Lögberg - 15.02.1917, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. FEBRUAR 1917
1‘o'g bciq Gefið út hvern Fimtudag af The Cel- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manager Utanáskrift til blaðsinc THE OOLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Wlnnipog. Utanáakrift ritatjórans: t EDIT0R LOCBERC, Box J172 Winnipog, Man- VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
Tákn tímans.
pegar verið er að berjast fyrir einhverju
áhugamáli, þá er það sælt og sætt að sjá þess
ávexti í verki.
Um nokkum tíma að undanfömu hefir verið
háð hér vestra snörp barátta fyrir viðreisn og
framhaldi íslenzkrar tungu og íslenzks þjóðemis.
Um þetta hafa flestir beztu menn þjóðarinnar
tekið saman höndum,, og þótt flokkaskifti hafa
teygt upp trjónuna í einstökum tilfellum, þá hefir
það verið hverfandi og yfir höfuð hafa allir lagst
á eitt.
Fyrir tíu árum hefði það verið svo að segja
dauðadæmt fyrirtæki í byrjun að reyna nokkra
þjóðemis viðreisn. pá vomm vér í því millibils
ástandi að vér vorum hvorki vakandi né sofandi
í því máli.
Um alllangan tíma hafði homauga það sem
haft var á oss sem “útlendingum” orðið oss svo
ægilegt dáleiðslu auga að fjöldi landa vildi ekki
eða þorði ekki að kannast við þjóðemi sitt.
peir vom ekki margir eins og Júdas að svíkja
beinlínis eða vísvitandi og viljandi, heldur eins
og Pétur — þeir þorðu ekki annað en afneita
þjóðemi sínu að meira eða minna leyti, hversu
brennandi ást sem þeir virkilega höfðu á öllu ís-
lenzku inst í huga sér.
Af þessu komu hinar viðurstyggilegu nafna-
breytingar.
Öðru megin var þörfin á atvinnu og lífsuppeldi
sínu og sinna, en hinu megin óttinn fyrir því að
íslenzka lagið á nöfnunum stæði fyrir þrifum.
pað voru því þau foreldrin: neyðin og heygul-
skapurinn, sem gátu af sér dætumar “Görtí” og
“Rúní” og/‘Sera”, en ráku burt Boggu, Rúnu og
Siggu. pað voru sömu foreldrin sem áttu af-
kvæmin “Bört”, “Ðjonní” og “Djó”, í staðinn fyrir
Gísla, Nonna og Jóa. Og skyldgetin systkini þeirra
ófögru kynblendinga voru “Baldwinson”, “Good-
mundson”, “Swainson” og fleira í staðinn fyrir
Baldvinsson, Guðmundsson og Sveinsson.
pannig var það að fjöldi íslendinga var orðinn
að kynblendingum að því er nöfnin snerti, og það
var hlegið að þeim sem ekki vildu falla eins og
voðfeld dula inn í allar skorur og fellingar þessa
nafnabreytinga fargans.
Einstakir menn héldu sér þó sjálfum í gegn
um þykt og þunt og afsögðu með öllu að verða
eitthvað annaJð. pannig má tll dæmis nefna einn
hinna ötulustu og merkustu leiðtoga vorra. Sig-
trygg Jónasson. f hans spomm hefðu flestir
skafið burt sitt eigið nafn, til þess að losna við
íslenzka blæinn á því. Flestir hefðu í hans sporum
orðið Sam Johnson, en þessi einlægi íslendingur
komst klakklaust með sitt eigið “sigurtrygga”
nafn í gegn um allar þær trúnaðarstöður, sem hann "
skipaði í sambandi við innflutningana og byggingu
landsins; hann kom því heilu og höldnu með sér
allan þann tíma sem hann var rtstjóri Lögbergs,
og hann skildi það aldrei við sig á meðan hann
var fulltrúi þjóðarinnar á þingi.
pessar nafnalegu myndbreytingar, eins og þær
hafa verið vor á meðal sumar hverjar, minna á
ýms skorkvikindi, sem skifta um ham og breyta
mynd.
peir öldnu fslendingar, sem komu heilir út úr
þessum eldraunum, án þess að tína nafninu sínu
eða sjálfum sér, eiga heiður skilið af þjóð sinni.
Og það voru ekki einungis gömlu mennimir, sem
fulltíða höfðu komið að heimaji, er héldu sínum
æigin einkennum, heldur sumir þeirra sem hér
voru uppaidir og jafnvel fæddir. Má þar til nefna
Vilhiálm Stefánsson, séra Biöm B. Jónsson, séra
Rúnólf Marteinsson og séra Magnús Skaftason.
