Lögberg - 22.03.1917, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ 1917
3
Pollyanna
Eftir Eleanor H. Porter.
“ó! ó nei! ó nei! ó, hve indælt! Nei, Polly
frænka, þú hefir jú!” hrópaði hún hrifin, meðan
hún dansaði hringinn um kring ungfrú Polly með
eldlegum áhuga, og vissi naumast í hvom fótinn
hún átti að stíga.
Frænka hennar var komin úr yfirhöfninni og
búin að hengja hana upp, og að því búnu gekk hún
inn í dagstofuna.
“Hvað er það, sem eg hefi, þú einkennilega
bam?”
Pollyanna hélt áfram að snúast kring um
frænku sína, eins og jörðin kring um sólina.
“Og eg, sem alls ekki vissi að þú hafðir? Eg
hefi aldrei haldið að fólk gæti haft það, án þess
að vita það! Hélst þú það ? Heldur þú að eg geti
fengið — áður en eg kem til himna, á eg við?”
hrópaði hún viðstöðulaust, meðan hún teygði
ljósu, sléttu hárlokkana sína fram fyrir eyrun.
“En svo er það þetta; — þeir yrðu ekki dökkin,
þó eg gæti fengið. pví ef þeir yrðu dökkir, hlyti
maður að sjá það. pað dökka verður ekki falið.”
“Pollyanna, úm hvað ertu að rugla? við hyað
áttu ?” spurði frænka hennar, meðan hún tók af
sér hattinn og fór að reyna að slétta úfna hárið
sitt.
“ó, nei—nei-nei, Polly frænka, gerðu ekki
þetta!” Glaða röddin hennar Pollyönnu breyttist
alt í einu í sorgarróm. “ó, nei, sléttaðu ekki hár-
ið, það er einmitt um það, sem eg er að tala —
þessar fögru, litlu dökku skrýfingar á hárinu þínu.
ó, Polly frænka, þær eru svo töfrandi.”
“En það rugl, barn. En heyrðu, segðu mér
Pollyanna, hvað átti það að þýða, að þú fórst að
tala við konumar í styrktarfélaginu um daginn,
viðvíkjandi þessum betlaradreng, eins og mér
hefir verið sagt?”
“Nei, það er alls ekki mgl, frænka,” svaraði
Pollyanna fyrstu athugasemd hennar. pú getur
ekki ímyndað þér hve indælt hrokkna hárið þitt
er. ó, Polly frænka, þú góða, get eg ekki fengið
leyfi til að laga hárið þitt, eins og eg gerði við
hárið hennar frú Snow^ og festa blóm í það- Mlg
langar svo ósegjanlega mikið til að sjá hvemig
það mundi líta út. Og þú, þú yrðir mörgum sinn-
um fallegri en hún var.”
“En Pollyanna!” — Rödd ungfrú Pollys ómaði
hvell — hún var miklu hvellari vegna þess, að
hún fann til skyndilegrar ánægju yfir orðum litlu
stúlkunnar. pví nær hafði annars nokkur mann-
eskja skeytt um hvemig hárið hennar leit út?
Nær hafði nokkur maður hugsað um hvort hCn
væri fa’’eg eða ekki? — “pú hetir alls ekki svarað
spumingu, minni, Pollyanna. Eg spurði hvers
vegna þú talað svo hlægilega við konumar í styrkt-
arfólagmu um þenna betlaradreng?”
“Já, eg veit það, frænka. Nei, eg skal segja
þér, eg vissi ekki að það var svo hlægilegt, fyr en
eg heyrði að þær vildu heldur senda peningana
sína til heiðingjanna, en að gefa Jimmy þá. Og
þess vegna skrifaði eg til konanna minna í styrykt-
arfélaginu heima — því, eins og þú veizt, Jimmy
er svo langt í burtu frá þeim, og svo datt mér í
hug að hann gæti máske orðið þeirra litli Zúlú-
drengur sökum fjarlægðarinnar — Polly frænka,
segðu mér, hvort eg var þín litla Zúlútelpa?”
' “Zúlútelpa?”
Ungfrú Polly vissi ekki hvað hún átti við.
“Já, þegar eg kom? En það gerir ekkert, það
er alveg það sama nú orðið. Ó, en Polly frænka,
get eg ekki fengið leyfi til að setja upp hárið
þitt ?”
