Lögberg - 22.03.1917, Page 1

Lögberg - 22.03.1917, Page 1
Þetta auglýsingapláss er til sölu 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 22. MARZ 1917 NÚMER 12 Uppreist og stjórnar- bylting á Rússlandi Keisarinn neyddur til þess að leggja niður völd og afsala sér stjórnartií- kalli fyrir sig og ætt sína. pingið tekur völdin í sínar hendur og útnefnir bráðabyrgðastjórn í nafni þjóðarinnar.—Ráðherrarnir allir settir í fangelsi og tveir líflátnir.— Herinn snýst í lið með uppreistarmönnum. 500 manns falla í Pétursborg.—Nikulás stórhertogi tekur við alræðis herstjórn.—Allir pólitiskir fangar látnir lausir og fangelsin rifin niðunr til grunna. pau stórtíðindi voru símuð út um allan heim á föstudagsmorg- uninn 16. þ.m. að stjómarbylt- ing væri orðin á Rússlandi og keisarinn rekinn frá völdum. Fréttimar voru í fyrstu mjög ólj ósar og bar illa saman; þó var það víst að um alvörutíðindi var að ræða. Aukablöð komu síðan ,út allan föstudaginn og laugardaginn svo að segja á hverjum klukkutíma. pegar fram í sótti urðu fréttirnar gleggri og greinilegri og eru þær í stuttu máli það sem fyrir- sögnin í þessari grein segir. Um alllangan tíma hafði^ ver- ið óánægja í landinu með ýmis- legt í sambandi við stríðið; var drötningin gmnuð um það að hafa óholl áhrif á keisarann og fleiri þeirra, sem honum voru handgengnastir og miklu réðu voru taldir miður hollir; jafnvel hlyntir pjóðverjum. Orðrómur hafði borist út um það hvað eft- ir annað að Rússar mundu til þess fáanlegir að semja sérstak- an frið við pjóðverja; en slíkur orðrómur var talinn eiga upptök sín hjá þeim er miður þóttu þjóðhoílir. Við þetta bættist það að vista- skortur var að verða tilfinnan- legur. Gengu fjölmennir flokk- ar um götur stórborganna og heimtuðu rúgbrauð. Alt fór þð fram friðsamlega þangað til stjórnin kallaði herliðið og skip- aði því að skjóta á fólkið; þar á meðal voru kallaðir fram fjöldamargir Kósakkar og mis- þyrmdu þeir bæði konum og ungmennum. petta þoldu menn ekki og með því hófst uppreistin. Margar tiíraunir höfðu verið gerðar áður til þess að telja stjóminni hughvarf og fá hana til að breyta um stefnu; ^n bæði keisarinn sjálfur og ráðanautar hans daufheyrðust við því. Fulltrúaþingið tók þá ráðin í sínar hendur, lýsti því yfir að keisarinn yrði að leggja niður völd, ella yrði honum hrundið af stóli tafarlaust og hann settur í fangelsi. Óeyrðin útifyrir óx með hverri klukkustundinni sem leið og eftir skamman tíma var herliðið komið úr höndum stjórnarinnar og- gengið í lið með uppreistar- mönnum. petta gaf þinginu byr undir báða’ vængi og létu nú fulltrúar þjóðarinnar kné fylgja kviði í viðureign sihni við stjómina. Voru allir ráðherr- arnir teknir fastir og þeim varp- að í fangelsi, en tveir þeirra mistu lífið í þeirri viðúreign. Ótölulegur fjöldi manna hafði að undanförnu verið dæmdur í fangelsi fyrir pólitískar sakir og var það nú næsta verk uppreist- armannanna að brjóta upp öll slík fangelsi og rífa þau niður að grunni svo ekki stóð steinn yfir steini, en föngunum var Veitt fult frelsi umsvifalaust. Pá var gefn út skipun þess efnis að allir pólitískir útlagar skyldu kallaðir heim frá Síberíu og þeim gefnar upp svokallaðar sakir. Stórhjertoginn Michael Alex- androwich, bróðir keisarans, var látinn taka við stjórn til bráðabirgða á meðan þjóðin kæmi sér saman um