Lögberg - 14.12.1916, Blaðsíða 3
LÖGBEHO, FIMTTJDAGTNN 14. DESEMBER 1916
11
□ i=) □
TVÖ KVŒÐI
EFTIR WILLIAM CARLTON.
I.
Við Björg erum ósátt.
pú dregur upp samninginn, dómari góður,
h?.f dagleg orðin og skiljanleg,
því alt er í roki og ranghverft heima,
við rífumst altaf, hún Björg og eg.
pótt við höfum fylgst í starfi og stríði
og staðið þar hvort við annars hlið,
við sjáum það hvort í sínu lagi
að saman höfum við engan frið.
pú spyr um orsakir — það er nú svona,
já, það er nú mál sem eg tæpast skil,
því við höfum skrimt og skröltað saman
svo skrambans vel altaf hingað til.
Og aldrei leizt mér á aðra konu,
um engan hugsar hún nema mig;
en fari það kollótt ef fylgst við getum,
v'ð finnum það bæði hvort um sig.
Svo bar eg það undir Björgu mína,
og Björg undir mig á sama hátt,
og við erum sátt og viss um þetta:
að við getum aldrei orðið sátt.
Fn samt er það ekki svo að skilja
að sek séum við á nokkum hátt,
en rifrildið hefir safnast svona,
safnast og vaxið smátt og smátt.
\.ð áttum talsvert af illu geði
og ónotum til að byrja með.
Að alt færi svona út um þúfur,
þ ð aldrei gátum við fyrir séð.
Eg áyá mér skap og skilning sjálfur
og skoðun á ýmsu fyrir mig,
og Björg mín var eins og aðrar konur,
n>eð eigin geðsmuni fyrir sig.
Um himnaríki var rimman fyrsta,
v5ð rifumst þá bæði um kirkiu og trú;
að morgunverði var kítt og karpað,
v;:ð kvöldverð harðnaði deilan sú.
pví meira sem við um málið ræddum
því meira varð kapp á hvora hlið,
því síður kom okkur saman um það,
gí seinast þegjandi skildum við.
í annað skifti, ef rétt eg reikna,
var rifrildið þegar kýrin dó,
um það að hún drapst var enginn efi,
um orsökina við deildum þó.
Eg bjó mér hugmynd um beljudauðann,
en Björg mín skildi það aðra leið;
það breyttist úr stríði, í skop, í skammir,
svo skildum við bæði öskureið.
Og svo var það enn í annað skifti,
að óvart hún hafði brotið skál;
eg kendi það heimsku og klaufadómi,
þá kallaði hún mig grútarsál.
Og rimman harðnaði dag frá degi,
fór daglega heldur versnandi,
við hvort öðru stríddum heila daga,
já, heilar vikur og mánuði.
Eg man að við deildum aftur og aftur
og aftur um þessa brotnu skál,
og hvenær sem kýrskrattinn kom til orða
þá kviknaði neisti, og síðan bál.
Og háreistin okkar um himnaríki
kom himninum ekki þumlung nær,
e.o sýndi okkur inn í aðrar vistir
— og andsvíti heitar voru þær.
Og nágrannar komu kjammagleiðir
og keptust að leggja orð í belg;
þcir sköpuðu elda úr öllum neistum
— það oft er nágrönnum skylda helg.
Og svo hafa liðið langir dagar,
ja, liðið jafn vel að mánuði,
að við vorum bæði þrjózk og þversum,
og þess vegna hvorugt talaði.
pví aldrei vildi hún Björg mín byrja,
eg byrjað gat ei, þó vildi eg;
við héldum nýskeð út heila viku.
ó, hvað sú vika var ömurleg!
Og eg hefi verið að hugsa og hugsa
í haust og vetur til þess dags,
a? getum við ekki gutlaö saman
með góðu, sé bezt að skilja strax.
Svo bar eg það undir Björgu mína,
o/ Björg undir mig á sama hátt
og við erum sátt og viss um þetta:
að við getum aldrei orðið sátt.
