Lögberg - 09.11.1916, Síða 2

Lögberg - 09.11.1916, Síða 2
2 Í.OGBERG, FIMTUDAGINN 9. NOVEMBER 1916 Feitir Menn— Háir Menn— Meðal Grannir Menn— Lágir Menn— Menn — VÉR SNIÐUM FOTIN A ÞA ALLA og vér sníðum svo að fötin fara þeim vel.. .Vér látúm búa til fötin handa mönn- um, sem eru einkennilegir í vexti, alveg eins og hinum, sem hafa vanavöxt, og safn það af sniðum og fyrirmyndum, litum og gæðum, sem vér höfum, gerir yður það auðvelt að fá einmitt það sem þér óskið eftir. Verð $15, $20 til $35.00 “The Store Where Grandfather Traded” r/t£ bluc &ro*£m 452 Main Street, Winnipeg Opp. Old Post Office Vestan um haf. Ni«url. Eiga fslendingar að fara til Ameríku? Þess var getið hér í byrjun, aS einn tilgangur þessa rits væri sá, að vera nokikurskonar leiöbeining fyrir þá, sem hefðu í hyggju að fara til Ameríku. Hér skal nú aö endingu nokkuö þaö dregið saman, sem þessa spurningu áhrærir, og leitast við að svara henni. Auðvitað er ómögulegt að svara henni til fullnustu, því að ávalt eru ýmsar ástæður til stórbreytinga hjá mönnum, sem snerta þá eina, og enginn getur haft hugmynd um. En ýmislegt er hægt að draga fram, sem hjálpað getur til fyrir þá, sem ókunnir eru. Þeir, sem lesið hafa það, sem hér hefir verið ritað, munu naum- ast ganga þess duldir, að eg muni svara spurningunni neitandi, þrátt fyrir ýmislegt gott við landið og lifsskilyrði þar. Og engan þarf að draga á því, að þess betur sem land- ið er athugað, því heimskulegri verða Ameríkuferðirnar, nema ein- hverjar aiveg sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Fyrst má nefna það, hve afar- ólíkt hagar til þar, á móts við það, sem er hér heima. Veðrátta er gagnstæð, landslag er gagnstætt og alt næsta ólikt. Er alís ekki rétt, eins og sumir sýnast vilja, að gera lítið úr þessu atriði. Eg hygg að annaðhvort verði menn þar vestra, sem að heiman eru komnir, utan- veltu og eins og hálfgerð viðundur, eða þá hinsvegar, að þeir verða að hafa svo snögg fataskifti á öllu, að til stórskaða er. Hugsum oss full- orðið gamalt fólk, sem eikki fær einu sinni að éta á líkum tíma og það hefir vanist, verður að leggja á hylluna alt, sem j>að hefir lært af vinnubrögðum og taka upp ný, verður að láta aðra tala fyrir sig undir eins og kemur út fyrir ís- lendingabygðirnar litlu og yfideitt í öllu taka upp nýja siðu. Þá er veðráttan lika, auk þess hve ólik hún er íslenzku veðráttunni, sann- ast aö segja ákaflega kveljandi, einkum sumarhitinn fyrir þá, sem þurfa að vinna. — Þessi miklu um- skifti eru að vísu engan veginn óþolandi, en þó nógu andstæð til jtess að enginn ætti að taka það á sig nema fyrir einhvern töluverðan hagnað í öðru, t. d. fjárhagslegan. Þá má og nefna j>að að flutningur- inn vestur er bæði dýr og erfiður. Þeir, sem fara meö heilar fjöl- skyldur, gætu eitthvað gert við alla þá peninga. Alt verður að selja, og þá oft með miklum skaða, því að sama sem ekkert verður flutt með. Sá, sem svo langt flytur, er þvi í mjög svipuðum kringumstæð- um, eins og ef aleiga hans brynr ■ illa vátrygð. Slíkt er því ekki gjör- andi, nema einhver mikill hagnað ur sé í aðra hönd. Þeir, sem með Ameriku og Ame- ríku-ferðum mæla, vitna jafnan í það, að fjöldi manna hafi farið snauðir frá íslandi, og nú megi horfa á bygðirnar þar