stjórnar- fyrirkomulag það, er hún vildi aafa. Hafði Michael þessi verið útlagi frá Rússlandi um langan tíma og var tiltölulega nýkom- inn heim. Nicholas s'tórhertoga var fengin í hendur yfirstjórn og alræðisforusta hersins og gullu við gleðióp í flestum herbúðum þegar tíðindin bárust út um landið. Pó voru hersveitir hér og þar, sem ekki vildu falla frá stjórn- mni og afsögðu að taka þátt í uppreistinni. pannig var með liðið í Helsingfors; það gerði uppreist á móti uppreistarmönn- um og urðu þar hörð viðskifti. Meðal þeirra sem þingið lét taka fasta og varpa í fangelsi voru þessir: Golitzin fyrver- andi forsætisráðherra, Sonk- homlineff og Beliaeff hershöfð- ingjar og fyrverandi hermála- ráðherrar; A. B. Protopopoff fyrverandi innanríkisráðherra; J. G. Chtchegiovitoff og M. Makaroff fyrverandi dómsmála- ráðherra; M. Malakoff og Kur- loff fyrverandi yfirlögreglu- stjórar. Skipun var gefin út um það að hebreskir lögfræðingar skyldu hafa heimild til þess að verja og sækja mál fyrir dómi með sama rétti og aðrir; en það höfðu lögin bannað þeim áður. Sem stendur er stjórn lanas og þjóðaKí höndum þingnefnd- ar. Tók sú nefnd umsvifalaust þannig í tauma að kornhlöð.ir voru teknar hvar sem þær voru og hver sem þær átti, opnaðir og úr þeim flutt björg til al.-a sem þurftu fyrir sanngjarnt verð. En áður var fólkð farið að horfast í aueu við hungur- dauða. Annað verk stjórnarnefndar- innar var að taka á sitt vald til afurðaframleiðslu og alt land sem einstaklingar áttu fram yfir 125 ekrur. í Moskva voru fagnaðarlætin yfir uppreistinni og stjórnar- byltingunni takmarkalaus. par hafa þúsund lögregluþjónar ver- ið teknir fastir og eru þeir allir geymdir í varðhaldi í borgar- turninum, en öll fanelsi opnuð og föngunum hleypt út. ' Sem sýnishorn af því hvernig stjórnarnefndin er, má geta þess að sumir meðlimir hennar eru jafnaðarmenn og þar á meðal dómsmálastjórinn. Hefir hann ef til vill allra vandasamasta embættið í þessu tilfelli. Einna mest var um dýrðir þeg- ar sú herdeild kom inn í borgina, s©m kölluð er Preobrajensky vörðurinn. Forseti þingsins á- varpaði þá á þessa leið: “Heyr- ið mál mitt, hraustu menn og djörfu drengir!” Heilsuðu þeir þá allir þingforsetanum, en hann hélt áfram og sagði: “Trúu hermenn! Eg heilsa yður sem hermaður; heilsa yður sem gam- all hermaður, samkvæmt her- siðum vorum. Heill og ham- ingja fylgi yður.” “Yðar hátign!” hrópuðu her- mennirnir einum rómi. Síðan hélt forsetinn áfram á þessa leið: “Eg þakka yður fyrir það að þér komið þinginu til hjálpar, til þess að koma á friði og veita vernd, halda uppi heiðri og frægð vorrar miklu þjóðar og ástkæru ættjarðar. Félagar yð- ar eru í skotgröfunum að beri- ast fyrir framtíð Rússlands og eg er stoltur af því að þar á eg son í hópi hinna hraustu og hug- rökku manna. Farið nú frið- samlega til herbúða yðar og ver- ið við því búnir að koma þegar þér verðið kallaðir.” “Vér erum reiðubúnir hvenær sem vera vill,” sögðu þeir í einu hljóði. “pér sýnið oss leiðina. Gamla stjórnin getur ekki fund- ið Rússlandi réttar leiðir. pað gleður oss að nú er að myndast ný stjórn, sem vér tréystum að megi auðnast að hef ja og frelsa móður vora Rússland.” “Húrra fyrir Rodzianko!” hrópuðu þeir svo. Rodzionko er nafn þingfor- setans. Stjórnarnefndin hefir gefið út yfirlýsingu til þjóðarinnar þar sem sagt er frá helztu at- riðum, sem hún ætlar sér að breyta, og eru þessi þar á meðal. 