Lögberg - 08.03.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.03.1917, Blaðsíða 1
 wMmé W/NN/Pec‘5 PPfM/fP /AUHD/>y, 56-59 Pearl St. Tals. Garry 3885 Foriieti, R. J. BARKER RáðsmaSur, S. D BROWN 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FÍMTUDAGINN 8. MARZ 1917 NÚMER 10 Leynisamningar Þjóð- verja við Mexico-stjórn liaö komst upp í vikunni sem leiS að ÞjóSverjar höíöu gert leyniuppá- stungu um þaö a'ð Mexicomenn og Japanar verði við því búnir aö rátS- ast á Bandaríkin, ef þau segi Þýzka- landi stríð á hendur. Dr. Zimmer- niann utanríkisráðherra Þjóðverja hóf þessar málaleitanir, hafði hann Bernstorff sendiherra að milligöngu- tnanni. Bernstorff vakti síðan máls á því við þýzka ráðherrann von Eckhardt í borginni Mexico, en hann átti að fara með samnignstilraunir til Garranza. Ef Mexicomenn gengju inn á þetta áttu þeir að fá Japana til þes^að segja skilið við bandamenn og segja Bandaríkjunum stríð á hendur i félagi við Mexico, um leið og Bandaríkin segðu Þjóðverjum stríð á hendur. Fyrir þetta átti Mexico að fá fjárstyrk hjá Þjóðverjum og hljóta i sinn hlut að enduðu striðinu ríkin Arizona, Texas og Nýju Mexico. Þannig voru fréttirnar sagðar í blöðunum og lýsti forseti Bandaríkj- anna því yfir að þær væru sannar. Hvernig þessir leynisamningar hafa komist á loft vita menn ekki. Garranza neitar því að nokkrir samn- ingar af þessu tagi hafi átt sér stað og Japanar sömuleiðis, en Dr. Zirtim- ermann ber ekki á móti. Kveður hann þess konar samninga alls ekki að neinu ósanngjarna. Þetta hafi aðeins verið ákveðið ef svo skyldi fara að Bandarikin segðu Þjóðverjum stríð á hendur, en þá væri sjálfsagt fyrir þá að gera alt mögulegt til þess að verja hendur sínar. Þegar þetta leynibrask komst í há- mæli var uppi fótur og fit á öllum í Bandaríkjunum og þótti mörgum vera farið að skyggja í lofti. Forsetinn fór fram á það við þing- ið að það veitti honum rétt til þess að leyfa kaupskipum að hafa með sér fallbyssur til varnar gegn neðansjáv- arbátum. Maður reis upp í öldunga- deildinni sem La Follette heitir og er fulltrúi frá ríkinu Michigan. Hann setti sig eindregið upp á móti því að veita forsetanum þetta vald. Kvað hann Bandaríkin hafa verið hlutdræg í stríðinu frá byrjun. Bretar hafi bannað þeim að senda verzlunarskip sín til Þjóðverja og þeir hafi beygt sig undir það, svo þegar Þjóðverjar banna þeim að senda kaupskip til Bretlands, þá séu þeir siðferðislega jafnskyldir til þess að beygja sig und- ir það, ef þeir vilji ekki teljast hlut- drægir. Hélt þessi maður uppi þing- inu í 24 klukkutíma með 12 manns með sér; en að þeim tíma liðnum varð að slíta þingi samkvæmt lögum. Drap hann þannig málið og var illur kurr í þinginu. Forsetinn kvað La Folette hafa beitt þeirri aðferð, sem gerði stjórn Bandaríkjanna hjálpar- lausa og að athlægi í augum alls heims. Halda margir því fram að forset- inn verði að taka völdin sér i hendur þegar þannig standi á og ákveða samkvæmt eigin skoðun. Yfir höfuð að tala er stór partur leiðandi manna í Bandaríkjunum sem krefst striðs tafarlaust og er þeirra fremstur og ákveðnastur Roosevelt fyrverandi forseti. Aðrir segja strið vera það helvíti, sem stjórnin sé skyld að forða þjóð- inni frá. Helztur þeirra er Bryani F.inn þeirra leiðandi manna, sem ham- ast af aiefli á móti því að í stríð sé farið er Landi vor Gunnar Björnsson ritstjóri “Minneota Mascot”. Ríkisstjóri Canada. ásamt