Lögberg - 09.11.1916, Blaðsíða 8

Lögberg - 09.11.1916, Blaðsíða 8
8 LOOBERG. FIMTUDAGINN 9. NOVEMBER 1916 Ur bænum G. Christjanson að 493 Lipton St. á íslandsbréf á skrifstofu Lög- bergs. Hver sem vita kynni um áritan Sam Andersonar frá Hvassafelli í Norðurárdal er beðinn að láta Jakob bróður hans vita um hana. Anderson var í Spokane, Wash. þegar síðast fréttist. Kristján Sigurðsson frá Winni- peg Beach var á ferð hér í bænum fyrra miðvikudag’. Bandalagið “Bjarmi” hefir á- kveðið að halda útsölu fBazaar) í Skjaldborg 8. og 9. desember. Mrs. Soffía Fjeldsted, 56 ára gömul, lézt að heimili sonar síns í Winnipeg 29. nóv. s.l. Hún var jarðsungin af séra B. B. Jónssyni á föstudaginn var frá Fyrstu lút. kirkjunni. — Mrs'. Fjeldsteð lætur eftir sig þrjú böm, Eggert gull- smið, Mrs. Cecil Green og Miss Violet, öll í Winnipeg. Taflfélagið “Friðþjófur" heldur nú fundi sina að 804 Sargent Ave. 'Það hefir leigt þar fundarsal sem altaf er opinn fyrir meðlimi. Að- alfundarkveld eru samt ákveðin þriðjudags- og fimtudagskveld kl. 8 e. h. Næsta föstudagskveld verð- ur bændaglíma háð. Sú hliðin sem vinnur fær vindlakassa. — Allir taflmenn velkomnir! Fljótir nú! Þann 26. október andaðist að Wild Oak, Man., Guðný Vigfús- dóttir, tengdamóðir Bjama Ingi- mundssonar, 86 ára gömul; merk- isikona. Hennar verður nánar minst síðar. Þegar þú þarft GLERAUGU getur þú ekki gert neítt hyggilegra en að ráðfæra þig við einn af augnasérfræðing- um vorum. Spyrjist fyrir í búðum eftir skóm frá RYAN. það eru skómir sem endast vel fara vel og eru þar að auki ódýrir. Mr. Nott, sem hjá oss vinnur, hefir verið vel þektur meðal fslendinga í Winnipeg í meira en 10 ár, og er hann kunnur fyrir samvizkusemi í verkvöndun og réttlátu verði. Járnbrautir, bankar, fjármála stofnanir brúka vel œfða að- stoðarmenn, sem ætíð má fá hjá DOMINION BUSINESS COLLEGE 352^4 Portage Ave.—Eatons megin 3/3 G. P. Thordarson hefir gerst starfsmaður Lögbergs' sem auglýs- inga umboðsmaður. •Hreggviður Sigurðsson hefir dvalið um sex vikna tíma vestur í Vatnabygðum hjá kunningjum sin- um og frændfólki. Kom hann heim aftur úr jæirri ferð á þriðju- dagsmorguninn. Þorbergur Halldórsson frá Wynyard kom hingað til bæjarins 7. þ. m., var hann á ferð norður til Árborgar og fslendingafljóts; á hann þar frændfólk og vini, sem hann er að heimsækja og dvelur þar syðra í nokkra daga. Jóns Bjamasonar skóli og nokkr- ir vinir hans eru i undirbúningi með að selja heimatilbúið brauð í skólanum í næstu viku. Ákveðið er að salan standi föstudags- og laugardagskveld (17. og 18. þ. m.J og byrji hvort kveldið kl. 8. Enn- fremur verða veitingar seldar öll- um sem vilja. öllum ágóða verður varið til að borga fyrir píano handa skólanum. Vonandi er að allir verði fúsir að styrkja þetta góða fyrirtæki. “Skuggsjá” heitir nýtt tímarit sem gefið er út i Wynyard. Rit- stjóri þess er Ásgeir I. Blöndahl en ráðsmaður S. S. Bergman. Fyrsta heftið kom út í gær; er það mánað- arblað 12 blaðsíður á stærð auk kápu, í sarna broti og Breiðablik var og nákvæmlega sama gerð og svipur hið ytra. Vér höfum enn ekki haft tíma til að lesa ritið, en efnið í fyrsta heftinu er sem hér segir: Formálsorð, Ljós og ylur (livorttveggja stuttar ritstjómar- greinar), þrjú kvæði eftir Þorska- bít, kaflar úr ferðasögu Vilhjálms Stefánssonar með mynd af honum ; minningarorð um Helga sál. Stefánsson, Helga erfi fkvæði eftir Stephan G. Stephansson), Kyrð eftir Frank Crane, Helstrið hnefa- réttarins (rit^erð), Góðir gestir óSveinbjöm Sveinbjömsson, Jón Helgason, Guðm. Finnbogason og G. Kamban), og bygðarfréttir. Guðmundur Einarsson frá Ár- borg var hér á ferð fyrir helgina; kom hann til þess að mæta syni sínum er hann átti von á með Goðafossi frá íslandi. Unglings drengur getur fengið vinnu við að keyra út frá Matvöru búð. Hlutaðeigandi snúi sér til , G. Finnbogason, 1114 Portage Ave. Tals. S. 308 Menn eru ámintir um að greiða iðgjöld sín til New York Life eða semja um þau áður en síðasti gjald- dagi er útrunninn, því nú er hættu- legri tími en venjulega hefir átt sér stað í heiminum. Allir sem hugsa sér að katipa lífsábyrgð í New York Life eru ámintir um að gera það sem allra fyrst, því þegar um það er að ræða er fyrsti tími beztur. C. Olctfsson. Columbia Bldg, Winnipeg. Pétur Anderson kom vestan frá Leslie á mánudaginn; hafði hann auglýst uppboð á búslóð sinni þar vestra nýlega, en sökum þess að þann dag var veður ágætt, en ófært til vinnu um langan tíma að undan- fömu, komu fáir á uppboðið og var því þess vegna frestað til 18. þessa mánaðar. Veturinn ber að dyrum verjið honum inngöngu með SWAN SÚGRÆMUM Fae«t í öllum stærstu ,,harðvöru*‘-búðum í baenum og út um lanchð. Biðjið aetíð um SWAN WEATHERSTRIP búin til af Swan Mfg. Co„ Winnlpeg. HALLDÓR METIIUSALEMS. CANflDfl^ FINESr TMEATK* ALLA VIKUNA SEM KEMUR Matinees Miðvd. og Laugard. Skemtilegasti leiknr í heinii — T W I N BEDS — Vemleg orsök til hiáturs í leikhúsi Aðgöngumiðar seljast á föstudag Kvelds $1.50 til 25c. Mats $1 til 25c. MANDAGSKVELD 13. NOV. kl. 8.30 kemtir mesta canadiska söngkonan MADAME EDVINA Pantanir með pósti afgreiddar strax. Sala 1 leikhúsi föstudag 10. Nov. Orpheum. Vér viljum bend4 lesendum blaðsins á auglýsingu á þessari blaðsíðu frá Boyd hraðritunar skólanum. Nefndin sem stóð fyrir útsölu kvenfélags Fyrsta lút. safnaðar vottar þeim öllum bezta þakklæti sem á einhvem hátt veittu jieim að- stoð. Útsalan gekk frábærlega vel og var það að mestu leyti þeim að þakka sem lögðu fram bæði muni, fé og starf, og voru þeir fleiri en hér sé hægt að nafngreina. Húsfrú St. Anderson frá Leslie og Valdimar sonur hennar komu hingað til bœjarins á mánudaginn. Em þau á ferð til Nýja íslands að finna frændfólk sitt og vini. Ólafur Eggertson var á ferð hér í bænum fyrir helgina vestan frá Saskatchewan; hann kom til þess að vera við jarðarför tengdamóður sinnar Soffiu Fjeldsted. G. Björnsson og Andria Thor- finnson að Baldur voru gefin sam- an í hjónaband 26. október að heim- ili Jónasar Björnssonar. Séra Friðrik Hallgrímsson gifti. Um fimtiu manns voru viðstaddir og sátu veglega veizlu á eftir hjóna- vígslunni. Gjafir til “Betel.” Kvenfélag Lincoln safnaðar Ivanhoe, Minn............