Lögberg - 04.01.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.01.1917, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JANÚAR 1917. Gefið út Kvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor I. J. VOPNI, Business Manauer Utanáskrift til blaðsins; THE OOLUMBI/V PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Njaq. Ucanátkrift ritstjórans: EDIT0R L0GBERC, Box 3172 Winniptg, IV|an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. -9»27 Berjist ærlega, drengir. Kosningar eru í nánd í Saskatchewan. f Quill Lake kjördæmi eru íslendingar þar fjöl- mennastir. Tveir íslendingar verða þar væntanlega í kjöri, núverandi þingm. W. H. Paulson fyrir hönd lib- erala og John Veum kaupmaður í Foam Lake af hálfu conservatíva. Báðir eru valinkunnir menn og vinsælir og persónulegir kunningjar, þótt andstæðrar skoðunar séu. Er það í raun réttri illa farið, að þeir skuli sækja hvor á móti öðrum. En sanft gjörir það minna til, ef drengilega er að farið að öllu leyti. Oss skilst, að hvort þingmannsefnið fyrir sig hafi blað til fylgis; Paulson “Wynyard Ad- vance” og Veum “Foam Lake Chronicle.” Menn minnast greinar þeirrar, sem fyrir skömmu birtist í Heimskringlu frá Elíasi Vatns- dal til W. H. Paulsonar, og sömuleiðis muna menn sjálfsagt eftir svarinu. pótt undarlegt sé, hefir samskonar eða svip- uð grein birst í Foam Lake Chronicle eftir Martin Haugh. Má vel vera, að báðir þessir menn hafi að eins sett spuminguna fram í einlægni og af einskærri fróðleiksfýsn án nokkurs illvilja; hitt leynir sér þó ekki, að reynt hefir verið að nota þetta til þess að gera Paulson grunsaman í aug- um kjósenda, og þannig hefir það í reyndinni orð- ið nokkurs konar Fullersons kærur, þótt í smáum stíl hafi verið. * Wynyard Advance frá 28. desember flytur bæði útdrátt úr bréfinu til Paulsonar, svar hans alt og vitnisburð verkstjórans, sem vegavinnuna hafði til umsjónar og villunni hafði valdið óvart í bókfærslu. Alt málið er þannig, að árið 1912 höfðu $707.25 verið skrifaðir niður í fylkisreikn- ingana sem lagðir fram til vegagerðar hjá S. 16- 21, T. 31, R. 11, en var í raun réttri varið til vega- gerðar hjá T. 30. petta var að eins skrifvilla hjá Fred. Simpson, sem var vegagerðar formaður. Engum gat komið það til hugar, að hér væri um fjárdrátt að ræða, þar sem allir hlutu að vita, að vegur var gerður þar sem um er að ræða. Advance gefur það í skyn, að hér sé um póli- tiska undirferli að ræða. Hvort það er satt, vit- um vér ekki, en hitt er víst, að drengilegra hefði verið—og alveg eins auðvelt—að leita prívatlega upplýsinga hjá Paulson í stað þess að hlaupa með þetta í opinber blöð; hefði svar hans þá verið grunsamt eða ófullnægjandi, þá, og þá fyrst, var ástæða til þess og afsökun fyrir því að leita ljóss með styrk blaðanna. Vér viljum grípa þetta tækifæri til þess að óska þess, að þessir tveir landar vorir og allir, sem fyrir þá söarfa, berjist að öllu leyti á sæmi- legan hátt þegar til kemur, fyrst þannig tókst til að þeir sækja hvor gegn öðrum. Mennimir eru báðir kunningjar vorir og vér virðum þá báða, höfum alt það bezta til beggja þeirra að segja. Sökum þess að Lögberg er allútbreitt í Sas- katchewan, teljum vér það skyldu vora, að taka eindreginn þátt í kosningum þar, eins og í Mani- toba, og samkvæmt stefnu vorri að undanfömu hljótum vér að verða eindregið með liberalflokkn- um; vér unnum fyrir hann