Lögberg - 22.03.1917, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ 1917
38 Lagasafn Alþýðu
samningi er tvírætt eða vafasamt, er það siður
dómstóla að þýða hann sanngjamlega og frjáls-
lega, þannig að það samþýðist því sem eðlilegast
þykir; er þá stundum neitað um að framfylgja
ósanngjömum atriðum og öðrum bætt inn í, sem
virðist hafa verið slept. En þegar lögin ákveða
vissa þýðingu orða, eru þau ávalt dæmd á þann
veg.
6. Tímaákvæði: pegar enginn tími er til tek-
inn í samningi um það hvenær honum skuli full-
nægt er sá skilningur lagður í hann að honum
eigi að fullnægja tafarlaust, eða innan sanngjams
tíma og þannig er það venjulega úrskurðað fyrir
dómstólunum samkvæmt eðli þeirrar athafnar,
sem framkvæma á.
7. Ákvæði um stað: pað er fastákveðið (a)
að samningsgildi og framkvæmd samnings og
heimild aðila til þess að semja fari eftir þeim lög-
um og reglum, sem gilda á þeim stað, sem samn-
ingurinn er gerður, nema því aðeins að það komi
í bága við lögin á þeim stað, þar sem fullnægja
skal samningnum. (b) Alt það sem telst til full-
nægingar samningi fer eftir lögum þess fylkis
eða lands, þar sem fullnægja skal samningunm.
c) Alt það, sem heyrir til kröfum, lögsóknum,
réttarfari o.s.frv. fer eftir lögum á þeim stað
þar sem málsóknin fer fram.
53. Tími til þess að fullnægja samningi.
J?etta er altaf mikils vert atriði í sambandi við
alla samninga. Sá sem ekki fullnægir verki, sem
hann hefir samið um að gera, fyrir þann tíma,
HÚÐIR, ULL og
LODSKINN
Ef þú óskar eftir fljótari
afgreiðslu og hæsta'verði
fyrir húðir, ull og loð-
skinn þá sendið til vor.
FRANK MASSIN, Brandon, Man.
Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum
A ,W. A A. » A .V. A A. X A. A ■». -4. .»■ A A A . ,
TTTTT TtTttTTTTTTTTTTTTTTT'
í Glaðar stundir •;
I.
Landinn er alstaðar landi.
“íslendingar viljum vér allir vera”
sögíu þeir og sungu landarnir í
Minneapolis og St. Paul föstudags-
kv'eldið 2. marz. Þann dag höföu
þeir valið til þess að edumýja forn-
an kunningsskap og minnast þess að
þeir væru bræöur og systur frá sama
landi.
Minneapolis og St. Paul eru oft
kallaíar tvíburaborgir (10 mílur á
millij. Eru það sannarlega myndar-
legir tvíburar. Ekki þurfa þeir
heldur að fyrirverða sig fyrir þá ís-
lendinga, sem þar eiga heima.
Fljótt á að líta ieizt mér þannig á
þann hóp, þótt lítill væri (um 150
manns) að hann væri hverju landi og
hv'erri þjóð til vegs og sóma.
Þetta var í annað skifti, sem Is-
Iendingar komu saman þar suðurfrá.
Fyrsta samkoman var í fyrra; hafa
margir bæzt í hópinn stðan, og fer
því fundum þeirra að fjölga og ís-
lenzkur félagsskapur að þroskast.
Samkoma þessi var haldin í Frt-
múrarasalnum og byrjaði kl. 8. Var
öllum gefið nafnspjald, sem nælt var
á brjóst þeim og þeir kyntir sem ekki
þektust; þurftu því engir að setjast
út t hom með ólund fyrir ókunnug-
leika sakir nema sv'o að þeir kæmu
þangað með þeim ásetningi, en slíkt
er óviðráðanlegt þarsem þannig lyntir
menn eiga í hlut. En þama mun
enginn hafa v'erið með því marki
brendur.
Það að allir þektust og báru utan
á sér nafn sitt hafði upplyftandi
áhrif á alla gestina; vom allir orðnir
glaðir og fjörugir t samræðum áður
en þeir drukku kaffið og fanst mér
það nýlunda, því oftast era menn
hálfsúrir á svip þangað til blessuð
kaffilyktin lætur til sín finna.