Ungfrú Polly strauk hendinni um ennið.
Gamla ístöðuleysið hafði náð haldi á henni aftur.
“Nei. hlustaðu nú fyrst á mig, Pollyanna.
Pegar konumar sögðu mér í dag, hvemig þú
komst inn til þeirra á fundinn, næst á undan þess-
um, og um alt þitt málæði, þá varð eg svo sneypt,
að eg—”
En Pollyanna hlustaði ekki á frænku sína;
hún fór að hoppa aftur og fram um herbergið á
tánum.
“ó, héma frænka! þú sagðir fyrst! “hlustaðu
ún fyrst á mig!” hrópaði hún hróðug. “pú sagðir
ekki að eg mætti ekki setja upp hárið þitt! og svo
þýðir það eflaust það gagnstæða, alveg — alveg
eins og um daginn með magnsúpuna hans Pendle-
tons, sem þú hafðir ekki sent, en sem þú vildir ekki
að eg segði, að þú hefðir ekki sent, manstu það.
Já, bíð þú nú að eins augnablik; nú ætla eg að
sækja hárkamb.”
“Nei, en Pollyanna, Pollyanna!” mótmælti
frænka hennar; hún fylgdi henni samt frá her-
bergi til herbergis og að síðustu upp stigann, þar
sem hún nam staðar allmóð, fyrir utan dyr svefn-
herbergis síns.
“Ó, ertu komin hingað upp? Já, það er nú
miklu betra,” sagði Pollyanna, sem kom bagsandi
eftir ganginum frá sínu herbergi á þessu augna-
bliki. “Héma kem eg með nýja hárkambinn minn.
Seztu nú niður — héma, fyrir framan spegilinn,
já. En hvað mér þykir vænt um að þú vilt gefa
mér leyfi til þessa.”
en Pollyanna, eg —”
Ungfrú Polly gat ekki endað við það, sem hún
setlaði að segja. En sér til óviðráðanlegrar undr-
unar, sat hún augnabliki síðar á stólnum fyrir
framan búningsherbergið sitt, með hárið hangandi
í bylgjum niður bakið og tíu litla, ákafa en var-
kára fingur að meðhöndla það.
“ó, hamingian góða, en hvað hárið þitt er in-
daelt,” masaði Pollyanna, “og líka svo miklu meira
en frú Snow, en það er auðskilið að þú þarft að
hafa meira hár, þú sem ert heilbrigð og getur
gengið hvar sem er, svo að fólk geti séð það. Nei,
hei, jú, eg held fólkinu þyki vænt um að fá að sjá
það — og að það verði hissa, þar eð þú hefir geymt
t’að svo lentri. ó, góða Polly frænka, eg skal gera
Hg svo yndislega, áð allar manneskjur sækist eft-
ir að fá að siá þig.”
“Nei, en Pollyanna.” ómaði hrvgg rödd út á
hiilli hárlokkanna. “Eg — eg skil ekki hvers
vegna eg í rauninni læt þig gera þetta. pað er
algerlega heimskulegt.”
“Já, en Polly frænka, það hlýtur að gleðja þig,
Pegar fólkinu finst þú vera svo yndisleg að líta á.
Líkar þér ekki sjálfri að horfa á það sem er snot-
Urt? Mér finst eg alt af vera glaðari þeear eg
iit á fallegt fólk. því þegar eg sé það ófríða, þá
vorkenni eg því.”
“Já, en — já, en —”
“Og svo er eg svo hrifin af fallegu hári,” hélt
Pollyanna áfram að spjalla. “Eg setti svo oft
upp hárið á konunum í kvenmanna styrktarfélag-
inu — já, á mörgum þeirra, á eg við — en engin
þeirra hafði jafn indælt hár og þú hefir. f raun-
inni var hárið hennar frú White mjög snoturt,
og hún svo yndisleg einn daginn, þegar eg hafði
sett það upp fyrir hana, þá — ó, Polly frænka,
veiztu hvað mér hefir dottið í hug? — ó nei, það
er satt, það er leyndarmál, sem eg má ekki opin-
bera. Nú er hárið þitt nærri tilbýið, og nú verð
eg að yfirgefa þig eina mínútu, en þú verður að
lofa mér — þú verður að lofa mér því — að þú
hreyfir þig ekki, hreyfir þig ekki af blettinum og
gægist ekki, fyr en eg er komin aftur. Gleymdu
því nú ekki,” endaði hún ræðu sína með því og lyfti
fingrinum aðvarandi að ungfrú Polly, áður en
hún þaut út.