Hálft hjá Björgu þú búið skrifar,
já, Björg fær sinn part og eg fæ mitt;
þú skellir því niður á skjalið “lögsi”
hún skrifar undir það nafnið sitt.
Skrifaðu fyrst hjá henni húsið,
því hvergi er að vorkenna karlmanni,
en fiskur sem kvikur kvelst á landi
e - kona sem brestur heimili.
Og það hefi eg altaf sagt og svarið,
jj', sem eg er héma lifandi,
að hrökkvi eg uppaf undan Biörgu,
hún aldrei skal lenda á hrakningi.
Svo höfum við nurlað nokkra dali,
það nemur fáeinum hundruðum,
við geymdum þá ef í þrautir ræki,
er það er samt ekki á bankanum.
V:ð geymt höfum það í góðs manns höndum
— þú getur hér skoðað reikninginn —
bezt er að skrifa á blaðið, lagsi
af Björg fái af því helminginn.
pú glottir! Finst þér eg gefa mikið?
e;r gera vil skiftin sanngjamleg,
hún Björg hefir með mér unnið altaf,
og einstöku sinnum meira en eg.
Og falleg var Biörg er fékk eg hana,
;,á, fegurst stúlka í kaupstaðnum;
svo ung og saklaus; og altaf geðfeld
í öllu — nema í munninum.
Og þegar eg var á þínum aldri
or þó ekki kannske eins gáfaður,
þá mín vegna fóru brotnir biðlar
frá Björgu — og einn var lögmaður.
Og þeir voru allir, eins og gengur,
svo eyrðarlausir og syrgjandi,
er. þá var eg einn af öllum talinn
auðnumestur í borginni.
Svo hafði eg eitt sinn hitaveiki
svo hræðilega — eg man það enn —
eg brann og logaði eins og eldur,
var alveg vitlaus — mig hræddust menn.
pii man eg að aldrei frá mér fór hún
— mér fanst eg ei skilja slíkan þrótt —
hún hjúkraöi mér og hlynti og vakti
hjá hvílunni minni dag og nótt.
Ef nokkurt hús eða nokkurt eldhús
var nett og þokkalegt tilsýndar,
veit hamingjan það var húsið okkar
— já, hreint var þar sem hún Björg mín var.
Og yndæl var Björg í alla staði
o; ágæt sambúðin með henni,
nema þegar við áttum eitthvað
í erjum — og stundum rifrildi.
Já, skrifaðu samninginn, svo er það búið
og svo fer eg með hann heim í kveld,
eg læt hana Björgu lesa hann yfir,
hún lætur hann standa — að eg held.
Svo finn eg kaupmann í fyrra málið,
og fyrir mig ruslið selur hann;
eg kyssi hana Björgu og bamið okkar
og burtu flýti mér sem eg kann.
En eitt bið eg þig í skilnaðs skialið
að skrifa — já, svona er gleymska mín —
ao þegar að eg er loksins liðinn
hún líkið flytji þá heim til sín.
Og grafi mig undir gömlu trjánum
sem gróðursetti eg fyr á tíð,
þ'gar við gátum brosað bæði
oj byrjað var ekkert þras né stríð.
Svo bið eg þess þegar Björg er dáin
hún byrgð sé í jörðu mér við hlið,
því þá er það víst við þegjum bæði,
og þá hef eg beztu von um frið.
Og ef við hittumst svo hinu megin
í himninum — líklegt þykir mér
að við getum elskast enn þá heitar
af því við höfðum rifist hér.
II.
Við Björg erum sátt.
Já, góðan daginn, dómari góður,
þú dróst upp samninginn fyrir mig;
eg þakka þér — héma er handar skamið
— En hvað er eg nú í skuld við þig?
Vertu ekki feiminn við fimm eða tíu;
eg fús er að borga reikning þann;
Já, hvað sem þú setur að samningslaunum,
er sanngjamt, hann gerði mig nýjan mann.
Eg hugsaði á leiðinni heim um kvHdið
um hagi mína — og þungt mér var;
það kvaldi mig einhver heljar hrollur.
a?, horfa í augu framtíðar.