þar 1908, 1911 og 1912 og höfum ekki haft ástæðu til þess að skifta um skoðun síðan. pað er sannfæring vor, að ef allar stjómir tækju eins rækilega í taumana að rannsaka og hegna sínum eigin mönnum, þegar grunur félli á þá, og Saskatchewan stjómin hefir gert, þá væru tárhreinar stjómir í Canada í samanburði við það, sem átt hefir sér stað að undanfömu. pað er áreiðanlegt, að þót lesin sé saga lands vors frá upphaí'i til enda, er ómögulegt að benda á, að st jóm hafi nokkuru sinni gert jafn hreint fyrir sínum dyrum og Saskatchewan stjórnin Venju- lega hafa rannsóknir gengið í vöflum og afsökun- um, en hér var gengið hiklaust að verki. petta er atriði, sem kjósendur hjóta að minnast þegar til kemur. Og svo er annað. fslendingar ættu sannar- lega að vera stoltir af því að fulltrúi þeirra kom svo hreinn út úr öllu moldviðrinu, að hvergi var blettur né hmkka á nafni hans né heiðri í sambandi við það sem um var kært og rannsókn- in fjallaði um. Svo fjarri var hann þar öllum ó- þverra, að enginn dirfðist að.nefna hann þar til, þrátt fyrir óneitanlega góðan vilja einstakra manna, annara en íslendinga. í vorum augum væri það ódrengskaparbragði næst af fslendingum—og þeim ólíkt—ef þeir ekki mintust þessa atriðis þegar að atkvæðaborðinu kemur næst. . Vér skýrðum frá því, að vér hefðum unnið með libaralflokknum í Saskatchewan síðan 1908, og ástæðan fyrir því er góð og gild. Vér höfum verið frjálsverzlunarsinni alla æfi, síðan vér fór- um að skifta oss af opinberum málum. Vér mun- um þrælatökin og afturhalds aðferðina, sem var viðhöfð 1911, og vér hétuip því þá af heilum hug að gera það litla, sem í voru valdi stæði til þess að vinna á móti óvinum bændanna og alþýðunnar —afturhalds- og kúgunar flokknum. Vér höfum ekki gleymt því heiti voru og gjörum tæplega í bráðina. Oss hryggir það, að vinur vor Jón Veum skuli vera svo óheppinn að standa undir jafn óhreinni dulu og afturhalds flaggið er; hann er of góður drengur til þess; vér munum þó vinna gegn honum þegar fil þess kemur, ekki sem óvini, heldur sem vini—vini, sem vér viljum.forða úr flokki, sem rangt stefnir. En þrátt fyrir það, þótt vér hljótum að verða á móti Veum í þessum kosningum, skal hann eng- um óærlegum brögðum beittur af vorri hálfu, og hans góðu Kostir ákulu fyllilega viðurkendir. En það heilræði vill Lögberg endurtaka, að þeir Paul- son og Veum berjist sem allra drengilegast og íslendingslegast, sem alt af ætti að fara saman. Svona er stríðinu varið. (Eftlrfarandi grein er þýdd úr Telegram.) pýzkaland þykist koma fram með friðarboð að eins til þess að koma í veg fyrir meira mann- fall. pýzkaland lýsir því yfir, að það hafi þegar sigrað, en geri það af mannkostum, að veita hin- um sigruðu óvinum sanngjama friðarkosti. pað væri því ekki úr vegi, að rifja upp hið sanna í þessu efni og athuga hvemlg stríðið stendur á ýmsum köntum stríðsvallarins. Að vestan hafa sóknimar þegar orðið bandamannamegin. Að því er loftskipin snertir, berum vér svo greinilega hærra hlut, að flugbátar óvinanna þora einu sinni ekki inn fyrir landmæri vor. f stórskotaliðinu höfum vér hlotið yfirburði, sem fara dagvaxandi og sem vér vissulega vonum að verði óvinunum með öllu ofvaxið næsta vor. Við Verdun hafa Frakkar náð aftur með litl- um tilkostnaði öllu því sem pjóðverjar tóku með æmu mannfalli og tjóni. Við Somme höfum vér unnið talsvert. Ekki höfum vér einungis náð