Lögberg - 15.02.1917, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAR 1917
Lagasafn Alþýðu 19
Slíkt er kallaður þjófnaður samkvæant cana-
diskum lögum.
20. Brot á trausti. pegar manni er trúað
fyrir eigum sem eiga að vera öðrum til nota, ann-
aðhvort einstaklingi, opinberri líknarstofnun eða
félagi, og hann slær hendi sinni yfir slíkar eignir
í öðru skyni, þá er það nefnt brot á trausti, og
varðar það sjö ára fangelsi ef sannað verður.
21. Tilboð og tilboðs þága. Samningur hefir
tvö atriði í sér fólgin: pað er tilboð og tilboðs-
þága. Tilboð er byrjun á öllum samningum. Ann-
ar málsaðili gerir tilboð af einhverri tegund, og
ef hinn tekur tilboðinu eins og það kemur fram,
þá eru samningamir gerðir. En ef sá sem tilboðið
fær breytir skilyrðum, þá telst það ekki samning-
ur. Til dæmis má taka það að Bjöm býður Áraa
að selja honum hest fyrir $150 í peningum út í
hönd; Ámi segist skulu kaupa hestinn, en vill ekki
borga fyrir Wann meira en $130. Með þessu hefir
hann ekki tekið tilboðinu, heldur í raun og veru
gert nýtt tilboð. Hvaða breyting önnur sem gerð
er við tilboð, hefir sömu áhrif, t. d. það ef sá er
tilboð fær vill taka því, en segist ekki geta
borgað út í hönd, heldur eftir einhvern tiltekinn
tíma. Með því hefir hann ekki tekið tilboðinu
eins og það var, og er þetta því ekki talinn samn-
ingur.
22. Tíminn til þess að taka tilboði. Munnlegt
tilboð, þar sem tími er ekki tiltekinn er úr gildi
þegar hlutaðeigendur skilja. Skrifað tilboð, þar
sem enginn tími er tiltekinn er í gildi þangað til
það er þegið (sé það gert innan sanngjams tíma)
eða þangað til það er tekið aftur.
18 Lagasafn Alþýðu.
Sé sá tími tiltekinn, sem tilboðið standi, verð-
ur sá tími að vera sanngjam, annars væri tilboðið
einskis virði. Tilboði má taka með orði eða at-
höfnum, eins og til dæmis á sér stað með alt það,
sem innibindur í sér samninga; t. d. eiginkona
manns eða böm hans kaupa vörur í búð, þá er
það talið sjálfsagt að því fylgi samþykki mannsins
eða föðursins; ber hann því ábyrgð á skuldinni
nema því að eins að hann hafi gert yfirlýsingu
til hins gagnstæða.
23. Samþykki sem fæst með svikum er ekki
bindandi fyrir þann, er svikinn var. pess konar
samning getur hinn saklausi málsaðili gert
ógildan, en hann verður að gera það tafarlaust,
þegar honum hefir vérið kunngjört um svikin.
Hann verður einnig að neita eign sinni á munum
eða eignum, sem samningurinn vill eigna honum
og afsegja allan hagnað eða tekjur, sem hann
gæti haft í sambandi við slíkan samning.
24. Samþykki fengið með ofbeldi. Samþykki
sem fæst með ógnun eða líkamlegu ofbeldi eða
fangelsi eða einhverri þess háttar ólöglegri aðferð
er ekki bindandi, vegna þess að það er neyðar-
loforð, og samningur sem þannig er undirskrif-
aður er ógildur. En hótun um að reka mann úr
vinnu, nema því aðeins að verkþeginn gangi inn
á einhverja sérstaka skilmála, er ekki talin of-
beldi, og samningar undirritaðir undir þess konar
kringumstæðum eru gildir.
25. Tilboð með pósti eða hraðlskeyti. pegar
Lagarfossl
Hið nýja skip Eimskipafélagsins.
