Lögberg - 05.04.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.04.1917, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. APRÍL 1917 gjögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor j. j. VOPNI, Business Manaaer Utanáskrift til blað*in»: THE OOIUM8IA PRt**. ud-. Box 317l> *inniP°8' Utanáikrift ritstjórans: EOITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipag, M»n- VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um ári8. Nýja ísland. Framh. Ritstjóri þessa blaðs hélt því fram skömmu eftir aldamótin í grein sem hann skrifaði í Dag- skrá og í ræðu sem hann flutti í North West Hall að Nýja ísland þyrfti að fá jámbraut, sem allra fyrst. petta þótti álíka mikil heimska og þegar Dr. Valtýr Guðmundsson kom með það nýmæli, að gamla fsland þyrfti að fá jámbrautir: “Eg held þeir éti ekki jámbrautir!” sögðu menn. “Hvað eiga þeir að gera við jámbraut? hvað eiga þeir að flytja? Jámbraut gæti aldrei borið sig þar! Svona em þeir vitlausir sem ný- komnir eru að heiman.” petta voru svörin sem fengust þegar jám- braut var nefnd í sambandi við Nýja fsland. En tímamir breytast og mennimir með. Nú er komin jámbraut í Nýja íslandi — ekki ein heldur tvær og ber ekki á öðm en að þær hafi báðar nóg að starfa. Og hver hafa áhrifin orðið? Hvemig var Nýja ísland áður og hvemig er það nú? pjóð sem býr þar sem stóreflis skógur þekur svo að segja hvem þumlung nema á vissum svæðum þar sem alt er kviksyndi í vatni og hefir engar jámbrautir né vegi, er bundin á höndum og fótum að því er framkvæmdir snertir. Jámbrautimar eru lífæðar landanna og bygð- anna; þar sem þær eru ekki hlýtur að ríkja deyfð og dauði í framfaralegu tilliti. Skógurinn er þar lítils virði hversu mikill og hverau góður sem hann er, því honum verður ekki komið í peninga. Og sama er að segja um fiskinn. Hann veiðist helzt á vetrum og verður að flytjast á landi, en flutningstæki brast og því varð sú gullkista að liggja svo að segja lokuð um tugi ára. Viðinn gátu bygðarbúar aðeins notað til húsabygginga heima fyrir og eldsneytis; fiskinn gátu þeir hag- nýtt sér aðeins til matar. peir voru þama með tvennskonar auðsupp- sprettur, sem þeim var vamað að hagnýta sér í stórum stíl, vegna samgangaleysis. peir vom þama með ógrynni af tvennskonar verzlunarvöra, sem altaf var eftirspum eftir, en engin tök á að koma frá sér. Hugsun oss Eatons búðina með öllum þeim vörum sem í henni era einhversstaðar úti á eyði- mörku, þar sem vegleysur umkringdu á alla vegu. Hvers virði væri hún þar? Einskis. Eaton stæði þar ráðalaus og gróðalaus þangað til hann fengi vegi til að koma vöram frá sér. Svona voru Ný-íslendingar. Og svo voru menn annarsstaðar svo blindir að þeir köstuðu steinum að bygðarbúum fyrir framkvæmdaleysi, án þess að taka eftir því hver ástæðan var. Nú er flestum farið að skiijast þetta; jafnvel þeim sem töldu það fjarstæðu eina þegar á það var bent í Dagskrá um aldamótin. peir sem ferðuðust um Nýja fsland þá og aft- ur nú sjá bezt hver munurinn er og hvílík þörf var á jámbrautinni. pað er vafasamt hvort til er meðal íslendinga hér fjörugri verzlunarstaður en Riverton hefir verið síðastliðið ár. pangað hafa legið stöðugir straumar flutn- ingsvagna af fiski og viði í allan vetur og þaðan hefir það aftur verið flutt