Lögberg - 12.04.1917, Síða 1

Lögberg - 12.04.1917, Síða 1
Þetta pláss er til sölu! Ef þú hefir eitthvað til eflaust selja má það: Smeltu því í þetta bil, þar sem allir sjá það. B5-B9 Pearl St. - Tats. Garry 3885 Forseti, R. J. BARKER Ráðsmaður, S. D. BROWN 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 12. APRÍL 1917 NÚMER 14 STÓRKOSTLEGIR SIGRAR Á VESTURHUÐ VlGSTÖÐVANNA Englendingar taka yfir 9000 fanga og þar að auk margar fallbyssur og annað herfang. Canadamenn sýna einstaka hreysti, taka 2000 fanga og brjótast gegnum fylking óvina. Mörgum skipum sökt. Á vesturstöðvunum hefir veritS mikitS um aS vera siöan í vikunni sem leiö. Bandamenn hafa haldiö áfram stööugum vinningum og hrakiiS Þjóöverja til baka. Þeir hafa ruöst í gegn um hergarS óvinanna á stór- um svæSum oö tekið staði sem tald- ir hafa verið áríðandi fyrir þá að halda. Heilar herdeildir Þjóðv'erja e. sagt að hafi gefist upp á mánudaginn eftir snarpa orustu og féllu bæði vistir og vopn í hendur bandamönn- um. Canadamenn gengu svo vel fram Tuttugu og fimm manns döu úr sóttnæmum sjúkdómum hér í bænum í febrúarmánuði, og 665 sjúklingar með sóttnæmri veiki voru skrásettir hjá heilbrigðisráðinu. Tveir dóu úr taugaveiki, sjö úr mislingum, einn úr skarlatsótt, einn úr kíghósta; þrír úr barnaveiki og ellefu úr tæringu. Þrír veiktust af bólu; 255 af mislingum; 61 af hænsabólu; 54 af skarlatsótt; 51 af kíghósta; 117 af hettusótt; 70 af barnaveiki; 9 af heimakomu og 29 af tæringu. Skemd fæða. Heilbrigðisráðið í Winnipeg lét eyðileggja 5 smálestir af mat i febrú- armánuði. Af þessu voru 720 pund af fiski; 675 pund af þurkuðum ávöxtum; garðávextir 660 pund; egg 570 pd; niöursoðinn matur 610 pd; mjólk og rjómi 735 pund; ostur 30 pund; nýir ávextir 4,550 pund; smjör 470 pund; mjólkur eftirlitsmenn heimsóttu 475 staði og fundr lög brot- in á 64 stöðum. Einn maður var sakaður fyrir að láta vatn í mjólk. Járnbrautarmenn vinna. Eins og um var getið í Lögbergi Iá við algerðu verkfalli á öllum járn- brautum Banraríkjanna. En félögin sáu sitt óvænna og létu undan kröf- um mannanna, sem fóru frant á að viðurkendur yrði úrskurður forset- ans með átta klukkustunda vinnu- tíma. Þetta hafa þeir nú fengið. Hudsonsflóa brautin. A. E. Franklin umsj'ónarmaður Hudsonsflóabrautarinnar lýsti því yf- ir hér í Winnipeg fyrir fáum dögum að brautin yrði fullger í sumar ef hægt veröi sökum vatnavaxta að byggja brúna yfir Nelson fljótið. 90 mílur eru eftir af stálinu og verður það alt lagt í sumar. Hann segir að bærinn Pas sé í uppgangi; verið að byggja þar bræðslustofnanir fyrir gull, kopar og fleira. Bretar taka hollenzk skip. Bretar höfðu krafist þess að Hol- lendingar flyttu ákveðna hundraðs- upphæð af vörum á skipum sínum til brezkra hafna. Þessu höfðu Hollend- ingar neitað og leiddi það af sér þau eftirköst að nú hafa Bretar tejcið 40 skip frá Hollendingum. Rekinn úr hárri stöðu? Richard McBride, fyrverandi stjórnarformaður í British Columbia fór til Englands og settist þar í $12,- 000 embætti, þegar hann varð að yf- irgefa stjómarstöðuna heima vegna óheyrðra pólitískra glæpa. Nú er sagt að fylkisstjómin fyrirverði sig fyrir að launa jafn glæpsamlega stjórn með öðnt eins embætti og ætli því að koma því til leiðar að hann verði kallaður heim. Er það rnakleg