Lögberg - 09.11.1916, Side 6

Lögberg - 09.11.1916, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NOVEMBER 1916 „Af mundi nú höfuðið ef Erpur lifði”. Erindi flutt á skemtisamkomu Goodtemplara að Hayland Hall 13. okt. 1916. Eftir Jón Jónsson frá Sleðbrjót. HeiöraSa samkoma! Þaö er gleöisamkoma æskulýðs - ins hér í kveld. A slíkum samkom- um ætti æslkuiýðurinn sjálfur að skemta. Við gömlu mennimir töl- um helzt um gamlar endurminn- ingar, eða gamla lífsreynslu, sem við viljum leggja hinum yngri á hjarta. Við erum orðnir gamal- dags, álitnir af æskulýðnum, að vera “á eftir tímanum”, náum því ekki tökum á hugum æskulýðsir.s þó við gjarna vildum. Svo býst eg við að verði um mig í kveld. Eg ætla að segja ykkur ofurlitla smásögu, eldgamla. Hún er úr Snorra Eddu og hún er líka úr Völsungasögu. Þá sögu hafið þið sem eldri eruð sjálfsagt flest lesið, og sumt af ykkur hinum yngri, því Lestrarfélagið héma á hana. Hún er ein sú átakanlegasta harmsaga sem rituð hefir verið. Eg ætla ekki að rifja upp nema ör- lítinn kafla úr henni um Guðrúnu Gjúkadóttur og böm hennar. Guð- rún var fyrst gift Sigurði Fabnis- bana, með honum átti hún tvö böm Sigmund og Svanhildi. Síðar gift- ist hún Atía konungi Buðlasyni, en hún réði bana beeði honum og bömum þeim er þau eignuðust. Siðast giftist hún konungi er Jonakur hét, og átti með honum 3 sonu er hétu Sörli, Hamdir og Erpur; var Erpur þeirra yngstur og unni móðir hans honum mest. Dóttir hennar Svanhiidur giftist Jörmundreki konungi, sem bæði var ríkur konungur og grimmur. Hjónaband þeirra endaði þannig, að hann lét hermenn sína troða Svanhildi til dauðs, undir hesta- fótum og vann þar sjálfur að með þeim. Guðrún reiddist ákaflega morði dóttur sinnar og eggjaði sonu sína til hefnda. Þeir voru víst hugdeigir að fara, og segir sagan að hún hafi “leitt þá út með heiptyrðum” En vopn fékk hún þeim góð og herklæði, sem engin jám bitu, og lagði þau ráð til, er þeir kæmu til Jörmunreks, skyldi Sörli og Hamdir höggva af Ijonum hendur og fætur, en Erpur hofuðið. Þeir fóm í þungum liug til móður sinnar Sörli og Hamdir, og þegar á leiðina kom veittust þeir að Erpi, af því þeir vissu hún unni honum mest, og spurðu hann hver liðsemd þeim mundi að honum er þeir hittu Jörmunrek. Erpur svaraði: “Eg mun veita ykkur þvílíkt sem hönd fæti”. “Þeir segja það var alls fekki að fótur styddi ihönd”. Siðan réðust þeir að honum og drápu hann, því þeir voru reiðir móður sinni og vissu henni þótti það verst. — “Litlu síðar er Sörli gekk skriðnaði hann öðrum fæti, studdi sig með hendinni” þá mælti hann: “Veitti nú höndin fætinum, betur væri nú að Erpur lifði”. Þeir komu til Jörmunreks um nótt, hjuggu af honum hendur og fætur. er hann svaf. En Jörmunrekur vaknaði og kallaði á liðsmenn sina, þá mælti Hamdir: “Af mundi nú höfuðið ef Erpur lifði”. Lét þá Jörmunrekur hirðmenn sína berja þá grjóti í hel, og var þá dauð öll sú ætt og afkvæmi Gjúka.” Það hefir oft verið sagt um hin- ar fomu goðasögur Norðurlanda, er íslendingar hafa í letur fært, að í þeim væri falin djúp lífsspeki, sem ætti við alla tíma. Mér finst þessi smásaga, er eg hefi sagt ykkur, vera ein af þessum sögum, sem feli í sé*r djúpa hugsun, siem við er nú lifum höfum gott af að athuga. Þessi saga er svo átakanlegt dæmi þess hvemig sundurlyndi, samúð- arleysi, stífni og heiftarverk, geta sundrað kröftunum, sem beita þarf til