og sjá þesoa menn orðna að stórríkum bændum. Þetta sýni muninn á löndunum. Hér heima hafi jæir verið á sveit, en þarr hafi jæir á fáum árum orðið ríkir menn. Nokkuð er að vísu satt í iþessu, enda dettur engum manni í hug, að vilja halda því fram, að ólíft sé í Ameríku. En þó er hér ýmsu til að svara. Eyrst og fremst er það rangt, að allir hafi farið snauðir héðan að heiman, þó að auðvitað hafi helzt valist til vesturferðar jæir, sem fá- tækir voru. En sumir fóru þó með manna berst þar áfram í mestu fá- tækt, þótt bændur séu og hafi eign- arhald á jörðinni. Ef spurt er: Eiga íslendingar að fara til Ameríku ? þá verður að miða við það sem nú er. Hvemig er fyrir Islending að koma vestur nú ? Er hann betur staddUr þar en hér heima ? Og helzt er þá að ræða um þá, sem efnalitlir eða efnalaus- ir eru, því að j>eim, sem efni hafa, eru nógir vegir færir hér og þar og víðast, séu hyggindi með, en engir ella, hvar sem þeir eru. Fyrsti möguleikinn er að fá sér vinnu. Ýmsir kunna að vilja fara töluverð efni, voru allvel stæðir ve.f"r eil}™‘t vegia þess, að svo bændur hér heima. Og benda má mikið er látið af háu verkamanna a ymsa, sem hé'r heima voru vel I k,a,uPÍþar' En l>etta er skrum °S stæðir en urðu fátæklingar þar, höfðu átt hæga og góða daga hér, en urðu j>ar að vinna og strita bai' brotnu til þess' að komast áfram, og voru j>ó ('eðaeru) i fátækrabasli. í annan stað er of mikið gert úr auðlegð landa vestra. Bændur eru þar mjög fáir rikir. Og f>eir, sem ríkir hafa orðið, þeir hafa grætt fé sitt á þvi, að þeir hafa verið hepnir í jarðakaupum og braski, en mjög fáir hafa grætt mikið á búskap sín- um. Fjöldi hinna svokölluðu riku bænda, eiga jarðirnar, sem þeir búa á, og annað ekki, J>essar jarðir, seni jæir fengu upphaflega ókeypis, og hafa varið kröftum síntim og lífi til þess að koma i verð. Þeir kom- ast mjög vel af og geta auðvitað talið sig efnaða, þvi að jarðimar em orðnar mjög dýrar. Ástæður þeirra eru vfirleitt mjög svipaðar ástæðum sjálfseignarhænda hér heima. Þó eru jarðirnar þar meira virði, en því mætir aftur hitt, að J>ar verða jafnvel efnabændur að vinna baki brotnu eins og vinnu- menn hér, og til hvers er þá alt það, sem iþeir hafa safnað? Það, sem mest villir menn, er þetta, að jafnan er miðað við kjör landnemanna, sem gátu tekið ágætis jarðir ókeypis. Líf landnemanna var að vtsu erfitt, og oft í.rauninni sannnefnt hörmungalif, en það gaf þó nokkuð í aðra hönd. “Enginn verður óbarinn biskup,” segir mál- tækið. Þ.gir tóku út sínar þrautir, en eignuðust upp úr því sínar fríðu ábýlisjarðir. Nú er hinsvegar Jætta tækifæri liðið hjá. Nú er j>egar búið að taka öll þau lönd, sem litandi er við. Og það liggur í augum uppi, að þegar rætt er um kosti einhvers lands, ]>á má ekki miða við það, sem einu sinni var, og aldrei kemur aftur. Það er jafnmikið gagn að því fyr- ir menn, sem nú fara vestur, hvern- ig Amerika var þegar fyrstu Land- arnir komu þangað, eins og j>að er fyrir oss hérna heima hvernig Is- land vará landnámsöld. Landnámsmennimir ýmsir fóru fátækir að heiman, en komust þar í efni. Svo mundi einnig vera, ef hópur röskra og fátækra mann ■ fengi að setjast að í læztu sveitun- um á íslandi, þótt óræktaðar væru, og verja lífi og kröftum til þess að