Lögberg - 26.10.1916, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. OKT&BER 1916
Kosningar og herskylda,
Canadastjórnin hefir lýst því yfir hvað eftir
annað að engin herskylda verði sett á hér í
landi. Robert Rogers lýsti því einnig yfir hér
í Winnipeg nýlega að engar kosningar færu
fram í heilt ár enn þá að minsta kosti.
Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar bendir margt
til þess- að kosningar verði einmitt í haust og
að í sambandi við þær verði haft herskyldu-
málið.
Er þess getið tií — og virðist mjög senr.i-
legt — að stjórnin sjái fall sitt fyrir ef hun
láti kosningar bíða þangað til stríðið sé endað,
því þá verði hiklaust skýrt frá öllum óhæfum,
sem stjórnin hefir aðhafst og fylgifiskar henn-
ar. Aftur á móti heldur hún ef til vill að menn
þori ekki eins að beita sér á meðan á stríðinu
stendur og að liún geti í augum sumra snúið
þannig við sannleikanum að mótstaða gegn
stjórninni verði talin mótstaða gegn stríðinu og
þarafleiðandi landiáð.
Sannleikurinn er sá að engin landráð verða
hugsuð hvað þá drýgð, sem ljótari eru og ó-
drengilegri en sumt það sem stjórninni er borið
á brýn og hún hefir ekki hrundið af sér. Að
svíkja skóna á hermennina, að svíkja sjónauka
þeirra, að svíkja hesta þeirra, að svíkja bvssur
þeirra og svíkja læknishjálp þeirra; alt þetta
hefir stjórninni eða fulltrúum hennar verið
borið á brýn, og það svo rækilega, að erfitt virð-
ist á móti að mæla.
Auk ]>ess hefir verið gerð ný staðhæfing og
það reikningslega sýnt og ekki mælt á móti, að
fjórði hver dollar’af öllum þeim hundruðum
miljóna, sem til stríðsins hafi verið varið hafi
farið forgörðum eða verið sólundað í ráðleysi
og óráðvendni.
St.jórnin veit að hún fa;r þetta framan í sig
við næstu kosningar að öllum líkindum, og hún
veit það sennilega einnig að erfitt verður að
svara þerm ka-rum.
Ilenni er það því Kfsspursmál að finna upp
eitthvað sem athygli fólksins verði dregið að á
rneðan á kosningum stendur og sem leiði hugi
þess frá þeim málum sem virkilega liggja fyrir.
Það er því talið líklegt að stjórnin taki þá
stefnu að fara til kosninga og hafa herskyldn
aðalatriðið. Verður það þá tillaga hennar að
herskylda sé samþykt og hún telur sér þau at-
kvæði s4m með því verða, en hin á móti. Tíygst
hún þá að líkindum að hafa fylgi auðvalds og
vrerksmiðjueigenda og atkvæði allra hermanna,
bæði hér og þeirra sem til Evrópu eru komnir.
En þetta. væri herfilega rangt, reglulegur
stjórnarfarslegur glæpur. Eins og allir vita eru
sumir með herskjddu og aðrir á móti í báðum
pólitísku flokkunum, og hafa hvorirtv«"-"‘a
mikið og margt til síns máls. Það væri því al -
veg s.jálfsagt ef atkvæði væru greidd um það,
að hafa þau atkvæði laus við kosningarnar, al-
veg eins og atkvasðin um kvenréttindin og vín
bannið í British Columbia voru höfð laus við
kosningarnar þar, þótt það færi alt fram á sama
tíma. Að neySa þá af liberölum sem yrðu með
herskyldu til þess að kjósa afturhaldsstjórn eða
að þröngva íhaldsmanni sem væri á móti her-
skyldu til þess annaðhvort að kjósa liberal-
þimrmann eða greiða atkvæði á móti sannfær-
ingu sinni í hinu atriðinu, það væri glæpur.
Það eina sanngjarna og eina sem hægt væri
að afsaka væri að láta fólkið segja til um her-
skylduna út af fyrir sig, þótt það væri gert um
leið og kosið væri.
