Lögberg - 31.08.1916, Qupperneq 8
8
buutfERG, FIMTUDAGINN 31. AGÚST 1916
Ur bænum
Sófónías Þorkelsson fór fyrra
miðvikudag út til Oak Point, og
dvelur þar í mánaðartíma.
Séra Guðmundur Árnason flutti
góða og uppbyggilega ræðu um vín-
sölu og vínsölubann i Bandaríkjun-
um á síðasta Skuldarfundi.
Kristján S. Guðmundsson og
Kristín Sigurðsson, bæði frá Moun-
tain í Norður Dakota, voru gefin
saman í hjónaband 21. Ágúst að 259
Spence stræti í Winnipeg af séra F.
J. Bergmann.
Trausti Guðjónsson frá Árborg
v'ar hér á ferð fyrra miðvikudag;
var hann að vitja um Benjamín
Þorgrímsson þaðan að norðan, sem
liggur hér á sjúkrahúsinu eins og
getið hefir verið um.
Séra Bjarni Þórarinsson, sem nú
dvelur á Gimli, leggur af stað alfar-
inn heim til íslands með Gullfossi
20. September að öllu forfallalausu.
Séra Carl Olson frá Gimli var á
ferð i bænum í vikunni sem leið.
Aldrei kvaðst hann hafa séð þar
eins margt fólk saman komið við
nokkra kirkjulega athöfn fnema
kirkjuþingið eins og verið hefði
við jarðarför fólksins sem drukn-
aði.
O. G. Johnson frá ísafold póst
húsi kom til bæjarins fyrra mið
vikudag; hann v'ar að leita sér lækn-
inga hjá Dr. Björnssyni. Johnson
er sonur séra Guðmundar frá Arn-
arbæli; hefir ritstjóri Lögbergs ekki
séð hann stðan hann var barn, en
þeir eru samsveitungar og höfðu á
margt að minnast. Johnson sagði
góða líðan manna i sinni bygð,
slægjur ágætar og verður því hey-
skapur góður, en korn er mikið
skemt af ryði
Einar Sigurðsson frá Churchbridge
var hér á ferð á fimtudaginn. Hef-
ir hann verið við vinnu úti í Narr-
owsbygð við heyskap, en var nú að
fara vestur í þreskingu. Hann lét
vel af heyafla í Narrowsbygðinni og
að slægjur hafi verið þar í ár með
allra bezta móti.
Friðbjörn Björnssotl, bóndi frá
Sherwood í Norður Dakota, kom
hingað til bæjarins fyrra þriðjudag;
var hann samferða J. J. Swanson,
sem sótti lík Jóns Goodmans sál. er; annars fór það
Mrs. Jóhanna Freemann í Sel-
kirk fékk aðvörun um að sonur
hennar Sigurður E. Freeman hefði
fallið á vígvellinum n. ágúst. Plann
var tæplega 19 ára gamall og gekk
í herinn fyrir ári síðan undir nafn-
inu Siggie Freeman eins og hann
var æfinlega kallaður heima. Hann
hafði lífsábyrgðarskírteini No 48-
04907 uppá $1000 í New York Life
félaginu, undir sínu fulla nafni,
Sigurður E. Freeman.
Fríða Arason kom vestan frá
Kandahar á mánudaginn, þar sem
hún hefir dvalið undanfarna nokkra
mánuði hjá Sigurði Guðnasyni og
konu hans. Mikið sagði hún kveða
að skemdum af hagli þar vestra;
höfðu margir tapað allri uppskeru
og svo var um Sigurð; en það var
bót í máli að hann hafði vátrygt
uppskeru sína. Auk haglsins urðu
þar einnig miklar skemdir af ryði.
— Miss' Arason mintist með þakk-
læti hinnar miklu gestrisni er hún
mætti hjá þeim hjónum og öðru
fólki þar í grendinni og bað hún
Lögberg að bera Kandaharbúum
kveðju sina.
Lillian Albertina Emily, níu mán-
aða gamalt barn þeirra hjónanna
Mr. og Mrs. Eyjólfur Eiríksson í
Selkirk, lézt snögglega miðviku-
daginn 23. ágúst og var jarðsungin
af undirrituðum þann 25. Lillian
sáluga var einkar vel gáfað bam og
mikið elskuð af foreldrum sínum.
Var þetta mjög djúp og átakanleg
sorg fyrir þau. — Guð blessi þetta
heimili og öll önnur sem sorgin hef-
ir heimsótt. Carl J. Olson.
