Lögberg - 12.04.1917, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRIL 1917
50 Lagasafn Alþýðu
i "■ .
um eiganda þessa samnings, erfingjum hans eða
þeim er hann selur hann í hendur, að sagður samn-
ingur skuli að fullu og öllu vera haldinn af hálfu
þess er samninginn gefur, ásamt öllum löglegum
kostnaði og gjöldum í sambandi við það að láta
sagðan samningsaðila standa við orð sín, eða sjálf-
an mig eða hvom fyrir sig.
Dagsett .... dag.......mánaðar 19—.
Undirritað og innsiglað
69. Ábyrgð á peningahorgun. Fyrir meðtekið
gjald ábyrgist eg borgun fyrir hönd A. B. á pen-
ingum þeim sem lofað var að hann skyldi borga
samkvæmt meðfylgjandi samningi. á þeim tíma
og á þann hátt, sem þar er tiltekið, ásamt öllum
áföllnum kostnaði við innheimtu frá A. B. eða
sjálfum mér eða okkur báðum.
Dag@ett .... dag ......... mán. 1917.
Undirritað og innsiglað.
70. Ábyrgð fyrir umboðssala.
Winnipeg, Man. 20. maí 1911.
Andersons bræður & Co., Winnipeg.
Hér mieð ábyrgist eg að Jón Jónsson umboðs-
sali borgi allar þær vörur, hverju nafni sem nefn-
ist, er þér látið hann fá eða sendið honum til sölu,
alt að þúsund dala virði á næstu tólf mánuðum.
Ámi Ámason.
Slík ábyrgð væri ógild fyrir vörum er Jóni
Jónssyni væru sálfum seldar, en hún er bindandi
fyrir þeim vörum er hann selur samkvæmt um-
Lagasafn Alþýðu 51
boði.
71. Kona í ábyrgð fyrir mann sinn. f öllum
fylkjum Canada nema í Quebec getur kona gengið
í ábyrgð fyrir mann sinn eða við hann með óháð-
um lögmannsráðum og þegar það er ekki sannað
að hún sé undir ósæmilegum áhrifum eða geri það
af sérstökuu ástæðum.
Sérstakar ástæður er til dæmis ást konunnar
til mannsins ef hann notar tilfinningar hennar á
óviðurkvæmilegan hátt. ósæmilegar ástæður eru
þær þegar maðurinn hræðir hana til ábyrgðar eða
samnings eða þegar hann blekkir hana að ein-
hverju leyti.
Eitt dæmi upp á þetta er málið “Cox á móti
Adams”. pví var þannig varið að kona Cox og
dóttir hans gáfu hvor um sig víxil fvrir talsverðri
upphæð til þess að hjálpa Cox til þess að losna við
skuld, sem yfir honum vofði. Hann skrifaði upp
á báða víxlana og afhenti skuldheimtumanni sín-
um. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að
báðar konurnar gáfu víxilinn af meðaumkvun og
ást og var úrskurðað að þetta væru sérstakar á-
stæður þess eðlis að þær gerðu athöfnina ógilda;
að hvorug konan hefði haft óháð lögmanns ráð til
þess að skýra hvað í þessari víxilgjöf væri-fólgið.
pað var því dæmt að víxlarnir yrðu ekki innheimt-
ir með lögum.
72. Skyldur lánardrottins gegn ábyrgðar- *
manni. Ef þjónn reynist óráðvandur, eða ef
skuldunautur borgar ekki ber lánardrotni:
T T ✓ T Tll
1 'og .’. ' LODSil Ef þú 6skar eftir fljótri afgre.ðslu og þsesta verði fyrirull og loðski Frank Massin, Brandon, Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. INN nu, skrifið /lan.
Fylkiskosningar ríðan
1911.
Prince Edward Islend.
Þar era 30 þingmenn. 1911 voru
14 liberal og 15 conservative þeinn
óháðurj. 1912 voru kosningar; þá
kosnir 28 conservatives og 2 liberals.
