekkert að heita. Mér væri, í þetta sinn, enginn sérstakur skuggi ætlaður. ÞiS sjáið öll, vona eg, fyrir hví- líku óhappi eg er orðinn, því þó ekkert ykkar hefði skilið né tekið eftir um hvað eg var að tala, hefði ]>ó litið á því boriS, ef mér, til dæm- is, hefSi verið skipað, að kalla það “Minni Islands” eSa “Minni Can- ada”. Þau orð hefSuð þiS öll munað. Þó skal eg, með fám orðum lúka viö loforð mitt, og mæla fyrir minni: Iandsins ótilnefnda. Landsins, sem þú eða eg, eða hver okkar sem er, hefir kærast. Landsins, sem okkur tekur sárast ti'l, af því vera okkar hefir vafist inni það, séum við annars nokkur- staðar heímílíshæf, á himni eða jörðu. Landsins, sem hvorki er “paradis in týnda” né “paradís in afturfundna”, heldur aSeins Iandið sem geymir manndóm manns: hög- ustu handarvírkin og hæstu 'hugs- anirnar. Hver sem jarSvegur þess var, varS hann fæím gróSur-reitur. E;nu gildir þá, hvort það var kalt eða milt, flatt eða fjöllótt, það var okkar land. Á þess skjöld höfum við grafiö einkenni okkar, á ein- hvern hátt og óafmáanlega. Landið okkar ótilnefnda, getur jafnvel verið lögur en ekki Iand, sem sé: hafið—svo lengi sem ein- hver þurrabúSar-öld verkar ekki alla vætu af jörðinni. Eg er ekki að hæSa bindindis- pólitik—aðeins að benda á, hve skamt við séfum komnir i að binda, því þrátt fyrir alt, hefir vont vatn orðiS okkar mannkyni að lengri og verri skaða en vont brennivin—eins ilt og það þó er. Ötilnefnda Iandið, hvers okkar, getur einnig verið eins vítt og vötn blána og víðir laufgast. Eður, ein einasta þúfa—tvö fet á eina hlið og sex á hina, jafnvel minna. En, hvemig sem það er og hvar sem það er, og hver sem þú ert! eg stóð hér upp, ekki til að lýsa löndum, heldur til að segja ykkur samúð mina—öllum sem eigiS ekk- ert land. Og lán var mér þetta, uppúr skugga-gæfunni, að kunna ögn að mæla á íslenzku, því alt sem eg hefi lagt i þessa lausmælgi af ræðu- stúf, get eg Iéttara unnið upp i átta stuttar línur—svona: Vort helga Iand, vort heimaland, ' Vort hjartans land, vort feðraland, Vort vænsta land, vort vonaland Og vorra n'ðja land: Með einum hug við hötum þann Sem hatar þig, og smáum hann. MeS einum hug viS elskum þann sem elskar þig, og dáum hann. Eigi svo hvert ykkar heilt sitt Heimaland! Steflhtn G. Stepliansson. Eftirtektavert Eftirfarandi ritstjómargrein birt- ist í “Froe Press” 24. ágúst: “Eitrið hans Bourassa. Geðsmunir Bourassa, sem aldrei | hafa átt úr háum sööli að detta, eru ekki á þeim vegi aS batna í raunum hans. Og hann er að eitrast dag frá degi i breytni sinni gagnvart því sem brezkt er. í blaði hans sem nýlega kom út segir hann: “Eg var vitni að þvi i júní 1914 í Lond- on að óhulin gleði var látin í ljósi yfir þvi aS Frans Ferdinard erki- hertogi í Austurríki var af dögum ráSinn, þar sem á honum var haft ilt auga fyrir hans einbeittu kat- ólsku trú.” “Nýlega gaf Bourassa þá lýsing á brezka veldinu “aS það væri skrímsli, skapáð meS hnefarétti og ráns og haldið saman í engum öðr- um tilgangi en þeim aö leyfa einni þjóS á hnettinum að ráSa yfir ein- um fimta parti af alþjóö heimsins.” ÞaS er ekki geðfelt að minnast þess að þessi maöur, sem svona hatar alt sem brezkt er