Lögberg - 12.04.1917, Page 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRIL 1917
KAFLI ÚR VERALDAR SÖGUNNI.
Rœða WOODKOW WILSONS, forseta Bandaríkjanna, þegar hann mœtti fyrir
fulitrúaþingínu tii að mæla með því að Þjóðverjum yiði tafarlaust
sagt stríð á hendur. Rœðan hefir hrifiö fólk um alian heim.
“Eg hefi kvatt saman þjóðþingið við al-
veg sérstakt tækifæri, með því að nú liggja
hin alvarlegustu mál fyrir dyrum. Vér er-
um stödd á þeim tímamótum, sem krefjast
þess að tekin sé ákveðin stefna — og það
tafarlaust; stefna, sem hvorki var sann-
gjamt né rétt samkvæmt grundvallarlögum
vorum að eg ákvæði á eigin ábyrgð.
priðja febrúar siðastíiðinn skýrði eg yð-
or frá þeirri óvenjulegu yfirlýsingu þýzku
stjórnarinnar að fyrsta febrúar og upp frá
þeim degi ætlaði hún hér að virða að vettugi
allar lagahindranir og allar mannúðarreglur
og neyta neðansjávarbáta sinna til þess að
sökkva hverju einasta skipi, sem freistaði
þess að leita hafna á Stór-Bretlandi eða ír-
landi eða við vesturströnd Evrópu eða nokk-
urs staðar þar sem óvinir pýzkalands hafa
yfirráð við Miðjarðarhafsstrendur.
petta virtist hafa verið tilgangur pjóð-
verja með neðansjávarhemaðinum áður fyr
í stríðinu; en síðan í apríl mánuði í fyrra
virtist þýzka stjómin hafa látið stjórnendur
i eðansjávarbátanna vera nokkm vægari í at-
höfnum sínum samkvæmt loforði sem oss
var þá gefið um það að farþegaskipum skyldi
ekki sökt og að sanngjöm aðvörun skyldi
veitt öllum öðrum skipum, sem neðansjávar-
bátamir ætluðu að eyðileggja, ef ekki yrði
veitt mótstaða n,é reynt að komast undan;
höfðu pjóðverjar einnig lofað því að skips-
höfnum þeirra skipa, sem þeir ætluðu að
sökkva skyldi að minsta kosti gefinn kostur
á að bjargast í sínum eigin bátum.
ÓFULLKOMNAR VARÚÐÁRREGLUR.
Varúðarreglumar voru ófullkomnar og
það var sannarlega nógu mikið á valdi blindr-
ar tilviljunar hvort þær komu að notum eða
ekki, eins og fram kom hvað eftir annað við
mörg sorgartilfelli sem orsökuðust af þessu
grimdarfulla og mannúðarlausa fargani. En
dálítill hemill var þó hafður á þessari aðferð.
Hinar nýju fyrirskipanir hafa strykað
yfir allar takmarkanir. Alls konar skipum
hefir verið sökt án aðvörunar <og án þess að
sýna nokkra miskun eða líkn þeim er í voru;
alveg sama hvort í hlut áttu óvinaskip eða
idutlausra þjóða; alveg sama undir hvaða
flaggi þau voru, hvaða tegundar þau voru;
l.vers konar vörur, sem þau fluttu; hvert sem
þau áttu að fara og hvaða erindi sem þau
áttu að inna.
Jafnvel sjúkraskipum og liknarstarfa;
.4ipum sem flutt hafa hálparmeðul til hinn-
ar sárþurfandi og aðþrengdu belgisku þjóðar
hefir verið sökt, þrátt fyrir það þótt hin síð-
arnefndu hefðu tryggingarloforð eftir þeim
útmældu svæðum, sem þýzka stjórnin sjálf
hafði ákveðið, og þrátt fyrir það þótt þau
\æru greinilega auðkend þeim merkjum, sem
ekki tar hægt að villast á.
Um alllangan tíma var mér ómögulegt að
trúa því að þetta gæti skeð í raun og sann-
leika, samkvæmt skipunum nokkurrar stjórn-
ar, sem upp að þeim tíma hafði niðurkent og
undirskrifað mannúðarreglur 3iðaðra þjóða.
