Lögberg - 07.09.1916, Page 5

Lögberg - 07.09.1916, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER 1916. 5 meiöa broddgöltinn, heldur abeins aS slíta af honum broddana meS rótum. BáSar hliðar vilja halda áfram þangað til skriðið hefir til skara. Með hverjum degi verður hatrið meira. Það sem græðist við það að fresta friðarsamningum tapast mörgum sinnum með áframhaldi stríðsins. Það lítur i raun réttri út sem ekki séu önnur ráð til þess að jafna deilur mannanna en með tundur- duflum og sprengikúlum. Hvaða dóm ætli framtíðin leggi á þetta? Dómurinn verður sá að í allri Evrópu hafi ekki fundist einn einasti stjórnmálamaður. Hefði aðeins einn stjórnmálamaður sem mikið kvað að verið i hverri hlið, þá hefði stríðið aldrei byrjað. Ef einn góður stjórnmálamaður hefði verið á hvora hlið þá hefði stríðið aldrei getað enst í ár, hvað þá leng- ur. En eins og málurn var háttað tóku íherforingjamir völdin í eigin hendur úr höndum stjórnmálamann- anna. Þessi verður dómur framtíðar- innar. Sá tími var þegar menn töldu trúarbragðastríð skrælingja merki, en skildu það ekki að þjóð- strið voru miklu verri. Sá timi var þegar einvígi stjórnarmeðlima þóttu gamáldags og óhæf, en samt skildu menn það ekki að verzlunar- stríð báru enn þá meiri vott um menningarleysi. |T rúarbragðastríð eru svartur kafli í mannkynssög- unni. Þetta heimsstríð ier þó miklu heimskulegri sorgarleikur. Það færi betur að þetta stríð endaði án mikillar niðurlægingar fyrir hvora hliðina sem er. Annars fer sá sem ósigurinn bíður tafar- laust að hugsa um það hvernig hann geti hafið stríð að nýju. Og það ættu menn að festa sér í huga að hversu mikla niðurlægingu S'em óvinurinn yrði að þola, þá kallar það út af fyrir sig ekki til lífs aftur einn einasta mann sem myrtur hefir verið. Bvert einasta mannslíf er einhvers virði. Allir menn eru ekkí jafn mikils virði, en það er léleg hugsun að þegar maður sjálfur hef- ir mist iooo þá hafi þó óvinur manns mist 10,000. Hver veit nema einmitt hafi ver- ið einhver einstaklingur sem hefði með þjóð sinni og landi mestu frægð og blessun og heiminum í heild sinni? Þar á meðal getur hafa verið iShákespeare, eða New- ton eða Kant eða Goithe, eða Maliere eða Pasteur eða Copemicus eða Rubens eða Tolstoy á meðal þessara hundruð þúsunda tuttugu og eins árs Englendinga, Þ jóðverja, Frakka, Pólverja, Belga og Rússa sem fallið afa. Hvernig getur breyting á hervall- artakmörkun eða hertekning eins fylkis, komið sem manngjöld fyrir slíka menn? Vinningurinn er að eins um stundar sakir, tapið er eilift og óbætanlegt. Það sem vinst heyr- ir aðeins' til einhverri þjóð, það sem tapast heyrir til öllu mannkyninu. Vér sjáum það á meðan striðið stendur yfir hvernig auðæfi heims- ins smáréna. Þangað til að síðustu verður enginn fær um að greiða kostnaðinn; en mannslífin sem tap- ast, það sem allra fátækastan gerir heiminn, það getur enginn með töl- um talið né þvi með orðum lýst. Það sem vér erum sjónarvottar að er að hvíti kynflokkurinn er að gereyða þeim yfirburðum sínum, er hann hefir áunnnið með margra alda starfsemi og fyrirhöfn í aug- um hinna svörtu, rauðu og gulu flokka. Hvitu þjóðimar hafa fengið að- stoð hinna til þess að brytja niður kynbræður sína og hafið þá til skýjanna fyrir dugnaðinn fyrir að drepa þá hvitu. Hvers getum vér vænst annars