1915 var aftur kosið, þá 17 conserva-
tives og 13 liberals. Meiri hluti con-
servativa hefir farið úr 26 niður í 4.
Nova Scotia.
Altaf liberal síSan 1882. Kosning-
ar 1911; liberals kosnir 27, conserva-
tives 11. Kjördæmum fjöIgaS upp í
43. Kosningar 1916, kosnir 32 liber-
als og 11 conservatives.
New Brunswick.
1911 v'oru þar 34 conservatives og
12 liberals. Kjördæmum fjölgaS upp
í 48. KosiS 1912; conservatives
kosnir 44, en liberals 2 og óháðir
conservatives 2. Aftur kosiS 1917.
Kosnir 27 liberals og 21 sonservative.
Quebec.
1911 voru 61 liberals, 13 nationa-
listar og conservatives. Kjördæmum
fjölgaS upp í 81. Kosningar 1912.
Liberals kosnir 61 og sonservatives
18 — óháSir 2. Aftur kosiS 1916.
Liberals kosnir 75, conservatives 6.
Ontario.
1911 voru þar 78 conservatives, 16
Iiberals og einn verkamaSur. • Það
ár kosiS. Conservatives kosnir 83,
Iiberals 22 og óháðir einn. KosiS
aftur 1914. Conservatives 83, liber-
als 26 og óháSir einn.
Manitoba.
1914 voru þar 28 conservatives og
Í3 liberals. Það ár kosið. Conserva-
ives 27, liberals 22. KosiS aftur
jJ915. þá 42 liberals og 5 conserva-
Vtives, en 2 óháðir.
Saskatchewan.
1911 voru þar 27 liberals og 15 con-
serv'atives. 1912 kosið. Liberals 43,
conservatives 8.
* Alberta.
.1911 voru þar 34 liberals, 7 con-
servatives. Kosningar 1913. Kosnir
38 liberals og 18 conservatives.
British Columbia.
1917 voru þar 39 conservatives, 1
liberal og 2 jafnaðarmenn. 1912
kosningar, kosnir 40 conservatives,
enginn liberal og 2 jafnaðarmenn.
KosiS aftur 1916, þá 37 liberals og
10 conservatives.
Yfirlit.
Þegar Borden tók við v'oru 5 fylk-
in af 9 conservative, nú eru þau aS-
eins tvö. 1911 voru alls 467 þing-
sæti í fylkjunum til samans, þar af
höfðu conservatives 280, ert liberals
187. Nú eru þingsætin alls 516 og af
þeim hafa liherals 336, en conserva-
tives 180.
1911 höfSu conservatives 60% af
öllum fylkissætum, en liberals 40%.
Nú hafa liberals 65% af öllum fyik-
issætum, en conservatives 35%. — A
hvað bendir þetta ?
Úr bréfi frá S. Paulsyni.
Fyrir löngu átti að birtast útdrátt-
tir úr bréfi frá S. Paulssyni f'syni
Sigfúsar Paulssonar og konu hansj.
Paulsson fór af stað héSan eftir
miðjan janúar og skrifar foreldrum
»ínum þegar hann er kominn á skips-
fjöl í skipiS “Skandinavia” á leið
^austur um haf 24. janúar.
Ekki esgir hann að neinum hafi
VeriS leyft að senda bréf eSa póst-
spjald á IeiSinni. Eins og fleirum,
leyst honum illa á landslagið í Aust-
ur Canada víða, þótti þaS hrj'óstsugt
og leiSinlegt.
Þegar Paulson kom í bæ sent heit-
ir Cartier fanst honum fólkiS svo
dauft og dofinlegt aS hann hafði al-
drei séS íjeitt líkt. Hann kvaðst vera
visss um aS ef einhver kæmi þangaS
eftir 20 ár og segði fólkinu aS stríS
hefði staðiS yfir þá mundi það nudda
stírurnar úr augum sér og verða
steinhyssa. ÞaS mundi bara spyrja
hvar Evrópa væri og jafnvel í
hvaða landi þaS ætti sjálft neima.