Ungfrú Polly sat kyr. Hún var mállaus; en
hún hugsaði með sjálfri sér, að Pollyanna skyldi
fá sínum vilja framgengt, þangað til hún væri bú-
in; þá gæti hún sjálf, ungfrú Polly, tekið hárið
niður og sett það upp á sæmilegan hátt. Og hvað
það að “gægjast” snerti — ein sog hún væri svo
flónsleg, að hún-----
Á þessu augnabliki varð ungfrú Polly af til-
viljun auðið að sjá sig í speglinum yfir búnings-
herbergið. Og það sem hún sá, kom slíkum rósa-
roða fram í kinnar hennar, að — já, að hún roðn-
aði enn þá meira þegar hún sá það.
Hún sá andlit — að sönnu ekki mjög unglegt
— en fjörlegt, með hreina drætti, og einmitt á
þessu augnabliki fult af undrunarsvip, viðbrigð-
um og áhuga. Kinnamar voru rauðar, augun
gljáandi, svarta hárið lá í léttum, lausum bylgjum
um ennið og eyrun, og var sem yndisleg umgjörð
utan um andlitið; hér og hvar sáust hrokknir
lokkar, snotrir og viðfeldnir hjá gagnaugunum
og í hnakkanum.
Svo undrandi og svo hrifin var ungfrú Polly
yfir því, sem hún sá í speglinum, að hún gleymdi
þeirri ákvörðun sinni að setja sjálf hárið sitt upp
aftur eftir sinni venju, þangað til hún heyrði
Pollyönnu koma inn. Og áður en henni var mögu-
Iegt að átta sig, var eitthvað mjúkt og saman-
brotið lagt yfir augu hennar og hnýtt lauslega í
hnakkanum.
“En Pollyanna, Pollyanna — hvað értu nú að
gera?” hrópaði hún.
Pollyanna hló glaðlega.
“J?að skaltu undir eins fá að sjá, Polly frænka.
En eg var hrædd um að þú mundir gægjast, og
þess vegna hefi eg bundið þenna klút fyrir augun
þín. Sit þú nú bara kyr; það líður að eins ein
mínúta þangað til þú getur séð þig í speglinum.”
“Já, en Pollyanna,” mótmælti ungfrú Polly og
stóð upp þreifandi í kring um sig. “Nei, en bam,
bam, hvað ert þú að gera?” spurði hún ráðþrota,
þegar hún fann eitthvað mjúkt líða niður eftir
herðum sínum.
Pollyanna hló meira og meira hugfangin. Með
fingrum sem skulfu af ákafa, lagði hún um herðar
frænku sinnar gamalt og mjúkt kniplingasjal,
gulnað af að hafa legið niðri í kistu árum saman,
ilmandi af lavendeljurtinni. Pollyanna hafði
fundið þetta sjal síðast liðna viku, þegar Nancy
var að þrífa til á loftinu; og meðan hún stóð og
var að prýða hár frænku sinnar, datt henni í hug
að frænka sín mætti skreyta sig eins vel og frú
White.
pegar hún hafði lokið við þetta starf sitt, leit
hún rannsakandi augum á niðurstöðuna, og sá
strax að einn hlut skorti. Strax leiddi hún því
frænku sína með sér inn í hliðarherbergið, þar
sem hún gegn um gluggann sá rauða rós hanga
úti á limagarðinum, en svo nálægt að hún gat
náð í hana.
“En, Pollyanna, hvað gerir þú? Hvert ertu
að draga mig?” sagði ungfrú Polly mótmælandi
og reyndi árangurslaust að spyrna á móti. “Polly-
anna þó! eg vil ekki —”
“pað er að eins hingað inn í bláa herbergið —
bíð þú að eins eitt augnablik — eg verð búin að
sekúndu liðinni,” sagði Pollyanna másandi, meðan
hún seildist eftir rósinni. Hún náði í hana, sleit
hana af stiklinum og stakk henni í dökka, lausa
hárið bak við vinstra eyra ungfrú Polly.