Nú eru kaupin gerð á nýja skipinu,
sem kaupa átti i staS GoSafoss, og
því gefiS nafnið “Lagarfoss”.
Lagarfoss er allmikið stærra en
Goðafoss, eða 1550 smálestir, en
Goðafoss var 1260 smálestir. Far-
þegarúm er litið eða ekkert, en úr
þvi er hægt að bæta, ef vill, Hann
er 12 ára gamall, bygður í “Nylands
Værksted” í Kristjaniu árið 1904 og
hét “Profit”. Hann var dönsk eign
jjegar Eimskipafélagið keypti hann.
Skipið kostaði 1,277,500 krónur og
er fyrsta flokks skip; hraðinn mun
vera um 10 mílur á vöku.
Tilboða um sölu á skipi var leitað
um öll Norðttrlönd og í Hollandi, en
að eins tvö tilboðin gátu komið ti)
álita.
Skipið var afhent um 24. Janúar,
lagt i kví og skoðað, og er Eimskipa-
félaginu heimilt að ganga frá kaup-
unum jt, ef gallar koma í Ijós.
Gert er ráð fyrir, að Lagarfoss
geti farið aðra áætlunarferð Goða-
foss á jtessu ári, frá Kaupmannahöfn
7. febrúar.
Þegar er fréttin um kaupin barst
hingað keyptu 5 nienn hluti í Eim-
skipafélaginu fyrir 27,000 krónur
samtals: Garðar Gíslason kaupmaður
fyrir 7,000, Ragnar Ólafsson, Pétur
Pétursson og Chr. Havsteen kaupm.
og Björn Lindal lögm. á Akureyri
fyrir 5,000 krónur hver.
—Visir.
Skipasölubannið.
Aukaþingið, sem nú er á enda, er
að ýmsu leyti merkilegt þing. Það
er einhver nýr andi yfir því, sem gef-
ur góðar vonir um framtíðina, ef ekki
kemur afturkippur, Það er djarf-
tækara á ýmsa hluti en v'ér eigum að
venjast. Hvort það er af því, að
nýju, eða yngri þingpnennirnir, vaði
svo mjög uppi, eins og annar þing-
maður Rangæinga komst að orði,
skal ósagt látið. En ef svo er, þá
væri óskandi að þeir héldu áfram
uppteknum hætti. Og þeir hefðu að
skaðlausu getað vaðið dálítið meira
uppi.
Það munu margir hafa orðið hissa,
er frumvarpið um skipasölubannið
kom fram. Það hefir kvisast um bæ-
inn, að botnv'örpungaeigendur allir
hafi fengið boð í skip sín, svo há, að
full von er til þess að J>eir hugsi sig
tvisvar um áður en þeir neita. En
hverjar afleiðingar það getur haft
fyrir þetta land, og þó einkum fyrir
j>ennan bæ, ef allir botnvörpungarnir
yrðu seldir úr landi samtímis, því
þarf ekki að lýsa hér.
Sölubannsfrumvarpið mun lika
hlaupið af stókkunum af ótta við
þessar afleiðingar. Sölu vöruflutn-
angaskipa er varla að óttast;
Það kom mönnum þv'i nokkuð á
óvart, er frumvarp þetta var tekið
út af dagskrá á kvöldfundi í neðri
deild í fyrrakvöld (11. jan.), en það
þá vitanlegt, að þingi átti að slíta
á laugardag og frumvarpið átti eftir
að fara í gegn um fimim umræður.
Frumvarpið var tekið af dagskrá sam-
kvæmt ósk eins flutningsmannsins.
Hinir flutningsmennirnir þrír v'oru
ekki nogu fljóttir til að koma j v'eg
fyrir þetta, og voru sýnilega ekki við
því búnir.
Hvort þetta verður til þess að
hindra framgang málsins er enn óséð.