Eins og getið var um i Lögbergi.
lézt Tón Guðmttndsson 20. ágúst að
heimili sínu nálægt Geinsboro, Sask.
Hann var ættaður úr Hraunhrepp
i Mýrasýslu, bróðir Ólafs bónda í
Hjörtsey. Jón sálugi var 36 ára
að aldri, lætur eftir sig ekkju og tvo
syni og fósturson, altá ungum aklri.
ísafold er vinsamlega beðin að
taka þetta upp.
Miss Hansína Hjaltalín, 636 Tor-
onto sSt- hér í borg, er nýlega koniin
heim úr skemtiferð til Upham, N.D.,
h.var hún dv'aldi tveggja vikna tíma
hjá frændfólki sínu. Hansína mætti
þar hinum beztu viðtökum alstaðar
og þessi tveggja vikna tími varð
henni ein óslitin gleðistund. Unga
fólkið þar var með henni í sífeld-
um útkeyrslum, ýmist í bifreiðum
eða með fjörugum hestum; meðal
berjaleit til fjalla
Auglýsing.
f tilefni af mörgum eftir-
spurnum frá íslendingum eftir
þessum vel þektu plástrum:
“Guðshandarplástur” og “Gum-
miplástur” sendum við frá
Jyfjabúðinni í Edinburg, N. D.,
til hvaða staðar í Canada og
Bandaríkjunum sem er 3-16. úr
pundi af þessum plástrum fyrir
$1.00. Borgun þarf að fylgja
hverri pöntun. Burðargjald
frítt.
B. B. HANSON.
Etlinburg, N. I).
+ ^.1 ^ . 1.
Glaðar stundir
i
getið var um í síðasta blaði. Frið- þeirra, sem nefnast Turtle Moun-
björn var nábúi Jóns, er bjó skamt
norðan við landamærin í Saskatche-
wan, og fylgdi, honum hingað til
grafar. Hann kvað uppskeru þar
syðra hafa. orðið fyrir afarmiklum
skemdum af ryði, hefði útlit verið
frábærlega gott og er þetta þvi til-
finnanlegúr hnekkír. Friðbjörn er
skemtilegur maður og viðfeldinn og
virðist fylgjast vel með málum yf-
irleitt. Hafði hann þá skoðun eins
og flestir betri menn og sanngjarn-
ari, að Bryan sé einhv'er heilbrigð-
asti maður í skoðunum, sem Banda-
ríkjaþjóðin eigi. Engir íslendingar
segir hann að séu í Sherwood nema
hann og anna bóndi; það er Egill
Reykjalín tengdabróðir hans. Frið-
björn fer heim aftur á laugardaginn.
tains; þá var og farið á bátum um
hið fegursta vatn, sem til er í Norð-
ur Dakota, sem kallað er Lake Meti-
goshe. Miss Hjaltalín minnist þess-
arar farar með innilegu þaklæti ti!
fólksins þar syðra fyrir góðar við-
tökur.
Mrs. J. Goodntan kom hingað
norður með lík bónda síns í vikunni
sem leið, ásamt tvieimur börnum
sínum og fósturbami. Eftir jarð-
arförina fór hún snður aftur með
tvö börnin, en eitt varð eftir hjá
foreldrum hennar, Þorvarði Sveins-
syni og konu hans. J. J. Swanson
bróðir Mrs. Goodman fór suður
með henni.
Safnaðarnefndin í Selkirk biður
fólk að veita eftirfylgjandi línum at-
hygli:—í mörg undanfarin ár hefir
X>+-f+-f+++++-f+++ ♦+*+♦+♦+♦+♦
Félagið “Jón Sigurðsson’' hélt
vallarsamkomu hjá húsi Mrs. G.
Ólafsson á fimtudagskveldið eins
og auglýst var í Lögbergi síðast.
Hafði A. S. Bardal varið mestum
hluta dagsins til þess að príða völl-
inn með ljóskerum, fánum og öðru
skrauti. Var þar yfir dymm
skrautlegt kögurmerki félagsins með
stöfum þess og ýmsum táknum. En
fyrir neðan var afarstór íslenzkur
fáni og aðrir smærri til og frá, en
enska flaggið og sambandsmerkið
á mörgum stöðum. Allur var völl-
urinn settur borðum og bekkjum og
skreyttur ljósum; var því bjart eins
og um dag væri. ■
Skemtanir fóru þar fram af ýmsu
tagi bæði meðal yngri og eldri, en
veitingar voru þar ríkulegar sem
seldar voru til ágóða fýrir félagið,
sem hefir það fyrir markmið að lið-
sinna hermönnum bæði hér og á
hervellinum; þar á meðal að kaupa
jólagjafir og senda austur.
