Lögberg - 04.01.1917, Blaðsíða 2

Lögberg - 04.01.1917, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JANÚAR 1917. Bergmál. EFTIR THOMAS MOORE. Hve bergmál anzar ómi þítt, um aftanstund, sem lúörar vekja af blundi blítt, það berst meö svari langt og vítt um græöi og grund. Þó trúrra bergmál ástin á, svo eilífsælt, aö engar raddir framleitt fá 'þann friö, er viö þaö jafnast má né strengir stælt. Og þaö er andvarp æskumanns — og aöeins þá — frá insta hjarta elskhugans er endurberst frá vini hans sem einn hann á. Sig. Júl. Jóhannesson. Bréf úr herfoúðunum. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Heiöraöi ritstjóri. Eg fer nú ekki fram á aö þetta sé kallaö fréttabréf, og yfir höfuö er eg ánægöur meö aö hafa það alveg titilslaust, en mig langar til, eins og stundum á sér staö, aö segja fáein orö, og er þá um leið sjálf- sagt aö taka þaö fram aö eg er illa un ir búinn. Hef nauman tíma, og biö því fyrirgefningar, þó erind- iö veröi lélega úr garöi gert. Annars er því líkt varið meö her- manninn eins og aðra sem hafa mikla líkamlega áreynslu — bónd- ann eöa verkamanninn — þegar á- kveönu dagsverki er aflokiö eru flestir orönir nógu dasaöir til aö kjósa hvíldina, aö hafa hægt um sig og láta líða úr sér. Hold og bein þarfnast hvildar, og sálin — þar sem henni er nú á aö skipa — vill þá helzt ltka fá aö hafa friö. Eg vil geta þess — sem ætíö eru beztu fréttirnar til vina vorra og kunningja — aö mér líöur ágætlega, við höfum hér fullgóöan aöbúnaö og 'eins mikil þægindi og hægt er viö aö búast að látiö veröi þessum ógnar fjölda, miljónum hermanna, í té. Þegar hægt er aö koma því viö er nýlendumönnum gefið nokkurra daga frí eftir aö hingaö er komið. Veröa flestir því lika fegnir, bæöi til aö hrista af sér feröavinnuna og að sjá hvaö um er aö vera; svo aö skoða þaö merkasta hér, eftir þvi s)em tími leyfir og samkvæmt óskum og áhuga hvers um sig að því sem kosið er að kynnast. í þeirri deild sem eg er (203.), fengum við allir sex daga fararleyfi viku eftir aö við lentum liér. Meg- inið fór til London, þangaö stefnir hugur flestra og þar lenti eg meö. En margir eiga hér líka skvldmenni úti um landiö, sumir, fæddir hér og tipp aldir til fullorðins ára, og er því sjálfsagt fyrir þá og aðeins samkvæmt fornri venju að leita i heimahagann. Fólkiö hér í borgum og bæjum keppir um aö sýna oklkur alúð og velvild. Mér varö ný fyrst aö iinynda mér að þaö væri eg sér- staklega sem yröi þessara hlýinda aönjótandi; fólkiö tæki eölilega eft- ir því aö rrvér bæri, bæöi virðing og vinátta. En svo vildi það nú ekki standa lengi. Eg sá aö allir her- menn yfirleitt nutu hins sama, og reyndi eg þvi aö sætta mig aöeins við minn hlut. Sérstaklega virtist þó kvenþjóöin vera okikur velviljuð, og er ekki frítt við aö þeim, sem heldur eru afturhaldssamir og halda vilja i hemilinn á okíkur, þyki nóg um, t.d. benti herpresturinn okkur áþaö áöur en viö fórum til London, aö til væru takmönk í þeim efnum, sem ekki mætti yfirstíga. Eg hefi nú fyrri heyrt aö 'búast mætti við misjöfnu, bæði vondu og góöu, úr þeirri átt, og að þaö væri auðvelt og algengt, jafnvel fyrir þá sem sterkast létust standa, aö falla í þeirra f jötra. Hugsaöi leg mér því aö fara dæmalaust varlega, og láta sem eg væri kaldur og kærulaus fyrir öllu slíku. “Svalar veigar, lofnar loga”, þaö er framboriö af list en þó jafnframt valda þau áhrifin and- legri eitrun. Þaö var ekki sagit út í btáinn að vínið — sem þá um leið verður að merikja alt þaö svall sem þvi er samfara — væri sikæðari óvinur okkar en allur her Þjóðverja. það er bókstaflega sannaö. Eg held aö þaö sé ekki sá sem fellur eöa lim- lestist á vígvelli, sem mestu sorg- inni ætti að valda, heldur hinn