“Hana nú!” hrópaði hún eldfjörug og leysti
klútinn frá augum frænku sinnar og fleygði hon-
um á stól. “ó, Polly frænka, nú getur þú séð þig
í speglinum. Nú vona eg þú verðir glöð, af því
eg hefi skreytt þig svo fallega.”
í hálfa mínútu horfði ungfrú Polly á sitt
breytta andlit í speglinum; svo æpti hún snögg-
lega og hljóp út úr herberginu. Pollyanna, sem
fylgt hafði stefnu hins skelkaða augnatillits henn-
ar, sá í gegn um opna gluggann hest og léttireið
beygja við fyrir framan dymar. Hún þekti und-
ir eins þann, sem hélt í taumana.
Fagnaðarrík hallaði hún sér út úr glugganum.
“Chilton, Chilton læknir! Er það eg, sem
þú vilt finna ? Eg er héma uppi,” hrópaði hún.
“Já”, svaraði læknirinn og brosti dálítið alvar-
lega. “Viltu vera svo góð og koma ofan ?”
Inni í svefnherbergi frænku sinnar fann Polly-
anna hana standandi, blóðrauða í framan og
gremjulega, þreifandi eftir títuprjónunum, sem
kniplingasjalið var fest með.
“Svei, Pollyanna,” að þú skyldir nú gera
þetta,” sagði hún gremjulega. “Skreyta mig svo
hjákátlega — og svo, að fólk skyldi koma og sjá
mig þannig.”
Pollyanna varð utan við sig af undrun.
“Sjá þig? Já, en Polly frænka, þú ert nú svo
yndisleg — já, þú ert sannarlega svo yndisleg,
og —”
“Yndisleg?” tautaði ungfrú Polly um leið og
hún fleygði sjalinu frá sér og réðist á hárið sitt
með skjálfandi fingrum.
■ “ó, nei Polly frænka — ó, láttu hárið vera.”
“Vera? Eins og það er núna; nei, þú mátt
vera viss um að eg geri það ekki.”
Ungfrú Polly náði hárinu niður undir eins.
Hún strauk það og sléttaði svo að hin síðasta
skrýfing hvarf gersamlega undir ströngu fingr-
unum hennar.
“ó nei, ó nei, og þú, sem varst svo yndisleg,”
sagði Pollyanna og stundi; gekk svo allhrygg út
úr dyrunum.
Úti fann hún læknirinn bíðandi í eineikisvagn-
inum sínum.
“Eg hefi ráðlagt einum af sjúklingum mínum
að fá þig, og hann sendi mig eftir þér, svo að hann
gæti breytt samkvæmt ráðleggingu minni,” sagði
læknirinn. “Viltu koma með mér?”
“Áttu við að eg eigi að reka erindi í lyfjabúð-
ina? pvi það gerði eg við og við fyrir konumar
í styrktarfélaginu,” sagði Pollyanna hálfgert hik-
andi.
Læknirinn brosti og hristi höfuðið.
“Nei, það er nú í rauninni ekki þess konar.
pað er John Pendleton sem langar til að sjá þig
í dag, ef þú vilt gera svo vel og vera mér sam-
ferða. pað er hætt að rigna; og þá datt mér í
hug að eg gæti ekið hingað til að sækja þig. Vilt
þú aka með mér? Svo skal eg koma aftur, sækja
þig og aka með þig heim kl. sjö.”
“ó já, það er mér mjög ljúft að gera. En eg
verð fyrst að spyrja Polly frænku.”
Fáeinum mínútum síðar kom Pollyanna aftur
með hattinn í hendinni og alvarleg á svip.
“Vildi frænka þín síður að þú færir með mér?”
spurði læknirinn um leið og þau óku af stað.
“Ju-ú”, svaraði Pollyanna hálft í hvoru ráð-
þrota. “Hún var ofmjög áfram um það, að eg
færi.”
“Of mjög áfram um það?”
Pollyanna stundi.
“Eg á við, að eg held að hún hafi ehlzt ekki
viljað hafa mig heima nú sem stendur. pví hún
sagði: “Já, bara farðu, farðu! eg vildi að þú
hefðir farið fyrir löngu síðan.”
Læknirinn brosti ofurlítið, en augu hans voru
alvarleg. Hann sat um stund og sagði ekkert;
svo spurði hann — hálfhikandi:
“Segðu mér, var það ekki — var það ekki
frænka þín, sem eg sá í glugganum uppi á loftinu
fyrir nokkrum mínútum síðan ?”