$25.00 Ladies Aid Siciety fFreyja) Geysir, Man...............10.00 Með innilegu þakklæti. /. Jóhannesson, féhirðir 675 McDermot Ave., Winnipeg. Eddie Leonard, Anthony How- ard og Fred Mayo verða þar aðal- persónurnar í leiknum “Minstrels Returne” næsta mánudag. Homer Mason og Margrét Keel- er verða aðalpersónurnar í leiknum “Married”. Mabel Russell og Marty Ward leika í leiknum “Call it what you like”. Nell O’Connell, sem alment er kölluð “The Rose- land of Song” verður þar einnig. “Simplicity” heitir leikur sem þar verður sýndur og mikið er í varið. Auk þessa verða þar fyrirtaks söngvar, hljóðfærasláttur, íþróttir og fleira. 1 Vinnumaður getur fengið vist á góðu heimili í 3—4 mánuði. Verk hans verður að hirða 10 gripi, fá- einar Ikindur; hey alt heima og eldiviður einnig. Kaup $15 á mán. Jón Nordal frá Geysisbygð kom til bæjarins á föstudaginn og var hér þangað til í gær. Hann sagði vegi þar nyrðra svo illa yfirferðar að dæmalaust væri. Dorkas félagið heldur útsölu í Fyrstu lút. kirkjunni laugardaginn 2. desember. Þar verða margir munir og verðmætir. Minnist þess að ákveða ekki að vera neinstaðar annarsstaðar 2. desember. Nánar síðar. • Grettir A.A.C. hefir ákveðið að hafa samkomu að Lundar á fimtu- dagskveldið 7. des. næstkomandi, sem byrjar kl. 8.30 stundvíslega — Þar fer fram kosning embœttis- manna næsta ár, einnig verður þar útbitt prísum og medalium til þeirra er það unnu á Islendinga- daginn síðastl. — Það má búast við góðri skemtun, því samkomur }>ær er Grettir heldur eru orðnar við- urkendar fyrir að hafa ætíð gott og mikið prógram. Inngangur og veitingar frítt. Komið með rjómann yðar Sendið rjómann yðar til vor, ef þér viljið fá hann vel borgaðan. Sendið oss dálítið til reynslu og sannfærist. The Manitoba Creamery Co. Ltd. 509 William Ave. Winnipeg, , Man. MULLIGAN’S Matvörubúð—selt fyrir pcninga aðcins Meö þakklæti til minna Islenzku viSskiftavina biS eg þá að muna að eg hefi góSar vörur á sanngjörnu verSi og ætlS nýbökuS brauS og góSgæti frá The Peerless Bakeries. MULLIGAN. Cor. Notre Dame an<l Arlingson WINNIPEG Heimilis þvottur 8c. pundið Allur sléttur þvottur er járndreg- inn. Annað er þurkaðog búið und- ir járndregningu. Þér finnið það út að þetta er mjög Keppileg aðferð til þess að þvo þaC sem þarf frá heim- ilinu. Tals Garry 400 Rumford Laundry Verkstofn Tals.: Garry 2154 Helm. Tals. Garry 2940 G. L. Stephenson Plumber AILskonar rafmagnsúliöld, svo sera straujárna víra, allar tegundir af glösum og aflvaka (batteris). VINNUSTDFA: 676 HQME STREET, WINNIPEG B O Y D HRAÐRITUN Á 30 DÖGUM Eftir fimtán ára fullkomna reynalu höfum vér hundruð útskrifaðra nem- enda sem nú eru í ýmiskonar arð- herandi stöðum og sem geta borið um hvað þessi tegund hraðritunar er Einföid, Auðlærð og Nákvœm Vor hezta auglýsing eru nemend- urvorir. Flestir nýir nemendur koma til vor gegnum gamla nem- endur. Suite 2 Weldon Block, Tals. M. 2678 PORTACE og DONflLO, WlflNIPEC Ðæklingur sendur ef óskað er efti Dálítil fyrirhyggja hækkar verð á vörum yðar! Til þess að losna VIÐ GEYMSLUGJALD A KORNI YÐAR, ER RÁÐIÐ AÐ SENDA ÞAÐ I VÖGNUM TIL PETER JANSEN Company Ltd. Grain Exchange Winnipeg þar fáið þér rtflega niSur- borgun, beztu flokkun, bezta verS og greiS skil. — SkrifiS eftir upplýsingum. Ef eitthvað gengur aö úrinu þínu þá er þér langbezt að arada það til hans G. Thomas. Hauo er í Bardals byggingunni og þú