en þess' að slík leigutól snúi við blaðinu og ráðist síðar á þá sem nú nota þá þannig? Blöðin í stríöslöndunum hafa skoðað það sem sérstaka skyldu sína að æsa til enn þá meira æðis; að vekja upp eldmóð fyrir þessu at- hæfi. Blöðin ættu að minnast þess að hið eyðileggjandi hatur varir lengúr en striðið. II. Synd hins litblinda hlutleysis. Eftlr Willlam Archor, nafnkunnan enskan gagnrýnanda. "Ávarpi” því, sem birtist hér a8 framan, eftir Dr. Brandes, var svaraS af William Archer t opnu bréfi, sem hann nefndi "Erkilygin”, og ftréttaSi hann það nokkru síöar t “London Daiiy News” meS skarplegri sennu til hins danska innanrtkisráSherra, t sama anda, er hann kallaSi “StrtSs- vélin, fór hún af staS af sjálfri sér?” fessar tvær ritgerSir eru eiginlega ein og birtast þær hér t heilu ltki, “Drepsótt báðu megin!” er aðal- efnið í áskorun um frið, gefin út af Dr. George Brandes í “Poletik- in” í Kaupmannahöfn. Þetta er ekki alveg óeðlileg stefna sem marg- ir hlutlausir menn hafa tekið upp á siðkastið. Þ'eir eru dauðþreyttir og leiðir á stríðinu. Þ'eir hafa gleymt því—ef þeir hafa nokkru sinni skilið það, ihvaða orsakir leiddu til þessa stríðs. Þeir einblina á hinar ytri eða veraldlegu hliðar striðsins en sjá ekki hugsjón- irnar að baki þess, sem í veði eru. Þeir kasta þyngri steini á banda- menn fyrir það, að vilja ekki fórna þessum hugsjónum, 'en mið- ríkin fyrir það, að hafa þessar SÖmu hugsjónir að athlægi og fót- umtroða þær. Þannig er það, að hlutleysið fær á sig þýzkan blæ, sem þeir ef til vil vita ekki af, en sem eigi áð síður er hryggilegur. Þetta er á- stæðan til þess, að eg hefi leiðst til að ávarpa Dr. Brandes— Kæri herra Brandes. Þér hafið hirt “Ávarp” til stríðsþjóðanna, þar sem þér skorið á þær að snúa aftur til heilbrigðr- ar skynsemi og semja frið. í sjálfu sér hlýtur þess konar ávarp að fá samhygð og lof hjá hverjum ein- asta óspiltum manni og heilbrigt hugsandi. Samt sem áður er þetta ávarp vonbrigði vinum yðar og dýrkendum—ef eg má kalla sjálf- an mig því nafni—sökum þess að það er eiginlega ekki til þess ætl- að að komast að því takmarki sem þér hafið i hyggju. Viljið þér leyfa mér að skýra hvers vegna það er skoðun min að það fari inn um annað eyra manna og út um hitt? Áreiðanlega er það ekki þess vegna að vér viljum ekki veita yður áheyrn. Hver er sá dómari sem vér ættum að hlusta á með meiri ánægju? Þér eruð mótmælalaust mesti gagnrýnandi þessárar kyn- slóðar og ef til vill leiðandi andi hinna hlutlausu þjóða; að minsta kosti hór megin hafsins. Þér eruð ekki einungis hálærð- ur maður, heldur lifandi sál hins lifandi heims. Þér hafið barist dýrðlegri baráttu fyrir hugsana frelsi og þér hafið lýst andstygð yðar á pólitiskri harðstjóm og gert það í hlífðarlausum orðum. Hver gæti sá verið sem meira hugrekki hefði blásið oss í brjóst en þér ef þér hefðuð fallist á málstað vorn? Hver gæti sá verið er fram kæmí með grundaðar og sanngjarnar að- finningar, að vér hlustuðum á hann með meiri virðingu en vér hljótum að hlusta á yður? En sannleikurinn er sá að þér hafið hvorugt þetta gert. Þér hafið framleitt háværa tóna í hlut- leysissöngnum. Þér standið hlut- laus eða afskiftalaus milli þess sem rétt er og rangt. Mér liggur við að segja við yður sömu orðin og maður nokkur sem aldrei var hlut- laus í baráttunni fyrir frelsi: “Þekkirðu djöflana í Danta víti, sem drápsglæðu þig í gegn um líti ?” — Og svo vildi eg vísa yður á það sem sagt er um hlutleysingja i þriðju kviðu kvæðisins “Belviti” eftir Dante. Er það mögulegt að þér sjáið ekki að þetta stríð, eins heimsku- legt og voðalegt sem það kann að vera, er samt sem áður stríð þar sem alt snýst um rétt eða rangt? Þáð er spuming sem ekki verð- ur svarað eða gengið fram hjá með því að ypta öxlum eða með því að segja: “Þeir eru allir bófar!” Ávarp yðar byrjar þannig: Allar stríðsþjóðirnar hver um sig lýsa því yfir að stríðið sem þær eru í sé varnar strið. Þær þykjast allar eiga hendur sínar að verja. Þær eru allar að berjast fyrir til- veru sinni. Morð og lygar eru þeim öllum nauðsynleg vopn til varnar. Bvemig í ósköpunum stendur þá á því, ef það er satt sem þær allar segja, að þær hafi ekki viljað stríð, að þær fara ekki tafarlaust að semja frið?” Setjum sem svo minn k^eri vitr- ingur, að þér hefðuð gert lög að lí fsstarfi yðar í stað bókmenta og að þér hefðuð orðið dómari. Setj- um sem svo að tveir menn hefðu verið látnir mæta frammi fyrir yður þar sem hver um sig hefði lýst því yfir að hinn hefði ráði'st á sig og sýnt sér banatilræði; og ann- ar þeirra hefði ómótmælanlega ver- ið með úrið hins, peningapyngjuna hans og vasabókina. Bef,i yður fundist að þér gera alt það sem skyldan bauð ef þér hefðuð sagt: “Þeir eru sjálfsagt báðir lygarar eða báðir með lausa skrúfu. Slepp- ið þeim og skipið þeim að halda friði og látið þann sem hefir hlut- ina skila aftur t.d. úrinu, en halda hinu af ránsfénu? Munduð þér ekki álíta að verið gæti að annar þeirra segði satt? Munduð þér ekki kalla vitni og halda rannsókn ná- kvæma og sanngjarna, Munduð þér ekki finna neinar líkur í for- dæmum fyrir því að sá sem virki- lega var til viga búinn og virkilega réðst á hinn að óvörum hafi verið sá er leikinn byrjaði? Og munduð þér ekki álita að þær líkur yrðu enn þá sterkari ef þér fynduð að hann hefði alla vasa troðfulla með skjöl- um þar sem því væri haldið fram að stríð væri heilög skylda, og rán með aðaldygð mannsins? “Bvað er sannleikur?” sagði Pilatus i spaugi og kom fram sem hæðnisfullur hlutleysingi. En í þessu efni er bæði sannieikur og lýgi, og gildi alls málsins eins og það er nú, eins og alls striðsins er innibundið í spurningunni: Bver er lygarinn? Ef Þjóðverjar segja sannleikann—ef á þá var ráðist ó- v.iðbúna áð ósekju, þá erum vér A U GL Ý S I N G Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar. Illgresis auglýsingar á þreskivélinni. Hver einasta þreskivél í Mani- toba, sem unnið er á landi sem eig- andi velarinnar á ekki eða sá sem vélinni stjórnar, ætti að hafa á sig fest eintak af 7. grein illgresislag- anna, slík eru fyrirmæli þeirra laga. Manitoba búnaðardeildin sendir ókeypis spjald til allra sem æskja er festa má á vélarnar og er sá partur illgresis laganna þar prentaður, sem snertir skyldur þreskjara. Útdrátt- ur laganna um það atriði er sem hér segir: “1. (1) Það skal vera skylda hvers manns, sem á að stjórna þreskivél að hreinsa eða láta hreinsa vélina ásamt öllum vögnum og öðr- um áhöldum sem notuð eru í sam- bandi við þreskinguna til þess að illgresissæði berist ekki þangað sem næst á að þreskja með sömu vélum. Þessi hreinsun skal fara fram i hvert skifti og tafarlaust eftir að þreskt