Hvert einasta andlit sýndist honum
þar eins og þaS væri sofandi.
Aftur kom hann í lítinn bæ, sem
Norto Bay heitir og þar var alt á
ferS. og flugi, fjörugt og skemtilegt
Þegar til Montreal kom stálust
sumir út úr lestinni, til þess aS fá
sér í staupinu og sáust áhrif þess
síðar.
Nokkru síðar komu þeir til bæjar
sem Rinonski heitir; er hann beint
þar á móti sem Princess of Ireland
sökk í St. Lawrence fljótinu. Paul-
son er að leggja út á hafiS þegar hann
sendir bréfið. Eru þá þrjú skip aS
fara öll hlaðin hermönnum og fór
bann hugrakkur af staS. KveSst hanrt
munu fylgja þeirri kenningu er sér
hafi v'eriS innrætt í foreldrahúsum
aS vænta þess bezta og horfa á þaS
bjartasta.
Úrá bréfi frá Sigurði Andersyni.
Hann lagði af staS héðan 5. febr.
HATTA
TILKYNNING
$10 Hattar
sérstöku verði þessa viku á
$5.50
Mrs, F.S. Robinson,
660 Notre Dame Ave.
Einar dyr vcstur af Sberbrooke St.
og skrifaði ritstjóra Lögbergs frá
Brockville í Ontario 8. febr.; en dreg-
ist hefir aS geta þeirra er þá fóru.
íslendingar t þeim hópi er þá fóru
voru þessir: Ágúst Einarsson frá
Nýja íslandi, Haraldur Sveinssön frá
SaskatcheQan, Ólafur Jósefsson frá
Wynyard, Sesk., Óskar Halldórsson
frá Saskatchewan, SigurSur Ámasor.
frá Winnipeg, Tryggvi Einarsson frá
Nýja íslandi, Þorsteinn Bergsson frá
Nýja íslandi.
SigurSur lætur illa af ferðinni
austur. Þeir voru orðnir þreyttir á
sál og líkama þegar þangaS kom, en
all vel segir hann aS fari um þá þar
eystra. Brockville segir SigurSur aS
sé talinn einhver hinna fegurstu bæja
t Canada aS sumrinu. Sá bær er bygS-
ur á norðurbakka St. Lawrence fljóts-
ins á fögrum hæðum.
SigurSi þótti landslagiS á leiðinni
austur vera hrjóstrugt og tilbreyt-
ingarlítiS. Margir segir SigurSur aS
hafi orðiS vcikir á ferSinni austur og
tveir hafi verið fluttir á sjúkrahús
daginn sem hann skrifar, báðir þungt
haldnir af lungnabólgu.
Utanáskrift SiguiSar er þessi:
No 913276 Pte S. Anderson
Exhibition Barracks, 230 Catt.
Brockville, Ont.
Friðarþing í Berlín.
ÞjóSverjar og samherjar þeirra
hafa ákveSið aS halda fulltrúaþing
í Berlín til þess aS koma sér saman
um friSarskilmála, sem þeir ætla aS
bjóða bandamönnum, án þess aS
krfejast þess að vopnahlé sé samiS á
meSan.
“Vér getum haldið út þangaö til
vér höfum unniS stríSiS”, segir
Holveg, “en oss ofbýður mannfalliS
og börmungarnar sem stríðiS hlýtur
aS hafa í för með sér. Vér viljunt
því bjóða lóvinum vorum aS semja
frið. Ef þeir fást ekki til að ræða
\T ^ • •• I • timbur, fialviður af öllum
Wyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og ai.-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarin*.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
-------------------* Limited —--------------—
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
Western Bankers
611 Main St
WINNIPEG, - MAN.
Vér gefum tuttugu Og fimm
cent tuttu^u og fimm börnum
þeim er fyrst leggja inn pen-
inga hjá oss sem svarar $i .00
Einnig gefum vér 4 prct. af öllum peningum sem vér
geymum fyrir yður. Einnig tökum vér viðskifta reikn-
inga, SKRIFIÐ OSS.