mátt trúa því að úrin kasta eflibelgn- um í höndunum á honum. VJER KAUPUM SEIiJUM OG SKIFTUM GÖMUL FRIMERKI frá öllum lönrtuni, ncma ekki þessi vanaiegii 1 og 2 centa frá Canarta og Bandaríkjunum. Skrifið á ensku. O. K. PRESS, Printers, Rm. 1, 340 Main St. Winnipeg Eg hefi nú nægar byrgðir af “granite” legsteinunum “góðu stöðugt við hendina handa öllum, sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, að finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins vel og aðrir, ef ekki betur. Yðar einlægur. A. S. Bardal. Tilkynning. Eg hefi tekið að mér matsölu og ávaxtabúð hr. B. Metúsalemsonar á Sargent Ave. Þetta er alkunnur staður fyrir gott kaffi og beztu * máltíðir fyrir rimilega borgun. Komið við hjá mér og reynið hvað gott er að heimsækja mig. Altaf hægt að fá hressingu þangað til kl. 12 á hverju kveldi alla daga vik- unnar. Peerless Cakes og allskon- ar ávextir seldir af beztu tegund. Arni Pálsson 678 Sargent Ave. Skraddara-saumuð Föt Vér getum búið til handa yð- ur föt, sem fara vel og eru í alla staði vönduð, en gleymið ekki að vér biðjum aðeins um lítið meira en helming við það, sem þér þurfið að borga annars stað- ar — vorir prísar eru: VFIRHAFNIR $20. til $25. og alfatnaðir fyrir sama verð. Vandað efni, sem þér megið sjálfur velja hjá oss. Lögberg hefir til sölu nemenda skírteini, sem er $50 virði og veitir aðgang að “Success” verzlunarskól- anum hér i bænum í fjóra mánuði að d'eginum til. Þeir sem kaupa vildu geri svo vel að finna ráðs- mann blaðsins eða skrifa hönum. 18 mánaða fangelsi. Herbert C. Pierce, fyrverandi þingmaður fyrir Wad'ena kjördæm:. í Saskatchewan var dæmdur í 18 mánaða fangelsi og $500 sekt, <_. sex mánaða fangelsi að auk, ef sektin væri ekki borguð. Þessi dómur var fyrir það að Pierce var fundinn sannur að sök um það að þiggja mútur til þess að vera 1 móti vínbannslögunum 1913. Hann var sá þriðji sem sekur hefir verið fundinn og dæmdur í fangelsi af löggjöfum fylkisins fyr- ir það að þiggja mútur frá brenni- vínsmönnum. Stjórnin hlífir þar ekki mönnum fremur fyrir það þótt þeir séu af hennar flokki, og er j>að dæmi sem allar stjórnir ættu að taka sér til eftirbreytni. WINNIPEG M0T0R EXCHANGE City Garage, Portage Ave„ East. Limitcd 432 Main Street, Winnipeg Þessi verðlisti sparar yður peninga pú sparar þér talsverða jKninga í pöntun þinni til heimilis og bús- aðdrátta ef þú kaupir samkvæmt þessum verðlista. Vörur þær, sem um er get- ið, eru af ágætis tegund að öllu leyti og vér ábyrgjumst að menn verði ánægBir. Sért þú óánægður af einhverjum ástæðum má skifta vörunum aftur og við borgum kostnað við það. pú getur þá engu tapað en græðir mikið. Rugíið ekki þessu félagi saman við gamla Christie- Grant Co„ Ltd. þetta er ann- að félag og er eign Stobart’s Limited, félags, sem vel hef- ir verið þekt I Vestur Canada um mörg ár sem eitt hið bezta, eltza og stærsta heild- sölufélag i Canada. Viljir þú fá þessa verðskrá þá ritaðu nafn þitt og áritun hér undir; kliptu úr alla auglýsinguna og send oss hana. NAFN .................... PÓSTHCS .................... FYLKI.... Lögberg, 9, Nðvember 1916_ CHRISTIE GRANT LIMITED WINNIPEG, CANADA. Tekur gömlu Forrt bifreiðina þína sem fyrstu borgun fyrir nýja bif- reið; 1910, 1911 og 1912 lagið er bezt þegið; afgangur borgist i $35 mán- aðarborgunum. Vér höfum bezta vélaverkstæðið £ Canada. Vér höfum beztu sérfræð- inga t Ford viðgerðum og er formað- ur þeirra Jas. Baribeau, er áður var 1 "Ford Motor Company of Canada.’’ Vér önnumst um allskonar viðgerðir á Ford vélum og setjum sanngjarnt verð fyrir, og höfum til reiðu aila parta sem þarf og bilað geta I Ford vélum. Vér höfum einnig sérstaka tegnnd af hjðlakeðjum, sem kosta $2.75, og sömuleiðis Ford hjölhringa. Einnig höfum vér beztu og fjölbreytt- ustu aflvakastöð i bænum. Ef þú kaupir vél af oss, skiftum vér við þig sem reglulegir Ford menn, þvt vér höfum beztu kringumstæður allra t Canada. Sömuleiðts ef þú þarft nokkrar vlð- gerðir á rafmagnsáhöldum, þá komdu inn og talaðu við rafræðing- ana okkar; þeir afgreiða hváð sem Þú þarft með. Vér hiifum allar hjéliiringategnndir og bifreiðaparta af öllu tagi og vagn er ávalt á reiðum höndum ef þú þarft á að halda. Vér höfum nýjar og gamlar bifreiðar til sölu. Komdu Inn og talaðu vlð okkur og skoSaðu bezt útbúna og bezt setta bifreiðar verkstæðið t Winnipeg. Winnipeg Motor Exchange, Clty Garage, Portage Ave., East. Stmar Main 2281 og 2283. Robinson Winnipeg Motor Exchange City Garage Portage East„ hefir allar tegundir af Ford vélum til sölu nýjar og gamlar. Áreiðanlegir menn fá Itðun á borgun. Sérstök áherzla lógð á Ford og að eins Ford sérfræð- ingar hafðir. þeim sem vélar kaupa er kent ókeypis að stjórna þeim og öll möguleg aðstoð veitt. Sfmar: M. 2281 og 2283. Til mmnis. mið- huudur í "Skuld” á hverju vikudagskveldi kl. 8. Fundur í "Hcklu” á hverju íóstu dagskveldi kl. 8. Pundur í barnastúkunni "Æskan’ á hverjum laugardegi kl. 3,30 e.h Hierbergi til leigu á góðum stað í hlýju húsi. Talsími í húsinm — Ritstjóri visar á. Dr. Brandson er nýkominn heim sunnan úr ríkjum, þar sem hann var á stóru skurðlækna þingi. ROYAL QROWN gOAP Með Jdví að nota þessa sápu sem búin er til í Winnipeg faerðu beztu sápu og kaupbæti að auk. Sápan er búin til eftir sérstakri forskrift fyrir óþjála vatnið í þessu landi. CJ Hlutirnir er í kaupbæti eru gefnir eru allir þeir beztu sem hægt er að fá. <1 Notið sápuna, haldið saman kaupbætismiðunum. Sendið eftir ókeypis kaupbætisskrá eða ef þér getið komið þvi *ið þá « enn þá betra að þér komið sjálfur ettir þeim á kaupbsetisskrifstofuaa og sjáill með yðar eigin augum bina verðmætu muni. THE R0YAL CR0WN S0APS Limited PREIMIUM DEPARTMENT - WINNIPEG, MAN. UNDRAVERÐ Fyrirmyndar HRAÐRITUN —í- WINNIPEG BUSINESS COLLEGE THE HOUSTON-KATON SCHOOL Þetta er gamli skólinn með nýja laginu, sem helzta fólk þessa lands hefir sótt í síðastliðin 34 ár. Núverandi skólastjóri Geo. S. Houston hefir margra ára reyrzlu við verzlunarskóla og er einn þeirra «em gæfusamlega hafa komist áfram í Vesturlandinu. Hann tekur þátt í mörg- um stórkostlegum fyrirtækjum, og er því fær um að út- vega nemendum sínum góðar stöður að afloknu námi. Mr, Houston er eigandi og stjórnandi hins undraverða Paragon hraðritunarkerfis sem hefírverið notað í Regina skólanum „The Federal” og nú lætur hann Winnipeg- Business College njóta þess kerfis sem hægt er að laera