á jámbrautarlestum daglega. Peningastraurfturinn inn í bygðina fyrir þess- ar vörar hefir verið svo mikill að engan hafði ' dreymt um slíkt áður og efnahagur manna tekur stórum framföram árlega. Skógurinn er sá sami og hann var; fiskurinn er sá sami og fólkið það sama, en jámbrautimar era komnar; lífæðarnar eru fyltar stöðugum straumi af heilbrigðu blóði og hjarta bygðarinnar farið að slá vel og reglulega. í stað þess að liggja Ný-fslendingum á hálsi fyrir það hversu litlar framfarimar hafi verið þar áður, ættu menn að dáðst að því hversu þolin- móðir og þrautseigir þeir hafa verið allan þennan tíma; margir hefðu í þeirra sporum lagt árar í bát. En nú þegar þessi aðallyftistöng allra fram- fara—jámbrautimar—er fengin, þá er það árið- andi að þeir láti nú hlutfallslega eins hendur standa fram úr ermum þegar möguleikarknir bjóðast og þeir hafa varðveitt þrek og úthald áð- ur en tækifærin vora fyrir hendi og á meðan þeir biðu þeiira. . Nýja ísland er enn þá íslenzkasta bygðin í Vesturheimi og það er undir fólkinu sjálfu komið hvort hún ehldur áfram að vera það. Auknar samgöngur og margfölduð tækifæri þurfa alls ekki að hafa það í för með sér að íslenzki blærinn hverfi. Jafnframt því sem nú ríður á að nota gefin :ækifæri og uppfyltar óskir þurfa bygðarbúar að :aka saman höndum til þess að hlúa og hlynna ið hinum íslenzka arfi og gera honum þær verjur sem ekki láti sig fyrir spjótum né skotum neinna áhrifa. Ný-fslendingar hafa lifað langar stundir og oft erfiðar á meðan þeir biðu. Nú er biðinni lokið og það fengið sem eftir var vænst og fyrir unnið. Og nú er áríðandi fyrir hina þolgóðu og biðlund- uðu íslendinga að njóta sem bezt ávaxtanna fyrir sig og niðja sína. Láta ekki aðra njóta óvaxtanna af því sem þeir hafa sjálfir sáð, án þess að þeir verði þeirra aðnjótandi. Nú eiga Ný-fslendingar að taka saman hönd- um í þrennu lagi aðallega og ef þeir gera það þá geta þeir orðið farsæl þjóð og hlotnast langir líf- dagar í landinu, eins og þar stendur. 1. peir eiga að stofna voldugt félag til þess að höggva og vinna við og koma honum í peninga. peir geta skift þannig verkum að nokkrir höggvi, aðrir flytji og enn aðrir selji. peir eiga að hafa viðarverzlun hér í Winnipeg og hafa sjálfir hvert cent sem í ágóða fæst af hverju tré frá því það er felt í skóginum og þangað til það er komið í eldinn í Winnipeg. Og þeir eiga enn fremur að setja á stofn eina stóra verksmiðju, þar sem sagaður sé viður, hefl- aður og unninn til bygginga og selja hann sjálfir á eiginn reikning. f þessu félagi eiga allir Ný-fslendingar að taka þátt og allir að hafa af því jafnan hagnað hlut- fallslega. Að þessu má vera að einhverjir brosi, þeir telja það ef til vill eins mikinn barnaskap og þeir töldu uppástungu vora um jámbraut um alda- mótin. En þetta er vinnandi vegur. peir hafa til þess nógan styrk og mannafla; þeir hafa til þess nóg vit og þekkingu; þeir hafa til þess nóg fé — þeir hafa til þéss alt nema ef vera skyldi samtök. 