vanvirða eftir það athæfi sem con- setvative flokkurinn í British Colum- bia hafði í frammi. Kvenréttindi á Englandi. Mrs. Emmelin Pankhurst kven- skörungurinn mikli fór á stúfana rétt eftir að stjórnarbyltingin varð á Rússlandi og endurnýjaði kröfur sín- ar um kvenréttindi. Lýsti Lloyd George því yfir að hann v'æri nú jafnrétti kvenna hlyntur og er talið víst að það sé svo að segja fengið. að mikið umtal hefir vakið; er sagt að þeir einir saman hafi tekið hátt á þriðja þúsund fanga. Milli Rússa og Þjóðverja hefir litið gerst. Jafnaðarmenn beggja þjóðanna eru að reyna að koma á sérstökum friði, en ólíklegt þykir að það takist. Aldrei hefir verið barizt eins grimt og nú og er talið víst að tii skarar skriða áður en langt líður. Annars er margt af fréttum svo ó- glögt og hvað á móti öðru þegar ve’ er aðgætt að erfitt er að vita með vissu hvað er víst og hvað er ágizkun. Prestafélagið í Winnipeg skrifaði dómsmálastjóranum í Ottawa og krafðist þess að eins væri farið með Thomas Kelly og aðra fanga. Svar kom aftur þess efnis að hér væri sér- stök ástæða til betri meðferðar. Kelly Væri veikur. Harðindi í Montana. Nýkomið bréf frá Önnu Mýrdal í Montana segir að harðindi hafi ver- ið þar í vetur óvenjulega mikil. Hafi skepnur fallið þar sökum fóðurskorts. Menn byggja þar að mestu á útibeit fyrir hesta og jafnvel fleira kvikfé, eins og gert var á Islandi í fyrri daga. SHkt er skrælingjaháttur og ætti að vera bannað með lögum að sefja á fleiri skepnur en nóg er fóð- r.r fyrir til þess að þeim geti liðið þolanlega vel þótt harðindi beri að garði. Níðingleg meðferð á skepnum er jafnljót eins og um ómálga börn væri að ræða. Að drepa skepnur sínar úr hor ætti að vera fangelsis sök. $30,000,000 á dag. Bonnar Law var spurður að því á þingi nýlega hversu mikið stríðið kostaði á dag og svaraði hann því þannig að síðan 1. apríl 1916 hefði það kostað $30,000,000 á dag að með- altali. Tilboði neitað. Canadastjórnin bauð bændum Vesturlandsins fyrir hönd brezku stjórnarinnar að kaupa alt hveiti þeirra að hausti komanda fyrir $1.30 mælirinn. Bændur héldu þing í Regina til þess að athuga þetta tilboð og ákváðu að neita því. Þess má geta að brezka stjórnin hafði ekki ákveðið þetta verð heldur sambandsstjórnin i Canada. $9,000,000. Svo segja fréttir frá Rússlandi að Sturmer fyrverandi forsætjsráðherra hafi verið grunaður um að vilja koma á sérstökum friði milli Þjóð- verja og Rússa. Rannsóknarnefnd var skipuð og fann hún það sannað að hann hafði fengið $9,000,000 mútu lil þess að gangast fyrir sílkum friði. “Gullfoss”, skip Eimskipafélagsins, fer frá New York til Reykjavikur 20. maí. Verður svo á ferðinni þangað aftur annað veifið í sumar. Fargjald á járnbrautum og með skipinu á fyrsta farrými frá Winnipeg til Reykjavíkur er $115.45; fyrir báðar leiðir freturn ticketj $180.90. Á öðru farrými er það $83.45; báð;ir leiðir (return ticketj $148.90. Þar að auki er fæði selt á 4 krónur á dag á fyrsta farrými, en 2 kr. á dag á öðru far- rými. Farbréf með skipinu frá Is- landi til New York er 250 krónur á fyrsta farrými, en 150 kr. á öðru farrými. Eg get tekið á móti pöntun um hér fyrir farbréf handa fólki at heiman, sem á að koma vestur. Eg get selt farbréf fvrir fólk frá hvaða stað sem er í Canada eða Bandaríkj- unum. Þó nokkuð margir ætla heim með Gullfossi. Arni Eggertsson, Agent fyrir Eimskipafélagið. 