Það er sagt að stjórnin treysti því að hún
hafi alla Jiermennina með sér; en það er stórt
vafamál. Stjórnin í British Columbia hefir
víst haldið það sama, en hvernig fór? Hermenn-
irnir brugðust henni.
Sannleikurinn er sá að hermennirnir eru
blátt áfram partur af þjóðinni, með eins hugsun
og hún upp og niður. Sumir þeirra vrðu sjálf-
sagt með herskyldu og sumir á móti, eins og
hinir sem heima fyrir eru. Þeir mundu ef til
vill sjá einhverja agnúa á því alveg eins og hinir,
ef nokkrir sæju þá á annað borð. Til dæmis
gæti það verið alvarlegt að senda í burtu alla
vígfæra menn nema þá sem væru af óvinaþjóð-
um. Þeir yrðu hér þá svo sterkir og áhrifa-
miklír að sízt er fyrir að svnja livað þeir k>Tinu
til bragðs að taka.
Ef stjórnin tæki það til bragðs að revna að
bjarga sér með hermálunum og reyna að hald-
ast við völd án þess að hinn sanni og óháði vilji
kjósenda komi fram, þá safnaði hún þeim glóð-
uin vfir höfuð sér sem heitar gætu orðið síðar.
Þannig gæti líka farið að hún misreiknaði
sig þar ekki síður en British Columbia stjórnin
gerði. Það eru meira að segja ekki líkur til að
hermennirnir teldu það borga sig að herskylda
kæmist á ef sá böggull ætti að fylgja því skamm-
rifi að þjóðin yrði að sitja með þessa óhæfu
stjórn, sem vér nú höfum. Það er ekki lfklegt
að hermennirnir greiði meirihlutaatlaTeði þei a
flokki sem hefir keypt þeim svikna skó fyrir
uppskrúfað verð, sett þá upp á ónýta hesta,
fengið þeim í hendur svikin vopn og yfir liöfuð
stofnað lífi þeirra í margs konar hættur, sem
ekki heyra stríðinu til.
Hefði stjórnin látið sér ant um hag her-
mannanna og hefði hana tekið Jiað sárt þegar
það komst upp hvernig farið var með þá af
fulltrúum hennar, þá hefði hún tafarlaust tekið
þessa menn fasta —- bæði hestakaupmennina og
fleiri — látið rannsaka málið opinberlega og
dæma þá til verðugrar hegningar ef þeir reynd-
ust sekir — sem þeir hlutu að gera.
Hermennirnir svívirtir.
pegar atkvæðin voru greidd um vínbannið í
Manitoba var því lýst yfir ljóst og leynt að brenni-
vínsvaldið og ólifnaðarstofnanir treystu fylgi her-
manna.
Svo langt var farið í því efni að tölur voru
gefnar út í blöðunum af hálfu eitursalanna og
starfsmanna þeirra, sem áttu að sýna hversu
margir hermenn yrðu með þeim og hversu margir
á móti.
Ein áætlunin taldi líklegt að vínbannsmenn
fengju aðeins 20% af hermannaatkvæðum en
brennivínsmenn 80%.
Með öðrum orðum í þeirri baráttu sem hér stóð
yfir í vor milli siðferðis og ósiðferðis, milli heilla-
dísa þessa lands og ógæfu þess; milli ósérplægni
og eigingimi var reynt að flagga því og telja trú
um það að hermenn landsins væru svo gjörsneidd-
ir allri velsæmi að þeir hlytu að verða svo að segja
í einu hljóði á móti heillamálum lands og þjóðar.
pessu mótmæltu þeir er fyrir velferð fólksins
börðust; töldu það landráðum næst að bera her-
mönnunum slíka óhæfu á brýn. Var bent á það í
sumum blöðum að ef þetta reyndist rétt, þá gæti
þjóðin ekki verið óhult fyrir því að þessir sömu
menn reyndust átrúir þegar á vígvöllinn kæml.
Ef það hefði reynst réttur spádómur að hermenn-
imir væru svo að segja í einu hljóði á móti heilla-
málum þjóðarinnar heima fyrir, þá hefði þeim
ekki verið trúandi til þess að berjast af einlægni?