á fáum dögum. Haust-tímabilið er nú byrjað. George S. Houston, Skólastjóri VÉR KENNUM GREGG Hraðritun SUCCESS VÉR KENNUM PITMAN Hraðritun BUSINESS C0LLEGE Limited H0RNI P0RTAGE 0G EDM0NT0N ST. WINNIPEG, - MANIT0BA CTIBUS-SK0LAR frá hafi til hafs TÆKIFÆRI pað er mikil eftirsókn eftir nemendum, sem út- skrifast af skóla vorum. — Hundruð bókhaldara, hraðritara, skrifara og búðarmanna er þörf fyr- ir. Búið yður undir þau störf. Verið tilbúin að nota tækifærin, er þau berja á dyr hjá yður. Látið nám koma yður á hillu hagnaðar. Ef þér gerið það, munu ekki að eins þér, heldur foreldr- ar og vinir njóta góðs af. — The Success College getur leitt yður á þann veg. Skrifist í skólann nú þegar. YFIRBURÐIR Beztu meðmæli eru með- mæli fjöldans. Hinn ár- legi nemendafjöldi í Suc- cess skóla fer langt fram yfir alla aðra verzl- unarskóla í Winnipeg til samans. Kensla vor er bygð á háum hugmynd- um og nýjustu aðferð- um. ódýrir prívatskólar eru dýrastir að lokum. Hjá oss eru námsgreinar kendar af hæfustu kenn- urum og skólastofur og áhöld eru hin beztu. — Lærið á Success skólan- um. Sá skóli hefir lifað nafn sitt. Success verð- ur fremst í flokki. SUCCESS-NEMANDI HELDUR IIAMARKI I VJELRITUN INNRITIST HVENÆR SEM ER Skrifið eftir bæklingi SUCCESS BUSINESS COLLEGE F. G. Garbutt, Pres. Limited D. F. Ferguson, Prin. SéFETV • • Gryfgiílnífar skerptir RAZO Ef þér er ant um aö fá góBa brýnslu, þá höfum viö sérstaklega gott tækifæri að brýna fyrir þig rakhnífa og skæri. “Gilett’s” ör- yggisblöö eru endurbrýnd og "Dup- lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein- föld blöö 25c. tylftina. Ef rakhníf- ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur sýna þér hversu auövelt þaö er aö raka þegar vér höfum endurbrýat blööin. — Einföld blöö einnig lög- uö og bætt. — Einnig brýnum viö skæri fyrir lOc.—75c. Ths Razor & Shear Sharpening Co. 4.Iofti,6I4 Builders Exchange Grinding Dpt. 333J Portage Are., Winnipeg Málverk. Handmálaðilr I i t my nd i r [“Pa8tel” og olíumálverk] af mönnum og landslagi býr til og gelur með sanngjórnu verði. Þorsteiin Þ. Þorsteinsson, 732 McGee St. Tals. G. 4997 Guöslþjónustur veröa í presta- kalli séra Kristins Ólafssonar sunnudaginn 12. nóv. sem fylgir: í Vidalínssöfnuöi kl. 11 f. h.; í Víkursöfnuöi kl. 3 e. h.; og í Lút- erssöfnuði kl. 8 aö kveldinu. ÞAÐ ER BARA AÐ EYÐA 0RÐUM að reyna að skyra gæði hósta- meðals vors. Vér gætum sagt um það nógu mikið til þess að fylla dálk og samt mundum vér ekki sannfæra yðureinsvel eins og þér sannfærist með því að reyna af því einn skamt ef þér hafið hósta. Biðjið um Whaley’s Licorice-Tolu Cough Syrrp WHALEYS LYFJABOÐ Phone Shefbr. 258 og 1130 Horni Sargent Ave. og Agnes St. Norsk-Ameriska Linan Nýtízku gufuskip sigla frá New York sem segir: "Bp.rgensíjord” 28. okt. •'KRISTIANIAFJORD” 18. Nóv. “BERGENSFJORD” 9. Desember. Norðvesturlands farþegar geta (erðast með Burlington og Baltimore og Ohio járnbrautum. Ftírbrjcf fra. !•- landi eru seld til hvaða staða sem er i Ðandaríkjunum og Canada. — Snúið yður til HOBE & CO.. G.N.W.A. 123 S. 3rd Street, Minneapoli*, eða H. S. BARDAL, 892 SKerbrooke Street, Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.