Alþjóða lög áttu upptök sín í tilraun til
þess að koma á einhverjum lögum, sem hald-
in væru og farið eftir á heimshöfunum, þar
sem engin þjóð hafði hejmild til yfirráða og
þar sem eru alþjóða vegir allrar veraldarinn-
ar. Með erviðum sporum fet fyrir fet hafa
menn komið þeim lögum í framkvæmd, þótt
þau vissulega hafi því miður haft sorglega
lítil áhrif, eftir að öllu var þó fram komið
sem mögulegt var; en altaf hafa menn haft
vakandi auga á því að minsta kosti hvað það
er sem hjarta og samvizka mannkynsins
hofir þráð og heimtað.
STRYKAÐ BURT AF pJóÐVERJUM.
pessi lítilfjörlegu réttindi hafa pjóðverj-
ar strykað í burtu undir því yfirskyni að það
sé hefnd og nauðsyn, og fyrir þá sök að þeir
hafi engin vopn, er þeir geti nevtt á hafinu
nema þessi, sem ómögulegt sé að nota i því
skyni, sem þeir nú nota þau, án þess að ganga
fram hjá öllum mannúðarreglum og allri
virðingu fyrir samkomulagi, sem talið var að
lægi til grundvallar fyrir samgöngum þjóð-
anna í heiminum.
Og nú hefi eg ekki í huga það eignatap,
sem hér er um að ræða, eins óskaplega og al-
varlegt sem það þó er, heldur aðeins hina létt-
úðarfullu og takmarkalausu eyðileggingu á
lífi þeirra manna, sem ekki tóku þátt í stríð-
inu — lífi manna, kvenna og barna; fólks
sem hafði það eitt fyrir stafni, sem frá alda
oðli, jafnvel á hinum skuggalegustu tímum í
sögum vorra daga, hefir verið talið saklaust
og löglegt. Eignatjón má bæta; líf frið-
samra og saklausra borgara verða ekki bætt.
Hernaðaraðferð pjóðverja með neðansjávar-
bátum þeirra, eins og það nú er háð, er stríð
á móti mannkvninu yfir höfuð að tala. pað
er stríð gegn öllum þjóðúm. Skipum Bandí -
ríkjamanna hefir verið sökt; lífi Bandaríkja
þegna hefir verið fargað með þeim hætti, sem
hefir sært hjörtu vor djúpum sárum. En
borgarar annara hlutlausra þjóða hafa verið
sviftir lífi á sama hátt og þeirra skipum sökt
á sama hátt á heimshöfunum.
BÝÐUR ÖLLUM pJóÐUM BYRGINN.
Ekki hefir verið gert upp á milli neinna.
pjóðverjar hafa boðið öllum þjóðum byrginn.
Hver þjóð verður að ákveða fyrir sig hvemig
hún tekur þessu. Stefna sú sem vér kjósum
oss til handa verður að ákveða,st þannig að
ekki sé rasað fyrir ráð fram; hún verður að
ákveðast með hógværð og dómgreind, sem
samboðin sé þjóðar eðli voru og þjóðarvirð-
i' gu. Vér verðum að bæla nið r allar æsi ■
ar og taumlausar geðshræringar. Tilgangu^
vor er ekki og verður ekki hefnd eða dramb
í því fólgið að sýna vora líkamlegu yfirburði
í sigurvinningum þjóðarinnar, heldur aðeins
sá að reka réttar — reka réttar mannkyns-
ins; vér erum aðeins einn málsaðili hinna
mörgu, sem eiga þess réttar að reka.