Klukkan hálf tíu bað herra E. M.
Thorsteinson sér hljóðs. Bauð hann
alla velkomna; mintist þess að sam-
koman væri til þess að glæða það,
sem íslenzkt væri og skara eld að
þeim glóðum, svo ekki dæi eldur á
hinum íslenzka arni hér vestan hafs,
þar sem nokkur ábærileg tala Islend-
inga ætti heima. Að því mæltu talaði
hann fáein orð á ensku og voru þau í
sama anda.
Mörg hálfíslenzk hjón vora þarna;
ýmist maðurinn enskur eða konan.
Talaði eg við enskan mann kvæntan
íslenzkri konu —• hann heitir Cupont
að mig minnir — og hafði hann lesið
Lagasafn Alþýðu
39
sem tiltekið var, verður að gefa hvaða skaða-
bætur, sem sanngjamlega verður krafist ef engin
ákveðin fjárupphæð hefir verið tiltekin.
pegar enginn tími er tiltekinn um það hvenær
verkinu skuli lokið, verður það að vera fullgert
innan sanngjams tíma, samkvæmt kringumstæð-
um, og verður dómarinn eða dómstóllinn að ákveða
hvað sanngjamt sé í því tilfelli, ef hlutaðeigendur
koma sér ekki saman um það.
54. Sektarákvæði í samningi. pegar ákveð-
inn tími er tiltekinn um fullnæging samnings og
ákveðin upphæð tiltekin, sem sekt, ef ekki sé
fullnægt innan þess tíma, t. d. $10 á dag fyrir
hvern einasta dag eftir það, þangað til verkinu sé
lokið, þá er skylt að fullnægja slíkum samningi,
nema því aðeins að hann sé að einhverju leyti
ónýttur af þeim sem verkið er unnið fyrir. T. d.
á að byggja ákveðið hús samkvæmt vissum upp-
dráttum og ákvæðum úr ákveðnu efni. En á með-
an á húsasmíðinu stendur verður mikil breyting
annaðhvort eftir beiðni eða með samþykki eigand-
ans, á efni, sem haft er í bygginguna í staðinn
fyrir annað, sem átti að hafa, eða breyting er gerð
á herbergi í húsinu, stiga, strompi eða einhverju
öðru, þá er byrjaður nýr samningur. Byggingin
er þá ekki lengur orðin sú sama sem lofað var að
fullgera fyrir ákveðinn tíma að viðlagðri sekt, og
þess vegna er sá sem byggir laus allra mála að
því er sektar ákvæðið snertir.
Til þess að koma í veg fyrir að slíkar breyt-
ingar nemi úr gildi sektarákvæði, verður að bæta
bæði Njálu og margar fleiri bækur
um ísland og íslendinga; hann var
mjög hróðugur af og lá mér við aö
bera kinnroða þegar eg hugsaði um
þetta og bar þaö saman viö sjálfan
mig.
Nú var byrjatS á skemtiskránni og
Var hún þannig: 1. Þjóösöngur
Bandarikjanna “America” sunginn áf
öllum, 2. Eldgamla Isafold, sungiö af
öllum, 3. Fjórraddaður söngur:
Hvaö er svo glatt; sungu þaö þær
Miss Thorvaldsson og Miss Sig-
valdason, Mr. Jónas Stefánsson og
Mr. Þórður Thompson. 4. RætSa,
sem próf. H. B. Gíslason flutti. Fór-
ust honum þannig orö meöal annars:
“A8 helztu og fullkomnustu þjóS-
ernis einkenni, sem íslendingar gætu
lagt til þeirri miklu nýju þjóð, sem
hér væri í sköpun, væri hversdags-
ráðvendni og áreiíanleiki, sem þeir
v'æra svo auðugir af.” Var þetta
þungamiðja ræSunnar, en hún var
flutt meS allmörgum og fögrum
oröum og góður rómur gerSur aS.