En ef þingið hleypur frá þessu máli
án þess að koma því í höfn, þá er
það j>ó sýnt, að hinn nýi andi verður
ekki svo mjög lippi i þinginu, að
gamla dáðleysið þurfi að óttast neina
bráða hættu.
Og hlaupi J>ingmennirnir frá þessu
máli heim til búa sinna, verður að
vænta þess að Iandstjórnin taki til
sinna ráða til að forða landinu frá
Jæssari yfirvofandi hættu.
—Vísir.
Frá Alþingi.
Samningsrof Samcinaða félagsins.
Tillaga sú til þingsályktunar út af
sanmingsrofum Sameinaða félagsins,
var til pmræðu í neðri deild 11. jan.
Framsögumaður samgöngumálanefnd-
ar (Magnús Pétursson) og Einar
Arnórsson sýndu fram á það, að yfir-
varpsástæður jjær, er félagið bæri
fyrir sig v^eru í sjálfu sér ónógar ti!
að réttlæta slíkt tiltæki. Ein af þess-
um ástæðum er sú, að mjög örðugt sé
að fá hér farm til Danmerkur og
jafnvel einnig til Englands. Um þetta
atriði sagði E. A., að það væri kunn-
ugt að félagið græddi miklu meira á
því að láta skipin sigla héðan tóm
og taka kolafarm í Englandi til Dan-
merkur, en að sigla héðan með farm
alla leið. Farmgjöldin fyrir kolin svo
miklu hærri en ákveðið væri í samn-
ingnum fyrir flutninga milli Islands
og Danmerkur.
Önnur ástæðan er sú, að keppi-
nautur félagsins, Eimskipafélag ís-
lands, njóti styrks til strandferða hér
við land. — Út af því atriði benti M.
P. á, að 'þegar samningurinn hefði
upphaflega verið gerður v'ið félagið,
hefði jafnframt verið samið við þá-
verandi keppinaut þess, Thore, um
strandferðir og styrkur verið lagður
til þeirra.
Aðrar ástæður eru aukinn kostnað-
ur, tafir og hernámshætta, sem vitan-
lega er óvíða minna um en á þessari
leið.
Forsætisráðherra lýsti því yfir, að
stjórnin myndi gera J>að sem í hennar
valdi stæði til þess að fá félagið til
þess að halda samninginn, en hverjar
líkur væru til þess að það myndi tak-
ast, kv'aðst hann ekki geta sagt um
að svo stöddu, ráðaneytinu væru
málavextir ekki nægilega kunnir til
|>ess enn.
Tillagan var samþykt í einu hljóði.
—Vísir.
Skipakaup landsins.
Mönnum j>ykir auka]>ingið vera
nokkuö stórhuga. — Hvert stórmálið
rís j>ar upp af öðru, um kaup á
strandferðaskipi, .flóabátum og loks
tnillilandaskipi, alt að 2,000 smálesta.
— Með öðrum orðum skipakaup, er
sennilega verða ekki undir 3 miljón-
um króna, ef skipin eiga að vera
sæmileg. Og allar Iíkur til þess að
þetta verði samiþykt mótmælalaust í
báðum deildum j>ingsins. — Að vísu
KT ' • •• L* timbur, fjalviður af öllum
Nyjar vorubirgðir tegundun;, geirettur og ai.-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Limited
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
eru þetta ekki annað en heimildarlög,
og það má gera ráð fyrir því, að
stjórnin rasi ekki fyrir ráð fram,
þegar til framkvæmdanna kemur. En
alt um }>að er j>etta gleðilegt tákn
tímanna um vaxandi kjark í þinginu.
Á síðasta ]>ingi var kjarkurinn ekki
meiri en það, að þingið brast áræði
til að láta rannsaka eina kolanámu.
Nú ætlar J>áð að skora á stjórnina
að láta rannsaka allar kolanámur á
landinu.