pegar eg ávarpaði þingið febrúar síð-
t.stliðinn, hélt eg að nægja mundi að lýsa
yfir vorum hlutleysisrétti með vopnum; réiti
vorum til þess að nota höfin án ólöglegra
hindrana; rétti vorum til þess að vemda
borgara vora fyrir ólöglegu ofbeldi. En nú
er svo að sjá sem vopnað hlut' ysi sé ófram-
kvæmanlegt. Sökum þess að neðansjávar-
Látar eru í eðli sínu alþjóða útlagar sem skip,
eins og þeim nú er beitt af pjóðverjum gegn
kaupförum, þá er ómögulegt að verja skip
.■•ei?n árásum þeirra, samkvæmt þeim lögum
þjóðanna sem ákveðin em til varnar kaup-
forum gegn herskipum, sem gert er ráð fyrir
að séu sýnileg ofan sjávar, og veita má mót-
töku með vopnum, ef þau elta á opnum höf-
um. pegar þannig stendur á er það almenn
varfæmi eða í raun réttri ógeofeld nauðung,
•od reyna að eyðileggja þau, áð ir en þeim hef-
ir tekist það sem þeim var ætlað að fram-
kvæma. Við þau verður að eiga þegar þau
s jást, ef ekki á að láta þau fara sínu fram að-
gerða- eða vamarlaust.
pýzka stjómin neitar því að hlutlausar
þjóðir hafi rétt til þess að vopnast á nokk-
um'hátt á því svæði sjávarins, sem hún hefir
tiltekið; hún neitar því jafnvel að þær hafi
heimild til að verja með vopnum þann rétt,
sem enginn ehfir áður dirfst að efa að þeim
væri heimilt að vernda.
pað er gefið í skyn að þau vopn og þær
vamir, sem vér höfum sett á kaupför vor,
verði til þess að slík skip verði sett í tölu
sjóræningjaskipa og með þau farið eftir geð-
þótta, án þess að binda sig við alþjóðalög á
hafinu.
Vopnað hlutleysi er árangurslaust að
minsta kosti þegar þannig er að farið, og
þegar þær staðhæfingar koma fram sem að
cfan eru greindar er það verra en árangurs-
laust. Vopnað hlutleysi er þá mjög hætt við
að verði til að framleiða það> sem því var
ætlað að koma í veg fyrir. pað er svo að
segja óyggjandi til þess að draga oss inn í
stríðið, án þess að vér á samá tíma njótum
rokkurs réttar stríðsþjóðanna eða hinna
hlutlausu.
VÉR LATUM EKKI UNDIROKAST.
Vér eigum völ á einum kosti, sem vér
tökum ekki — getum ekki kosið. Vér tök-
um ekki þeim kosti að undirokast og þola
þegjandi og hljóðalaust að fótum séu troðin
helgustu réttindi þjóðarinnar og þau alger-
kga fyrir borð borin. pau rangindi, sem
vér nú rísum upp á móti er ekki algeng eða
litilsverð móðgun. pað er ofbeldi, sem kyrk-
ir mannlegt líf í heljarklóm yfirgangs og
. lagaleysis.'-
Finnandi til þess hvílík dýpt alvöru og
jafnvel hrygðar er samfara þeim sporum, sem
eg nú verð að stíga, en jafnframt hafandi
fulla meðvitund um mína stjórnarfarslegu
skvldu og óhikandi í því að framkvæma hana,
ráðlegg eg nú fulltrúaþingi þjóðar minnar að
Ivsa því yfir að hin nýja aðferð þýzku stjórn-
arinnar sé í raun réttri hvorki meira né
minna en stríð á hendur oss — stríð á móti
stjóm Bandaríkjanna; eg ráðlegg þinginu
enn fremur að taka mannlega á móti því
stríði, sem oss hefir verið sagt á hendur, og
gera tafarlaust þær ráðstafanir, sem ekki
cinungis geri landið og þjóðina færa til varn-
ar, heldur einnig neyti allra krafta og taki í
sína þjónustu öll meðul til þess að brjóta á
bak aftur vald þýzku stjórnarinnar og koma
á friði.