landsvæði sem er mikils virði í sjálfu sér, heldur höfum vér einnig sýnt það að pjóðverjar hafa tapað fyrir fult og alt þrótti til þess að sigra í árásum. Ársstríðið að vestan hefir kostað pjóðverja ekki minna en 1,250,000 manna. peir hafa ekkert til þess að horfa á framundan sér nema mann- fallslista að minsta kosti eins mikinn næsta sum- ar. Hvergi er sá staður þar sem þeir geti ráðist á með sigri. Lítið vita menn um framgang Rússa að norð- anverðu. í raun og veru er þar alt við það sama sem var fyrir ári. Sunnar hafa Rússar haldið með heiðri Bukowina. Nú em þeir að safna að sér skotvópnum til notkunar sínum mörgu miljón- um. Alt bendir á að þegar þeir gera áhlaup næst, þá komist þeir gegn um Carpathiaskörðin inn á Ungverjalandssléttumar. Verði það þá verða vinningar pjóðverja gildra fyrir þá í stað sigurs. Framleiðslumagn Rússa eins og Breta hefir aukist heima fyrir meira en mælt verði; auk þess flyzt þangað ógrynni af vistum og vopnum frá öðrum þjóðum, frá höfnum við Kyrrahafið og Hvítahafið; með þessu ættu Rússar að geta bygt sig upp næstu mánuðina svo vel að nægi fyrir stærstu — og vonandi — síðustu atlöguna. Austurríki er komið á heljarþrömina. Ef Tyrkir nytu ekki annara að, hyrfu þeir úr sög- unni tafarlaust. peir hafa- tapað Armeniu og brezka áhlaupið í Mesopotamiu hefir hafist aftur; nú eru Bretar á ferð til hinnar sögufrægu borgar Bagdad. í Dobrudja héraðinu halda Rússar og Rúmmenar sinu að sunnan^erðu Danubárinnar. Serbar hafa náð aftur Monastir. prír fjórðu af miljón manna er við Saloniki, og einhvern tíma láta þeir til sín taka. Auk þessa verður því ekki mótmælt héðan af, að pjóðverjar eru að þrotum komnir og famir að svelta heima fyrir. Enn fremur eru þeir famir að líða af baðmullarskorti og öðrum efnum til skotfæra. Alt bendir því í þá átt, að pjóðverjar hafi fulla ástæðu til þess að óttast áframhald stríðs- ins. Styrkur þeirra er að minka, en bandamanna að aukast. Framtíð þeirra er sannarlega ekki glæsileg. petta em hinar sönnu ástæður fyrir því, að þeir eru að leita friðar. Frá eigin brjósti Lögberg hefir minst á áraskiftin; minst á þau yfirleitt; .talað um viðburðina á liðnu ári og skygnst inn í framtíðina lítillega. par eru flest- um dymar lokaðar að mestu. En það finst ritstjóranum eiga við, að rita fáein oró frá eigin brjósti til þeirra manna og kvenna persónulega, sem hann hefir að einhverju leyti átt samleið með á liðnu ári. Hann hefir nú verið fyrir blaðinu í heilt ár samfleytt. pað er að vísu ekki langur tími; en margar öldur geta riðið að litlu fari á skemmri tíma á þeim ólgusjó, sem nú er stýrt um í öllum efnum. Hér skal ekkert um það dæmt, hvemig stjórn blaðsins hefir tekist þennan tíma; það verður til sýnis sem þegjandi dómur innsiglaður af höndum komandi tíma. Eitt er víst, og það er það, að Lögberg hefir grætt marga vini árið sem leið, og fyrir það er ritstjórinn sérlega þakklátur. Reynt hefir verið, að hafa blaðið eins fjöl- breytt og skemtilegt og kringumstæður hafa leyft. Til þess er vonast, að einhverjum hafi komið heilbrigðis greinar blaðsins að nokkru haldi; þær hafa verið fluttar svo að segja stöðugt og væru allstór bók, ef þær væru sérprentaðar. Eru þær flestar eftir þá höfunda, sem óhætt er að treysta og vita um hvað þeir eru að tala. Hefir verið reynt að velja greinarnar þannig að þær væru sem bezt við alþýðu hæfi, jafnframt því að vera vísindalega