Raddir hafa heyrst úm það, að
heppilegast væri að skipakaup land-
sjóðs væru gerð i félagi við Eimskipa-
félagið. En að }>að verður ekik, mun
stafa af Jyví, að stjórn félagsins vill
ekki binda félagið við nema valin
skip. — Ætlunin er ]>ví sennilega hjá
þinginu að láta }>að fara nokkuð eftir
atv'ikum, hvort góð skip verða keypt,
eða tekið meira tillit til verðhæðar-
innar. — En auk þess myndi það
standa á því formatriði, að stjórn
Eimskipafélagsins hefir ekki fengið
heimild til að auka hlutafé félagsins
rneira en því nerour, sem ]>arf til að
kaupa skip það, sem það ætlar að
kaupa sjálft í stað Goðafoss.
Það er allmikil áhætta að kaupa
skip á þessum tímum, því ef ófriðn-
um lýkur ekki innan skamms, er }>að
trú manna að farmgjöld og skipaverö
hljóti að lækka. En varla þarf að
gera ráð fyrir því, að það beri svo
brátt að, að ekki sé vel ráðið að
kaupa skipin, ef kaupin verða gerð
af sæmilegu viti. — En ]>ó er það
hyggilega ráðið af Eimskipafélaginu
að.fara hægt í kaup á gömlum skip-
um; því þess verður einnig að gæta,
að félagið er hlutafélag og má J>ví
ekki leggja sig um of í hættu fyrir
hag landsins. Eðlilegast að sú áhætta
sé tekin af landinu sjálfu. — En hitt
er rétt og sjálfsagt, að ]>essi flutn-
ingsskip landsins, sem í ráði er að
kaupa, verði undir stjórn Eimskipa-
félagsins, eða hafi sameiginlega út-
gerðarstjórn með því vegna kostnað-
ar og sameiginlegra hagsmuna,
Það mun óhætt að fullyrða J>að,
að öllu athuguðu muni hin óvenjulega
framtakssemi þingsins yfirleitt vekja
ánægju í landinu. — Að eins hlýtur
mönnurn að fljúga það í hug, að
]>etta hefði betur verið gert fyr. —
En þingið varð auðvitaö að fá að
þreifa á því fyrst hve fljótgert
v'æri, að lóga heilu skipsverði í leigu
á gömlum sleðum, sem varla geta
talist sjófærir.
—Vísir.
Frá Islandi.
Sundið sem fram fór á nýársdag á
Reykjavíkurhöfn, eins og venja er til,
fór þannig að 8 tóku ]>átt í því. Er-
lingur Pálsson varð hutskarpastur, en
næstur honum Steingrímur bróðir
hans. Þeir eru bróðursynir Þor-
steins sál. Erlingssonar. Sá þriðji í
röðinni varð Kristinn Hákonarson. —
Bjarni Jónsson frá Vogi mælti fyrir
nninni hreystinnar og í]>róttanna að
loknu sundinu.
Sæsími sagður bilaður (3. jan.J
40 mílur frá Færeyjum. Hangir þó
saman.
Hjún sem ekki vilja láta nafns síns
getið hafa gefið 5,000 kr. í bygginga-
sjóð Ungmennafélags íslands.
Frú Ellen Hallgrímsson, kona
Sveins Hallgrímssonar bankagjald-
kera, andaðist á Landakotsspítalanum
í gær eftir stutta legu. Banameinið
var lifrarbólga.
Sameinaða gufuskipafélagið hefir
tilkynt landstjót-ninni að það geti
ekki annast strandferðirnar framveg-
is, en þingið samþykti lög samstundis
um það að heimila stjórninni að
kaupa 800 smálesta skip til strand-
ferða.
Þingið hefir heimilað stjórninni að
fá fróðan mann til þess að rannsaka
til hlítar kolanámur landsins og láta
vinna kolin á kostnað landsins, ef.þau
reynist góð.