konu sinni hefir verið á ferð hér um vesturlandið að undanförnu. Hann var í Winnipeg vikuna sem leið ; var hann bæði gestur þingsins og bæjarstjórnarinnar. í fyrradag fór hann til Brand°n og nokkrir ráðherr- anna með honum. Verður aukaþing kallað í Bandaríkjum? Málalok. Eldur í Kenora. Eldur kom upp i Kenora á fimtu- daginn og frann þar til kaldra kola Zion Meþodista kirkjan og stórhýsi, sem Vereker nefndist. Skaðinn af eldinum er talinn $135.000. Eldurinn kom upp i báðum bvggingunum á sama tíma. Stjórnin sér um rétt kvenna. Norrisstjórnin veitti $50,000 í vik- unni sem leið til þess að standast kostnað við skrásetningu í fylkinu, ef svo kynni að fara að sambands- kosningar kæmu í ár. Það eru lög að samfandskosningpr verða að fara fram þannig að atkvæði séu greidd eftir fylkiskjörskránum séu þær ekki ársgamlar. F.f fylkið hefir aftur á samþykt ; einu hljóði. Þafi var skýrt moti vanrækt að láta semja skrar innan árs áður. en kosningar fara fram, getur samvandsstjórnin látið búa til nýjar kjörskrár; var búist við að ef svo færi gæti það komið fyrir að konur yrðu ekki skrásettar. Til þess að koma í veg fyrir þau rang- indi var ákveðið að semja nýjar skrár undir umsjón fylkisstjórnarí innar ef kosningar kynnu að verða. Fyrstu atkvæði kvenna í Manitoba verða því við sambandskosningar. Bændum hjálpað. Manitobastjórnin hefir samþykt að lána hændum í fylkinu peninga til þess að þeir geti keypt gott útsæði í vor. Stjórnin segir það áríðandi að einungis bezta útsæði sé liaft og verða peningarnir lánaðir sveitafélögunum. Hæsta upphæð sem sveitafélag getur fengið eru $30,000 og er rentan ekki nema 5%k Þessir peningar eiga að borgast aftur fyrir 30. Nóvember,— Um fjórða part úr miljón áætlar stjórnin að varið mtini til þessa þarfa fyrirtækis. Mannfall frá Winnipeg. Fleiri menn hafa fallið í stríðinu frá Winnipeg þá tvo mánuði, sem af eru þessu ári, en féllu á fimnt mánuð- um í fyrra. í janúar í fvrra féllu 58, en i janúar i ár 331; í febrúar í fyrra 65, en í febrúar í ár 268. Konum veittur réttur. Samkvæmt sveitarstjórnar og bæj- arstjórnar lögum í Manitoba, höfðu konur ekki rétt til atkvæðis og em- bætta í sveitum né bæjum þrátt fyrir það, j>ótt þeim hefði verið veittur sá réttur í fylkismálum. F.itt af framkvæmdum þingsins í ’ár var að veita konum þessi réttindi. Dr. J. W. Armstrong fylkisritari og sveitamálaráðherra bar fram frum- varp á mánudaginn, sem breytir lög- Unum þannig, að konur i öllu fvlkinu hafi fullan rétt til kosninga og kjör- gengis i sveitum og bæjum. Nær |tetta eins til Winnipeg sem ananra staða og geta konur því verið í bæj- arráðsstöðu, yfirráðsstööu og bæjar- stjórastöðu. — í Manitoba eru kon,ur með þessu að fullu og öllu komnar að sama rétti og karlmenn. Tveir stórir deila. Séra W. J. Hindley, sem er her- prestur í 190 herdeildinni, lýsti því yf ir afdráttarlaust á stólnum á sunnu- daginn, að herskylda yrði kornin hér á innan 60 daga. Kveðst hann hafa heimildir fyrir.