áreiðanlegar. Mun þetta vera í fyrsta skifti, sem íslenzkt blað hefir tekist það á hendur að fræða fólk vikulega um heil- brigðismál, en í enskum blöðum er það algengt. öll þau þakklætisbréf, sem blaðið hefir feng- ið fyrir þennan heilbrigðisflokk, eru þess sönnun, hversu vel honum er tekið og hversu mikils hann er metinn. Verður honum því haldið áfram hér eftir sem hingað tiL Um Sólskin er það að segja, að því aukast vinsældir með degi hverjum; er til þess vonast, að það hafi nú náð þeirri festu, að það verði hér eftir föst stofnun hjá þjóð vorri vestan hafs. pað er ekki líklegt, að hún uni því hér eftir, að vera án unglingablaðs. pað er fátt, sem dýpri ánægju hefir flutt ritstjóranum árið sem leið, en sú almenna viður- kenning, sem Sólskin hefir hlotið undantekning- arlaust. Sá einn getur borið um það, sem er að reyna til þess að gera sitt bezta, hvílík hug- hreysting og styrkur það er að sjá starf sitt eins vel metið og Vestur-íslendingar hafa metið Sólskin. pað er vissa, sem engum getur dulist, að eigum vér að njóta nokkurrar framtíðar hér í landi sem þjóð, þá verðum vér að leggja sem mesta rækt við ungdóminn, og oss langar til þess að halda, að Sólskin hafi orðið þar vegísir, þótt í smáum stíl kunni að vera. öllum þeim, sem ritstjórinn hefir átt eitt- hvað saman við að sælda, sendir hann kveðju sína um áramótin. Að sjálfsögðu verða þær kveðjur misjafnlega úr garði gerðar, þegar þær fara af stað frá huga hans: sumar bjartar, hlýjar og full- ar þakklætis; sumar með öðru sniði. öllum samverkamönnum sínum við blaðið þakkar ritstjórinn af heilum hug, því samvinnan hefir verið eins ánægjuleg í alla staði og frek- ast mátti verða. Á skrifstofum og vinnustofum blaðsins hafa allir verið eins og einn maður að því er samkomulag snerti, þótt hver hafi haft og haldið fram sinni sérstöku skoðun í ýmsum efnum. Á slíkum stöðum líður manni vel, og slíkir samverkamenn hljóta að verða vinir manns. Öllum vinum sínum óskar ritstjórinn þeirrar mestu gæfu, sem unt er að þeim megi hlotnast á komanda. ari; öllum viðskiftavinum þakkar hann og af einlægni, öllum stuðningsmönnum blaðsins biður hann blessunar; öllum þeim, er honum og blaðinu hafa reynst drengir, hvort sem það voru menn eða konur, biður hann heilla og hamingju. Og þeir eru margir. En öllum þeim—og þeir eru fáir—sem reynt hafa að rógbera ritstjóra Lögbergs og narta í hæla honum, mætir hann á komanda ári í því skapi, að hann er við þeim búinn. Og svo mætti fara, að einhverjum þeirra sljófgaðist marðar- tönnin áður en næsta nýár heilsar. Ritstjóri Lögb. hefir—auk sinnar pólitísku stefnu — fylgt þeirri reglu, að ráðast aldrei á nokkum mann að fyrra bragði; en hvort sem ráðist var á hann eða ættjörð hans, hefir hann verið við því búinn að láta hart mæta hörðu. peirri stefnu mun hann einnig fylgja framvegis. pað mun hann ekki þola, að verða sjálfur að óverðugu um tær troðinn, en hitt mun hann þó þola enn þá ver, að ættjörð hans sé nídd. Þjóðrœkni conservatíva. Blaðið Liberal Monthly flytur grein nýlega til þess að sýna alvöru conservatíva í þjóðræknis- stefnu sinni. Árið 1900 tóku Nationalistar þessi atriði upp á stefnuskrá sína: 1. Að Canada taki engan þátt í því stríði, sem Bretland Jcann að eiga í utan Can- ada. . 2. Að berjast á móti öllum tilraununútil þess safna liði fyrir Breta. 