5. Tvísöngur, Mr. og Mrs. W. Páls-
son, 6. uppfestur á Gunnarshólma og
gerSi þaS Mr. S. Pálsson, 7. Einspil
á piano: Miss Thorvaldsson, 8. Ein-
söngur: Miss E. Thorsteinsson, 9.
Upplestur á VeiSimanninum eftir
Kristján Jónsson í enskri þýSingu.
Var þýSingin eftir séra J. j. Clem-
ens og las hann kvæSiS upp sjálfur;
hafSi hann gert þýSinguna fyrir 10
áram og vissi ekki þegar á samkom-
una kom, aS örinur þýSing væri til af
kvæSinu. Séra Jón þjónar tveimur
enskum söfnuSum skamt frá Minne-
apolis; var þetta fyrsta íslenzka
samkoma, sem hann hafSi sótt í 15
ár og mælti hann þá nokkrum orSum
á íslenzku til landa sinna á undan
upplestrinum; virtist mér hann þó
tala ágæta íslenzku — en nærri sér
tók hann. ÞaS er víst, aS ekki verS-
ur honum um aS kenna, ef íslend-
ingar þar sySra fá ekki aS hlusta á
íslenzkar ræSur bráSlega. Þá söng
Jónas Stefánsson einsöng; Jónas er
öllum kunnur hér í Winnipeg síSan
hann var þar. Er þaS tap fyrir
Winnipegbúa aS hafa mist hann úr
flokki söngmannanna, en svo er þaS
þeim mun meiri gróSi fyrir hina,—
Eins dauSi er annars brauS. Sigur-
jón Ólafsson flutti því næst ræSu og
mintist þess helzt hvílíkar framfarir
hefSu átt sér staS í efnalegu tilliti
heima á ættjörSu vorri i seinni tiS
KvaS hann þaS oss bæSi nauSsyn
og skylda hér vestra aS hlynna eftir
mætti aS islenzkum fræSum og is
lenzkri þekkingu. AS síSustu Var
fjórraddaSur söngur: Thorvalds
son, Sigvaldason, J. Stefánsson og Þ
Thompson.
AS skemtiskránni lokinin var sam-
komunni snúiS upp í starfsfund og
kosin þriggja manna nefnd til þess aS
sjá um næstu samkomu meSal íslend-
inga þar sySra. Var þaS ákveSiS, aS
allir bæjarbúar gæfu nöfn sín og
heimilisfang og aSrar upplýsingar, til
]>ess aS til þeirra mætti ná ef á þyrfti
aS halda. Voru þessir kosnir í nefnd-
ina: E. M. Thorsteinsson, 604 3rd
Ave. South; E. M. Anderson, 1214
22nd Ave. N.E., og Mrs. S. Pálsson,
1007 24th Ave. BýSur þessi nefnd
góSfúslega hjálp sína öllum löndum,
sem koma til Minneapolis og hjálpar
þurfa sökum ókunnugleika; hefir
HATTA
TILKYNNING
Áður en þú kaupir þér
Páskahattinn þá komdu
og skoðaðu vora hatta.
Oss er ánægja að sýna
vora nýju nýtízku hatta
hvenær sem er.
Mrs, F.S. Robinson,
660 Notre Dame Ave.
Einar dyr veatur af Sherbrooke St.
nefndin nöfn og áritun flestra íslend-
inga, sem þar eiga heima.
AS þessu loknu var sezt til borSs og
snætt vel og drakkiS fast. En þegar
staSiS var upp frá borSum fór fram
dans og spil og aSrar skemtanir.
Var á þessari samkomu íslenzka
töluS bæSi af þeim sem kunnu og ekki
kunnu til kl. 2 um nóttina; skildu þá
allir gl'aSir og ánægSir, sumir meS
handabandi en aSrir meS kossi aS ís-
lenzkum siS.
“Lengi lifi ísland!” v’oru allra siS-
ustu orS margra.
Um leiS og eg sendi þessar línur til
birtingar, í því skyni aS binda enda'á
loforS mitt, biS eg alla fyrirgefa frá-
ganginn og þaS, sem því er áfátt; eg
er óvanur aS skrifa í blöS og hefi því
ekki vald á málinu.