Pað liggur í augum uppi hvað þetta hefir
i för með sér. pað hefir það í för með sér
að brýnasta nauðsyn er á hinní nákvæmustu
samvinnu 'í orðum og athöfnum við þær
stjómir, sem nú eru í stríði við pjóðverja, og
því tilheyrir það að veita þeim stjórnum alla
þá fjárhagslegu aðstoð sem kostur er á, til
þess að auðlegð vor og vistir megi koma að
sem beztum notum. pað hefir það einnig í
för með sér að allur afli þjóðarinnar. dauður
og lifandi verður að komast í það horf og
undir þá stjórn, sem það tryggir að fram-
leiðsla landsins og nytjar og kraftar fólksins
komi að sem allra beztum notum í stríðinu,
en þó á þann hátt að hagsýni og spamaðar
sé gætt í fylsta máta.
petta hefir það í för með sér að tafarlaust
verður að búa svo flota vom sem bezt má
verða; en mesta áherzlu verður þó að leggja
á það að hann verði sem færastur um að
ráða niðurlögum á neðansjávarbátum óvin-
anna. pað hefir það einnig í för með sér að
umsvifalaust verður að auka landher Banda-
ríkjanna frá því sem nú er að minsta kpsti
um 500,000 manns, eins og lög heimila, ef
stríð beri að höndum; og álít eg að það ætti
að gera með almennri herskyldu. Auk þess
verður að heimil' viðbót annara 500,000
n anna þegar þeirra er þörf og kringumstæð-
ur leyfa að þeir verði æfðir.
petta hefir það einnig í för með sér að
sjálfsagt er að stjórninni sé heimilað nægi-
legt fjárframlag; og að það fé fáist með
sanngjömum álögum — eins sanngjömum
og mögulegt er — og vona eg að kynslóð þess-
ara tíma beri þá byrði möglunarlaust. Eg
segi að byrðin eigi að hvíla á núverandi kyn-
slóð með eins sanngjömum álögum og hægt
sc, vegna þess að eg tel það mjög óhyggilegt
aö taka það fé til láns, sem til þessa fyrirtæk-
is þarf.
pað er skylda mín að minna yður á að
vér verðum að gera alt sem í voru valdi
stendur til þess að vemda þjóðina frá þeirri
alvarlegu og hættulegu dýrtíð, því böli og
bágindum sem af því hlýtur að stafa, að öll-
um líkindum, ef tekln væru stórlán í þessu
skyni.
LIÐVEIZLA VIÐ pÆR pJóÐIR, SEM
pEGAR ERU KOMNAR í STRÍÐIÐ.
Til þess að koma því í framkvæmd, sem
til þess þarf, er hér hefir verið á minst,
verð-’m vér að bera það stöðugt í huga að
iáta þátttöku vora í stríðinu, útbúnað vorn
og tilkostnað hindra sem allra minst þá lið-
veizlu, sem vér erum skyldugir að veita hin-
um þjóðunum, sem í stríði eru við pjóðverja.
petta hefir m'ikla þýðingu; þar sem þær geta
ekki fengið né framleitt sumar nauðsynjar
s>'nar nema annaðhvort frá oss eða með að-
stoð vorri. pær eru þegar í stríðinu og ætt-
um vér að veita þeim lið á allan mögulegan
hátt.
Eg skal leyfa mér að koma fram með til-
lögu til framkvæmdanefnda hinna ýmsu
deilda um það hvemig hagkvæmast sé að
koma því í framkvæmd, sem eg hefi látið upp
hér að ofan. Eg vona að þér sýnið mér þá
tiltrú og það traust að skoða tillögur mínar
þannig að þær hafi komið fram eftir ná-
kvæma yfirvegun og að þér neytið yðar beztu
hæfileika til þess að endur-yfirvega þær.
pannig vona eg að þeim verði tekið og með
þær farið af framkvæmdarnefndum hinna
ýmsu deilda, sem þær skyldur falla á herðar
að standa fyrir stríðsmálum þannig að þjóð-
inni megi til allra heilla verða.
pegar vér stígum þessi spor — þessi
þungu og alvarlegu spor — skulum vér gera
oss glögga grein fyrir því, hver er tilgangur
vor; og látum það vera öllum heimi ljóst.
Hugsanir mínar hafa ekki hrakist frá sinni
venjulegu leið og stefnu, þrátt fyrir hina al-
varlegu atburði síðustu tveggja mánaða, og
það er ætlun mín að hugsun þjóðarinnar hafi
hvorki breyst ná myrkvast af þeim.
AÐ HALDA UPPI FRIÐARLöGMÁLINU.