3. Að berjast á móti því, að flotamálaskóli verði stofnaður í Canada með aðstoð Bretastjórnar og henni til liðs. 4. Að vér höfum sjálfir fult vald yfir her- skólum vorum og her á stríðstímum ekki síður en friðar, og það sé oss til vamar heima fyrir að eins. Og að neitað sé að leyfa nokkrum herforingja að fara brott til þátttöku í nokkru stríði, sem Bret- land á í. pessi atriði voru endur samþykt í stefnuskrá Nationalista í Quebec í Júlímánuði 1910, en 1911 gekk Sir Robert Borden í félag við Naitonalista með þessari stefnuskrá og þar af leiðandi tóku conservatívar hana upp. Og svo koma þessir menn fram sem föðurlandsvinir! Um þetta skrifar Bourassa í blað sitt La Devair í Maí og Júní 1913. “Um þingtímann 1910—11 beiddust tveir leiðtogar conservatíva flokksins þess, að eg kæmi til fundar við þá hjá sameiginlegum vini vorum. pegar við mættumst, sagði annar þeirra: “Na- tionalistar segjast vera að berjast á móti Liberal- stjóminni eins og við erum að gera, en stefna þeirra í gagnskiftamálum fellur oss illa (con- servatívum), mjög illa. “Ef Conservatívar og Nationalistar berðust aðallega á móti verzlunarfrelsinu, þá er mjög lík- legt, að vér gætum komið oss saman svo báðir yrðu ánægðir viðvíkjandi flotamálum, þar sem báðir eru með því að bera það undir fólkið. Ef vér látum bera mikið á flotamálinu í Quebec, er hætt við, að vér komum af stað sterkri þegnholl- ustu stefnu hjá þeim er æstastir eru vor megin. Ef verzlunarfrelsið yrði aftur á móti aukaatriði hjá ykkur, þá gæti munurinn orðið enn þá meiri og á þv gæti vor sameiginlegi óvinur (Liberalar) grætt. pegar kosningar koma, gefa sig fram menn til þings, sem verða á móti flotamálinu en með verzlunarfrelsinu; en aðrir, sem láta sér verzlunarmálið í léttu rúmi ligja, verða á móti flotamáli beggja flokkanna. petta væri óþægilegt fyrir oss. Ef vér yrð- um meö óháðum frambjóðendum, yrði oss brigsl- að um tvöfeldni, en ef vér kæmum fram með þriðja manninn—beinan conservatív—þá kæmist liberal þingmaðurinn að.” “Eg svaraði ákveðið,” sagði Bourassa. “Mr. Monk og félagar hans hafa haft fylgi vort vegna þess, að þeir voru á móti báðum flokkum í flota- málinu, þangað til það væri borið undir atkvæði fólksins. Síðan hefir Borden færst nær Monk; hann hefir svo að segja samþykt tillögur hans um þjóðaratkvæðí. Einungis þannig getum vér unn- ið saman. par sem vér erum enginn flokkur, Ifugsum vér oss ekki að koma fram með neitt þingmannsefni, en vér styðjum einlæglega hvert þingmannsefni, conservative eða Liberal, hvort sem hann er með verzlunarfrelsi eða mótí því, ef hann að eíns skuldbindur sig til þess að vera á móti allri þátttöku, beinni eða óbeinni, í stríðum Bretaveldis utan Canada, eða að minsta kosti að vera á móti öllu þess háttar nema því að eins, að það sé borið undir þjóðar atkvæði. Vér gefum ekkert fyrir velferð flokkanna; sama hvor þeirra er. Borden og félagar hans geta ákveðið hvort þeir muni geta náð sætum fyrir ráðherra einir saman eða þeir láta þann komast að, sem vér styrkjum til kosninga.” (Næst kemur frásögnin um það, þegar Bor- den kom sjálfur til Bourassa og hvernig conserva- tívar tóku upp stefnu Nationalista).—Framh. * * * ♦ ♦ t 4- ♦ 4- 4- ♦ THE DOMINION BANK STOFNSETTER 1871 Uppboríraður liöfuðstóU og varasjóður $13.000.000 Allar elgnlr ... 87,000,000 Bankastörf öll fljótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögS á aS gera skiftavinum sem þægilegust viSskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextlr borgaSir eSa þeim bætt viS innstæSur frá $1.00 eSa meira. tvisvar á ári—30. Júní og 31. Desember. 