Lögberg - 09.11.1916, Síða 1

Lögberg - 09.11.1916, Síða 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af aætabrauði. Ekkert sparað til að hafa það aem ljúffengast. Giftingar kökur búnar •g prýddar sérataklega vel af manni sem er meistari íþeirri ðn. Kringlur og tvibökur einnig til sölu. Pantanir frá veralunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigtndi, 1156-8 Ingfersoll 8t. - Tals. G. 4140 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FÍMTUDAGINN 9. NÓVEMBER. 1916 NÚMER 45 BANDARIKJA-KOSNINGARNAR I ÓVISStr. WILSON Á UNDAN Goðafoss KELLY TAPAR FYRIR HÆSTA- RÉTTI. VERÐUR AÐ SÆTA DÓMI Skip rekast á og farast. Farþegaskipin Connemara og Retriever rákust hvort á annafi 3. nóvember milli frlands og Eng- lands. Voru þau á ferð milli Greenore og Holyhead. Um 100 manns er sagt aö hafi verið á bábum skipunum til sam- ans og allir farist nema einn maSur. Skipið Connemara var 1106 smá- lestir, 272 feta langt. Retriever var 674 smálestir, igo feta langt. Talsvert af likum hefir þegar rekið á Iaod. 200 óþarfir embættismenn. Særður embættismaður i hern- um er nýkominn heim úr striðinu, eftir því sem “Free Press” segir á laugardaginn og heldur þvt fram að um tvö hundruð hers- höfðingjar æðri og lægri frá Can- ada séu nú í Englandi, sem ekkert aðhafist annað en að taka á móti fullum launum. Þegar þangaö kemur er öllum herdeildum héðan skift upp í smáhópa og þeir sendir þangaö sem þörf er á í þann svip- inn, hvar sem það er. Flestir þess- ara hershöfðingja vilja fyrir hvern mun fara í stríðið, en eiga þess eng- an kost nema sleppa tign sinni og fara sem óbreyttir hermenn. Má nærri geta hversu mikil vonbrigði það eru sumum þeirra. Bretar heiðra látinn óvin. Boetke hét einn hinna frægustu k>ftfara á Þýzkalandi og fórst hann nýlega á flugi. Þegar hann var jarðaður í Oslabruch á Þýzkalandi var fagur blómvöndur sendur á kistuna frá brezikum herforingjum sem þar eru herfangar; var sveig- urinn letraður gulli og lofsorðum og því lýst að I3oelke hefði verið heiðvirður og aðdáunarverður and- stæðingur. Tilmæli til Islendinga Eins og kunnugt er hefir mikið verið unnið að því að safna fé í styrktarsjóð brezkra sjómanna. Manitoba hefir ákveðið að leggja fram $50,000 í því skyni og hefir íslenzka félagið “Jón Sigurðsson” verið beðið að taka þátt í fjársöfn- un því til styrktar. Væri það vel að Landar yrðu ekki eftirbátar annara þjóða hér í fylkinu og sýndu það að þeir reyndust vinir i nauð ekki síður en aðrir. Eélagið Jón Sigurðsson hefir ákveðið að halda samkomu í Tjald- búðarkirkjunni 14. þ. m. þessu máli til styrktar. Verður þar vandað til skemtana og þar á meðal hefir séra Fr. J. Bergmann góðfúslega lofast til að flytja ræðu um starf sjó- manna síðan stríðið hófst. Samkoman verður ókeypis en samskot verða tekin og gefst þar öllum færi á að leggja fram það sem þeim er hægt og þeir vilja; 5 centin frá unglingnum eða þeim sem ekki hefir ráð á meiru eru eins |)akksamlega tekin og $5.00 frá þeim er svo riflega vilja leggja fram. En um fram alt er ]yess' vænst að allir geri skyldu sina og leggi fram eitthvað, þvi margt smátt gerir eitt stórt og það væri ilt til afspurnar ef Landinn stæði öðrum að baki í þessu efni. íslend- ingar cru sjómenn og þeir ættu að muna eftir sjómönnunum. Dollarinn aðeins 67 centa virði. Skýrsla sem birtist í Toronto blaði á föstudaginn og Winnipeg- blöðunum á laugardaginn sýnir fram á að dollarinn í Canada sé nú ekki meira virði en 67 centa til þess að kaupa fyrir hann lífsnauð- synjar í