þeirri staðhæfingu frá stjórninni. Sir E. Kemp hermálaráðherra i Ottawa kveður Hindley enga heimiid hafa haft til þessara staðhæfinga. Stjórnin krefst réttar fólksins. Norris forsætisráðherra í Manitoba bar upp frumvarp í þinginu á mánu- daginn þess efnis, að krafist sé af sambandsstjörninni að hún afhend' Maiiitobafylki öll þau skólalönd, sem þvi ineð réttu beri. Frumvarpið var þinginu, að Manitoba hefði að eins fen'gið $30,000 fyrir lönd, sem séld hefðu verið, en ætti heimting á $60,000; helmingurinn hefði aldrei verið greiddur. pinghússbvggingin heldur áfram. Á mánudaginn voru þiilghússbygg- ingarnar veittar McDiarmid félaginu fyrír $1,185,681. Að meðtöldum raf- virum, hitun og fleiru, vetður alt verkið $2,000,000. Thomas H. John- son verkamálaráðherra áskildi sér rétt til að krefjast þess, að verkinu yrði hætt á meðan stæði á sáningu og upp- skeru, ef þörf krefði. Verður að lík- indum haldið áfrarn nteð bvgginguna tafarlaust. Það er talið víst, að forseti Banda- ríkjanna muni kalla saman aukaþing o að segja tafarlaust til þess að koma í framkvæmd frumvarpi því sem LaFollette lét daga upp á aðaíþingi. Borden dæmdur í ensku blaði. Blaðið “Nation” í Lundúnaborg, sem af ölltim er talið bæði áreiðanlegt og gætið, flutti nýlega langa grein um stjórnarfarið í Canada: ‘Borden stjórnin hefir mjög litlar vonir, um það að verða endurkosin.” segir blaðið. “Rannsóknirnar reka hver aðra t Canada, sent sanna fjárdrátt fyrverandi ráðherra og framkvæntdar- manna þeirra. Fjármálamenn lands- ins láta sér fátt um finnast um dug- leysi sambandsstjórnarinnar; sem lýsir sér þar í öllum efnum. Sir Sam itefir verið rekinn af félögum stnum og það liggur í augum uppi að fieiri verða að fara innan skantms. Borden forsætisráðherra er tilkomuminstur rllra ráherranna og léttvægastur, þó vera megi að hann sé frekari mann- kostum gæddur en ltinir. Hann er eimiig vitgramnstitr alira ráðherr- anna. En þjóð í ffýju landi vill hafa ti'breytingu jafnvel i stjórnmálum. Ef það er satt að Laurier tsiórnin hafi verið spilt, þá er það og satt, að hún geðjaðist fólkinu og var frant- kv.emdarsöm. Borden sticrnin er spiltari og ofbýðttr mönnttm með framkvæmdarleysi og bjálfaskap t at- höfnum sínunt. Sú stjórn liggur nú fyrir dauðans dyrttm af margskonar uppdráttarsýki. Borden er hér sem fulltrúi cana- disku þjóðarinnar, þótt það sé á vit- und fólks að hann og stjórn hans sé alls-ekki fulltrúar hennar í orðsitts rétta skilningi.” — Svona Hta þeir á mállið á Englandi. Enda þótt það sé líkast því, að bera í bakkafullann lækinn, að þrátta við ritstj. Lögbergs — eða reyndar hvaða ritstjóra sem er — þá get eg ekki látið síðasta greinarstúf hans þegj- andi fram hjá mér fara. Ritstjórar ertt setn sé á tvennan hátt betur settir en þeir sem stæla við þá, hvað sem málefnunttm líður. Þeir geta altaf haft síðasta orðið, og þeir geta grafið greinar andstæðinga sinna úti í garðshorni blaðanna, þar sem fáum eða engum dettur til hugar að skygnast utn, en að því búnu hengt sín eigin andans afkvæmi í mitt sálu- hliðið, f«r sem eðlilega allra augu hljóta að hvíla á þeim. Þurfa þeir og því síður að vanda torfið, sem þeir eru færri, er séð hafa það er því er ætlað að þekja. Það er þvi ekki af því að ritstj. hafi nokkuð hrakið, nokkur ný gögn framborið, að eg tek mér penna í Bezt að sér í tónlistar-reglunum ís- lenzkra tónskálda er vafalaust Svein- björn Sveinbjörnsson. Hann hefir samið mörg snotur Sönglög, en að eins eitt mikilfenglegt (“Ó, guð vors lands”J; hann hefir því miður orðið fyrir alt óf sterkum áhrifunt af enskri hljómlist. Bretum er margt betur gefið en sönglagasntíði, eins og al- kunnugt er. Af íslenzkum tónskáld- um lízt mér einna bezt á þá Árna Thorsteisson og Sigfús Einarsson. Árni hefir lítið lært, en hann er nátt- úraður fyrir söng og gæddur mikilli smekkvísi. Hefir hann samið mörg