koma jörðinni í lag. Mér er nær að halda að töluvert jafnari efna- hagur mundi þar koma, heldur en raun er á orðin vestan hafs. Þvi að sannleikurinn er, að fjöldi ekkert annað. Vinnumannakaup er þar t. d. talið h. u. b. 300 dollara, eða um 1100 krónur, og sýnist það allgirnilegt. En sá hængur er á, að næstum þvi enginn bóndi vill eða getur haft vinnumann upp á þau kjör, og dugar þá lítt þó að jætta kaup sé nefnt. Að minsta kosti er ekki hugsanlegt fyrir nokkurn mann, sem að heiman kemur, að fá slíka vinnu, því til þess þurfa menn að vera þaulvanir öllum búskap þar og kunna að vinna með öllum verk- færum og það vel. Og jafnvel þeir, sem kunna það alt, fá J>ó ekki slika vinnu. Af öllum J>eim stórbænd- um, sem eg jækti, höfðu ekki meira en 2—3 fasta vinnumenn. En þá er önnur vinna. Talað er um þriggja dollara kaup á dag í þreskingu, og takast margir á loft af slíkum fregnum. En bæði er nú það, að ijæim, sem einu sinni hafa verið i þreskingu, mun ekki finnast það ofborgað fyrir slíkan ódæma þrældóm, og svo stendur sú vinna ekki yfir nema 15—20 daga af öllu árinu. Vinna í sveitinn fæst þá alls ekki nema yfir þennan stutta upp- skerutima, og til þess að fá hana, verða menn að kunna að vinna, kunna að fara með hesta og verk- færi og vera þaulæfðir í þvi, því bændur Vilja fá eitthvað fyrir sína peninga, sem von er. í bæjunum er helzt að fá vinnu. En það er hennar stórgalli, hve stopul hún er. Næstum öll vinna þar er eitthvað við smíðar. Og sú vinna hættir að vetrinum, helming ársins. Og einnig á sumrin er hún óstöðug. Sitja þá jafnan á hakar,- um j>eir, sem óvanir eru og ónýtir í málinu. Og allsyfir gefur sú vinna ekki af sér meira en einhleyp- ir menn geta komist af með, en er ekki nóg til að framfleyta fjöl- skyldu nema í dýpstu fátækt. Vinna með höndunum, daglauna- vinna fyrir aðra, þykir ekki nóg t:l þess að komast vel af hér heima. En alveg það sama er með hana vestan hafs. Og þó sá munurinn, að þar er samkepnin enn þá meiri, óvissan magnaðri og dýrara að lifa þá tímana, sem vinnuleysið er. Og það er oft býsna mikill hluti tím- ans. En þá er að spekúlera. Landar hafa margir orðið stórauðugir á þvi, t. d. í Winnipeg, eðal er það ekki ? Erfitt er að dæma um auð- legð braskaranna, vestan hafs og austan. En að nokkrum mönnum undanteknum, mun þó mjög af auðlegð þeirra logið, ef öllu væri á botninn hvolft. Og væri ekki ómögulegt að stríðið með öll’m. þeim vandræðum, sem það leiðir yfir Canada, leiddi í ljós hið sanna um ýmsa jæirra. Peningar eru miklir þar í landi, og lán liggja þar lausari fyrir en hjá bankakrílunum hér heima, en þau lán eru dýr, og ekki til neins að taka þau nema menn hafi með höndum einhver þau fyrirtæki, sem gefa mikið af sér. En því er nú svo farið þar, að auðmagnið er mikið, og allskonar mögnuð félög sölsa undir sig jafnharðan alt það, sem verulegur ábati er í, svo að ómögulegt er fyrir einstaklingana, sem litið fjármagn hafa, að komast þar að. Auðvitað geta hagsýnir menn haft upp úr ýmsum gróðafyrirtækj- um í Ámeríku. En um það er ekki heldur hér að ræða. Því að hag- sýnir menn geta líka haft upp úr mörgu hér heima. Spurningin er aðeins um það, hvort fyrirtækin þar séu svo mikið betri og auðveldari en hér„ að það borgi sig að taka s:g upp og