Um það að þetta væri virkilegt heillamál gat
enginn efast. pað hefir verið svo margsýnt og
margsannað að ekkert eyðileggur heilsuna ver og
fljótar og ekkert gerir menn óhæfari til úthalds
í öllu því sem stríðinu tilheyrir en einmitt áfengis-
nautnin.
En svo ráku hermennirnir þennan óhróður af
höndum sér; þeir greiddu atkvæði á móti óvini
landsins alveg eins og aðrir borgarar þess, og
sýndu þar með drenglyndi og einlægni samfara
heilbrigðum skilningi.
Svo koma kosningarnar í British Columbia,
þar sem um það er barist að koma frá völdum ein-
hverri spiltustu stjórn sem þekst hefir og fá ráð-
vanda menn í staðinn. Einnig þá hlaupa viðhalds-
menn ósómans upp til handa og fóta og lýsa því
yfir að hermennirnir muni bjarga þeim frá falli
og standa sem veggur fyrir því að umbótaflokkur
komist að.
En hér fór á sömu leið. Hermennirnir hafa í
annað sinn sýnt það að þeir eru sannir synir
þjóðarinnar og láta ekki nota sig sem óheillatól
í óhreinum höndum þegar um það er að ræða að
bjarga þeirra eigin þjóð.
f þriðja skifti er sagt að allmikið traust sé
borið til hermannanna í komandi sambandskosn-
ingum; traust í þá átt að þeir muni bjarga Bord-
enstjóminni frá falli.
Á hverju það traust er bygt vita menn ekki;
finst flestum það vera næsta bamalegt eftir því
sem á undan er farið og eftir því að dæma hvemig
sambandsstjóminni hefir farist við hermennina.
Langlíklegast er það — og langeðlilegast væri
það — að hermennimir greiddu atkvæði á móti
stjórninni svo að segja í einu hljóði.
Sú tröllatrú sem öll þjóðaróheill hefir haft á
fylgi hermanna ætti að vera farin að veikjast.
peir hafa sýnt það hingað til og þeir em líklegir
til að sýna það hér eftir ekki síður, að þeim er alveg
eins ant um hag þessa lands og þessarar þjóðar
og öðmm borgurum landsins yíir höfuð.
peir greiða því ekki síður atkvæði en hinir á
móti þjóðareitrun, á móti kúgun og ofbeldi, á móti
verzlunareinokun, á móti óþolandi álögum, á móti
óstjómlegri fiárbruðlun.
í hvert skffti sem hermönnunum er treyst til
þess að vemda sh'kt eru þeir svívirtir að ósekju.
Og það er dálagleg kveðja þegar þeir eru að
leggja af stað í stríðið. '
Sólskin og tungan.
Kæri ritstjóri Sólskins.
Hefir nokkur reiknað út hvað Sólskin vegur,
þótt smátt sé, til þess að viðhalda íslenzku þióð-
emi? pegar eg las þessa spumingu í bréfi til
Sólskins, þá flaug mér í hug að jafnvel þótt að
flest bréfin baraanna, sem birt hafa verið í blað-
inu, hafi verið fremur efnislítil, þá er þó sízt fyrir
að synja, að þaraa séu möguleikar til þess að auka
þekkingu á fornsögunum íslenzku og íslenzkum
bókmentum yfirleitt, hjá unglingum þeim, sem
hér eru að alast upp, og eru af íslenzku bergi
brotnir.
Væri nokkuð eðlilegra en að ritstjóri Sólskins
gæfi lesendum blaðsins — bömum og unglingum
þeim sem blaðið er sérstaklega ætlað — bending-
ar um það, hvar það væri hentugast fyrir þau að
velja sér efni til þess að rita um? pað kann nú
einhver að segia að það sé fjarri öllum sanni að
setja nokkur takmörk fyrir því hvaða efni sé valið
af unglingum og öðmm sem skrifa í Sólskin. —
Hverjum er ætlað að viðhalda hér íslenzkri
tungu?*) Unglingum þeim sem nú eru að alast
upp og viljugir eru til þess að læra íslenzku. pað
hefir mjög mikla þýðingu hvað lesið er, þegar ver-
ið er að læra útlent mál. Jafnvel þótt unglingarn-
ir alist upp hjá íslenzkum foreldrum, þá verður
fslenzkan þeim unglingum sem hér eru fæddir og
uppaldir útlent mál engu að síður; að minsta kosti
í flestum tilfellum.