302 Trust & Loan Bldg, Winnipeg. Ingi Ingjaldsson frá Árborg sveit- arskrifari í Bifröst var hér á ferð fyrra þriðjudag og fór heim á fimttt- daginn. Samkvæmt skýrslu gefinni út í New York fyrra laugardag hafa Þjóðverjar sökt fleiri skipum síð- astliðna tvo mánuði en nokkru sinni áður. Síðan 1. febrúar hafa þeir eyðilagt 1,000,000 smálesta farrými. Alls hafa þeir sökt 5,500,000 smálesta farrými síðan stríðið hófst. I marz söktu þeir 27 skipum, 5,000 smálest- um hverju. $20,000,000 á ári. Samkvæmt ásskorun frá fulltrúum jafnaðarmanna og verkamannaflokk- anna á Rússlandi hefir nýja stjórnin samþykt að slá eign þjóðarinnar á allar eignir keisarans og ættmanna hans í landinu. Áður fyr mátti aldrei tala um út- gjöldin, sem fóru til kostnaðar við keisarann og hyski hans. Nú var þess krafist að það væri gjört upp- skátt og Var það veitt. $20,000,000 hafði ríkið lagt fram þessu fólki til viðruværis á ári, þar á meðal $600,- 000 fyrir bifreiðar, $250,000 til dýra- veiða kostnaðar, $1,000,000 til hirð- arinnar, $1,000,000 til viðurværis í Tsarskoe-Selo höllinni o. s. frv. Kafli úr bréfi til J. Jóhannessonar. Eg heimsótti Betel í vetur þegar eg fór til Gimli, og eftir að eg meö eigin augum hafði séð og sannfærst um hvernig öllu var þar vel stjórnað af umsjónarkonunum, hve um- gengnin þar lýsti þrifnaði og reglu- semi og hve öll þau aldurhnignu og örvasa gamalmenni, þá 24 eða 25, sem þar voru, einróma lofuðu veru sína þar ásamt lipurð og reglusemi þeirra Mrs. Hinrikson ofe Miss Júlítis, hét eg því með sjálfum mér að reyna að gera eitthvað til styrktar þessu lofsverða og þarfa fyrirtæki. í tilefni af þessu hciti var stofn- að til samkomu hér á Kristnesi i skólahúsinu, en sökum þess að siðara bluta Jtess dags gerði hér einhvern þann versta hríðarbyl, sem komið he;- ir á vetrinum, var samkoma þessi því miður svo mikið ver sótt en ella hefði orðið svo arður af henni varð aðeins $20,75, sem safnaðist í frjáls- um samskotum, og fylgir hér með nafnaskrá og þess utan $10.00 frá tveimur mönnum i Leslie. Geta skal þess að nokkrar konur gáfu og til- reiddu allar veitingar á samkomunni, og voru ]jær Mrs. H. B. Einarsson, Mrs. L. Hogan, Mrs. McNab, Mrs. Jónas Samson og Mrs. G. Laxdal. Meira hefi eg svo ekki að segja annað en það að eg v'ona að þetta verði ekki í síðasta skifti, sem við Kristnes og Leslie búar sýnum lit á því, að okkur sé vellíðan gamalmenn- anna á Betel hugföst. Nöfn þeirra er gáfu til Gamal- mennaheimilisins á samkomu í Krist- nesi 30. marz. Carl Hogan....................$1.00 H. B. Einarsson............... 1.50 Guðmundur Kristjánsson . . .. 1.00 Kristján S. Kristjánsson .. .. 1.00 Björn Vatnsdal............... 1.00 Valtýr V'atnsdal ............. 1.00 Archie McNab.................. 1.00 Magnús Gabríelsson........... 1.00 Haraldur Helgason............. 1.25 Helgi Helgason............... 1.00 Þórarinn Johnson............. 1.00 Bjarni Thorlacius............ 1.00 Gunnlaugur Björnsson.......... 1.50 Ágúst Sigurðsson............. 2.00 Þórður Laxdal................. 2.00 .Tónas Sæmundsson............. 1.50 Grímur Laxdal................. 2.00 Samtals..........$21.75 Frá Leslie: Th. Thorvaldson...............