En fyrst eg er kominn af staS á
annaS borS, ætla eg aS nota tækifæriS
og þakka löndum mínum fyrir þær
vinsamlegu, bróSurlegu og höfSing-
legu viStökur, sem eg hefi átt aS
mæta í þessari ferS, bæSi í Chicago
og Minneapolis. Islenzka gestrisnin
og vináttumerki birtust í svo mikilli
hlýju aS manni v'erSur aS hitna um
hjartaræturnar.
Sérstaklega verS eg aS minnast séra
Jóns Clemens og konu hans í Jack-
ville, Minn., Hjartar Lárassonar í
Minneapolis og konu hans, Hjálmars
Bergmanns og konu hans og Dr. Ól.
Ólafssonar og konu hans í Chicago á
meSan eg dvaldi þar hjá vini minum
Christofer Johnston.
Bezt fann eg til þess, þegar eg var
aS spyrja til vegar i Quebec, þar sem
ekkert heyrSist nema franska, hvílik
himnaríkissæla þaS hefSi veriS aS rek-
ast á Islending.
O. A. Eggertsson.
II.
Frá Islendingafljóti (Riverton).
AS kveldi hins 7. þ. m. söng hin
góSkunna söngkona vor, Mrs. S. K.
Hall, fyrir oss hvr í Riverton ásamt
\T ' • •• 1* rimbur, fjalviður af öllum
Nyjar vorubirgðir tegundJ, geirettut og ali.
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
-------------------Limitnd ------------------—
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
---------------------------------I
meS föruneyti sínu. ÞaS kom fylli-
lega í ljós, þá ep tók aS nálgast
þann tíma, er samkoman skyldi byrja,
aS eitthvaS óv'enjulegt var á seiSi.
Fólk streymdi aS úr öllum áttum fjær
og nær; t. d. utan úr Mikley, og ofan
frá VíSi og Árborg, hvaS þá sunnan
úr bygSinni og jafnvel frá Winnipeg
og Selkirk, er notaS gat hraSlestina
til aS flytja sig norSur, enda voru
hraSlestarvagnarnir fullir af fólki þá
er hingaS kom, og alt í einum og
sömu erindum, sem sé þeim, aS hlýSa
á Mrs. Hall. Nú sást roskiS fólk og
jafvel háaldraS, er aldrei sést á sam-
kvæmisstöSum, nema þá stöku sinn-
um viS kirkju. Alt bar þess ljósan
vott, aS um eitthv'aS spánýtt væri nú
aS ræSa, sem hlaut aS vera jafnvel
sterkara aSdráttarafl en dans, er
dregiS hafSi fólk saman þetta kveld.
HúsiS fyltist á svipstudu uppi og
niðri og varð fleira fólk en fengið
gæti sæti. Ritari þessara lina hefir
hvorki tíma né tök á aS segja það
sem hann vildi um Mrs. S. K. Hall,
sem söngkonu, en óvenjulega fagra
°S þýSa rödd á hún, og í samræmi
v'ið þá rödd er hið veglega látbragð
hennar þá er hun syngur, er virðist
hafa vald til þess að seiSa fram úr
djúpi tónveldisins söngvasálina sjálfa,
og veitist þá áheyrendunum 9Ú unun
aS sjá hana endurspeglast í persónu
söngkonunnar vorrar fyrstu og beztu.
Er þá mikil furða þó aS Mrs. Hall
meS líkum töfratónum nái þá valdi
yfir hinum sönghljóSu hjörtum til-
heyrenda sinna?
í för hennar var maður hennar,
Mr. S. K. Hall, Mr. Paul Bardal
hinn yngri og Mr. C. F. Dalman og
framkvæmdi hv'er þeirra hlutverk sitt
af hinni mestu snild. Lofuðu allir
framkomu og heimsókn þessa fjór-
mennings frá Winnipeg.
Aðeins einu sinni áður hefir jafn-
margt fólk sést samankomið í sam-
komuhúsi Rivertonbúa. Að öllu til-
tíndu munu þar hafa verið saman-
komnir 350 manns (fyrir inngang
höfðu borgaS 324J.