að koma góðum málum í fram- kvæmd. Þið vitið það öll að það er skoðun min að vér íslendingar höfum marga og mikla þjóðkosti. En við höfum líka ókosti, eins og allar aðrar þjóðir hafa, þó kosta- þjóðir séu. En enginn ókostur hefir liklega loðað við íslenzku þjóðina, Sem hefir haft verri af- leiðingar fyrir hana, alt frá Sturl- ungaöld, og fram til þessa dags, heldur en sundurlyndið, stífnin og heiftarverkin. Þó siðmenning heimsins sé ekki lengra komin en það, að stórþjóðimar sjái ei önn- ur ráð en beita vopnum og blóðsút- hellingum, til að vemda rétt sinn hver gagnvart annari, og reka rétt- ar lítilmagnans, þá er sem betur fer vígaferli og blóðhefndir ein- staklinganna úr lögum og venju numið í þjóðfélögunum. Við ein- staklingamir þurfum því ekki hversdagslega að leggja af stað til að framkvæma blóðhefndir eftir bræður vora og systur. En við þurfum svo oft að sameina oss til að berjast á móti þeim óvinum, Sem hamlað hafa frelsi voru og þroska. Sumir þessir óvinir búa í okkur sjálfum, eins og t. d. fáfræðin og samúðarleysið, aðrir koma utan að, eins og t. d. auðvald og öfugt fyrir- komulag í þjóðfélagsmálum og viðskiftalífi. Við íslendingar höf- um sem aðrar þjóðir reynt að stofna félög til að berjast á móti þessum óvinum alls frelsis og þroska. En það, er víst fátt sem við eigum lengra í land með, en það að læra að sameina krafta vora í góðum félagsskap, svo er það í þessari bygð, og svo er það því miður, viðast hvar sem íslendingar búa þó til séu, sem betur fer heið- arlegar undantekningar. Oss ls- lendingum er svo hætt við þvi, þó við byrjum einhvem félagsskap, með töluverðum áhuga, að sundrast og láta alt lenda annaðhvort í dauðamóki eða deilum. Einstak- lingunum í félögunum er svo hætt við að halda með stífni fram skoð- unum sinum, og stökkva úr félag- inu ef þær ná ekki fram að ganga. Stjórnum félagsins er oft hætt við að taka illa upp einstaklingsskoð- anir sem andstæðar eru skoðun þeirra, og litilsvirða bæði skoðan- ina og þann er hana flytur, og svo smáliðast fjöldinn sundur. Félags- menn týna tölunni, og þegar á að fara að veita banatilræði þeim óvini sem atlagan var gjör, þá er aflið orðið of lítið, félagið orðið of veikt. Ef bezt gengur er hægt að höggva af óvininum hendur og fætur, eins og Sörli og Hamdir gerðu. En það vantar Erp til þess að höggva af höfuðið og óvinurinn, harðstjórinn, getur svo rutt málaliði sínu á fé- lagsskapinn, og látið grýta hann í hel. Og þetta ólag er alt því að kenna, að okkur vantar svo tilfinn- anlega samheldi, og samúð, og bróðuranda. Við drepum að vísu ekki hver annan líkamlega, en hver sá er fyrir stífni sína, eða harð- stjórn annara hrekkur burt úr fé- laginu, hann er dauSur úr þeim félagsskap. Ef við beittum ekki stífninni, reyndum með ró og sann- girni að meta hver annars andstæðu skoðanir um félagsmálin, og taka oss ekki leins nærri, þó vor eigin skoðun komist ekki fram í bráð, þá færi alt betur. Og vér sjáum það oft á eftir, þegar félögin þrýtur afl til að vinna ætlunarverk sitt, að vér höfum oft með óheppilegri stífni og oflítilli samúð, sundrað félagskröftunum. Það vaknar þá í oss sama ásökunin og hjá Sörla og Hamdi. “Af mundi nú höfuðið ef Erpur lifði”. “Nú hefði félagið getað unnið ætlunarverk sitt hefði samúð, og samheldi ráðið gerðum þess, hefðum við allir verið sam- huga um að missa aldrei sjónar á takmarki félagsins, ef við hefðum allir reynt áð stefna að því, í stað þess að rífast um einstök smáatriði, þá hefði betur farið.” Sama brenr.