hefir verið í hverjum stað fyrir sig. “2. Hver sem brýtur þessi lög skal verða sekur um sektir sem ekki séu lægri en $25 étuttugu og fimm dalir) og ekki hærri en $100 (liundrað dalir) og séu þær sektir ekki borgaðar þá varðar það eins mánaðar fangelsi. “3. Prentað eintak af þessari grein skal vera fest við hverja þreskivél af eiganda eða stjórnanda yélarinnar á meðan vélin er notuð innan takmarka fylkisins og skal þetta eintak látið vera þar. Brot gegn þessu varða $10 (tíu dölum) í hvert skifti. “4. Ekkert trvggingargjald (Leen) samkvæmt tryggingar lög- unum skal vera gilt að því er eig- anda eða stjórnanda vélar sn'ertir nema því að eins að eintak af þessu lagaákvæði sé fest við vélina sem starfið hefir verið unnið með, sem tryggingin á að vera fyrir og sem annars gæti verið fullgilt.” Sérliver bóndi í Manitoba ætti að líta eftir því að þreskivélar sem unn- ið er með á landi hans hafi þessa laga grein á sig festa og eins það að fyrirmælum laganna sé fylgt. blátt áfram að drýgja glæp á glæp ofan með því að halda áfram stríð- inu. Og jafnvel þótt svo væri þá væru Þ jóðverjar samt ekki með öllu afsakanlegir. Ekkert gæti afsakað innrás þeirra i Belgíu; ekkert gæti hreinsað hendur þeirra af blóði þeirrar ógæfusömu þjóðar. En margt af öðrum atförum þeirra mundi þá fá annað útlit. Mikið má fyrirgefa þeim sem sak- laus verður fyrir árás og á líf sitt að verja; sem með öllu væri ófyrir- gefanlegt þeini sem sjálfur hefði ráðist á annan. Hryðj uverk neðansjávarbátanna, liandahófsdráp saklausra borgara; eiturgas og fljótandi eldur eru ekki fögur vopn né riddaralegar aðferð- ir í stríði; en maður sem er að brjótast um undir morðingja verð- ur ekki harðlega dærndur þótt hann séh til vamar gefi ónotahögg á hættulegan stað. En ef nú sá er fyrir neðan belti stingur, sem svífist einskis, sem grípur til allra illra ráða og djöful- legra sem honum dettur í hug—ef hann er ekki sá sem á var ráðist heldur hinn sem á réðst; ef hann er maðurinn sem af ásettu og yfir- lögðu ráði reikaði út og fram- kvæmdi morðárásina, hvaða vitnis- burð ber hann þá? Hvemig á þá að fara með hann? Er það heimin- um fyrir beztu í heild sinni að hann sé látinn sleppa óhegndur og geti talið sjálfum sér trú um að áfloga- stefna hans hafi hepnast að meira eða minna leyti, þó að áflogið væru ekki eins tilkomumikil og hann hefði óskað eða vonað? Og gerir góður Evrópuborgari skyldu sína með því að vera hlut- laus ekki emungis í verki heldur einnig í tilfinningum og eggja á það í nafni mannúðarinnar að ræning- inn skuli látinn sleppa með ránsféð ? Vér ætlum að halda áfram að berj- ast minn kæri vitringur þrátt fynr mótmæli yðar, af því vér trúum því að það versta sem fyrir gæti komið fyrir mannkynið væri sigur hinnar takmarkalausu lýgi og hinna djöf- ullegu manndrápsvéla, sem þessi lýgi hefir framleitt sér til liðs. Hér verð eg að láta staðar numið. í systurgrein þessarar greinar reyni eg að réttlæta orðatiltæki mitt “tak- markalaus lýgi” og lýsa meðal ann- ars undrun minni yfir því að Dr. Brandes skyldi fara hörðum orðum um Englendinga fyrir það að hafa opnað bré'f hlutlausra landa, en segja ekki orð um það að Þjóðverj- ar sökkva skandinaviskum skipum og myrða skandinaviska sjómenn. Fór stríðsvélin af stað sjálf- krafa? Eg dirfðist nýlega að senna við Dr. Brandes um litblint