falleg lög og sum mjög einkennileg. og sjaldan hefir honum orðið skyssa á. Sigfús er ef til vill frumlegri. Sum hin fyrri log hans voru reyndar allgölluð ft. d. fánasöngur hansj, en hann hefir fært sig uþp á skaftið. Hann er nú vel að sér í sönglistar- reglunum, og þá sjaldan honum verð- ur nú skyssa á, er það meira að kenna löngun til að vera frumlegur, en van- þekkingu. “Alþýðulög” hans — bæði hin frumsömdu og þau sem eru steypt upp úr gömlu brotasilfri — eru hönd, heldur af því, að honum hefir enn einu sinni þóknast, að snúa úr TT “nr ,T „„ w: f]est gullfalleg og með einkenmlegum blæ, sem er rammíslenzkur. En einn- Kínum boðið í ófriðinn. Randamenn hafa boðið Kisverjum að koma i ófriðinn þeirra megin gegn því að þeir fái eignir og verzl- unar hhmnindi þegar stríðinu sé lok- ið. Forseti þeirra er tr-egur til, — margir liggja honunt á hálsi fyrir. Merkur maður látinn. Sir T. W. Taylor fyrrum háyfir- dómari í Manitoba lézt í Hamilton í Ontario 2. marz. Hann varð bráð- kvaddur. Hann hætt i dómsmála- störfum 1903 og varði æfi sinni eftir það til kirkjulegra starfa og siðbóta. 0r ræðu Wilsons Ræða Bandaríkjaforsetans i þing- inu 5. marz var að mörgu leyti merki- leg. Aðaldrættimir úr ræðunni eru þessir. 1. Að allar þjóðir liljóti að láta sér jafnant um frið í öllum heimi og stjórnarfarslega staðfestu frjálsra þjóða, og allar þjóðir beri jafnmikla ábyrgð á því að friður komist á og haldist. 2. Að aðalskilyrði varanlegs og sanngjarns friðar sé viðurkenningin fyrir jafnrétti allra þjóða i ölluni efnum, sem snerti rétt og réttindi. 3. Að friður geti ekki réttilega né örugglega bygst á þeim grundvelli að þjóðafélagi sé haldið í skefjum af öðru þjóða saniþandi með vopnum og hnefarétti. 4. Að allar stjórnir hljóti öll rétt- lát völd frá þeim sem stjórnað er og að ekkert annað stjórnarfyrirkomu- lag eigi að viðurkennast af heilbrigðri skynsemi. 5. Að höfin eigi að vera jafn frjáls og örugg til umferða og tiota allra þjóða samkvæmt reglum og sameiginleguni samþyktum af öllum og eftir því sem hægt er með jöfnum skilyrðum fyrir alla. 6. Að herbúnaður þjóða skuli tak- markast samkvæmt eðlilegri afstöðu þjóðanna. 7. Að hvenær sem það kemst upp að einhver sé valdur að uppreist gegn öðru ríki, sktili það ríki sem sá hinn sami er í bæla uppreistina niðtm Ein svívirðan enn. Maður sem A. J. Gerarcl heitir og fyrrum var verkfræðingur fyrir Roblinstjórnina sór það fyrir rétti 26. febr. að hann hefði verið rekinn frá stáfi sínu fyrir þá sök að hann neitaði að samþykkja og undirrita reikning upp á $18,724.17 til manns er R. P. Manning heitir og vann að vatnsveitingaverkum fyrir stjórnina. Þessir reikningar voru falsaðir, eftir því sem Gerard segir. Átti að fá Gerard til þess að samþykkja þessa reikninga til þess að jjannig mætti fóðra gerðir stjórnarinnar þegar hún tæki þetta fé frá fólkinu. Kosningar í Saskatchewan. Fylkiskosningar í SaskatcheWan hafa verið ákveðnar 25. júní í sumar. Samþykt var á þinginu áður cn því var slitið. að krefjast þess af sam- bandsstjórninni að hún fengi fvlkinu fuill umráð yfir þeim löndum og arð- berandi eignum, sem því bera. ------------------------ Nýr þjófnaður, Búnaðarskólarannsókninni er loks- ins lokið. Komst lögmaðtir stjórnar innar, Hugli Phillips, að þeirri niður- stöðu, að þar hafi verið hnuplað á fjórða hundrað þúsund dollara úr fjárhirzlu fylkisins. Hafði Kellv og félag hans verið valdir