sem heim kemur óhreinn og veiklaður á líkama og sál. Viö vitum lika aö hann er hættolegur, auminginn, ekki aðeins fyrir nútíöina heldur einnig fvrir komandi kynslóöir. Fnn nú ekki meira um þaö. Eg trevsti lön 'unum ekki ver en öör- um, en þeir sem enn eru heima aö búast til ferðar, geröu þó vel aö hugsa út í þetta, og gæta sín sem bezt. Þaö er barist víðar en á vígvell- inum og eg vona aö oss takist aö sýna rösika framgöngu og vinna oss góöan oröstír hvar sem oss er hasl- aöur völlur. Við megum ekki veröa, eftir alt, þegar heim kemur, verri menn en áöur, heldur meiri og betri, gætum okkar vel, vinir og vanda- menn, foreldrar og systkini, og — jæja, fleiri sem okkur eru kærir. Kristilegt félag ungra manna og kvenna er kunnugt og útbreitt um allan heim. Eg hafði dálítið kynst starfi þess og stööum áöur, en eg hafði þó ekki getað gert mér í hug- arlund hvílíkt ógnarstarf þaö hefir hér með höndum í ótal greinum við- víkjandi stríðinu. Þaö hefir skála eöa tjöld á öllum herstöövum hér, þar gietum viö fiengið hressingu og setið við skrift- ir, spil eöa söng í frístundum okk- ar. Mörgum kemur þaö lika vel aö geta verzlaö þar sem ekki er hætt við óráðvendni, því sumstaðar er- um viö féflettir alvarlega, áöur en við höfum haft færi á aö reikna út á okkar vísu hvaö máttu kallast sanngjöm sikifti. Canadamenn fá líka orö fyrir að vera “ekki aö raga það” og nota því mangarar sér oft frjálslyndi okkar í viöskiftum. Eg hélt til á einu gistihúsi þeirra K.F.U.M. í London, mér fanst þar helzt eins og dálítið heimalegt, og betra verður varla sagt um neinn stað af útlendum hermanni í ó- kunnu landi. “Fólkið er þar svo frjálst og hraust”. Það var engin væmni eöa 'kænSkukátina eins og oft verður þó vart hjá verzlunar- eöa veitingamönnum; maður er bara blátt áfram velkominn, þaö liggur í loftinu. Aðbúnaður er ó- brotinn, en 'þó notalegur og veit- ingar sanngjamar, (eftir því sem nú er aö gera hér i landi. Eg vil ráöleggja löndum sem koma til London að Ieita gistingar á einhverju þessu húsi, miðstöð þeirra er í miðri borginni og fyrsti lögreglumaöur vísar leiðina þangað Þ'aöan er þægilegt aö ferðast um til þess aö skoða söfnin eða aðra merka staði, og á hverjum degi fer þaðan maður eöa kona með hópum af hermönnum til fylgdar og leið- beiningar. Þeir sem kynst hafa K.F.U.M. og ferðast hafa um, vita að þar er ætíð góða staöi fyrir að hitta. En margir eru um bitann og aðrir. mundu iþá kannske 'kjósa hótel eöa glæsilegri gistihús, sem yröu þó óhollari fyrir vasann og veittu yfir höfuð ekki eins vel. Eins og eðlilegt er verða áhrifin gleggri og meiri af Jæssum heims- víða hildarleife þegar hér er feornið, heldur en vestur frá 'hjá. okkur. Særöir menn 'koma af vígvelli og eru fluttir á spítala og hjúkrunar- hús, aðrir á batavlegi sjást á stjái kring um hæli sín og heimfeynni, og enn aðrir sem særst hafa og sýna merfei fyrir bvert sár meö stuttum, gyltum snúði fremst á treyjuerminni, eru nú orðnir al- bata og al’búnir að leggja aftur á vettvang. Það er aðdáanlegt hvað hjúkr- unarstarfið er hér á 'háu stigi, alt sem unt er virðist vera gert til að hlúa að þeim sem særst hafa, ekki aðeins með læknishjálp, heldur starfa líka félög og einstaklingar að veliíðan sjúlklinganna með mjög mörgu móti. Þeim sem það þola er ekið út um skemtistaði bæjarins, það er sungið og feikið fyrir þá, og yfir höfuð gert eins mikið og hægt er til að gera þeim lííið létt. Helzt beyröi eg þá kvarta um aö svo mife- ið væri látið með þá að þeir hefðu helzt engan frið, og einn sagði að hávaðinn viö “Somme” hefði tekki eins ill áhrif á höfuöið, eins og lúöraþytur þeirra sem áttu að spila honum ti<l skemtunar. Með mörgu ööru sem mér fanst til um hér er það, hvað