- ur við, þegar fleiri félög eru í ein- hverri bygð, félög sem öll hafa það sameiginlega takmark, að gera bygðarlýðinn þroskaðri og göfugri, bygðinni arðmeiri og eftirsóknar- verðari, þeim hættir oft við að am- ast hVert við öðru, jafnvel sparka hvert í annað. Þetta er alt af því sprottið að okkur vantar glöggan skilning á félagsmálunum, samheldi og samúð, og félagslegan þroska. Þétta var það sem mig langaði að segja ykkur í kveld, ekki sízt æskulýðnum, því á honum hvíla nú framkvæmdir framtíðarmanna okk- ar, og eg vildi leggja ykkur það á hjarta, að ef þið viljið stofna og halda við góðum og nýtum félags- skap, þá er það hreinskilnin, sam- heldið, og bróðurandinn, sem bygg- ir upp og viðheldur afli ykkar fe- lagslega, og ef þið gætið þess að efla þessa kosti i félagsskapnum, þá verðið þið sannari og göfugri menn og konur og bygðin ykkar arðmeiri og eftirsóknarverðari bygð. — Mig langar að bæta dálitlu við áður en eg sest niður. Mér er oft borið það að eg sé ofstoltur með íslenzku þjóðina. Eg viðurkenni nú ekki að svo sé, enginn á ofmik- ið af þjóðmetnaði, éf hann er sannur og lítur til göfugra hugs- ana, og dáðmeiri framkvæmda. En eg ætla að skriftast fyrir ykkur hérna í kveld. Eg ætía að segja ykkur hvenær eg hefi verið stolt- astur fyrir íslenzku þjóðina síðan eg kom hér vestur yfir hafið. Það vay þegar hann Magnús Brynjólfs- Til B. L. Baldvinssonar! á 60 ára afmæli hans, 26. október 1916. Ungur gegn um brim og boða, Baldvin, þessa komstu leið, til að læra, leita, skoða, löndin nema frjó og breið, vígt af morgun vonar roða við þér brosti fagurt skeið. J?ú varst snemma snar að verki snjall með dug og heilnæm ráð, djarfur lyftir lýðs þíns merki lands við hjarta fanstu dáð, víkings-ættar viljinn sterki vann í sókn af kappi háð. Fram í broddi frónskra líða fylgi þú oss veittir traust, mark þitt var að starfa, stríða, stefna djarft og kvíðalaust. Enn þá brennur æsku tíða eldur, þó að komi haust. Lengi fórstu landa milli lýstir þjóð um höfin víð, ýmsra fékstu hrós og hylli, hinna bitur orð og stríð, örva hríðin hörð þó skilli hélstu velli alla tíð. Sex við tugi-ára ýtur enn þú prýðir landnáms reit hetja, lífs á hólmi nýtur hjör þinn glæstur jafnan beit, þökk og virðing því nú hlýtur þú frá vorri bræðra sveit. pó að dómur lífsins laga leggi hold í grafar skaut, skír þín verður skrifuð saga skærar rúnir merkja braut, þar sem leið vor liðna daga lá í gegnum strit og þraut. M. Markússon. son dó. Þiö þekkib hann flest aS orðspori. “Varstu stoltur af þvi að Magnús dó?” spyrjiö þið ef til vill. Nei! Eg harmaði þaS að hann féll fyrir örlög fram. En það var einn af mentamönnum Bandarikj- anna sem ritaði eftirmæli hans í eitt stórblað Bandaríkjanna, og mintist íslendinga með fögrum lofsorðum, og taldi Magnús einn með merkustu mönnum Bandaríkjanna, og álykt- arorð hans voru þessi: “Heimurinn er betri af því Magnús Brynjólfs- son lifði í honum I” Það voru þessi orð sem eg fann til metnaðar af fyrir , íslenzku þjóðina. Og eg vildi óska þess að hvar sem íslenzkt blóð i'eimur í æðum, hvar sem ís- lenzkar hendur starfa, þar mætti kvikna í hverju íslenzku hjarta sú hugsun, að verða svo hreinlyndur, göfugur og dáðmikill maður, að um hann mætti segja: “Heimurinn VarH Þetri Þyí hann lifði í