að þeim fjárdrætti, og segir Phillips að ómögu- legt sé annað en að embættismenn stjórnarinnar hafi verið þar í vitorði með. 277 fundnir sekir. Síðan i júnímánuði i fyrra hafa 277 manns verið fundnir sekir um brot gegn vinbannslögtmum. Eftir því sem menn hafa brotið oftar hefir hegningin verið höfð harðari, og eru afleiðingarnar þær að brotunum fækkar daglega. liðamótunum dæmi það, er eg bætti við fyrir skoðun minni á uppruna orðsins verslun. Eg sagði nefnilega að orðið víking hefði orðið til á sama hátt (gaf piracy sem skýring á milli sviga, en ekki sem aðalorðið, eins og hanrl vill láta lita útj,‘eins og versl- un er kornið af ver, eins er víking sprottið af vík. Þetta hefði nú hver maður átt að skilja. En ritstj. var “ekki hér til þess að sannfærast”, eins og haft er eftir einttm kennara hans á íslandi. Annars virðist honmu hætta of mjög til að blanda saman mál- fræðislegum uppruna orða og algengri þýðingu þeirra, sem oft er býsna ólíkt, en slíkt hendir vanalega aðeins ómál- fróða menn. Um alt og beygingu þess orðs nenni eg varla að þrátta. Ritstj. hef ir ekki sýnilega hrakið neitt af um- mælum mínum enn. En fyrst hann er svo hárviss í huga sínum, að eg hafi á röngtt að standa, þá ætti hon- um að vera innan handar, að sýna einhver gögn fyrir því að alt eigi að rita með einu l i nefnif. en tveimur í eignarfalli. Dæmið hans er líka býsna vafasamt, þótt það láti vel í eyra, því rótin í alt er al, eins og áðnr var sagt, ett rót hins orðsins er auðsjáanlega hall,. Þarf ekki lenera að leita en í samsctt orð af báðttuV'rótum að fornu og nýju: —• Hífaðir, a/þjóð, a/mætti, a/dauða, og svo aftur: /ta//mæla, hall- flevttur, /ta//æri, Hallgríniur, o.s.frv. Skrítin er sú rökfærsla, að það sé nægileg ástæða til fordæntingar, ef einhver orðmynd er ekki tiðkuð, eins og t. d. hvör fyrir hver og hvor. Það er álíka og sagt væri nú, að það sé “nægilegt til þess að fordæma” al- þjóðafrið, að ófriðarþjóðirnar ekki vilja sinna friðarumleitunum nú setn stendur. Eitthvað getur nú sjálfsagt verið til í því, að menn geti haft “siðferðis- legt Ieyfi” til |>ess, að benda á sömu gallana hjá öðrum og menn vita á sjálfum sér. En óneitanlega minna prentvillu og málvillu aðfinslur ritstj. Lögbergs á setningarnar um bjálkann og flísina og fleira sem haft er eftir siðameistaranum, er hann og blað hans þvkist hafa að fyrirmynd. Glsli lónsson. SVEINN ARNASON INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR Hljómlistardómur Grein sú sem hér birtist er skrifuð af dönskttm háskólakennara á íslandi, og kont út i síðasta hefti Iðunnar. Greinin er þess eðlis að hljómfræð ingar vorir hér í álfu gætu haft gott af að lesa hana. — Ritstj. Fagrar listir hafa hingað til ekki átt upp á pallborðið hér á íslandi, það er heldur engin furða hjá svo fámennri þjóð, dreifðri um eins víð- lend svæði og bygðir íslands eru Listin krefst þéttbýlis, bæjarfélaga, ef húti á að þroskast. Svo er einnig um hljómlistina. Um margar aldir lá hún hér niðri, var að eins stunduð i kirkjum eftir veikunt mætti og eins í heimahúsum. Um hljóðfæri var fátt að eins mjög fábreytileg hljóðfæri svo sem langspilið og tvistrengja- fiðlati tslenzka. Söngurinn hefir helzt verið iðkaður, enda hafa verið ágætir Jaddmenn með íslendingum um allar aldir. íslenzku þjóðlögin eru að rnörgu leyti einkennileg og hafa tnikla sögulega þýðingu, en þau eitt ertt ekki nógu traustur grttndvöll ur