Pollyanna andvarpaði.
“Jú, það var einmitt það, sem var svo sorg-
legt,” sagði hún. “Eg hafði skreytt hana svo
yndislega, sjáðu, með ljómandi fallegt kniplinga-
sjal, sem eg fann uppi á efra lofti, og eg hafði sett
hárið hennar svo fallega upp og stungið rós í það,
og hún var í raun réttri indæl, að — já, sýndist
þér ekki hún vera indæl?”
Læknirinn svaraði ekki strax, en þegar hann
talaði, var rómur hans svo lágur að Pollyanna
heyrði naumast hvað hann sagði.
“Jú, Pollyanna, mér — mér sýndist hún vera
— indæl.”
“Nei, sýndist þér það? En hvað mér þykir
vænt um það. pað skal eg þó segja henni,” hróp-
aði lita stúlkan ánægð.
Henni til stórrar undrunar sneri læknirinn sér
skjótlega að henni.
“Ekki á neinn hátt! — Eg — eg á við — eg
verð að biðja þig um það, Pollyanna, að þú verðir
svo góð að segja henni það ekki.”
“Já, en því þá ekki, læknir? Hvers vegna má
eg það ekki? Hún yrði þá eflaust glöð yfir —”
“Nei, það er all-líklegt að hún mundi ekki
gleðjast af því.”
Pollyanna hugsaði dálítið.
“Já — já, það getur vel verið,” sagði hún og
stundi ofurlítið. “Eg man það núna — að það
var af því að hún sá þig í gegnum gluggann, að
hún þaut út úr herberginu. Og á eftir — sagði
hún, að það hefði verið afar leiðinlegt að nokkur
manneskja skyldi sjá sig þannig skreytta.”
“Já, það get eg hugsað mér,” sagði læknirinn
fremur lágt.
uJá, en það get eg alls ekki skilið, þar eð hún
var svo indæl,” sagði Pollyanna.
Læknirinn svaraði þessu engu. Hann talaði
raunar ekki meira það sem eftir var leiðarinnar,
fyr en þau komu að stóra húsinu, þar sem John
Pendleton lá í rúminu sínu með brotinn fótlegg.
XVII. KAPfTULI.
“Alveg eins og í bókunum”.
John Pendleton heilsaði Pollyönnu m^ð brosi í
dag. “Nú, ungfrú Pollyanna, þú hlýtur sannar-
lega að vera góð og umburðarlynd lítil stúlka,
fyrst þú vildir koma aftur og heilsa mér í dag.”
“Nei, en góði hr. Pendleton, mér þótti svo
vænt um! að eg mátti koma, og eg skil ekki til
hlítar hvers vegna eg ætti ekki að vera það?”
“Jú, sjáðu, eg held eg hafi verið býsna önugur
og afundinn við þig í bæði skiftin, bæði í fyrra
dag, þegar þú varst svo vingjamleg að koma með
súpuna handa mér, og þann daginn sem þú fanst
mig í skóginum með brotinn fótleginn. Og
að öðru leyti, fyrst við tölum um þetta, þá held
eg að eg hafi ekki einu sinni þakkað þér fyrir
hjálpina. Svo eg held nú raunar að þú verður
sjálf að viðurkenna, að þú sért umburðarlynd,
fyrst þú kemur að heimsækja mig eftir jafn
óþakkláta viðkynningu.”
Pollyanna tvísté á gólfinu dálítið vandræðaleg.
“Já, en mér þótti svo vænt um að eg fann þig
—já, eg á auðvitað ekki við að eg væri glöð yfir
því, að þú hafðir brotið fótlegginn, heldur yfir
því að eg fann þig,” sagði hún glaðlega.
John Pendleton brosti.
“Eg held eg skilji þig,” sagði hann. “Tungan
lætur þig stundum vaða elginn, er það ekki ? Já-
já, en eg þakka þér nú samt sem áður; og mér finst
þú vera kjarkmikil og dugleg, lítil stúlka, sem
gazt alt er þú gerðir þann dag. Og magnsúpuna,
hana þakka eg þér líka fyrir,” sagði hann glaðlega.
“pað var mjög vel gert af þér að koma með súp-
una til mín.”