2. Annað sem þeir eiga að gera er það að stofna eitt allsherjar íslenzkt fiskifélag. Félag sem veiði fiskinn og verki og verzli með hann á eigin reikning. peir eiga að taka bræður sína, sjómennina á fslandi til fyrirmyndar í þessu efni. Vér minnumst manns heima, sem enn er lif- andi; hann heitir Geir Zoega. Honum fanst sem eitthvað betra og öruggara mætti koma í stað litlu kúgskeljanna, sem notaðar voru til fiskjar. Hann byrjaði því í félagi við aðra á því að kaupa þilskip til fiskiveiða. pessi framkvæmd var höfð að at- hlægi fyrst og illa fyrir henni spáð. En til þess varð hún að á íslandi komst upp á skömmum tíma stór floti fiskiskipa. Síðar kom maður með þá uppástungu í Reykja- vík að gufuskip og vélbátar þyrftu að vera til fiskiveiða við ísland. Slíkt voru taldir loftkastal- ar og draumórar frá sjúkum heila/ En hvað varð? Nú eiga íslendingar sjálfir stóran vélbátaflota til fiskiveiða, og er það mesta gróðafyrirtæki, sem þjóðin á til. Sjómenn og acjrir Ný-fslendingar eiga að mynda þess konar félag. peir eiga að kaupa sér vélaskip og öll þau áhöld, sem fullkomnust eru til fiskiveiða. peir eiga að koma sér upp stórri nið- ursuðuverksmiðju, og vönduðu reykhúsi og salt- fisskskálum. peir eiga að hafa allan þann útbún- að sem til þess þarf að ná fiskinum úr vatninu og hagnýta sér hann; koma honum í vörur alla vega tilreiddum. petta eru ekki draumar, þetta eru aðeins heil- ræði, sem ekkert þarf annað til þess að koma í framkvæmd, en að taka saman höndum. 3. pað þriðja, sem Ný-íslendingar eiga að gera er að gæta þess að löndin gangi þeim ekki úr höndum. peir hafa sezt að og bygt sér heiroili meðfram einu fegursta og auðugasta vatni, sem til er í þessari álfu. peir hafa búið þar nær því í hálfa öld; þeir hafa lifað þar öll frumbýlingsárin og erfiðleika árin; nú era að opnast þaðan og þang- að ótal vegir til aðdrátta og fráflutninga. Nú er upprunninn þar morgun að sólbjörtum degi, löng- um og lífsríkum eftir hina dimmu nótt erfiðleik- anna. fslenzku hendurnar hafa haldið föstum tökum á meðan erfitt var, nú er um að gera að þær lini ekki á tökunum þegar bjart er orðið. Vér höfum það fyrir satt að sumar íslenzku jarðirnar með íslenzkum nöfnum meðfram vatn- inu séu að ganga úr greipum landa vorra. Slíkt má ekki við gangast. f allra hamingjunnar bæn- um látið alla vatnsströndina vera íslenzka, hér eftir ekki síður en hingað til. j Ef þessum þremur atriðum sem ^ð framan eru t’alin er rækilega fylgt — og þau éru öll fram- kvæmanleg — þá eiga Ný-íslendingar mikla og bjarta framtíð fyrir höndum í landinu fyrirheitna eftir fjöratíu ára þrautir á eyðimörkinni. Þörf á fyrirhyggju. Hvað eftir annað hafa borist ritgerðir í þessu blaði, bæði frá herforingjum og fleirum, þar sem menn eru eggjaðir á það með öllum ráðum að fara í herinn. Hefir verið sýnt fram á það hversu mik- ið enn skorti á að komnar séu þar 500,000 manns, sem Borden stjórnarformaður lofaði Bretum héðan frá Canada. Eðlilega hefir verið reynt af alefli að safna þessum mönnum og hefir það gengið furðu vel, þótt enn þá skorti á töluna. En hversu áríðandi sem það er að safna liði, ríður þó ekki síður á því að menn þeir sem gefa sig fram séu vel búnir að vopnum, vistum og öll- um viðurgjörningi, og að þeir séu vel æfðir. pví eitt þúsund vel æfðra og hraustra manna er meira virði iþegar á hólminn kemur, en tíu þúsund þeirra sem illa eru úr garði gerðir eða einhverra hluta vegna lítt hæfir. Frá Canada hefir farið stór hópur hraustra manna, og er enginn efi á-því að séu þeir vel æfðir, vel við þá gert að öllu leyti, þá