kvenfólfeið 'hefir nú á hendi mörg fearlmanns- störf. Isg haföi áöur hevrt um þaö, en þó ekki hugsað að það væri eins víðtækt og raun er á. Vesturfrá bykir þaö heldur vel gert af kven- manni að stýra einsaman hesti, þó ekki sé farið nema á kvenfélags- fund. Eg man að eg dáðist að þeim sem fóru á hestbaki, og að stjórna bifreið var nú bara fyrirtak af kvenmanni. En þetta bralla þær alt hér, efeki aðeins til skemtunar, heldur líka til stór gagns og hagn- aöar fvrir land og(þjóð. Þær vinna aö skotfæragerö og þykir farnast baö viel. En þaö sem mér virtist þó að þeim láta bezt og betur en karlmönnum, var að stiórna stræt- isvögnum í London feins og reynd- ar í öllum bæjum hér) og heimta þar farseðla. Það gjöra stúlfeur mestmegnis' og svna bæöi röskleik þykir það hentugra, en ekki þykir mér það nein umbót, og datt mér stundum í hug — þótt ljótt sé - viðumefni Hallgerðar. Yfir höf- uð er eg ekki hrifinn af því að stúlkur þurfi að ganga að strit- vinnu, virðist mér þær tapa við það nokkru og varla vera ein aðlaðandi og áður; vonast eg til að það gerist ekki að hefð og haldist ekki við eftir stríðið. Viö verðum að mun meira varir við myrferið hér en vestra, víðast eru engin götuljós kveikt, og verö- ur eins og kunnugt er að viðhafa þá varúð vegna fluglreka þeirra húnanna, sem annars mundu eðli- lega leggja leið sína í ljósið. í London eru götuljósin skygð að ofan svo aðeins leggur litla glætu niður með lampapóstinum. Gluggar eru lífea allir byrgðir og liggur sekt við að hafa þá blæju- lausa. Hugsaði eg að betur kæmi sér að þar héldu efeki til baslarar með vestræna siði. Stundum veröur árekstur i dimmunni, eins og lekki er mót von, í þeirri áköfu umferð sem þar er á strætunum. Eitt kveldið bar okkur að þar sem bifreið hafði rutt um kerru með hesti fyrir, við álit- um að hjálpar þyrfti með og gáf- um okkur því fram, sprettum af klárnum, feomum honum á fætur og á öruggan stað á gangstéttinni, slys varð ekkert, en bara dálítil hressing fyrir okkur. Þó nokkuö sé þar nú skuggalegt útivið eftir sólsetur, þá er víða vel bjart inni fyrir og nóg er um skemtanir og gleðskap í London. Svo mifeil aðsókn er að skemtisíöð- um og leikhúsum að panta veröur aðgöngumiða fyrirfram vilji maöur ekfei eiga á hættu að verða útundan. Mér þótti nú nóg fyrst um, og fanst að þessi glaumur illa geta sam- rýmst þeirri alvöru og sorg, sem ófriðurinn hlýtur að orsaka — og margur gengur þar sjálfsagt Iífea of langt, — ien }>ó verður að gæta þess að aldrei er ef til vill meiri þörf á 'hollum og heilbrigðum skemtunum en nú, þær dreifa drunganum og útvega þar að auki inntektir, sem aftur eru i flestum tilfellum notaöur til nauðsynja í ótal myndum. Eg get ekki sagt eins og Guðm. Friðj. að nú sé “Brotinn striengur flogin gásin”, en einhver smellaskil varð eg þó var við, og læt því hér staðar numið. Með kærri feveðju og 'hugheilum heillaóskum til þín og landa minna allra. Þinn einl. G. F. Guðmundsson. Shorndliff, Engl. 10. des. 1916. iKæri vinur: Mér datt í hug að senda þér fá einar línur fyrir sakir forns feunn- ingsskapar. Héðan eru vitanlega margar fréttir að segja, en allar stóru fréttimar fáiö þið annars- staðar, og merkilegasta fréttin sem mér dettur í ihug er sú að mér líður vel að öllu lejti. Það er líka sú fréttin sem eg veit að vinir mínir heima láta sér ant um. Eg verð að reyna talsvert á mig, en það gerir ekkert til; það er bara til góðs. Eg er ennþá hér i Shorncliff, en ekki veit eg hversu lengi eg verð }>ar, flestir drengjanna eru komnir yfir tíl Frakklands, og ástæðan fyrir því að eg er hér, er sú að eg geng á s'kóla; eg er að reyna að full- komna mig í sérstakri grein. Eg vissi ékkert um það fyr en eitt kvdd að eg var feallaður