Lögberg - 15.02.1917, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.02.1917, Blaðsíða 5
« I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAR 1917 5 Hér er saumavéla-tilboð sem sparar marga peninga WhTtE SAUMA VÉL af hinni allra beztu tegund pessi vél hefir alla nútíðar kosti og endurbætur, en verðið er það sama; þær eru mörgum dölum meira virði en þær eru seldar, því þær eru virkilega þess virði, sem þær eru sagðar. OG NÚ ER NIÐURSETT VERÐIÐ OFAN í $29.75 miðsvetrar sérstakt söluverð $29.75 pessi vél er með þremur skúffum, sjálflyftiafli, með “automatic pinch tension”, positive feed”, “automatic bobbin winder” og “complete set of nickel attachments.” Kassinn er úr ágætri sagaðri eik, fagurlega póleraður. Grindin er úr sterku bandstáli, með kúluvöltum, sérstakur “dress guard” og snúruskora. í öllum deildum búðar vorrar verður afar mikil niðurfærsla á verði —pað sparar frá 20% til 50% yfir höfuð. Komið og skoðið. Til Sveitafólks.—Vér borgum flutningsgjald á pöntunum, sem eru $75 virði eða meira til hvaða staðar sem er í Man. og Sask. Talsími Garry J.A. Banfield BÚÐIN ER OPIN frá 8 að tnorgni til 10 að kveldi á Laug- 1580 492 MAIN STREET ardögum Bréf til félagsins “Jón Sigurðsson' 12. janúar 1917. Kæra Mrs. Brynjálfsson :— Eg fékk ágætan böggul í dag frá ykkur, “Jóns Sigurðssonar” félags- konum í Winnipeg. Eg er nú ekki frá Winnipeg, og er því miður víst engri ykkar persónulega kunnugur, og að því leyti gerir það þá víst líka lítinn mun hverja ykkar eg ávarpa, enda er nú erindið ekki mikið. En eg get þó ekki stilt mig um að þakka sendinguna, um Ieið og eg óska fé- laginu eg ykkar góða starfi, allra heilla í bráð og lengd. Núverandi kringumstæður okkar og herlífið yfir höfuð er eðlilega svo stórkostlega frábrugðið því sem við höfttm flestir átt að venjast. Auð- vitað gerðum við líka ráð fyrir því, og fáumst ekki um það. Við álítum drengskap okkar liggja við, og krefj- ast þess, með öðru, að við veitum lið eftip mætti, við höfum þegjandi sam- þykt að taka því hermannlega sem að höndum ber, og gjöra sem bezt og bjartast úr öllu. En við værum þó of kaldir ef við fyndum ekki til þess hverju við höfum horfið frá, og í samanburði við það, verður þá eðli- lega vistin hér, dálítið fáleg og dauf- leg með köflum. _____ Og því verða okkur þessar send- ingar svo kærar, við fögnum ekki að- eins innihaldinu, eins heillandi og það-þó er, heldur, eins og fyrri, er vinarþelið og hlýleikinn sem fylgir ennþá velkbmnara. Við höfum eign- ast nýja vini, og við vitum að nú eru enn fleiri þar heima, sem muní eftir okkur og fylgja oss eftir með góðum huga, hvert sem leiðin liggur. Eg hefi tekið eftir þvi, og reynt að sjálfur að þessar sendingar virðast, engu síður, kröftugar, en þær sem fóru manna á milli heima á Fróni í gamla daga, þó að tilgangurinn sé nú annar og árangurinn verði ólikt heillaríkari, þar sem þessar hafa nú gott eitt í för með sér. Etn krafta- verk gera þær þó, á þvi er enginn vafi. Eg hefi séð rúmfasta menn, setn á- litnir voru illa haldnir, stökkva fram eins og þeir kendu sér einskis meins, þegar böggulinn bar að garði, og aðr- ir sem haft höfðu ógleði mikla, víst andlega, líka þeirri sem þjáði forn-. menn stundum, verða alheila á augna- blikinu við komu þessa kynjalyfs. Framkoma okkar yerður nokkuð gdófgerð stundum, og talið eftir því, oss hættir við að gleyma áhrifunum að heiman, einsog reyndar má búast við, það verður svo fátt hér til þess að örva það háleita og góða í sjálf- •um oss og lifinu hér yfir höfuð. F.n eg hefi tekið eftir því að þessar sendingar hafa einmitt andlega vekj- andi áhrif a.m.k. í bráðina. Við gæt- um ókkur betur, stóryrðin fækka, strengir að heiman hafa verið snertir og við högum okkur í bili líkara þvi eins og við værum þar á meðal skyld- fólks okkar og vina. Það þykir nú kannske ekki við- eigandi, en eg vona þó að það verði ekki “fomemandí”, og eg má þá segja eins og er, að eg vildi helzt mega þakka gjöfina með kossi (auð- vitað í andaj. Það getur ekki verið hættulegt svona úr fjarlægðinni. Með kærri kveðju til allra ríkisins dætra. Einnig með vinsemd og virðingu. 