“Já, þökk fyrir, mjög vel. Eg — það er lík-
lega ekkert annað í dag, sem — sem Polly frænka
sendir ekki, er það?”
Pollyanna varð aftur uppburðarlítil.
“Nei — nei, því ver.” Hún hugsaði sig dálítið
um; svo bætti hún við og roðnaði um leið: “Af-
sakið hr. Pendleton, en eg vildi ekki vera afkára-
leg þann daginn, þegar eg sagði að Polly frænka
hefði ekki sent súpuna.”
Ekkert svar kom. John Pendleton brosti ekki
núna. Hann lá kyr og horfði beint fram undan
sér með augun, sem störðu í fjarlægð þvert í
gegn um hlutina, sem urðu fyrir augnatilliti hans.
Hann lá lengi þannig. Loksins andvarpaði hann
allhátt og sneri sér að Pollyönnu. Og þegar hann
tók aftur til máls, var hreimurinn í rödd hans
taugaveiklaður og skapraunalegur eins og vant
var.
“Nú, það var nú ekki þetta, sem eg hafði
hugsað mér. Eg sendi ekki boð eftir þér til þess,
að þú skyldir horfa á mig liggjandi og glápandi
út í geiminn hvíldarlaust. Úti í starfsherbergi
mínu — stóra herberginu, þar sem síminn er —
þar finnur þú skrautgreypta tréöskju á neðstu
hillunni í stóra skápnum með glerhurðinni, skamt
frá ofninum. pað er að segja, hún á að vera þar,
ef ekki þessi bansetta hreinsunarkona hefir líka
rótað öllu til þar, og flutt öskjuna eitthvað annað.
Viltu sækja hana fyrir mig? Hún er nokkuð þung,
en ekki þyngri en svo að þú getur borið hana,
held eg.”
Efnafrœðislega sjálfslökkvandi
Hvað þýða þessi orð fyrir þig? pau þýga meira
oryggi a heimihnu. _ pað er vissulega atriði, sem þú
lætur þig varða, meira eh lítið.
• Ef tU S1 h6fir þÚ tekið eftir orðum og setn-
mgum. Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á
vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver
einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð-
islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman
þegar buið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt-
legtleíUna frS logandl eldspýtum eerö ein slítil og mögu-
öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s
Rœða
flutt á kvenfélagssamkomu i Glenboro
áttunda mars 1917.
Eins og tilheyrendum mínum mun
flestum kunnugt, eru þaö islenzku
kvenfélagskonurnar í Glenboro, sem
hafa efnt til þessarar samkomu, í
þeim lofsverða tilgangi aö tekjumar,
sem hún gefur í aðra, eöa báöar
hendur, gangi til styrktar þeim her-
mönnum, sem eru komnir heim af
vígv'ellinum. Hermönnum, sem voru
reiöubúnir að leggja líf og heilsu í
sölurnar, fyrir ættland sitt og hiö
brezka ríki. Og sannarlega hefir
þaö kostaö þá stórkostleg sár og
meiöli; og fjöldi af þeim, sem í her-
inn gengu hefir falliö á vígvellinum,
og fórnaö þar lífi sínu á altari kær-
leikans, mannúöar og frelsis; fyrir
sitt kæra fööur- og móöurland og
hina brezku þjóð. — Mér viröist
betra fyrir hermennina að fá fljót-
ann og kvalalítinn dauöa á orustu-
vellinum, en aö veröa fyrir skaölegri
limlesting; sem hefir þaö í för meö
sér, aö þeir veröa, aö meira aö
minna Ieyti ósjálfbjarga, og veröa
sv'o aö lifa viö örkuml, þaö sem eftir
er æfinnar. — Þa« er því kristileg
skylda allra, að taka saman höndum,
og hjálpa til aö létta byröi þeirra, og
reyna aö gera þeim lífiö sem ánægju-
legast. Þaö mun óhætt aö fullyröa:
aö í hinu brezka ríki er nú aö sjálf-
sögöu mjög sár sorg og söknuður.
Foreldrarnir syrgja sonu sína, bræö-
ur og systur syrgja bræÖur sína og
aðra dána ástvini.