Kolskeggur Þorsteinsson, sem
nýkominn er úr striðinu og tvisvar
hefir særst flutti alllanga ræðu.
Skýrði hann það fyrir félaginu
hversu mikið og gott verk það gerði
með starfi sínu, þótt ekki kæmi
fram opinberlega þakklæti fyrir
sendingar þess og hjálpsemi, þá
kvaðst hann mega lýsa því yfir í
nafni allra þeirra sem á herstööv-
unum væru, að blessunarorð og
þakklætis hugsanir fæddust þar
eystra í hvert skifti sem vottur þes's
bærist þangað að eftir þeim væri
munað. Kolskeggur talaði vel,
skörulega og skemtilega og krydd-
aði orð sín með fyndni; t.d. því að
konur þær og stúlkur sem þetta fé-
lag skipaði, hefðu þegar kveikt þá
ást í brjóstum hermannanna sem
allri ást væri fullkomnari, og það
væri matarástin. Var þá hlegið
dátt og innilega.
Kolskeggur gaf félaginu að síð-
ustu ýmsar góðar bendingar um
það hvað nytsamt væri og vel kæmi
sér fyrir hermennina og hvað það
Stefán Daníelsson frá Otto og
kona hans komu til bæjarins á laug-
ardaginn og dvöldu hér fram ál verði. — Þetta skemtimót byrjar kl.
þriðjudag. Goða grassprettu sögðuj 2 eftir hádegi og heldur áfram eins
þau þar í bygðinni og liðan manna | lengi og skemtanir endast. Nefndin
í bezta lagi. Þar er meira treyst; gerir alt, sem í hennar valdi stendur
griparækt en hveiti. j (.jj þess ag skemtanin verði sem
TT Tr. .. ,, 7 '. , . . , fjölbreyttust, og vonast þar af leið-
G H Hja taim yf.rskomerstan ^^^ tjj aS sæki þessa sam-
97- herdeddmm fekk nylega fn-; k eins þaS he£f aS
tima til jæss að fara 1 þreskjngu , . 1 , *
,,__. „r -r>» undanfornu, þegar um batsferð var
nalægt Ixiwer Fort Garry . Kom * * , , y 6 ,, .,
1 , • . , JA , að ræða, þo svo oheppilega vildx til
hann til bæjarins a manudaginn a , , ^ „ ,, . 6 , *
leið þangað. ' Þettau sk’f aö ekkl var aS
1 6 ____________ hafa skemtiferð a bat. B.S.B.
Jónas Jónasson trésmiður frá
Selkirk var á ferð í bænum í vik-
unni sem leið; hafði hann frá eng-
um fréttum að segja.
Jóhann Sigfússon frá Selkirk var
á ferð i bænum á mánudaginn.
Litla byggingavinnu kvað hann
vera þar í ár, en fiskiveiðar hefðu
verið í meðallagi að því er afla
snerti, en ýms óhöpp hefðu viljað
til, svo sem netaskemdir af storm-
um o. s. frv. Á járnverksmiðjunni
kvað hann um 160 manns hafa at-
vmnu og sömuleiðis er þar verið að
byggja stálverksmiðju; á vinna að
byrja þar i haust og allar vélar að
ganga fyrir rafmagni.
Samkvæmt tilmælum birtast hér
nöfn fulltrúa og djákna Fyrsta lút.
safnaðar. — Stjórnarnefnd: Dr.
B. J. Brandson forseti, Mr. Jónas
Jóhannesson féhirðir, Mr. Guttorm-
ur Finnbogason ritari, Mr. Halldór
Methusalems, og Mr. Alfred j Al-
bert... — Djáknanefnd: Mr. A. S.
Bardal, Miss Inga Johnson, Mrs.
nnur Johnson, Mr. G. P. Thord-
on og Mrs. Jón Júlíus.
-s. Halldóra Peterson, móðir
V. Péturssonar frá Limestone í
1 inesota; segir “Minneota 'MaS-
r t” að hafi orðið fyrir bifreið fyrra
sunnudag og meiðst allmikið. Hafði
hún tvi fótbrotnað auk annara J. J. Vopni ráðsmaður Lögbergs
meiðsla. Mrs. Pétursson er sögð 951 skrapp norður til Gimli á þriðju-
ára gömul. í daginn og kom aftur í gær.