hon- u™"' Gver mundi sá er ekki vildi kjósa sér þau eftirmæli ? Og meg- inþættimir í skapferli Magnúsar Brynjólfssonar voru, að samróma sögn allra er þéktu hann: dreng- skapur, trúlyndi, bróðurkærleikur og samhugur með öllu góðu og göfugu. Óskum þess öll að þessir eigin- leikar vaxi og blómgist hjá ís- lenzku þjóðinni! Og störfum öll að því! Aths.: Erindi þetta var flutt blaðalaust, og er því ekki nema að sumu leyti orðrétt. En efni þess er óbreytt frá því sem það var flutt. Höf. STYRJÖLDIN. Hver vill mála hörmungar, hatursbál sem veldur; banaskálar byrlar þar blý og stál og eldur. Spói í Heimilisblaðinu. Póstur með neðansjávarskipum. Bemstoff greifj/ sendiherra Þjóðverja í Bandaríkjunum, hefir ÞAÐ BORGAR SIG EKKI að kaupa lélegar vörur til heimanotkunar, hversu lítil- fjörlegur sem hluturinn er. Það er með eldspýtur eins og með alt annað að það borgar sig að kaupa það bezta. EDDY’S “SILENT PARLOR” spara þér tíma og óþægindi, því auðveldlega kviknar á þeim, þær eru hættulausar, áreiðanlegar og hljóð- Iausar. Biðjið altaf um “EDDY’S“ > —------------------------- ■■■. / DAVID BOWMAN C0AL Í,SLY co' Við seljum eftirfylgjandi kclategundir SCRANTON harð kol, Y0UGH10GHENY fyrir gufuvélar, P0C0H0NTAS reyklaus, VIRGINIA og LILY járnsmiðju kol Kol frá Canada fyrir gufuhitun: GREEN HILL, reykjarlaus kol tekin úr námum nálægt Crow’s Nest Pass. Til brúkunar í heimahúsum: Lethbridge Imperial Lump Kol Pembina Peerless Kol og) Maple Leaf Souris Kol Aðalskrifstofa: Yards: Confederation Life Bldg. 667 Henry Ave, 461 Main 8t. Tals. Main 3326 Tals. Garry 2486 boðið stjórninni þar að póstur sé fluttur á neðansjávarskipum milli Þýzkalands og Vesturheims; og hefir stjórnin tekið því boði. Verð- ur því póstur í fyrsta skifti sendur þannig á skipinu Deutschland með annari ferð þess. Aðeins skuggi af sjálfum sér. Margir þjást af gigt og taugaþrautum þannig að þeir eru ekki nema svipur hjá sjón, í samanburði við það sem þeir áttu að sér. Samt sem áður er hjálpin við hendina — að nota Trin- ers áburð er að hljóta heils- una aftur. Einnig ágætt meðal við tognun, bólgu, mari og kali. Verð 70 cents. Sent með pósti. Fyr- ir sömu upphæð getur þú fengið Triners hóstameðal, sem er ágætt meðal við hósta og kvefi, hálssæri og andarteppu. Jos. Triner, Mfg Chemist, 1333—1339 S. Ashland Ave., Chicago, 111. 8 ö Ij S K I N 8 ö Ii S K I X 3 hugfanginn á náttúruna. pa<5 er skuggsýnt, alt kyrt og hljótt, og sálarhrifni hins tilfinninga- næma manns fyrir öllu fögru, eru aðaldrættirnir í þessu kvæði. Hver veit, nema þú finnir, ef þú leitar vel í bókaskápnum hans pabba þíns, Steingríms-ljóð- mæli? — og mundu mig þá um það, findu kvæðið Haustkvöld! Eg sagði ykkur í bréfinu í vor að sumarið væri undirbúningstími undir veturinn. — En eg sagði ykkur ekkert frekar um það. — Eg sagði ykkur ekki hvað væri falið í þeim undirbúningi. Á eg að segja ykkur það? — En eg skal verða svo stutt- orður sem mér er unt. Til sveita — úti um landið — er stundaður landbúnaður, sem jafnaðarlega er falinn í kvik- fjárrækt. ]7að kvikfé sem haft er, er venjulega kindur. hross og kýr. Að líkindum hafið þið öll séð þessar skepnur þar vestra; en þær munu vera nokkuð frábrugðn- ar þeim íslenzku, þótt söm séu nöfnin. — Kind- umar eru smáar, og hafa oftast tvö horn út úr höfðinu. Hrossin eru smá, þið gætuð hugsað að þau væru folöld til móts við hrossin vestra. En