1 * Algerð uppgjöf saka við alla politíska fanga fyrir hvaða ástæður sem er. 2. Málfrelsi og ritfrelsi; full- komið frelsi til þess að stofna verkamannafélög og til annara samtaka; réttur til verkfalla. 3. Afnám alls mismunar milli manna eða flokka eftir stjórn- málaskoðun, trúarbrögðum eða þjóðerni. 4. Stjórnarfyrirkomulag þann ig að þjóðin stjórni sjálf, sem mest og sem beinast. ('Framh, á 4. bls.j 1 ÁSKORUN UM AÐ INNRITAST I 223. HERDEILDINA Capt. H. M. Hannesson, foringi 223. herdeild. Áskorun til hraustra drengja. Herforingi 223. deildarinnar Capt. H. M. Hannesson skorar nú sérstaklega á alla íslenzka foreldra að leyfa sonum þeirra 1 \ , ........................--=■ Capt. .Tosepli Tliorson. Hann er íæddur 15. marz 1889 í Winnipeg, Man. Hann er útskrifaður frá Manitoba háskólanum og vann Rhodes verS- laun 1910. Hefir hann hæsta vitnis- burS, sem fengist hefir við háskólann. Hann er eini Islendingurinn, sem út- skrifast hefir frá Oxford. Bini Is- Iendingurinn, sem hefir heimild til þess að stunda lögfræðisstörf á Eng- landi. Hann er I félaginu Campbell, Pitblado <5- Co. Hann er nú foringi undirflokksins D. I.ioiil. K. ,T. Austmann. Hann var einn hinna fyrstu for- i’ngja að innritast í 223. herdeildina. Hann hefir nú á hendi stjórn véla- byssudeildarinnar, sem hefir tekið miklum framförum slðan hann tók við henni, og vann hann fallbyssu- vélasamkepnina með 87 mörkum. Lieut. Austmann er útskrifaður frá Wesley skólanum. að innritast í 223. herdeildina. Margir ungir menn, sem hafa l'verið beðnir að ganga í herinn, segja að foreldrar sínir leyfi það ekki og hafa það að afsök- un. ' • Capt, Skúli llansson. Hanta er vei þektur fasteignasali hér í báenum og hefir verið fram- kvábmdarsamur starfsmaður I bænum og hjálpað þar til framfaramála svo árum skiftir. Hann innritaðist I 223. deildina þegar hún var stofnuð og hefir ávalt síðan verið starfsamur liðsöfnunarmaður. Hann er nú for- ingi undirdeildarinnar A og er einn hinna beztu og vinsælustu yfirmanna I deildinni. Hann er einnig einhver bezti vinur íslendinganna I 223. deildinni. I/ieut, G. O. Tliorstelnson. Hann er útskrifaður af Wesley skólanum og innritaðist I 223. her- deildina fyrir rúmu ári. Hann hefir unnið mikið starf fyrir deildina með liðsafnaðarstörfum slnum og er hann sem stendur foringi heræfinga fyrir nýja liðsmenn, til þess að kenna þeim að skipa sér við hlið hinna er lengra eru komnir I deilclinni. petta er sannleikur í mjög mörgum tilfellum; þess vegna er nú áskorun Capt. Hann.es- sonar beint til foreldra þeirra manna. Einmitt nú er þörf á hverjum einasta herfærum manni í Canada til þess að hjálpa til að bæla niður prúss- neska hernaðarandann fyrir fult og alt, og foreldrar, sem halda sonum sínum frá því að innritast þegar um þetta mikla stríð er að ræða, eru að fremja glæp gagnvart borgaraskyldum sínum, landi sínu, sjálfum sér og sonum sínum. Upp að þessum tíma hafa yfir 1.100 íslenzkar mæður framselt syni sína til þess að berjast fyr- ir brezka ríkið. Er nókkur á- stæða til þess að aðrar konur, sem eiga syni til að senda skuli ekki gera bað líka? Hvers vegna skyldu þær afa meiri sér- réttindi en hinar? Hvers vegna skyldu þessir 1,100 menn af ís- lenzku bergi brotnir, sem nú eru í hemum berjast til þess að aðr- ir herfærir