Lögberg


Lögberg - 09.11.1916, Qupperneq 4

Lögberg - 09.11.1916, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NOVEMBER 1916 Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mam. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor |. J. VOFNI, Business Manauer Utanáskrift til blaðtins: THE 00LUM8IA PRES*. ttd., Box 3172, Winnipog, IRao- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Óhlutdrœgur dómur. “The Book of Knowledge” heitir safn mikið af fræði- og vísindabókum, gefið út bæði í Lund- únum á Englandi og New York í Bandaríkjunur. Bókin er í 20 stórum bindum. Ritstjórar hennar eru Arthur Mee, heimsfrægur rithöfundur í Lundúnaborg og Holland Thompson Ph. D. í New York, sömuleiðis heimsfrægur maður. Einn kaflinn í XIX. heftinu er um Canada. par er þessi eftirtektaverða grein á bls 6049: “Um heila öld hafði Canada reynt að hæna til sín innflytjendur til þess að ræk.ta hið auðuga land. prátt fyrir þessar tilraunir staðnæmdust innflytjendumir í Bandaríkjunum og fóru ekki lil Canada. Meira að segja Canada tapaði ekki ein- ungis þeim sem á leiðinni voru á þennan hátt, heldur flutti fjöldi fólks þaðan til Bandaríkj anna. Árið 1896 var tekin upp ný stefna og áhrifa- mikið starf var hafið til þess að leiða athygli um- heimsins að landinu yfir höfuð og Norðvestur landinu sérstaklega Stjómin í Canada byrjaði þá að auglýsa í Evrópu og Bandaríkjunum. Allar mögulegar að- ferðir voru til þess hafðar að draga athygli manna að tækifærum í Canada fyrir innflytjendur. Innflytjenda umboð voru stofnuð í brezk'i eyjunum, í mörgum öðrum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Mest var að þessu unnið á Bret- l .ndi. Var þúsundum dala varið fyrir þetta mál þar til fyrirlestra, þar sem lýst var hinni miklu auðsuppsprettu Canada. pessir fyrirl°strar voru prentaðir og jendir með pósti til allra landbúnaðar vinnumanna í brezku ej'junum. Ágæftir uppdrættir af Canada voru gefmr hverjum einasta skóla á Englandi, írlandi og Skotlandi. Verðlauna peningum var heitið í 500 skólum fyrir beztu ritgerðir um Canada. Sýndar vom myndir og prentaðar af ýmsum búnaðarathöfnum í Canada og því útbýtt út um alt. Sérstaklega gerðir vagnar fullir af canadisk- um jarðargróða voru fengnir í hendur fróðum og fæmm mönnum og þeir látnir ferðast með þá til upplýsinga um löndin fram og aftur. Auglýsingar vom birtar um canadiskan búnað í blöðum sem bændafólkið las mest. í Bandaríkjunum voru stofnaðar innflutninga- stöðvar í ýmsum helztu borgum. púsundir bækl- inga um búnað og jarðargróða vora sendir til manna, sem talið var mögulegt að flytja vildu til Canada. Auglýsingar voru birtar í þúsundir amerískra blaða. Verðlaun voru veitt fyrir það að fá inn- flytjendur. Ekkert land í heimi hefir unnið eins ötullega og reglulega að því að fá góða innflytjendur Síðan innflutningur frá Bandaríkjunum til Canada hófst árið 1898 hefir hann aukist ár frá ári (þetta var skrifað 1911). Árið sem endaði í marz 1910 var nálega 50% af öllum innflytjend- um til Canada frá Bandaríkjunum. Fólkið streymdi frá öllum ríkjum til hinna frjóu hveiti- slétta. Meðal auðæfi sem hver innflytjandi, maður kona og bam flutti þangað vom rúmir eitt þúsund og eitt hundrað dollara ($1,100). Frá því árið 1907 til 1910 fluttu til Canada meira en hálf miljón manna með rúma hálfa biljón ($500,000,000) í gulli og áhöldum. Bændumir í Vesturhluta Bandaríkjanna seldu lönd sín fyrir afarhátt verð og fengu eins gott land í Canada fyrir svo að segja ekki neitt. Canadamenn fögnuðu Bandaríkja innflytjend- um, því þeir sömdu sig umsvifalaust að siðum h'nna og urðu góðir canadiskir borgarar.