Lögberg - 12.04.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.04.1917, Blaðsíða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRIL 1917 3 Pollyanna Eftir Eleanor H. Porter. fremur; “en hún elskaði mig ekki. Og að nokkr- um tíma liðnum gekk hún í hjónaband og fór burt með—með föður þínum. Og þá fyrst varð eg þess var, hve heitt eg elskaði hana. pað var eins og líf og ljós hefði sloknað, eins og öll veröldin væri orðin myrk, og eg—nú, það skiftir engu — — Svo liðu öll þessi ár, og eg varð önugur, óviðfeld- inn og óþolandi gamall maður, sem enginn skeytti neitt um — jafnvel þó eg sé að eins liðlega fimtug- ur enn þá, Pollyanna. En svo kom sá dagur, sem þú dansaðir og hoppaðir inn í tilveru mína, alveg eins og einn af þessum þrístrendingum, sem þér þykir svo vænt um, litla, góða stúlkan mín, og yfir mína einmanalegu tilveru stráðir þú þessum gyltu og bláu og rauðu litardílum, sem þú ert sjálf svo hrifin af og álítur svo yndislega. pegar nokkur tími var liðinn fékk eg að vita hver þú varst, og þá ásetti eg mér að sjá þig ekki oftar. Mig langaði ekki til að vera mintur á móður þína. En—já, þú veizt sjálf hvernig alt hefir gengið. Eg varð að sjá þig — og fá þig hingað til mín. Pollyanna — nú viltu líklega koma? Viltu það ekki?” “Já, en góði — eg------við verðum að hugsa um Polly frænku.” Augu Pollyönnu voru svo full af tárum, að hún gat ekkert séð, og varirnar skulfu mikið. En John Pendleton hreyfði sig í meira lagi óþolin- móður. “En eg? Hvernig heldur þú að eg geti glaðst yfir nokkru—án þín ?” Pollyanna leit á hann hrædd og sorgbitin. “Já, góða barnið mitt, síðan eg kyntist þér, hefi eg fyrst farið að hugsa um að lifa. En ei þú kæmir hingað og yrðir mín eigin litla stúlka, þá mundi eg verða glaður—yfir öllu. Og eg skyldi reyna að gera þig svo ánægða, Pollyanna. Sá hlutur er ekki til, sem eg vildi ekki gera fyrir þig —engin ósk, sem eg vildi ekki uppfylla. Allir peningar mínir, hver einastr skildingur, skulu ti' þess notaðir að gera þig ánægða.” Pollyanna var alveg utan við sig. “Nei, en góði, heldur þú að eg vildi láta þig eyða þeim handa mér — öllum þeim peningum, sem þú hefir dregið saman handa heiðingjunum.” Dökkur roði kom fram í kinnar John Pendle- tons. Hpnn ætlaði að tala, en Pollyanna hélt áfram: “Og þess utan, enginn. sem hefir eins mikla peninga og þú, þarfnast mín til að verá glaður. pegar maður hefir svo marga peninga, þá gerir hann aðrar manneskjur svo glaðar með því að gefa þeim, að þar af leiðir að hann getur ekki ann- að en verið glaður sjálfur. Góði maður, hugsaðu um þrístrendingana, sem þú gafst frú Snow og mér; og gullpeninginn, sem þú gafst Nancy á af- mælisdaginn hennar, og þegar —” “Já, auvitað, já; um þetta þurfum við ekki að tala,” greip Pendleton fram í fyrir henni; hann var eldrauður í framan nú — og það var engin furða, því hann var ekki kunnur fyrir gjafmildi þar í bygðinni öll þessi ár. “ó, þetta er að eins marklaust rugl, það er ekki þess vert að minnast á það — hafi eg gefið nokkrum nokkuð, þá er það fyrir þín tilmæli. pað ert þú, sem hefir gefið þessa hluti burt, en ekki eg. Jú, það varst þú,” endúrtók hann, þegar hún hristi höfuðið hræðslu- leg. “En þetta alt bendir á það, hve mjög eg þarfnast þín, Pollyanna,” bætti hann við, og rödd- in var blíð með barnaróm. “pví þú skilur — ef eg á nokkru sinni að leika “vera-glaður-leikinn”, þá verður þú að koma og leika hann með mér.” Litla stúlkan hnyklaði brýrnar allhnuggin, og var efandi og vandræðaleg. “Polly