inn í skála, látinn feoma fram fyrir herforingj- ann, og hann sagðist hafa valiö mig til þess að fara á Bredgage sfeól- ann. En skipunum hans verður að hilýða ski'lyrðislaust; eg er því nú að ganga á þennan slkóía. Við höfum ágætt pláss hér á St. Martiu'sar hæðunum; við erum i húsum sem sérstafelega eru bygð fyrir canadiska hermenn; hér er farið ágætlega með ofekur; matur- inn ler mjög góður og gætum við ekki kosið það betra og er okkur látið líða eins vel og hægt er. Tiltölulega erum við skamt frá bæ sem Faíkestorre 'heítir. Það er faliegur bær með Ijómandi falleg- um steinbyggingum; ibærinn er rétt við 'sjávarströndina við enska sund- ið ög mjög nærri Dover. Við erum 62 milur frá Lundúnaborg og fara piltamir þangaö á laugardagökveld- um. Eg fór til Lundúnaborgar í mánuðinum sem Ieið og var þar í 6 daga; gerði eg mér ferðina eins sfeemtilega og feringumstæður leyfðu, en eg þekti þar engan lif- andi mann. En þar er klúbbur sérstaklega fyrir Canada hermenn sem feoma til Lundúnaborgar og hviergi hafa heimili né vini til þess að gista hjá; er sá kiúbbur nefndur “Maple Leaf Club” og er undir umsjón Dætra Bretaveldis. Þessi klúbbur er nálægt hinum fagra Marmaraboga og beint á móti hin- um veiþekta Hyde skemtigarði, er það þvi í bezta parti bæjarins og hér um bil 10 mínútna gangur frá Buökingham höllinni. Það er satt bezt að siegja að á þessum klúbbi er manni búið reglulegt heimili; fæst þar alt sem maður vill hendinni til rétta; ágætt rúm og elds*æði í svefnherberginu; auk þess er þar skrifstofa, reykingastofa, spilastofa o.s.frv. og alt ókeypis fyrir þá sem þar halda til. Kalla eg þetta ókeyp- is, þvi það kostar aðeins 35 cenfs yfir nóttina eða yfir daginn, og fylgir því ein máltíð. 'Er þetta svo ódýrt að tæplega er hægt að trúa, en það er þó satt. Eg sá nokkra allra helztu staöi í Lundúnaborg þegar eg var þar, og I þess óska lika svo margir og eiga og lipurð. Viö vinnu sína nota þær sikemti eg mér mjög vel; en s'"- jafnvel heimtingu á því að viö kkeðnað sem líkist okkar útgáfu,' dagamir liðu fljótt, og varð eg aö fara ti'l deildar minnar, því þaö er talið ákafllega stórt brot að vera í burtu án leyfis eöa lengur en leyft er. Það lækfear kaupið ofan í 20 cent á dag, og svo fylgir hegning þess utan; eg gæti þess því altaf að slíkt komi ekki fyrir mig. Eg end- urtek }>að að eg skemti mér vel og eg ætia að fá mér frí um jólin og fara til Lundúnaborgar. Um þetta Iejti er hálf leiðinlegt þar á kveld- in, því engin ijós em í borginni; er það vegna árásanna í loftinu, en mikið er þar af rannsóknarljósum alla nóttina, til þess að rannsaka loftið uppi yfir borginni og svo em stórar fallbyssur hér og þar í bæn- um; er því óvinunum mjög erfitt að' vinna mikið tjón. Nú er bezt að hætta í þetta skifti og vona ög að þér líði vel í gamla bænum mínum—Winnipeg. Berðu beztu kveðju mína og segðu fólki mínu að mér líði ágætlega vel. Óska eg ylkkur öllum gleðilegra jóla og farsæls árs. Eg vonast eftir bréfi frá þér. Þinn gamli vinur. Björfisi. Þetta bréf er skrifað til B. Finnssonar starfsmanns Lögbergs og er frá Corporal S. Pauisyni. Hausavíxl og fyrirmynd (Á fagnaðardegi kvenna 19. júní.) Vér viftum það öU, að úti í heimi em tímar nú meira en alvarlíegir. Hér á Islandi stendur öðru vísi á. Hér virðast þeir slkringilegir. I sumum efnum gerist nú skrítinn skopleifeur á meðal vor. En því mun likt farið um þennan skopleik þjóðiífs vors og góða .slkopleiki bók- mentanna, að íhugunarverð alvara leynist þar undir uppskafningshætti og skripalátum. Ef útlendingur spyrði Islending um viðfangsefni vor á þessum tím- um, og ef landinn vildi satt segja, yrði hann, meða'l annars, að svara því, að merkir menta- og andans- menn vorir og