menn og ungir af þjóð vorri geti lifað í ró og næði heima hjá sér. Hver einasti maður verður að gera það, sem hanq frekast getur, ekki einung- is ninir ungu, sem innritast, heldur einnig menn, konur og böm, sem heima eru. Vér skorum á mæður og feð- ur, sem draga í hlé syni sína, að leyfa þeim að innritast og jafn- vel að eggja þá á að innritast í 223. deildina. par sem þeir geta verið meðal vina og verður lát- ið líða vel. Nú sem stendur eru nógu margir herfærir menn í River- ton og Lundar héruðum til þess að fylla 223. herdelldina, ef þeir aðeins vildu innritast. Sömu- leiðis eru margir herfærir menn og ungir í Glenboro héraðinu, sem gætu hjálpað til þess, ef þeir vildu, að fylla upp það sem til vantar í 223. deildinni; til þess að hún gæti farið yfir til Englands í heilu lagi, sem Skandinavisk deild, en ekki sem uppfylling í aðrar deildir, sem væri vanvirða fyrir anda og eðli Skandinava í Canada, og má það með engu móti eiga sér stað. Fyrri hluta marzmán. safn- aði 223. herdeildin tvisvar sinn- um eins mörgum mönnum og nokkur önnur deild, en samt voru það aðeins 22 menn og er það ekki nærri nóg. Nú er að- eins eftir einn mánuður til þess að safna liði fyrir 223. deildina og vantar í hana 140 manns. Vér skorum á foreldrana, sem enn hafa 4—5 syni heima, og enn hafa engan þeirra látið. Sendið oss drengina yðar. Kæf- ið ekki niður þeirra góða eðli, manndóm þeirra, skvldurækni þeirra, heldur leyfið þeim að innritast hjá oss, til þess að þeir megi eiga þátt í því að bæla nið- ur óvininn, sem ógnar oss. Vér skorum á hina ungu menn að sýna það að þeir séu ekki hrædd- jr við að berjast; að þeir hræð- ist ekki að leggja fram þá fórn, sem nauðsynleg er, að sýna að þeir eigi til hugrekki, karl- mensku, djúpa heiðurstilfinn- ingu, eins og forfeður þeirra höfðu. Látum hina ungu menn, sem enn draga sig í hlé, sérstak- lega frá Riverton og Lundar og Glenboro héruðunum, koma og innritast . og sýna, að þeim sé það ekki síður áhugamál að berjast fyrir frelsi voru en hin- um 1,100* mönnum, sem þegar hafa farið. Enn þá eru til margir herfær- ir ungir menn í Winnipeg, sem gætu innritast; og vér þörfn- umst þeirra; vér þurfum að fá þa innan þriggja vikna. R. B. Bennett yfirmaður lýð- þjonustunnar fyrir Canada sagði nýlega að stjórnin væri að skora á menn til sjálfboðs í síð- asta sinni. Lieut. Col. Williams aðal liðsafnaðarforingi í ríkinu sagði það einnig í ræðu sinni á Walker leikhúsinu fyrir tveim- ur vikum að þetta væri síðasta áskorun um sjálfboðalið. Ef sú tala manna í Canada, sem lofuð hefir verið fæst ekki með góðu þá verður herskylda að komast (X. i Ungir menn, innritist tafar- laust, á meðan þér getið gert það á heiðarlegan hátt. Skrifari deildarinnar. Vestur að hafi fór Thos. H. Johnson verkamála- ráðherra á föstudaginn ásamt konu sinni, og verður í burtu um tveggja vikna tíma. Verðúr .lohnson á fundi sem haldinn er í Victoria með ýmsum stjóm- málamönnum vestur fylkjanna og mun ætla að heimsækja ís- lendinga á Ströndinni um íeið. ÞÝZKARAR Á FLÓTTA ÚT ÚR FRAKKLANDI Bandaraenn taka 160 bæi og yfir 600 fermílur af landi. Ryðjast áfram 12 mílur á 80 mílna breiðu svæði. Óvinirnir enn á und- anhaldi. Stœrsti sigur síðan stríðið hófst Stórtíðindi hafa gerst í stríðinu síSan Lögberg kom út seinast. Hefir bandamönnum unnist svo mikið á að vestan aö langt tekur fram öllu öðru sem skeð hefir í þá átt síöan stríðið hófst. 