Ef hestunum væri ei það að þakka
— á þá get eg mig í öllu reitt —
þá hefði eg oft á hausinn stungist,
hvergi rataði — sá ei neitt.
Mig sligaði einhver ofur byrði,
sem aldrei píndi mig fyr en þá;
fram undan alt í augum mínum
var ókunnugt — hvergi veg eg sá.
pví eg var að horfa í huga mínum
~ hættuna þ~r sem gæfan þraut,
og reyna að finna það hvar við hefðum
i hugsunarleysi vilst af braut.
Nú fann eg það glögt í fyrsta sinni
hvað ferðin okkar var slysaleg,
oj. hefðum við getað hætt að rífast,
þá hefði það farið annan veg.
Fn álpasf höfðum við út af vegi
ef eitthvað smáræði milli bar;
í stað þess eg altaf átti að þegja
eg espaði mig til bölvunar.
pví lengur sem eg með heilum huga
horfði á okkar fama veg,
því betur sá eg að annað okkar
var oftast sekara — það var eg.
Og nú varð það glögt í minni mínu
svo margt sem var löngu gleymt og týnt,
eg sá það nú bezt hvað Björg mín hafði
borið margt vel og kærleik sýnt.
Nú lifði eg þetta alt upp aftur,
eins og ber við um dimma nótt
þegar maður er aleinn úti,
alt er þögult og kyrt og hljótt.
Eg hrökk upp og við mig sjálfan sagði:
“pað seint er að byrja nýjan veg,
þegar eg hefi mér ætlað eitthvað,
því áformi sjaldan breyti eg.”
Og nú var það engin skömm — nei, skylda,
að skilja, ef eitthvað miður fór.”
Eg bölvaði í hljóði og beit á jaxlinn,
aö berjast sem hetja, það eg sór.
En nú var eg kominn nálægt bænum
um nóttina — vissi ei tímann þó;
í eldhúsglugganum glampa leit eg
oí geislunum út á hlaðið sló.
Og svangur oft slíkri sjón er feginn
ev sárþráir bæði hvild og mat;
en manns, sem alfarinn er að kveðja
ekkert þess konar freistað gat.
Og begar að inn í kofann kom eg
var kveldverður geymdur vegna mín,
og lystugri matur aldrei áður
r»é eftir á neinu borði skín.
Eg bréfinu reyndi að bögla niður
í buxnavasann sem allra fyrst;
við borðið settist með hálfum huga,
en hafði þó ekki góða lyst.
Og Björg lét eins og hún altaf horfði
upp og niður og fram í hús,
en var með augun á vasa mínum
og vaktaði’ hann eins og köttur mús.
Og fingrunum eins og utan við sig
hún öðru hvoru í borðið sló;
svo tók hún sér blað og blíndi á það,
en blaðinu sneri öfugt þó.
Svo rétti eg henni skilnaðs skjalið,
og skjálfa sýndust mér hendumar;
eg sagði’ ekki neitt, því sjálf hún vissi —
og svo gat hún lesið hvað það var.
Eg raulaði lag í hálfum hljóðum;
en hafði’ ekki vald á röddinni,
því eitthvert homgrýti í hálsinn á mér
sig hreiðraði líkt og kvikindi.
Svo gáði Björg mín að gleraugunum, —
hún geymdi þau uppi á hyllunni —
og samninginn lengi las í hljóði,
en ljósið var dimt í stofunni.
Og gleraugun hennar gömul em,
hún gömul er líka og sjónin sljó,
svo skrifa lögmenn svo skrambans illa
— þeir skrifa verst þegar kalt er þó.
Og þegar hún sá hvað samist hafði,
hún sagði og kleip mig í handlegginn:
“Eg held þú ætlir mér heldur mikið
í hlutfalli við þig, góði minn.”
En þegar skjalið var alt á enda,
a. augunum hennar streymdu tár;
hún kysti mig fast og faðmaði allan,
í fyrsta skifti í tuttugu ár.
Eg veit ekki hvað þú hugsar, lögsi,
eg hingað kom ei að sækja ráð,
en skjalinu stakk eg inn í eldinn,
þar á eg það geymt í lengd og bráð.