Að endingu skal þess getið, þó aS
ritara þessara lína sé það næsta ó-
ljúft, að, þá er prógrammi Mrs. S.
K. Hall var lokiS og þeirra, er með
henni voru — um það bil er dansinn
hófst — kom þaS í ljós, aS “ncfndin"
—' Goodtemplara-nefndin, því aö
Goodtemplarar eru þeir vitanlega, sem
í henni eru, krafSist $40 í leigu eftir
húsið við þetta tækifæri. Það hafSi
orðið hljóðbært, að húsið væri leigt
fyrir $8 til $10 fyrir samkomur í þvi,
en þorra fólksins dulið, að nefndin
hafði komið sér saman um að leigja
öllum öðrum en þorpsbúum og um-
hverfinu þaS fyrir 25% af inngangs-
eyri.
Út af þessu hefir risið hin megn-
asta óánægja; fyrst og fremst meSa!
þessa fjórmennings, er einu sinni
kom að skemta oss hér, og fjölda
fólks, ef ekki nálega að segja allra
hér i Riverton og umhverfinu, og
harma það mikillega að með slikum
afarkjöram, sem Mrs. Hall og hópur
hennar varð aS sæta hér, aS meS
því muni nú vera loku fyrir skotið,
aS hún heimsæki oss aftur í sömu er-
indum, en það hafSi hún einmitt ásett
sér aS gera, og gefa oss þá enn þá
fullkomnara prógram.
Áheyrandi.
Hinir miklu hreyfivélaskólar
Hemphills
Þurfa á fieiri nemendum atS halda til
þess aS læra aS stjórna alis konar
hreyfivögnum og gasvélum. Skóiinn
er bæSi á daginn og kveldin. parf
aCeins fáar vikur til náms. Sérstök
deild aS læra nö sem stendur tll þess
atS vinna vitS flutninga á hreyfivögn-
um. Nemendum vorum er kent meB
verklegri tilsögn að stjörna bifreiSum,
gasvélum og olíuvélum. stötSuvélum
og herflotavélum.
ókeypis vinnuvéitinga skrifstofan,
sem vér höfum sambandsstjórnar
leyfi til aS reka, veitir ySur aSstoS til
þess aS fá atvinnu, þegar þér hafiS
lokiS námi og skólar vorir hafa meS-
mæli hermálastjðrnarinnar.
SkrifiS eSa komiB sjáifir á Hemp-
hills hreyfivélaskóiana til þess aS fá
ókeypis upplýsingabók. Peir eru aS
220 Pacific Ave., Winnipeg, 10262
Pyrsta stræti, Edmonton, Alta. Tutt-
ugasta stræti austur I Baskatoon, Sask.
South Railway str., Regina, be’int á
móti C.P.R. stöSinni. Varist þá, sem
kynnu að bjóSa ySur eftirlíkingar.
Vér höfum rúm fyrir menn og kon-
ur til þess aS læra rakaraiSn. Rakar-
ar geta nú alstaSar fengiS stöSu, því
mörgum rakarabúSum hefir veriS lok-
aS, vegna þess aS ekki er hægt aS fá
fólk. ASeins þarf fáar vikur tii þess
að læra. Kaup borgaS á meSan á
náminu stendur. Atvinna ábyrgst.
SkrifiS eSa komiS eftir ókeypis upp-
lýsingabók. Hemphiil rakaraskólar:
220 Pacific Ave., Winnipeg. Deildir I
Regina, Edmonton og Saskatoon.
Menn og konur! LæriS aS sýna
hreyftmyndir, slmritun eSa búa kven-
hár; læriS þaS I Winnipeg. Hermanna
konur og ungar konur; þér ættuS aS
búa ySur undir þaS aS geta gegnt
karlmanna störfum, svo þeir geti fariS
I herinn. þér getiS lært hverja þesa-
ara i5na,sem er á fárra vikna ttma.
LeitiS upplýsinga og fáiS ðkeypis skýr-
ingabók I Hemphills American iSnaB-
arskólanum aS 211 Pacific Ave.,
Winnipeg; 182T Rallway St., Reglna;
10262 Fyrsta str., Edmonton, og
Tuttugasta stræti austur, Saskatoon.