Tals. M. 3423
sanngjarna friSarskilmála verða þeir
aS bera alla ábyrgS á áframhaldi
stríSsins og afleiðingum þess.”
fFree PressJ.
Ætla heim.
10,000 Doukbabors í Canada hafa
óskaS eftir aS fá aS fara heim til
Rússlands aftur; er þaS sökurn
stjórnarskiftanna og hefir nýja
bráSabirgðastjórnin lýst því yfir aS
hún muni verða þeim heimflutningi
hlynt.
Jacobs á að hætta.
Svo er ákveSiS aS S. F. Jacobs pró-
fessor viS búnaSarháskólann í Mani-
toba verSi látinn fara og annar ráS-
inn í hans staS.
ÞaS sem honum ér gefiS aS sök er
aS hann hafi keypt gripi fyrir fylkiS
til þess aS útbýta meðal bænda; en
gripirnir hafi sumir reynst svo lé-
Iegif aS orðiS hafi aS selja þá fyrir
lægra verS en þeir voru keyptir fyrir.
Krefjast þjóðstjórnar.
JafnaSarmenn iá Þýzkalandi Iáta
til sín taka urn þetta leyti. Þeir
krefjast þess i ræSum sínum á þingi
aS Þýzkaland sé gert aS þjóðstjórn-
arríki eins og Rússland. ÞingiS á að
vera fulltrúamót þjóðarinnar segja
þeir og þaS á aS hafa alt vald, innan
ríkis og utan.
Hlnir miklu hreyfivélaskólar
Hempliills
þurfa á fleiri nemendum að halda til
þess aS læra aS stjðrna alls konar
hreyfivögnum og gasvélum. Skðlinn
er bæSi á daginn og kveld'in. parf
áSeins fáar vikur til náms. Sérstök
deild aS læra nfl sem stendur til þess
aS vinna viS flutninga á hreyfivögn-
um. Nemendum vorum er kent meS
verklegri tilsögn aS stjðrna bifreiSum,
gasvélum og oltuvélum, stöSuvélum
og herflotavélum.
ókeýpis vinnuvéitinga skrifstofan,
sem vér höfum sambandsstjðrnar
leyfi til aS reka, veitir ySur aSstoS til
þess aS fá atvinnu, þegar þér haflS
lokiS námi og skðlar vorlr hafa meS-
mæli hermálastjðrnarinnar.
SkrifiS eSa komiS sjálfir á Hemp-
hills hreyfivélaskðlana til þess aS fá
ðkeypis upplýsingabðk. peir eru aS
220 Pacific Ave., Winnipeg, 10262
Pyrsta stræti, Edmonton, Alta. Tutt-
ugasta stræti austur 1 Saskatoon, Sask.
South Railway str., Regina, be'int á
mðti C.P.R. stöSinni. Varist þá, sem
kynnu aS bjðSa ySur eftirlíkingar.
Vér höfum rúm fyrir menn og kon-
ur til þess aS læra rakaraiSn. Rakan.
ar geta nú alstaSar fengiS stöSu, l4r
mörgum rakarabúSum hefir veriS lok-
aS. vegna þess aS ekki er hægt aS fá
fðlk. ASeins þarf fáar vikur t’il þess
aS læra. Kaup borgaS á meSan á
náminu stendur. Atvinna ábyrgst.
SkrifiS eSa komiS eftir ðkeypis upp-
lýsingabðk. Hemphili rakaraskðlar:
220 Pacifie Ave., Winnipeg. Deildir I
Regina, Edmonton og S^skatoon.
Menn ög konur! LæriS aS sýna
hreyfimyndir. simritun eSa búa kven-
hár; lærlS þaS I Winnipeg. Hermanna
konur og ungar konur; þér ættuS aS
búa ySur undir þaS aS geta gegnt
karlmanna störfum, svo þeir geti fariS
I herinn. pér getiS lært hverja þess-
ara iðna sem er á fárra vikna tlma.