Stjórnin hefir heiinilað að veita
20.000 kr. styrk til leigu á strandferða-
báti um Húnaflóa og öðrum á Aust-
fjörðum. Fáist bátarnir ekki leigðir
má stjórnin veita 90,000 til héraðanna
í hvorum stað til þess að kaupa fyrir
bát.
Samþykt á þingi að leggja niður
Njarv’íkurkirkju og sameina Njarvík-
ur- og Keflavíkur sóknir.
100 manns geta fengiS aS nema
smltSar og aðger8ir á bifreiSum og
flutningsvögnum 1 bezta gasvjela-
skólanum í Canada. Kent bæði aS
degl og kveldi. Vér kennum full-
komlega að gera viS bifreiSar og
vagna og aS stjórna þeim, sömuleiSla
allskonar vélar á sjó og landi. Vér
búum ySur undir stöSu og hjálpum
ySur til aS ná I hana, annaS hvort
sem bifreiSarstjórar, aSgerSamenn
eSa vélstjórar. KomiS eSa skrifið
eftir vorri faliegu upplýsingabðk.—
Hemphili’s Motor Schools, 643 Main
St. Winnipeg; 1827 S. Railway St„ Re-
gina; 10262 First St„ Edmonton.
Vér þtirfum menn aS læra rakara-
ISn. Rakaraskortur er nú alIsstaSar
meiri en nokkru Sinni áSur. Vér
kennum ySur iSnina á 8 vikum, borg-
um gott kaup meSan þér eruS aS læra
og ábyrgjpmst ySur stöSu aS þvt
loknu fyrií |15 til $25 á viku eSa vér
hjálpum ýSur til þess aS byrja fyrir
sjálfan ySur gegn lágrl mánaSarborg-
un. Sérstök hlunnindi fyrir þá 50,
sem fyrstir koma. SkrifiS eSa komlS
eftir ókeypls upplýsingabók. Hemp-
hill’s Moler Barber Colleges, Paelfie
Ave„ Winnipeg. T7tibú 1827 South
Railway St„ Regina og 10262 First
St., Edmonton.
ASTKÍSIIR JOHJVSON.
(Dóttir Mr. og Mrs. Magnúsar Johnson)
Hún leiS eins og blærinn í leiSslu á brott,
er lífsafliS þverraSi’ og dó.
Hún trúSi af einlægni á alt sem var gott
og yfirgaf heiminn meS ró.
FOREST REPOSE.
Let me away to some sequestered cell
Where shadowes hide among the roses fair,
Where piping birds and playing fairies dwell.
The purest fragrance swells the mountain air.
í framgöngu var hún svo skarpleg og skýr,
en skapiS var hóglátt og milt.
Og giampinn í augunvun ómælis-hýr
og orS hvert svo friSsælt og stilt.
Og staSföst og einlæg, sem alt hennar kyn,
meS eldheltar vonir og þrár;
hvern förunaut átti’ hún aS einlægum vin—
ást þeirra, sorgir og tár.
Og foreldrum ástrík og systranna sveit,
hún sólskin i hjartanu bar;
Og bæinn sinn gerSi’ aS brosgeisla-reit
og birtuna stækkaSi þar.
Svo leiS hún á braut, eins og ijðsöldu—blys,
er IffsmagniS síSasta dó, —
á brottu frá veraldar andstreym'i’ og ys
í eilifa fagnaSarró!
Einar P. Jónsson.
T° lie beneath the iofty mountain pine
Where lapsing waters brake in cadence sweet,
Where shimmering rills 'in silver glory shine
As swift they flow the turquois lake to meet.
Let me there dream of life that’s lost and bast,
The iife of fancy, hopes and simple youth.
Such mighty power memory thou hast
The mind in lonesome woe and grief to sooth.
Let me there dwell on life of future hopes,
of labore worthy and of battles won,
Of soui in freedom, shackled now it gropes
In sorrows dark towards that morning dawn.