pað gæti verið nógu gaman að lesa bréf frá
unglingum þeim sem nú eru að alast upp hér fyrir
vestan; segjum 12—16 ára, um skáld og æfintýra-
*) PaS er barnalegt, aS tala um aiS halda hér viS
íslenzku þjóðerni, því um þaS 'er ekki a8 tala eftir aS
innflutningar frá Islandi hætta.
menn og fræga kappa úr fornsögum vorum. T. d.
um hinn stórvitra æfintýramann Gretti Ás-
mundsson, Egil Skallagrímsson og Njál por-
geirsson og marga fleiri.
pað er mjög sennilegt að Sólskin væri viljugt
til þess að gefa verðlaun fyrir þannig lagaða
samkepni — fyrir úrval úr bréfum sem skrifuð
væru um einhvem vissan mann eða menn úr
fomsögum vorum. Hvílík ótæmandi uppspretta
af allskonar glæsilegum hugmyndum fyrir ung-
lingana að glíma við.
Með þessu væri margt unnið, það fyrst af öllu,
ef hægt væri að fá unglingana til þess að taka
þátt í svona lagaðri samkepni, þá mundu þeir
lesa sögumar með miklu meiri nákvæmni en ella.
Sem mundi aftur verða til þess að skapa ungling-
unum hlýrra hugarfar til lands feðra og mæðra,
heldur en ef þau læsu hinar fróðlegu!! sögur,
sem prentaðar eru hér í vestan blöðunum, svo eg
ekki nefni annað verra.
íslendingasögurnar okkar eru auðskildar. pað
er alls ekkert erfiðara fyrir íslenzka unglinga að
mynda sér skoðanir á söguhetjum okkar, heldur
en fyrir unglinga þá sem skrifa í ensk unglinga-
blöð um ýmsa æfintýra menn, sem þau hafa lesið
um.
pað voru svo greinilegar og skýrlega skrifaðar
sögulegar ritgerðir um Robinson Cruso og
Kitchener hershöfðingja í eitthvað 40 línum í ung-
lingablaði “Winnipeg Tribune” (‘Tribune Junior’)
að það var unun að lesa. Annað það bréf var eftir
ellefu ára dreng.
Vill ritstjóri Sólskins hjálpa unglingum sem
em að alast hér upp og eru af íslenzkum ættum,
til þess að lesa og skilja fslendinga sögumar?
Winnipeg 14. október 1916.
Aðalsteinn Kristjánsson.
pessi grein Aðalsteins Kristjánssonar flytur
orð í tíma töluð. Hún fjallar um það málefni sem
efst hefir verið í hugum fslendinga hér vestra
að undanfömu og hún fjallar um það í nýju ljósi
að vissu leyti, sem þess er vert að því sé gaumur
gefinn.
Um það geta ekki verið skiftar skoðanir hvern-
ig sem mönnum kemur saman að öðru leyti, að
nú er annaðhvort að vinna uppihaldslaust að við-
haldi og viðréttingu íslenzkrar tungu vor á meðal
eða fylgja henni til grafar.
Verði þeirri hreyfingu hætt sem sérstaklega
hefir verið hafin á liðnu ári, þá er óhætt að leggja
árar í bát og láta berast mótstöðulaust fyrir
straumi.
En er það ekki ómannlegt. Er það ekki við-
kunnanlegra og íslendingslegra að falla fast á
árar, og taka nú svo um hlumma að hnúar hvítni
og leggja fram alla þá krafta sem vér eigum yfir
að ráða?