undir hljómlistarlífi t nútíðar skilningi. Á 19. öld hefir hljómlistin þó tekið allmiklum fratnförum á Is- landi. Betri og fttllkomnari hljóðfæri eru orðin algeng, svo sem stofuorgan- ið. Betra hefði þó verið, hefðu menn alment tekið upp fiðluna*, eg lteld, að það sé að vissu leyti stofuorganinu að kenna, að mörg hinna nýrri tslenzku sönglaga eru svo stirð og þunglama- leg. en hins vegar Harðangursfiðl- unni að þakka, að norsk hljómlist er svo liðug og spriklandi af fjöri. Allviða ertt stofnaðar söngsveitir, — aftur á móti er fátt um hljóðfæra- flokka —; i kaupstöðunum ertt hljórn- lei-kar alltíðir, og þjóðin hefir þegar eignast álitlegt safn innlendra söng\-a. Uæstir hinna ílenzku tónskálda hafa þó hlotið neina hljómlistar-mentun. ig mörg önnttr Iög hans ertt göð og gild. Af liinum .tónskáldum íslands ber mest á Jóni Laxdal. Hefir hann bæði ort heilmikið af sönglögum, og hafa eigi allfá þeirra unnið sér hvlli þjóð- arinnar, enda eru þau oft hljómþýð og farið vel með raddsetninguna. Eg skal t.d. nefna “Sólskríkjan”, “Rís heil, þú sól”, “Drottinn, sem veittir frægð og heill til forna” og “Til þrí- lita fánans”. Nú hefir hann gefið út allstórt sönglagasafn, er hefir inni að halda tvo söngflokka við kvæði eftir Guð- mund Guðmundsson skáld: “Helga in fagra" og “Gunnar á Hlíðarenda”. Hinn fyrri er flokkur einsöngva fyrir ttndir-sóprana (mczzo soprano) með undirspili á “Harmonium eða Piano". Helga er að segja frá lífi sinu frá hinum fyrstu satnfundum við Gttnnlaug alt að andláti sinu. Nokkur þessara laga eru all-lagleg, einkum “Þráin” (III) og “Hólmgangan” (V), sem er mest flug í, en yfirleitt eru þau heldttr ómerkileg og all-Iangdreg- in. Sumstaðar á lagið ekki sem bezt við efnið, svo ber t.d. “Heimasætan” (I) keint af danslagi. Hinn síðari flokkur “Gunnar á Hlíðarenda” er ýmist fyrir einsöng, tvísöng, karlakór eða einsöng með undirsöng og með ttndirspili á “Harntonittm eða Piano”. Einnig hér er hægt að tína til einstök falleg lög eða falleg söngstef (motiver), svo sem "Fögur er Hliðin” fþó hér sé raddfærslan frá 11.—12. deildar ekki sent beztj (I), “Bergljót” ýlIIJ, “Víg Gunnars" /'VIIIJ og “Gunnar kveður í haugnum” (alleinkennilegt lagj (Ix). En hin ertt annaðhvort dauf eða eiga illa við efnið. svo er t. d. “f víking" fllj fjörugt og allhermann- legt lag, en það er hreinasta göngu- lag, og á það ekki sem bezt við, þar sem hér er að ræða unt sjóorustu. Og púið (itndirsöngurinn nteð lokuð um munnij er líkastur bumbuslætti/'!J “Gunnar og Njáll (VI) er ltkara tví- söngslagi úr “Gluntarne” en alvarlegu samtali hetjunnar frá Hlíðarenda og vitringsins á Bergþórshvoli. Það bætir ekki úr skák að láta Njál eiga granna tenórrödd, það dregur úr allri alvörtinni; enda fer það í bága við almennar listarreglur. Heildinni er einnig ábótavant, samhengi laganna virðist Htið og “dramatiskt” fhtg vantar allviða. Tónskáldið virðist hér hafa færst heldur ntikið í fang. Til þess að semja svona stóra lagasntið þarf eigi Htilla hæfileika og leikni í hljómlist ar-reglum, sent tónskáldið virðist ekki ltafa til að bera, þó hann annars sé náttúraður fyrir söng og hafi santið allntörg falleg sntálög. Þetta sýnir og það, að tónskáldið hefir búið þessi lög til sérstaklega fyrir stofuorgan. Þetta hljóðfæri er alt of þunglanta- legt við þess konar lög, einkum lög síðara flokksins. Það er einniitt ekki rétt. að “fleiri en þeir. sent sungið geta, eiga