koma þeir vel fram og gefa ekki öðram eftir þegar í hættu kemur. En það er heima fyrir sem þörf er á breytingu. Hér í Canada hefir alls konar óregla og óráð- vendni átt sér stað í sambandi við herinn og stríð- ið og er þetta illa farið. pegar þjóðin er í heljar- klóm ófriðarins og hundruð þúsunda af hraust- ustu sonum hennar í lífshættu, þá mætti ætla að allir þeir sem að einhverju leyti hefðu verið trú- að fyrir vandamálum og trúnaðarstörfum hennar létu sér um það annast að leysa þau af hendi sem ráðvandlegast og hagkvæmast í öllum greinum. petta er tæplega hægt að segja að hafi verið gjört; mætti í því efni benda á sviknu sjónauk- ana; höltu, eineygðu, tannlausu og gömlu hest- ana; sviknu byssurnar, sviknu skóna o. s. frv. petta era alt syndir, sem drýgðar hafa verið gegn þeim mönnum, sem lífið vora að leggja í sölumar fyrir land og þjóð. Ef þetta hefði verið hlífðarlaust rannsakað og fyrir það hegnt hæfi- lega, þegar það komst upp, þá hefði það verið rangt að kasta þungum steini á stjómina fyrir; þá gat það litið svo út sem það hefði alt verið gert af óhlutvöndum mönnum, án þess að stjómin hefði haft hugmynd um, fyr en eftir að ódáða- verkin vora unnin. En þar sem það liggur fyrir allra sjáandi aug- um svart á hvítu og sannað að þetta hefir átt sér stað og stjómin hefir látið það óhegnt, eftir að hún fékk fyrir því fullar sannanir. pað liggja þungar ákærur henni á herðum, sem hún hlýtur að sligast undir áður en langt um líður. Með því að láta þá menn lausa, sem slíkan f jár- drátt og slík landráð hafa haft í frammi, hefir stjómin sjálf að verðugu hlotið þann dóm flestra sanngjamra borgara landsins að hún sé sek; ef ekki um glæp, þá um glæpsamlega van- rækslu. En sleppum öllu þessu; það er alt um garð gengið; látum það liggja á milli hluta í bráðina. pjóðin dæmir um það við næstu kosningar hvort hún er ánægð með núverandi ráðsmensku. En það er annað- atriði, sem miklu varðar og tími er til að tala um. pað er framleiðslan í land- inu sjálfu og forsjá fyrir komandi tíð. pað er satt að Canada getur veitt bandamönn- um hjálp og aðstoð með því að senda þeim menn eins vel búna og föng eru á; það er satt að talsvert lið er að því að tekinn sé djúpur þáttur í herláni bandamanna. En það er vafasamt hvort hægt er að hjálpa Bretum með nokkru öðru eins vel og því að framleiða sem mest hér í landi og selja þeim. “Matur er mannsins meginn” segir eitt hinna miklu spakmæla þjóðar vorrar. Eigi það við nokkra sinni og á nokkrum stað, þá er það nú hjá stríðsþjóðunum. Sú þjóðin sem fyrst verður uppiskroppa með vistir er dauðadæmd, hver sem hún er. íslending- ar hafa lagt fram hlutfallslega stóran skerf af mönnum í stríðið og verður væntanlega þakkað það að verðleikum á sínum tíma. En það er vafamál hvort vér höfum gert skyldu vora að því er framleiðslu snertir; vafa- samt hvort allir íslendingar hafa gert alt sem í þeiira valdi stóð til þess að yrkja jörðina og knýja fram úr forðabúri hennar allan þann kraft, sem þeim var auðið. íslendingar hér í álfu eða hér í Canada eru ekki fjölmennir tiltölulega við aðrar þjóðir, en það skiftir þó talsverðu hvort þeir liggja á liði sínu eða ekki í þessu efni. Englendingar þarfnast manna og skotfæra, en þeir þarfnast einskis eins og vista. Sú þjóðin sem leggur