1 vikunni sem leið ruddist samein- aður her Englendinga og Frakka á her Þjóðverja með svo miklu afli, að hinir urðu að láta undan síga. Þjóð- verjar veittu snarpa mótstöðu i byrj- un, en voru svo hraktir 12 mílur til baka á 100 mílna svæði. Hafa banda- menn á fáum dögum hertekið 600 fer- mílur af landi, mikið á annað hundr- að bæi, suma þeirra allstóra og fjölda fanga. Þegar siðustu fréttir bárust héldu sigurvinningar bandamanna á- fram hindrunarlítið og Þjóðverjar hörfuðu til baka lengra og lengra norður og eyðilögðu bú og bæi, vistir og verjur áður en þeir yfirgáfu, að svo miklu leyti sem þeim var auðið. Bandamenn hafa alt af ráðgert að hefja harða sókn þegar voraði og er álitið að þetta sé byrjun þess. En vinningarnir á vesturhliðinni em ekki einstæðir. Sigur bandamanna yf- ir Tyrkjum heldur stöðugt áfram. Tóku Frakkar hæð eina mikla þremur mílurn norðar en Monastir eftir harða orustu og náðu 1200 föngum. Auk þess tóku þeir þar skamt frá þrjá bæi og allstórt svæði. Svo segja nú Þjóðverjar að þessi flgitti þeirra á vesturhliðinni sé að eins af herkænsku gerður og þeir hafi i hyygju ein- hverja árás er bandamenn varist ekki; en lítill trúnaður er lagðtir á slíkt; álitið að það sé sagt til þess að bera sig mannalega og láta þjóðina heima fyrir ekki missa móðinn. Stimir geta þess þó til, að þeir kunni að hafa í hyggju aö gera árás á Calais. Heldur áfram. pingbyggingamar halda á- fram. McDiarmid félagið hefir fengið samninginn um að full- gera þær og er byrjað á þeim í þessari viku. petta er mörgum gleðiefni. Félagið er sérlega áreiðanlegt og er porsteinn Borgfjörð landi vor einn af stjómendum þess. $319,945 á mánuði. Strætisvagna félagið í Winni- peg tók inn $319,945 síðastliðinn mánuð; voru það $88,522 hreinn ágóði eftir að reksturskostn- aður var greiddur. petta er fé- lagið, sem er svo fátækt, að það getur ekki framlengt sporið eft- ir Sargent Ave. parf ekki að borga. Eins og kunnugt er hefir hver herdeild verzlun. Herlögin á- kveða að deildirnar geti pantað vörur fyrir slíkar verzlanir án þess að hægt sé að kref jast borgunar fyrir vörumar. Éng- in herdeild og ekkert félag í sambandi við herinn; ekki held- ur neinn einstakur hermaður verður með lögum krafinn um borgun þótt hann skuldi. peim heiður sem heiður ber. Sambandsstjómin í Ottaw, hefir gefið út bráðabirgðalöj þess efnis að þegar maður ann aðhvort fellur í stríðinu eð hverfur og er talinn fallinn, þ verði hfsábyrgðarfélög í Canadí sem hann hafi ábyrgð í að borg upphæðina án nokkurra vífi lengja. Stjómin gefur út vottorð eft ir þrjá mánuði frá því.að ma? urinn fell, og þegar einhver týr ist, skal stjómin hefja rannsók og tinmst engar líkur þess a hlutaðeigandi sé lífs, þá gefu stjórnin út dánarvottorð. pett a við öll félög, sem starfræksl bSLféi2“ada ~ a'™t’ ein Til þess að vemda félögi sanngjarnlega er það ákveðið a | eí maður sem hverfur og talin I f,1! dauður, kemur fram eftir a I ufsábyrg’ðin hefir verið g’reidc þá skuli hann eða sá sem peninj ana fékk endurborga þá. E geti hann það ekki skuli stjórr m greiða félaginu úr hermák sjoðnum mismuninn á því ser það borgaði og varasjóðnun sem það hafði fyrir ábyrgðinn pessi lög eru mjög sanngjör og a stjórnin lof skilið fyrir - jþeim heiður sem heiður ber. ----------------------- Peningar falla í verði. 