'Þinn einlægur. G. F. GuSmundsson. Reg. No 235187, 20 Lagasafn Alþýðu tilboð er gert bréflega, þá er samningurinn kom- inn í gildi eftir að bréfið hefir verið póstað, sem frá því skýrir að tilboðinu sé tekið. pegar frá því er skýrt að tilboði, sem gert var með bréfi eða skeyti, er svarað með hraðskeyti, þá er sá samningur gildur eftir að svarið hefir verið afhent á hraðskeytastöðinni. pegar tilboði er tekið og það hefir verið tilkynt með hraðskeyti, ætti ávalt að skrifa bréf til staðfestingar skeyt- inu til þess að koma í veg fyrir villu, sem verið gæti í skeytinu eða til frekari fullvissu, ef skekynni að skeytið hefði glatast. Tilboð sem ekki ákveður að því skuli tekið eða svarað innan neins sérstaks tíma, er í gildi þangað til það er tekið aftur, eða þangað til sanngjam tími hefir liðið til þess að svara því. 26. Afturköllun tilboðs. Tilboð má kalla aft- ur hvenær sem er, áður en því hefir verið tekið. pegar taka á aftur tilboð, sem gert hefir verið bréflega, þá verður sá er tilboðið hlaut að fá það bréf áður en hann hefir póstað bréf með tilkynn- ingu um að hann taki boðinu. Annars er það of seint. Ef tilboð er tekið aftur með hraðskeyti eða talsíma, þá verður afturköllunartilkynning að vera komin til hlutaðeiganda áður en hann hefir sent bréf eða skeyti um það að hann taki tilboðinu. Annars er tilkynningin of sein. Lagasafn Alþýðu 17 d) Hin^r fölsku staðhæfingar eða athafnir verða að hafa verið gerðar í því skyni að blekkja. priggja ára fangelsisvist liggur við því að ná fé eða peningum undir fölsku yfirskyni. Samkvæmt 24. grein hegningarlaganna, sem við þau var bætt á sambandsþingi 1914, er þetta meðal annars: “Hver sá er vísvitandi gefur út eða lætur gefa út auglýsingu í því skyni að koma í framkvæmd sölu eða afsali fasteignar eða lausa- fjár, eða einhvers eignarhalds á því, þar sem ein- hver fölsk staðhæfing er í, sem til þess er ætluð, eða líkleg er til þess að hafa áhrif á verð eða sölu slíkra eigna, skal ef hann reynist sannur að sök sæta sektum er nemi $200 eða sex mánaða fangelsi eða hvorutveggja, eftir ástæðum. 18. pjófnaður og falskt yfirskyn. pegar um þjófnað er að ræða, hefur eigandinn alls ekki í hyggju að láta hlutinn af hendi við þann er tekur; en með falskt yfirskyn er öðru máli að gegna. pá er eigandinn til þess fús að láta hlutinn, en sá sem fær, nær honum með röngum staðhæfingum eða blekkingum. Venjulega er það ekki kallaður þjófnaður að taka eitthvað sem vex á jörðinni, þótt annar eigi landið, sé hluturinn sem tekinn var ekki meira en 25 centa virði. 19. pjófnaður úr sjálfs síns hendi. Svo er það kallað þegar einhver tekur fé annara og notar það í eigin þarfir, áður en það kemst í hendur eig- andans eða verkgefanda. T. d. borgar maður skuld og fær hana í hendur þjóni þess er hann skuldar; en þjónninn notar peningana í eigin þarfir. “C” Coanpany, Can. M. G. Depot • Crowborough, Sussex, England. Dánarfregn. 27. janúar andaöist í Blain Jón Árnason, ættaöur frá Hlíö í Selvogi í Árnessýslu. Til Ameríku fór Jón sál. 1886 frá Reykjavík, hafði hann dv'aliö þar og stundaö iön sína, trésmíöi. Hann settist að í N.