samanburði við það sem verið hafi fyrir striðið. Maður sem hafi áður haft $1000 árslaun og hafi það enn, fái í raun og veru ekki nema $670 virði. Þetta liggur i hækkun lifsnauð- synja. Sem dæmi um verðhækkun eru þessir hlutir teknir: Kartöflur hafa hækkað um 171% Brauð 80%, Mjólk 20%, Smjör 50%, Mjöl 64% og Niðursoðnar vörur 45%. Þessar tölur eru allar teknar úr stjórnarslkýrslum og eru þvi áreið- anlegar. Maður sem vinnur daglauna- vinnu fyrir $2.00 á dag fær í raun og veru ekki nema $1.34. Cana- diski dollarinn hefir fallið þannig í verði í samanburði við vörurnar. Atkvæðagreiðsla í Banda- ríkjunum. Eftirfarandi riki greiddu atkvæði um algert vinbann í sambandi við kosningarnar i fyrradag: Alaska, Idaho, Michigan, Missouri, Mon- tana, Nebraska, Oregon og Suður Dakota. í Arizona voru greidd atkvæði um afnám dauðadóma. í Suður Dakota voru greidd at- kvæði um atkvæðisrétt kvenna. Siðbótaþing fulltrúa frá öllum pörtum Canada verður haldið í Fyrstu Babtista kirkjunni hér í bænum frá 29. nóv. til 3. desember. Verða þar rædd öll helztu mannúðar- og siðbótamál rikisins og ræður fluttar af mörg- um helztu ræðuskörungum þessar- ar álfu. Eini íslendingurinn sem ákveðið hefir verið að tali þar er Thos. H. Johnson ráðherra. Uppfyndingamaður í St. Boniface. Maður nokkur sem J. E. Ennis heitir og á heima í St. Boniface, hefir fundið upp vél sem fljótara býr til kúlur en dæmi séu til fyr. Vélin getur búið til 10 fcúlur á jáfnlöngum tíma og ein kúla var búin til á áður. Það þarf aðeins þrjár minútur til þess að kúlan sé tilbúin til hleðslu frá þvi að stálið er tekið og sett í vélina. Vélarnarí eru eiginlega tvær og vinnur að- eins einn maður við hvora. Ýmsir emibættismenn bæjarins fóru til St. Boniface á föstudaginn tii þess að skoða hvernig vélarnar ynnu og voru þar á meðal fylkis- stjórinn Sir James Aikins, Norris forsætisráðherra, bœjarstjórinn og fleiri. Voru þeir hissa á hraða vélarinnar, þar sem hún fullgerði eina kúlu á bverjum þremur min- útum, en áður þurfti til þess þrjá- tíu mínútur. Vélin er heljarstór, hér um bil 18,000 pund á þyngti, og gengur fyrir 20 hesta aflvaka. Verkfræðingar frá New York og Chicago komu nýlega að skoða vélina og láta nrkið af. Kveða þeir þessa uppfyndingu afar mik- ilsverða, einnig til þess að búa til kúlur og sívalninga í bifreiðar og margt fleira. Árni Eggertsson umboðsmaður islenzka Eimskipafélagsins fékk bréf í fyrradag frá Júlíusi Júliníus- arsyni skipstjóra á “Goðafossi”. Var þar greinilega sagt af ferð Skipsins yestur. Simskeyti hafði skipstjóri falið einhverjum af mönnum sínum að senda Eggerts- sön þegar skipið lenti; en það hafði einhverra hluta vegna fyrir- farist og var afsökunar beðið á því. Skipið flutti vestur 7000 tunnur af sild, 100 tunnur af skinnum og 9 farþega. Segir skipstjóri að þeir hafi fengið versta veður svo að segja alla leið, en “Goðafoss’ hafi sýnt það nú sem fyr að honum megi treysta þótt lítill sé. Hafði maður af stórskipi einu kvartað um ill- viðri á hafinu og spurt hversu mörg þúsund smálestir Goðafoss væri, en skipstjóri svaraði að hann væri álíka mörg hundruð smálestir og skip hans margar þúsundir, ef 300 smálestir væru fyrst dregnar frá að þvi er Goðafoss snerti. Sá af stóra skipinu rak upp stór augu og hélt að verið væri að gera gys að sér. Farþegar sem héðan fóru og ætl- uðu heim voru komnir heilu og höldnu til New York þegar skip- stjóri skrifaði og kvaðst hann mundu gera sér far um að láta þeim liða vel; en það þótti honum ilt að Eggertsson sikyldi ekki koma