$5.00 H. G. Sigurðson............... 5.00 Samtals .. .. $10.00 Alls..........; .. .. $31.75 Frá Swan River söfnuði: ('Sent af Haíldóri Egilson). Frá vestari bygðinni .. .. .. $12.00 Frá þeirri austari .. .. .. .. 6.00 Samtals .... $18.00 AHs.................$49.75 Fyrir hönd nefndarinnar þakka eg innilega öllu þessu fólki, sem hefir lagt á sig mikla fyrirhöfn og kostn- að til styrktar Betel, ásamt öllu öðru fólki uin bygðir og bæi íslendinga. sem látið hafa sér ant um þessa gömlu bræður á Betel. Sérstaklega mikið gleðiefni er það fyrir nefndina að fá slíka vottun hluttekningar og velvilja til orða og verka úr öllum áttum. Með þakklæti til vinar míns fyrir hans góða heit, þegar hann kom til Betel og sá og þreifaði á, að hér var stofnun, sem átti stuðning skilið. Virðingarfylst. /. Jóhannesson, féhirðir. Úr bygðum Islendinga Frá Gimli. Enn þá einu sinni ætla eg, kæri ritstjóri minn, að senda þér eða Lög- bergi ofurlítinn greinarstúf í tilefni af því að núna nýlega (3. aprílj kl. 4 kom hingað á “Heimilið” góðkunn- ingi okkar eða vinur Mr. N. Ottenson konungur vfir River Park — beina leið frá Winnipeg eingöngu þess er- indis að kveða fyrir gamla fólkið, — og var það vel gjört, þar sem hann hafði svo mikið að gjöra eða við- bundinn heima að hann varð að fara strax eftir tveggja klukkustunda við- stijðu alla leið til Winnipeg svo fljótt, sem kostur væri á. Við tilheyrendurnir settum okkur öll í setustofuna í kring um kv'æða- manninn, og byrjaði Mr. Ottenson með því að kveða 54 ljómandi liðug- ar og vel gerðar formannavísur heiman af íslandi. Svo lét hann okk- ur kjósa uin hvað hann ætti nú næst að kveða. En af því að við hér vor- um búin að heyra Passiusálmana lesna og sungna einlægt síðan fastan byrjaðí í vetur, langaði okkur í til- breytingu, og kusum við karlarnir að hann vildi kveða “Andrarímur”. Og datt mér þá í hug sagan af karlinum. Þegar hann drattaðist út frá kerling- unni sinni settist hann fram á sjávar- hamrana og Var að hugsa um hvort skemtilegra mundi vera, að vera í sjónum í félagi með fiskunum eða kerlingunni sinni. — Þá kom kerling- in út til hans, klappaði á öxlina á honum og sagði honum að vera nú ekki með þcssari fýlu, og koma nú heldur inn. — En karlinn sló til kerl- ingarinnar með enn þá meiri fýlu- svip og sagðist hvergi koma, —« og fór svo að kveða Andrarímur. — Þá sagði tröllkarlinn niðri í hömrunum: “Nú er mér skemt, en nú er ekki konu minni skemt.” — Þá bevgði kerlingin sig niður að karlinum til að kyssa hann og bað hann að syngja Passíusálmana á morgun, — það gjörði karl; en þá var með dimmri rödd og draugslegfi sagðt niðri í klettunum: ‘Nú er kónu minni skemt, en nú er ekki mér skemt.” Jæja, svo eg snúi mér að efninu: byrjaði Mr. Ottenson á Andrarímum. og kvað þær snildarlega vel, með jöfnum og hrek'U'ji rónt og.var han.n laus við alla tilgerð og hnykki, sem þó svo mörgum kVæðamönnum hættir við. Eg Iagði stundum aftur augun og reyndi að taka eins vel eftir og eg gat. En hvað skeði ? Eg var kominn, áður en kvæðamaðurinn var búinn að halda lengi áfram, alla leið heirn til íslands, þangað, sem eg ólst upp, að sýslumannssetrinu Geitasksarði í Húnavatnssýslu. Eg var orðinn drengnr 9—11 ára gamall, sat á fóta- skör fyrir framan kjöltuna á mömmu og lá með höfttðið á hnjánum henn- ar, þar, sem