Pessir menn hafa báðir biargað nafni sínu
og flutt það með sér hvar sem farið hafa og engan
kinnroða borið fyrir; er oss ekki kunnugt um að
þeir hafi hlotið nokkra óvirðing fvrir.
Nú eru menn hættir að fyrirverða sig fyrir
það að bera íslenzkt nafn; nú hafa þeir skift þann-
ig um að þeim þykir að því heiður og virðing.
Og hvað sem sagt er þá er það hverjum manni
ljóst er opin hefir augu, að þjóðvakningar tilraun
sú, sem hér hefir staðið yfir síðastliðið ár, hefir
haft afarmikil áhrif.
Aldrei fyr hefir verið eins mikið til þess gert
að halda við málinu; aldrei hefir það fyr átt sér
stað að allar kirkjur bæjarins vor á meðal hefðu
sérstaka skóla, auk sunnudagaskólanna, til þess
að kenna íslenzku og Goodtemplarastúkumar þéss
utan.
Að hér skuli nú vera 5 íslenzku kensluskólar er
gleðilegt tákn tímanna og vottur um mikla breyt-
ingu frá því sem verið hefir.
Og það gleðilegasta er að allir þessir skólar
eru vel sóttir, eftir því sem vér vitum bezt. pað
sýnir vakninguna betur en alt annað. Vér efumst
stórlega um að fyrir tíu árum hefði verið mögu-
legt að fá börn og unglinga til þess að sæk ja slíka
skóla, en nú koma þau þangað hópum saman.
■ Eiginlega var það sérstakt atriði vor á meðal,
sem þessi grein átti að minnast á eða benda á
öllu heldur.
Á mánudaginn var haldin samkoma í Skjald-
borgarkirkju, með öðm sniði en vér eigum að
venjast. par var svo frá venju vikið að alt, sem
til skemtana var haft var íslenzkt frá byrjun til '
enda.
Og það var ekkert gutl; ekkert hversdags hjal.
Samkoman bauð ekkert annað en söngva. Um 20
atriði vom á skemtiskránni, alt kvæði ort af fs-
lendingum sjálfum og öll lögin samin af íslend-
ingum sjálfum. petta sýnir það að fagrar og
göfgandi listir eru að fæðast eða aukast vor á
meðal.
Og aðsóknin að þessari alíslenzku samkomu
var svo mikil að kirkjan var troðfull, þótt að-
gangur væri seldur á 50 cents.
Jólablað Lögbergs í fyrra flutti myndir ís-
lenzkra söngfræðinga vestan hafs og grein um
það, hvílíkr hæfileikar væru til vor meðal í þeirri
fögm list, og hversu lyftandi og göfgandi áhrif
hljómlistin hefði á huga þjóðarinnar í heild hinni,
ekki síður en einstaklinginn.
Ef dæma má eftir mörgum bréfum sem oss
hafa borist um þetta efni síðan, þá er það víst að
mikill áhugi er að vakna hjá þeim, sem gæddir eru
hljómlistar hæfileikum.
Efnishyggjumennimir geta farið um það
hvaða orðum sem þeim þóknast; gert gys að því
ef þeim svo sýnist; sannleikurinn er og verður sá,
að heilbrigð kenning, göfug tilfinning og heit
framfara þrá, verður betur sungin inn í huga og
tilveru fólksins, en mogulegt er að koma henni
þangað á nokkum annan hátt.
pað eru sungin helgiljóð, sem skapa hrausta
menn og konur; það em sungin ættjarðarkvæði,
sem kveikja eld þjóðrækni og ættjarðarástar. pað
em Ijóðin á vængjum söngs og hljóms, sem greið-
ara flug eiga að dýpstu helgidómum mannlegra
tilfinninga, en nokkuð annað.
Takist fslendingum hér að vekja upp sterka
hreyfingu, sem hafi að vopnum alíslenzk kvæði,
sungin undir alíslenzkum lögum, þá geta þeir
unnið kraftaverk fyrir þjóö og tungu.
íslenzk skáld, haldið áfram að yrkja fögur
ljóð á ástkæra, ylhýra málinu!
íslenzkir hljómfræðingar, haldið áfram að
semja lög; helgið tónlistinni alla þá tíma og alla
þá krafta sem þér getið.
223. herdeildin.