Mér er nákvæmlega það sama í hug nú og
mér var þegar eg mætti frammi fyrir öld-
uhgadeildinni 22. janúar síðastliðinn; það
sama sem eg hafði í huga þegar eg ávarpaði
þingio 3. febrúar og 26. febrúar.
Hugmynd vor nú eins og þá er sú að halda
uppi friðarhugmyndum og réttlæti í heimin-
um gegn eigingjörnu og einráðu valdi og að
sameina hinar sannfrjálsu þjóðir heimsins í
áformi og athöfnum á þann hátt að friði og
réttlæti verði borgið. Hlutleysi er héðan af
hvorki mögulegt né æskilegt. par sem um
alheimsfrið er að ræða og frelsi allra þjóða
annars vegar, en hins vegar einvaldar harð-
stjómir, sem studdar eru með heljarafli er
þær sjáífar hafa vald yfir, en alls ekki þjóð-
arinnar.
Dagar hlutleysisins eru taldir þegar þahn-
ig stendur á. Vér lifum í byrjun þess tima-
bils, sem krefst þess að sami mælikvarði
fyrir breytni og ábyrgð á því að gera ekki
rangt, gildi um þjóðir og stjómir þeirra ekki
síður en um einstaka borgara í ríkjum sið-
aðra manna.
Vér höfum engar illsakir að troða við
þýzku þjóðina. Gagnvart henni er hugur vor
fullur hluttekningar og vináttu. pað var
ekki samkvæmt ósk fólksins í pýzkalandi að
stjórnin þar hóf þetta stríð. pað var hvorki
með þess fyrri vitund né þess samþykki.
petta er stríð sem var ákveðið á sama
hátt eins og stríð voru ákveðin í fomöld, á
þeim ógæfudögum þegar fólkið var hvergi
spurt til ráða af stjórnendum þess og til
stríða var stofnað og þau háð vegna einveld-
isætta eða til þess að auka og viðhalda veldi
einstakra yfirgangssamra manna eða flokka,
sem vanir voru að nota meðbræður sína sem
hvert annað verkfæri eða áhald.
NJÓSNARAR OG UNDIRFERLI.
pjóðir sem Ijálfstjórn hafa fylla ekki ná-
grannalönd sín með njósnarmönnum, hé
hddu beita þær brögðum til þess að koma
af stað alvarlegum hreyfingum og stefnum
mála, sem veiti þeim tækifæri til þess að
beita ofbeldi og hertaka lönd og lýði. pess
konar aðferðir hepnast að eins á bak við
tjöldin, þar sem enginn er frjáls að því að
spyrja eða grenslast eftir.
Slælega lögð ráö til blekkinga eða árása,
sem ef til vill hafa átt sér stað frá einni kyn-
slóð til annarar má nota og framkvæma leyni-
lega aðeins í leyniréttum eða meðal þess
flokks sem nýtur sérréttinda og þegir því
yfir slíkum óhæfum.
Sem betur fer er þetta ómögulegt þar
sem almenningsálitið krefst þess og heimilar
það að gefnar séu fullar upplýsingar um öll
málefni þjóðarinnar.
VERÐUR AÐ VERA HEIÐVIRT
SAMBAND.
Staðföst samvinna fyrir friði getur ekki
átt sér stað nema með félagi þjóðstjómar-
ríkja. Engri einvaldri stjóm væri örugt að
treysta í því sambandi eða ætlast til að hún
héldi reglur þess. pað verður að vera heið-
virt samband; samband þar sem einhuga sé
cnnið saman af sannfæringu. Brögð og
leyniráð hlytu að naga sundur lífsrætur slíks
sambands. Samsæri fárra manna innan þess
félago, sem beittu þeim brögðum er þeim
sýndust og hefðu engum reikningsskap að
lúka þýddi ekkert annað en banvsent krabba-
mein í hjartastað. Aðeins frjálsar þjóðir
geta komið fram áformum sínum til sameig-
inlegrar veradar; aðeins frjálsar þjóðir koma
fram þeirri stefnu að vinna fyrir velferð al-
þjóða í staðinn fyrir hagsmuni einstakling-
anna sjálfra á eigingjörnum grundvelli.