breyta um, til þess ab ná þvi. Og ]>eirri spumingu er óhætt að svara hiklaust neitandi. Það er svo langt frá því, að það borgi sig að fara héðan að heiman nú, til Ame- ríku, í þeim tilgangi að braska, að það mundi miklu fremur borga sig að koma að vestan hingað heim í jæim tilgangi. Hafa ýmsir sýnt það í verkinu, betur en því verður með orðum lýst. Öll gróðafyrirtæki Landa eru eins og- bamaglingur á móts við sjávarútveginn stóra, sem menn hér heima hafa sett upp og orðið stórauðugir af á fáum ámm Yrði of langt mál, enda lítt mögu- legt, að fara út í einstök atriði í þessu bæði hér og í Ameríku, en þyrfti, til j>ess að ekki sýndist talað út í bláirtn. Það er þó sérstaklega búskapur inn vestra og hér, sem borinn hefir verið saman, og leitast við að sýna fram á, hversu margfalt betra sé að búa þar en hér. Og þó er eng- inn vafi á því, að einmitt þar er reykurinn svartastur, sem vaðinn er. Lítum fyrst á það, hvemig það er fyrir efnalausan mann að reisa bú hér og þar. í eldri bygðum íslendinga, þar sem jarðimar. em komnar í nokk- urnveginn lag, fæst ekki land keypt undir 50 dollumm fyrir ekruna, en elkran er 1200 ferfaðmar. Sæmileg bújörð má ekki vera undir 200 ekr- um, og kostar jörðin þá 10000 dollara. Það er nú strax 37000 krónur. Og þá er ekkert fengið annað en bletturinn sjálfur, og eft- ir enn að fá sér öll verkfæri sem kosta stórfé, hesta, kýr, o. s. frv., og er óhætt að segja að það, sem nauðsynlega j»rf til j>ess að byrja með, skiftiiM þúsundum dollara. Hinsvegar e®>mögulegt að notast við lánuð verkfæri, þó einhver góð- gjarn náungi vildi lána þau, því að flest störf við akuryrkju þurfa að gerast á vissum tímum og jx>la enga bið, svo að þá eru allir að nota sín verkfæri. Óþarfi er nú að reikna frekar, hvort alt þetta getur borið sig, hvort aJkuryrkjan ber allan þennan kostnað, því að reynslan hefir margsvarað því, og hún er ó- lýgnust, segja menn. Og hún hefir sýnt það og sannað, að efnalitlir menn, sem í slikt ráðast, komast aldrei úr skuldum, nema ajnhver alveg sérstök höpp, og þau pá oft- ast sjálfum búskapnum óviðkom andi, komi fyrir og bjargi öllu úr súpunni. Hér heima sýnir reynslan aftur á móti hið gagnstæða. Fjöldi manna hafa gert þetta, keypt jarðir og áhöfn án þess að eiga nokkuð annað en gott traust manna, og eignast alt á fáum árum. Auðvitað hafa einnig margir strandað á því, en hinir sýna, að þetta er hægt. En að leigja jörð, fyrst ómögu- legt er að kaupa? Það er auðvitað hugsanlegt að sumir gera það. En hræddur er eg um, að það }>ættu harðir leiguskilmálar hér heima, sem þar tíðkast. Akrar eru þar vestra leigðir þannig, að leiguliði leggur alt til, hesta, verkfæri og alla áhöfn, nema hvað jarðeigandi leggur fram útsæði og tvinna þann, sem hafður er til þess að binda saman öxin, og er það hvorttveggja smáræði til Jæss að gera. Svo hefir leiguliði auðvitað alla vinnuna og allan kostnað og áhyggjur, og skil- ar svo jarðeigandanum helmingn- um af allri uppskerunni. Hvernig haldið þér að mönnum hér heima litist á slíkan leigumáta á jörðum? Bóndinn ætti að skila í leigu af jörðinni helmningnum af afurðum búsins, helmingi af ullinni, helm- ingi af kjötinu, sviðunum og gær- unum, helmingi af æðardúni og öðrum hlunnindum, og helmíngi af hverju