hlutleysi það, sem í ljós kom í kröfu hans um frið hvað sem það kostaði. Samskonar sjónskekkja gerir talsvert til þes’s að draga úr gildi ræðu sem að öðru levti var ágæt og eggjandi og nýl'ega var flutt í áheyrn “framsækjandi æsku” í föð- urlandi Dr. Brandesar af innanrík- isráðgjafanum herra Ove Rode. Á því bið eg engrar fyrirgefningar þótt eg taki hér upp alllangan kafla úr þeirri eftirtektaverðu ræðu: Það er eins og við ennþá heyrum hið sorglega bergmál hergöngunnar þegar miljónir lögðu út á blóðvöll- inn fyrir tveim árum. Og upp yfir fótatakið og hófasparkið glymja hrópin, ákafar staðhæfingar frá há- um stöðum um það að enginn hafi viljað striðið; enginn hafi sózt eft- ir því; enginn hafi ráðist á aðra; allir hafi verið að verja sig. Sé þetta satt, þá er það víst að hið stál- klædda fyrirkomulag sem veröldin hefir skapað hefir hrifsað stjórn- taumana úr höndum skapara sinna. Vélin varð lifandi og kastaði mönnum frá sér. Ógrynni af kröftum og hugviti hafði verið eytt kynslóð eftir kynslóð til þess að fullkomna stálvélar og sprengiefni, þar sem mannlegar verur voru ein- ungis' eins og dauð, en nytsöm verk- færi. Alstaðar var oss sagt að þetta væri gert til þess að varðveita frið! En góðan veðurdag í júli 1914 voru vélarnar orðnar starffær- ar; þær voru spentar í alspennu og þurfti ekki annað en stutt væri á eina fjöður til þess að hjólin færu að snúast. Skyndilega small fjöðrin og stál- tröllin og eldhöfin urðu lifandi og brutust af stað. Fallbyssumar þutu út á vígvöllinn af sjálfsdáðum og menn fylgdu þeim á eftir eins og dauðir vélapartar. Þegar skriðið var einu sinni byrjað varð það ekki stöðvað. Álfasögur margra þjóða segja frá tveimur töfraþjóðum; annað Jæirra getur komið álfum af stað en hitt getur stöðvað þau. Ef hið síðara gleymist þá er ógæfan vis. Mannkynið neytir nú allra ráða til iþess að finna það orð er geti stöðvað hatrið og eyðilagt striðið. Um allan heim eru menn að brjóta heilann um þetta gleymda orð. Eigi alls fyrir löngu héldu menn að þeir hefðu fundið það í Ameriku — en það var ekki rétt orð.” Þetta eru skaplegir drættir ímynduaraflsins um það sem skeði —eða öllu heldur það sem sagt er að skeð hafi—á Þýzkalandi. Þegar keisarinn segir: “Eg var ekki með því”, þá er hann í raun og veru að halda því fram að „vélamar hafi lifnað og farið af stað af sjálfsdáð- um og hafi hlaupið með hann 5 gönur. Og það er mjög líklegt að svo hafi verið. Mjög sennilega hefir sá timi komið yfir hann að honum hefir fundist að alt væri orðið honum um megn, og hann h'efir staðið sorgbitinn og ráðalaus, likt og Frankenstein og starað ótta- sleginn á ófreskjuferil sinn, sem hann réði ekkert við. En vér verð- um að muna það að eg er hræddur um að herra Rode hafi gleymt að alt þetta tal um vélar og skrimsli er aðeins skáldskapur og hugar- burður. Fallbyssurnar fóru ekki af stað af sjálfu sér út á vigvöllinn. Þær voru settar af stað af fyrir- hugugum vilja vissra manna. Ef tli vill og ef til vill 'ekki hefir keis- arinn verið einn þeirra—ef hann var ekki einn þeirra þá er það að- eins sönnun þess að hann hefir ver- ið einskisvert illgresi. En hverjir gem þessir menn svo hafa verið, þá er það alveg víst að. þeir vom í Austurríki og á Þýzkalandi og hvergi annarsstaðar. Getur herra Rode efast um að ! stríðsvélin í skáldsögunni hans