efnilegir ungir menn, embættismenn og alþýðumenn nokkrir væru nú á feafi i önnum langt upp fyrir höfuð í að breyta nöfnum sinum, sfereyta þau og fegra, og verðu til þess hugviti og býsnum öllum af undarlegum lær- dómi. Við svo göfugt efni fæst víðfleygur andi þeirra, til þessa vinst þeim nú tími. Kveður svo ramt að þessu, að þeir eru að fleygja því, gárungarnir, að bæta þurfi tjianni í stjómarráðið, sökum sívaxandi annrífeis við umsóknir um nafnabreytingar, er nú drífa að hinu háa ráði eins þéttan og feúlna- hrið í stórorustu. Þessi sferípasótt fór að stinga sér niður um líkt leyti og mislingarmr, hefir magnast og borist út samtimi's þeim, og sú er spakra spá, að báðir isjúfedómar verði hér nú landlægir. Þessi nafnahégómi stlefnir yfirleitt að því að skafa íslendingseinkennin af nafninu og setja í staðinn nöfn, sem eru allra lýða og landa slkrímsl og tæpast verða talin til nokkurrar tungu né þjóðernis, mörg 'þeirra að minsta kosti. Það er sýnt á þessu, að menn fýsir að eignast vegleg nöfn. En þeir villast 9orglega — eða hlægi- lega — á aðfierðinni, hafa hér hrap- arlega hausavíxl. Hljómfegurð nafns vors fer eftir manngild'i voru og mifeiileik, fer að minsta kosti eftir því að lokum. Skilningsleysi, illvild og öfund ihenda einatt skít á nafn vort, svo að það verður óhreint um hríð. Heitiö Jón Si'gurðsson var allra nafna hversdagslegast og svipminst, og þó á saga vor ekki glæsilegra nafn, svo míkil mótsögn sem kann að virðast í þessu. Mörð- ur er ekki ljótt nafn, ef eingöngu er metið eftir hljóöi. Eg býst samt við þvi, að enginn ofckar heiti svein- börn vor slíku nafni. Og af hverju? Af því að han hefir eitt sinn Ient á iilræmdu rógbera höföi. Það lætur illa í islenzkum eyrum, eins iengi og þjóð vor man og Ies Njálu. Nöfn snillinga og afbragösmanna hijóma æ með töfraómi i eyrum vorum, hversu stirð, óþjál og skrípaleg sem þau eru, alveg eins og ófrítt andlit veriiur fallegt, ef það er gagnþrungið af fjöri hugs- unum og huggöfgi. Nöfn vor breyta hljómblæ sínum, er vér breytumst. Ef vér vöxum og göfg- umst, hljómar nafn vort fagurlegar en áður, ef vér minkum og spill- umst, lætur það ver í eyrum. Þetta er leyndardómur, er 'þeir ættu að minnast, er glæsa vilja nafn sitt meö ættamöfnum. Fallegt nafn veröur alls ekki keypt, öll stjómar- ráð veialdarinnar fá ekki veitt það með einkaleyfum, ekfei fremur en allir kongar á jörðu geta skapað hið minsta blað á jurt, eins og danskt sálmaskáld kveður. Eina ráðið til að eignast hljómfagurt nafn og glæsilegt er því að gera úr sér mikinr mann og göfgan, vinna þau afreksverk, er ljóma leggur af um nafn voit. En sú leið er erfið- ari en að sækja nafnið upp i stjórn- arráð. En J.að hefir einhver sagt. að þau ráö væru oss einatt hollust. er oss kæmi verst i svipinn eða væri erfiöast ið fara eftir, og þau orð sannast hér. Eg óttast ekki þetta útbrot mann- levrar hégómagimi, ættamafnafar- aldriö, vegna íslenzkunnar. Vor sterka tunga hefir náö sér eftir skæöari sóttir. En mér stendur stuggur af þeim anda, siem birtist í þessu fári, af þeim utanveröuskap, I sem það er mnnið af. Hann birt- ist með oss í margskonar gervi, í ýmsum efnum þjóölífs' vors. Þessi utanverðuskapur sést í valdafikn og forustusótt landsmála- manna, bæði utan þings og innan. [ Ólmir vilja þeir fjölmargir gerast höföingjar, þótt ekkert sé þeim höfðinglegt gefið. Forngrískur spekingur h'efir sagt, að þeir stjórnuðu bezt, er til þess væru treg- astir. Þingkunnugir vita, að ekki þarf að neyða menn tii að takast á hendur að fara með æðstu völd hér innan lands. Þaö er enginn hörg- ull á mönnum, er telja sig hæfa til ið gegna ráðherraembættinu, sem ætla mætti þó, svo vandasamt sem það ler. Þeir virðast ekki lita