Selkirk-söfnuður haft skemtiferð a væri aftur á móti sem litla þýðingu
bát eftir Rauðánni á vúrkamanna-
daginn éLabor Day) til arðs fyrir
söfnuðinn. Ná í ár ferst þetta þó
fyrir sökum þess, að ómögulegt er
að fá bát til þessarar skemtiferðar.
Samt sem áður vill safnaðarnefndin
ráða fram úr þvi, að fólkið hafi
tækifæri til að skemta sér þennan
dags eins og að undanförnu. Hefir
nefndinni því komið saman um, að
hafa glaðar stundir í garðinum hjá
húsi Mr. og Mrs. B. Benson, forseta
safnaðarins, þann 4. Sept. næstkom
andi. Til skemtunar verður söngur
og ræðuhöld, hljóðfærasláttur o. fl
Líka hefir nefndin v'on um, að geta
fengið einn góðan ræðumann frá
Winnipeg til að flytja ræðu við
þetta tækifæri. Sömulieðis verða
þar á staðnum nægar veitingar, bæði
kaffi og ávextir, selt alt með lágu
DOMINION.
Þar er leikur sýndur sem heitir
“Elevating a Husband”; er það
bæði gaman og alvara; djúpar lífs-
kenningar; heitar ástir, skemtilegir
atburðir; fjárkröggur og klípur og
alls konar æfint^ri.
. í þessum leik er saga sem alla
sneríir og allir hafa unun af að sjá
og heyra, og verður það leikið ágæt-
lega vel, því beztu leikkrafta er hér
um að ræða.
Sérstakur síðdegis leikur á mánu-
daginn.
PANTAGES.
Stúlkuleikur verður þar sýndur
næstu viku; er það skopleikur með
dansi' og ágætum hljóðfæraslætti.
Warren og Templeton eru fyrir-
taks' dansarar og leika frábærlega
vel alt sem skoplegt er. Charles og
Ollie Vanis eru ekki síðtir vel J>ektir
í þeirri list. Neal Abel er frábær-
lega hlægilegur skripaleikari og
dregur alt af að sér fjölda fólks.
James Grady og félag hans leikur
alvöru- og ástaleiki og munu marg-
ir hlakka til þess að sjá hann og
heyra.
hefði að senda þeim
Mrs. J. B. Skaftason talaði nokk-
ur orð; lýsti tilgangi samkomunnar
og bauð gestina velkomna.
V'ar samkoman allfjölsótt og fór
fram vel og skemtilega að öllu leyti.
Hafði Mrs. Ólafsson léð hús sitt og
völl til ókeypis nota við þetta tæki-
færi og var því skemtunin bæði úti
Og inni.
Gjafir til “Betel ”
Mrs. J. Vopnfjörð .. ., .. . . $2.00
Axel Vopnfjörð............... 1.00
Ásrún Vopnfjörð.................50
Davíð Vopnfjörð.................50
Victor Vopnfjörð................50
Ólöf Vopnfjörð..................50
Ónefndur..................... 1.00
Með innilegu þakklæti fyrir þess-
ar gjafir.
Jónas Jóhannesson, féh.
675 McDermot Aíve., Wpg.
Prentvillur
þessar eru á erfiljóðum mínum eft-
ir Árna Jóel Stefánsson, sem birtust
í Lögbergi 24. Ágúst: í þriðja stefi
er “Iaugar” og greinarmerki, á að
vera “lauga” og ekkert greinar-
merki; x þriðju línu sama stefs á
orðið “barnsins” að vera með ská-
letri.—í þriðju línu 4. stefs er “sé
ei gengin”, á að vera “sé nú gengin”.
—I fyrstu línu 5. stefs er greinar-
merki á eftir “sig”, á að vera á eftir
“eilíft.”
O. T. Johmon.
Skógargildi í City Park
Um mörg undanfarin ár hafa ís-
lenzku Goodtemplara stúkurnar í
Winnipeg farið skemtiför á hverju
sumri út í einhverja íslenzku bygð-
ina í grend við borgina. En svo al-
varleg og að ýmsu leyti erfið hafa
tvö síðustu árin verið, að óráðlegt
hefir þótt að eggja fólk á að eyða
tíma og talsverðu fé til slíkra fara,
er þær jafnan óhjákvæmilega hafa
i för með sér. Hins vegar líta Good
templara stúkurnar sem önnur félög
svo á, að því oftar sem meðlimir
þeirra hittast, þótt ekki sé nerna til
skemtana, og þá allra helzt ,utan
steinlagðra stræta og stáli styrktra
veggj a stórborgarinnar, því betur sé
málefni þeirra borgið. Fyrir því
hafa ísl. Goodtemplarastúkurnar í
Winnijjeg afráðið, eins og getið hef-
ir verið um áður í blöðunum, að láta
sér nægja að þessu sinni að fara
ekki lengra en út í City Park og val-
ið til þess verkamannadaginn ('Labor
DayJ, sem er næstkomandi mánu-
dagur, 4. September. Er nú alt und-
irbúið eftir beztu föngum, svo dag-
urinn megi verða sem skemtilegast-
ur og jafnframt uppbyggilegastur:
ræðumenn fengnir, nýir söngvar
samdir, íþróttamenn og jafnvel leik-
arar sýna þar listir sínar, og sér-
stakir strætisvagnar hafa verið út-
vegaðir til þess að hópurinn geti
fylgst sem bezt að.