-Dak. Þar kvæntist hann Björgu Bjarnadöttur, ættaöri úr Skagafiröi. Var hún systir Þorkels heitins, er lengi var prestur á Reynivöllum í Kjós. Hann misti konu sína eftir nokkurra ára sambúö. Jón heit., bjó um hríö í Calgary, Alberta, einnig í Red Deer, svo og i Vernon, B. C. Til Ballard, Wasb. fluttist hann og þar kvæntist hann í annað sinn Jónínu Baldvinsdóttur frá Sigluvík á Svalbarðsströnd, og lifir hún mann sinn enn. Til Blaine kom Jón fyrir rúmu ári frá Vernon, B. C. — Hann andaðist úr Iungnabólgu. Jón var vandaður maður og v'ildi ekki vamm sitt vita. Sig. Olsfsson. Dánarfregn. Þann fyrsta janúar andaöist hér í Blaine Aghata Magnúsdóttir. iHún var fædd 14. des. 1830 á Sandi í Aöal- reykjadal í Suöur-Þingeyjarsýslu. Hún var dóttir Magnúsar yfirsetu- manns, sem víöa var þektur á því svæði fyrir lækningar sínar. Aghata sál. giftist 23 ára aö aldri Einari Grímssyni frá Krossi í Ljósa- vatnsskaröi; bjuggu þau lengi á Björgum i Kinn. | Eftir aö hún misti mann sinn, flutt- ist hún ásamt börnum sinum til Ameríku árið 1883. Böm hennar hér í landi eru þau Magnús Grandy bú- settur í Blaine; Einar, sem býr í grend viö Wynyard, 'Sask., og Sig- ríður kona Friðbjörns Friðrikssonar, er býr í Manchester, Wash. Hjá Magnúsi syni sínum dvaldi hún mörg sín síðari ár. — Fjögur börn hennar eru og á lifi á Islandi. Aghata heitin var vel gefin kona, hafði mikla fróðleikslöngun og þrek til hins síðasta. oex ictuuar ioru ausiur tu naniax á þriðjudaginn til þess a vinna í \ pósthúsinu þar. Þeir voru þessir: Gunnlaugur Tryggvi Jónsson, Kristj- án Sigurðsson (fyrv. ritstjóri Lögb.J, Mattías Þorsteinsson, Charles Niel- son, Þorsteinn Bjömsosn kand. og E. P. Jónsson. Guðni. Einarsson frá Bifröst var á ferð hér í bænum fyrir helgina sem leið. Óafur sák Ámason, sem getið var um síðast að látinn væri, átti 9 börn, en ekki 10, eins og frá var skýrt, tvær dætur og sjö syni. Kristján Jónsosn frá Baldur kom til bæjarins til þess að Vera við útför Andrésar sál. Freemanns; hann var einn af líkmönnunum. Hallgrímur Grímsson frá Mozart, og Steingrímur Sigurðsson frá Hól- um, komu sunnan frá Dakota um helgina á leið vestur. Steingrímur hefir í hyggju að fara hein* til Is- lands í vor. Vér búum þær til góðar Viðskiftavinir vorir hafahælt þeim að verðugu, PURITV FCOUR More öread and Better Bread Járnbrautarslys. Jámbrautarslys varð á föstudaginn nálægt Cromwell í Iowa. Hafði stál- ið verið brotið í einum stað og steypt- ist lestin út af 60 feta háum\hrygg niður í frosna mýri. Fjöldi manna og kvenna brauzt út um glugga á náttklæðunum og stóð í hóp á ísnum og snjónum í brunagaddi í heila klukkustund. Fjórir létu lífið og 50 meiddust alvarlega. en fjölda margir minna. CANAMI FINEST TtlEATtt % Bonspiel-vikuna rerður góður leikur flmtudaglnn 8. febrúar I 9 kv|ld Matinee: laugardaginn 10. febrúar, miðvikudaginn 14. febr. og laugardaginn 17. febr. pessa lands mestu skripaleikarar undir stjórn Alberts Brown I leiknum “A I.ittle Bit of Floff” VerS á kveldin $1.60 til 25c VerS á mat. $1.00 til 26c. \ 8 BÖL8KIN “Hvers vegna andvarpar þú svona sorglega, gamli vindhani?” spurði litla leðurblakan. “Mér er ilt í fætinum,” svaraði haninn. “Hann er ryðgaður.” "pað er slæmt; það hlýtur að vera ósköp óþægi- legt,” sagði litla leðurblakan með aumkunarrödd. “Ryðgaður fótur hlýtur að vera óþægilegur.” “^arið ykkur,” sagði vindhaninn; “kettirnir koma.” “Leðurblökumæðgurnar skriðu inn í svo litla holu, sem var á múrnum, og gerðu eins lítið úr sér og þær gátu. Eftir múrveggnum kom kolsvartur köttur. Rófan stóð beint upp í