Svo bar eg það undir Björgu mína,
og Björg undir mig á sama hátt,
og við erum sátt og viss um þetta:
að við getum áftur orðið sátt.
Við síðan gerðum þann sámning heima:
öli sundrung grafist með beljunni,
á hana að minnast aldréi aftur
og alveg að gleyma skálinni.
Eg lofaði, hvað sem Björg mín bryti,
að bera það alt með þolgæði,
og hvað sem framvegis fyrir kæmi
að fjalla um það með sanngimi.
Og það sagði hún um himnaríki
að hún skyldi leita að skilningi,
og gera sitt bezta að eignast af því
útibú hér á jarðríki.
Við töluðum lengi og sátqm saman,
sátum fram yfir miðja nátt,
hvort um sig opið annars hjarta
átti þar smurt í friði og sátt.
Eg man það glögt hvað í gamla daga
það gladdi mig þegar Björg var nær
og aðeins kurteis við aðra pilta,
en einungis eg var henni kær.
J£n þó var það sælla þúsund sinnum
í þetta skifti — veit himininn —
að eignast frá Björgu hönd og hjarta,
er hét hún mér trygð í annað sinn.
En næsta morgun var kjafta kerling
komin í gömlum erindum;
hún byrjaði og reyndi af bezta megni
að blása að fomu glæðunum:
Hún ætlaði víst að ýfa sárin
með eiturtungunni líkt og fyr;
en Björg mín gerði sér hægt um hendur
og helvítis varginn rak á dyr.
Eg neita því ekki að nokkrum sinnum
við nöldrað höfum frá þeirri stund,
en við höfum lært að vera ssfman
sem vinir, og svegja beggja lund.
Um síðir við höfum lært að lifa,
og lífið er okkur nýtt og sælt ;
hefði’ okkur þetta hugsast fyrri,
þá hefðum við aldrei stríðsorð mælt.
Ef annað byrjar með beizkju orðum,
bros er jafnan frá hinu svar,
heldur meira en á miðjum vegi
mætir þá hitt sem fyrri var.
Eg býst við þér finnist bamaskapur
að birta þér þetta, vinur minn,
en mér finst svölun að opna öðrum
einstöku sinnum huga sinn.-
Eg sagði þér þetta í sænidarskyni,
þig sannleikans tel. eg yerðúgan,
þú skrifaðir fyrir mig skjalið, lögsi,
það skapaði úr mér nýjan mann.
Eg þakka þér, hémá er handar skamið,
en hvað er það, serh þú átt hjá mér?
Vertu’ ekki feiminn við “firrim” eða “tíu”
eg fús er að borga hvað sém er.
Auðugri en eg í allri veröld
er engin stofnun með seðla full,
því konan mín er og húsið héima
í hærra verði en skírá gull.
Sig. Júl. Jóhannesson.
8 41RKIN
Ef eg ætti eina ósk mundi eg óska þess að eg
myndi altaf eftir því fallega sem jólabamið sagði
og reyndi að skilja það og breyta eftir því.”
JESÚS SEM BARNAVINUR.
(Petta kvætSl tílheyrir myndinnl S. fyrstu sí8u.)
Á jólunum Jesús fæddist,
í jötu var rúmið hans;
en englamir sungu og syngja
í sálu hvers dauölegs manns.
pví hann var í heiminn sendur
á heilagri jóla nótt,
að minka hjá okkur öllum
það alt sem er dimt; og ljótt.
Hann þekti hvað var að vera
svo veikt og svo lítið bam;
hann blessaði bömin litlu;
svo blíður og líknargjam.
Hann brosti þeim eins og bróðir,
og bros hans var dýrðleg sól.
hann fól þau í faðmi sínum
og flutti þeim himnesk jól.
Hann sá inn í sálir þeirra,
hann sá þeirra hjartaslátt;
hann gladdist með þeim í gleði
og grét ef þau áttu bátt.
pau komu til hans í hópum,
og hvar sem hann fór og var
þá fundu það blessuð bömin
að bróðurleg hönd var þar.