_
*
IðblIIN
IðLIKIN
8
úr henni þykka ullarsokka.
“Er það alt og sumt ?” mælti Vöggnr I hálfum
hljóðum.
“Ætli þeir komi sér ekki nógu vel,” sagði
Skröggur; “ertu ekki með göt á hælunum?”
“Amma gamla hefði nú getað stoppað í þau.
En úr því þú gafst nú konungssyninum og hinum
svo margt fallegt og skemtilegt, gaztu víst gefið
mér eitthvað álíka.”
Skröggur svaraði ekki einu orði, enda var hann
nú orðinn alvarlegur á svip og reykti miklu ákafar
en áður.
Og þannig óku þeir nú þegjandi langa stund.
Vöggur var orðinn súr á svipinn. Hann öfundað-
ist við konungssoninn fyrir öll fallegu gullin hans
og mátti ekki hugsa til ullarsokkanna sinna án
þess að illskast. Skröggur þagði líka og blés
óhemju af reykjarstrokum út um bæði munnvikin.
J?að þaut í greniskóginum og niðaði í skógar-
lækjunum, og það marraði í skónum undir hest-
hófunum. pegar þeir komu út í skógarjaðarinn
kom snæljós og lýsti þeim. En það var nú bara
upp á mont, því að það var vel ratljóst eftir fönn-
unum í tunglsljósinu.
Loks bar þá að þvergnýptum bjargvegg. par
fóru þeir úr sleðanum. Skröggur gaf farskjótun-
um sína hafrakörfuna hvorum, klappaði því
næst á klettaþilið, en það laukst þegar upp. Hann
tók nú Vögg litla við hönd sér og hélt inn í fjalla-
ranninn; en ekki höfðu þeir farið langt, áður en
Vögg tók að skjóta skelk í bringu.
par var líka ömurlegt um að litast. Ekki
hefði séð þverhandar skil, ef ekki hefði glitt í
glimumar á höggormum og eitureðlum, sem ein-
blíndu á þá og undu sig og skriðu um þvalar
klettasillumar um leið og þeir fóm hjá. “Eg vil
komast heim til hennar ömmu”, æpti Vöggur litli
loks upp yfir sig.
“Snskur sveinn,” sagði Skröggur.
Og þá þagnaði Vöggur.
“En hvemig lízt þér annars á eðluna þá ama ?”
spurði Skröggur, eftir að þeir höfðu gengið nokk-
um spöl og komið auga á grænt kvikindi, er sat
þar á steini og einblíndi augunum á Vögg litla.
“Hún er hræðileg”, sagði Vöggur.
“Henni hefir þú nú samt komið hingað”, sagði
Skröggur. “Sérðu hvað hún er örg og útblásin?
petta er öfundin og óánæg.jan.”
“Hef eg komið henni hingað, segir þú ?”
“Já, eg held nú það. öfundaðir þú ekki kon-
ungssoninn af gjöfunum, sem hann fékk, og varst
þú ekki óánægður með gjöfina, sem eg ætlaði að
gefa þér af góðum hug? Hver ill hugsun, er
menn hugsa hér um slóðir, verður að höggormi
eða eðlu hér inni í f jallaranninum.
“pað var leitt”, sagði Vöggur og glúpnaði.
peir héldu nú áfram um ýmiskonar rangala
og altaf skilaði þeim lengra og lengra inn í fjallið.
Smámsaman tók að birta, og er þoir komu fyrir
eitt homið, sá Vöggur sér til mikillar undmnar
inn í stóran sal uppljómaðan.