Fyrir tæpu ári síðan var gefin út heimild til
þess að stofna 223. herdeildina, og átti að fá menn ’
í hana frá Skandinövum í Vestur-Canada. petta
var heimilað af þeim ástæðum að álitið var að
Skandinavar í Vestur Canada létu sér ant um að
sýna það í verki að þeir væru viljugir að leggja
hönd á plóginn og ynna af hendi borgaraskyldur
sínar, ekki síður en aðrir þjóðflokkar þessa lands;
að þeir væm eins viljugir og aðrir að vernda rétt
og frelsi smáþjóðanna; eins viljugir til þess og
fólkið á Bretlandi og Frakklandi; að þeir væru .
reiðubúnir til þess að leggja mikið í sölumar fyrir
það málefni, sem var í veði.
Liðsöfnun í deildina gekk mjög vel og ánægju-
lega og alt fór fram hröðum skrefum um tíma.
Eftir nokkra mánuði fór samt að ganga miður,
og hefir deildin enn þá ekki fengið nógu marga
menn.
Fyrir þessu voru ýmsar ástæður, sem ekki er
nauðsynlegt að nefna, og álitu yfirvöldin í Ottawa
nauðsyn bera til að breyta um að einhverju leyti.
Eins og flestir lesendur þessa blaðs vita, hefir
197. deildin, sem stofnuð var sem skandinavisk
deild verið leyst upp, og send til Englands til þess
að fylla upp í skörð. Var sams konar skipun gefin
út viðvíkjandi 223. deildinni. Var svo ákveðið
að hún skyldi leysast upp og fara austur til upp-
fyllingar öðrum deildum snemma í þessum mánuði.
Yfirvöldin í Ottawa breyttu samt þessari
ákvörðun sinni og komst að þeirri niðurstöðu, að
það að deild. fékk ekki nógu marga menn væri eigi
sönnun þess að ekki væru eftir neinir Skandinavar,
sem viljugir væru að innritast. pess vegna var
Albrechtson látinn fara frá stjóminni og í hans
stað var settur Capt. H. M. Hannesson, hinn vel-
þekti íslenzki lögfræðingur í Winnipeg.
pegar þetta var ákveðið voru menn alment
ánægðir og fyltust allir nýjum áhuga í deildinni.
Gömlu skipaniraar vor^ teknar aftur og hefir
deildinni verið heitið því; að ef hún geti fengið
200 menn í viðbót, þá fái hún að fara austur í
heilu lagi.
fslendingar í Canada hljóta þá þann heiður, að
eiga deildarforingja af sínu þjóðerai, sem stjórni
skandinavisku deildinni. . „
í stuttu máli hafa yfirvöldin í Ottawa gefið
223. herdeildinni frekara tækifæri til þ ess að
3ýna, hvað hún geti gert. pað er nú skylda hvers
einasta fslendings í Vestur-Canada að gera sitt
bezta til þess að þessi deild, þar sem svo margir
íslendingar eru, þroskist og £angi vel og geti far-
ið austur sem heild.
f deildinni eru nú 200 íslendingar, en margir
fleiri eru þeir, sem geta innritast ef þeir vilja.
Deildin fér austur snemma í Apríl, og það er
undir þeirri liðveizlu komið, sem deildin fær, hvort
hún getur farið í heilu lagi eða hún verður send
í smáhópum.
Ef deildin færi í smáhópum, þá fyndist oss
sem vér hefðum ekki gert skvldu vora, eins og
vér tókum að oss að gera. og það yrði oss til ævar-
ardi hneisu. pví yrði kastað oss í nasir sem ó-
óvirðingn. að vér fslendine-ar hefðum lofað að
hiálpa til að stofna skandinaviska herdeild, en
ekki efnt loforð vort og hefðum ekki getað fengið
nógu marga menn með hugrekki og þreki til þess
að fara austur og taka vora þátt í hinu mikla
stríði. pað væri hnekkir þjóðerai voru. og þ: ð
megum vér ekki láta spyrjast.
Ef oss aftur á móti tekst vel, verður það oss
sómi. pá höfum vér sýnt öðrum þjóðum í Canada
að vér erum færir um að bera vom skerf af byrð-
inni í fósturlandi voru, ekki síður en aðrar þjóðir
hér, og að vér erum reiðubúnir að leggja til vom
skerf og gera skyldu vora.
pað væri oss upphefðar efni, ef vér gætum
sýntfog sagt, að vér hefðum safnað liði í herdeild,
sem yæri skandinavisk, í Vestur Canada, og flest-
ir í henni væru íslendingar.'
pað er sannarlega tilgangur vor, og hann mik-
ilsverður; að því ætlum vér að vinna eftir bezta
mætti.
Skorað er á menn að gefa sig fram í herinn.