hægt nteð að hafa gagn af þeim, ef þeir kunna að leika á hljóð- færi". Það eru árciðanlega fæstir er geta haft gagn af lagi svo sem “1 viking” með 5(!J nótnastrengi í einu. Þó að stofuorganið sé mjög algengt hér á landi, er lítil ástæða til að búa til fyrir það lög. sem eru ekki við hæfi alþýðu; eins vel mætti búa þau til fyrir hörpu eða lútu, liefðu þær verið algengar hér. Auðvitað á or- kestur bezt við þess konar lög, en þó má einnig nota piano sent úrbót, en ekki stofuorgan, að minsta kosti ekki eitt út af fyrir sig. Holger Wiehe. Óheyrt gjörræði Sú saga kornst upp í vikunni sem leið að dómsmálastjórinn í Canada hefði skrifað Manitobastjórninni í vetur og ætlað að taka frant fyrir hendur hennar í dómsmálum fvlkis- ins. Þannig er mál með vexti að til skamms tima hefir það verið venja að kalla 48 manns til þess að velja úr kviðdómendur. Lögmaður verj- anda í máli hefir leyfi til að neita 12, Allir Vestur-íslendingai' kannast við Árna Sveinsson bónda í Argyle- bygð. Mynd sú, er hér birtist, er af foreldrum hans, merkishjónunum Sveini Árnasyni og Ingibjörgu Björnsdóttur. Faðir Sveins hét Árni, Árnason, er allan sinn búskap bjó á Tungu í Fáskrúðsfirði í Suðurmúlasýslu á Austurlandi. Kona Árna hét Ingi- björg. Þau áttu þrjá syni: Einar, Sigurð og Svein; og tvær dætur: Ingibjörgu og Guðlaugu. Tunga er stór bær og byrjuðtt þeir bræður búskap þar að föður sínum látnum, því þeir erfðtt jörðina eftir hann. Þeir Sveinn og Einar reistu sér þar bæ, er þeir nefndu Tttngu- hól; var sá bær bæði á fögrum stað og vel til hans vandað eftir þvi sem >á gerðist. Árið 1845 kvæntist Sveinn Ingi- björgu Björnsdóttur, ættaðri úr Skriðdal. Anna móðir Ingibjargar var dóttir Hallgríms, sem Iengst af bjó á Stóra Sandfelli. Sveini grædd- ist brátt fé, því hann var dugnaðar og ráðdeildar ntaður hinn mesti; og voru þau hjónin samhent og starf- söm með afbrigðunt. Bjó hann skuld- lausu búi, er blómgaðist ár frá ári. Keypti jörðina Kirkjuból í sömu sveit af ekkju séra Ólafs Indriðason- ar prests að Kolfreyjustað; flutti sig þangað og bjó þar um nokkurra ára skeið. Vestur hingað fluttist hann árið 1887; voru tvö börn þeirra hjóna komin á undan þeim: Árni nú bóndi í Argyle og Úlfheiðttr kona Jóns Sig- valdasonar, dáin fyrir nokkrum ár- um; en með þeim fluttust vestur: Kjartan, sem nú er í Edinburg; Sig- björn, dáinn; Guðlaug, dáin; Guð- finna og Anna. Tvö börn þeirra dóu ung heima: Sigurbjörg og Einar. Þati Sveinn og Ingibjörg ólu upp tvo pilta: Jakob Guðmundsson og Björn Sigurðsson; er sá síðarnefndi bóndi í Nýja Islandi, en hinn dö heima á. íslandi, þ& fulItlCa maíur. Ingibjörg koan Sveins dó árið 1897, en liann 1908. Þau voru lengst æf- innar, eftir að vestur kom hjá önnu Mýrdal dóttur sinni, og alt af fylgdi þeim dugnaðurinn og starfsemin til dauðadags. og svarar það því til, sem kallað er að ryðja kviðinn á Islandi. Þá eru eftir 36 og af þeim eru valdir hinir 12 kviðdómendur. Nú hafa mál komið fyrir t seinni tíð þess eðlis að fleiri hafa\verið kærðir en einn og allir rannsakaðir senn. Hver þeirra um sig hefir leyfi til þess að hafa lögmann og hefir hver lögniaður leyfi til að ryðja 12 úr kviði. Þetta getur leitt til vandræða. Setjum svo að fjórir menn séu kærðir og allir mæti saman; hver hefir sinn lögmann og þeir geta allir neytt rétt- ar síns eða rutt 12 manns hver; það eru 48. Alls eru þeir ekki nenta 48, sem kallaðir voru, og