frænka hefir verið svo góð við mig,” byrjaði hún, en hann gr :ip fram í fyrir henni hörkulega. Gamla óþolinmæðin var sezt að hjá honum aftur; hann hafði aldrei vanið sig á að temja hana, svo það var enginn hægðarleikur svona alt í einu að ráða við hana. “Já, auðvitað hefir hún verið góð við þig, en eg er viss um að hún þráir ekki eins ákaft að hafa þig hjá sér, eins og eg,” sagði hann. “Já, en hr. Pcndleton, eg veit það að hún er glöð yfir —” “Glöð!” hrópaði John Pendleton, sem nú misti vald yfir sjálfstjórn sinni. “Eg skal veðja að ung- frú Polly hefir engan grun um, hvað það er að vera glaður — yfir nokkrum hlut. Hún gerir skyldu sína, það efast eg ekki um. Hún er mjög skyldurækin persóna. Eg hefi haft reynslu til skyldurækni hennar áður á tímum. Eg viðurkenni að okkur hefir ekki komið mjög vel saman í síð- ustu fimtán eða tuttugu árin. Eh eg þekki hana. Allir hérna þekkja hana, Pollyanna — og hún er sannarlega ekki úr hóp glöðu manneskjanna. Hún veit einu sinni ekki hvað það er að vera glaður. Og hvað það snertir að þú komir til mín — þá spyr þú hana, svo skulum við vita hvort hún lætur þig ekki koma. Gerðu það, Pollyanna, litla, góða vina mín, mig langar svo mikið til að fá þig hing- að, þú veizt það,” sagði hann skjálfraddaður. Pollyanna stóð upp. Hún stundi hátt. “Jæja, eg skal spyrja hana,” sagði hún alvar- leg. “pað er ekki af því, að eg vilji ekki fegin vera hjá þér, hr. Pendleton, en —”, hún þagnaði, og nú varð kyrð um stund. Svo bætti hún við: “Já, já, eg er nú glöð yfir því að eg mintist ekki á neitt af þessu við hana í gær, því þá hélt eg að þú vildir fá hana til þín líka.” John Pendleton brosti. “Eg held líka að það hafi verið gott að þú mintist ekki á þetta við hana, Pollyanna; því —” “Nei, eg nefndi ekki eitt orð um það við hana. Eg að eins sagði lækninum það, en það gerir ekk- ert — því honum kemur það ekkert við.” “Sagðir þú lækninum það?” hrópaði John Pendleton og kiptist við á stólnum. “Sagðir þú Chilton lækni það?” “Já, þegar hann kom til að segja mér að eg ætti að fara hingað til þín.” “Nei, nú hefi eg aldrei —!” tautaði John Pendleton; hann hné aftur á bak í stólnum og sett- ist svo skjótlega upp aftur. “Og Chilton læknir, hvað sagði hann?” spurði hann. Pollyanna hristi höfuðið. “Nei,” sagði hún, þegar hún hafði hugsað sig um fáein augnablik, “nei, það man eg ekki. En það var eflaust fátt, sem hann sagði, held eg. Jú, það er satt — hann sagðist vel geta skilið, að þú vildir tala við mig.” v“Nú, svo hann sagði það?” svaraði John Pendleton og hló með sjálfum sér. En Pollyanna gat ekki skilið i ð hverju nú var vert að hlæja. ( XXI. KAPÍTULI. Spurning sem var svarað. það dimdi yfir í loftinu og leit út fyrir þrumu- skúr, þegar Pollyanna hraðaði sér niður brekkuna frá húsi John Pendletons. J?egar hún var komin miðja leið heim, mætti hún Nancy, sem kom með regnhlíf. En þá leit helzt út fvrir að ekkert yrði úr rigningu — að minsta kosti höfðu skýin nú dreift sér. “Vindurinn færist nær norðri,” sagði Nancy og leit fróðum augum til himins. “pað hélt eg raun- ar alt af, en ungfrú Polly vildi nú að eg færi á móti yður með þetta, ungfrú Pollyanna. Hún var kvíð- andi um yður.” “Var hún það?” spurði Pollyanna utan við sig og leit til himins. Nancy rykti höfðinu til. “pað lítur ekki út fyrir að þór hafið tekið eftir því, sem eg sagði,” mælti hún dálítið móðguð. “Eg sagði að hún væji kvíðafull um yður.” “Ó, er hún það?” sagði Pollyanna; henni datt alt í einu í hug spurningin, sem