má þakka möguleika sina til þess að valda ó- gæfu þeirn byr beinlinis og óbeinlín- is, sem honum var veittur fyrir fá- um árum af þeim er allra þjóðrækn- astir þykjast og hæst hrópa um styrk til Breta. Til þess að koma Laurier fyrir kattarnef, hófu þeir upp Bourassa. Hvílík forsmán !” Pólverjar ósáttir. Pólverjar i Winnipeg höfðu ætlað sér að stofna sérstaka herdeild og hafði verið farið fram á það að maður sem C. Kamiensk heitir yrði foringi þeirrar deildar; en stjórnin í Ottawa neitaöi því og féll því málið niður um tima. Nýlega var farið að vinna aö því aftur og var það þá samþykt og sá maður útval- inn fyrir deildarstjóra, er W. H. Hastings heitir. Þetta varð til þess að Pólverjar reiddust og héldu fund til þess aS mótmæla sérstakri deildarstofnun. Voru þau mótmæli samþykt á fund- inum og því lýst yfir að þar sem ekki væru nema um 30,000 Pól- verjar í allri Canada, væri þaS ó- sanngjarnt að ætlast til að þeir stofnhðu nýja deild eftir að fjöldi þeirra væri kominn í aSrar deildir; auk þess töldu þeir Pólland hlut- laust land og sig því ekki beinlínis herskylda þótt þeir væru hlyntir bandamönnum. Þessi mótmæli voru birt í ensku blööunum, en þá birtist bréf frá pólskum manni sem Max Major heitir og er ritstjóri blaösins “The Polish Times”. Hann kveöur þennan mótmælafund alls' ekki hafa veriö almennan; heldur hafi þaö verið hálfgerður leynifundur, þótt hann væri öllum opinn, vegna þess að hann hefði aldrei veriS opinber- lega boðaður. KveSst hann hafi veriS þar og vita um hvaS hann tali. Hann segir að C. Kamienski sé gramur yfir því að hann fékk ekki herstjórnina og hafi því hóaS sam- an nokkrum mönnum, haldið alt aö >ví landráða ræðu og fengiö þessa li'lögu samþykta: en hún sé and- .na>ð skoöunum meiri hluta Pól- erja, þeim sé það áhugamál að tofna sérstaka nerdeild. KAUPMANNAHAFNAR Vér ábyrgj- umst það að,ú vera algerlega hreint, og þaðj bezta tóbak heimi. Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufi. MUNNTÓBAK Brezka þingið alveg mishepnað Mesta glappaskot í írsku málnnum (Eftir E. A. McKenzie). London 26. ágúst 1916. — Þing- ið hefir hætt störfum og ætlar að fá sér Ianga hvild, það er ekki grát- ið af neinum, ekki heiðrað af nein- um og ekki sofsungið af neinum. Ræður þess, sem svo að segja voru gagnslausar, .hætta án þess að þeirra sé saknaö. Það er ekki fttll- trúi fólksins; það skortir áhrif og hefir ekki traust þjóöarinnar. Það tórir áfram aðeins af því að þjóðin er öðrum önnum kafin; má ekki vera að því að sinna flokksþrætum. Mesta glappaskot þess var i sam- bandi við írsku málin. Þatt hafa helsært mannorö margra. Tilfinnanlegttr skortur er á dug- andi ungum mönnum í þingsalnum —iþeir eru að meira gagni á vig- vellinum. Þrír menn hafa aiikið álit sitt á síðasta þingi. Sá fyrsti er Lloyd George, sent nú stendur uppi eins' og stórfjall meðal þjóðarinnar og fyllir hana eldmóði. IUgjarnir and- stæðingar hans bæði innan þings og utan hafa verið svo gjörsigraðir að þeir eru tæpast til lengur. Sir Edward Carson hefir stórum vaxið aS áliti, sem leiötogi skynsamra og ættjarðarkærra andstæðinga, og hegðun hans í öllu þingintt hefir á- unnið honum virðingu þeirra sem fyr voru