Ef það yrði til þess að sigur ynnist og oss
tækist að halda við tungu vorri, jafnframt því
sem vér tileinkum oss öll þau hlunnindi sem full-
komin Enskukunnátta veitir, þá væri betur farið
en heima setið. Ef vér töpuðum; ef oss auðnaðist
ekki að halda í horfinu og bærumst með straumn-
um, þrátt fyrir einlægnar og samtaka tilraunir,
þá gætum vér þó að minsta kosti lifað við þá
huggun sem dropi sameinaður hafinu, að vér hefð-
um barist eftir mætti, og sé það gert, þá er aldrei
vanvirða að falla. En að hopa af hólmi fyrir and-
stæðingi sínum eða gefast upp í miðjum leik það
er smán — það er íslendingum ósamboðið.
Uppástunga Aðalsteins fellur oss vel í geð og
það gleður oss að hann og margir aðrir sannir
íslendingar veita þessu máli athygli.
Bending hans um það að nota Sólskin sem
grundvöll til þjóðemis vakningar er vel til fallin.
pað er hverju orði sannara að ef framtíðin á að
sjá nokkur íslenzk merki hér í álfu, þá verður að
kenna bömunum tungu vora. pað að hugsa sér
að íslenzkan haldist hér við með því móti að
byggja aðeins á fullorðna fólkinu, en láta bömin
eiga sig, er álíka viturlegt og það að hella heitu
vatni í skóna sína áður en út í frost er farið og
hugsa sér að forðast kulda eða kal á þann hátt.
Fætumir haldast hlýir aðeins þá stuttu stund sem
vatnið er að kólna, og svo liggur ekkert annað
fyrir en frost og dauði.
pannig hlýtur það að fara með íslenzka tungu
ef vanrækt er að kenna unglingunum hana.
Samkvæmt skoðun vorri er það ekkert efamál
að unglingablað er ef til vill allra áhrifamesta
vopnið til þess að vekja löngun unglinganna til
þess að lesa og læra um alt það sem viðkemur þjóð
vorri og landi heima og að nema íslenzka tungu.
Aðalatriðið við bömin er að kenna þeim þann-
ig að þau svo að segja viti ekki af því að þau séu
að læra. Kensluaðferðin þarf að vera slík að þau
sækist fremur eftir lærdómsatriðum en forðist
þau, og smásagnir og sögur og ýmislegt sem æfir
hugsunina á íslenzku; alt sem þeim virkilega
þykir skemtilegt kennir þeim málið.
petta hefir einmitt vakað fyrir oss; þess vegna
var Sólskin byrjað og þess vegna verður því haldið
áfram eins lengi og vér verðum við blaðið að
minsta kosti.
Upp á því var stungið eigi alls fyrir löngu í
ritstjómargrein í Lögbergi að þannig þyrfti að
gera úr garði fornsögur vorar að þær yrðu vel
skiljanlegar unglingum, og var því haldið fram
að þá mundu þær verða fjöllesnari en flest annað
og eftirsókn verða eftir þejm.
Aðalsteinn Kristjánsson telur sögumar auð-
skildar eins og þær eru, þar getum vér ekki verið
honum sammála. pær eru meira að segja flestar
á svo þungu máli og ólíku því sem í daglegu tali
tíðkast að fullorðna fólkið skilur þær ekki til hlít-
ar, hvað þá böm eða unglingar, sem ekki kunna
íslenzka tungu nema sem aukamál.
Vér erum enn þeirrar skoðunar sem vér héld-
um fram fyr að eitt nauðsynlegasta verkið sem
hér yrði unnið þjóðemi vom til viðhalds væri það
að fornsögumar væra teknar hver eftir aðra og
umskrifaðar á alþýðlegu og lipru máli, þannig að
sagan eða þráður hennar héldi sér en búningnum
væri gersamlega breytt þar sem þuría þætti.
petta hafa aðrar þjóðir fundið. pannig hafa
bæði Frakkar, pjóðverjar og Englendingar farið
að með bókmentir sínar. Englendingar hafa t. d.
tekið öll skáldverk Shakespears og umritað hvert
einasta rit, þannig að það er alþýðlegt og auðskilið
hverjum sem er; eru þær bækur bæði lesnar í
skólum og heimahúsum og útbreiða þekkingu á
verkum þessa mikla skálds fremur en alt annað.