þau eru fótviss og sterk, mjög þörf, enda er hest- urinn kallaður þarfasti þjónninn. öllum þykir vænt um hestinn sinn; margar fegurstu vísur sem til eru á íslenzku eru um hesta. Kýmar em koll- óttar oftast og fremur smáar. Fé þetta gengur sjálfala á sumrum upp um fjöll og heiðar, kýmar og vinnuhrossin í heimahögum. — En þegar vetr- ar, þegar snjórinn hylur fjöllin, heiðamar og hag- ana og hvergi sést á stingandi strá, hvar er þeim þá athvarf með munn og maga? En þessar sk^pnur eru á valdi mannsins og í eigu hans, hann á því að sjá þeim fyrir björg þegar bjargarlaust er í heimahögum. — Ef hann gerir það ekki deyja skepnur hans úr hor og hungri. — En þegar veturinn er kominn og snjór- inn hylur foldina, getur hann ekki tekið þaðan grasið til að bera þeim. pað verður því að grípa gæs meðan gefst — eins og málshátturinn segir. — það verður að taka fóðrið handa þeim þegar það næst, en það er á sumrin. — J?ið vitið að heyið—grasið—er fæða þess- ara skepna. J?að er tekið af jörðinni á sumrin. — Til þess eru höfð verkfæri er heita orf. Orfið sjálft er úr tré, en neðan í því er Ijár: = Beittur hnífur, sem sker grasið af jörðinni. Eftir að heyið er orðið laust er farið að þurka það. J?að gengur oft illa ef ringingasamt er. Aðferðir og vinna við heyþurkunina er margvísleg, — fer bæði eftir tíðarfari og landslagi —, og eg veit að þið hafið ekkert gaman af að heyra um það, því held eg að eg sleppi því. pegar heyið er orðið þurt er það bundið í bagga og reitt á hestum eða tekið á stórum heygrindum að stórum heyhúsum, sem nefnd eru (hey)hlöður. par er heyið látið inn. — par bíður það vetrarins. — þá er það gefið fénu.----- í þessu er undirbúningstíminn undir veturinn falinn. Ef þið væruð komin hingað til mín núna skildi eg á augabragði koma með ykkur upp á fjallið, upp í berjamóinn, upp í hlíðina, þar sem fjólan angar og Ijómar eins og stjama himins og birki- trén lágu, lykja kring um smáu, fögru fjallablóm- in. — Við mundum setjast í runna, og horfa út yfir “landið fríða þar sem skínandi ár líða um grænar grundir” til hins bláa sævar. — Við mund- um líta yfir “bygðir og búin”, “horfa á slegin heimatún” og yfir slegna ”velli (vötn) og engi” — því það er komið haust og búið að slá grasið af jöröinni. Við mundum líta til “veiðivatna þar. heiða og bala” og, “hnjúkafjallanna bláu”; á bak við þau gægjast tígullegar jökulkrónur — sem eru svo fagrar og tignarlegar í haustskininu að enginn penni fær lýst því með svörtu bleki. — Málarinn kemst næst því rétta. — Hvað finst fegurra í þessari veröld? hvar fæst betri sýning fyrir jafn- lítið verð? — Hér er gestrisnin nóg, eins og kveðið hefir verið um berjabrekkuna. Hún lætur í té hin indælu ber hverjum sem er, fyrir ekki neitt. — Berin eru smá vexti: Krækiber (svört), bláber, hrútaber (rauð), jarðarber, — þau þykja ljúf- fengust; bláberin eru og mjög góð.------ Eg er viss um að við gleymdum hvað tíman- um líði. Fyr en okkur varði væri komið kveld, sem skáldinu góða finst svo mikið til um. — Gull • roðin aftanskýin þeysa yzt í vestri — áttinni til hins víðáttumikla Vesturheims — þar sem þið búið. — Alt er sveipað indælum kveldroða. — pið munduð falla í stafi af undrun fyrir þessari fegurð. “— Hér vil eg una alla mína daga alla sem guð mér sendir . ... ” mundi eitthvert ykkar segja. — Og einhver mundi snúa við í nánd við skipsfjöl á leið burtu aftur ef honum yrði litið við, og segja eins og Gunnar: “Fögur er hlíðin, í /o að mér hefir hún aldrei jafn- fögur sýnst. Mun eg snúa heim aftur og fara hvergi!” -------------- Annars er eg ef t:l vill að gera það sem eg ekki má: — vekja heimþrá í hjörtum ykkar.