I like to rest where limped waters flow,
Where lakes and medows, cliffs and rivers meet
Where cinquefoii and sweeter lilies grow
And silver brakers kiss their downy feet.
Ilalldór .Folinson.
8 ö L S K I N
t 8ÓL8KIN
aði vel áfram í skóla-náminu. En heima fyrir
lærði hún að lesa og skrifa íslenzku, og tókst það
vonum framar, eins og sést á bréfinu, sem hún
þó skrifaði eftir að hún var orðin veik. Hún
skrifaði ömmu sinni reglulega bréf í síðastliðin
þrjú ár, og sendi henni þá vanalega eitthvað smá-
vegis, sem hún hafði gjört í höndunum.
Um miðjan síðastliðinn vetur veiktist hún og
var þá þungt haldin um tíma, en hrestist með vor-
inu. pað var aðeins skammgóður vermir, því
henni sló niður aftur og andaðist hún í ágúst í
sumar, eins og áður er sagt.
Henni var sérlega vel til “Sólskins”, og hafði
oft minst á það í bréfum sínum að sig langaði til
að senda því eitthvað, og það hefði hún eflaust
gjört, ef aldurinn hefði orðið lengri. En ef vera
kynni að hún fengi að líta í litla blaðið sitt, þá
yrði hún ánægðari að sjá þar eitthvað eftir sig
sjálfa.
Hér koma erindin, sem um var getið:
Bjartasti geisli hins ljós-mikla ljóðs,
sem löndin úr niðdimmu vekur.
Sætasti hreimur hins himneska óðs,
sem hugann frá störfunum tekur.
Á örskjótum vængjum, um alvíddar hvel
í árröðuls skrúðanum hreina,
í blómstur-reit lífsins, þeir vissu það vel,
þar væri að hitta þig eina.
peir komu með dygðanna dýrustu hnoss
þá dýpstu, og sætustu angan,
í friðsæla runninum réttu þér koss
á rjóðan og brosandi vangann.
En því komu stormar og því komu ský
þar sem að vonirnar glóðu?
pví var hann Dauði að draga þig í
þá dökkleitu, fallandi móðu?
Hið ytra’ er hann klæddur í ískulda-hjúp,
sem ögrar mót himninum bjarta.
Hið innra á hann blikandi eilífðar djúp,
og ylríkt og kærleiksfult hjarta.
pví handanað móðir þín hefir þér mætt
og hrifið úr strauminum þunga.
Frá hverfandi lífi þú sofnaðir sætt,
með sólskin í hjartanu unga.
Við geymum í minnum, sem skin eftir skúr,
það skærasta er himininn málar,
og samdregin verður þar engil-mynd úr
afhjúpun, bamslegrar sálar.
pinn einl.
G. O. Einarsson.
Hér emur bréfið, sem litla stúlkan skrifaði áð-
ur en hún dó:
Mountain, N.-Dak., 17. maí 1916.
Elsku amma mín:—
Eg hefði átt a'ð vera búin að skrifa þér fyrir
löngu, en eg hefi verið svo lengi veik, og hefi því
ekki getað það; og enn þá er eg lasin. Eg var
búin að búa til þennan klút, sem er í bréfinu fyrir
meir en mánuði síðan. Eg var nýlögst, þegar eg
fékk góða bréfið frá þér og miðana, sem mér þótti
mjög vænt um. Pabbi skifti þeim fyrir mig og
eg á þá enn. Eg þakka þér ósköp vel fyrir send-
inguna og bréfið. — Eg klippi einlægt “Sólskin”
úr Lögbergi, og ætla að láta búa til úr því stóra
bók. Mér þykir svo vænt um það. pað er svo
fallegt og skemtilegt fyrir böm og alla.
Eg held eg megi nú hætta í þetta sinn, því að
eg er ekki ennþá sterk að skrifa. Eg bið að heilsa
afa og stúlkunum þínum.
pín elskandi.