LeitiS upplýsinga og fáiS ðkeypis skýr-
ingabðk I Hemphills American iSnaS-
arskðlanum aS 211 Pacific Ave..
Winnipeg; 1827 Railway St., Regina;
10262 Fyr_sta str., Edmonton, og
Tuttugasta stræti austur, Saskatoon.
t
1
8 ó Ii S K I N
8 ó L S K I N
skafrenningurinn búinn að fylla, en hann vissi
hvar haglendið var bezt og hestarnir voru vanir
að halda sig fyrir ofan hæðirna* í lægðinni við
skóginn. Ferðin gekk greitt, því hann var góður
skíðamaður og flaug hann upp og ofan hæðimar
með ótrúlegum hraða. Var samt töluvert farið
að skyggja er hann rendi sér ofan síðustu hæðirta
og lá við sjálft—ef hann hefði ekki stöðvað ferð
sína mjög snögglega— að hans tveir oddhvössu
fárskjótar rendu sér á kaf i hælana á Blesu, sem
stóð þar kippkom frá skóginum, með höfuðið
beint í veðrið, og var folaldið að hressa sig á
volgri móðurmjólkinni.
Pétur varð hissa; en enn meir hissa varð hann
er hann sá “þann svarta”, sundurkraminn og
steindauðan, undir fótum hryssunnar. Nú skildi
hann hvernig í öllu lá, úlfurinn hafði komið að
hestunum óvörum út úr skóginurh og þeir þá sett
á flótta heim á leið, nema Blesa. Móðurástin hafði
knúð hana til að vaða beint á móti hættunni, til
varanr fyrir afkvæmi sitt, sem var of ungt til þess
að geta forðað sér undan vígtönnum óvinarins.
Troðningurinn í snjónum sýndi þess glögg merki
hvernig hún einlægt hafði staðið í milli þess og
hættunnar. Og með ótrúlegu snarræði hafði
henni tekist að yfirstiga óvininn með því að rísa
upp á afturfótum og skella þeim fremrí ofan á
óvin sinn, og þaðan hafði hún ekki hreyft sig, þó
hann næði til að rífa og bíta hana í fæturaa; þess
báru þær ljósan vottinn, allar með storknuðum
blóðrákum og famar að bólyna. En nú, þegar
folaldinu hennar gat engin hætta af honum staðið,
þrammaði hún rólega heim á leið og tölti það
slóðina á eftir henni.
Pétur fylgdi þeim á eftir í hægðum sínum og
var hugsi. Nú hafði hann séð eitt sýnishom af.
því fegursta og bezta í lífinu, þeirri helgustu,
hreinustu og óeigingjömustu tilfinningu, sem
geymist í hjarta alls þess sem er lífs — móður-
ástinni.
Dóra.
Rasmus Kristján Rask
Rasmus Kristján Rask er fæddur 1784 (einu
ári seinna en Bjarni Thorarensen) á Brandekilde
á Fjóni í Danmörku. Faðir hans var skraddari.
gáfaður maður, en nokkuð sérlyndur. Hann hafði
komist yfir lækningabók frá 16. öld, af henni
numdi hann læknisfræði og gerðist síðan hómó-
pati. Menn leituðu þó nokkuð til hans og höfðu.
trú á lækningum hans, en hálfgerðar stuggur stóð
þeim af bókinni, sem þeir álitu vera hálfgerða
galdrabók.
“Rask gamli sér lengia en nef hans nær,”
sögðu menn, “hann kann meira en faðirvorið sitt
karlfuglinn.”
Rask eignaðist fjögur böm. þrjú af þeim dóu
á bamsaldri, svo Rasmus var einn síns liðs.
pegar Rasmus fæddist var hann svo lítill að
hann gat legið í tréskónum hans föður síns.