Og því verður heilagt haldið
í hjarta og sálu manns
um eilífð í öllum löndum
á afmælisdaginn hans.
Sig. Júl. Jóhannessím.
Gömlu skómir
(Niðurl. frá nr. 9).
t>egar þau voru komin út sagöi hann viö konuna:
“Þessi maöur stjórnaöi einu sinni frægustu herdeild-
inni í riddaraliöinu. Hann er maður af heldri ættum.
Kringumstæöur hans eru mjög erfiöar, vegna þess
hversu tryggur hann hefir veriö konunni sinni. Hún
hefir eyöilagt hann meö drykkjuskap; en hann gerir
alt sem honum er mögulegt til þess að bjarga henni,
vegna þess að hann segist sjálfur vera orsök i óreglu
hennar. Hann var einu sinni drykkjumaöur sjálfur.
Segðu nú Maríu litlu að annar gamall hermaður hafi
fengiö nýja skó.”
HúsmóiSur Mariu litlu fanst svo mikið til um þetta
að hún sendi öll gömul föt sem hún gat og oft dálitiS
af skildingum til þessarar fátækrastofnunar, en hún
var fátæk sjálf og gat því ekki mikið.
Maria kyntist fljótt hershöfðingjanum. Þegar
hún hafði frí fór hún heim til hans, þvoði þar alt upp
og tók til og færði i lag, svo það varð eins og nýtt
heimili. Nú er hún farin að vonast eftir að kona
hershöfðingjans verði reglukona aftur, þegar hún
kemur heim, því nú liggur hún dauðveik á sjúkrahús-
inu.
“Það er um að gera, frú”, sagði María litla við
húsmóður sina, “að láta alla hafa eitthvað, sem hjálpar
iþeim til að reyna að rétta við — jafnvel þó það sé ekki
nema gamlir skór. Það er alveg eins og himnaríki;
ef maður reynir að lifa því lífi sem sé verðugt fyrir
himnariki, þá verður lífið létt, og gröfin verður þá
hvorki eins dimm né köld og hún var áður.”
Þýtt.
Burnt Lake, 26. nóvember 19x6.
Kæri ritstjóri SóJskins og Lögbergs!
Eg þakka þér kærlega fyrir Sólskinið og blaðið í
heild sinni. Nú datt mér í hug að skrifa litla sögu,
ef þú vildir gera svo vel og prenta hana í litla bama-
blaðið okkar.
Kettirnir og apinn.
Tveir kettir stálu ostbita, en gátu ekki komið sér
saman um hvemig þeir ættu aö skifta honum. Þeir
fóru þvi til apa, sem þótti vera kænn lagasnápur, og
beiddu hann að skera úr málinu. Apinn setti upp
gleraugu og snitti sér. Siðan tók hann ostinn og braut
hann i tvo parta misstóra, og lagði þá á metaskálar.
En er hann sá að þeir vom misþungir, tók hann stærri
bitann, beit af honum stórt stykki og át. Við það
varð hinn bitinn þyngri og fór hann þá eins með hann,
og iþannig fór hann með hvom bitann á víxl, “til þess
að jafna metin”, eins og hann lcomst að /orði, þar til
hvor bitinn um sig var ekki orðinn stærri en lítill
munnbiti upp í kött. Kettunum fór nú ekki að lítast
á blikuna, og báðu þeir apann að ónáða sgi ekki meira
þeirra vegna, kváðust þeir ánægðir ef þeir fengju
það sem eftir væri,- “Nei, nei”, mælti apinn, “réttur-
inn verður að hafa sinn gang. Það sem eftir er ber
ér í skiftalaun. Siðan tók hann báða bitana og át
þá. Að því búnu sleikti hann útum, tók af sér gler-
augun og sagði rétti slitið. Kettimir löbbuðu burt,
mei*- e sneiptir. — Svo fer þeim er eiga í deilvun að
ópörfu.
Með vinsemd.
Valgerður Eimrson.
SÓLSKIN
Barnablað Lögbergs.
II. ÁR. WINNIPEG, MAN. 7. DESEMBER 1916 NR. 10