verðuf þá eng inn eftir. Til þess að koma í veg fyrir slíkt var í fyrra samþykt að kalla mætti eins marga til kviðdóms og vera vildi og velja úr þeim 12 manns. í ráð- herramálunum í fyrra voru tilnefndir 100. En dómsmálastjórinn skrifar stjórn- inni og fer fram á það að þesstt sé breytt aftur og ekki kallaðir nerna 48. eins og áður var. Lýsir hann þvi meira að segja yfir að hann hafi vald til að banna hina regluna og gefur þannig í skyn hótun um gjörræði. Hudson dómsmálastjóri gaf góð svör og gild og kvaðst mundu fara sínu fram og taka hverju sem að höndunt bæri. En nvt er að athuga ástæðuna fyrir þessu tiltæki. Ekki er það gert að á- stæðulausu. Eitthvað eða einhver er það sem dómsmálastjórinn i Ottawa ber fyrir brjósti. Þetta er alveg ó- vanaleg aðferð; Ottawastjórnin lætur fylkisstjórnirnar venjulega sjálfráð- ar um löggjöf þá, sem þær sant- þykkja, enda er það sjálfsagt. Hér er gripið til sérstakra og alveg ó- venjulegra ráða; gripið fram t gjörð- ir fylkisstjómarinnar. Var það af því dómsmálastjóranum t Ottawa væri svo sérlega ant um heiður Manitoba- stjórnarinnar að ltann héldi að þetta yrði henni til vanvirðu og vildi koma í veg fyrir það? Svari þeir já, sem geta með góðri samvizku. Svo litla skýringu mætti gefa sem sýndi hvar fiskur liggur úndir steini. Ráðherramálin eiga að koma fyrir sumar eða vor; þeir eru þrír og verða allir látnir mæta saman, þeir hafa sinn lögmanninn hver; allir lög- mennirnir hver um sig geta rutt 12 manns úr kviði eða 36 alls. Ef ekki er nema 48 um að velja, alls, þá ertt aðeins 12 eftir og yrði stjórnin þá að gera sig ánægða með þá alla, hvernig sern þeir værtt. Með öðrum orðum ráðherralögntennirnir gætu kastað 36, en stjórnarlögmaðurinn engum; eða nteð öðrum orðunt ráðherra lögmenn- irnir geta ráðið algerlega hverjir af þessum 48 skuþ skipa dóminn, en stjórnin hefði ekkert vald yfir því. Allir hljóta að sjá hvað af slíku mætti leiða — þessi skýring nægir. ísland. Hagskýrslur, sem þaðan kontu á þriðjudaginn, gefnar út í nóvember 1916, bera það með sér, sem hér segir: Árið 1915 fóru fram 604 hjóna- vígslur, og er það ntiklu nteira en næsta ár á undan; hefir aldrei áð- ur farið yfir 500. Þetta er hakkað góðri Hðan fólks yfirleitt þrátt fyrir dýrtíð. Árið 1915 fæddust 2,458 börn lif- andi; þar af 1,240 sveinar og 1,198 meyjat. Það er rúmum 100 fleira en árinu áður; heldur virðist fæð- ingttnt fara fækkandi við fólksfjölda þótt það sé lítið. Árið 1915 dóu 1,372 manns. Mannfjöldi á íslandi 1. Janúar 1916 var 89,598. Skýrslur um vesturflutninga milli 1912 og 1916 sýna að árið 1912 fluttu vestur 716, árið 1913 216, árið 1914 143 og 1916 7; með öðrum orðum: vesturfultningar eru santa sem hættir sent stendur. Að líkindum á áfriður- inti nokkurn þátt í því, eins og fram er tekið í skvrslunum. Margt er fróðlegt í skýrslum þess- um, sem ef til vill verður birt síðar. The Tear Krom the Icelandic by Kristjan Jonsson. Translated by R. Fjeldsted. O gracious spring where healing flows, Thou shining silvery tear, That bringest balm in weary woes And soothest pang and fear. O visit still these orbs, I pray, That tender grace I need. Thou takest mortals’ tears away, Though sore the heart may bleed. A holy light shines in my heart, When dews fall—sorrow born; God counts the buming tears that start; I trust and cease to mourn. —Minneota Mascot.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.