Þiö kannist líklega öll viö skozka
æringjann og kýmnissagna höfund-
inn, Harry Lauder. Eg hefi nýlega
lesiö ræöu eftir hann í “Tribune”, viö-
víkjandi stríðinu. Einn sonur hans
hefir fallið i því, og þótt hann hafi
virzt mjög bjartsýnn og glaður, er
auðheyrt að sonarmissirinn hefir
sært föðurhjartað djúpu sári, og snert
þar viðkvæma strengi; þótt hann
beri það hraustlega, þvl alt vill hann
leggja í sölurnar fyrir þjóðina, og
brezka ríkið. Já, jafnvel sinn sið-
asta blóðdropa. En þegar föðurástin
er svona sterk, og þó viðkvæm, hvað
skyldi þá mega segja um móðurást-
ina, eða mæðurnar. sem hafa boriö
drengina sina, undir sinu ástríka
móðurhjarta, og frá fæðing þeirra
á sinum lítt þreytandi móður örmum,
þar til þeir urðu sjálfbjarga. — “Því
tnoðurhjartans astannagn engin búg-
ar neyð, aldrei verður nornin svo
fögru blómi reið”, sagði viðkv'æma
skáldið okkar, Kristján Jónsson. Og
annað afbragðs skáldið okkar, Tónas
Hallgrímsson, segir í kvæðinu “Móð-
úrást”: “Því að hann lifir og bros-
andi býr, bjargandi móðttr i skjólinu
hlyr, reifaður klæðnaði brúður sem
bjó, barninu værðir, og lágt undir
snjó, fölnuð í frostinu sefur.” Til-
efni kvæðisins var: að kona ein i
Noregi var á ferð i kafatdsbyl með
tvö börn sín. Hún klæddi sig úr föt-
unum og reifaði börnin í þau, og
fundust þau bæði lifandi eftir storm-
inn; en hin elskttríka ntóðir þeirra
var. frostin til dauðs. Já, elsku,
hjartans góðtt mæðurnar. jafnyel
ógnir dauðans geta ekki yfirbugað
þær eða þeirra aðdáanlega elskurika
móðurhjarta. Og þótt þær konur,
sem hafa efnt til þessarar samkomu,
eigi—máske—ekki sonu meðal hinna
heimkomnu hermanna, þá þekkja
þær svo vel móðurástina og fara því
svo nærri um tilfinningar mæðra her-
mannanna. Og þar af leiðandi vilja
þær gera alt sitt bezta fvrir þær og
sonu þeirra, jafnvel gánga þeim i
móður stað. Vér ættum þvi allir,
að virða og styrkja þeirra göfttga
kærleiksstarf, bæði í orði og v'erki.
Eg þekki þessar konur hér, að ölltt
góðu. Þær láta sér ekki nægja, að
gleðja einungis þá hermenn, sern
heim eru komnir. Þær eru líka að
httgsa unt hermennina i fjarlagðinni.
á vigvellinum á Frakklandi og víðar.
og eg er viss um að það er mikiö
gleðiefni fyrir þá, að meðtaka send-
ingar frá vinum og vandamönnunt að
heintan. Ekki einungis gjafanna
vegna, heldttr einkum og sér í lagi af
þvi: a þær minna þá svo áþreifanlega
á það, að öllum heima á ættlöndun-
um er svö ant um þá, og vilja gera
alt sem er mögulegt, til þess að þeim
geti liðið sem bezt l öllu tilliti. Og
herntennirnir sjálfir vinna í sönnt átt,
finna upp á ýmsu til þess að halda
stillingu og stöðuglyndi. Til dæmis:
Franskir hermenn hafa samið ein-
kennilega herhvöt, til að viðhalda
þrotti og kjarki í þeim og öðrum.
F'" ,h,ef' ails,eSa þýtt hana á íslenzku
°g hljoðar hún þaning:
1. “Þú hefir um tvent að velja:
Annaðhvort hefir þú gengið í herinn
eða, þu hefir ekki gert það. Ef ekki,
hefir þu yfir engu að vera órór. —
2. Ef þú ert genginn í herinn,
hefir þu um tvent að velja: Annað-
hvort ert þú í herbúðunum, eða á
vigvellmunn Ef þú ert í herbúðun-
um, hefir þu yfir engu að vera órór.
d. Ef þu ert á vígvellinum. hefir
þu um tvent að velja: Annaðhvort
ert þu í varahðinu eða á orustuvell-
inum^ Ef þú ert í varaliðinu, hefir
þu yfir engu að vera órór. —
4; Ef þú ert á orustuv'ellinum.