------------ Eg þakka af hjarta fyrir kvæðið: “Til vinanna heima”, sem birtist í Sólskininu ykkar fyrir nokkru. — Eg verð víst að myndast við að launa ykkur þær fögru vísur, og bið ykkur því fyrir- gefningar á þessum ófullkomnu endurgreiðslu- stefjum. Til Sólskinsbarna. Að bylgjan, sú hin bláa þess biður h^itt mín önd/ flytji kæra, kæra kveðju að vesturströnd og óskir hinum ungu íslendingum þar, til happa og láns á lífsins leiðum alstaðar. Og gleymið aldrei, aldrei, að út við Norðurpól þið eigið heimahúsin og hásett feðra ból. Eg enda nú bréfið að þessu sinni. — pakka ykkur kærlega fyrir þolinmælina — að hlusta á mig. Fyrir jólin mun eg senda ykkur sögu, ef við lifum öll. — Eg ætla að reyna að efna það. — pið verðið að bregða ykkur í huganum stöku sinnum heim — til heimahúsanna. — Eg tel ykkur að eins í útlegð! Með vinsemd. H. Guðjónsson frá Laxnesi. Pálmi Einarsson. Margar sögur segja frá því að tveir piltar sem alast upp hver með öðrum eða í nágrenni hver við annan hafi orðið svo miklir vinir að þeir máttu hvorugur af öðrum sjá. pegar þeir hafa orðið að skilja hefir það oft tekið þá svo sárt að þeir hafa skrifað um það sögur eða ort um það kvæði. Sum þess konar kvæði eru undur fögur. Af því Sólskin er ekki einungis ætlað ungum bömum, heldur einnig stálpuðum unglingum, á vel við að það flytji kvæði sem ort var við eitt þess konar tækifæri; og þó það sé ef til vill of þungskilið fyrir ung böm, þá er það uppbyggilegt og lærdómsríkt fyrir unglinga. Sérstaklega ætti að vera skemtilegt fyrir pilta á æskuskeiði að lesa þetta kvæði. Á því stendur þannig að tveir drengir voru aldir upp í nágrenni hver við annan á íslandi. Annar þeirra hét Pálmi Einarsson en hinn Jón Jónsson. Pálmi var fæddur 1890 en Jón 1885. Báðir piltarnir fluttu hingað vestur og drukn- aði Jón í Manitobavatni 1911; en Pálmi orti eftir hann það fallega kvæði sem hér birtist. Pálmi var hálf-bróðir þeirra Aðalsteins og Friðriks Kristjánssona hér í bæ. Stundaði hann nám á Wesley skólanum um tíma en varð að hætta því sökum fátæktar. Hann er nú einnig látinn, dó fyrir tveim árum. Allmikið er til af kvæðum eftir þennan efni- lega unga mann, þótt hann félli frá svona snemma, og eru mörg þeirra undur falleg. Hér kemur kvæðið: JÓN JóNSSON frá Ásgerðarstöðum í Hörgárdal. Druknaði í Manitoba-vatni veturinn 1911. Blómium vors og vinar yl, sem vermiljósin græða. mig hefir lengi langað til leiðið þitt að klæða. pín hefir geymst í muna mér minning geislum dregin. Feginn vildi eg finna þér fegri blóm í sveiginn. pó hljómbrot þau sem helga’ eg þér hljóti snilli nauma, það ósvikinn eimur er af óði * hjartans strauma. Og þó mér endist illa traust á ómsnild þeirra strauma, örbirgð sú er efalaust auðlegð minna drauma. Er við dauðans dimma skaut daprast vorsins ljómi, þá er æsku og ástum þraut, að una slíkum dómi. J?ó að vildi, vinur minn, verða fátt um sögur, Eygði víðsýnn andi þinn ónumd lönd og fögur. par sem lífs þíns skrauti skaut, skýrast litinn málar. Hvar sem ljós þitt braut sér braut frá brenniglerjum sálar Sem úr töfrum geisla geims

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.