yfirleitt, sem búið fram- leiddi. Skyldi það þykja sérlega efnilegt að byrja búskap hér heima, sem leiguliði, upp á þessa skdmála? Enda vissi eg til þess, að þeir, sem reyndu að byrja þannig, höfðu sára- lítinn arð þegar vel gekk, og auð- vitað ekkert og minna en það þeg- ar illa gekk. • Hveitiræktin gefur mikinn arð. Það eru ekki smáræðis peningar, sem góð uppskera færir bygðunum. Þetta er þao, sem menn sjá, og verða því af þessu heillaðir. En þar fylgir margur böggull skamm- rifi. Akuryrkjan er ávalt fjarska- lega kostnaðarsöm. Hesta verða bændur að hafa marga, til þess að draga plója, herfi, sláttuvélar, b ndara o. ,. frv. En hestar eru dýrir, bæðj'að kaupa ]>á í fyrstu og halda þeiij við. Menn verða að rækta stór flæmi af löndum ein göngu ha ída þeim, og það eru dýrir blettir. Þresking kostar ákaflega mikið. Meðal bændur verða að borga svo hunduðum dollara sk:ft ir fyrir þetta eitt, að núa kornið úr stráinu. Ýms verkfæri verður að kaupa næstum árlega. Og mei öllu þessu, og auðvitað ýmsu fleirn. ->em hér er ekki talið, er höggvið rjúgt skarð í tekjurnar. Ef svo bætist ofan á þetta stórskuldir, sem standa þarf straum af, j>á harðnar að. Þannig er það nú þegar vel geng- ur. En verst af öllu eru öll þau óteljandi óhöpp, sem komið get 1 fyrir. Stundum kemur það fyrir, að öll uppskeran eyðilegst á svip- stundu, t. d. af hagli. En þó að ekki takist nú svo hörmulega til, þá er þó mörg búmanns raunin eftir enn. Stundum er jörðin of blaut lengi fram eftir. Stundum er of þurt fyrri part sumarsins, svo að alt skrælnar. Stundum rignir aft- ur á móti of mikið rétt eftir að sáð hefir verið, svo að alt “druknar”. Stundum looma svo miklir ofsahit- ar rétt fyrir uppskeruna, að alt móðnast of fljótt, svo að kornið verður rýrt. Stundum “ryðgar” kornið í öxunum. Stundum renna næturfrost á rétt áður en slegið er, svo að alt verður hálf-.og alónýtt. Stundum ganga rigningar eftir upp- skeruna, svo að hveitið nær ekki að þorna, en skemmist og spýrnar í öxunum. Stundum koma snjóar á alt saman úti á ökrunum, svo að ekki er hægt að þreskja. Og svo síðast af öllu getur verðið fallið svo, að ekikert sé upp úr neinu að hafa. Fjölda mörg fleiri smáslys geta komið fyrir. Og óhætt er um það, að allan tímann frá því er snjóa leysir og það þar til komið er selt á vetuma, er alt í stökustu óvissu. Bændur þar vestra sögðu mér, að hér um bil aldrei kæmi svo ár, að hveitið slyppi alveg slysa- laust, enda má sjá það á þessu stutta yfirliti, að skerin eru mörg. Hveitiræktin er nokkurskonar happadrætti. Og það var ekki fjarri sanni, sem einn maður sagði við mig, er hann hafði athugað hveitiræktina, að bændurnir yrðu alla sína æfi að berjast um á hæl og hnakka til þess að láta ekki akr- ana setja sig á höfuðið. Hugsum oss mann með 10000 dali í höndunum. Hvort er nú betra fyrir hann að setja sig niður fyrir vestan eða hér heima? Vestra getur hann keypt sér jörð fyrir það og eikkert annað. Alt hitt verður hann að kaupa í skuld. Hann verður samt i góðum ástðum, ef vel gengur, en verður }>ó ávalt að vinna baki brotnu, og má aldrei um frjálst höfuð strjúka. Hér heima getur hann fyrir sömu upphæð (37000 kr.) keypt góða jörð og alla álhöfn og haft stórt bú, og samt átt eftit peinga til jarðabóta eða