Þrir menn hafa lofað að flytja
stuttar ræður: Goðmimdur Kamb-
an; hann hafa margir Iandar enn
ekki heyrt, og ættu því sannarlega
að nota sér þetta tækifæri; Dr. Sig.
Júl. Jóhannesson og séra Guðmund-
ur Arnason. Þá verða og flutt tvö
frumort kvæði og jafnv'el fleiri.
Einnig hefir verið hugsað fyrir
skemtununum er þeir geta tekið þátt
í, sem ekki gera sig ánægða með
ræður og ljóðalestur eingöngu
Guðm. Sigurjónsson, íþróttakennari,
°g Sig- Björnsson hafa urnsjón með
leikjum og íþróttum. Verður þá
til engra verðlauna að vinna, en öll-
um velkomið að taka þátt í þeim
skemtunum eftir því sem hver finn
ur hvöt og hæfileika til hjá sjálf-
um sér.
Loks sendir strætisvagnafélagið
sérstaka vagna á tilteknum tíma til
að taka alla er þess 'æskja. Ættu
senx allra flestir að nota sér þá; því
fleiri sem fylgjast að og því stærri
serrt hópurinn er því styttri finst
leiðin og því skemtilegri stundin.—
Vagnarnir fara frá horninu á Sar-
gent og Arlington kl. 1.30 e. m.,
austur Sargent, suður Sherbrooke
og v'estur Portage Ave. Bezt að
sem flestir tækju sér far á Sargent,
því hætt er við að þröngt verði þeg-
ar suður á Portage kemur.
Hyggilegt væri fyrir húsmæður
og jafnvel fleiri að gleyma ekki
matnum. Þvi þótt nátúran sé fögur
og fríð úti í garðinum og mörgum
kunni aö vcrrða nýnæmi á að teyga
hreina loftið, þá er ekki óhugsandi.
að sumum finnist hvorttveggja létt
á metunum, “þegar kvölda tekur og
á daginn líður.” En heitt vatn fæst
ókeypis þar úti.
Þó Goodtemplarar standi fyrir
þessari skemtiför, þá er öllum, sem
af íslenzku bergi eru brotnir, vel-
komið að “vera með”, hvört sem
þeir eru templarar eða ekki. Með
því að fyrsti mánudagur September-
mánaðar er almennur' helgidagur og
mjög fáir munu því hafa daglegum
störfum að gegna, er vonandi að sem
allra flestir “landar” taki þátt i för-
inni og fylli hópinn, því vafasamt er
hvort margir geta varið deginum
betur.
ORPHEUM.
Kristján Ingvar Johnson, sonur
Jóns Johnson að 65 Guay St. í St.
Vital og konu hans, andaðist 28.
ágúst. Hann var 6 ára ganiall.
Jarðarförin fór frarn í gær og jarð-
söng séra B. B. Jónsson.
Valdimar Eiríksson frá Ottó kont
til bæjarins í gær og fór heim sam-
dægurs. Hann var að fá menn til
þess að ikoma í þreskingu þangað
út. Uppskeruna segir hann tals-
vert skemda en heyskap ágætan.
J. A. Johnson og M. A. Johnson
frá Lundar og Kristján Pétursson
frá Oak View komu hingað í gær
að heiman frá sér. Höfðu þeir ver-
ið þar i vinnu len voru kallaðir hing-
að af herstjórninni; þeir eru allir í
108. deildinni og er í ráði að sú
deild fari bráðlega austur. Engar
fréttir sögðu þessir piltar aðrar en
þær að uppskera muni verða þar
ytra í meðallagi og heyskapur góð-
ur.
Angelíka Pétursson 10 ára gömul
stúlka dóttir Jens Pé'turssonar að
Oak View andaðist 2. ágúst úr
barnaveiki. Foreldrar hennar eru
færeysk, (móðir hennar dáinj, en
hafa verið meðal íslendinga svo
lengi að íslenzkan er svo að segja
þeirra aðalmál.