Kristín Sveinson.
Leðurblakan sem vildi lœra
að syngja.
Leðurblöku fjölskylda átti heima uppi í háum
birkitrjám. pað voru æfa gömul leðurblökuhjón
og eitt barn þeirra.
pessi leðurblöku fjölskylda var af f jarska há-
um ættum og stórefnuð. pau voru öll í síðum
regnkápum og höfðu engar samgöngur nema með
heldri fuglum, svo sem gamalli og grárri uglu.
pau áttu sérlega fínan bústað nppi yfir glugg-
anum í kirkjuturninum, sem var hálf hruninn.
pessi bústaður var ekki skrautlegur á að líta
að utan, en það var bara til þess að þjófar kæmu
þangað ekki, sérstaklega smáfuglar, þegar þeir
sáu það að bústaður leðurblakanna var svona fá-
tæklegur, héldu þeir að þar væri engu að stela;
en þar skjátlaðist þeim; því bústaður leðurblak-
anna var óásjálegur að utan, en þeim mun fínni
að innan. Og þar að auki höfðu þær miklar
byrgðir af ormum. Leðurblökumar höfðu skeljar
fyrir diska og smá kúfunga fyrir bolla, en manns-
hári^ höfðu þær náð til þess að búa til sængur.
“Hvers vegna höfum við mannshár í rúmfötin
okkar ?” spurði litla leðurblakan, sem var tutíugu
ára gömul, en ósköp heimsk.
Faðir hennar klappaði á kollinn á henni og
sagði: “pað stendur þannig á því, að í gamla
daga trúðu böm mannanna því, að við réðumst á
þau og reittum af þeim hárið; og svo voru þau
dauðhrædd við okkur. Á meðan bömin trúðu
þessu, notuðu forfeður okkar sér það og reittu
virkilega af þeim hárið; en þegar þau urðu skyn-
samari og hættu að trúa því, þá hættu þeir líka,
og það litla hár er við höfum eftir, höfum við erft
frá forfeðrum vorum.”
“Hí, hí,” heyrðist ýlfrað úti fyrir. pað var
uglan, sem kom að heimsækja leðurblökumar.
“Flýttu þér og þvoðu þér í framan, stelpa
mín,” sagði leðurblökumóðirin við dóttur sína.
“Uglu herrann er kominn að heimsækja okkur.
pvoðu þér um fætuma líka.”
“Hí, hí,” sagði uglan um leið og hún kom inn
og hneigði sig. “Hvemig líður þér, nágranna
kona, núna?”
“pakka þér fyrir; mér og okkur líkar ágæt-
lega,” svaraði leðurblakan. “Eg hefi bara dálitla
gigt í hægri vængnum. Hún ætlaði alveg að klára
mig í nótt, ólukkans gigtin; það er^vegna þess
hvað veðrið var slæmt.”
“Ágætt veður, grannkona góð,” sagði uglan.
“Hú, hú. Stormurinn hvein í trjánum; vindhan-
inn snerist eins og elding; og þaksteinamir fuku
hver á eftir öðrum; gluggarúðumar brotnuðu. Já,
þvílíkt líka heljar veður! pað var bara verst, að
eg hefi engan til þess að njóta með mér. Nú
ætla eg að fara að gifta mig.”
“Hvað er orðið af þér, stelpa mín?” kallaði
leðurblökumóðirin til dóttur sinnar. Litla leður-
blakan kom inn og lyfti upp vængjum af fögnuði
um leið og hún heilsaði uglunni.
“Svo þú ætlar að fara að gifta þig?” sagði
leðurblökumóðirin. “ósköp var það leiðinlegt, að
hún dóttir mín skuli ekki vera eldri en tuttugu
ára.”