------- -----Ekkert land hefir valið innflytjendur sína með meiri varúð og engu landi hefir hepnast ei is vel að fá góða innflytjendur og Canada.” petta er ekki löng grein, en hún er lærdómsrík. par er ekki nein pólitík að verki til þess að halla máli, heldur alveg óhlutdrægt skýrt frá. Menn minnast þess hvenær Laurierstjómin kom til valda. pað var 1896. Og það er eftir- tektavert að þessa áreiðanlega óháða bók ber sannleikanum vitni í því að einmitt þá—1896— hafi skift þannig um í Canada að fólkið fór að streyma þangað inn í stað þess að fælast landið, og það er skýrt tekið fram að það hafi verið fyrir hinn frábæra dugnað og atorku liberal stjómar- innar. Canada á Sir VVilfrid Laurier óútreiknanleg} mikið að þakka í þessu eina atriði fyrir utan alt annað sem hann hefir unnið þjóð og landi til framfara. Hér er það ekki pólitískt fylgi sem ber stjóm Lauriers þann vitnisburð að hann hafi leyst gátu sem enginn hafi getað ráðið á undan honum. pað er ekki pólítískt fylgi sem lýsir því héc yfir að aldrei hafi nokkur stjóm rekið eins öflugt innflutningastarf né orðið eins mikið ágengt í nokkru landi og Laurierstjórnin. petta em yfirlýsingar heimsfrægra, óháðra, viðurkendra vísindamanna, sem enginn getur hrundið. pað eru söguleg sannindi kend uppvax- andi fólki í öllum enskumælandi löndum heimsins. Óþolandi. Blaðið ,‘Grain Growers Guide” flytur nýlega grein, þar sem sýnt er fram á hið óþolandi rang- læti sem bóndinn — og yfir höfuð alþýðan — í Canada verður að þola af hendi stjórnar og auðvalds. Hinn svonefndi verndartollur á verkfæmm og öðm sem alþýðan þarf til lífsframfærslu er svo hár að hann svínbeygir bak þess sem gjalda á. “Grain Grower3 Guide” reiknar það út og sýnir ómótmælanlega í tölum að hvert meðal heim- ili úti á landi verður að borga að meðaltali á ári milli $200.00 og $250.00 í verkfæra toll, og af því fara að eins $50.00 í ríkisfjárhirzluna, hitt fer alt til hinna vemduðu auðvalda. í Vesturfylkjunum eða sléttufylkjunum eru hér um bil 200,000 bændur, verður því þessi tollur á þeim um $40,000,000 til $50,000,000 á hverju ári, en löglegur tollur er ekki nema $10,000,000, sem er sá partur tollsins sem fer í ríkisfjárhirzluna; hitt sem er $30,000,000 er með öllu ólöglegur toll- ur, þar sem hann er fé tekið úr vasa hinna fátæku framleiðenda og látið í vasa hinna auðugu iðju- leysingja. Er það ekki óþolandi að þannig skuli þrjátíu miljónum á hverju ári verið sama sem rænt frá bændum sléttufylkjanna. petta er hverjum bónda innan handar að reikna út, þegar hann gæt- ir að því hvaða verð hann er látinn borga og hversu mikið af því er tollur. Blaðið “Vancouver Sun” flytur grein nýlega um sama efni og kemst þannig að orði að Canada sé í klóm og kjafti á svo voldugum, mörgum og miskunnarlausum auðfélögum að hin alræmdu einokunarfélög Bandaríkjanna sáröfundi þau af, því lögin séu þar miklu áhrifameiri en hér. Blaðið segir að eins lengi og Ottawa stjóminni sé stjómað af því voða valdi sem njóti þessarar ránsvemdar, sé engin von þess að verð á lífsnauð- synjum lækki. Blaðið “Tribune” í Winnipeg segir á laugar- daginn og færir óhrekjandi sannanir fyrir að blöð- in í Calgary, Regina, Brandon, London, Hamilton, Montreal, Toronto, Kingston, Halifax, St. John og Quebec hafi krafist tafarlausra og verulegra breytinga í þessu máli; krafist þess að hinni glæp- samlegu tollabyrði yrði létt af bændum og verka- lýð. Blaðið segir eins og satt er að engin stofnun og ekkert afl