Royal Crown Sápa Óg pr'‘Z™«
gefnar eru í skiftum fyrir Coupons og sápu-umbúÖir eru
þaer allra beztu.
Geymið royal crown sápu coupons
þeir eru mikils viröi. Sendið eftir lista yfir premíur, bann
fæst ókeypis, aðeins að skrífa á póstspjald og hann verð-
ur yður sendur,
Þér skuldið sjálfum yður það að nota þá sápu sem
reynzt hefirvel.
Ef þér hafið ekki nú þegar byrjað að safna Coupons
þá byrjið strax.
IHE R0YAL CR0WN S0APS
Limited
PREMIUM DEPARTMENT
WINNIPEG, MAN.
Heima-glóðir glæðist.
(Keep the Home Fires Burning.)
Herör skorinn hátt til fjalla,
heyrðist boð í þröngum dal,
rekkar stóðu reiðubúnir,
riddarar og drengja val.
Ei með tárum hrausta hryggið,
hverfandi á vígaslóð;
þó að hjartað bráðum bresti,
brosið við og syngið ljóð.
Kór:
Heima-glóðir glæðist,
þótt gráti hjarta’ og mæðist,
því drengir sigldu á darraðs-slóð
þá dreymir heim.
Sindrar silfur-bjarminn
svartan gegn um harminn,
senn munu dengi sigri krýndir
sigla heim.
Yfir hafið bárust bænir:
“Bjargið smárri’ og píndri þjóð”
og vér gáfum okkar syni,
æru möttum dýrri’ en blóð.
Þrælaok skal aldrei beygja
aldið Stóra Bretlands kyn;
og sé okkar liðsemd leitað,
látum engan kvelja vín.
ÓSKAÐ eftir að kvienmaður
gefi sig fram til að standa fyrir
litlu búi hjá einhleypum miðaldra
manni á landi sikamt frá sveitaþorpi
vestur við haf. Gott kaup. Ekki
frágangssök þótt hún hafi barn
meðferðis. — Lögberg vísar á.
RIFFILL ('No 22J hefir verið
sendur til Guðmundar Thorleifs-
sonar, c-o. Columbia Press Ltd. —
Hlutaðeigandi geri svo vel og vitji
hans ihið allra fyrsta á skrifstofu
félagsins.
Viðskiftabáku.i
pakkarávarp.
Þann 7. ágúst kom Agnes Thor-
geirsson til mín með fimm dollara,
sem var gjöf frá djáknanefnd
Fyrstu lútersku kirkjunnar, og
einnig sendi “Dorkas” félagið mér
fimm dali nokkru áður, fyrir til-
stilli fyrnefndrar konu. Gert var
það í tilefni af langvarandi heilsu-
leysi dóttur minnar Guðríðar Krist-
jánsdóttur.
Þiessar gjafir og marga aðra vel-
y'ld bið eg góðan guð að endur-
gjalda öllum sem að því hafa stutt,
en þó séfstaklega áðurnefndri konu.
Óska eg þess af heihnn hug að
æfikveld þessarar göfugu konu
megi verða friðsælt og bjart.
Með þakklæti fyrir alla þá trygð
og vináttu sem hún hefir sýnt mér
frá því fyrsta.
Mrs. B. Gilbert.
Fjórar greinar og eitt kvæði. sem
Lögbergi ihafa borist á móti ætt-
jarðamíði Heimsk. sér blaðið sér
ekki fært að birta sökum stóryrða,
þótt þau séu öll verðskulduð.
Fjórða sej>temebr byrja leikir
aftur á Orpheum. Hefir leikskrá
verið samin fyrir næsta tímabil og
er hún ágæt.
Laura Nelson Hall leikur þar i
“The Cat and the Kitten”. Miss
Hall lék áður “Beaytu” í leiknum
“Everywoman” eftir Henry W.
Savages.
Helene Davis, sem mikið hefir
verið látið af verður þar einnig.
Fred Bowers og Lilian McNeil
þurfa iengra meðmæla, þau eru
kunn.
Walter Brower kemur þar fram
með söngva og Allen og Howard
með skopleiki.
Auk þessara verða þar næsta
tímabil jxeir sem hér segir:
Theodore Kosloff, Homer Miles
og félag hans, Mullen og Coogan,
stúlkan í tunglinu, Lydia Barry,
Wilfred Clarke og félag hans, Claire
Rochester, Moon og Morris, Alda
Randegger. Hy. Carroll og Anna
Wheaton, Clarke og Hamilton,
Melville Ellis og Irene Bordini,
Ruth St. Denrs o. fl.