hún sat inst í baðstof- unni á stóli og var að hekla. Pabbi sat einn inni í húsinu inn af baðstof- unni, hann sat þar við borðið i hæg- indastóli og var að reykja úr svo langri pípu að þó hann hallaði sér aftur á bak oíurlítið náði pípan alla leið ofan á gólf. Þarna sat pabbi í rökkrinu þetta kveld, hann vildi ekki láta kveikja, hann hafði gamari af að sitja þarna einn í hálfdimm- unni og horfa á eldinn, setn logaði svo glatt í ofninum beint á móti hon- um, og svo sló birtunni úr baðstof-’ unni inn í húsið, á gólfið millj rúm- anna; pabba og mömmu rúms til hægri handar og míns rúms til vinstri handar. f baðstofunni frammi, þar sem við öll hin vorum, sat kvæða- maðurinn við Ijosið. Hann var svo tignarlegur ásýndum, sat þar beinn og teinréttur og kvað og kvað um hrausta menn og miklar hetjur, sem börðust upp á líf og dauða til þess að frelsa eitthvert fallegt fornardýr úr klóm níöinganna. Þar sem eg sat þarna og lá meö höfuðið á hnjánum á mömmu horfði eg einna mest á kVæðamanninn og eg sár öfundaði hann af að geta útlistað þetta svona vxl. Þess á milli horfði eg á vinnu konurnar, sem voru flestar að spinna og teigðu lopann svo yndislega vel, en sumar voru að kemba: Þuru, Lauga, Þóra, Veiga, Salla og Imba og Stína, allar voru þær að keppast við og ölluni þeim fanst mér að líða svo ljómandi vel. Framar í baðstof- unni voru fjórir vinnumennirnir að flétta hnappheldur og reiptögl, sem þeir höfðu fest upp um bitana og riktu í af kröftum. Þegar búið var að kveða fór mamma inn í húsið, kveikti, tók ketilinn af ofninum og fór að gefa pabba tevatn, og eitt Iítið glas af kognaki út í; og mér sagði hún að konra og fá brauðsneið með osti. Hitt fólkið var altsaman búið að borða, og það var eg nú auðvitað einntg. Þegar eg fór inn með mömmu litu stúlkurnar svo kýmnislega til min, eins og þær vildu segja: “Auminginn, og getur ekki vakað lengur; við hefðum kannske sagt þér sögu.” Mér var vel við allar stúlkurnar og þeim þótti öllum vænt um mig; auðvitað gilti það sama um piltana, vinnu- mennina, en eg hafði minna saman við þá að sælda, þeir voru svo mikið úti, en eg meira inni á vetrum, nema þegar eg fór á sleða, og ýmist á tunnustöfum eða skíðum með drengj- um og stúlkum. Þannig liðu þessir tveir klukku- tímar, sem Mr. Ottenson var að kveða hér fyrir okkur. Hann þurfti ekki að vera konúnn upp á þá vini sína Mackenzie og Mann með alt rafmagn þeirra, til þess að flytja mig heim til íslands, og ekki þurfti Mr. Otten- son heldur að bíða lengi fyrir fram- an farseðlaborðið hjá C.P.R. félag- inu með alla gufuna þess. Hann sveiflaði okkur körlunum með Andra- rimum og töfrandi kvæðalagi alla leið heim til íslands. Hvar hinir hafa lent v'eit eg ekki, en hvar eg lenti vissi eg vel. — En svo var nú ekki nóg með þetta. Mr. Ottensor kom ekki einn hingað, heldur kom með honum aðstoðar- maður Mr. Jón Thorsteinson á Lake- view hótelinu að hjálpa honum til að bera marga bréfpoka, ekki voru það syndapokar Ottensons, sem þeir báru, heldur pokar fullir af appel- sínum og eplum, sem Mr. Ottenson sagði að ætti að skiftast jafnt á milli gamla fólksins. Og fyrir þessa komu Mr. Ottensons kvittum við gamla fólkið hér með með kæru þakklæti og sömuleiðis aðstoðarmannsins, sem eg kallaði, Mr. Thorsteinsons, fyrir að koma með honum og