384 Notre Dame Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BTJRGER, Manager. Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar. Stutt námsskeið við búnaðarháskólann Mjög mikilsverö d'eild Manitoba búnaöarháskólans' stendur yfir ein- mitt nú um stuttan tíma. Þaö hef- ir komiö í ljós aö mjög margt fólk hefir hvorki kringumstæöur til þess aö eyða tíma né fé, sem til þess þarf aö stunda þar nám i heilan vetur, en mundu meö ánægju vera þar nokkrar vikur til þess aö afla sér þekkingar í einhverri séhstakri grein, sem þaö óskar eftir að veröa vel að sér í. Stutt námsskeið í þremur slíkum greinum hefir því verið undirbúið næstu vilkur. Það er eins og hér segir: Stutt námsskeið í alifuglarækt frá i6. janúar til 20. febrúar. Stutt námsskeið í vélastjórn á sveitaheimilum frá 16. janúar til 16. marz. Stutt námsskeiö í mjólkurmeð- ferð frá 5. febrúar til 23. febrúar. Námsskeið í alifuglarœkt. Það er sannfæring þeirra sem fyrir alifuglaræktar kenslunni standa í búnaðarháskólanum að miklu meira ætti að vera alið upp af hænsum í fylkinu, og að með betri meðferð mætti láta hverja hænu verða miklu arðsamari en nú á sér stað. » Nú sem stendur er mikil eftir- spum frá Evrópu eftir canadiskum eggjum fyrir hátt verð. Og með því að taka öll egg sem mis'sast mega frá Austur Canada, er svo að segja allur markaðurinn opinn fyr- ir vestur fylkin. Alifuglaræktar ikenslan þenna stutta tíma fæst við það sem hér segir: Hús handa alifuglum; stað fyrir hænsahús á búgörðum, fyrirkomu- leg húsanna, byggingu þeirra og út- búnað; húsaskipun; samanburð á hænsahúsum eða ýmsum tegundum þeirra. Alifugla fœða: Alment korn og það/sem úr því er búið til; fóður til þess að láta verpa vel; fóðrun ungra fugla; fóður til fitunar; samanburður mismunandi fóður- tegunda. Kynbætur. — Kynbætur, fjölgun og val á þeim tegundum sem verpa vel; ‘kynbætur til stærðar; vaxtar og litar. Útungun. — Útungunar vélar; tilbúningur þeirra, meðferð og stjórn. Útungunar hœnsi. — Það kyn og sú tegund sem velja setti til þess að unga út og liggja á. Uppeldi. — Meðferð ungra fugla frá því þeim er ungað út og þangað til þeir komast í gagn. Hænsategundir. — Nytsemis gildi ýmsra hænsategunda í að þekkja hænsakyn. Gæsir, endur og “T yrkjar”. — Samanburður ýmsra tegunda. Egg.-— Meðferð, flokkun, pökk- un og flutningur á eggjum til út- ungunar. .3látraðir alifuglar. — Undirbún- ingur alifugla til marikaðar. Að þekkja gæði slátraðra alifugla. Ungviði. — Uppeldi, meðferð og höndlun ungra alifugla. Alifugla sjúkdómar. — Algengir alifuglasjúkdómar og lýs. Útbúnaður áhalda. — Námsskeið i praktiskum reglum um tilbúning hreiðra, útungunar klefa, hengihúsa og margbýlishúsa verður veitt af þeim sem hefir með höndum tré- smíði á búnaðarháskólanum. Sérstakir fyrirlestrar. — í við- bót við fyrirlestra um það sem að ofan 'er nefnt, verða sérstakir fyrir- lestrar 'haldnir um framleiðslu ali- fugla á sveitabæjum, jarðarávexti, alifugla sjúkdóma og sóttvarnar lyf, óg lýs eða pöddur sem sækja á fugla. Þessir fyrirlestrar verða fluttir í þeirri deild háskólans sem hefir þær greinar með höndum. Praktiskt verk. — Hver nemandi verður látinn annast 20—30 hænur sem liggja á, fita eina grind af ungum til markaðs, stjórna einni útungunarvél og annast hóp af