hún átti að leggja fyrir frænku sína. “ó, það er leiðinlegt; eg vildi ekki hræða hana.” “Já, eg er nú glöð,” svaraði Nancy óvænt og á- kveðin. “Já, það er eg.” Pollyanna starði undrandi á hana. “Glöð ? Ertu glöð yfir y .. að Polly frænka var hrædd? Nei, en góða Nancy, það er ekki rétta aðferðin til að leika leikinn með — að gleðjast yfir nokkru eins og þessu.” “Eg leik engan leik,” svaraði Nancy. “Mér kom leikurinn ekki til hugar einu sinni. En það lítur ekki út fyrir að þér berið neitt skyn á hvað það þýðir, að ungfrú Polly er hrædd um yður, ung- frú Pollyanna.” “Jú, það þýðir það, að hún var hvædd — og það er slæmt að vera hræddur um nokkurn,” svaraði Pollyanna. “J?ví hvað gæti það annars þýtt?” Nancy rykti höfðinu til. “Hvað það á að þýða? Já. það skal eg segja yður. J?að þýðir það, að hún loksins er farin að verða lík öðrum manneskjum í mannkærleika, að það er ekki aðeins skylda hennar sem hún ávalt gerir.” “Nei, en Nancy,” mælti Pollyanna skelkuð. “Polly frænka gerir ávalt skyldu sína. Hún — hún er mjög skyldurækin manneskja.” ósjálfrátt endurtók Pollyanna orð John Pendletons, sem hann talaði fyrir meira en hálfri stundu síðan. Nancy hló. “Já, það segið þér satt, það er hún, og það hefir hún alt af verið, ímynda eg mér. En hún er nokkuð annað og meira, síðan þér komuð til hennar.” Andlit Pollyönnu varð mjög hugsandi. Hún hnyklaði brýrnar, svo litla smettið hennar tók á síg sorgarsvip. “Já, Nancy — hugsaðu þér, það var einmitt þetta, sem mig langaði til að spyrja þig um,” sagði hún. “Heldur þú að Polly frænku þyki vænt um að hafa mig hjá sér? Heldur þú að henni þætti Ieitt, ef eg — ef eg yrði ekki lengur hjá henni?” Nancy leit fljótlega á hugsandi andlit litlu stúlkunnar. Hún hafði lengi búist við þessari spurningu og kvioio fyrir að svara henni. Hún hafði ekki vitað hvernig hún ætti að svara henni — það er að segja hvemig hún ætti að gefa heið- arlegt svar, án þess að særa spyrjandann. En nú, þegar hún stíð gagnvart svo mörgum nýjum sannreyndum, sem áður höfðu vakið efa hjá henni, en nú voru orðnar að vissu,, þegar ungfrú Polly hafði sent hana af stað með regnhlífina — nú bauð Nancy spurninguna velkomna með opinn faðminn, því nú var hún viss um að hún gat með góðri sam- vizku svarað þan :ig, að hin ástþráandi litla stúlka yrði ánægð. “pyki vænt um að hafa yður hjá sér? Og hvort hún mundi sakna yðar, ef þér yrðuð hér ekki lengur?” hrópaði Nancy næstum gremjulega. “Og það er einmitt þetta, sem eg ætlaði að segja yður. Sendi hún mig ekki af stað í dauðans of- boði með þessa regnhlíf, að eins af J>ví að hún sá ofur lítið ský á himninum?- Lét hún mig ekki færa alla muni niður p annað loft, að eins til þess, að þér gætuð fengið það herbergi, sem þér vilduð helzt? Jú, guð blessi yður, ungfrú Pollyanna, þegar eg hugsa um hve óþolandi henni fanst í lyrjuninni þetta —” Nú fékk Nancy voða hóstahviðu, sem neyddi hana til að gleypa enda setningarinnar, einmitt á réttu augnabliki. “Og svo margt annað líka, sem ekki er mögu- legt að benda á,” bætti Nancy við, þegar hún var búin að jafna sig aftur. “Alls konar srrámuni, sem sýna hve blíð hún er orðin, hve umbreytt hún er — kötturinn og hundurinn og margt annað — ja, að eins það, h^ ernig hún talar til mín núna — og — ótalmargt annað. Nei, góða ungfrú Polly- anna, það er ómögulegt að hugsa sér hve mjög hún mundi sakna yðar ef þér væruð hér ekki lengur,” stgði Nancy með áhrifamikilli mælsku, sem átti að byrgja yfir slæmu orðin er henni varð á að segja