Finnur ekki hver einasti borgari Banda-
ríkjanna til þess að vonum vorum hafa vaxið
tryggingar — vonum vorum um framtíðar-
frið í öllum heimi, með hinum gleðiríku tíð-
indum, sem borist hafa frá Rússlandi síðast-
liðinn tveggja vikna tíma?
RÚSSAR HAFA ÁVALT UNNAÐ pJÓD-
STJóRN í HJARTA SfNU.
pað var á vitund þeirra allra er bezt þektu
að Rússar hafa ávalt verið þjóðstjómar sinn-
aðir í hjarta sínu; í öllu lífseðli sínu og sín
um sanna innra manni; í öllum lífssambönd-
um hefir þjóðin þar verið sjálfri sér trú; í
öllum röddum, sem mæltu hinu sanna máli
þjóðarinnar kom þetta í ljós.
Einveldiskórónan, sem krýndi höfuð hinn-
ar pólitísku nauðungarstofnunar var ekki
ímynd hinnar rússnesku þjóðar, þrátt fyrir
það þótt sú stofnun væri langlíf og þrátt fy ••
ir alt hið skelfilega vald hennar; þetta var í
raun réttri ekki rússneskt í eðli sínu, eigm-
leikum, uppruna eða tilgangi.
Og nú hefir fólkið hryst af sér þann klafa,
og hin mikla hugheila rússneska þjóð hefir
bæzt við þau ríki, sem fyrir frelsi og sjálf-
stæði berjast, með öllum sínum eldmóði og
áhuga; bæzt við tölu þeirra þjóða, sem berj-
ast fyrir alheimsfriði, réttlæti og frelsi. par
sem rússneska þjóðin er, þar er hæfur liður
í heiðvirðu sambandi.
NJÓSNARAR I STJóRNAREMBÆTTUM.
Eitt af því sem að því hefir unnið að
sannfæra oss um það að prússneska einveldið
væri ekki og gæti aldrei orðið vinveitt oss.
eriþað að frá byrjun þessa stríðs hefir það
fylt grunlausar sveitir og jafnvel 3tjórnar
sali vora með njósnarmönnum og komið af
stað glæpsamlegum brögðum, h,rar sem því
hefir orðið við komið gegn þjóðareiningu
vorri og samvinnu í ráðum og verkum; sam-
særi gegn friði innan ríkis og utan; samsæri
gegn verzlun vorri, iðnaði og samgöngum.
pað liggur nú jafnvel > augum uppi að
njósnarar pjóðverja voru hér áður en stríðið
hófst; og því miöur er það engin getgáta,
heldur 4sönnuð staðreynd 'yrir dómstólum
vorum að vélabrögð þau, sem oftar en einu
sinni hafa nálega orðið til þess að raska friði
þjóðar vorrar og liða í sundur iðnaðar kerfi
Iandsins voru í frammi höfð að tilstilli og
undir beinu eftirliti umboðsmann ■ frá þýzku
stjórninni, sem settir voru til þess að vera
milliliðir milli hennar og Bandaríkjastjóm-
arinnar.
Jafnvel þegar verið var að komast fyrir
þetta og uppræta það, höfum .vér reynt að
fara að því eins vel og varlega og mögulegt
var, meo því að vér vissum að þetta stafaði
ekki af neinni óvild eða illvilja til vor frá
hinni þýzku þjóð. pýzka þjóðin hefir ef-
laust verið eins grunlaus í þessusm efnum og
vér vorum sjálfir. petta var alt gert að til-
stilli hinnar eigingjörnu stjómar, sem fór
því fram er henni sýndist og lét þjóð sína
ekkert vita.
En þessir njósnarar hafa stuðlað að því,
að sannfæra oss um það að síðustu, að þýzka
stjórnin ber ekkert vinarþel í brjósti til vor
og hefir í hyggju að torna friði vorum og
öryggi eftir því sem henni þykir sér bezt
henta. Vér höfum sannfærst um að hún
hefir í hyggju að æsa óvini gegn oss — og
bab vora næstu nágranna; um það ber órækt
vitni bréf það sem náðist og skrifað var til
þýzka ráðherrans ? Mexico.