Á þessu starfi þarf að byrja sem fyrst hér á
meðal vor, enda hafa þegar verið gerðar nokkrar
ráðstafanir því til framkvæmda. pað sannast ef
það kemst á og verður nokkum veginn vel af
hendi leyst að það verður lyftistöng íslenzku
þjóðerni og tungu hér vestra. (Frh.).
W
m*x
1
THE DOMINION BANK
STOFN SKTTUR 1871
Uppborgaður höfuðstóll og varas'jóður $13,000,000
Allar elgnir ... 87,000,000
Bankastörf öll fljótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg
áherzla lögð á að gera skiftavinum sem þægilegust viðskiftin.
Sparisjóðsdeild,
Vextir borgaðir eða þeim bætt við innstæður frá $1.00 eða meira.
tvisvar á ári—30. Júní og 31. Desember. 384
Notre Dame Branch—W. M. HAMIl/TON, Manager.
Selkirk Branch—M. 8. BDRGEIR, Manager.
Óvirðing.
Hingaö til hefir veriS litiS svo á
að læknishjálp og heilbrigðis eftirlit
í hernum væri í bezta lagi, þótt alt
annað gengi á tréfótum og það illa.
Skal hér þýdd ritstjórnargrein er
birtist um þetta efni í blaðinu “Free
Press” á laugardaginn var. Hún
er svona:
“Læknishjálpin líka”.
Svo er að sjá sem engar athafnir
stjórnarvaldanna í sambandi viS
stríSið, séu viSunanlegar. Læknis-
hjálp og hjúkrun særSra manna
hefir til skamms tíma veriS hafin
til skýjanna og hálofuS; en nú
dynja aSfinningar einnig á þeim at-
höfnum beggja megin hafsins.
Eftir því sem blaSiS “Financial
Post” í Toronto segir, berast líkur
úr öllum áttum því til sönnunar aS
læknamálum í 'Canada hafi veriS
smánarlega ef ekki glæpsamlega
stjórnaS frá byrjun til enda. Sem
eitt dæmi má leiSa þaS fram aS
menn hafa veriS teknir í herinn sem
fekki hafa veriS til þess' hæfir. Stór
hópur óhæfra manna hafa veriS
sendir austur tij Englands. Flestir
þeirra komast aldrei á vígvöllinn,
heldur eru þeir sendir heim til
Canada aftur heilsulausir eftir aS
þeir hafa legiS á hospítölum. Á
eftirlaunaskrá landsins verSa þús-
undir af mönnum sem aldrei hefSi
átt aS leyfa aS fara í herklæSi.
Alvarlegasta ákæran er samt sem
áSur sú, sem beint er aS læknáliS-
inu frá Canada í Evrópu. Um þaS
er marg kvartaS aS mörg hospítölin
hafi enga viSunanlega umsjón eSa
eftirlit haft. Því er haldiS fram
aS ekki hafi veriS fylgt neinum
föstum reglum á hospítölunum. í
prívat hospítölum hafa særSir
menn frá Canada ýmist haft of lítiS
eftirlit eSa of mikiS. Margir upp-
skurSir hafa veriS gerSir þar og er
þaS boriS fram hvaS eftir annaS aS
slíkir uppskurSir hafi veriS gerSir
í fljótfærni af óæfSum smábæja
læknum, sem skoSa þetta ágætt
tækifæri til auikamentunar eSa til
þess _aS gera einhverjar privat til-
raunir. Sagt er aS einn þriSji part-
ur þeirra sem nú séu í þessum
hospítölum séu látnir vera þar aS
óþörfu og verSi þar þannig i heilt
ár 'eSa lengur; og herSir þaS á þess-
ari óreglu aS bæSi menn og pening-
ar eru lagSir fram til þessara
hospitala frá Canadastjórninni.
ÁlitiS er aS hinir hærri stéttar
læknar í striSinu eSa hemum beri
ábyrgS á þessu; eru þeir taldir bæSi
stjómlitlir og óhæfir í stöSu sinni.