inn í sjálfa sig, ekfei grenslast eftir stýrimannshæfileifeum sínum. Sá einn er ráðherra, sem á einhverja stóra hugsjón eða mikilvægt mál- efni, er hann ann ekki ólíkt og móðir ann bami sínu. Heilbrigður stjórnmálamaöur sækist ekki eftir völdum vegna þeirra sjálfra, þau eru ihonum ekki takmark, heldur tœki, leiðin til að gegna bömum sinum kæmm, hugsjónunum, er hrinda á i framlkvæmd. Þau eru honum alt, eins og bömin eru móð- urinni alt, hold af hans holdi og bein af hans beinum. í stað þess viröast sumum ráöherrum vomm völdin fyrir öllu, til þeirra vinna þeir það að gleypa börn sín, ef þeir áttu einhver, eins og djúphugsuð grisk goðsögn segir um Kronos. Þá ler þeir eru komnir í valdastól- jnn, sitja þeir þar með tvær hendur tómar, stefnulausir og hugsjóna- lausir, ráðþrota, tómlátir og trú- lausir á framfarir og framfaravið- leitni. Og alt af gerast nógir til að lofa slíka frammistöðu. Það virðist ekki vanþörf á að minnast á, að valdið er innan í mönnum, þar eru hýbýli þess og hásæti. Sá einn er foringi og getur stýrt mönnum, sem sjálfur er sterk- ur i skapi, er gæddur persónu- krafti. Engin kosning getur gert menn að foringjum i raun og ráð- um. Hún getur ekki nema límt valda- eða foringjamerkið utan á þá. Af þessu stafar valdaleysi sumra valldsmanna. En hér hafa margir hausavíxl, eins og í nafn- breytingafárinu, eiga við kjósend- ur um það, sem komið er undir for- eldrum þeárra og forfeðrum og eðlis- og erfðalögum. En miklu varðar, að fœddir fonngjar scu kosnir foringjar, að þeir beri ábvrgðina, er hljóta að ráða sakir ásfeapaðs geðstyifes. Góður for- ingi er sem hershöfðingi, sem æ er búinn við öllum brögðum óvina- hersins, sem góður taflmaður, er sér fyrir leiki þess, er hann teflir viö. Lok verkfallsins' í vor sýna því að foringjar vlerkamanna hafa orðið oddvitar af öðru er foringja- hæfileifeum. Má sjá ýms merki þess í blaði Jæirra og baráttu, að sami utanaðverðuskapurinn drotn- ar þar sem í þingsainum og hinum stjórnmálaflokkunum, eins og við er að 'búast. Verkamannasamtökin eru heilbrigð og leölileg. Ef þeim er vel stýrt, ætti þjóðfélagi voru að geta orðið að 'þeim mieuningar- auki. Því ríður á, að forustan lendi í höndum víðsýnna manna, er skilja, að takmarkiö er þroski verkamanna, að því stendur efefei á sama, á hvem hátt sigrar eru unnir í landsbaráttunni, og að þeir geta verið of dýru verði feeyptir, og það meira að segja þótt miðað sé við hag undirstéttanna einna. Alt fuglabjargið pólitíska lcveöur nú viö af gargi og lofkrunfci um al- þýöu. Fyrir 10—20 árum eða rúm- lega }>að var herópið, að bændur ættu aö kjósa sem flesta á þing. Nú virðist ljóminn farinn af bænda- nafninu, og þá eru engin vandræði að ski'fta um nafn á þessum tím- um. Nú er oss frelsari fæddur! Alþýðumenn á þinig! Þeir svíkja ekki, þeitr kunna ráðin að leggja sem Njáll! Það er eins og alþýðu- menn hafi aldrei stetið í þingstól- um hér í landi. Annars væri fróð- legt að vita, hvaö alþýöumaður er, Hvaö má hann hafa eignast mikiö eða aflaö sér mikiillar menningar, svo hann sé ekki alþýðumaður og þá liklega ekki þinghæfur? Þaö væri dcki óeölilegt, þótt þetta garg fjölgaði miðlungsmönnum á þingi. En missfeiljiö mig ekki, virðugu á- heyrendur. Þið megið ekki hah'a, að ieg vilji gera lítið úr samúö bor- inni viðleitni til að bæta kjör al- l>ýðu, svo göfugs eðlis sem hún er. En varið yður á falsspámönnum og glömrurum. Minnist þess, að “esa sá vinr, es vilt eitt segir”. Eða hvað virðist yður um móöur- ást, scm aldrei leiðbeinir börnun- ■’m, en hælir þeim fyrir alt, hvort sem það er ilt eða gott, og telur ieim trú um, að ekki verði neitt úr neinum börnum nema sinum? Það nr si'tthvað, fjölcladýrkun og múg- smjaður, og meðaumikun með oln- bogabörnum þjóðfélagsins og rétt- næt gremja út af þeim rangindum, ;em ríkjandi félagsskapur beitir •ndirstéttirnar. Þessi fjöldadýrk- er stórhættuleg. Nú rífast KAUPMANNAHAFNAR Vér ábyrgj umst það aí vera algerlegM hreint, og þat bezta tóbak 1 heimi. Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufi. MUNNTOBAK hvað rétt sé eða rangt í landsmála- deilum, heldur um hitt, hvar þjóðin sé, að hverja fjöldinn, afvegaiieádd- ur af misvirtum foringjum, hallist. Sannanir þessa geta menn séð i blöðunum 1915 og 1916. Það virð- ist svo, sem það þyki eklci stærsti sigurinn að vera sannleikans megin, heldur fjöldans. Og menn gleyma því, að það sannar ekfeert um sann- indi einhverrar skoðunar, að meári hluti lýðsins fylgir henni. Einn maður geitur séð réttar en þúsund þúsunda. Þesst fólkhræðsla stafar víst af því, að kosnir foringjar eru ekki foringjar að eðlisfari; þeir hafa engin tök á þeim, sem þeir eiga að stýra. Góðum foringja er óhætt að segja flotkki sínum eða félagi til syndanna, alveg eins og kennari, sem góð tök hefir á nemendum sín- ’um, missir ekki á þeim tangarhald, }>ótt hann veiti þeim þungar átölur. Þetta mein á meðfram rót sína að rekja til forustusóttar, til þess, að þeir vilja stýra, sem geta ekfei stýrt. Þeir vlerða svo margir leið- togar vorir í öllum herbúöum að flatmaga fyrir auðvirðilegustu hvötum lýðsins í stað þess að leiö- beina honum og fræða hann, þar er hann fer villur vegar. un Það spáir góðu um afskifti ís- lenzkrar Ikvenþjóöar af stjórnmál- um vorum, að fevenfólkið virðist eklki haldið þungri forustusótt. Það sækist furðu lítið eftir þingmenSku. Er það vel farið, því að þinginu hefði — aö öllurn likindum — ekki bæzt mifelir starfskraftar frá kven- þjóðinni, ler þær eru óvanar þing- störfum og landsmálastarfsemi. í stað þess' takið þið að ykkur gott málefni, landsspítalamálið. Það er fallega kvenlegt, að þið kjósið ykfe- ur það mál. En fegurst er 'þó að- ferðin. Hún er hvorki meira né minna en fyrirmynd. Þið farið hér ekki af stað með braúki og bramli né mílulöngum blaðagreinum, sem einatt tefja fyrir sigri góðra mála, hleldúr ráðizt þegtar til framkvæmda, skrumlaust og hljóðlaust, og farið í eiginn vasa. Er óskandi, að þið haldið svo fram stefnunni. Þá er þið hafið komið þessu máli yðar fram, snúið þiö yður á sama hátt að öðrum málum, hvort heldur það eru mentunar- eða líknarmál. Væri ekki lítiis vert, að þiö beiittust fyrir um'bótum á inentun og kenslu fá- tækra kvenna, sem er stórum ábóta- vant. Nóg eru verkefnin rrteö þjóö vorri, sem á svo margt óunnið. Ef þeir færi allir líkt að og þér, er eignast hafa málefni eða hugsjón, sem þeir trúa á, hefðum vér náð þar í ofurlítinn Aladdínslampa, að vísu ekfci eins hraðvirkan og í æf- intýrinu, en furðu máttugan þó. Hún mundi reynast fljótfamari, leiöin milli hugsjónar og fram- kvæmdar, en nú gerist. Svo rís hann á komandi árum, spítalinn ofekar, ís'ienzku konur, storkureiistur og storkutraustur, á einhverjum fegursta blett hins feg- ursta staðar vors fagra lands. Hugsum hátt og djarft um hann. Vonum, að ófæddir snillingar eigi þar eftir að uppgötva mikilvæg vís- indaleg sannindi og finna þar ráð gegn sjúkdómum, er vér nú erum vamariausir fyrir. Þetta er að vísu ekki nema vorbjartur draumur. En hitt er vissa, aö þar á margur eftir aö fá bót þimgra meina, og aö líkn- ar- og læknishlendur létta þar mörg- um síöasta stríðið, ef til vill sum- um okkar, er nú erum hér stödd, þá er vér seinast kveðjum bliknandi voriö og yndisbláu íslenzku fjöllin, ástvini vora og alt það, sem vér unnum og fengið hefir oss unaðar i þessu hverfula og hraðstreyma lifi. Sigurður Guðmundsson. —Réttur. Úr bygðum íslend- inga. Vatnabygðir. Velliðan yfir höfuð. Þótt tals- verðr skemdir yrðu á uppskem, þá bætti verðið það upp að miklu leyti. Talsvert hefir verið hér um samkvæmi og félagslíf að undan- förnu. 