Vér tökum þessum áskorunum, sem í
ófriðarskyni eru gerðar sökum þess að vér
vitum að slík stjóm, sem grípur til slíkra
meðala, getur aldrei orðið oss vinveitt né trú
Og sökum þess enn fremur að vér vitum að
á meðan afl slíkrar stjómar er ólamað verð-
ur aldrei hægt að tryggja framtíð þjóð-
stjórna í heiminum; afl slíkrar stjórnar, sem
ávalt liggur í leyni til þess að koma einhverj-
um óheillaverkum í framkvæmd, sem enginn
getur vitað hvar verða unnin.
Vér erum nú að því komnir að leggja út
í nauðungarstríð við þennan óhjákvæmilega
óyin frelsisins; og verði þess þörf þá erum
vér til þess reiðubúnir að leggja í sölurnar
alla krafta þjóðarinnar til þess að eyðileggja
og uppræta afl hans og yfirgang. pegar vér
nú horfumst í augu við veruleikann án þess
að hann sé hulinn nokkurri blæju, þá gjörum
vér það með ánægju að berjast þannig fyrir
því að friður fáist um síðir í heiminum; berj-
ast—fyrir frelsi þjóðanna, og þar á meðal
þýzku þjóðarinnar; berjast fyrir rétti þjóð
anna, stórra og smárra og réttindum manna
hvar í heiminum sem eru íil þess að velj i
sjálfir lífsleiðir sínar og hylla þá sem þeim
sýnist.
pjóðstjómar hugmyndin í heiminum
verður að vera trygg. Friður heimsins verð-
ur að vera grundvallaðnr á rtjórnarfarslegu
frelsi. i
f ENGUM eigingjörnum ttlgangi.
Vér förum ekki af stað í neinum eigin-
g.jömum tilgangi; vér æskjum engra her-
vinninga; vér krefjumst engra skaðabóta
fyrir sjálfa oss; engra fjárhagslegra gjalda
fyrir það sem vér fúslega legg.jum í söluraar.
Vér erum aðeins einn hinna mörgu, sem
berjast fyrir frelsi og réttlæti í heiminum.
Vér verðum þá ánægðir, þegar það frelsi og
réttlæti hefir fengist og orðið eins örugt sem
trúleiki og frjálsræði þjóðanna getur gert
það.
Einmitt vegna þess að vér ber.jumst án
haturs og án eigingjamra hvata: einmitt af
því að vér sækjumst eftir erigu fyrir sjálfa
oss nema því að vera og verða hiuttakendur
í því frelsi, sem hver óháð þjóð á að hafa, þá
er eg þess fullviss að vér tökúm þátt í stríð-
inu án æsinga og gætum þess stranglega
sjálfir að sýna þá mannúð, þá stillignu og
réttlætis tilfinningu, sem vér þykjumst berj-
ast fyrir.
I
SAMBAND VIÐ AUSTURRÍKI.
Eg hefi ekki minst á þær stjómir, sem eru
í sambandi við þýzku stjórnina, vegna þe'-s
að þær hafa ekki her.jað á oss né komið
þannig fram að oss hafi verið nauðsyn að
verja heiður vorn og réttindi gagnvart þeim.
Stjórnirnar í Ungverjalandi og Austurríki
hafa vissulega veitt fult samþykki sitt hinu
gálausa og löglausa neðansjávarbáta fargani,
sem pjóðverjar hafa nú opinberlega tekið
upp. pað hefir því ekki verið mögulegt fyrir
þessa st.jórn að samþykkja Tarnowski greifa,
sem nýlega var útnefndur fulltrúi stjómar
innar á Ungverjalandi og Austurríki. En
sú stjóm hefir ekki beinlínis hafið stríð á
hendur borgurum Bandaríkjanna í heimshöf-
unum, og eg tek mér það vald, í bráðina að
minsta kosti að fresta úrskurði um samband
vort við stjómina í Vínarborg.