Capt. Hannesson er að hefja nýjan liðsafnað, frá
Port Arthur til Vancouver. Umboðsmenn deild-
arinnar eru að starfa í Vesturlandinu, og þörf er
á liði hver.s einasta fslendings í Vestur Canada til
þess að deildinni geti vegnað vel.
Að eins stuttuf tími er eftir, en takmarkið
getur náðst, ef hver og einn gerir sinn hlut. Sam-
vinna er öldungis nauðsynleg til þess að vel gangi
og nú er kominn sá tími, að vér þurfum á mönnum
að halda, og íslendingar ættu að vera meðal þeirra
fyrstu, sem bjóða sig fram til hjálpar í þessu
mikla stríði.
GERA OSS MÖGU-
LEGT AÐ FRAM-
LEIÐA PRENTUN
SEM GERIR VIÐ-
SKIFTAVINI VORA
ANÆGDA
The Columbia Press,
Lim.iteci
Book, and Commcrcial •
Printera
Phona Garry^^ P.O.Bo*3I72
WIM Ni PBG
THE DOMINION BANK
”1
STOFNSETTUR 1871
Uppborgaður höfuðstóU og varasjóður $13,000,000
AUar eignlr - 87,000,000
Bankastörf öll fliött og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg
áherzla lögS & aS gera skiftavlnum sem þægilegust viSskiftin.
Sparisjóðsdeild,
Vextir borgaSir eSa þeim bætt við innstæSur frá $1.00 eSa meira.
tvisvar 4 ári—30. Júnl og 31. Desember. 384
Notre Daane Brancb—W. M. HAMII/TON, Manager.
Selkirk Branctl—M, 8. BURGKR, Managev.
«1
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 HöfuðstóII grsiödur $1,431,200
Varasjóðu......$ 715,600
Formaður...........- - - Sir D. H. McMHXlAN, K.O.M.Q.
Vara-formaður - -- -- -- -- Capt. WM. ROBINSON
Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. J. H. ASHDOWN, W. R. BAWLF
E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISIi CAMPBEIL, JOHN STOVKL
AUskonar banksstörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða
lög og sanngjarnir tkilmálar veittir. Avísanir seldar til hvaða staðar scm er
Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með
num dollar. Rentur lagðar við á hverjum sex mánuðum.
T. E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.
Lesið og kaupið Lögberg
Aðeins þrír dagar enn
AF
(FSIÍTTAR5ÓLUNN
Hvert einasta dollars virði af vorum miklu byrgðum af
Karlmannafötum,
höttum og öðru sem
karlmenn þurfa
Verður að vera selt laugardagskvöldið 17. þessa . mánaðar
LÁTIÐ EKKI DRAGAST AÐ KOMA
Fit-Rite skraddara gerðar treyjur
og vesti.
petta er úr sérlega fallegu innfluttu “tweed” “worsteds” og
“serges”
Reglulegt verð var $25, .$27 og $30.
Niðursett verð á
treyjum og vestum
HATTAR
Notar þú stærðirnar 6%
eða 6%? Ef það er, þá
þurfum vér að finna yð’ir—
og þér þurfið að sjá þessa
hatta. Vanaverð $3, $3.50
og $4. Niðursett verð
NÆRFÖT
Skyrtur og nærbuxur, sér-
staklega handa mönnum, er
nota stærðirnar 34-32 eða
36-34. petta eru hin frægu
Hewson föt og þér borgið
$4.50 fyrir parið næsta vet-
ur. Kaupið þau tafarlaust.
Niðursett verð nú
$1.20 $1.90
FIT-RITE SKRADDARAGERÐ FöT
$12.85
Fötin, sem þú verður stoltur
af að klæðast. Vanaverð $25.00.
Niðursett verð ................
Vanaverð $15.00 og $18.00. Nið-
ursett verð ...............
$8.65
DUNHAM SAMFÖST
NÆRFÖT KARLM.
pessi frægu föt kosta þig
$6.00 næsta vetur. Vert þú
viss um að ná í þau nú. Nið-
ursett verð
SKYRTUR
Nú er tækifæri fyrir þig
að kaupa nóg til næsta árs
að minsta kosti. Stærðir 14
til 18 /2. Vanaverð $1.50
hver. Niðursett verð
$2.70 £$1.65
GERÐ SPARIFÖT
$17.65
FIT-RITE SKRADDARA GERÐ SPARIFÖT
Sérstaklega fínt innflutt skozkt
“cheviot” með vönduðustu silki-
bryddingum. Niðursett verð .. .
Stiles & Humphries
Limited
261 Portage Avenue
I
Ritari deildarinnar.