ein- hvers. Hann er þá kominn í miklu betri ástæður en bóndinn vestra. Hann er frjáls og frí. Þarf ekki að vinna nema eftir því, sem han.i vill. Og þá getur hann auðgað anda sinn, lesið og skemt sér. Og hans búskapur er miklu hættuminni og vissari, ef gætni er höfð. Eiga íslendingar að fara til Ameríku? Það er reynandi fyr.r þá, sem af einhverjum ástæðum eru strandaðir hér heima, því að breyt- ingin getur orðið þeim til happs. Eins fyrir j>á, sem að einhverju sérstöku eiga að hverfa. En ann- ars eru Ameríkuferðir heimska nú orðið. Og væri miklu nær fyrir Landa, sem jarðir eiga vestra og hafa ekki eitthvað sérstakt við- bundið, að selja þær og setjast að hér heima. 1 HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK Kaupmannahafnar Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum Hér skal nú staðar nema. Margt er enn órætt eða of lítið rætt, en það var heldur áldrei tilgangurinn, að gefa neina fullkimna lýsingu. Og þó að einhver finni hér annað en hann hafði hugsað um Ameríku og Landa vestra, þá verður ekki við því gert. Hugmyndirnar hafa margar verið rangar, og hér hefir verið leitast við að segja kost og löst án hlutdrægni. Ef nokkuð verður augljóst við náin kynni af lífi Landa, þá er það það, að íslenzkt mál og þjóðerni geta ekki haldist í hinu fjarlæga. stóra laAdi, og það hefi eg viljað láta verða augljóst af þessari bók. íslendingar geta enga framtíð átt í Ameríku, sem íslendingar. Það væru jafnmikil firn eins og að hugsa sér, að lítill, tær bergvatns- Iækur héldi sér all leið ofan af fjöllum og út í sjó, eftir að hann er runninn út í stóra jökulvatns móðu. Takmarkið. SMASAGA.. Það gerðist í Virginiu í Banda- ríkjunum. Þrir unglingar standa og mæna upp á hinn háa klett framundan. Klettinum er skift í tvo hluti með stórri gjá, og i gjár- botninum standa drengirnir og horfa á þetta þverhnýpta náttúru- verk, um þúsund fet á hæð. Miðdegissólin sendir geisla sína yfir láð og lög og færir yl inn í hverja sál; en samt fer hryllingur um ungmennin er þeir líta upp á þetta j>ögula og kyrláta grjótvirki. Gjár-opið þúsund fet fyrir ofan þá sýnist þeim aðeins vera handar- breidd. Það skyggir snögglega fyrir sólu og ósjálfrátt taka drengirnir ofan, eins og þeir stæðu í námunda við e’nhverja hærri veru. Smám- saman hverfur þessi hryllingur úr hjörtum þdrra, og þeir líta í kring- um sig. Þeir sjá að aðrir hafa einn- ig verið þar til þess að horfa upp þenna óendanlega, tröllslega grjótvegg. Þeir sjá hundruð af nöfnum skorin í steininn, til minn- is um þá er hafa komið þar. Ný hugsun grípur hin ungu hjörtu þeirra, og í snatri taka þeir upp sjálfskeiðinga sína. “Það sem maður hefir gert, það getur maður enn gert”, eru þeirra einkunnarorð, og fyltir með þessari göfugu hugs- un klifra þeir upp steinvegginn til að rita nöfn sín fyrir ofan nöfn þeirra mörgu er hafa verið þar áð- ur. Tveir eru ánægðir með verk sitt, en sá þriðji hefir auðsjáanlega gleymt, að brautin til frægðar er ekki gulli lögð, og er hann því ekki ánægður. Hann vildi gera eitthvað meira, hann vildi setja takmarkið hærra, hann vildi hafa takmarkið svo hátt að enginn gæti náð því. Hann sér nafn rétt fyririofan sitt; nafn sem mun verða ferskt í minni veraldar þegar nöfn Alexanders, Caesars og Napoleons