hafi verið sú, sem tilbúin var á Þýzka- landi ásamt þeirri heimspeki, sem lýsti "því yfir að hún væri bezta og göfugasta uppfynding mannkyns- ins? Alveg eins og brezka þingið er móðir allra þinga, eins er þýzka stríðsvélin móðir allra striðsvéla. Hún, er eða öllu iheldur var 1914 langfullkomnasta stríðsvél. Hinar stríðsvélarnar í Evrópu vissu allir að vom henni ófullkomnari til augnabliks árása, þótt þær væru neyddar til að leggja út í tilraunir eyðileggingarinnar á móti vilja sín- um. Jafnvel þótt ekki væru neinar beinar sannanir fyrir því að banda- menn óskuðu friðar, þá er það á yfirborðinu til ótrúfegt að þeir hefðu eggjað þýzka herskríms'lið á móti sér. En svo em beinar sann- anir til í stórum stíl fyrir alla sem hafa opin augun að lesa. Hér skal eg aðeins minnast á þann alræmda sannleika sem herra Rode virðist glevma, að töfraorðið sem hleypti skrímslinu af stað var í hverju einu einasta tilfelli mælt fvrst af miðríkjunum; fyrst af Austurríki og síðar á báðar hliðar af Þýzkalandi. Og til þess að sjá starf striðsvélarinnar þýzku þarf herra Rode ekki annað en lita á landabréf Evrópu eins og þýzki ráðherrann. Alstaðar hefir hún verið stöðvuð, en alstaðar hefir hún sýnt voða hraða í byrjun, sem greinilega sýnir þann ásetninginn til þess að hertaka, sem hafði gagn- tekið þá sem vélina fullkomnuðu. Til þess þarf enga þjóðfélagslega rannsókn að sannfæra oss um að vér og feður vorir og forfeður—í stuttu máli ^allir þátttakendur i blindu, eigingjömu og skaðlegu mannlegu eðli—verða að bera sinn hluta af ábyrgðinni fyrir því að stríð er enn þá mögulegt í heimin- um. Engum dettur í hug að halda því fram að sú heimska og það seinlæti sem tafið hefir fyrir gull- öld friðarins sé Þjóðverjum einum að kenna. Enginn efi er heldur á því að auðvaldssambönd mannfé- lagsins, sem sameiginleg eru allri Evrópu stuðla að stríði. Annars vegar skapa þau þann flokk sem ávalt brennur af löngun eftir nýj- um löndum til þess að verzla í og græða, og hins vegar veita þau nóg af “fallbyssufóðri”. Vér berum allir ábyrgð á stríðinu að því leyti sem vér höfum svikist um að lagfæra þjóðfélagsfyrir- komulagið og ranglæti þess og upp- ræta þá verzlunaraðferð hjá því sem er aðalorsökin fyrir stríðinu alment. En það sannar það ekki að vér séum allir jafnsekir um þetta sérstaka stríð. Það er motmælalaust heimsku- legt að byggja bæ úr eldfimu efni, í stað þess að byggja hann úr efni sem ekki brennur. En þegar ein- hver kveikir í húsi nábúa síns og állur bærinn brennur til kaldra kola þá segjum vér ekki að allir borgar- arnir séu jafn sekir um brunann. Vér hegnum þeim manni sem virki- lega kveikti í og byrjaði eldinn. Dr. Brandes hefir aftur svarað William Areher aðeins fáeinum línum; segir hann að dæmið um sig sem dómara og mennina sem flug- ust á sé ágætt. “Hefði eg verið dómarinn í þeim kringumstæðum” segir hann, “þá hefði það verið mitt fyrsta verk að skipa mönnunum að hætta að fljúgast á meðan eg rann- sakaði málið og dæmdi það. Og það hefði verið skylda þeirra; eng- inn óvitlaus maður héldi því fram að þeir ættu að halda áfram á með- an rannsóknin stæði yfir. Og af því þetta dæmi er ágætt, krefst eg hins sama af striðsþjóðunum og eg mundi hafa krafist af einstaklingn- um ; eg krefst þess að þær hætti taf- arlaust áflogunum, láti hlutlausar þjóðir rannsaka