með þeim; kveðst hefði haft á- nægju af að hitta hann. Hann kvaðst mundu sima Eggertsson þegar hann legði af stað frá New Ýork, þegar hann færi fram hjá Nýfundnalandi og þegar hann færi heim. Þessir komu með “Goðafossi”: Sigfús Blöndahl kaupmaður frá Reykjavik og Jóhann starfsmaður við sömu verzlun. Jón Bergsveins- son síldarmatsmaður, Guðrún Norðfjörð kona Sorensens yfir- vélstjóra á “Goðafossi”. Þetta fólk kom alt snöggva ferð og fór heim aftur með skipimt. Alfamir komu þessir: Elóvent Jónsson og Anna Jónsdóttir syst- kini, ættuð úr Borgarfirði, systkini konu Péturs Andersonar frá Leslie. Margrét Oddgeirsdóttir og Sig- urður bróðir hennar, börn séra Oddgeirs í Vestmannaeyjum. Sig- urður varð eftir í New York, en Margrét kom til Winnipeg. Sigur- bjöm Jóhannsson frá Seyðisfirði og Björn Hallgrimsson af Héraði, sonur Hallgrims Bjömssonar í Riverton. Hinn síðastnefndi sýkt- ist af mislingum og varð eftir á hospitali í New York. Gleðifrétt. Árni Eggertsson umboðsmaður íslenzka Éimskipafélagsins fékk bréf í fyrradag frá C. P. R. félag- inu, þar sem því er lýst að félagið hafi komist á snoðir um að margir ferðamenn fari venjulega til ls- lands frá Bretlandi á sumrin. Nú segir félagið að beinar ferðir frá Vesturheimi séu að komast á, þar sem um íslenzku skipin sé að ræða að minsta kosti, og vill það koma á reglulegum ferðamannastraumi héðan heim til íslands. Spyrst félagið fyrir um það hvernig ferð- unum sé háttað, hversu lengi ferða- menn geti dvalið á íslandi o. s. frv. Auk ]>ess biður félagið um upp- lýsingar um helztu merkisstaði á landinu sem verða mundit sérstakt aðdráttarafl fyrir ferðamenn og ætlar félagið að skrifa um þá og birta af þeim myndir í hinum reglu- legu bókum sinum, sem það sendir út um allan heim. Er erfitt að segja hversu mikla þýðingu þessi hreyfing kann að hafa að því er ísland snertir. Merkileg uppfynding. Nikulas K. Fongner heitir norsk- ur verkfræðingur sem nýlega hefir fundið það upp að smiða skip úr steinsteypu. Er það þannig að búin er til grind eða réttara sagt net úr stiltu stáli, margfalt eins og þykkur vef- ur og lagað alveg eins og skipið á að vera og síðan er það fvlt með góðri steinsteypu og lítur það út að utan og innan rétt eins og marmaraskál. Skipið sem hann smiðaði fyrst var fremur lítið, en síðan hefir hann smiðað mörg stærri og reynast þau ágætléga. Er álitið að þetta verði aðalbvggingaefni skipa framvegis. Skipin eru nokkru þvngri en úr venjulegu efni, en mi’klu sterkari og ódýrari og langtum fljótgerðari. Tvö stór félög hafa ver'ð stofn- uð i Noregi til þess að reka sfcipa- smíðar úr þessu efni og er þetta talin einhver markverðasta upp- fynding er fram hefir komið lengi Úrskurður var feldur í Kellymál- inu á þriðjudaginn. Var honum synjað um endurrannsókn og verð- ur nú að hlíta dómi hér. Er talið ólíklegt að málið fari til leyndarráðs Breta. Bonnar lögmaður stjómarinnar hefir ákveðið að krefjast þess að Prendengast dómari felli tafarlaust úrskurð í málinu, þegar hann kem- Síðan striðið hófst hefir ver- ið sökt 1820 kaupskipum, sem til samans hafa verið 3,3228,584 smálestir. Þetta er samkvæmt skýrslu “Joumal of Commerre” (Werzlunarblaðsins). í október mánuði einum saman var sökt 127 sfcipum, sem til samans voru 227,- 116 smálestir. Af öllum skipum sem farist hafa siðan stríðið hófst liafa 75% verið frá bandamönnum, 18% frá hlutlausum þjóðum og 70/- frá Þjóðverjum og sambands- mönnum þeirra. Ajf hlutlausum þjóðum haft Norðmenn tapað flestum skipum. Fangelsa nefndin. hélt