ungum. Praktisfc kensla verður einnig veitt í þvi að dæma lifandi og slátraða alifugla og velja til sölu og undirbúa egg og að búa um siátraða fugla. Að svo miklu leyti sem hægt er verður nemandinn lát- inn vinna verkið sjálfur til þess að læra það. Stutt námsskeið í vélastjórn á búgörðum. Þótt þetta námsskeið sé upphaf- lega ætlað þeim einum sem hugsa sér að fá frekari æfingu í véla- stjórn á búgörðum, þá getur það einnig komið þeim að góðu haldi sem vilja ná í vottorð til þess að geta stjómað gufuvélum heima fyr- ir. Þetta námsskeið er ekki ein- rngis ætlað ungum mönnum úti á landsbygðinni, heldur einnig hin- um fullorðnari. Þetta námsskeið innibindur það sem hér segir: •— Gasvéla vinnu. — Tilbúning gas- véla, meðferð þeirra og stjóm, stöðuvélarstjóm og gasdráttarvéla kveikingu, eldfimi og það sem af- laga fer i gasvélum. Gufuvélat. — Hvernig þær vinna, temprun, að tempra lokur, stjóm og gæzla; litlar stöðuvélar og gufu- flutn:ngsvélar. Katlar. — Tegundir, tilbúning þeirra, viðgerð á þeim og meðferð. Katlafóörun. Járnsmiðja. — Fullkomin tilsögn í járnsmíði og stálsmíði og smíða- tólagerð, lengingu og grenningu jáms, gjarðatilbúning, króka, hringa, f'ellur, keðjuhlekki, járn- flatningu, járnherzlu, járnstillingu, járngötun, meitla, lyklaskorugerð, smíðatólaviðgerð. Búnaðarvélar. — Kveikingar, krækingar, ólasaum, ákitýgjaviðgerð, hólka samsetning, lyklalögun, hjóla- jafnvægi, hjcnla ásar o.s.frv. Steypugerð á bændabýlum. — Að blanda steypu, hlutföll, að laga steypu.; að búa til steypu steina, stéttar, og stykki til bygginga. Byggingar. — Að búa til grind í íbúðarhús, að útbúa rafta, að nota smíðatól, innismíðar, að skerpa sagir, að blanda mál o.s.frv. Vélar á búgarði. — Skoðun og samanburður plóga, sáningavéla, bindara, blástursvéla, fóðúrkvama o.s.frv. Kensla í meðferð og stjóm þreskivéla. Auk þess sem að ofan er talið verða haldnir fyrirlestrar í ensku og búreikningum. Farið verður til ýmsra stórsmíðastofnana og vélalhúsa í Winnipeg með nemend- urna. Stutt námsskeið í mjólkurmeðferð. Þrjú námsskeið verða veitt í mjólkurmeðferð, eins og hér segir: Heimakensla í mjólkurmeðferð, Kensla í ostagerð til markaðs- nota. Kensla i smjörgerð á rjómabúi. Ostagerðar ikensla og smjörgerð í rjómabúi 'er fremur fyrir þá, sem hafa haft nokkra reynslu í osta- verkstæði eða í rjómabúi, en heima mjólkur meðferð er fyrir þá sem heiman að koma beint. I þessum efnum verða haldnir fyrirlestrar og praktisk kensla veitt í því sem hér segir: Val, meðferð og stjórn á skilvind- um. Meðferð á mjólk og rjóma. Að þekkja og flokka heima tilbú- ið smjör. Að reyna mjólk og rjóma og notkun hitamælis. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll lagjíltu'- 5S, 10).00D Höfuðstóll grsiddur $1,431,200 Vara8jóðu.... $ 715,600 Formaður.......... Slr D. H. McMnjjAN. K.O.M.G Vara-formafinr............- - Oapt. WM. ROBINSON Sir D. C. OAMERON, K.O.M.G. .T. H. ASHDoWn, W. R. BAWT.F E. F. HTTTOHINGS. A. McTAVTSH CAMPBELL, JOHN STOVKL Vlt'tmt HKuti-f ifgreiH. Vér byrjuna reilcn.'nga við einstaklinga eða félög ng H11 íiarnir tki'nilar veittir Avisanir seldar tii hvaða staðar scm er á IsLndi. ii-ti c tr a n tr geþnn sosrisjóðsimlögum, sem byrja má með ein ím d >llar. Rnttr Liðar við á hverjum sex mánuðum. T. Z. T 4:>*?r;i>l33D>lt Ráðsmaður Cor. William \ve og Sherbrooke St., . Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.