GuSsþjónustur.
Sunnudaginn 3. september 1916:
í Haglof skóla kl. 11. í Mozart
kl. 1. í Kandahar kl. 4. 1 Wyn-
yard kl. 7. Allir velkomnir.
H. Sigmar.
Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar
hefir ákveðið að halda útsölu
(“’Bazaar”) í sunnudagaskóla sal
kirkjunnar 24. og 25. október n.k.
Skeð getur að einhverjar kvenfé-
lagskonur viti ekki um þessa á-
kvörðun félagsins og því eru þær
og allir aðrir vinir safnaðarins' og
kvenfélagsins á þetta mintir. Því
eins og vant er vonast félagið eftir
að konur búi til margt fallegt og
eigulegt til að selja á útsölunni.
í fréttagrein frá Seattle 20. Júlí
36. l.a.n., stendur “snúið á ensku” í
staðinn fyrir “snúið á íslenzku.”
‘Tslenzk kona” getur sent söguna
sem hún talar um; oss þykir gaman
að sjá hana og taka hana í blaðið,
sé hún vel til þess fallin, sem tæp-
lega þarf að efast um.
Lögfræðislegum spurningum sem
blaðinu eru sendar verður svarað
þegar hægt er, án }>ess þó að það
skuldbindi sig til að svara öllu sem
spurt er að.
Allir sem senda ritgerðir, hvort
heldur er í Lögberg eða Sólskin, eru
beðnir að r'ta þær með bleki en ekki
blýanti, sérstaklega þó ekki blek-
blýanti.
Ritstjóri jxakkar Önnu Mýrdal
kærlega fyrir bréfið og myndina.
Grein frá Reykj avíkurlxygð, send
Lögbergi 14. Ág., er vel rituð og að
mörgu leyti góð en í sumum atriðum
óviðkunnanleg að voru áliti, og finst
oss biezt fyrir hlutaðeigendur, að
hún birtist ekki.
Ritstjóri Lögbergs hefir fengið
bréf úr ýmsum áttum, þar sem hann
er beðinn að yrkja eftir látið fólk.
Hónum væri ánægja að gera það, ef
timi leyfði, en með þessum línum er
fólk látið vita, að honum er það ó-
mögulegt sökum anna.
f heimahögum.
Þrjóti nesti þrek og seim
þjóð fyrir vestan pínir,
þá er bezt að þokast heim
j>ar eru flestir mínir.
Þegar blárri brosa við
brúnir várra haga
býr við hárra hnúka rið
hugurinn skárri daga.
/. G. G.
Á siglingu.
Fyrir blánar íjöllum lands
fögnuð lánar huga manns,
stíga Ranar dætur dans
drifnar mána ljósvaJcans.
Svelgdu boðar brjóstin há
belgdi froða á stafni,
helfdum voðum hátt við rá
heldur gnoðin landið á.
/. G. G.
Norsk-Ameriska Linan
Nýtízku gufuskip sigLa frá
New York sem segir:
“Bcrgensfjord” 16. Sept.
"Krtstianiafjord" 7. Okt.
“Bergensfjord” 28. okt.
Norðveslurlands farþegar geta ferðaat
með Ðurlington og Baltimore og Ohio
járnbrautum. FarbrjeF tra Is-
landi eru seld til hvaða staða sem er
í Bandaríkjunum og Canada. — Snúið
yður til
HOBE & CO„ G.N.W.A.
123 S. 3rd Street, Minneapolis, eða
H. S. BARDAL,
892 Sherbrooke Street, Winnipeg.
Hvar er stúlkan?
Hver sá er veit um núverandi
heimilisfang Jónasínu Stefánson,
sem árið 1913 stundaði búfræðinám
hér í borg, geri svo vel að senda
ppplýsing um það til þessa blaðs.
Öryggishnífar
etv skerptir
RAZO
. Ef þér er ant um að fá góða
brýnslu, þá höfum við sérstaklega
gott tækifæri að brýna fyrir þig
rakhnífa og skæri. “Gilett's” ör-
yggishlöð eru endurbrýnd og “Duj>-
lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein-
föld blöð 25c. tylftina. Ef rakhníf-
ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur
sýna þér hversu auðvelt það er að
raka þegar vér höfum endurbrýnt
blöðin. — Einföld blöð einnig lög-
uð og bætt. — Einnig brýnum við
skæri fyrir lOc.—75c.