fund á föstudaginn. Kom þar skýrsla frá undimefnd sem kosin var til þess að finna dóms- málaráðherrann og verkamálaráð- herrann. í henni voru Harkness formaður fangelsanefndarinnar og Mrs. (Dr.) Galloway. Báru þau ráðherrunum beztu sögu og kváðu stjórnina reiðubúna að veita fang- elsisnefnd'nni alla aðstoð sem möguleg og heppileg væri. Ritstjóri þessa blaðs bar upp á fundinum eftirfarandi tillögu: “Nefndin leggur til að skorað sé á stjómina að koma sem allra fyrst á þeim breytingum á meðferð fanga sem hér segir: 1. Að séð sé að 'hæfilegt starf sé haft til ^flnda hverjum fanga ineö því að fsu/ er sannað að iðjuleysi er bæði siðferðis lækkandi og þvingandi. 2. Að stofnaður sé skóli í fang- elsunum, þar sem fcend séu almenn fræði, kenslunni hagað eftir óskum og hæfileifcum fanganna og og fær- ir kennarar til fengnir. 3. Að bókasafn með uppbyggi- legum, skemtandi og siðferöisbæt- andi bókum sé stofnað i fangolsun- um. 4. Að föngunum sé leyft að lesa öll blöð og timarit, sem ekki séu að neinu leyti siðspillandi, og sé það undir umsjón þar til kjörinna manna hvað leyft skuli og hvað ekki. 5. Að hætt sé þeirri reglu að nefna fanga með tölum, heldur haldi þar hver sinu rétta nafni. 6. Að reglulegur heimsóknar- tími verði hafður í fangelsunum á hverjum degi, eins og tíðkast á hospítölum. 7. Að fangabúningur sé afnum- inn, eins og þegar hefir verið gert í öllum beztu fangelsum i Banda- ríkjunum og Austur Canadá. 8. Að læknisskoðun fari fram á hverjum þeirn er í fangelsi kemur, til þess að fcomast að raun um hvort yfirsjón hans geti ekki stafað af hikamlegri eða andlegri vanheilsu, sem lælma mætti. 9. Að sett sé á stofn prentsmiðja í fangelsunum og fangarnir látnir gefa út sitt eigið þiað, eins og tíðkast í öllum betri fangelsum menningarþjóðanna. Dr. Sinclair vildi bæta því við að föngununt væru heimilaðar stöðug- ar bréfaskriftir til vina sinna og vandamanna. Iíarkness formaður nefndarinn- ar vildi enn fremur bæta því við að svo skyldi til hagað í fangelsun- um að sameiginlegar skemtanir og fundir væru þar haldnir, þar sem fangarnir kæmu allir saman, bæði konur og karlar, undir umsjón varðmannanna að sjálfsögðu. Dr. Mary Crawford gat þess að slíkir samfundir hefðu verið reynd- ir á geðveikrahælum og reynst ágætlega. Bráðlega verður haldinn annar fundur til þess að ræða ýtarlegar þessar uþpástungur og ráða þeim til lykta. Viðaukalög við vínbannslögin á næsta þingi. Eins og kunnugt er. hafa ýmsir reynt að fara í kring um vínbanns- lögin á þann bátt að panta áfengi, en fylkisstjómin hefir ákveðið að semja viðaukalög við Macdonald lögin þegar þingið kemur saman í vetur, sem þanni mönnum einnig að panta áfengi. Hudson dóms- málastjóri lýsti þessu yfir fyrra miðvikudag. ur heim frá Portage la Prairie, þar sem hann situr að dómi. Þeir voru tveir sem úrskurðinn feldu i háyfirdómi. Var Iddington nákvæmlega samdóma kviðdómin- um í Manitoba, sem fann Kelly sekan um (1) þjófnað, (2) að taka við peningum ólöglega fengnum og (3) taka fé undir fölsku yf- irskyni. Duff dómari taldi hann aðeins sefcan um siðasta atriðið. Fasteignasali og kornkaupmaður héðan frá bænum, sem George Clements hét og heima átti að nr. 50 Home stræti var skotinn til dauðs á laugardaginn. Þannig var mál með vexti að Clements átti sumarbústað á Winnipeg Beach; fór hann þangað á föstudaginn ásamt nokkrum öðr- um mönnum til þess að loka sum- arbústaðnum og skilja við munina til vetrarins. í fyrra hafði ýmsum munum verið stolið frá Clements og höfðu munir aftur horfið