Veggimir roru úr silfurbergi og meðfram
þrem þeirra stóðu smávaxnir, gleiðgosalegir
dvergar, er bám blys og kyndla, en ljósið frá
þeim kastaðist aftur frá kristalsveggjunum í
öllum regnbogans litum. Fyrir miðjum fjórða
veggnum sat fjallasjólinn í gullnu öndvegi. Hann
var í asbest-skikkju, sem var hlaðbúin í skaut
niður. En hann var raunalegur á svip. Á silfur-
stóli við hlið hans sat dóttir hans, búin guðvefjar-
slæðum, og var hún enn hryggari í bragði og
virtist aðframkomin. Hún var náföl í framan,
en aðdáanlega fögur.
f miðjum sal gat að líta gríðarstóra vog, en
umhverfis hana stóðu jötnar, og lögðu eitthvað
á vígsl sitt á hvora metaskálina.
Frammi fyrir fjallasjólanum stóð urmull af
búálfu^n frá öllum bæjunum, kotunum og hverf-
unum þar í kring. Gerðu þeir grein fyrir öllu því,
er fólkið á heimilum þeirra hafði hugsað, sagt og
gert á umliðnu ári. En fyrir hverja góða hugsun
og gott verk, sem sagt var frá, lögðu jötnamir
gullin met á aðra metaskálina; en fyrir hverja
ljóta hugsun og illa athöfn, sem getið var um,
lögðu þeir annaðhvort höggorm eða eðlu á hina
metaskálina.
“Sérðu nú, hvemig í öllu liggur, Vöggur
minn ?” hvíslaði Skröggur. “Svo er mál með vexti,
að konungsdétt'rin þama er sjúk. Eins og klafa-
bundin, skínandi hugsjón, sem ekki nær fram að
ganga, situr hún þar á stóli sínum. Hún hlýtur
að deyja, ef hún kemst ekki bráðlega burt úr f jall-
inu. Hún þráir að fá að anda að sér háf jallablæn-
um, sjá ljóma sólarinnar og blik stjamanna. Og
henni hefir verið heitið því, að fái hún að líta
himininn, þá fái hún að sjá alla dýrð himnanna
og lifa eilíflega. Og hún þráir þetta og tregar.
En út úr berginu kemst hún ekki fyr en á því að-
fangadagskveldi, er mennimir hafa breytt svo,
að metaskál hins góða sígur alt til jarðar og
vegur metaskál hins illa í loft upp. En nú sér þú,
að þær standa svo að segja í járaum”.
Naumast hafði Skröggur lokið máli sínu, fyr
en hann var kvaddur fram fyrir konunginn til
þess að gefa skýrslu sína. Og það var ekkert
smáræði, sem hann hafði frá að segja, og flest alt
var það gott, því að reynsla hans tók að eins yfir
jólavikuna; en þá dagana, sem menn minnast
bams þess, er fyrir mildi sína og mannkærleika
varð konungur aldanna, em menn venjulegast
betri og vingjamlegri hvor í annars garð en ella.
Og bergrisamir lögðu hvert gullið á fætur
öðru á metaskálamar, meðan Skröggur var að
segja frá, og vogarskál hins góða tók að síga æ
því meir sem hann sagði lengur frá. Loks var
hún orðin til muna þyngri en hin. En Vöggur stóð
eins og á nálum, af því að hann kveið því, að sitt
nafn mundi verða nefnt þá og þegar, og hann
hrökk við, þá er Skröggur að lokum nefndi nafn
hans. pað sem Skröggur sagði um Vögg og ullar-
sokkana, vil eg helzt ekki þurfa að hafa upp hans
vegna; en ekki má eg leyna því, að einn risanna
fleygði stóm, grænu eitureðlunni, er Vöggur hafði
séð fyrir skemstu, á aðra metaskálina. Og það
munaði meir en lítið um hana. Nú litu allra augu
nema Skröggs, sem horfði eitthvað út í hött, á
Vögg, konungurinn, konungsdótturin, jötnamir,
dvergamir og álfamir, og augnaráðið var ýmist
þrungið af gremju eða angurværð. Einkum var
augnaráð konungsdóttur svo raunalegt og þó svo
milt, að Vöggur brá báðum höndum upp fyrir
andlit sér og gat ekki á nokkum matt litið.