Ths Bazop & Sltear Sharpeníng Co.
4. lofti, 614 Ðuilders Exchange Grinding Dpt.
333£ Portage Are., Winnipeg
Klæðskerar' og saumakonur alls
konar geta fengið vinnu við kvenn-
föt, yfirhafnir og kjóla. Gott kaup
og stöðug atv'inna. Komið og spyrj-
ist fyrir hjá
The Faultless Ladies Wear Co. Ltd.,
Cor. McDermot & Lydia St.
Málverk.
[“Pastel’ og olíumálverk] af
mönnum og landslagi
býr til og selur með sanngjörnu verði.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson,
732 McCee St. Tals. G. 4997
VINNUKONU vantar út á land
sem allra fyrst; kaup $15 á mánuði;
konan hjálpar við öll verk. Tilboð
sendist til,
Mrs. J. G. Davíðsson,
Box 169, Antler, Sask.
Eg hefi nú nægar byrgðlr af
'granite” legsteinunum “góðu”
stöðugt við hendina handa öllum,
sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja
þá. sem hafa verið að biðja mig um
legsteina, og þá, sem ætla að fá sér
legsteina í sumar, að finna mig sem
fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að
gera eins vel og aðrir, ef ekki betur
Yðar einlægur.
A. S. Bardal.
Staðurinn sem þér ætt-
uð að kaupa meðul
er í LYFJABÚÐ
Kauptu te af matvörusalanum, silki af
fatasalanum og járnvörur anrarstaðar. En
þegarþú þarft að kaupa ósvikin meðul.
hreinlætisáhöld eða muni, einkaleyfis-
meðul o.s frv. þákom Þú hingað,
Vér höfum lyfjabúð.
WHALEYS LYFJABÚÐ
Phone She'-br. 268 og 1130
Horni Sargent Ave. og Agnes St.
Ef eitthvað gengur að úriuu
þínu þá er þér langbezt að senda
það til hans G. Thomas. Haua er
í Bardals byggingunni og þú mátt
trúa því aö úrin kasta eílibelgn-
um i höndunum á honum.
KENNARA vantar fyrir Siglu-
nes skóla No. 1399 frá 15. septem-
ber til 15. desember og frá 15. febr.
til 15. maí. Umsækjendur tilgreini
kaup og mentastig. Tilboðum veitt
móttaka til síðasta ágúst af
Framar J. Eyford, Sec. Treas.
Siglunes P, O., Man.
TU sölu.
Gasolínvél fyrir bát, 12 hesta afl,
er til sölu hjá undirrituðum.
Sveinn Björnsson.
Giinli, Man.
VÉR
KENNUM
GREGG
Hraðritun
SUCCESS
VÉR
KENNUM
PITMAN
Hraðritun
BUSINESS COLLEGE
Limited
HORNI PORTAGE 0G EDMONTON ST.
WINNIPEG, - MANIT0BA
ÚTIBUS-SKOLAR FRÁ HAFI TIL HAFS
TÆKIFÆRJ
pað er mikil eftirsókn
eftir nemendum, sem út-
skrifast af skóla vorum.
— Hundruð bókhaldara,
hraðritara, skrifara og
búðarmanna er þörf fyr-
ir. Búið yður undir þau
störf. Verið tilbúin að
nota tækifærin, er* þau
berja á dyr hjá yður.
Látið nám koma yður á
hillu hagnaðar. Ef þér
gerið það, munu ekki að
eins þér, heldur foreldr-
ar og vinir njóta góðs af.
— The Success College
getur leitt yður á þann
veg. Skrifist í skólann
nú þegar.
YFIRBURÐIR
Beztu meðmæli eru með-
mæli fjöldans. Hinn ár-
legi nemendafjöldi í Suc-
cess skóla fer langt
fram yfir alla aðra verzl-
unarskóla í Winnipeg til
samans. Kensla vor er
bygð á háum hugmynd-
um og nýjustu aðferð-
um. Ódýrir prívatskólar
eru dýrastir að lokum.
Hjá oss eru námsgreinar
kendar af hæfustu kenn-
urum og skólastofur og
áhöld eru hin beztu. —
Lærið á Success skólan-
um. Sá skóli hefir lifað
nafn sitt. Success verð-
ur fremst í flokki.
SUCCESS-NKMAXDT HELDUR HAMARKI f VJEIiRITCN
INNRITIST HVENÆR SEM ER
Skrifið eftir bæklingi
SUCCESS BUSINESS COLLEGE
Limited
F. G. Garbutt, Pres.
D. F. Ferguson, Prin.