fram flesta mennina og flest vopnin vinn- ur mikið til þess að bandamenn sigri, en sú þjóðin sem mestar leggur til vistimar á ef til vill enn þá meiri þátt í sigrinum þegar hann fæst. pað er áríðandi að herþjóðimar hafi nógar vistir handa hermönnum sínum; svangir hermenn geta ekki unnið sigur hversu hraustir sem þeir eru. “Matur er hermannsins meginn” ekki síður en annara manna. Og þjóðin heima fyrir vinnur því að eins vel og hvíldarlaust ao því að útbúa hermennina og srníða þeim áhöld að hún ekki sé vistalaus eða lifi við skort. Canada hefir óþrjótandi forðabúr ef lykillinn að því — vinnukrafturinn — er notaður. Sú skylda sem nú kallar að oss er aðallega að fram- leiða sem mest; með því getum vér veitt banda- mönnum meira lið en með nokkru öðra. pað er meira virði nú að geta selt Englendingum miklar vistir en að senda þeim menn; og Lögberg vill af alefli skora á íslendinga að leggja fram alla krafta sem þeir eiga yfir að ráða til framleiðslu á kom- andi ári. petta er ekki sagt út á þekju, það er ekki sagt út í bláinn að Englendingum ríður á vistum meiru en nokkru öðra. Vér höfum sannanir og þær órækar fyrir því að hér er um brýna þörf að ræða. Vér höfum í höndum blöð frá Englandi, —frá Lundúnaborg,—sem sanna staðhæfingu vora þegar vér segjum að þar sé brýn þörf á vistum og verði eftir því tilfinnanlegri sem lengra líður. pví miður hafa Englendingar ekki búist við eins löngu stríði og nú er orðið og er vistaskort- urinn að nokkru leyti afleiðing þess. Til þess að sýna að hér er ekki ritað út í blá- inn og að vér þurfum virkilega að vera við því búnir að geta framleitt og hlaupið undir bagga með Englendingum í þessu atriði, bendum vér á það sem hér fer á eftir. f blaðinu “The Weekly Dispatch” 25. febr. þ. á. stendur sú grein, sem hér fer á eftir. petta blað er eitt hinna allra stærstu og merkustu af blöðum Breta og er 116 ára gamalt. Vér þýðum hér greinina orðrétta og mætti hún vera mörgum hugsunarefni: “Við dyr hungurdauðans”. Asquith var ekki staddur í þingsalnum á föstu- daginn, þegar forsætisráðherrann flutti þá alvar- legustu ræðu, sem nokkru sinni hefir verið flutt af brezkum stjómvitringi innan þinghússveggja eða utan þeirra. Ef til vill var það heppilegt að hann var þar ekki, því annars hefði hann að lík- indum fundið ^eiðina og ógnina, sem földust í óp- um þingmannanna þegar forsætisráðherrann sagði að þær nærgöngulu uppástungur, sem hann nú yrði að bera fram hefðu átt að koma fyrir tveimur árum. Tæplega eru liðnir fjórir mánuðir síðan hinn ágæti maður Runciman skýrði blaðamönnum í Lundúnaborg frá því að flutningsfæri væra í miklu betra lagi en þau vora í marzmánuði í fyrra, og hafði hann það þá í hyggju að stjómin hefði ákveðið að kaupa alt það hveiti, sem þjóðin þyrfti á að halda til neyzlu. “Vér höfum nægar byrgðir af hveiti” sagði hann. “Vér eram í engri þraut og engar líkur eru til þess að nokkur vistaskortur verði hjá oss. Fólkið getur borðað eins mikið og því sýnist, en það má ekki eyða vistum til ónýtis eða láta matinn fara í súginn.” petta hefir aldrei verið prentað fyrri, en nú er það prentað til þess að sýna hvemig gamla stjórnin, sem altaf hafði orðtakið: “Bíðum og sjáum hvað setur”, reyndi að blekkja þá, sem eiga að láta sér ant um að segja fólkinu