“Hvað ætli verði um þennan blessaðan aumingja?”
varð föður hans að orði, þegar hann sá hann í
fyrsta sinni. En það kom brátt í ljós að Rasmus
litli var óvenjulega gáfaður. pegar presturinn
kom í húsvitjun varð hann alveg hissa á svörum
drengsins.
Faðir Rasmusar var mjög fátækur, en góð-
samir menn hlupu undir bagga með honum, svo
hann gat látið drenginn í latínuskólann í Odinsvé.
Einn af kennurunum lofaði honum að búa hjá sér
og nokkrar fjölskyldur þar í bænum skiftust á
um að gefa honum að borða; því öllum þótti væht
um drenginn sökum iðni hans og annara mann-
kosta.
Rasmus var kátur og f jörugur og vel þokkaður
af skólabræðrum sínum, sem ekki gátu annað en
dáðst að kunnáttu hans og fjölhæfni.
í latínuskólanum heyrði hann talað um ísland
og íslenzka tungu; hann varð hrifinn af því sem
hann heyrði, og ásetti sér að læra málið og það til
hlítar. Hann fékk nokkrar fslendingasögur að
láni, á bókasafninu, og varði frístundum sínum tf.
þess að stafa sig fram úr þeim. “Hyað ertu nú að
lesa, Rasmus minn?” spurði einn af kennurum
hans einhverju sinni, þegar hann sat niðursokk-
inn í íslpnzku málfræðina.
“Eg er að reyna að lesa dálítið .í íslenzku af
sjálfum mér,” svaraði drengunnn hálf-afsakandi,
því hún var ekki n . . sgrein í skólanum. pað varð
hún fyrst eftir daga Rasks, er hann hafði sýnt
fram á hve mikla þýðingu hún hefði fyrir Norður-
landa málin. Rasmus hafði enga íslenzka mál-
fræði, en hann bjó til málfræði sjálfur og hún var
svo vel úr garði gjör að hún varð prentuð seinna
og var lengi vel notuð af þeim sem íslenzku námu.
pegar Rasmus hafði lokið stúdentsprófi, kom
hann til Kaupmannahafnar háskóla og byrjaði
fyrir alvöru að lesa tungumál, sérstaklega ís-
lenzku, sem hann sagði að væri móðir allra tungu-
mála á Norðurlöndum. Hann var svo fátækur, að
hann hafði sjaldan efni á að borða heitan mat.
Hann lifði mest á rúgbrauði og köldu vatni. peg-
ar vinir hans komu að heimsækja hann, keypti
hann soðin jarðepli og dálítið af salti. “Við fund-
um ekki til að máltíðin væri fátækleg,” hefir einn
af vinum hans sagt, “því hún var jafnan krydduð
með djúpsæjum, orðum og viturlegum athuga-
semdum, sem báru vott um andleg auðæfi.”
Rasmus Rask þráði að koma til íslands; 1813
fékk hann þá ósk sína uppfylta. Hann dvaldi þar
í tvö ár og ferðaðist víða um land.
Á meðan hann var á íslandi, fór hann að hugsa
um að stofna félag til þess að efla bókmentir
landsins, og vernda íslenzkuna, sem þá var orðin
mjög dönskuskotin, og talaði hann um það við
Áraa Helgason dómkirkjuprest og fleiri. f Kaup-
mannahöfn fékk hann Bjarna Thorsteinsson síðar
amtmann, og Finn Magnússon nafnkunnan vís-
indamann í lið með sér. Árið eftir (1816) komu
svo þessir menn félaginu á stofn og nefndu það
Hið íslenzka bókmentafélag. pað er í tveimur
deildum, önnur þeirra er í Reykjavík en hin í
Kaupmannahöfn. Félag þetta gerði Rask svo
þjóðlegt sem hægt var. pví skyldu stjórna ís-
lendingar eða þeir einir, sem væri íslendingum
jafn snjallir (góðir) í íslenzku. Árið eftir (1817)
tók félagið að gefa út fréttarit, Sagnablöðin og
Sturlungasögu, sem aldrei hafði verið prentuð.