úr húsi hans i haust. Gerði hann lög- reglunni aðvart og var ákveðið að leita þjófaleit hjá fólki fyrir vestan Húsavík. Clements fékk Kristján Sigurðsson frá Sandy Hook til ]æss að flytja sig þangað ásamt Sig- urði Sturlaugssyni lögregluþjóni. Fóru þeir «4 mílur vestur frá Húsa- vík og koma þar að kofa sem mað- ur átti er Mi'ke Hyrhorczuk heitir; fóru þeir tafarlaust inn í kófann og leituðu fyrirvaralaust þjófaleit. Fundu þeir þar rúmábreiðu, brauð- gerðarfötu og fleira, sem Clements sagðist eiga. Þegar minst varði reið af skot og fór í gegn um höfuðið á Clem- ents, var hann þegar örendur. Sturlaugsson og Sigurðsson reyndu þegar að handtaka manninn, en það var ekki auðgert; veitti hann svo mikla mótstöðu að hann náð- ist eklki fyr en eftir fjögra klukku- stunda viðureign og voru þá allir orðnir talsvert meiddir. $20,000,000 daglega og blóð eftir þörfum. Roseberry lávarður hélt ræðu í Edinborg 2. nóvember, þar sem hann kvað langt frá að Englending- ar hygðu á ifrið í bráð. Um frið væri alls ekki að tala fvr en Þjóð- verjar væru gersamlega yfirbugað- ir. Kvað hann Bretland reiðubú- ið að leggja fram $20,000,000 á dag og eins miklar blóðsúthellingar og þörf væri á til þess að vinna sigur og ná því marki sem sett hefði verið,, en það væri að yfirbuga með öllu Þjóðverja og hernaðaranda þeirra. Flugufrétt kvað hann hafa borist út um ríkið þess efnis að friður mundi bráðlega komast á, en fyrir slíku væri enginn fótur. Islendingur fallinn. Herra ritstjóri Lögbergs:— Samstundis hefir mér verið til- kynt að sonur minn (910948) Jakob Lindal hafi fallið á vígvelli (in action) 17. f. m. Síðasta póst- spjald meðtók eg frá honum 9. s. m.; þá alheill. Þessi forlög komu mér ekki að óvörum, þar sem hann síðastliðið sumar sækir um “Transfer” úr þeirri deild sem hann hafði upphaf- lega innritast í, og fer þannig óund- irbúinn til Englands; og það með svo mifclum hasti að liann varð að kveðja mig bréflega. Þessi sonur minn var fæddur í Thing\-allabygð í Sask. 22. nóv. 1895. Fæddist hann upp með okkur foreldrum hans þar til hann misti móður sina 1908. Eftir það var hann að eins tvö ár óslitið með mér. Siðastliðinn vetur var annað timabil hans í undirbúningsdeild við háskólann í Saskatoon, þar til hann innritaðist um páskatímann. Nafni minn var ætíð elskuríkur sonur sinum aldraða föður, og það því fremur sem faðir hans gerðist minni maður á velli. Af bréfum hans gat eg lesið að hann gekk rólegur og ókvíðinn móti framtíðinni, og hafði sann- færingu fyrir því að hann legði líf sitt í hættu fyrir velferðar málið mikla. Að vísu svellur mér sárt um hjarta sonarmissirinn, en sæl verður stundin samfundar, því síðla er nú liðið á daginn. Eg þakika þér fyrir rúmið ef þú vilt taka línur þessar í blaðið. Með vinsemd. Wynyard, Sask., 7. nóv. 1916. /. H. Lindal. 1820 Skipum sökt. Hryðjuverk. /” Fór með 196. herdeildinni til Englands SERGEANT AUGUST G. ODDLEIFSSON. Hann er í 461 Platoon A Co. igóth Battalion “Univedsity of Manitoba”. Er fæddur 17 ágúst 1893, sonur Sigurðar Oddleifssonar og fyrri konu hans, Margr. Gísladóttur frá Húnstöðum í Húnaþingi. Kom frá íslandi 25. júlí 1902, þá níu ára gamall. Byrjaði sama ár hér á bamaskóla og fór í gegn um hann á 6 vetrum; þaðan á Collegiate og var þar í 3 vetur; þaðan á University of Manitoba og skrifaöist út þaðan með 3. árs prófi vorið 1916 í “Engineering”, átti eftir að vera þar tvo vetur til fullnaðamáms í þeirri grein. *— Hinn 2. febrúar 1916 innritaðist hann í University Battalion og hefir fyrsta númer (No 910001) í þeirri herdeild. Fór héðan með herdeildinni til Englands þann 27. október 1916. Liberal klúbburinn Hann hélt fyrsta fund sinn á þriðjudagskveldið. Sigurður Melsted forseti klúbbs- ins flutti langa ræðu um starf klúbbsins og framtíð. Þakkaði fyrir góða samvinnu, en fcvaðst ekki geta tekið kosningu aftur sökum anna. G. M. Bjamason skrifari as upp skýrslu yfir fjárhag klúbbsins og voru rúmir $5 i sjóði. Sig. Júl. Jóhannesson skýrði frá störfum hermiþingsins og áliti fólksins á því. Kvað það vera mentandi og fræðandi og óskaði að þvi yrði haldið áfram. Þá voru kosnir embættismenn, og hlutu þessir kosningu. Ileiðursforseti Thos. H. John- son ráðherra. Forseti Thordtir Johnson úrsmiður. Varaforseti Amgrímur Johnson. Skrifari Ein- ar P. Jónsson. Varaskrifari Hjálm- arson Hermann. Féhirðir Jón G. Gunnarsson. Varaféhirðir Christ- ján Ólafsson. í framkvæmdarnefnd voru kosn- ir Þorsteinn Borgfjörð, Jónas Bergmann og Sig. Júl. Jóhannes- son. Yfirskoðunarmaður reikninga 1 var kosinn J. J. Bíldfell. Ákveðið var að fá þrjár konur til viðbótar í framkvæmdamefnd- ina og var mikil áherzla lögð á að þær tækju þátt í starfi klúbbsins á komandi ári, þar sem þeim riði á að búa sig undir væntanlega þátt- töku í öllum stjórnarstörfum fram- vegis. J. J. Bíldfell flutti snjalla ræðu um skyldur klúbbsins og meðlima hans. Birtist ágrip af henni í næsta blaði. Atik hans töluðu. Thordur Johttson, hinn nýkosni forseti, Am- grimur Johnson og Þorsteinn Borg- fjörð. Næsta blað skýrir nánar frá 1 klúbbnum. ( BITAR Fyrst fréttist að Hughes væri kosinn, þá voru þessir bitar ritaðir, siðari fréttir 'benda til þess að. Wilson sé fcosinn. Verkamenn i Bandarikjunum1 geta ráðið kosningum þar eins og alstaðar. Wilson dæmdi milli þeirra og auðvaldsins nýlega og dæmdi þeim í vil, en svo köstuðu þeir honum frá sér á þriðjudaginn. — “Ekki þennan, heldur Barra- bas”, hrópaði fólkið. Það var þrent sem olli ósigri Wilsons: Þjóðverjar vortt á móti honum af því hann vildi efcki vera einhliða með þeim; bandamanna vinir voru á móti honum af því hann vildi ekki fara í stríðið með þeim, og auðvaldið var á móti hon- um af þvi hann var með verka- lýðnum. Far vel, Wilson. Það er æfin- lega mannlegt að falla með heiöri. Það gerðir þú. “Free Press” gefur það í skyn að Sturlaugsson hafi farið inn í hús hjá Austurríkismanni og leitað )ar þjófaleit án þess aö stefna; ef )að er satt þá er það óforsvaran- egt. Sturlaugsson þessi mun vera sá sami er drýgði hina óafplánan- iegu synd' á La Pas brúnni við kosninguna 1914. Algengur ritdómur. Á nýort kvæði hitti hann og hélt það væri gert af manni þeim, sem þektist lítt, — og það var einskis vert. Hann santa kvæði síðar las og sá — þar nafnið stóð — að það var eftir þjóðfrægt skáld — og það var snildar ljóð. t'órir. Ein af beztu skemtunum sem menn hafa kost á, var að lesa síð- ustu Kringlu. Smjörið var þyfckra en kakan sjálf._____________ T.. . Fór með 209. herdeildinni Óskar Franklín Sonur Guðna Thorsteinssonar og Vilborgar Árnadóttur fconu ‘hans. fór ])ann 9 október austur með 209. herdeildinni, en ekki með 109. her- deildinni, eins' og stóð í Heims- kringlu. Hann bjó í Winn peg hjá móður sinni i nokkur ár og vann þar á Northern Crown bankanum þar til hann var sendur vestur til Swift Current, Sask., til þess að vinna þar á sama banka. Þaðan innritaðist hann í herinn í febrúar 1916. Hann er 22 ára gamall. — Innilegar lukkuóskir fylgja honum frá vinum og vandamönnum.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.