sannleikann. premur vikum áður hafði þetta blað aðvarað lesendur sína um vistaskort og hungur 1917. A öðram mánuði ársins 1917 sýnir nýja stjómin oss voðasýn, sem aðeins er mögulegt að haida í fjar- lægð með gagngerðri breytingu á lifnaðarháttum vorum. Vér verðum að halda henni í fjarlægð; vér verðum að bregðast gegn henni eins hraust- lega og hennenn vorir berjast gegn pjóðverjum. THE DOMINION BANK STOFNSETTUR 1871 Höfuðstóll borgaður og varasjoour . . $13.000,000 AJlar eignir .............. .. $87.000,000 Beiðni bœnda um lán til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Spyrjist fyrir. Nott* Dama Branch—W. M. HAMH7TON, Manager. SeUdrk Branch—M. 8. BURGER, Mnuagra NORTHERN CROWN BANK HafuSitóll löggiltur $6,000.000 HöfuSatólI gr.iddur $1 431 200 Varaajóðu........ $ 715.600 fr>rm*Sur.............- - - Sir D. H. McMHjLiAN, K.O.M.O. Vara-formaCur - -- -- -- -- Capt. WM. ROBINBON Sir D. C. CAMKRQN, K.C.M.G. J. II. ASHDOWN. W R BAWIiF E. F. HUTCHINGS, A. McTAVTSH CAMPBELL, JOHN STOVKL, Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vi8 einstakllnga eSa félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avtsanir seldar tij hvaöa staoar sem er á Islandi. Sérstakur gaumur gefinn sparisJÓBsinnlögum sem byrja má me8 1 dollar. Rentur lagSar Vi8 á hverjum 6 mánutum! T* E. THORSTEINSSON, Rá8am«Sur Cor. William Ave. og Sherbrooke St„ . Winnipeg. Man. “Mamma, þetta erhveit- , sem frú B. K. D. sagði að væri gott, jLátum okk- ur reyna það.“ PURITi/ FtOUR Hætta sem við oss blasir. “Vistaforði vor er minni en verið hefir í mörg ár” segir Lloyd George. Hversu lítill hann er vitum vér ekki. pegar vér höfum ekki vistir nema til átta vikna, þá er hungur fyrir dyr- um. Flutningsrúm vort er tak- markað. Sjö pund af hverjum tíu pundum af vistum sem vér neytum verða að koma til vor á skipum. Látum oss skoða þetta atriði eins og það er í raun og veru. Tillögur Lloyd George skift- ast í þrent. Bann gegn flutningi á sumum tegundum, takmörkun á öðrum og aukning framleiðslu og neyzlu þess sem framleitt verður heima fyrir. Innflutning- ur á eplum, tei, kaffi, cacoa, gosdrykkjum og fleirul á að hætta með öllu. f fyrra fluttum vér inn eitt hundrað þrjátíu og tvö þúsund smálestir af eplum. “Epladagurinn sem heldur lækn- inum í burtu” á ekki heima hjá oss þegar þrotinn er sá forði, sem vér nú höfum og þangað til ensku eplin þroskast næst. Vér fluttum inn meira en 50,000,000 pund af tei frá Kína, Java og öðrum útlöndum. Vér fluttum inn 100,000 smálestir af cocoa, og nærri helming þess frá ný- lendum Breta í Vestur Afríku; yfir 300,000 gallon af heilsu- vatni og nærri 150,000 flöskur af lyfjadrykkjum. Alt þetta á að hætta að flytja inn. Vér flytjum venjulega inn 95,700 smáloptir af niðursoðnum Iaxi, en nú á það að verða að- eins 47,800 smálestir; 293,000 smálestir sem vér höfum flutt inn af appelsínum á að minka niður í 146,000 smálestir og 6,- 000,000 mæla af brauðávöxtum (bananas) á að minka niður í 3,000,000 mæla. 35,000 smálest- ir af hnetum á að minka niður í 17,500 ssmálestir. Alt þetta eru vistir sem al þýða manna hefir neytt. Mundi nokkur stjórn, sem ekki væri gjörsamlega tilneydd, reyna að takmarka neyzlu þeirra fæðu- tegunda jafnvel um 10%, hvað þá um 50% ? pessi alvarlega minkun vistaflutninga