Lítlu síðar fór það að gefa út Árbækur íslands
eftir Jón Espólín, og Almenna landskipunarfræði,
eftir Gunnlaug Oddson og fleiri.
Svona hefir nú félagið haldið áfram í hundrað
ár að gefa út góðar og merkar bækur, svo sem
Lýsingu íslands eftir porvald Thoroddsen, Sögu
íslands eftir Boga Th. Melsteð (bækur sem hvert
íslenzkt heimili ætti að eignast, því þær fræða
íslenzku þjóðina langbezt um land hennar og
sögu) ásamt 1 fleiri merkum bókum og ritum.
Bókmentafélagið hefir stöðugt unnið að því tak-
marki, sem því var upphaflega sett, að efla bók-
mentir landsins, og vernda íslenzkuna, og er fyrir
löngu orðið hið merkasta íslenzka félag sem til
er.
Nokkru eftir að Rask kom úr íslandsferð sinni,
fékk hann styrk til að ferðast til Indlands, til
þess að kynna sér gömul mál, sem þar eru töli'ð
(sanskrit o. fl.). Hann y&r sjö ár í þeirri ferð.
pegar hann kom aftur, kom hann með margar
bækur, seni hann hafði fengið hjá Indverjum, þær
voru allar skrifaðar, ekki á pappír, heldur á
pálmablöð. pessar bækur eru geymdar á háskól-
anum og þykja hinar mestu gersemar.
Rask var einhver hinn mesti málfræðingur, sem
uppi hefir verið á Norðurlöndum. Hann talaði
fjöldamörg tungumál.
Rask andaðist 1832, rúmlega hálf fimtugur.
Hann hvílir í Assistents kirkjugarðinum í Kaup-
mannahöfn, sama kirkjugarði og Jónas Hallgríms-
son og Konráð Gíslason. Á legsteini hans stend-
ur á fjórum tungumálum. Á íslenzku: “Ef þú
vilt fullkominn vera í þekkingu þá lær allar tung-
ur en gleym þó eigi að heldur þinni tungu.” Á
sanskrít: “Iðjusemi er öllum vinum betri; sá sem
er iðjusamur missir ekki kjarkinn. Hann býr í
haginn fyrir komandi kynslóðir.” Á arabisku:
“Sannleikurinn er bjartur, en flærðin er dimm.”
Á dönsku: “Ættjörðinni skuldar hver maður alt
það gott sem hann fær orkað.”
Nafn fátæka mannsins frá Fjóni mun aldrei
gleymast; á honum sannast þessi orð:
Deyr fé
deyja frændur
deyr sjálfur et sama
en orstýr
deyr aldrei
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál).
(Tekið úr Jólakveðju til Í3lenzkra barna frá
dönskum sunnudagsskóla börnum.)
Lára Bjarnason sendi
JARPUR.
Áfram héldu lestirnar fót fyrir fót,
um fjallvegina bröttu yfir urðir og grjót,
og svipuhöggin dundu á hestalendum títt
en hríðarveðrjð lamdi þá framan kalt og strítt.
I
í nálægð heyrast dunur, sem dynji öldurót,
þar drynur niðri’ á eyrunum breitt og straum-
hart fljót,
Hann Jarpur reisti eyrun og horfði áttina’ í,
og allur fór að skjálfa, sem kviði hann fyrir því.
Hann hafði verið duglegur, harður, sterkur klár
og hafði rölt með byrðar í tuttugu ár.
Nú limir voru stirðir og lendin orðin grönn
og lítið hold á síðu, á gaddi slitin tönn.
•Hann drógst á eftir lestinni, lagðist við og við,
á lend hans stóðu svipur, sem engin veittu grið.
Hann hafði margar byrðarnar borið liðin ár
og bezt því lýsti stunan, svo raunaleg og sár.
peir böggunum við ferjustaðinn fleygðu o’ná
grund,
»
J