sé eins fjandsamlegt allri sannri þjóðheill eins og sú stjóm sem láti annað eins og þetta viðgangast. Að stjóm landsins, sem til þess er kjörin að vemda rétt alþýðunnar skuli svo að segja ganga í félag við óvin hennar til þe3s að ræna hana þeim arði sem henni ber með réttu af erfiði sínu það er óþolandi. Undarleg fyrirmæli. Sambandsstjómin hefir mælt svo fyrir að hér eftir megi enginn senda matvæli herteknum mönnum á pýzkalandi; rauðakross félagið sjái um það en enginn annar. pykir þetta einkennilegt bann og fara blöðin um það hörðum orðum. Blaðið “Toronto Star” segir meðal annars: “Fólkið í Canada vill trúa því að hermáladeild- in í Canada viti hvað bezt á við. pað getur vel verið nauðsynlegt að banna eiginkonum, mæðmm og syntrum að sanda mat til hertekinna ástvina þeirra á pýzkalandi. En það er eitt sem á brestur; fólkið í Canada og ástvinir hermannanna eiga heimtingu á því að vita ástæðuna fyrir þessu banni, þeir eiga heimt- ing á fullri skýringu málsins. Og ef rauða kross félagið á hér eftir að ann- ast um hertekna menn héðan, þá verða aðstand- endur þeirra héðan að fá fyrir því fulla tryggingu að það verði samvizkusamlegar gert, en orð leikur á að það félag hafi hegðað sér í sambandi við stríðið. pað er ekki lítil ábyrgð sem því fylgir að banna eiginkonum, systrum og mæðmm að senda ástvin- um sínum það sem þeir þarfnast eða rétta þeim hjálparhönd. pað er ábyrgðarhluti í tvennum skilningi. f fyrsta lagi er það varhugavert að svifta pilt- ana þeirri gleði og sælu, sem það hefir í för með sér að fá sendingar frá vinunum heima, og í öðm lagi er það ef til vill enn þá meiri ábyrgðarhluti að svifta mæðumar þeirri ánægju og sælu sem það veitir þeim að senda drengjunum sínum það sem þeir þarfnast. Eitt atriði í þessu sambandi hlýtur að vera ritvilla í yfirlýsingunni: pað er það að matar- bögglar megi alls ekki sendast óbreyttum liðs- mönnum sem séu fangar hjá óvinaþjóðum, en að leyfilegt sé að senda þess konar böggla til yfir- manna, sem herteknir séu. petta hlýtur að vera misskýring; slíkt gæti ekki viðgengist í Canada. Að gera þannig upp á milli óbreyttra liðsmanna og yfirmanna væri glæpur sem enga afsökun gæti haft. petta mál snertir aðeins tilfinningar mæðra og annara ástvina sérstaklega og almenna rétt- lætis- og jafnaðar kröfur yfirleitt; það kemur ekkert við stöðu né virðingum í hemum. Ef prússneska herstjómin neitaði að höndla sendingar til óbreyttra liðsmanna, en leyfði þær til herforingja, þá væri öðm máli að gegna; en undir brezku flaggi hlýtur það að vera rangt að móður sem á son sem óbreyttan hermann í varð- haldi sé bannað að líkna honum, en systur hennar sem svo vill til að á son sem þar er fangi og em- bætti hefir haft sé heimilt að leggja honum lið. Slík óheyrð rangindi gætu ekki liðist hér í landi, þar sem jafnmikill frelsis- og jafnréttisandi á heima. pýtt úr “Free Press”. Bæjarstjórnar kosningarnar, Nú er ekki nema mánuður þangað til þær fara fram. Aldrei hefir riðið eins mikið á því að bæjar málum væri samvizkusamlega og ráðvandlega st jórnað og nú. Aldrei hefir það verið meiri þörf en nú að bæjarstjómin sé skipuð sönnum fulltrú- um fólksins, en ekki einokunartólum eða ónytj- j’igum. Robson dómari flutti ræðu fyrir alllöngutn tíma, þar sem hann bar núverandi bæjarstjórn á brýn þá mestu óstjórn sem hægt er að hugsa sér og jafnvel óráðvendni í stórum stíl. Robson er valinkunnur heiðursmaður sem allir hljóta að trúa, enda hefir ekki eitt einasta orð komið úr neinni átt sem hrundið hafi ákærum } ans. Waugh bæjarstjóri