ætti að nægja til þess að opna augun jafnvel á þeim sem blindastir eru fyrir þeirri hættu sem yfir oss vofir. ölframleiðsla á aðeins að vera einn þriðji við það sem framleitt var árið 1915. pá voru búnar til 5,000,000 smálestir af öli, nú á ekki að búa til meira en 2,000,- 000 smálestir. pað verður þýð- ingarlaust að koma til fólksins aftur og biðja það að gefa sig fram þegar það er orðið bjarg- arlaust. pað verður ekki eins erfitt að fá öl og sykur. Nú er ekki tími til þess að ræða um hvort kýmar verði að fá kornicj sem í ölið fari svo að þær geti mjólkað. Ö1 verður aðeirts búið til nógu mikið handa þeim sem J?urfa þess — þó þeir séu erfiðis- menn. Allir hinir sem drekka það ræna því frá manninum sem mesta þörf hefir á því. pað ætti ekki að sjást lengur í neinum matsöluhúsum. pað ætti ekki að sjást lengur á borðum nokk- urs manns. Einfalt líf í einni svipan. Vana framleiðsla öls hjá oss er 30,000,000 tunnur; í fyrra varð að minka það niður í 18,- 000,000 tunnur. f ár verður aft- ur að minka það niður í 10,000,- 000 tunnur. Áfenga di*ykki verður að minka um 8,000,000 gallons. petta þýðir það að nota má nálega 10,000,000 mæla af korni og yfir 18,000 smálestir af sykri, sem eytt hefir verið í áfengi, til annara fæðutegunda. Ef vér gætum gert oss grein fyrir því hvað þessi minkun á aðfluttum vörum þýðir fyrir þjóðina, þá verðum vér að reikna í smálestum og skipsförmum af fæðu. Innflutningsbannið og inn- flutningstakmarkanirnar út af fyrir sig veita oss farrými fyrir 5,000,000 smálesta af fæðuteg- undum, sem vér verðum að hafa ef vér eigum að halda frá oss hungurdauða þeim sem óvinim- ir hafa ætlað oss. Vér megum reikna þetta nálega 130 skip, hvert með 5,000 smáelstir af vistum. petta auka farrými er sama sem 250 pund af vistum fyrir hvern mann, konu og barn í öllu landinu. pegar land er fátækt verður íólkið að spyrja sjálft sig áður en það kaupir: “Er eg fær um það?” petta land er ríkt, en spurningin sem allir ættu nú að spyrja sjálfa sig er: “Ætti eg að kaupa það? get eg komist af án þess?” Vér getum lifað góðu lífi án þeirra vista sem stjómin hefir ákveðið að láta hætta að flytja inn. Ef oss þyrstir, getur vatn- ið slökt þorstann. Ef vér erum svöng þá seður hvorki öl né á- fengi hungur vort. Má vera að vér æskjum mikils en getum að- eins fengið lítið; vér getum ekki fengið það sem vér þykjumst þurfa. Hinar nýju ákvarðanir stjóm- arinnar koma oss til þess að lifa einföldu lífi í einni svipan. petta getur orðið oss til blessun- ar að því er heilsu vora snertir.” Vér skorum á alla að lesa þetta með athygli. pað sýnir í hversu mikilli nauð Bretar eru með björg og hversu mikið á því ríður að ekkert sé látið ógjört til þess að framleiða úr skauti jarðarinnar á komandi sumri. Ensku blöðin lýsa því yfir nú að yfirsjón þjóðarinnar hafi verið sú að ekki hafi verið nógu snemma tekið í tauma með spamað og framleiðslu. Látum oss íhuga þetta atriði, og það rækilega; minnumst þess að þótt þörf sé á að safna mönn- um, þá er enn þá meiri þörf þess að framleiða og spara. Vér verðum að gæta þess vel að eng- in hætta verði á sveltu í landinu og vér verðum að láta oss skilj- ast það að Englendingar þurfa nú einskis frekar frá oss en vista.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.