verða týnd í hafi gleymskunnar. Það var nafn George Washingtons. Hann hafði komið þar og rist nafn sitt í kalk- steininn, fyrir ofan öll hin. Það var mikilsverð hugsun hjá drengn- um að rista sitt nafn við hlið þess mikla manns. Hann tekur fastar um hnífinn og rrfeðan hann heldur í litla sprungu með annari hendi, heggur hann hald í vegg.inn fyrir hina. Þetta er hættúleg ferð, en viljinn að ná takmarkinu var sterk- ur, og þegar hann hefir dregið sig upp hæð sína, finnur hann sér til mikillar undrunar og gleði, að hann er kominn tveim fetum ofar en nokkurt nafn sem hafði nokkum- tíma verið rist í þenna mikla stein- vegg. Á meðan félagar hans horfa á hann með undrun og aðdáun, ]>á sker hann nafn sitt með stórum stöfum í steininn.. Hnífurinn er enn í höndum hans og kraftur í vöðvum. Ný hugsun fyllir sálu hans. Aftur heggur hann hald fyrir hendurnar og aftur ristir hann nafn sitt með stórum stöfum. En þetta er ekki nóg. Tilfinningarlaus fyrir tilbeiðslu félaga sinna og full- ur af frægðar-þrá, j>okar hann sér enn uppeftir veggnum. Hann fjar lægist þá meir og meir. Hann rist- ir nafn sitt með stærri og skýrari stöfum, við hverja hæð sína. Raddir félaga hans verða daufari og daufari og Ioks heyrir hann ekki orðaskil. Loksins lýtur hann niður fyrir sig, en aðeins stutta stund. Skelf- ing og hræðsla gagntekur hann. Hann grípur fastar í litla haldið í veggnum, eirts og það væri hans síðasta lífsvon. Hinn drungalegi gjárbotn blasir við fyrir neðan og hann veit að hver stund getur orðið sín síðasta. Hann er máttlaus af þreytu og skjálfandi af kvíða yfir hinni hræðilegu sýn sem blasir við honum. Litla hnífblaðið hans er hálfeytt. IJiann aðeins heyrir óm af hrópum félaga sinna, sem standa hræddir og skjálfandi niðri í gjár- botninum. Ó! hvílík stund. Líf hans er eins og á örmjóum þræði. Félagar hans bíða eftir endalokun- um með tilfinningum sem frystir blóðið í æðum Jæirra. Hann er of hátt uppi og of veiklaður til að biðja að láta sækja foreldra og systkini, svo þau geti komið og horft á lífs- hættu hans, og ef unt væri reynt að afstýra henni. En annar félaga hans les hugsanir hans. Hann veit hvaða eftirlanganir koma yfir mannssálina þegar konungur óttans hristir sitt bitra sverð framan í fórnardýr sitt, á hvaða stað og tíma sem er. Sem örskot jæytist dreng- urinn burt frá hinum ógurlega stað og sagan er sögð við arineld foreldranna, sem eru grunlaus um hættu sonar síns. Mínúturnar líða en hver mínúta er sem heil öld. Tugir af fólki hrúgast ofan að klettinum, sumir ofan í gjárbotninn, en sumir standa uppi á klettinum og horfa ofan í hyldýpið. Allir eru hljóðir og halda niðri í sér andanum og bíða eftir endalokunum. Drengurinn heyrir óm af ókunnum röddum, bæði fyrir ofan og neðan. Hann getur heyrt rödd föður síns, sem hrópar í örvæntingu; “Villi! Villi! horfðu ekki niður. Móðir þín og systkini eru hérna og biðja fyrir j>ér.” Villi horfði ekki niður. Augu hans störðu til himins í von um hjálp þaðan. Hann tekur fast um hnífinn og heggur eitt hald enn, og einu feti er enn bætt við hundruðin, sem færa hann fjær allri manlnegri hjálp úr gjárbotninum. Hve var- lega notar hann ekki litla hnif- blaðið sitt! IJve nákvæmlega vel- ur hann ektci beztu og linustu pláss- in i þessum