málið og dæma það. Það eitt er sanngjarnt og sjálfsagt, og þær þjóðir, hverjar,sem þær eru, Sem ekki fallast á það hafa það á Samvizkunni að þær séu sekar.” fÞýtt úr “Current History” og “New York Times”). Þess má geta að svo mikið var selt af þessu hefti hér i Canada að það seldist upp svo að segja tafar- laust og er þó selt í Öllum meiri liáttar bókabúðum og lyfjabúðum í landinu. ólifnaðarhús. Blaðið “Tribune” auglýsti á þriðjudaginn að það vissi til að ó- lifnaðarfiús hefðu komið upp miðja vega mh'lli Austur Kildonan og Transkona og skoraði á lögregluna að hefjast handa. Árangurinn var sá að farið var þangað eftir mið- nætti sama kveld og voru 7 manns handteknir, 5 konur og tveir menn. Varþað eftir tilstilli dómsmálastjór- ans. Konumar sem teknar voru hétu: Della Westhall (forstöðu- kona), Einíle Lyle, Frankie La Claire, Victoria Shaw og Olga Neilson; en mennimir: Young West og Robert Wilson. Verzlun með ungar stúlkur hér í Winnipeg er svo að aukast að tæp- lega er hægt að trúa. Sannleikur- inn er sá að stúlkur 'eru hér í stór- hættu á þeim aldri sem þær eru að þroskast og íslenzkir foreldrar hér em alvarlega ámintir um að hafa heimilin svo aðlaðandi og heilbrigð að unglingarnir kunnii þar vel við sig og sem nnnst hætta sé á að þeir yfirgefi föður og móður eða verði lokkuð í burtu og leidd út í hættu. Má vera að einhverjir álíti að jiessli áminning sé ójxirf til íslend- inga, en það er ekki, þess er þörf. Nýjustu tæki GERA OSS MÖGU- LEGT AÐ FRAM- LEIDA PRENTUN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The ColiMnbia Press, Limiteci Rook. and Couimeccial Printcr* Phona Gamr2l56 P.O.Bo*3172 WI«NIPBG 4 SÓLSEIN “Vertu bara sólskinsstúlka,”, svaraði afi hennar. “Hvernig í dauðanum á eg að fara að þvi, afi ? það er ómögulegt; það er rigning,” svaraði Helga. “Þáð gerir ekkert til,” svaraði gamli maðurinn. “Rigningin gerir þér ekkert til.” “Jæja, eg skal reyna að vera sólskinsstúlka,” svaraði Helga, en efaðist samt um, aö þaö væri mögu- legt. “Hvernig á eg að byrja?” “Fyrst lærirðu sólksinsreglurn- ar. Náðu spjaldinu þínu og skrif- aðu þær þar.” Helga sótti spjaldið og ritstöng- ina og gamli maðurinn sagði henni að skrifa. Þegar alt gengur á móti, þá brostu og findu betri ráð.” Helga var undir eins farin að brosa, það var ósköp hægt að gera því aldrei lá illa á neinum þar sem afi gamli var. “Eg get ekki farið að leika hjá henni frænku minni af þvi það er farið að rigna, en nú get eg gert nokkuð sem er enn þá betra”, sagði Helga þegar hún var búin að skrifa. “Eg get bvrjað á Iþvi að búa til af- mæiisgjöf handa henni ömmu og þú getur farið með það heim til henn- ar næstu viku þegar þú ferð; viltu gera það, afi?” “Auðvitað get eg gert það. Það er einmitt það sem þú átt að gera.” “Og heldurðu að henni þætti vænt um að fá nokkur orð skrifuð með fallegum stöfum á spjald?” spurði Helga. “Eg er viss um að henni þætti ósköp vænt um það”, svaraði gamli maðurinn. “Og ef þú skrifar það þá skal eg setja það i ramma.” Og það sem Helga valdi til þess að skrifa var þetta: “Þegar alt gengur á móti þá þrostu og gerðu gott úr öllu.” Þegar eitthvað gekk illa fyrir Helgu lftlu eftir þetta, þá tók hún ])á reglu að brosa og gera gott úr öllu. Og það gerði henni lífið skemtilegra og þægilegra og henni gekk alt miklu betur. Hún tók meira að