bitrustu andstæðingar hans. Sir Robert Cecil hefir komið út úr eldrauninni sem ágætur alþjóða- .stjórnmálamaður. Asquith ráð- herra er virtur sem hæfur og kænn leiðtogi, en honum tekst ekki að kveikja eldmóð í brjósti þjóSarinn- ar, og hvað eftir annað hefir hann slept tækifærum til þess aS vekja þjóöina til áhuga. Álit Bonnars Law hefir stórlega hnignað vegna írsku málanna, þar sem mikill hluti flokks hans kastaöi frá sér tillögum hans. Winston Churchill hefir svo að segja horfið úr sögunni sem stjómmálamaSur, þó svo megi fara að þaö sé aöeins um stundar sakir. Sir John Simon hefir orðið aS setj- ast á hinn óæðra bekk í þingsalnum, þó hann hafi fylkt umhverfis sig þeim sem öllum árum róa á móti stríöi. ('Þýtt úr “Free Press”J. Villudýrsœðið í Evrópu. (Eftir Herbert Kaufmann) Hvaða áhrif hefirþað framvegis? Hverskonar stimpil setur þetta langa og mannskæSa strið á hina svokölluöu menningu ? Tími og verkfæri laga það sem brotið hefir verið niður og í flag hefir verið breytt. NútiSarmaSurinn býr til þau verkfæri sem hann þarf á að halda, hver sem þau eru. Þegar alt fcemur til alls eru stórar vélar ekki annað en þroskaöar smávélar. ]>aö verklega breytist ekki. En eðlisfar fólksins hlýtur aö breytast í þeim fellíbyl sem skeflir blindum mönnum og óútmálanlega lemstruðum hópum saman í hvert hérað frá Daghestan til Hartlepool; fjölgar gröfom dauðra manna svo að þröngt veröur í kirfcjugörðum; gerir 5,oooyC>oo konur að ekkjum; svivirðir þúsundir heiðvirSra stúlkna og brýtur lífsreyr þeirra á blómaskeiði; þrammar yfir löndin með þyngstu skrefum fátæktarinn- ar; kastar fyrir björg friðarvoninm, sannar það aS allar staöhæfingar menningarinnar hafa verið lýgi, og allar göfugustu hugsjónir draum- ur; hleypir lausum plágum og pest- um, hungurmoröi, skelfing og hnefarétti á saklausar þjóöir sem einskis áttu sér ills von og treystu friði og öryggi og hljóta þessi sál- arsár þvert á móti því sem þær nöfðu vonað. Það er óhjákvæmilegt aS þessi skelfing sljófgi tilfinningu mannúS- ar, fegurðar og háfleygra hug- mynda. ÞjóSin og fólfcið hatar hvort ann- að með hatri dauöa hefndarinnar og takmarkalausri grimd. 1 minning- unni hrækja menn á nöfn óvina sinna. Fólk getur ekki gleymt þeim hörmungum sem það hefir }x>lað. Sár þeirra og sorgir eru ógræðan- leg. Kvenfólkið fyrirgefur aldrei }>aS sem hér hefir skeS. öll Evrópa hlýtur að vella og sjóða af heift og hatri, sem margar aldir þarf til að sefa. Það er efcki hægt að reka þjóðir i villiæöi hvora á móti annari og fcoma á hjá þeim sönnum sættum aftur á einni nóttu. f“Ffee Press). Kona sœkir um þing- mensku. Canadaherinn. 358,767 manns eru þegar komnir í herinn í Canada og vill stjórnin fá 140,000 í viðbót til þess að fylla þá hálfu miljón sem hún lofaöi. Þessi tala er auk þeirra sem voru hér herskyldjr frá Bretlandi, Rúss- landi, Italíu og Fralcklandi og fóru tafarlaust þegar stríðið hófst, hver heim til sinna stöðva. Þeir voru margar þúsundir. Hér eru þeir heldur ekki taldir sem fóru í her- inn sem gæzlumenn, skrifarar o.s. frv., sem voru fjölda margir. Hér fer á eftir tafla s'em sýnir hve margir hafa farið- úr hverju héraði fyrir sig: Nr. Nafn Tala I Toronto . . . . . . . 