“Ekki stendur henni æskan fyrir,” svaraði
uglan. “Eg er ekki nema fjörutíu. Nei, aðal at-
rjjgiið er það, að hún kunni að syngja. Eg hefði
getað fengið náttgalann, sem mér geðjast illa að,
því að hann er að flakka suður á vetuma. Konan
mín verður að vera heima alt árið. Kann nokkurt
ykkar að syngja uglusönginn?”
“Nei, en þú verður að syngja hann fyrir okk-
ur,” sagði litla leðurblakan.
“pú átt að þéra þennan herra,” hvíslaði leður-
blökumóðirin; “það er ókurteist að þúa hann.
Svo ranghvoífdi uglan augunum og söng:
“Hú, hó’ hí, hó!
hef ég ei frið né ró;
þoli vind og vætur,
vaki allar nætur;
gæti uppgefinn,
að ekki hrynji tuminn minn.
Hú, hó! hú. hó'”
.... “ó, hvað þetta er yndislegur söngur,” sagði
Iitla leðurblakan og baðaði vængjum af ánægju.
||Hvað þetta er yndislegt!”
“Pað er verst, að þú kant ekki að svngja líka
ungfrú leðurblaka,” sagði uglan alvarleg, rang-
hvolfdi augunum og flaug burtu.
Litla leðurblakan fór að gráta.
‘‘ó, eg vildi, að eg kynni að syngja,” sagði hún
með ekka. “ó, eg v’ldi bara að eg kynni að
syngja.”
“Vertu ekki að gráta, dóttir sæl,” sagði móðir
hennar. “pað er hægt að læra að syngja. Komdu
héma, eg skal hjálpa þér að búa þig; kveddu svo
hann pabba þinn. Vð skulum koma út í skó, tetrið
mitt, og finna náttgalann.”
Náttgalinn sat úti í skógi á stóru og fallgu eik-
artré, og var að kenna fuglum að syngja.
“Góðan daginn, hei-ra náttgaíi,” sagði leður-
blökumóðirin. “Hún litla dóttir mín er einstak-
lega mikið fyrir söng, hana langar til að biðja þig
að kenna sér að syngja.”
“pekkir hún tónstigann ?” sagði næturgalinn.
“Líklega ekki í réttri röð,” svaraði leðurblakan.
“Eg skal syngja, og svo skalt þú hafa sönginn
upp eftir mér,” sagði næturgalinn. Og svo söng
hann:
“Með sólksins dýrð, með sólskins dýrð,
þú sumri, drottinn, veginn býrð.
Tsip,— tsip,— tsip,— tsip!
pá syngur fögur fugla hjörð,
og fagnar alt á vorri jörð;
þeir syngja bæði létt og ljúft,
um ljós og sól, svo unaðsdjúpt.
Tsíp — tsip — tsip!”
“Kví—pí—kvit—kvat—pí” skrækti litla leður-
blakan og ranghvolfdi í sér augunum, eins og hún
hafði séð ugluna gera. pað hlaut að vera bæði fínt
óg fallegt, af því uglan gerði það.
“petta er afleitt; blátt áfram ótækt,” sagði
náttgalinn.
“petta er tónstiginn okkar.,” sagði leðurblöku-
móðirin og varð reið fyrir hönd dóttur sinnar.
“Jæja, þá er mér ómögulegt að kenna dóttur
yðar að syngja,” sagði náttgalinn; “hún ætti að
ganga í söngfélag kattanna, sem halda söngsam-
koma á hverju kveldi hjá gamla ryðgaða vindhan-
anum á borgarmúrnum. pað getur vel skeð, að
hún geti lært þar.”
“pakka þér fyrir upplýsingarnar,” svaraði leð-
urblökumóðirn dálítið þóttafuíl. Og svo fóru þær
heim, mæðgurnar.
Um kveldið fóru þær út að vindhananum á borg-
armúmum; þessi gamli vindhani var alveg eins út-
lits og reglulegur hani; og héldu þær mæðgur að
það væri svo.