hefir þu uni tvent að velja: annað-
hvort klorarðu þig áfram, eða þú ger-
'r J)a.ð. ek.kl' Ff þó gerir það ekki,
hefr þu yfir engti að vera órór. —
5- Ef þú ert í orustunni, hefir þú
um tvent að velja: Annaðhvort verð-
ur þú særðtir, eða þú særist ekki Ff
þu særist ekki, hefir þú yfir engu að
vera órór. —
6- Ef þú særist, hefir þú uni
tvent að velja: annaðhvort ertu lítið
eða mikið særður. Ef litið, hefir þti
yfir engu að vera órór. —
7. Ef þú ert mikið særður, hefir
þú um tvent að velja: annaðhvorl
batnar þér eða ekki. Ef þér batnar
hefir þú yfir engti að vera órór1
En ef ekki, og þú hefir fylgt mínun:
ráðum alt í gegn, ert þú laus v'ið
allar sorgir og óróa, að eilífu’
f'nefnil. eftir dauðannj.
Nafn höfundarins, sem samið hef-
ir þessa djarfmannlegu herhvöt eða
heimspekilegu röksemdafærslu, sésl
ekki. Ef til vill hefir einhver fransk-
ur hermaður, sein fiefir komist í þaf
heppilega ástand, að taka öllu m£?
stilling og jafnaðargeði—hvort sen
gengi með eða móti—samið þessai
hughreystingar setningar. En hva?
sem því líður, e* sagt að þúsundii
franskra hermanni hafi af hrjarta
lært þessa herhvöt, «g gert hana al
sinni heimspekis sk«ðun í bardagr
lífinu. Og sýnir hútt ljóslega: hv<
vel Jæir sætta sig við hið raunalega
harða og gleðisnanða líf á orustu
vellinum. Enda cr það sjálfsagt, að
hver maður sem fer í stríðið, má bú-
, ast við því allra versta. En langt ei
frá því. að fljótur og kvalalítil
dauði, sé það sárasta og þyngsta sen
fyrir kemur. Þót» hann sé sár og
blæðandi, fyrir eftirlifandi vanda
menn og átsvini þeirra. Já, þúsund-
ir heimila í hinu brezka ríki, sen
fyrir tveimur árum vissu varla hva?
sorg og mótlæti var, mega nú grát;
og stynja yfir missi ástkærra sona
i vina og vandamanna. En vonandi ei
að það fari nú bráðuin að taka enda
j og að hinar blæðandi undir læknisi
með tímanuni. Og betur væri að hir
djúpu og blæðandi sorgar sár, hafi
iiu þær blessunarríku afleiðingar í
for meö sér, að augu alls mannkyns
ins opnist, sv'o það sjái alla bölvun
ófriðarins, í sinni réttu voðalege
mynd. Og sjái þá um leið: að þat"
c r vfirgangs-söm og óguðleg, og ó-
frjálslynd konungstjórn, mcð her-
valdinu og einokunar auðvaldi, serr
blæs að kolunum. Og sannfærist um:
að það er áríðandi aö tvka alt þetta
af hönduni sér. Svo hægt verði að
stofna og koma í fratnkvæmd lýð-
stjórn í öllum heintinum, sem fólkið
getur vikið frá völdum ef þörf kr?f
ur. Það yerður líklega Iangt að bíða,
þar til alt þetta kemst i framkviemd.
en ýms merki sjást þó, að almenn-
ingur er altaf að ná betri tökum á
yfirvöldunum. _ Auðvitað hefir
fólkið sjálft alt i sínum höndunt. Ef
það aðeins hefir samtök til að hag
nýta sér rétt sinn, getur það náð yfir-
ráðunum úr höndum stjórnmála
manna og einokunar-auðfélaga. En
til þess að koma því i framkvæmd,
verður fójkið að vera einhuga og
satntaka. í þcssu mikilsverða og áríð-
andi velferðarmáli. Því annars nær
það aldrei rétti sínum—eða því vel-
ferðar takmarki sem það stefnir að
Alt stendur þá viö það’sama: Ein-
okunarfélögin og óvandaðir stjórn-
niálamenn halda áfrain að stjóma og
standa í vegi fyrir jafnrétti og eðli-
legum framförum mannkynsins. —
Arni Sveinsson.