81,124 10 Winnipeg .. . . . . 72,986 3 Kingston . . . • •• 37.7H 11 Victoria . . . . • •• 33.945 r3 Calgary .... • •• 32,945 6 Halifax .... •■ •• 3L939 4 Montreal .. . • •• 31.130 2 London ■ • • • 30,127 5 Quebec Alls .... •• •• 358,567 Tumulty skrifari hefir nýlega fengið skeyti frá George E. Ryan skrifara Democrata flokksstjórnar- innar í Washington, þar sem þvi er !ýst yfir að Mrs. Frances C. Axtell forsætiskona ]>ingsamhandsins hafi sagt af sér og ætli að sækja um þingmensku og fylgja aS málum Wilson forseta. Mrs. Axtell held- ur því fram aS ef Hughes verði kjörinn þá sé útséð um alla fram- föt í löggjöf og stjórn. Skeytiö bætir því við að Mrs. Axtell sé út- nefnd af Roosevelts flokknum, en fylgi samt að málum Wilsort og liafi fylgi Demolrata, þvi undir þeirra merkjum sækir enginn þar sem hún er. Hvar eru flugurnar á veturna? Flestar flugur lifa aðeins eitt sumar og deyja svo að haustinu. Sumar þeirra eru samt svo hepn- ar að finna stað sem þær geti lifað í yfir veturinn og haldist nógu heit- ar. Þber felast á afviknum stööum í heimahúsum, f jósum og öðrum út- hýsum í alls konar krókum og kym- um, þar sem mönnum dytti sízt i hug. Þær þurfa þá ekki aö borða, heldur liggja bara í dái eins og bjöm í hýSi eða skjaldbaka í skel sinni. Þær sofa svona allan vetur- inn þangað til veðrið hlýnar og vor- ið kemur; þá hitnar flugunum, þær vakna og eru svangar og fljúga út til þess að afla sér fæðu. Svo líður sumarið og aftur kem- ur annar vetur. En það er sjald- gæft aö sama flugan lifi lengur en einn vetur. Það er rétt af hend- ingu ef það vill til. Ef hún er ekki oröin svo hrum að hún deyi af elli, þá deyr hún oftast úr kulda. fjölda margar flugur drepast af því aS gerlar sem berast í loftinu setj- ast á þær og festa á þeim rætur, sem vaxa alveg inn í flugurnar og jafnvel í gegn um þær. Þá sjást þær dauöar á gluggarúðunum þrútn- ar og bólgnar og eins og myglu- hringur í kring um þær — I—43 Askorun Stjóm Bókmentafélagsins ihefir ákveSið að gefa út helztu rit Jónas- ar sáluga Hallgrímssonar í bundnu og óbundnu máli og kosiö til aö sjá um útgáfuna, í samráði við forseta félagsins, þá Helga' Jónsson, dr. phil. í Reykjavík, Matthías Þórðar- son fornmenjavörður í Reykjavík, og Jón Sigurðsson í KaldaSamesi. Til þess að rit þetta geti orSið sem fuliKomnast eru þaS tilmæli út- gáfunefndarinnar til allra þeirra, er haf^ í höndum eöa vita um hand- rit frá Jónasi Hallgrímssyni, kvæði, sendibréf eSa annað, og sömuleiðis bréf til Jónasar, að ljá eöa útvega nefndinni alt slikt til afnota, helzt í frumriti, en ella í stafréttu eftir- riti, og enn fremur önnur gögn, er lúta að æfi Jónasar, svo sem frá- sagnir eöa ummæli um hann í bréf- um samtíðarmanna. Nefndin beið- ist þess og, að henni séu látnar í té sagnir eða munnmæli, er menn kynnu að hafa heyrt um Jónas, t.d. um tildrög sumra kvæða hans o.fl., alt aS tilgreindum heimildum. Allir þeir, sem kynnu að geta rétt nefndinni hjálparhönd í ]>essu efni, eru beðnir að senda gögn sín ein- hverjum nefndarmanna sem allra fyrst. Reykjavik, 13. júlí 1916. Helgi Jónsson. Matthías J’órðarson. Jón Sigurðsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.