50%. Frá Vilhjálmi Stefánssyni. Dawson Y. T. 9. marz 1917. — Norðvestur lögreglumanna hópur kom hingað frá Fort McPherson í gær á hundasleðum og flutti þá frétt að \ ilhjálmur Stefánsson norðurfari hafi vetrarsetu hjá bátnum “Polar Bear hjá Prince of Wales sundinu. Þessar frtétir komu frá Herschel eyju til Fort McPherson með kapteini Lanauze lögreglustjóra í Herschel eyju, sem fór 200 mílna ferð frá eyjunni til Fort McPherson al- einn á htindasleða. Stefánsson var alt síðastliðiö sum- ar að rannsaka hið nýja land, er hann fann fyrir norðan Prince Patricks eyju; væntir hann þess að ísinn losni snenima í vor og geti hann þv'í komist lengra norður og austur; en að því búnu býst hann við að fara eftir St. Lavvrence fljótinu alla leið til Montreal og koma þangað á næsta hausti. Minningarrit. 1 uttugu og fimm ára afmælisrit hefir enska lúterska kirkjan i norð- vesturhluta Ameríku gefið út fvrir skömmu. Er það mjög vandað rit með mörgum myndum. Fremst er mynd af séra Wm. A. Passav'ant D. D., sem var 50 ár prestur og stofn- andi luterska prestaskólans í Chicago, sem flestir islenzkir prestar hér vestra hafa lært á. Auk þess stofn- aði hann margar líknarstofnanir. 1 þessu riti er mynd af einum tslend- ingi, það er séra J. J. Clentens, sem nú er prestur skamt frá Minneapolis. Hefir séra Jón unnið sér mikið álit meðal hérlendra manna í Bandaríkj- unum. Nýútk°mna.r skýrslur bera c n-*með ser að Pen{ngar hafa falhð svo í verði í Winnipeg siðan 1912 að dollarinn er nú skki nema 50 centa virði, þegar saman er borið vörugildi hans þa og nú. Til dæmis má taka það sem hér segir: t- ...„ 1912 1916 Kartoflur (mælirinn) . . $1,25 $2 25 Smjör (pund) .... 37 tylft).......... 65 Skelfiskur (pottur) .... 75 Rðfur (pundiS)........... 3 ’ 4 Laukur, pr.................. 5 1(> Svfnakjöt, pd......... 18 4() Te- »,d............25 5 0 Kaffi, pd.............. 28 4" Sykur, pd................ "6 Eppli, pd............ 4 j Sætuþykkni (Jam) . . ’’ 10 25 Afirar nauösynjar en matvörur hafa margar hækkað enn þá meira. Kröfur vínbannsmanna. Siobóta- og vínbannsfélögin i Canada héldu ráðagerðaþing í Torontu á fimtudaginn. Voru þar þrír fulltrúar héðan: Séra J. N. McLean umsjónarmaður bannlaganna hér, Eber Crummy formaður siðbótafélagsins og* Harkness skrifari þess. þingið samþykti að fara tafarlaust að vmna að því að þjóðin í Canada greiddi atkvæði um vínbann í rikinu og skora á Sambands- stjornina að sinna þessu máli nu þegar. pe ss hafði verið krafist í fyrra að Borden for- sætisráðherra setti á vínbann á meðan stríðið stæði yfir; hafði hann lofað að íhuga málið, en siðan hafði ekkert heyrst, og var pað samhuga álit þingmanna að hann ætlaði sér ekki að sinna kröfunni; þess vegna á nú að fara atkvæðisleiðina. Kosningar í Ástralíu. Merkur maðu- látinn. Verkamanna þingmennirnir í Ástralíu valda svo mikilli mótspyrnu gegn ýmsum málum stjómarinnar að hún hefÍK ákveðið að láta ganga til almennra kosninga nú þegar. Hughes1 forsætisráðherra gat þvi ekki farið á ráðherraþingið i London. 1. S. Spence, fyrverandi yfirtiæiar- raðsmaíjur í Toronto, lézt að heimili sínu þar fyrra miðvikudag. Hann tók lengi mikinn og eindreginn þátt í bindindis- og vínbannsbaráttu þessa lands og var um eitt skeið formaður félagsins “Dominion Alliance”.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.