segja eftir því að það var síður hætt við að hún léti vinstri skóinn á hægri fótinn ef hún klæddi sig brosandi; og að hún flækti hér um bil aldrei skóreim- arnar sínar eða sleit þær eftir það. Og eftir stuttan tíma var hún orð'in svo vön jæssari reglu sem afi hennar kendi henni að hún tók það ekkert nærri sér, og hún var upp frá þvi kölluð “Sólskinsstúlkan”. STÖKK-DANS. “Dans!” hljómar harpan og hvellur er strengur, en upp stekkur drengur og íbygginn hlær. '“Stanz !” kallar ÓH, og stráknum svo hratt ’ann, á dausinm að datt ’ann, en dátt kímir mær. “Hopp!” sagði ’ann Árni og upp spyrnti’ í þakið, svo brátt heyrðist brakið í bita og stoð. “Stopp!” sagði’ ’ann Grímur og greip hann í endann og v'ið honum vendi ’ann: “þitt væskilsmanns-roð !” “Mey!” sagði Rafn, spenti Rönku um mitti: “fyrst, kæra’, eg })ig hitti, einn koss fæ eg nú.” “Nei!” sagði Ranka og rak honum á ’ann, svo flýja varð frá ’ann: “sko! þctta fær þú !” BARNABLAÐ LÖGBERGS I. AU. WINNTFF.G, 7. SEPTEMBEIl 1916 NR. 50 Saga blómanna. Hvíta liljan. Löngu, löngu áður en hvítir menn komu til Norður Ameríku leið Indiánum vel. Indíánaflokkamir börðust ekki og áttu i engum illdeil- um; flokkaforingjarnir sátu saman i friði og reyktu pípur sínar. Alls nægtir voru af fiski og veiði- dýrum og öllu fólkinu þótti vænt hverju um annað. Dagarnir voru langir og hugljúf- ir. Kveldin komu á eftir dögunum eins og })ögul bænagjörð. Á hverju kveldi settust Indiánarnir saman í hópa við kofadyrnar sínar og reýktu. Reykurinn leið í bylgjum og hringum umhverfis þá, en þeir töluðu um alla heima og geima, jæir horfðu á stjörnurnar á hverju lcveldi jægar j)ær komu hver á eft- jr annari á bládimmu blæjunni sem kveldguðinn breiddi yfir himininn. Indíánarnir hvísluðu hver að öðr- um og töluðu um að stjörnurnar væru heimkjTini jæirra sem hefðu farið yfir stjömubrúna frá jörðinni yfir í land eilífðarinnar. Eitt kveld hættu þeir að reykja. — Þeir héldu á pípunum i höndun- um. Kvenfólkið rak upp liljóð og hópaði sig saman. Stjarna hafða hrapað og numið staðar miðja vega miHi himins og jarðar. Hún sýndist eins og logandi eldblóm. “Hvað er þetta! hvað er þetta! hvað getur J)etta verið?” kölluðu konurnar. Þessa sömu nótt dreymdi ungan mann drauni. Honum þótti sem hann sæi þessa undarlegu stjömu. Hann kallaði saman vetringana i bænum. “Hlustið á orð mín”, sagði hann. “Mig dreymdi eldstjömuna, sem við sáum í gærkveldi; hún kom nið- ur og staðnæmdist við hliðina á mér i svefninum. Og stjarnan varð að stúlku, bjartri og skínandi og ynd- islegri á að líta. “Bróðir minn!” sagði • stjaman. “Eg hefi séð rauða fólkið og eg elska það. Spurðu vitringana hvaða lögun eg þurfi að taka á mig til jæss að fá altaf að dvelja hjá því fólki sem eg elska.” Vitringamir stundu allir jægar ungi maðurinn hafði lókið máli sinu og settist hjá eldinum sem log- aði hjá þeim. Stundarkorn reyktu j)eir og stein- jxigðu niðursokknir í djúpar og há- tíðlegar hugsanir. Loksins stóð upp einn Jæirra, sem hafði verið svo mörg ár í bænum að enginn mundi eftir J>eim tíma J>egar hann var ungur. ‘wLátum stjörnumeyna kjósa sjálfa”, sagði hann. “Hún getur búið í toppi furutrésins eða í hjarta blómsins. Hún getur verið hvar sem henni sýnist og hvar sem hún finnur hvíld. Henni er velkomið að

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.