lýsti því yfir fyrir sína hönd og samstjómenda sinna að kærum Robsons yrði bráðlega svarað og það sannað að þær væru á engum rökum bygðar. En svarið hefir dregist; það er ókomið enn, og hlýtur því áburður Robsons að vera viðurkend- ur af bæjarstjóminni sjálfri. Kærumar voru þess efnis að ef þær hefðu verið lognar, þá var sjálfsagt fyrir bæjarstjórn- ina að höfða mál gegn Robson og hrinda af sér því alvarlega ámæli sem hún hafði orðið fyrir. En þögnin gefur mörgum grun, ef ekki vissu, um það að kwrandinn hafi haft rétt að mæla. pað er skylda kjósendanna að hreinsa bæjar- hreiðrið rækilega og kjósa nýja menn, sem betur reynist, og verði sannari fulltrúar alþýðunnar og framkvæmdasamari stjómendur. f þessari hreinsun eiga íslendingar að tak.i öflugan þátt, ef þeir vilja ekki verða sér til va - virðu í ár, eins og þeir hafa orðið um nokkur ár að undanfömu að því er afskifti þeirra — eða réttara sagt afskiftaleysi — af bæjarmálum snertir. íslendingar hafa í þrjú ár hvað eftir annað átt kost á að koma eigin fulltrúa í bæjarstjóm, en vanrækt þá skyldu í öll skiftin og mega bera djúpan kinnroða fyrir. Lögberg skorar á dugandi og færa íslendinga að gefa sig fram til bæjarráðskosninga í ár, að minsta kosti í því kjördæminu sem vér erum fjöl- mennastir í og jafnframt skorar það á alla íslenzka kjósendur í því sama kjördæmi að gæta skyldu sinnar og sjá um að hvert einasta íslenzkt at- kvæði falli með þeirra eigin manni þegar til kemur. pað er auðvelt að koma að íslendingi í bæjar- ráðið og það hefði meira að segja verið auðvelt að koma Áma Eggertssyni í yfirstjómarráð bæj- arins í íyrra ef Landinn hefði verið bæði samein- aður og ekki dregið sig í hlé með störf og áhrif. Vér eigum nóg af hæfum mönnum í þessa stöðu og mætti þar á meðal nefna þá sem hér segir: Áma Eggertssyn, porstein Borgfjörð, Amgrím Johnson, Paul Clemens, Ásmund Jóhannsson, J. J. Bíldfell, Stephan D. B. Stephanson, auk margra fleiri sem vel væru starfinu vaxnir, en tæpast hefðu tíma að sinna því. Vill nú enginn þessara manna leggja fram starf sitt bænum til þarfa og gefa kost á sér til bæjarstjómar? pað er mjög líklegt að hver fær íslendingur sem byði sig fram yrði viss með kosningu. Og þótt svo kynni að fara að það yrði ekki, þá er það engin vanvirða að falla. pað væri aðeins blettur á fólkinu sjálfu. pað er vonandi að einhver þessara manna eða einhver annar fær og hæfur Landi verði kominn út í hríðina þegar næsta blað kemur út. Skal honum þá veitt ömgt fylgi, hvaða pólitískum eða trúarlegum flokki sem hann tilheyrir; það kemur málinu ekkert við; aðeins að maðurinn sé fær til starfsins og samvizkusamur. Fyrirmyndar ritháttur. Oft er því við brugðið hversu gróf íslenzku blöðin séu í rithætti, en sannleikurinn er sá að þau eru himinhrein í því tilliti, þegar þau eru borin saman við ensku blöðin. Að undanfömu hefir “Telegram” verið að reyna að telja* fólki trú um að 3 aðeins af kvið- dómendum í ráðherramálunum hafi verið með því að dæma þá seka, en 9 hafi viljað sýkna þá. Sannleikurinn er þó sá að 9 voru með sekt en að- eins 3 með sýknun; voru því höfð gagnger enda- skifti á sannleikanum í þessu blaði. f vikunni sem leið hafði bæði “Free Press” og “Tribune” fundið að þessu, en þá reiddist “Telegram” og flutti grein með fyrirsögninni: “Helvítis lýgi”, og öll var greinin rituð í sama anda og með líku orðfæri og fyrirsögnin sjálf. Slíkur ritháttur þekkist ekki meðal íslendinga; þeir eru siðfágaðri menn í blaðamensku en svo, þótt ýmislegt megi þar að þeim finna. Næsta dag flutti “Free