Vér leggjum út í þetta stríð aðeins þir
sem vér erum bókstaflega tilneyddir, vegna
þess að vér höfum engin önnur ráð til þí -i
að reka réttar vors.
pað verður þeim mun hægara fyrir oss
að koma fram sem stríðsþjóð, sem sannir
aðilar réttlætisins og sanngirninnar, sem vér
erum fjær því að hefja stríð af hatri eða
ofsa. Vér byrjum stríðið í engri óvináttu
við nokkra þjóð né með þeim sáetningi aö
beita ranglæti eða ofbeldi á nokkum hátt.
Vér förum í stríðið aðeins sem þjóð undir
vopnum á móti ábyrgðarlausri stjórn, aem
gengið hefir fram hjá öllum mannúðarregl-
um og fótumtroðið lög og réttindi og lætur
sem vitstola væri.
Eg endurtek það enn að vér erum ein-
lægir vinir þýzku þjóðarinnar, og óskum
einskis framar en þess að sem fyrst komist á
innilegt samband og samræmi, báðum pört-
um til hamingju. Hversu erfitt sem það
kann að vera fyrir pjóðverja nú sem stendur
að þetta séu orð í einlægni töluð, þá er þið
sannleikur. Vér höfum þolað stjórn þeirra
síðustu mánuði alt það sem vér höfum þolað
henni aðeins af vináttu við þá. Sú vinátta
hefir gjört oss það fært, að sýna slíkt um-
burðarlyndi og slíka þolinmæði, sem annars
hefði ekki getað átt sér stað.
Sem betur fer mun oss gefast tækifæri
síðar til þess að isanna þessa vináttu í dag-
legri framkomu vorri og breytni við hinar
mörgu miljónir þýzrka manna og kvenna,
em sárt tekur til þjóðar sinnar, en heima eiga
með oss og lifa voru lífi. Og það skal verða
oss gleðiefni að sanna að svo sé gagnvart
öllum þeim, sem á stundum þrautanna reyn-
ast trúir og sannir meðborgurum sínum og
stjóm sinni. Flestir þeirra eru í raun réttri
eins þjóðhollir og stjómhollir eins og þeir
hefðu aldrei þekt annað land né aðra þjóð —
þeir láta ekki á sér standa til þess að halda
hinum aftur og hindra þá, sem kunna að
hafa aui-ar SKo~anir og önnur áform.
Ef skortur skyldi verða á þegnhollustu,
þá verður hlífðariaust tekið fyrir kverkar
honum; en ef hann Jætur á sér bera hið
minsta, þá verður það einungis til og frá í
smáum stíl, nema frá þeim fáu, esm hvorki
skeyta lögum né mannúðarreglum.
Heiðruðu þingfulltrúar, það er þungbær
og erfið skylda, sem eg hefi leyst af henjli
með því að ávarpa yður þannig. pað dylst
ekki að vér eigum, ef til vill, fyrir oss marga
mánuði þrauta og fórnfæringa.
pað er ógurlegt að leiða þessa miklu frið-
arþjóð út í stríð; út í hið grimdarfylsta stríð
allra stríöa, þar sem sjálf menningin virðist
vera á heljar þröminni. En réttlætið er dýr-
mætara en friðurinn; og vér munum berjast
fyrir því, sem vér höfum ávalt borið og varð-
veitt inst í hjarta voru — fyrir þjóðstjórn;
fyrir rétti þeirra sem krefjast þess að láta
til sín heyra hjá sinni eigin stjóm; fyrir rétti
og frelsi smáþjóðanna; fyrir alheimsrétti,
þar sem samhentar og samhugsandi þjóðir
vinni í einingu að því að afla öllum þjóðum
friðar og gera heiminn allan frjálsan.
pessu !-tarfi getum vér helgað líf vort og
efni vor; alt sem vér erum og alt sem vér
eigum. og notið þeirrar sælu tilfinningar, sem
þeir einir eiga, sem vita að sá dagur hefir
runnið upp að Bandaríkjunum hlotnist sá
heiður að mega úthella bióði sínu og fórna
kröftum sínum fyrir þær hugsjónir, sem
fæddu af sér þessa þjóð og veittu henni þá
hamingju og þann frið, sem hún hefir notið
og virt.
Hún felur sig guðs forsjá, annað getur
hún ekki.”