fyrir litlu 5foan. En samt sem áður hafði hún ekki búist v:ð hinni skypdilegu gleði, sem nú geislaði af andliti Pollyönnu. “Nancy, Nancv, ó hvað eg\ r glöð! ó, hvað eg er glöð! Nei, þú getur aldrei vitað hve glöð eg er, af því Polly f enku þykir vænt um að hafa mig hjá sér.” “Og nú — nei, nú yfirgef eg hana ekki!” hugsaði Pollyanm, þegar hún litlu síðar gekk upp stigann á leið til herbergis síns. “Eg vissi nú alt af, að eg vildi helzt vera hjá Polly frænku — en eg held eg hafi ekki vitað hve mjög eg þráði, að Polly frænka vildi að eg væri hjá sér.” Að segja John Pendleton, að húp gæti ekki orðið við ósk ha'.s yrði enginn hægðarleikur; þaö vissi Pollyanna, og kveið fyrir að verða að gera það. Henni var vel við John Pendleton, og hún var hrygg yfir því, að verða að gera honum von- brigði. Hún vork ndi honum hve óglaður og stúr- inn hann var, hve einmanalegu lífi hann varð að lifa, sem hafði gert hann svo ógæfusaman, og af því að það var vegna móður hennar að lunum hafði liðið svo illa í öll þessi ár. Hún hugsaði sér hvernig verða mundi í stóra, gráa húsinu, þegar eigandi þess væri orðinn frískur aftur, og rölti fram og aftur um stóra, þöglu herbergin, þar sem aldrei kæmi nokkur manneskja og rykið og ruslið þekti alla hluti, og hen ;i sái-r.aði afarmikið að hugsa um þessa eirmanp.egu tilveru hans. Hún óskaði sár að einhver kæmi, einhver fyndist, sem —. Og það skeði, þega'" hún var komin svona langt í hugsunum sínum j-ð hún þaut á fætur með gleðiópi; henni hafði dottíð nokkuð í hug. Undir eins og hún gat þaut hún af stað til John Pendleton hússisns, og áður en löng stund var liðin, stóð hún í stóra, dinima starfsherberg- inu, þar sem John Pendleton s it í lága jjæginda- stólnum, með lönru, grönnu hendurnar hvílandi hreyfingarlausar á stólbríkunum, og litla, trygga hundinn sinn liggiandi v>"5 fætur sína. Hann leit til hennar þar sem hún stóð másandi fyrir framan hann “Nú Pollyanna ” sagði hann blíður, “á nú að verða nokkuð af því, að við leilcum “að-vera-glað- i:r-leikinn” það sem eftir e> æfi minnar?” “Já-já, já-já!” hrópaði Pollyanna, “eg hefi fundið upp á því allraglaðasta starfi fyrir þig, sem þú getur gert, og sem —” “Já, en ásamt þér líklega?” spurði John Pendle- ton, með alvarlegum svip. “Nei-ei —, ekki einmitt ásamt mér, en —” “Pollyanna, þér hefir líklega ekki hugsast að segja nei?” greip hann fram í fvrir henni, og rödd hans var skjálfandi af geðshræringu. “Jú — það verð eg að gera, hr. Penldeton; eg verð sannarlega aö gera það. Polly frænka —” “Hefir hún sagt nei? Vildu hún ekik missa þig?” “Eg—eg—eg hefi alls ekki spurt hana,” stam- aði litla stúlkan niðurlút. Pollyanna gat ekki litið upp, hún gat ekki mætt hinu hrygga, vonbrigða augnatilliti vinar síns. “Svo þú hefir ^ :nu sinni ekki spurt hana?” “Eg gat það ekki — eg gat það sannarlega ekki, hr. Pendleto í,” stamaði Pollyanna. “Eg skal segja þér — eg fékk að vita það án þess að snyrja. Polly frænka vill að eg verði hjá sér, og eg — eg vil líka fegin ve a hjá henni.” viðurkendi hún heiðarlega og djarflega. “pú veizt alls ekki hve góð hún hefir verið við mig; og — og eg held sannarlega að hún byrji stundum að verða glöð — já, oft — bæði yfir einu og öðru, og þú veizt að hún hefir ekki verið það. pú sagðir það sjálf- ur fyrir skömmu síðan. ó, góði hr. Pendleton, eg get ómögulega yfirgefið Polly frænku — hér eftir.” Nú varð löng þögn. Ekkert heyrðist nema brestimir í ofninum, þar sem dálítill eldur logaði. Loksins sagði John Pendleton: “Já, Pollyanna, eg skil það. pú getur ekki yfirgefið hana — hér eftir. Eg skal aldrei oftar biðja þig um þetta.” Síðustu orðin talaði hann svo lágt, að þau voru naumast heyranleg. En Pollyanna heyrði þau samt. “ó, en þú veizt ekki um hitt,” sagði hún áköf. “Og það er það glaðasta, skemtilegasta, sem þú getur hugsað þér að gera — já, það er það sann- arlega.” “pað á víst ekki við mig, Pollyanna.” “Jú, það á við þig. Pú sagðir það sjálfur. pú sagðir, að — að eins konu hönd og hjarta eða nærvera barns, gæti skapað heimili. Og það get eg útvegað þér — nærveru barns. á eg við —, ekki rrdna. heldur annars.” “Já, en eg vil ekki hafa neitt annað barn eg þig,” svaraði John Pendieton. “Jú, það vilt þú — þegar þú hefir heyrt hvem- ig ástatt er. pú, sem ert svo hjálpsamur og góð- ur. Kæri vinur, hugsaðu bara um alla þrístrend- ingana, alla gullpeningana og alla peningana, sem þú hefir safnað saman handa heiðingjunum, og —” “Pollyanna,” hrópaði maðurinn ákafur. ‘ ó, hætt j nú þessu bansetta rugli fyrir fult og alt. Eg hefi sagt þér það hvað eftir annað, að eg hefi enga peninga sparað handa heiðingjum. Eg hefi aldrei sent þeim einn einasta skilding á allri æfi minni. Svona, hættu nú við þetta.” Hann lyfti höfðinu og leit til hennar, við því búinn að mæta hinu sorgbitie* vonlausa augn«- tilliti hennar, sem hann bjóst við. En honum til stórrar undrunar sá hann hvorki sorgar né von- leysis svip á andliti Pollyönnu. pvert á móti, það geislaði af óvæntri gleði og ánægju. “ó, ó, hvað eg er glöð,” hrópaði hún og klapp- aði saman höndunum. “Já, eg meina —” hún roðnaði af ruglingnum sem á henni var — “eg meina ekki að eg sé hrygg vegna heiðingjanna; en einmitt núna get eg ekki annað en verið glöð, af því þú skeytir ekki um litlu heiðingjadrengina, því það eru ao eins þeir, sem allir aðrir vilja hafa; og þess vegna er eg svo glöð yfir því, að þú vilt áreiðanlega heldur hafa Jimmy Bean. pví nú er eg viss um að þú tekur hann.” “Að eg tek—hvern?” “Jimmy Bean. pað er hann, sem á að vera “nærvera bams fyrir þig. Og hvað hann verður glaður yfir þessu. Eg varð að segja honum það í yikunni sem leið, að kvenmanna styrktarfélagið mitt þar heima, vildi heldur ekki hafa hann, og það voru 4?onum svo voðaleg vonbrigði. En nú — þegar hann heyrir um þetta — ó, hvað hann verð- ur glaður.” Efnafrœðislega sjálfslökkvandi Hvað þýða þessi orð fyrir þig? pau þýða meira öryggi á heimilinu. — pað er vissulega atriði, sem þú lætur þig varðá, meira en lítið. Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn- ingum: “Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð- islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt- an á bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og mögu- legt er. \ öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s Smátt og stórt. Haustið var við völd í gær — Vor í morgun, litklæðótt! Hver eruð þið sem þutuð upp púsund-mörg á einni nótt? pöglum bama-brosum stara Blóm í reifum. Fuglar svara: “Smáþjóð, smáþjóð! næm og ný, Nú er að vaxa upp gullöld í.” “Flónið! gamli þulur, þú pekkir ei vor um Norðurlönd, par sem eina þíða nótt pjóta upp grös um f jall og strönd, par sem alt, sem átti ei þrótt ísgreip vetrar hremdi fljótt----- Stórþjóð, stórþjóð! hættu að hæla Hrika-gróðri, er sumrin skræla, Vermir að, unz vesöldin Vex yfir sjálfan frjóvgann þinn.” Stephan G. Stephansson. 28. marz 1917. Til fiskimanna. 