stritast undir böglunum. Til skýringar fyrir þá, sem vilja vita alt rétt, án þess að vera í nokkr- um efa, er þetta: Þar sem eg í þess- um greinarstúf minnist á pabba og mömmu, þá eru það ekki foreldrar mínir, heldur fósturforeldrar; þvi foreldrar mínir dóu með litlu milli- bili sama árið. Þá var eg að eins á öðru ári, og fór þá strax til fóstur- foreldra minna, Kristjáns Kristjáns- sonar, sem þá (1S59) var sýslumað- ur í Skagafjarðarsýslu, en tveimur árum seinna sýslumaður í Húnav'atns- sýslu, bjó á Geitaskarði í Langadal. Og tíu árum seinna varð hann amt- maður fyrir Norður- og Austur- amtinu, — en fósturmóðir mín hét Ragnheiður ('frú CristjánssonJ og var hún dóttir landlæknis Jóns Þor- steinssonar i Reykjavík. Eftir að pabbi varð amtmaður bjó hann í Friðriksgáfu á Möðruvöllum í Hörg- árdal í Eyjafiarðarsýslu. Þar var fallegt og stórt steinhús og var kall- að Friðriksgáfa af því að Friðrik konungur 7. lét byggja það og gaf Norðurlandi eða amtmannssetrinu það, fyrir íbúðarhús handa amtmann- inum þar, hver sem hann væri. Frið- rik konungtir 7. varð konungur yfir Danmörku, þegar faðir hans Kristján 8. dó í janúar 1848. — Þannig eru konunganöfr komin inn í ferðasögu konungsins í River Park hingað til Gimli. — Gimli í apríl 1917. /. Briem. Bœjarfréttir. Gunnar Gunnarsson bóksali f-rá Pembina, útsölumaður Lögbergs, var hér á ferð á þriðjudaginn og fót heim samdægurs. Gunnar er gamall Pembinabúi, en var nú að hugsa um að skifta unt og flytja til Canada. Hann er að reyna að ná í heimilis- réttarland hér og hefir fremur von um að það takist. Séra Sigurður S. Christophersson var hér á ferð á þriðjudabinn; hann kom frá Langruth og v'ar á leið til Baldurs að heimsækja fólk sitt. Hef- ir liann ekki komið á æskustöðvar sínar þar í síðastliðin tvö ár. Mik- inn snjó sagði hann úti í Langruth bygðinni, en góða líðan fólks, og beztu kv’eðju bað hann Lögberg að flytja fólki þar evstra fyrir gestris íi og góðar viðtökur. Gisli Jónsson frá Wild Oak var hér á ferð á mánudaginn að líta eftir eignum ínum og fór heim aftur á þriðjudaginn. Hann sagði þá frétt að kona Ólafs Þorleifssonar þar í bygðinni hefði fengið slag nýlega og væri mikið veik. Hún er um sjötugt. Verkamannafélagið heldur auka- fund á föstudaginn 13. þ. m. kl. 8 e. h. í Verkamannasalnum (Xabor TempleJ á James St. Þar verður rætt um kauphækkun og fleira. Ræður verða þar haldnar á íslenzku ef íslendingar fjölmenna. Þorsteinn Oliver frá Winnipegosis er staddur hér í vænum; hann kom á laugardaginn. Þorsteinn er að leita sér lækninga hjá Dr. Jóni Stefáhssyni við augnasjúkdómi. Próf. Jóhann G. Jóhannsson kom til bæjarins i skólafríinu og dvaldi hér í nokkra daga. Lárus Árnason og Lloyd sonur hans voru hér á ferð í vikunni. Lárus er á Betel eins og kunnugt er og hefir þar drenginn hjá sér. . Ólína Bjarnason frá Leslie, systir Valdimars Magnússonar prenta*-a Lögbergs er stödd hér i bænum að leita sér lækninga hjá Dr. Brandsson. Hún fer innan skamms suður til Minneapolis að finna frændfólk sitt bar. 223. herdeildin á förum 223. herdeildin fékk tilkynn- ingu um það 3. þ. m. að vera við >ví búin að fara austur innan 48 dukkustunda hvenær sem húr. yrði kölluð, og er gert ráð fyrir að það verði ekki síðar en 17.