1 “Draumlandi” hefir fólk notið alls konar skemtana og prívat heimboð og vina fundir hafa farið menn stundum ekki svo mjög um, fram svo aö segja daglega. Umboðsmenn Lögbergs. Jón Peturson, Gimli, Man. Albert Oliver, Grund, Man. Fr. Frederickson, Glenboro, Man. S. Maxon, Selkirk, Man. S. Einarson, Lundar, Man. G. Valdimarson, Wild Oak, Man. Th. Gíslason, Brown, Man. Kr. Pjeturson, Hayland, Man. Oliver Johnson, Wpgosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Joseph Davíðson, Baldur. Man. Sv. Loptson, Churchbridge, Sask. A. A. Johnson, Mozart, Sask. Stefán Johnson, Wynyard, Sask. G. F. Gíslason, Elfros, Sask. Jón Ólafson, Leslie, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Guðm. Johnson, Foam Lake, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. O. Sigurdson, Bumt Lake, Alta. S. Mýrdal, Victoria, B.C. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. Jónas S. Bergmann, Garrlar, N.D. Sigurður Johnson, Bantry, N.D. Olafur Einarson, Milton, N.D. G. Leifur, Pembina, N.D. K. S. Askdal, Minniota, Minn. H. Thorlakson, Seattle, Wash. Th. Símonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Pt. Roberts, Wash. 15. desember fór hópur manna og kvenna heim til þeirra Mr. og Mrs. H. B. Johnson fyrir sunnan Wynyard og tók af þeim húsráð kveldlangt. Var þar alls konar fagnaður um 'hönd hafður, etið og drukkið, dansað og sungið, rætt og ráðgast fram á nótt; en húsráöend- um voru færðir eigulegir munir að gjöf. 15. desember vom þau gefin saman í hjónaband ungfrú Rósa Gunnlaugsson og Gunnar Hjartar- son; framkvæmdi séra H. Sigmar þá athöfn. Brúðurin er dóttir þeirra hjóna Mr. og Mrs. Steinþórs Gunn- laugssonar á Mozart, en brúðgum- inn er bóndi frá Montana. Ottar Sveinsson á Wynvard er nýlega farinn út til Peace River; verður hann þar i vetur við fisk- veiðar. Siigfús Thorlacius og systir hans frá Wynyard brugöu sér suður til Dalkota fyrir jólin og sátu þar há- tíðirrtar hjá feunningjum og vinum. Grimur Grandý hefir verið við kornkaup í bænum Zieneth að und- anförnu og er þar enn. Bændaþing fjölment var haldið í Wynyard fyrir sfeömmu. Vora þar bomar upp og samþyktar margar og merfcilegar tillögur, flestar þess eðlis að þœr veröa sendar til sam- bandsstjómarinnar. Meðal þeirra voru 'þessar: J- Aö krefjast þess aö lögleitt sé algert vínbann i Canada. 2. Aö skora á stiórnina að setja í gildi beina löggjöf í öllum hennar myndum ('frumkvæðisrétt, fullnað- arúrskurð og endurköllun). 3. Afnám tolla og alvert verzl- unarfrelsi milli Canada og Banda- ríkjanna. 4. Sfcattar af öllu landi og reglu- bundnir tekjuskattar. 5- Algert iafnrétti kvenna viö karlmenn í öllum málum í öllu Canadaríki. Þessar ályktanir vom allar sam- þyfetar svo að segja í einu hljóöi og verða sendar sambandsstjóm- inni. * Af þessu sést það að menn eru efcki sofandi um alirnenn velferðar- mál í Vafnabygðunum og láta sig fleira en heima- og hreppa- pólitík. Járnbrautir fluttar frá Canada. Canadastjómin hefir lofað Fröfekum að reyna aö senda þeim 1,500 mílur af járnbrautastáli taf- arlaust. Hefir þegar verið tekiö til starfa að rífa upp jámbrautir til og frá í Canada og flytja austur til Frakklands. Læknisvottorð til hjónabands. Lagafrumvarp er á prjónunum í Saskatchewan og jafnvel einnig í Manitoba þess efnis að hjónaband sé ólöglegt nema }>ví aðeins að bæði brúðhjónin fái læknisvottorð um að þau séu andlega og líkamlega beilbrigö. Þykir líklegt að sams- 'conar lög komist á í öllum fylkjum Canada og öllum Bandaríkjunum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.