stóra stein-stöpli! Hve mátulega miðlar hann ekki hinum litlu kröftum sínum svo þeir end- ist sem lengst. Hver lireyfing hans er nákvæmlega vöktuð. Hver vott- ur um þrautseigju hans er sem gim- steinn til foreldranna og sistkyna hans, sem horfa á hann. Sólin er að lækka á lofti og dreng urinn hefir bætt fimtíu fetum við stigann óendanlega. Skamt fyrir ofan sig sér hann slútta út dálítið moldarbarð sem nokkur smátré uxu á. Hann má til að taka nýja stefnu til að komast fram hjá moldarbarð- inu. Vonin er að dofna í brjósti hans, en lifnar aftur þegar hann heyrir hughreystandi óp á alla vegu. lliann sér menn standa uppi á klett- inum með kaðla í höndum, tilbúna að veita honum hjálp þegar færi gefst. En önnur fimtíu fet Verður hann að komast áður en kaðlamir ná til hans. Einu sinni enn er hinu hálfeydda hnífs'blaði stungið í klettinn. Margir sjónaukar niðri í gjár- botninum veita náið athygli hverju marki er hinn tryggi og trausti hnífur gerir. Fet eftir fet mjakast drengurinn; hærra og hærra, nær og nær moldarbarðinu. Aðeins þumlungur er eftir af hnífsblaðinu. Hann sundlar, augun stara út í geiminn; síðasta vonin er að dleyja í brjósti hans. Líf hans er komið undir næsta haldinu sem hann hegg- ur. Um leið og hann gerir síðustu tilraunina, þá dettur hnífurinn úr hinni smáu hendi. Eina lífsvonin hans berst með hraða niður milli steinveggjanna og fellur að lokum við fætur móður hans. Ósjálfrátt örvæntingaróp, líkt og dauða stuna leið upp frá brjóstum áhorfenda og ómaði í klettunum; svo var alt kyrt og hljótt eins og gröfin. En dreng- urinn hjálparlaus og aðfram kominn lokar augnnum og býr sig undir dauðann. Á meðan hann stíendur svona nokkrar sekúndur, skjálfandi eins og hrísla í vindi, þá berst hon- um hljóð til eyrna ofan af Idettin- um. Einn maðurinn sem liggur á klettsbrúninni hefir komið auga á axlir drengsins útundan moldar- barðinu, og gleðióp líður frá vör- um hans. Eins og örskot er kaðall- inn látinn falla niður til drengsins. Fjöldinn heldur niðri í sér andan- um. Hönum sortnar fyrir augum og með orðin “Guð” og “Móðir” á vörunum er honum lyft úr hyl- dýpinu. Hundrað menn o? konur og börn toga í kaðalinn og hinn meðvitundarlausi sveinn færist liægt og hægt upp. Engin vör bærist meðan á þessn stendur. En þegar honum er lyft upp á kletts- brúnina af sterkum höndum og haldið á lofti svo fjöldinn gat séð, þá kváðu við fagnaðaróp sem end- urómuðu um alla klettana. Tárum gleði og þakklætis rigndi svo að hið stóra bjarg stóð þrumulostið. Tak- markinu var náð, en dýrt var það. Bergþór E. Johnson. Vetramótt. Hauður myrkrið hylur, heyrist feigðar-vein; napur norðanbylur nístir merg og bein. Snjór í fannir fýkur, fellur stirðnuð eik, kring um vötn og vikur væla stráin bleik. Óvæg hriðin eljar, öskur stormsins hvín— nú er hætt til heljar hnígi lífsblóm mín. Brautin fyllist fönnum, færið þyngist ótt, engum menskum mönnum mér finst líft í nótt. Eg hef vilst af vegi, veit ei hvert eg fer; ekkert ljós eg eygi, enginn til mín sér.— Úti’ á eyðihjami ef í nótt eg dey, faðir gæzgugjarni, gleym mér dauðum ei. —Sameiningin. Smjör verðlauna vinnendur nota INDSOR SMJÖR w BúiB til í CAÍT Canada TH€ CAHADIAN SALT C0., Ltd.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.