þ.m. Sigriður Benónýsdóttir Jónsson að Gimli lézt 3. apríl eftir stutta legu og var jarðsett þann 7. þ. m. af séra Stgr. Thorlákssyni. Munið eftir að sækja fyrirlestur- inn í Skjaldborg á föstttdaginn. Hann er fyrir gott málefni. j Þær tengdamæðgurnar kona Daní- els Grímssonar cg kona Guðmundai Grimssonar frá Mozart eru staddar hér í bænum. Kristín Árnason, dóttir Lárusar Árnasonar frá Leslie, er nýflutt hingað og á heima hjá systur sinní Mrs. Davis, fyrst um sinn. Þ. Þ. Þ. á heima að 712 McGec St., Winnipeg. Munið þið það sem eignast viljið myi.d Vilhjálms. H. Hermann starfsmaður Lögbergs brá sér vestur ti! Dauphin á laufjfar- daginn til þess að finna Maríu dótt- ur sína. Hann kom aftur á mánu- daginn; sagði mikinn snjó þar vestra. Frímann Helgason frá Lang- ruth var á ferð í bænum á laugar- daginn, dvelur hann hér í nokkra daga. B. L. Baldwinsson skrapp suður ti! Duluth á fimtulaginn var og kom heim aftur á mánudaginn. Hann segir að sá b.e rsé einkennilegur, 25 mílur á lengd, ein míla á breidd og ein míla á hæð. Þar mætti hann Dr. Olson, syni Halldóru ljósmóður Olson, Hafði hann ekki séð hanr. síðan hann var tveggja ára gamall, en nú ók hann mcð honum í bifreið í heila þrjá daga. — Baldwinson skoðaði alla stálverksmiðjuna og sá hvernig vinnan fór fram frá því grjótið er tekið og þangað til það er komið í stál, og fanst honum mikið um. Karolina Guðmundsdóttir frá Elfros var nýlega skorin upp hér á sjúkrahúsinu. Dri Brandson skar hana upp og líður henni eft'Y vonum. Sigurður Guðmundsson frá Elfros var hér á ferð á miðvikudaginn tii þess að sjá fóstru sína Karolínu, sem Iiggur á sjúkrahúsinu. Hann fói heim samdægurs. Axel Jónasson frá Elfros var hér á ferð á miðvikudaginn að finna Jón bróður sinn, sem iiggur hér á sjúkra- húsinu. Hann sagði snjó þar vestra cnn þá og bjóst ekki við að hæá*. yrði að fara að vinna vorvinnu fy, en um þann 20. þ. m.; en það er i seinna lagi. Helgi Johnson frá Leslie kom til bæjarins á laugardaginn og dvelur hér um tíma; hann hefir verið við fiskiveiðar í vetur. Ellaugur Árnason frá Lanfruth kom hingað til bæjarins á laugardag- inn. Kappglíman um beltið, sem áður hefir verið auglýst verður háð í Goodtemplarahúsinu á föstudags- kveldið 13. þessa mánaðar. Þessir 12 hafa nú þegar gefið sig fram til glímunnar. Bellishafinn Guðm. Sig- urjónsson, Aðalsteinn Jóhannesson, Benedikt Ólafsson og Jakob Krist jánsson; allir frá Wpg. ög C. Oddsor. °g E. Jónsson frá Árborg; S. Jóns- son og M. Árnason frá Framnesbygð, H. Anderson frá Riverton; L. Ein- arsson frá Lundar; Björn Pétursson frá Gimli, og St Jakobsson frá Geysirbygð. — Dansað Verður á eft- ir til kl. 1 og leikið undir á lúðra. Aðgöngumiðar kosta 35 cent og fást keyptir i prentsmiðju O. S. Thor- geirssonar, 674 Sargent Ave. Agóð- ihn verður gefinn 223. hcrdeildinni. — Glíman hefst kl. 8. Orpheum. Þjóðdansar frá Grikklandi, Egypta- landi og Indlandi verða sýndir þar næstu viku. Þjóðdansar eru fyrstu dansar, sem þjóðirnar venjast, og eru þvi fastari i minni þjóðanna og verða þeim kærari en nokkur önnur skemtun af því tagi. — Marion Harris sýnir leiki, sem al- drei hafa áður verið sýndir. Það borgar sig að sjá hennar snild. Helen Pingree og hennar flokkur sýna gamanleika af fyrstu tegund. Andrew Lewis og Helen Norton verða í leiknum “In Those Days”, sem er mjög skemtilegt