Press” ritstjómargrein einnig með fyrirsögninni “Helvítis lýgi” og sýndi þá með undirskrift kviðdómsmanna sjálfra hverj- ir voru móti sekt og hverjir með. Hér fylgir vottorð kviðdómaranna: “Sem dómendur í máli gegn Sir Rodmond Roblin, George R. Coldwell og James H. Howden fyrir samsæri er rannsakað var sumarið 1916, óskum vér að gera kunnugt hvemig afstaða kvið- dómsins var viðvíkjandi sýknun eða sekt hínna ákærðu. Vér vottum það því hér með að 9 fundu hina kærðu seka og voru þeir þessir: Daniel Dicks, C. H. Stonehouse, A. E. Chumm, J. H. Stevens, Thos. Morrison, John Mayse, H. G. Palmer, A. Blair, L. Warnette, og þessir þrír voru með sýknun: Perce Webb, S. Pomeroy og J. Chisholm. THE DOMINION BANK STOFNSETTUR 1871 UppborRaður höfuðstóll og varasjóður $13,000,000 AUar elgnir ... 87,000,000 Bankastörf öll fljótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögð á að gera skiftavinum sem þægiiegust viðskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaðir eða þeim bætt við innstæður frá $1.00 eða meira. tvisvar á ári—30. Júnl og 31. Desember. 384 Notre Dame Branch—W. M. HAMII/TON, Manager. Selkirk Branch—M. 8. BCRGER, Manager. ánægður að borða „pie“ PURITi/ FLOUR > More Bread and Better Bread Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir atarfsmann alþýðumáladeildarinnar. Haustvinna í hœnsagörðum. iTil þess að sem mestir peningar hafist upp úr alifuglarækt, er ým- islegt sem athuga þarf um þetta leyti ársins. Ef til vill er það algengasta yfir- sjónin að ala yfir veturinn hænur sem eru of gamlar. Hjá sumum bændum eru hænur látnar lifa sem eru þriggja til fjögra ára gamlar; stundum jafnvel þangaö til þær deyja úr elli. Hænur ættu aldrei að vera settar á lengur en tvö ár, nema í örfáum tilfellum. Snemma aldir ungar, vel þroskaSir, verpa oft góSum eggjum fyrsta veturinn, sérstaklega ef þeir eru vel fóðraðir og vel hefir verið séð um þá. Sömu- leiðis verpa þeir vel fyrsta sumarið þegar þeir eru ársgamlir. Sérstak- lega verpa þeir vel að sumrinu ef þeir hafa verpt mikið að vetrinum. ‘Þéssar hænur má svo setja á næsta vetur og má gera ráð fyrir að þær verpi allvel frá febrúar eða marz þangað til í júlí. Sumar tegundir verpa lengur en aðrar, en allar hænur verpa miklu tíðar fyrri part sumars en seinni part. Þessar hænur er ekki erfitt að fita nægilega til slátrunar. Séu þær settar á til næsta vors, verpa þær mjög sjaldan nógu miklu til þess að borga vetrarfóðrið. Annað glappaskot sem oft er gert i hænsarækt er það að reyna að hafa fuglana í loftillum, dimmum, rökum kofum eða byggingum, þar sem oft er þröngt um þau og þau eru innan um aíls konar skepnur af öðru tagi. Hænsahús sem rétt er bygt er bjart, loftgott, þurt, rúmgott og súglaust. Prófessor Herner á búnaðarskólanum í Manitoba segir: “Það sem er að hænsahúsunum hjá flestum bændum er það að þau eru of dimm og of rök. Dimt og loftlítið, rakt hænsahús' veldur tapi og ber enga björg í bú. Þar sem það er þannig hefst aldrei neitt upp úr hænsarækt. Hænsunum verður kalt, þau reita sig, óþrif og alls konar veikindi koma í þau og það að mörg af þeim deyja og hin verpa illa er oft þvi að kenna að illa hefir farið um þau og þau hafa ekki haft nægilegt húsnæði. Kuldinn stendur ekki varpi og þroska fyrir þrifum eins mikið og rakinn gerir. Sú hugmynd að hænsahúsin verði að vera 'heit til þess að hænsin hafi góða heilsu og verpi að vetrinum er svo að segja dauð, því þa* hef- ir verið fullsannað að alifuglar halda góðri heilsu í köldum húsum og verpa einnig þó kalt sé. ,Ef sum hinna venjulegu