loftið, alveg eins og brugðið sverð. pað stirndi á hann og það var eins og eldblossar stæðu úr augum hans. Köttur- inn urraði af grimd og fór beint þangað sem vind- haninn var. Síðan grenjaði hann upp yfir sig og átti það að vera söngur; það sem hann söng, var svona: “Mí, mjú og mjá, eg mér vil konu fá í silkimjúkum, svörtum kjól og sífelt lipra eins og hjól. Mí, mjú og mjá, v eg mér vil konu fá.” Svo kom annar köttur úr hinni áttinni. Hann var gulur með hvítum röndum eftir bakinu. Hann var fjarska sjaldséður köttur. pegar hann sá svarta köttinn, var eins og aug- un í honum yrðu að eldkúlum; hann var svo reiður. Hann dró sig saman í hnykil svo að allir fætumir voru svo að segja saman. “Mjá, mjá,” vældi hann. “Mjá, mjá”, svaraði hinn kötturinn. Svo reistu þeir báðir upp rófuna og veifuðu henni í loftinu eins og sverðum eða slöngum. Svo stóðu þeir upp á afturfætuma og fóru að fljúgast á.'^-pað var þeirra siðuj- að bjóða hvor öðrum gott kvöld á þennan hátt. Eftir nokkrar ryskingar lögðust þeir niður, báðir á hliðamar, horfðu upp í tunglið og sungu: “Mí, mjú og mjá, eg mér vil konu fá .. í silkimjúkuni, svörtum kjól og sífelt lipra eins og hjóí. mí, mjú og mjá, eg mér vil konu fá.” (Meira.) Mamma spilar á hljóðfœrið en pabbi leikur við litlu dóttir sína SÓLSKIN Barnablaö Lögbergs. ii.\r. WINNIPEG, MAN. 15. FEBRÚAR 1917 NR. 20 Tvœr myndir af sólskinsbarni Allir menn eiga tvær myndir. önnur er þann- ig að myndasmiðurinn getur náð henni á spjald eða pappír. Hún sýnir hið jrtra útlit mannsins. pað er hin líkamlega mynd hans. Hin myndin er alt, sem maður hugsar og gjörir; áhrif þess verða X Kristín aveinsson eftir þegar maður deyr og gera heiminn annað- hvort betri og sólskinsríkari eða verri og dimmari. þessi mynd er andleg. Sólskin flytur ykkur í þetta skifti tvær myndir af sömu stúlkunni. Annað er líkamleg mynd, gerð eftir ljósmynd, hin er andleg mynd. páð er bréf sem litla stúlkan skrifaði ömmu sinni rétt áður en hún dó. pað er seinasta bréfið hennar. J>ið vitið að í bréfum eru hugsahir manna, þau eru þess vegna mynd af sálum þeirra. petta fallega bréf er því andleg mynd af litlu stúlkunni dánu. Hér fer á eftir bréf og upplýsingar um þessa stúlku, og er það skrifað ef Guðmundi Einarssyni frá Bifröst, sem oss minnir að sé kvæntur móður- systur dánu stúlkunnar. Bifröst P. O., Man., 27. nóv. 1916. Herra ritstjóri Lögbergs:— Viltu gjöra svo vel og gefa eftirfylgjandi lín- um rúm í litla bamablaðinu þínu, við fyrstu hentugleika. — þess var getið í Lögbergi og eins í Heims- kringlu að Kristín Sveinsson, dóttir Odds Sveins- sonar að Mountain N.-Dak., hefði dáið 28. ágúst í sumar sem leið. Einnig var lítið æfiágrip og vers í síðamefndu blaði, skrifað af einum af vin- um hinnar látnu þar syðra. Amma hennar, Kristín Schram í Geysir bygð í Nýja íslandi, hefir beðið mig að skrifa nokkur minningar orð um litlu nöfnu sína, og birta þau í Sólskini í Lögbergi, ásamt með mynd af litlu stúlkunni og síðasta bréfið frá henni, sem hvoru- tveggja fylgir þessum línum. þessi litla stúlka var tæpra 10 ára þegar hún dó. Hún misti móður sína þegar hún var á f jórða árinu, og fékk að því leyti snemma að kenna á alvöru lífsins. öldruð kona, Halldóra Thomson að nafni, sem hefir annast heimilisstörf fyrir föður hinnar látnu, hafði þó gengið henni mjög í móður stað, og kent henni margt gott, bæði til munns og handa. Hún gekk á skóla í Mountain frá því hún var fimm ára, og var sérstaklega ástundunarsamt og hlýðið barn. par að auki var hún framúrskarandi skilnings góð, svo henni mið- /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.