samtal. Þau eru bæði vel að sér i þeirri list. “King and King” sýna aflraunir og ýmsa fimleiki, þá frægustu sefii tiokkru sinni hafa sýndir verið. Bissett og Scott sýna í fyrsta sinn nýjum í danslistinni. Josie O’Meers gengur á v’ír, og sýnir þar mikla list. Kvikmyndir sem þar verða sýndar eru betri en fólk á að venjast. Guðm. Sigurjónsson glímukappi. Næsta föstudagskveld verður kept um glimubeltið hér í Winnipeg svo sem auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu. Tólf menn ahfa gefið sig fram til glímunnar; fjórir frá Winnipeg og átta úr hinum ýmsu bygðum íslendinga, og virðist það sýna að áhtigi fyrir íslenzku glím- unni sé meiri nú, en verið hefir, og sannarlega ætti það að vera 35 centa virði að horfa á úrvalsmenn úr ýms- um bygðum keppa til þrauta um verðmætan grip er sá einn hlýtur er bezt reynist. Guðmundur Sigurjónsson hefir nú beltið og ekki er ólíklegt að hann haldi þvi áfram þótt keppendur séu margir og eflaust harðir í hom að taka. Það vill einkennilega til að Guð- mundur Sigurjónsson, sem er í 223. herdeildinni, er að likindum leggur af stað 17. þ. m., kveður Winnipeg- borg i síðasta sinni á föstudagskveld- ið, þvi heim til íslands liggur leiðiii ef hann kemur lifs af striðsv'ellinuin Oss þætti því viðeigandi að Islend- ingar fjölmentu á kappglímuna í kveðju skyni við hann, því mörgum er hann orðinn vel kunnur, þótt hann hafi ekki dvalið hér nerria þriggja ára tíma. Ágóðinn af samkomunni verður gefinn 223. herdeildinni og virðist það vera viðeigandi, þar sem Capt. H. M. Hannesson foringi deildarinn- ar gaf þetta belti fyrir fjórum árum. BITAR Gömul söngvísa. Nú er gaman, nú er gaman nóg í “Reykjavík”; prúður “Garða” prestur prédikar þar mestur; úr honum fýkur, úr honum fýkur “anda” gáfan rík. Það eru spánýjar fréttir, sem al- drei hafa heyrst fyr en í síðustu Kringlu að öll verk Þorláks gamla Guðmundssonar í Fífuhvammi hafi verið eins léttvæg og Fífa. — Drengilega launað dánum manni, sem varði Iífi sínu til þjóðþrifa! Ságt er að dómsmálastjórinn í Ottawa sé að hugsa uin að hleypa út öllum föngum. — Þegar fangarnir fara út er sagt að þeir ætli að syngja — “Ó, Kelly ! ó, Kelly” o. s. frv. Þær fréttir voru fluttar frá Litla Rússlandi síðast að óvígður maður hefði hlotið prestsembætti. Nú kvað það komið upp úr kafinu að vígður maíjur sé látinn vinna þar öll helg- ustu verkin á bak við tjöldin. “Við austur (til Ottawa) gluggann'. ■ “Krumminn á skjánum krunkar hann inn: Gef mér bita af borði þínu Borden góður minn.” CAðsentJ. • Viðurkenning. Hérmeð viðurkennist að Mr. C. Ólafsson umboðsinaður fyrir Ne York Life lífsábyrgðarfélagið hefir borgað til mín $1040.92 fulla borgnn á $1000 tryggingu og 40.92 ('dividend i ágóði af iðgjölduni þeim er Gísli sál. sonur minn hafði borgað til félagsins áður en hann gekk í herinn og f«r til Frakklands, þar sem hann dó á vigvellinum og eftirskildi mér þessa fjárupphæð. Með þakklæti til Nev York Life félagsins fyrir peningana og Mr. C. Olafssonar fyrir alla ha.vi milligöngu, skal þess geðið að ágóð- inn reyndist töluvert hærri en gcrt var ráð fyrir. Öll viðskiftin reynd- ust ábyggileg frá byrjun til enda. Selkirk, 7. apríl 1917. Mrs. R. Malldórsson. Heilsufar í Winnipeg. Sérstök ástæða.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.