hænsa- húsa hjá bændum væru hygð upp og löguð, gerð bjartari og loftbetri, en minna um það hugsað aS hafa þau heit, þá yrði vetrarvarpið meira en það nú er. Svo að segja hvert einasta hænsahús úti um sveitir þyrftí um- bóta á þann hátt að bæta í þaö gluggum og blæjum og hlej-pa þannig inn meira ljósi og meira Íofti og gera húsið þannig þurara. Hálmþak er ágætt í hænsahús. Það er ómögulegt í þessari grein að lýsa nákvæmlega hænsahúsí, en bæklingur sem heitir “Hænsarækt bænda i Manitoba” (prentaður á Ensku) fæst ókeypis með því að skrifa alifugladeildinni við Búnað- arskólann í Manitoba , Winnipeg. Önnur yfirsjón sem oft er drýgð er sú að reyna að ditta við gömul og veik hænsi. Margir sjúkdóm- ar i hænum eru næmir. Berklaveiki er einn þeirra. Útferð frá sjúk- um fuglum sýkir hina því í henni eru bakteríur og þær komast í fæðuna og hinar hænumar éta bakteríurnar og sýkjast þannig. Hænur sem verða horaðar og léttar hafa niðurgang, og eru ef til vill haltar á öðrum fæti, hafa hér um bil áreiðanlega tæringu og geta ekki læknast. Það borgar sig venjttlega að slátra veikum hænum og ætti þá að grafa þær tvö fet nið- ur í jörðina. 'Þáð borgar sig aldrd að láta hænsi verða lúsug. Það era þrjár algengar tegundir af lúsum á hænsum í Manitoba, það er höfuð- lús á Iitlum hænsum, skrokklús á öllum fuglum og litlar rauðlýs, sem aðeins eru á hænsum að nóttunni en skriða af þeim á morgnana inn i riftir og smugur í húsinu. Á þessum tima árs er það hin almenna skrokiklús sem helzt þarf að ræða. Duft úr sandi, ösku og kalki held- ur hænsum venjulega lúsalausum. Ef það samt sem áður dugar ekki |>á þarf að láta á hænsin heilmikið af einhverju áreiðanlegu Iúsadufti. Til staðfestu eru hér nöfn vor undirrituð ásamt áritan vorri: A. Blair, 279 Ferry Road, St. James. H.G. Palmer, 324 Park View, St. James. J. H. Stevens, Dugald, Man. D. E. Dicks, Teulon, Man. A. E. Chumm, Argyle Stat. P.O. C, H. Stonehouse, Balmoral, Man Thos. Morrison, 368 Home St., Winnipeg. John Moyse, 838 Wolseley, Man. ósvífnin sem til þess þarf að halda fram því sem “Telegram” hefir sagt um þetta mál er alveg óskiljanleg öllum þeim er nokkra virðingu bera fyrir sannleikan- um. Konur greiða atkvwði á móti herskyldu. Sagt er að herskylda mundi hafa orðið samþykt í Ástralíu ef konur hefðu ekfki greitt atfcvæði, en afar- mikill meirihluti þeirra var á móti. Sömuleiðis er því haldið fratn að írar hafi greitt atkvæði gegn her- skyldu tillögunni. Ert ÞO hneigðnr fyrir hljómfrsði ? Ef svo er þá komdu og findu akkur áður en þú kaupir annarsstaðar. Vtð höfum mesta úrval allra fyrlr vest- an Toronto af Söngvum, Kenslu-áhöldum, Ijúðranótum, Sálmum og Söngvum, Hljóðfæraáhölrlum. o.sfrv. Reynsla vor er til reiðu þér til hagn- aðar. Vér öskum eftir fyrirspurn þinni og þær kosta ekkert. WKAY’S MUSIC STORE 247 Notre Dame Ave. Plione Garry 688 Winnipeg NORTHERN CROWN BANK Höíuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðatóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu....... $ 715.600 Pormaður - -- -- -- - Slr D. li. McMIIjLAN, K.C.M.G. Vara-formaður - Capt. WM. ROBINSON Sir D. O. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN. E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEUI,, JOHN STOVEU Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avísanir seldar til Kvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar við á hverjum sex mánuðum. T. E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og SherbrookelSt., - Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.