21. marz 1917. Meðan okkar milliliðir baka makrátt sig við eld í þessum heim, sveittir, en þó kaldir úti’ á klaka krækið þið í fiskinn handa þeim. Ykkur kunna háir hátt að meta. — Hvað á málum, nema bóndans ket, hefðu kaupmenn heimsins til að éta, herra trúr! ef enginn legði net? peim sem liði safna sagt við getum satt, að ekki flýi þið í skjól, heldur til að bjarga þeim og Bretunf berjist þið við vetrar hörkutól.— Hvað þið eruð fjarska fráir stundum, fráir eins og synir gamla Njáls,— sumir ykkar hafa á eftir hundum hlaupið alla leið til Sankti Páls. Skáldin ykkar kæru öll sín kvæði kveða’ um ykkar fiskiveiðar nú. Vegna þess þau höfðu fisk að fæði fengu þau svo mikil heila bú. Allir verða miklir menn af fiski, mestir' þeir sem búa’ í Riverton. — Miljónerinn Hill og alt hans hyski hefir fisk frá Balda Anderson. Lifið fiskimenn þið máttarviðir mangaranna’, er altaf skifta rétt. Lifi hinir mörgu milliliðir, miklist sú hin nauðsynlega stétt! Duft þið væruð hennar án og aska, ættuð hvorki lífs né sælu von. Lifi meyar, lifi dans og flaska, lifi Capteinn Baldvin Anderson. Gutt. J. Guttormsson. REGLUGJÖRÐ um notkun matvöru cg um sölu á landsjóðs sykri. Samkvæmt lögum 1. febrúar 1917, um heimild fyrir landsstjórnina tii ýmsra ráðstafana út af Noröurálfu- ófriönum, eru sett eftirfarandi á- kvæði. ari ákvæði ]>vi viðvíkjandi meS sam- þykki stjórnarráSsins. SykurseSla þá seni seljendur syk- ursins taka á móti, er þeim skylt aS geyma og aflienda, þegar krafist er, þeim, sem bæjarstjórn setur til þess aS heimta þá'inn. Kaupmenn og félög, sem sykurinn selja almenningi eSa félagsmönnum. mega ekki binda söluna neinum öSr- 1. gr. Rúgmjöl mega bakarar ekki nota til brauös nema blanda þaS aö cinum fjórSa hluta nteS maísmjöli. Ekki niega heldur aörir gera brauö úr rúgmjöli til sölu nema þaö sc blandaS maísmjöli eins og á undan greinir. 2. gr. Hveiti mega bakarar aöeins nota til aö baka súrbrauö, fransk- brauö, v'analegar tvíbökur og algeng- ar bollur. Ekki mega heldur aörir nota hveiti til baksturs til sölu, ann- ars en þess, er aö framan getur. 2. BannaS er aö nota rúg og rúg- mjöl. hveiti og haframjöl til skepnu- fóöurs. 4. gr. Bakstur þ'ann, sem bannaö- ur er í reglugerS þessari en geröur hefir veriS áSur en hún öSlaöist gildi, má þó selja eftir aS hún gekk i gildi, eti ekki hærra verSi en áöur. 5. gr: Sykur þann, sem lands- sjóöurinn útvegar og selur kaup- mönnum eSa félögum til útsþlu til almennings eöa félagsmanpa, mega þeir eða þau aöeins selja út afur gegn afhendingu svkurseSla og meS þvi veröi, sem stjórnarráSiö hefir á- kveSiö. Bæjarstjórn útbýtir sykur- seSlum til almennings og setur nán- um skilyröum en þeim sem á undan greinir. 9. gr. Brot á móti ákvæöum reglu- gjörSar þessarar varSa sckttim alt aö óOO kr. og fer um ntál út af þeim seni um almenn lögreghtmál. 7. gr. Reglugjörö þessi öölast þeg- ar gildi fyrir Reykjavikurkaupstaö og HafnafjarSarkaupstaS. MeS auglýs- ingtt gettir stj'órnarráSiö látiö reglu- gjörSina öSlast gildi fyrir aöra kaup- staöi og önnur sveitafélög, og annast þa sveitastjórn þatt störf, sem bæjar- stjórnum ertt ætluö. betta birtist ölium þeirn til eftir- breytni, sern hlut eiga aö máli. t stjórnarráði fslands. 17. fcbr. 1917. Sigurður Jónsson. Jón Herntannsson. Rúsáar afnema dauðadóma. Eitt af hinutn mikht umbótaverk- utn nýjtt stjórnarinnar á Rússlandi er þaS aö hún hefir afnumiS dattSa dóma. Ilinar þjöðirnar, sem teljast siömannaöar ættu aö feta í fótspor þeirra og skafa af bókum sínttn» þann skrælingjablett.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.