En nú tók Skröggur að segja frá Geirþrúði
gömlu á heiðinni, að hún hefði tekið munaðar-
leysingjann hann Vögg litla að sér; að hún ynni
bæði fyrir sér og honum með því að ríða net og
gólfábreiður og með ýmiskonar tóvinnu, og þann-
ig tækist henni með iðni sinni og ástundun að
fæða hann, klæða og skæða, þótt hún væri komin
að fótum fram. En iðja hennar bæri líka bless-
unarríkan ávöxt; drengurinn dafnaði vel hjá
henni, hann væri hugprúður, hjartagóður og glað-
lyndur og því væri hún honum góð og fyrirgæfi
honum, þótt honum stundum yrði eitthvað á. Hún
bæði guð fyrir honum á hverju kveldi, áður en
hún sofnaði; og nú síðast í morgun hefði hún
lagt af stað í býtið í kaupstaðinn til þess að kaupa
handa honum eitthvað, er hún gæti glatt hann
með á jólunum.
Meðan Skröggur var að segja frá þessu, lögðu
jötnamir þung gullin met að öðru hvoru á meta-
skál hins góða; en græna eitureðlan stökk niður
af hinni metaskálinni og hvarf. Konungsdóttur-
inni vöknaði um augu og vöggur tók að hágráta.
Og hann grét meira að segja enn, er hann var
að vakna í rúminu heima hjá sér. En þá vom
þeir Skröggur og hann búnir að vera í fjallasaln-
um og Skröggur búinn að koma honum heim og í
rúmið og bjóða honum góða nótt, þótt Vöggur
litli væri þá svo syfjaður, að hann tæki ekki lifandi
vitund eftir því. En er hann vaknaði, þá skíð-
logaði eldurinn 1 hlóðunum og Geirþrúður gamla
laut ofan yfir hann og sagði:
“Veslings litli Vöggur minn, sem varst svo
lengi einsamall héma í myrkrinu! Eg gat ekki
komið fyr en þetta; það er svo langt. En nú hefi
eg héma handa þér kongaljós og hveitibrauð og
hunangsköku, og meira að segja ofurlitla köku,
er þú getur mulið í sundur handa vinum þínum
smáfuglunum á morgun!”
“Og sjáðu nú bara”, bætti Geirþrúður gamla
við, “hér er eg með ullarsokka, sem eg ætla að
gefa þér í jólagjöf; það er nú það, sem þig van-
hagar mest um núna, litli slitvargurinn þinn!
Og héma er eg með stígvélaskó handa þér, sem
eg hefi keypt í kaupstaðnum, svo að þú þurfir
nú ekki að þramma á tréklossunum þínum yfir
jólin”.
Lengi hafði Vöggur litli óskað sér þess að
eignast litla stígvélaskó, enda virti hann þá nú
fyrir sér í krók og kring og gleðin skein út ur
augunum á honum. En ennþá betur virti hann
þó fyrir sér ullarsokkana, svo að Geirþrúður
gamla fór að síðustu að halda, að hann væri farinn
að 'eita að lykkjufalli á þeim. En svo var mál með
vexti, að Vögg sýndist ekki betur en að þetta
væru alveg sömu sokkamir og hann hafði séð í
kistunni hans Jólaskröggs. Loks slöngvaði hann
handelggjunum um hálsinn á Geirþrúði gömlu og
sagði: “pakka þér, amma mín, fyrir sokkana og
skóna — og svo fyrir sokkana!”
“Guð blessi þig, Vöggur minn”, sagði Geir-
þrúður gamla og viknaði. “Ja, satt er það, að
litlu verður Vöggur feginn”.
Nú var settur pottur á hlóð og hvítur dúkur
breiddur á borð. Og svo var kveikt á kongaljós-
inu. En Vöggur litli hljóp til og frá í nýju sokk-
unum sínum og skónum. Stundum staðnæmdist
hann þó við gluggann og horfði undrandi augum
út yfir heiðina. Hann botnaði einhvem veginn
ekki í því, hvernig hann hafði komist heim. En
Jólaskröggur er góður og Geirþrúður gamla þá
ekki síður, það vissi hann upp á sína tíu fingur.
Og gaman var að lifa jólin, blessuð jólin!
Og þarna tindruðu nú óteljandi stjömur á
himninum ofan yfir heiðina. Og ein var stærst.