Um þetta efni farast blaSinu
“Financial Post” orS á þessa leiS:
“Alt hefSi fariS miklu betur ef
leiSandi læknar í Canada hefSu
fengist fyrir þessi hospítöl. ÞaS
vár einmitt til þess sem þeir buSu
sig fram í herinn. En í staS þess
hafa leiSandi sérfræSingar veriS
látnir vinna aS einhverju algengu,
sem enga sérfræSinga þurfti til. Til
dæmis var einn hinna færustu
skurSlækna vorra ásamt sex öSrum
merkum skurSlæknum og qoö enn
þá öSrum mleS 2800 hospítalrúmum
sendur austur til Saloniki á kostnaS
canadisku þjóSarinnar, en þar var
alls enginn canadiskur her.
Tveir hinna beztu sérfræSinga
vorra i augna og eyrnasjúkdómum,
hafa veriS hafSir til þess aS gera
almenn verk á mannfallsstöSinni.
Frægur X geisla sérlækn'r hefir
veriS tekinn fyrir óbreyttan her-
bOnadarskólinn 1
MANITOBA
PILTA OG STflLKNA FÉLAG
Er þess konar félag í þínu héraði?
J?au kenna drengjum praktiskar og vísinda-
legar búnaðar- og garðyrkjureglur.
pau kenna stúlkum hússtjórn, bústjórn, garð-
rækt o. s. frv.
Árleg samkepni og árlegar skólasýningar
halda stöðugum áhuga drengjanna og stúlknanna.
Eiguleg verðlaun eru gefin.
Yfir 100 af þessum drengja- og stúlknafé-
lögum héldu skólasýningar í ýmsum héruðum
Manitoba í ár.
í einum stað sýndu piltarnir og stúlkumar
yfir 60 svín, sem þau höfðu sjálf keypt og
alið upp.
Búnaðarmáladeildin býður aðstoð sína við
stofnun og viðhald slíkra félaga.. Stjórnin leggur
til það sem hér segir:
1.. Leiðtoga til þess að aðstoða við stofnun
nýrra deilda.
2. útlærðan niðursuðumann, til þess að segja
til við niðursuðu jarðarávaxta, kjöts, fiskjar,
ávaxta o. s. frv.
3. Mánaðarrit með upplýsingum fyrir þá
sem ætla að keppa um verðlaun.
4. Eyðublöð til þess að skrifa á það sem bók-
Jraldi tilheyrir, verðlaunaspjöld, skýrsluform. o. s.
frv. fyrir sýningaraar.
5. J?rílitan glerlíkishnapp handa meðlimum
félaganna.
6. útsæðis kartöflur handa fyrstu 3000
þeirra sem taka þátt í kartöflu samkepninni.
7. Skrásett útsæði fyrir ekru samkepnina.
8. Dómara fyrir sýningar félaganna.
9. Peninga til þess að standast verðlaun við
sýningarnar o. s. frv.
Ef ekkert pilta né stúlkna félag er í héraði
þmu nú sem stendur, þá ætti að stofna það.
Skrifið eftir upplýsingum um það hveraig
eigi að1 stofna það. Skrifið til S. T. Newton,
Superintendent of Extension Service, Manitob
Agricultural College, Winnipeg.
Hon. Valentine Winkler
Minister of Agriculture,
NORTHERN CROWN BANK’
Höfuðstóll löggiltur $6,000,00p Höfu8«tóll greiddur $1,431,200
Varasjóðu.... $ 715,600
Formaður.............- - - Slr D. H. McMIIJjAN, K.O.M.G.
Vara-formaður - Capt. WM. ROBINSON
Slr D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASKDOWN.
E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEJjL, JOHN STOVEL
Allskinar bankíítörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða
félög og sanngjarnir skilmllar veittir. Avlsanir seldar til hvaða staðar scm er
á Islandi. Sértakur gaumur gsfinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með
einum dollar. Rentur Iagðar viðá hverjum sex mánuðum.
T. E. HORSrEINSSON, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og SberbrookelSt., - Winnipeg, Man.
Xi
iíS